Bústaðavegur milli Kringlumýrarbrautar og Veðurstofuvegar, Gufunesbær, frístundamiðstöð, Laugarnestangi 60, Garðsendi 21, Hörpugata 3, Laugavegur 55, Bankastræti 12, Elliðabraut 8-10 og 12, Hátún 27, Hringbraut 106, Menntavegur 1, Mýrargata 27 og 29, Seljavegur 1A og 1B, Vesturgata 6-10A, Vesturhús 9, Þverholt 13, Njálsgata 56, Úlfarsbraut 74, Brautarholt 8, Bryggjuhverfi vestur, svæði 4, Ljárskógar 16, Jafnasel 2-4 og 6, Reykjavíkurflugvöllur, Skólavörðustígur 22B, Suður Mjódd, Vitastígur 12, Áland 1, Laufásvegur 22, Sjafnargata 14, Öldugata 59, Húsnæðisuppbygging, Síðumúli 33,

Embættisafgreiðslufundur skipulagsstjóra Reykjavíkur samkvæmt viðauka 2.4 við samþykkt um stjórn Reykjavíkurborgar.

691. fundur 2018

Ár 2018, föstudaginn 20. júlí kl. 09:07, hélt skipulagsfulltrúi Reykjavíkur 691. embættisafgreiðslufund sinn til afgreiðslu mála án staðfestingar skipulagsráðs. Fundurinn var haldinn á skrifstofu skipulagsfulltrúa Borgartúni 12 - 14, 2. hæð, Stardalur. Fundinn sátu: Björn Axelsson, Ágústa Sveinbjörnsdóttir og Helena Stefánsdóttir. Eftirtaldir embættismenn kynntu mál á fundinum: Hrafnhildur Sverrisdóttir, Guðlaug Erna Jónsdóttir, Lilja Grétarsdóttir, Jón Kjartan Ágústsson og Borghildur S. Sturludóttir. Ritari var Björgvin Rafn Sigurðarson.
Þetta gerðist:


1.18 Bústaðavegur milli Kringlumýrarbrautar og Veðurstofuvegar, framkvæmdaleyfi
Lögð fram umsókn skrifstofu framkvæmda og viðhalds dags. 16. júlí 2018 um framkvæmdaleyfi á svæði norðan við Bústaðaveg milli Kringlumýrarbrautar og Veðurstofuvegnar sem felst í að leggja hjólastíg meðfram veginum, endurgera tröppur og snjóbræðslu við undirgöng ásamt lagnavinnu, samkvæmt teikningum EFLU dags. í Júlí 2018. Einnig er lögð fram yfirlitsmynd.

Vísað til umsagnar verkefnisstjóra.
Vakin er athygli á að erindið fellur undir gjaldskrá vegna kostnaðar við skipulagsvinnu og útgáfu framkvæmdaleyfis í Reykjavíkurborg nr. 1193/2016.


2.18 Gufunesbær, frístundamiðstöð, breyting á deiliskipulag
Að lokinni auglýsingu er lögð fram að nýju umsókn skrifstofu eigna og atvinnuþróunar dags. 3. maí 2018 varðandi breytingu á deiliskipulagi á útivistasvæði í Gufunes fyrir Gufunesbæ. Í breytingunni felst að afmarkaður er byggingarreitur fyrir gámahús fyrir starfsmannaaðstöðu á grassvæði við bílastæði suðvestan við gamla bæinn, samkvæmt uppdr. umhverfis- og skipulagssviðs dags. 1. mars 2018. Tillagan var auglýst frá 5. júní 2018 til og með 17. júlí 2018. Engar athugasemdir bárust.


Samþykkt með vísan til heimilda um embættisafgreiðslur skipulagsfulltrúa í viðauka við samþykkt um stjórn Reykjavíkurborgar

3.18 Laugarnestangi 60, málskot
Lagt fram málskot Hlyns Jónssonar lögmanns f.h. Guðrúnar Eyjólfsdóttur dags. 9. júlí 2018 vegna neikvæðrar afgreiðslu skipulagsfulltrúa frá 26. janúar 2018 um breytingu á deiliskipulagi Laugarness vegna lóðarinnar nr. 60 við Laugarnestanga sem felst í að heimila gististað í flokki II í húsinu.

Vísað til meðferðar hjá verkefnisstjóra.

4.18 Garðsendi 21, (fsp) íbúð á neðstu hæð hússins
Á embættisafgreiðslufundi skipulagsfulltrúa 27. apríl 2018 var lögð fram fyrirspurn Jóhönnu Guðlaugu Frímanns mótt. 14. mars 2018 um að gera íbúð á neðstu hæð einbýlishússins á lóð nr. 21 við Garðsenda, samkvæmt teikningu ódags. Fyrirspurninni var frestað og er nú lögð fram að nýju ásamt tölvupósti skrifstofu sviðstjóra dags. 20. júlí 2018.

Lagður fram tölvupóstur skrifstofu sviðstjóra dags. 20. júlí 2018.

5.18 Hörpugata 3, Tveir miðjukvistir, svalir og sólpall
Að lokinni grenndarkynningu er lagt fram að nýju erindi frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa frá 8. maí 2018 þar sem sótt er um leyfi til að gera tvo miðjukvisti á risþak, nýtt baðherbergi í risi, svalir og svalahurðir á 1. og 2. hæð í húsi nr. 3 við Hörpugötu. Einnig er lögð fram umsögn skipulagsfulltrúa dags. 1. júní 2018. Erindi var grenndarkynnt frá 18. júní 2018 til og með 16. júlí 2018. Engar athugasemdir bárust.
Stækkun 14,4 fermetrar og 50,1 rúmmetrar. Meðfylgjandi er afrit af umsögn um húsið úr bókum Borgarsögusafns. Gjald kr. 11.000)

Samþykkt með vísan til viðauka um embættisafgreiðslur skipulagsfulltrúa við samþykkt um stjórn Reykjavíkurborgar.
Vísað til fullnaðarafgreiðslu byggingarfulltrúa.


6.18 Laugavegur 55, breyting á deiliskipulagi
Að lokinni grenndarkynningu er lögð fram að nýju umsókn Gunnars Bergmanns Stefánssonar f.h. L55 ehf. dags. 16. maí 2018 varðandi breytingu á deiliskipulagi reits 1.173.0, ásamt síðari breytingum, vegna lóðarinnar nr. 55 við Laugaveg. í breytingunni felst að heimilt er að hækka lyftu/stigahús um 60 cm., nýta þakfleti á stöllun byggingar sem þaksvalir/þakgarða og breyta bílastæðakröfum, samkvæmt deiliskipulagsuppdr. Arkitektastofunnar gb DESIGN ehf. dags. 2. maí 2018. Einnig er lagður fram skuggavarpsuppdr. dags. 2. maí 2018. Tillagan var grenndarkynnt frá 20. júní 2018 til og með 18. júlí 2018. Engar athugasemdir bárust.

Samþykkt með vísan til heimilda um embættisafgreiðslur skipulagsfulltrúa í viðauka við samþykkt um stjórn Reykjavíkurborgar

7.18 Bankastræti 12, breyting á skilmálum deiliskipulags
Að lokinni grenndarkynningu er lögð fram að nýju umsókn Plúsarkitekta ehf. mótt. 28. september 2017 varðandi breytingu á skilmálum deiliskipulags reits 1.171.2 vegna lóðarinnar nr. 12 við Bankastræti. Í breytingunni felst að koma fyrir geymslu, sorpgerði og svölum á nýbyggingu á baklóð, samkvæmt tillögu Plúsarkitekta ehf. dags. 30. október 2017. Tillagan var grenndarkynnt frá 21. nóvember 2017 til og með 19. desember 2017. Engar athugasemdir bárust en tölvupóstur barst frá Guðmundi Hjaltasyni dags. 11. desember 2017 og húsfélaginu Ingólfsstræti 4, dags. 19. janúar 2017 þar sem óskað er eftir frekari gögnum til upplýsinga. Einnig er lögð fram umsögn skipulagsfulltrúa dags. 12. janúar 2018. Tillagan var grenndarkynnt að nýju frá 5. apríl 2018 til og með 7. maí 2018. Eftirtaldir aðilar sendu athugasemdir: Benóný Ægisson ásamt fylgiskjölum dags. 7. maí 2018. Erindinu var vísað til umsagnar verkefnisstjóra á embættisafgreiðslufundi skipulagsfulltrúa 11. maí 2018 og er nú lagt fram að nýju.

Vísað til skipulags- og samgönguráðs.

8.18 Elliðabraut 8-10 og 12, breyting á deiliskipulagi
Lögð fram umsókn Hermanns Georgs Gunnlaugssonar dags. 17. júlí 2018 ásamt bréfi dags. 17. júlí 2018 varðandi breytingu á deiliskipulagi Norðlingaholt vegna lóðanna nr. 8-10 og 12 við Elliðabraut. Í breytingunni felst sameining lóðanna nr. 8-10 og 12 við Elliðabraut í eina lóð, samkvæmt uppdr. Teiknistofunnar Storð ehf. dags. 17. júlí 2018.

Vísað til meðferðar hjá verkefnisstjóra.
Vakin er athygli á að erindið fellur undir gjaldskrá vegna kostnaðar við skipulagsvinnu og útgáfu framkvæmdaleyfis í Reykjavíkurborg nr. 1193/2016.


9.18 Hátún 27, (fsp) kvistur
Á embættisafgreiðslufundi skipulagsfulltrúa 8. júní 2018 var lögð fram fyrirspurn Sigrúnar Jónínu Sigmundsdóttur dags. 5. júní 2018 ásamt bréfi dags. 5. maí 2018 um að setja einhallandi kvist á suðurhlið hússins á lóð nr. 27 við Hátún, samkvæmt tillögu ódags. Fyrirspurninni var vísað til umsagnar verkefnisstjóra og er nú lögð fram að nýju ásamt umsögn skipulagsfulltrúa dags. 20. júlí 2018.


Neikvætt, með vísan til umsagnar skipulagsfulltrúa dags. 20. júlí 2018.

10.18 Hringbraut 106, (fsp) bílskúr
Lögð fram fyrirspurn Katrínar Ingjaldsdóttur dags. 10. júlí 2018 um að byggja bílskúr með kjallara á lóð nr. 106 við Hringbraut og saga niður í glugga á suðurhlið hússins og koma þar fyrir tröppum niður í bakgarð, samkvæmt uppdr. THG Arkitekta ehf. dags. 8. júlí 2018.

Vísað til umsagnar verkefnisstjóra.

11.18 Menntavegur 1, Hjólaskýli
Lagt fram erindi frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa frá 17. júlí 2018 þar sem sótt er um leyfi til að byggja óeinangrað hjólaskýli og verða veggir klæddir með hertu samlímdu öryggisgleri norðan við Háskólann í Reykjavík á lóð nr. 1 við Menntaveg.
Stærð: 60,1 ferm., 194,0 rúmm. Gjald kr. 11.000

Vísað til umsagnar verkefnisstjóra.

12.18 Mýrargata 27 og 29, Seljavegur 1A og 1B, breyting á deiliskipulagi
Að lokinni auglýsingu er lögð fram að nýju umsókn Hermanns Georgs Gunnlaugssonar f.h. Arwen Holdings dags. 27. febrúar 2018 ásamt greinargerð dags. 26. febrúar 2018 varðandi breytingu á deiliskipulagi Nýlendureits vegna lóðanna nr. 27 og 29 við Mýrargötu og 1A og 1B við Seljaveg. Í breytingunni felst fjölgun íbúða þannig að heimilt verði að vera með tvær íbúðir á hverri lóð í stað einnar, samkvæmt uppdr. Teiknistofunnar Storð ehf. dags. 24. apríl 2018. Tillagan var auglýst frá 5. júní 2018 til og með 17. júlí 2018. Engar athugasemdir bárust.

Samþykkt með vísan til heimilda um embættisafgreiðslur skipulagsfulltrúa í viðauka við samþykkt um stjórn Reykjavíkurborgar

13.18 Vesturgata 6-10A, málskot
Lagt fram málskot THG Arkitekta ehf. dags. 17. júlí 2018 vegna afgreiðslu skipulagsfulltrúa frá 16. mars 2018 varðandi bílastæði á lóð nr. 6-10A við Vesturgötu.

Vísað til meðferðar hjá verkefnisstjóra.

14.18 Vesturhús 9, (fsp) fjölgun bílastæða
Lögð fram fyrirspurn Elvars Hallgrímssonar mótt. 22. maí 2018 um fjölgun bílastæða um þrjú á lóð nr. 9 við Vesturhús.

Vísað til umsagnar verkefnisstjóra.

15.18 Þverholt 13, (fsp) auknig á byggingarmagni
Lögð fram fyrirspurn Hjá GuðjónÓ ehf. dags. 13. júlí 2018 varðandi aukningu á byggingarmagni lóðarinnar nr. 13 við Þverholt.

Vísað til umsagnar verkefnisstjóra.

16.18 Njálsgata 56, (fsp) viðbygging og stækkun bílskúrs
Á embættisafgreiðslufundi skipulagsfulltrúa 6. júlí 2018 var lögð fram fyrirspurn Svanhildar Thors dags. 27. júní 2018 þar sem sótt er um að byggja viðbyggingu í samræmi við núverandi hús á lóðinni að Njálsgötu 56 ásamt framlengingu á bílskúr samkvæmt meðfylgjandi teikningum og greinargerð ódags. Fyrirspurninni var vísað til umsagnar verkefnisstjóra og er nú lagt fram að nýju ásamt umsögn skipulagsfulltrúa dags. 18. júlí 2018.

Umsögn skipulagsfulltrúa dags. 18. júlí 2018 samþykkt með þeim skilyrðum og leiðbeiningum sem fram koma í umsögn.

17.18 Úlfarsbraut 74, Einbýlishús
Lagt fram erindi frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa frá 17. júlí 2018 þar sem sótt er um leyfi til að byggja staðsteypt tveggja hæða einbýlishús með innbyggðri bílgeymslu á lóð nr. 74 við Úlfarsbraut.
Stærðir: A-rými 202,2 ferm., 701,5 rúmm. Gjald kr. 11.000

Vísað til umsagnar verkefnisstjóra.

18.18 Brautarholt 8, Breyta vinnustofu í íbúð
Lagt fram erindi frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa frá 17. júlí 2018 þar sem sótt er um leyfi til að breyta vinnustofu, rými 0202, í íbúð og koma fyrir svölum og björgunaropum í gluggum á vesturhlið í húsi á lóð nr. 8 við Brautarholt.
Samþykki meðeigenda ódags. fylgir ásamt bréfi aðalhönnuðar dags. 28.05.2018. Lögð er fram umsögn skipulagsfulltrúa dags. 06.04.2018 við fyrirspurn SN180207. Gjald kr. 11.000

Samþykkt að grenndarkynna framlagða tillögu fyrir hagsmunaaðilum að Brautarholti 6, Skipholti 7, 9 og Stúfholti 1 og 3.
Vakin er athygli á að erindið fellur undir gr. 8.1 í gjaldskrá vegna kostnaðar við skipulagsvinnu og útgáfu framkvæmdaleyfis í Reykjavíkurborg nr. 1193/2016. Erindið verður ekki grenndarkynnt fyrr en að greitt hefur verið fyrir grenndarkynningu.


19.18 Bryggjuhverfi vestur, svæði 4, nýtt deiliskipulag
Lagt fram bréf Skipulagsstofnunar dags. 30. maí 2018 þar sem óskað er eftir umsögnum Vegagerðarinnar og Heilbrigðiseftirlits Reykjavíkur ásamt viðbragða við nokkrum atriðum sbr. bréfi áður en stofnunin tekur afstöðu til nýs deiliskipulags fyrir Bryggjuhverfi vestur, svæði 4. Einnig er lögð fram umsögn Heilbrigðiseftirlits Reykjavíkur dags. 13. júlí 2018 og umsögn Vegagerðarinnar dags. 17. júlí 2018.

Vísað til meðferðar hjá verkefnisstjóra.

20.18 Ljárskógar 16, Inngangshurð bílskúrs og handrið á svalir
Á embættisafgreiðslufundi skipulagsfulltrúa 13. júlí 2018 var lagt fram erindi frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa frá 10. júlí 2018 þar sem sótt er um leyfi fyrir lokun á annarri bílskúrshurð, gera inngang og nýtt svalahandrið í húsi á lóð nr. 16 við Ljárskóga. Erindinu var vísað til umsagnar verkefnisstjóra og er nú lagt fram að nýju ásamt umsögn skipulagsfulltrúa dags. 20. júlí 2018.
Gjald kr. 11.000

Ekki eru gerðar skipulagslegar athugasemdir við erindið sbr. umsögn skipulagsfulltrúa dags. 20. júlí 2018.

21.18 Jafnasel 2-4 og 6, (fsp) breyting á deiliskipulagi
Á embættisafgreiðslufundi skipulagsfulltrúa 13. júlí 2018 var lögð fram fyrirspurn Landslags dags. 26. júní 2018 um breytingu á deiliskipulagi fyrir lóðirnar nr. 2-4 og 6 við Jafnasel sem felst í stækkun lóðanna og breyttu aðgengi að baklóðum samkvæmt meðfylgjandi uppdrætti og fylgiskjölum. Fyrirspurninni var vísað til umsagnar verkefnisstjóra og skrifstofu framkvæmda og viðhalds og er nú lögð fram að nýju ásamt umsögn skrifstofu framkvæmda og viðhalds og skipulagsfulltrúa dags. 17. júlí 2018.

Umsögn skrifstofu framkvæmda og viðhalds og skipulagsfulltrúa dags. 17. júlí 2018 samþykkt.

22.18 Reykjavíkurflugvöllur, staðsetning þyrlusveitar Landhelgisgæslunnar
Lagt fram bréf Dómsmálaráðuneytisins dags. 10. júlí 2018 þar sem farið er þess á leit að skipulagsyfirvöld í Reykjavík móti tillögur um staðsetningu þyrlusveitar Landhelgisgæslunnar á flugvallarsvæðinu til framtíðar. Einnig er lögð fram skýrsla Þorgeirs Pálssonar til samgöngu- og sveitarstjórnarherra dags. í ágúst 2017 um hlutverk Reykjavíkurflugvallar í öryggiskerfi landsins.
Vísað til meðferðar hjá verkefnisstjóra.

23.18 Skólavörðustígur 22B, Breyting inni + svalir á bakhlið á 2.hæð
Lagt fram erindi frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa frá 17. júlí 2018 þar sem sótt er um leyfi til að breyta erindi BN053033 þannig að komið verður fyrir svölum á suðvesturhlið annarrar hæðar, lækkað gólf í rými 0101, breytt fyrirkomulagi glugga í lager/starfsmannaaðstöðu og komið fyrir hurð á fyrstu hæð á suðvesturhliðar húss á lóð nr. 22B við Skólavörðustíg.
Gjald kr. 11.000

Vísað til umsagnar verkefnisstjóra.

24.18 Suður Mjódd, framkvæmdaleyfi
Á embættisafgreiðslufundi skipulagsfulltrúa 6. júlí 2018 var lögð fram umsókn Orkuveitu Reykjavíkur/Veitur, dags. 2. júlí 2018 um framkvæmdaleyfi í Suður Mjódd Árskógar vegna færslu fráveitulagna á svæðinu. Erindinu var vísað til umsagnar verkefnisstjóra og er nú lagt fram að nýju ásamt umsögn skipulagsfulltrúa dags. 20. júlí 2018.

Umsögn skipulagsfulltrúa dags. 20. júlí 2018 samþykkt.
Vísað til skrifstofu sviðstjóra til útgáfu framkvæmdaleyfis.
Vakin er athygli á að erindið fellur undir gr. 5.2 í gjaldskrá vegna kostnaðar við skipulagsvinnu og útgáfu framkvæmdaleyfis í Reykjavíkurborg nr. 1193/2016.


25.18 Vitastígur 12, (fsp) veitingastaður
Lögð fram fyrirspurn Jóns Rafns Valdimarssonar dags. 13. júlí 2018 um rekstur veitingastaðar/kaffihúss á lóð nr. 12 við Vitastíg. Einnig er lögð fram umsögn skipulagsfulltrúa dags. 20. júlí 2018.

Ekki eru gerðar skipulagslegar athugasemdir við erindið sbr. umsögn skipulagsfulltrúa dags. 20. júlí 2018.

26.18 Áland 1, Viðbygging með þaksvölum til austurs
Lagt fram erindi frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa frá 17. júlí 2018 þar sem sótt er um leyfi til þess að byggja einnar hæðar viðbyggingu við einbýlishús úr steinsteypu á lóðinni nr. 1 við Áland. Einnig er lögð fram umsögn skipulagsfulltrúa dags. 20. júlí 2018.
Stærðir: 59,3 ferm., 183,8 rúmm. Gjald kr. 11.000

Neikvætt, með vísan til umsagnar skipulagsfulltrúa dags. 20. júlí 2018.

27.18 Laufásvegur 22, Breyting á matshluta
Að lokinni grenndarkynningu er lagt fram að nýju erindi frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa frá 15. maí 2018 þar sem sótt er um leyfi til að breyta matshluta 03 sem er í dag áður gerð vinnustofa í einbýlishús og að endurnefna mhl. 03 í Laufásveg 22 A á lóð nr. 22 við Laufásveg. Erindi var grenndarkynnt frá 15. júní 2018 til og með 13. júlí 2018. Engar athugasemdir bárust.
Gjald kr. 11.000

Samþykkt með vísan til viðauka um embættisafgreiðslur skipulagsfulltrúa við samþykkt um stjórn Reykjavíkurborgar.
Vísað til fullnaðarafgreiðslu byggingarfulltrúa.


28.18 Sjafnargata 14, Útbúa þaksvalir
Á embættisafgreiðslufundi skipulagsfulltrúa 6. júlí 2018 var lagt fram erindi frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa frá 3. júlí 2018 þar sem sótt er um leyfi til að útbúa þaksvalir á neðra þak byggingar og endurnýja svalahandrið á húsinu á lóð nr. 14 við Sjafnargötu. Erindinu var frestað, umsækjandi hafi samband við embætti skipulagsfulltrúa, og er nú lagt fram að nýju. Einnig er lögð fram umsögn skipulagsfulltrúa dags. 20. júlí 2018.
Útskrift úr gerðabók embættisafgreiðslufundar skipulagsfulltrúa frá 15. júní 2018 fylgir erindi, ásamt umsögn skipulagsfulltrúa dags. 15. júní 2018.
Umsögn Minjastofnun Íslands dags. 18. júní 2018 fylgir erindinu.
Gjald kr. 11.000

Umsögn skipulagsfulltrúa dags. 20. júlí 2018 samþykkt.

29.18 Öldugata 59, Stækka kvist á suðurhlið 4. hæðar
Að lokinni grenndarkynningu er lagt fram að nýju erindi frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa frá 15. maí 2018 þar sem sótt er um leyfi til að stækka kvist á suðurhlið ásamt því að breyta eignarhaldi á geymslum til samræmis við eigendaskipti sem átt hafa sér stað í húsi á lóð nr. 59 við Öldugötu. Erindi var grenndarkynnt frá 18. júní 2018 til og með 16. júlí 2018. Engar athugasemdir bárust.
Stækkun: 2,6 ferm., 6,4 rúmm. Lögð er fram umsögn skipulagsfulltrúa dags. 23.03.2017 við SN180192. Samþykki meðeigenda dags. 22.05.2018 fylgir erindi. Gjald kr. 11.000

Samþykkt með vísan til viðauka um embættisafgreiðslur skipulagsfulltrúa við samþykkt um stjórn Reykjavíkurborgar.
Vísað til fullnaðarafgreiðslu byggingarfulltrúa.


30.18 Húsnæðisuppbygging, tillaga borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins
Lagt fram erindi skrifstofu borgarstjórnar dags. 27. júní 2018 þar sem tillögu borgafulltrúa Sjálfstæðisflokksins frá fundi borgarráðs 21. júní 2018 um húsnæðisuppbyggingu er vísað til umsagnar umhverfis- og skipulagssviðs.

Vísað til umsagnar deildarstjóra aðalskipulags Reykjavíkur

31.18 Síðumúli 33, (fsp) breyting á notkun
Lögð fram fyrirspurn Jóhanns Loftssonar mótt. 1. júní 2018 um að breyta tveimur efstu hæðunum á lóð nr. 33 við Síðumúla úr skrifstofum í íbúðir.

Vísað til umsagnar verkefnisstjóra.