Laugavegur 73, Nýlendugata 14, Óðinsgata 14, Bryggjuhverfi vestur, svæði 4, Skeifan 11, Fossvogshverfi, Egilsgata 14, Lofnarbrunnur 1-7, Rauðagerði við Miklubraut, Rauðagerði 27, Lóðarumsókn fyrir meðferðarstöð fyrir unglinga, Álfsnes, Kistuhylur 4 (Árbæjarsafn), Kjalarnes, Esjugrund 52, Lambhagavegur 19, Úlfarsárdalur, Ármúli 34, Fiskislóð 3, Gefjunarbrunnur 7, Lofnarbrunnur 10-12, Rökkvatjörn 6-8, Skeiðarvogur 109, Urðarbrunnur 32, Úlfarsbraut 46, Ægisíða 44, Týsgata 8, Borgartún 1, Hrefnugata 5, Kirkjusandur, Langagerði 14, Mýrargata 31, Ránargata 4A, Snorrabraut 27-29, Austurberg 8-10, Austurstræti 10A, Nauthólsvegur frá Hringbraut að Flugvallarvegi, Sólvallagata 67, Laugavegur 118, Klausturstígur 1-11 og Kapellustígur 1-13,

Embættisafgreiðslufundur skipulagsstjóra Reykjavíkur samkvæmt viðauka 2.4 við samþykkt um stjórn Reykjavíkurborgar.

698. fundur 2018

Ár 2018, föstudaginn 14. september kl. 09:05, hélt skipulagsfulltrúi Reykjavíkur 698. embættisafgreiðslufund sinn til afgreiðslu mála án staðfestingar skipulagsráðs. Fundurinn var haldinn á skrifstofu skipulagsfulltrúa Borgartúni 12 - 14, 2. hæð, Stardalur. Fundinn sátu: Ágústa Sveinbjörnsdóttir og Helena Stefánsdóttir. Eftirtaldir embættismenn kynntu mál á fundinum: Margrét Þormar, Lilja Grétarsdóttir, Björn Ingi Edvardsson, Hrafnhildur Sverrisdóttir, Sólveig Sigurðardóttir og Ingvar Jón B. Gíslason. Ritari var Erna Hrönn Geirsdóttir.
Þetta gerðist:


1.18 Laugavegur 73, Nýbygging
Á embættisafgreiðslufundi skipulagsfulltrúa 15. júní 2018 var lagt fram erindi frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa frá 12. júní 2018 þar sem sótt er um leyfi til að byggja fimm hæða steinsteypt fjölbýlishús með 12 íbúðum og verslun/þjónustu á jarðhæð, einangrað að utan og klætt málmklæðningu, á kjallara, með bílgeymslu fyrir 8 bíla sem tengist bílgeymslu Hverfisgötu 92, á lóð nr. 73 við Laugaveg. Erindinu var vísað til umsagnar verkefnisstjóra og nú lögð fram dags. 14. september 2018.
Erindi fylgir bréf hönnuðar um skilmála deiliskipulags dags. 29. maí 2018, viljayfirlýsing varðandi bílastæði dags. 25. maí 2018, minnisblað um sambrunahættu frá Mannvit dags. 23. maí 2018 og greinargerð um hljóðvist frá Mannvit dags. 22. maí 2018. Stærð, A-rými: 1.160 ferm. B-rými: 71,1 ferm. Samtals A + B rými: 1.231,1 ferm., 4.100,3 rúmm. Gjald kr. 11.000



Umsögn skipulagsfulltrúa, dags. 14. september 2018, samþykkt.

2.18 Nýlendugata 14, (fsp) smáíbúðir
Á embættisafgreiðslufundi skipulagsfulltrúa 7. september 2018 var lögð fram fyrirspurn THG Arkitekta ehf. dags. 3. september 2018 ásamt bréfi dags. 3. september 2018 um að gera smáíbúðir til langtímaleigu á efri hæðum hússins á lóð nr. 14 við Nýlendugötu, samkvæmt tillögu THG Arkitekta ehf. dags. 8. maí 2018. Fyrirspurninni var vísað til umsagnar verkefnisstjóra og er nú lögð fram að nýju ásamt umsögn skipulagsfulltrúa dags. 14. september 2018.

Umsögn skipulagsfulltrúa, dags. 14. september 2018, samþykkt.

3.18 Óðinsgata 14, Stækka einbýlishús og áður gerðar breytingar
Á embættisafgreiðslufundi skipulagsfulltrúa 13. júlí 2018 var lagt fram erindi frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa frá 19. júní 2018 þar sem sótt er um samþykkt á áður gerðum breytingum og stækkun á einbýlishúsi á lóð nr. 14 við Óðinsgötu. Erindinu var frestað, umsækjandi hafi samband við embætti skipulagsfulltrúa, og er nú lagt fram að nýju. Einnig er lögð fram umsögn Minjastofnunar dags. 17. ágúst 2018.
Stækkun: xx ferm., xx rúmm. Gjald kr. 8.000 + xx

Samþykkt að grenndarkynna framlagða tillögu, dags. 20.8.2018, fyrir hagsmunaaðilum að Óðinsgötu 14a og Bjargarstíg 14 og 16.

Byggingarleyfisumsókn verður grenndarkynnt þegar umsækjandi hefur greitt fyrir grenndarkynningu sbr. 8.1. gr. í gjaldskrá vegna kostnaðar við skipulagsvinnu og útgáfu framkvæmdaleyfis í Reykjavíkurborg nr. 1193/2016.


4.18 Bryggjuhverfi vestur, svæði 4, nýtt deiliskipulag
Lagt fram bréf Skipulagsstofnunar dags. 5. september 2018 þar sem ekki er gerð athugasemd við að sveitarstjórn birti auglýsingu um samþykkt deiliskipulagsins í B-deild Stjórnartíðinda, þegar lagfæringar hafa verið gerðar á gögnum deiliskipulagsins sbr. bréfi stofnunarinnar. Einnig er lögð fram umsögn skipulagsfulltrúa dags. 14. september 2018.

Umsögn skipulagsfulltrúa, dags. 14. september 2018, samþykkt.

5.18 Skeifan 11, (fsp) stækkun húss fyrir móttöku-/geymslurými
Á embættisafgreiðslufundi skipulagsfulltrúa 31. ágúst 2018 var lögð fram fyrirspurn THG Arkitekta ehf. dags. 20. ágúst 2018 um stækkun hússins á lóð nr. 11 við Skeifuna sem felst í að byggja litla útbyggingu (móttöku-/geymslurými) á norðurhlið byggingarinnar, samkvæmt uppdrætti THG Arkitekta ehf. dags 20. ágúst 2018. Fyrirspurninni var vísað til umsagnar verkefnisstjóra og er nú lögð fram að nýju ásamt umsögn skipulagsfulltrúa dags. 7. september 2018. Jafnframt er lagt fram bréf Einars Farestveit lögmanns f.h. Haga hf. dags. 10. september 2018.
Bréf Einars Farestveit lögmanns f.h. Haga hf. dags. 10. september 2018 lagt fram.


6.18 Fossvogshverfi, breyting á skilmálum vegna einbýlishúsa
Lögð fram tillaga umhverfis- og skipulagssviðs, skipulagsfulltrúa, dags. 14. september 2018 varðandi breytingu á skilmálum deiliskipulagsins Fossvogshverfis. Í breytingunni felst að skilgreinar nýtingarhlutfall ofanjarðar og bæta við heimild til nýtingarhlutfalls ofanjarðar vegna B-rýma.

Vísað til skipulags- og samgönguráðs.

7.18 Egilsgata 14, Bílskúr og breyta innra fyrirkomulagi
Lagt fram erindi frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa frá 11. september 2018 þar sem sótt er um leyfi til að breyta lítillega fyrirkomulagi í kjallara, 1. og 2. hæðar og byggja einfaldan steinsteyptan bílskúr vestan megin við hús á lóð nr. 14 við Egilsgötu.
Útskrift úr gerðabók embættisafgreiðslufundar skipulagsfulltrúa frá 31. ágúst 2018 fylgir erindi, ásamt umsögn skipulagsfulltrúa dags. 29. ágúst 2018. Stærð: 34,8 ferm., 101,0 rúmm. Gjald kr. 11.000

Vísað til umsagnar verkefnisstjóra.

8.18 Lofnarbrunnur 1-7, krafa um leiðréttingu á deiliskipulagi lóðar
Á embættisafgreiðslufundi skipulagsfulltrúa 7. september 2018 var lagt fram bréf ADVEL lögmanna slf. f.h. Kjalarlands ehf. dags. 14. ágúst 2018 þar sem gerð er krafa um leiðréttingu á deiliskipulagi lóðarinnar nr. 1-7 við Lofnarbrunn. Erindinu var vísað til umsagnar hjá skrifstofu sviðsstjóra og er nú lagt fram að nýju ásamt umsögn skrifstofu sviðsstjóra dags. 11. september 2018.

Umsögn sviðsstjóra, dags. 11. september 2018, samþykkt,

9.18 Rauðagerði við Miklubraut, breyting á deiliskipulagi
Að lokinni grenndarkynningu er lögð fram að nýju tillaga umhverfis- og skipulagssviðs dags. 22. júní 2018 varðandi breytingu á mörkum deiliskipulags vegna nýrra lóðarmarka Tónlistarskóla FHÍ að Rauðagerði 27 samkv. uppdrætti Landmótunar dags. 19. júní 2018. Tillagan var grenndarkynnt frá 9. ágúst 2018 til og með 6. september 2018. Eftirtaldir aðilar sendu athugasemdir: Jóhanna Guðmundsdóttir og Helgi Helgason dags. 4. september 2018.
Vísað til umsagnar verkefnisstjóra.

10.18 Rauðagerði 27, breyting á deiliskipulagi
Að lokinni grenndarkynningu er lögð fram að nýju umsókn Ólafs Óskars Axelssonar f.h. Félags íslenskra hljómlistarm. dags. 24. janúar 2018 varðandi breytingu á deiliskipulagi fyrir lóðina nr. 27 við Rauðagerði. Í breytingunni felst að gera nýjan byggingarreit fyrir tvær færanlegar kennslustofur norðaustanmegin við tónleikasal, við lóðarmörk, samkvæmt uppdr. VA arkitekta ehf. dags. 24. janúar 2018. Tillagan var grenndarkynnt frá 9. ágúst 2018 til og með 6. september 2018. Eftirtaldir aðilar sendu athugasemdir: Jóhanna Guðmundsdóttir og Helgi Helgason dags. 4. september 2018.

Vísað til umsagnar verkefnisstjóra.

11.18 Lóðarumsókn fyrir meðferðarstöð fyrir unglinga, bréf Framkvæmdasýslu ríkisins
Á embættisafgreiðslufundi skipulagsfulltrúa 30. júní 2017 var lagt fram bréf Framkvæmdasýslu ríkisins til borgarstjóra, dags. 29. maí 2017, um lóð fyrir nýtt meðferðarheimili fyrir unglinga á höfuðborgarsvæðinu. Erindinu var vísað til meðferðar hjá verkefnisstjóra og er nú lagt fram að nýju og er lögð fram umsögn skipulagsfulltrúa, dags. 14. september 2018.

Umsögn skipulagsfulltrúa, dags. 14. september 2018, samþykkt.

12.18 Álfsnes, drög að tillögu að matsáætlun vegna nýs starfssvæðis Björgunar
Lagt fram bréf Björgunar dags. 7. september 2018 þar sem óskað er eftir umsögn um drög að tillögu að matsáætlun dags. 7. september 2018 vegna nýs starfssvæðis Björgunar á Álfsnesi.
Vísað til umsagnar verkefnisstjóra.

13.18 Kistuhylur 4 (Árbæjarsafn), Sýningarskáli/járnbr.stöð
Lagt fram erindi frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa frá 11. september 2018 þar sem sótt er um leyfi til að byggja sýningarskála, stálgrindarhús á steyptum sökklum til að hýsa eimreiðar sem sýna á í Árbæjarsafni á lóð nr. 4 við Kistuhyl.
Stærð: 133,2 ferm., 610 rúmm. Gjald kr. 11.000

Vísað til umsagnar verkefnisstjóra.

14.18 Kjalarnes, Esjugrund 52, (fsp) setja glugga í kjallara
Lögð fram fyrirspurn Þorsteins Svavars McKinstry og Guðríðar Guðmundsdóttur mótt. 21. ágúst 2018 um að setja glugga á gluggalausan gaflvegg í kjallara hússins á lóð nr. 52 við Esjugrund á Kjalarnesi.

Vísað til umsagnar verkefnisstjóra.

15.18 Lambhagavegur 19, Innanhúss breytingar
Lagt fram erindi frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa frá 11. september 2018 þar sem sótt er um leyfi til að breyta erindi BN051044 þannig að innra skipulagi er breytt og húsinu skipt upp í tvær rekstrareiningar, annars vegar gróðurhús og hins vegar fjórhjólaleigu, flóttastiga er breytt og hann fluttur á suðausturhlið húss á lóð nr. 19 við Lambhagaveg.
Gjald kr. 11.000

Vísað til umsagnar verkefnisstjóra.

16.18 Úlfarsárdalur, breyting á deiliskipulagi
Að lokinni auglýsingu er lögð fram að nýju umsókn skrifstofu framkvæmda- og viðhalds dags. 28. júní 2018 ásamt greinargerð dags. 20. júní 2018 varðandi breytingu á deiliskipulagi í Úlfarsárdal. Í breytingunni felst m.a. að setja knatthús austan íþróttahúss, byggingareit bætt við, bráðabirgðareitur fyrir kennslustofur stækkaður, svæði fyrir íþróttahús, grasvelli og áhorfendastúkur stækkað ásamt fleira samkvæmt uppdrætti Landmótunar dags. 20. júní 2018. Tillagan var auglýst 27. júlí 2018 til og með 7. september 2018. Engar athugasemdir bárust.

Samþykkt með vísan til heimilda um embættisafgreiðslur skipulagsfulltrúa í viðauka við samþykkt um stjórn Reykjavíkurborgar

17.18 Ármúli 34, Breyta 2. og 3. hæð í gistiheimili 05131550
Að lokinni grenndarkynningu er lagt fram að nýju erindi frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa frá 24. júlí 2018 þar sem sótt er um leyfi til að byggja brunastiga á austurgafl og innrétta gististað í flokki II, teg. b fyrir 36 gesti á 2. og 3. hæð húss á lóð nr. 34 við Ármúla. Tillagan var grenndarkynnt frá 13. ágúst 2018 til og með 10. september 2018. Engar athugasemdir bárust.
Erindi fylgir umsögn burðarvirkishönnuðar dags. 31. maí 2018, samþykki meðeiganda dags. 7. júní 2018 og brunahönnun dags. 5. júní 2018.
Útskrift úr gerðabók embættisafgreiðslufundar skipulagsfulltrúa frá 29. júní 2018 fylgir erindi, ásamt umsögn skipulagsfulltrúa dags. 29. júní 2018.
Gjald kr. 11.000

Samþykkt með vísan til viðauka um embættisafgreiðslur skipulagsfulltrúa við samþykkt um stjórn Reykjavíkurborgar.
Vísað til fullnaðarafgreiðslu byggingarfulltrúa.


18.18 Fiskislóð 3, Breyting á útliti á verslunarhúsnæði.
Lagt fram erindi frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa frá 11. september 2018 þar sem sótt er um leyfi til að setja nýja framhlið og skilti á suðvesturhlið sem sýnir starfsemi sem er í húsinu á lóð nr. 3 við Fiskislóð.
Gjald kr. 11.000

Vísað til umsagnar verkefnisstjóra.

19.18 Gefjunarbrunnur 7, Einbýlishús
Á embættisafgreiðslufundi skipulagsfulltrúa 7. september 2018 var lagt fram erindi frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa frá 4. september 2018 þar sem sótt er um leyfi til þess að byggja einbýlishús úr varmamótum á tveimur hæðum með innbyggðum bílskúr á lóð nr. 7 við Gefjunarbrunni. Erindinu var vísað til umsagnar verkefnisstjóra og er nú lagt fram að nýju ásamt umsögn skipulagsfulltrúa dags. 14. september 2018.
Stærð: 251,3 ferm., 607,44 rúmm. Gjald kr. 11.000

Ekki eru gerðar skipulagslegar athugasemdir við erindið, sbr. umsögn skipulagsfulltrúa dags. 14. september 2018.

20.18 Lofnarbrunnur 10-12, Sótt er um leyfi til þess að byggja parhús á tveimur hæðum
Á embættisafgreiðslufundi skipulagsfulltrúa 31. ágúst 2018 var lagt fram erindi frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa frá 28. ágúst 2018 þar sem sótt er um leyfi til að staðsteypa úr svartri járnbentri steinsteypu parhús á tveimur hæðum með innbyggðum bílskúrum lóð nr 10 -12 við Lofnarbrunn. Útreikningur á varmatapi fylgir erindi dags. 13. ágúst 2018. Erindinu var vísað til umsagnar verkefnisstjóra og er nú lagt fram að nýju ásamt umsögn skipulagsfulltrúa dags. 14. september 2018.
Stærð: 437,1 ferm., 1.406,6 rúmm. Gjald kr. 11.000

Umsögn skipulagsfulltrúa, dags. 14. september 2018, samþykkt.

21.18 Rökkvatjörn 6-8, (fsp) hækkun
Á embættisafgreiðslufundi skipulagsfulltrúa 7. september 2018 var lögð fram fyrirspurn Björgvins Ibsen Helgasonar dags. 30. ágúst 2018 um hækkun á fyrirhuguðu byggingum á lóð nr. 6-8 við Rökkvatjörn þannig að fjöldi hæða verði fimm. Fyrirspurninni var vísað til umsagnar verkefnisstjóra og er nú lögð fram að nýju ásamt umsögn skipulagsfulltrúa dags. 14. september 2018.

Neikvætt, með vísan til umsagnar skipulagsfulltrúa dags. 14. september 2018.

22.18 Skeiðarvogur 109, (fsp) bygging 40 fm. húss
Á embættisafgreiðslufundi skipulagsfulltrúa 7. september 2018 var lögð fram fyrirspurn Kristjáns Sturlaugs Ingólfssonar og Steinunnar Rósu Einarsdóttur mótt. 28. ágúst 2018 varðandi byggingu 40 fm. húss á lóð nr. 109 við Skeiðarvog við lóðarmörk götunnar og lóðarmörk Skeiðarvogs 97 og 111. Fyrispurninni var vísað til umsagnar verkefnisstjóra og er nú lögð fram að nýju ásamt umsögn skipulagsfulltrúa dags. 14. september 2018.

Neikvætt, með vísan til umsagnar skipulagsfulltrúa dags. 14. september 2018.

23.18 Urðarbrunnur 32, (fsp) breyting á deiliskipulagi
Lögð fram fyrirspurn Magnúsar Alberts Jenssonar dags. 9. september 2018 ásamt greinargerð dags. 8. september 2018 um breytingu á deiliskipulagi Úlfarsárdals vegna lóðarinnar nr. 32 við Urðarbrunn sem felst í breytingu á staðsetningu innkeyrslu á lóð og aukningu á byggingarmagni.

Vísað til umsagnar verkefnisstjóra.

24.18 Úlfarsbraut 46, (fsp) stækkun lóðar
Á embættisafgreiðslufundi skipulagsfulltrúa 31. ágúst 2018 var lögð fram fyrirspurn Ingunnar Guðrúnar Einarsdóttur dags. 22. ágúst 2018 varðandi stækkun lóðarinnar nr. 46 við Úlfarsbraut. Fyrirspurninni var vísað til umsagnar verkefnisstjóra og er nú lögð fram að nýju ásamt umsögn skipulagsfulltrúa dags. 13. september 2018.

Neikvætt, með vísan til umsagnar skipulagsfulltrúa dags. 13. september 2018.

25.18 Ægisíða 44, Viðbygging bak við hús
Lagt fram erindi frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa frá 11. september 2018 þar sem sótt er um leyfi til að byggja steinsteypta viðbyggingu norðan við hús og til að breyta innra skipulagi í einbýlishúsi á lóð nr. 44 við Ægisíðu.
Stækkun: 73,2 ferm., xx rúmm. Gjald kr. 11.000

Samþykkt að grenndarkynna framlagða tillögu fyrir hagsmunaaðilum að Ægisíðu 46, Starhaga 16 og Lynghaga 15 og 17.

Byggingarleyfisumsókn verður grenndarkynnt þegar umsækjandi hefur greitt fyrir grenndarkynningu sbr. 8.1. gr. í gjaldskrá vegna kostnaðar við skipulagsvinnu og útgáfu framkvæmdaleyfis í Reykjavíkurborg nr. 1193/2016.


26.18 Týsgata 8, lyfta
Lagt fram bréf Bjarna Hákonarsonar dags. 23. ágúst 2018 um að setja lyftu utan á vesturgafl hússins á lóð nr. 8 við Týsgötu, samkvæmt uppdr. dags. 8. apríl 2018.

Frestað. Umsækjandi hafi samband við embætti skipulagsfulltrúa.

27.18 Borgartún 1, (fsp) breyting á deiliskipulagi
Á embættisafgreiðslufundi skipulagsfulltrúa 13. júlí 2018 var lögð fram fyrirspurn Fernando Andrés C. De Mendonca, dags. 28. júní 2018 ásamt bréfi ódags. um breytingu á deiliskipulagi Borgartúnsreits vestur vegna lóðarinnar nr. 1 við Borgartún sem felst í stækkun lóðar, stækkun byggingareits, auka byggingarmagn og fjölga hæðum um eina ásamt breytingu á bílastæðakröfu, samkvæmt uppdrætti og skuggavarpi PKdM Arkitekta ehf. dags. 28. júní 2018. Einnig er lögð fram tillaga PKdM Arkitekta ehf. að hóteli dags. 28. júní 2018. Fyrirspurninni var vísað til umsagnar verkefnisstjóra og er nú lögð fram að nýju ásamt umsögn skipulagsfulltrúa dags. 13. september 2018.

Ekki eru gerðar athugasemdir við að umsækjandi láti vinna tillögu að breytingu á deiliskipulagi í samræmi við erindið, á eigin kostnað með þeim skilyrðum og leiðbeiningum sem koma fram í umsögn skipulagsfulltrúa dags. 13. september 2018.

28.18 Hrefnugata 5, Fjarlæga skúr og byggja nýjan
Á embættisafgreiðslufundi skipulagsfulltrúa 7. september 2018 var lagt fram erindi frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa frá 4. september 2018 þar sem sótt er um leyfi til að rífa eldri bílskúr og byggja nýjan geymsluskúr á lóð nr. 5 við Hrefnugötu. Erindinu var vísað til umsagnar verkefnisstjóra og er nú lagt fram að nýju ásamt umsögn skipulagsfulltrúa dags. 11. september 2018.
Stærð: 34,5 ferm og 76,1 rúmm. Gjald kr. 11.000

Ekki gerð athugasemd við erindið, sbr. þó skilyrði og leiðbeiningar sem fram koma í umsögn skipulagsfulltrúa dags. 11.september 2018.

29.18 Kirkjusandur, breyting á skilmálum deiliskipulags
Lögð fram tillaga umhverfis- og skipulagssviðs, skipulagsfulltrúa, dags. 14. september 2018 varðandi breytingu á skilmálum deiliskipulags fyrir Kirkjusand. Í breytingunni felst breyting á byggingarmagni.
Vísað til skipulags- og samgönguráðs.

Komi til auglýsingar á breytingu deiliskipulagi, þarf umsækjandi áður að greiða skv. 7.5. gr. gjaldskrá vegna kostnaðar við skipulagsvinnu nr. 1193/2016.



30.18 Langagerði 14, (fsp) bílskúr
Á embættisafgreiðslufundi skipulagsfulltrúa 7. september 2018 var lögð fram fyrirspurn Jóns Aðalsteins Sveinssonar og Guðrúnar Elísabetar Ómarsdóttur mótt. 27. ágúst 2018 varðandi byggingu bílskúrs á lóð nr. 14 við Langagerði. Fyrirspurninni var vísað til umsagnar verkefnisstjóra og er nú lögð fram að nýju ásamt umsögn skipulagsfulltrúa dags. 12. september 2018.

Umsögn skipulagsfulltrúa, dags. 12. september 2018, samþykkt.

31.18 Mýrargata 31, rekstur gististaðar í flokki II
Lagt fram bréf Bjarna TH. Bjarnasonar dags. 6. september 2018 þar sem óskað er eftir áliti skipulagsfulltrúa á breytingu á deiliskipulagi Nýlendureits vegna lóðarinnar nr. 31 við Mýrargötu þannig að heilmilt verði að reka gististað í flokki II á 2. og 3. hæð hússins.
Vísað til umsagnar verkefnisstjóra.

32.18 Ránargata 4A, Breyting flóttaleiða inni
Lagt fram erindi frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa frá 11. september 2018 þar sem sótt er um leyfi til að setja flóttastiga á norðurhlið og breyta innra fyrirkomulagi í hóteli á lóð nr. 4A við Ránargötu.
Útskrift úr gerðabók embættisafgreiðslufundar skipulagsfulltrúa frá 7. september 2018 fylgir erindi, ásamt umsögn skipulagsfulltrúa dags. 6. september 2018. Stækkun B-rými 13,1 ferm., 35,5 rúmm. Gjald kr. 11.000

Samþykkt að grenndarkynna framlagða tillögu fyrir hagsmunaaðilum að Vesturgötu 17 og 17a og Ránargötu 2, 4, 6 og 6a og Garðastræti 4 og 6.

Byggingarleyfisumsókn verður grenndarkynnt þegar umsækjandi hefur greitt fyrir grenndarkynningu sbr. 8.1. gr. í gjaldskrá vegna kostnaðar við skipulagsvinnu og útgáfu framkvæmdaleyfis í Reykjavíkurborg nr. 1193/2016.


33.18 Snorrabraut 27-29, Niðurstöður brunavarna
Á embættisafgreiðslufundi skipulagsfulltrúa 7. september 2018 var lagt fram erindi frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa frá 4. september 2018 þar sem sótt er um leyfi fyrir uppfærslu á brunavörnum í húsi á lóð nr. 29 við Snorrabraut. Erindinu var vísað til umsagnar verkefnisstjóra og er nú lagt fram að nýju ásamt umsögn skipulagsfulltrúa dags. 13. september 2018.
Gjald kr. 11.000

Neikvætt, með vísan til umsagnar skipulagsfulltrúa dags. 13. september 2018.


34.18 Austurberg 8-10, Framlengja þak og svalalokun
Lagt fram erindi frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa frá 11. september 2018 þar sem sótt er um leyfi til að framlengja þak yfir svalir og setja svalalokanir á allar íbúðir í húsi á lóð nr. 8 til 10 við Austurberg. Yfirlýsing og samþykki húsfélags Austurbergs 8 til 10 ódagsett, umboð frá Haraldi Helgasyni dags. 12. apríl 2018 og umboð frá Ingvari Engilbertssyni dags. 17. apríl 2018 fylgja erindi.
Stækkun, nýtt B- rými: XX ferm. XX. rúmm. Svalalokun: XX rúmm. Gjald kr. 11.000

Vísað til umsagnar verkefnisstjóra.

35.18 Austurstræti 10A, (fsp) breyting á deiliskipulagi
Lögð fram umsókn Forms ráðgjafar ehf. dags. 6. september 2018 ásamt bréfi dags. 31. ágúst 2018 varðandi breytingu á deiliskipulagi Kvosarinnar, með síðari breytingum, vegna lóðarinnar nr. 10A við Austurstræti. Í breytingunni felst að breyta notkun 5. hæðar hússins úr íbúð í atvinnuhúsnæði, samkvæmt uppdr. Forms Ráðgjafar ehf. dags. 10. ágúst 2016 síast br. 15. júní 2018.

Vísað til meðferðar hjá verkefnisstjóra.

Vakin er athygli á að erindið fellur undir gjaldskrá vegna kostnaðar við skipulagsvinnu og útgáfu framkvæmdaleyfis í Reykjavíkurborg nr. 1193/2016


36.18 Nauthólsvegur frá Hringbraut að Flugvallarvegi, framkvæmdaleyfi
Lögð fram umsókn skrifstofu framkvæmda og viðhalds dags. 11. september 2018 um framkvæmdaleyfi vegna breytingar á hæðarlegu og planlegu Nauthólsvegar frá Hringbraut að Flugvallarvegi til aðlögunar að byggingum Hlíðarenda. Einnig er lögð fram yfirlitsmynd ódags.

Vísað til umsagnar verkefnisstjóra.

37.18 Sólvallagata 67, breyting á deiliskipulagi
Á embættisafgreiðslufundi skipulagsfulltrúa 7. september 2018 var lögð fram umsókn skrifstofu eigna og atvinnuþróunar dags. 6. september 2018 varðandi breytingu á deiliskipulagi fyrir lóðina nr. 67 við Sólvallagötu, Vesturbæjarskóli. Í breytingunni felst að lóðin er stækkuð í suðvesturenda. Vesturvallagata er lögð af sem akstursgata milli Hringbrautar og Ásvallagötu og bætist það svæði við lóðina. Fjögurra m. breið gönguleið á milli skólalóðar og lóðanna Ásvallagötu 81 og Hringbrautar 112-114. Girðing meðfram lóðarmörkum á stækkun lóðar skal vera hámark 1.2 m. á hæð, samkvæmt uppdr. umhverfis- og skipulagssviðs dags. 4. september 2018. Erindinu var vísað til umsagnar verkefnisstjóra.
Visað til skipulags- og samgönguráðs

Komi til auglýsingar á breytingu deiliskipulagi, þarf umsækjandi áður að greiða skv. 7.5. gr. gjaldskrá vegna kostnaðar við skipulagsvinnu nr. 1193/2016.



38.18 Laugavegur 118, Endurbygging Grettisgötu 87
Lagt fram erindi frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa frá 11. september 2018 þar sem sótt er um leyfi til að endurbyggja bílaverkstæði, stálgrindarhús klætt steinullareiningum á kjallara sem fyrir er, á Grettisgötu 87 á lóð nr. 118 við Laugaveg.
Stærð, áður byggður kjallari: 794,5 ferm., 2.140,4 rúmm. Nýbygging: 814,2 ferm., 3.985,4 rúmm. Samtals: 1.608,7 ferm., 6.125,8 rúmm. Gjald kr. 11.000

Vísað til umsagnar verkefnisstjóra.

39.18 Klausturstígur 1-11 og Kapellustígur 1-13, breyting á deiliskipulagi
Að lokinni auglýsingu er lögð fram að nýju umsókn Kanon arkitekta dags. 9. maí 2018 fh. byggingarfélags námsmanna varðandi breytingu á deiliskipulagi námsmannagarða við Klausturstíg 1-11 og Kapellustígur 1-13 . Í breytingunni felst að fjölga íbúðum um 52 í fjórum nýjum húsum á lóðinni nr 1- 11 við Klausturstíg og 1-13 við Kapellustíg ásamt því að heimila byggingu geymslu fyrir starfssemi byggingarfélags námsmanna, samkvæmt uppdr. Kanon arkitekta ehf. dags. 9. maí 2018. Tillagan var auglýst frá 27. júlí 2018 til og með 6. september 2018. Eftirtaldir aðilar sendu athugasemdir/ábendingar: Jón Þorsteinsson dags. 16. ágúst 2018.

Vísað til umsagnar verkefnisstjóra.