Fossvogur brú,
Hallveigarstígur 1,
Hringbraut 110,
Jafnasel 2-4 og 6,
Laufásvegur 49-51,
Ljárskógar 16,
Skipasund 1,
Skipasund 13,
Bæjarflöt 19,
Sæviðarsund 13,
Álftamýri 7-9,
Brautarholtsvegur 39,
Frakkastígur 14A,
Lambhagavegur 7,
Skólavörðustígur 15,
Skipholt 11-13,
Snorrabraut 83,
Elliðabraut 4-6, 8-10 og 12,
Sæmundargata 2,
Túngata 15, Landakotsskóli,
Bólstaðarhlíð 47, Háteigsskóli,
Gerðarbrunnur 2-10,
Hvammsgerði 10,
Kennaraháskóli Íslands, reitur 1.254,
Kennaraháskóli Íslands, reitur 1.254,
Köllunarklettsvegur 4,
Laugavegur 30,
Borgartún 1,
Hólmgarður 34,
Skógarhlíð 14,
Þingvað 35,
Blikastaðavegur 2-8,
Vesturlandsvegur,
Garðastræti 11A,
Klapparberg 7,
Lofnarbrunnur 14,
Óðinsgata 14,
Sifjarbrunnur 10-16,
Snorrabraut 27-29,
Urðarbrunnur 102-104,
Vegamótastígur 7 og 9,
Aðalskipulag Reykjavíkur 2010-2030, Sundahöfn,
Bláfjöll,
Embættisafgreiðslufundur skipulagsstjóra Reykjavíkur samkvæmt viðauka 2.4 við samþykkt um stjórn Reykjavíkurborgar.
690. fundur 2018
Ár 2018, föstudaginn 13. júlí kl. 09:11, hélt skipulagsfulltrúi Reykjavíkur 690. embættisafgreiðslufund sinn til afgreiðslu mála án staðfestingar skipulagsráðs. Fundurinn var haldinn á skrifstofu skipulagsfulltrúa Borgartúni 12 - 14, 2. hæð, Stardalur.
Fundinn sátu: Ágústa Sveinbjörnsdóttir og Marta Grettisdóttir
Eftirtaldir embættismenn kynntu mál á fundinum: Jón Kjartan Ágústsson, Hrafnhildur Sverrisdóttir, Guðlaug Erna Jónsdóttir, Lilja Grétarsdóttir og Borghildur S. Sturludóttir.
Ritari var Björgvin Rafn Sigurðarson
Þetta gerðist:
1.18 Fossvogur brú, deiliskipulag
Að lokinni kynningu er lögð fram tillaga á vinnslustigi að nýju deiliskipulagi ásamt greinargerð dags. 30. apríl 2018 vegna lagningu brúar yfir Fossvog. Tillagan gerir ráð fyrir lagningu vegar fyrir almenningssamgöngur, hjólastígs og göngustígs, sem tengir saman Reykjavík og Kópavog yfir Fossvog. Tillagan gerir einnig ráð fyrir landfyllingu undir sitthvorum brúar-endanum. Einnig lagt fram minnisblað EFLU dags. 26. apríl 2018. Kynning stóð til og með 20. júní 2018. Eftirtaldir aðilar sendu umsagnir/athugasemdir/ábendingar: Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins dags. 11. júní 2018, Heilbrigðiseftirlit Reykjavíkur dags. 12. júní 2018, Vegagerðin dags. 14. júní 2018, Landssamtök hjólreiðamanna dags. 20. júní 2018, Minjastofnun Íslands dags. 20. júní 2018 og Skipulagsstofnun dags. 18. júní 2018, Isavia dags. 20. júní 2018 og Umhverfisstofnun dags. 4. júlí 2018. Erindinu var vísað til umsagnar verkefnisstjóra á embættisafgreiðslufundi skipulagsfulltrúa 22. júní 2018 og er nú lagt fram að nýju.
Vísað til skipulags- og samgönguráðs.
2.18 Hallveigarstígur 1, breyting á deiliskipulagi
Að lokinni auglýsingu er lögð fram að nýju umsókn PARAS ehf. dags. 18. apríl 2018 varðandi breytingu á deiliskipulagi reits 1.171.2, Laugavegs- og Skólavörðustígsreits, vegna lóðarinnar nr. 1 við Hallveigarstíg. Í breytingunni felst að grafið er út á svæði á norðurhlið byggingar sem verður með sama gólfkóta og kjallari. Svæðið verður útisvæði og hugsað sem setsvæði fyrir veitingaaðstöðu og sem aðgengi að utan og beint niður í kjallara og gert er ráð fyrir tröppu vestanmegin frá, samkvæmt uppdr. A arkitekta dags. 18. apríl 2018. Einnig er lagt fram samþykki meðlóðarhafa ódags. Tillagan var auglýst frá 30. maí 2018 til og með 11. júlí 2018. Eftirtaldir aðilar sendu athugasemdir: 20 íbúar og rekstraraðilar að Skólavörðustíg 4A/B, 4C, 6B, 8 og 10 og Ingólfsstræti 5, 7A og 7B, dags. 4. júní 2018, Erna Valdís Valdimarsdóttir, Davíð Örn Arnarson og Katrín Ásta Gísladóttir dags. 7. og 8. júlí 2018, Ragnheiður Torfadóttir dags. 7. júlí 2018 og Edda Björgvinsdóttir dags. 11. júlí 2018.
Vísað til umsagnar verkefnisstjóra.
3.18 Hringbraut 110, (fsp) gististaður í flokki II
Lögð fram fyrirspurn Eldjárns Árnasonar dags. 28. júní 2018 varðandi rekstur gististaðar í flokki II í húsinu á lóð nr. 110 við Hringbraut. Einnig er lögð fram umsögn skipulagsfulltrúa dags. 13. júlí 2018.
Ekki eru gerðar skipulagslegar athugasemdir við erindið sbr. umsögn skipulagsfulltrúa dags. 13. júlí 2018.
4.18 Jafnasel 2-4 og 6, (fsp) breyting á deiliskipulagi
Lögð fram fyrirspurn Landslags dags. 26. júní 2018 um breytingu á deiliskipulagi fyrir lóðirnar nr. 2-4 og 6 við Jafnasel sem felst í stækkun lóðanna og breyttu aðgengi að baklóðum samkvæmt meðfylgjandi uppdrætti og fylgiskjölum.
Vísað til umsagnar verkefnisstjóra og skrifstofu framkvæmda og viðhalds.
5.18 Laufásvegur 49-51, (fsp) niðurrif bílskúrs og stækkun húss
Lögð fram fyrirspurn Jóns Þórs Þorvaldssonar dags. 18. júní 2018 um stækkun hússins á lóð nr. 49-51 við Laufásveg sem felst í að byggja við húsið neðanjarðar til vesturs og rífa bílskúr á norðurhlið og byggja tveggja hæða byggingu sem mun innihalda lyftu og snyrtingar fyrir fatlaða, samkvæmt uppdr. Úti og inni sf. dags. 10 og 18. ágúst 2015 . Einnig er lögð fram umsögn skipulagsfulltrúa dags. 13. júlí 2018.
Neikvætt, með vísan til umsagnar skipulagsfulltrúa dags. 13. júlí 2018.
6.18 Ljárskógar 16, Inngangshurð bílskúrs og handrið á svalir
Lagt fram erindi frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa frá 10. júlí 2018 þar sem sótt er um leyfi fyrir lokun á annarri bílskúrshurð, gera inngang og nýtt svalahandrið í húsi á lóð nr. 16 við Ljárskóga.
Gjald kr. 11.000
Vísað til umsagnar verkefnisstjóra.
7.18 Skipasund 1, Byggja 2 kvisti
Lagt fram erindi frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa frá 10. júlí 2018 þar sem sótt er um leyfi til að byggja tvo kvisti á vesturhlið og til að klæða að utan með báruáli fjölbýlishús á lóð nr. 1 við Skipasund.
Útskrift úr gerðabók embættisafgreiðslufundar skipulagsfulltrúa frá 1. júní 2018 fylgir erindi, ásamt umsögn skipulagsfulltrúa dags. 1. júní 2018. Einnig samþykki meðeiganda áritað á uppdrátt. Stækkun: 11,4 ferm., 29,6 rúmm. Gjald kr. 11.000
Samþykkt að grenndarkynna framlagða tillögu fyrir hagsmunaaðilum að Skipasundi 3, 4 og 6, Kleppsvegi 108, og Sæviðarsundi 1, 4, 6 og 8.
Vakin er athygli á að erindið verður ekki grenndarkynnt fyrr en að greitt hefur verið fyrir grenndarkynningu skv. gr. 8.1. í gjaldskrá vegna kostnaðar við skipulagsvinnu og útgáfu framkvæmdaleyfis í Reykjavíkurborg nr. 1193/2016.
8.18 Skipasund 13, Breyta glugga í hurð og koma fyrir svalir
Lagt fram erindi frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa frá 10. júlí 2018 þar sem sótt er um leyfi til að breyta glugga í hurð og setja svalir og tröppur út í garð á austurhlið 1. hæðar í húsi á lóð nr. 13 við Skipasund. Umsögn skipulags fylgir erindinu dags. 13. apríl 2018 fylgir. Samþykki frá meðlóðarhafa fylgir vegna svala og trappa. Gjald kr. 11.000
Samþykkt að grenndarkynna framlagða tillögu fyrir hagsmunaaðilum að Skipasundi 11 og 15, Sæviðarsundi 26, 28, 30 og 32.
Vakin er athygli á að erindið verður ekki grenndarkynnt fyrr en að greitt hefur verið fyrir grenndarkynningu skv. gr. 8.1. í gjaldskrá vegna kostnaðar við skipulagsvinnu og útgáfu framkvæmdaleyfis í Reykjavíkurborg nr. 1193/2016.
9.18 Bæjarflöt 19, breyting á deiliskipulagi
Að lokinni auglýsingu er lögð fram að nýju umsókn Sigurðar Hallgrímssonar ehf. dags. 11. apríl 2018 varðandi breytingu á deiliskipulagi Gylfaflatar suður vegna lóðarinnar nr. 19 við Bæjarflöt. Í breytingunni felst stækkun á byggingarreit til austurs, samkvæmt uppdr. Arkþings ehf. dags. 11. apríl 2018. Tillagan var auglýst frá 30. maí 2018 til og með 11. júlí 2018. Engar athugasemdir bárust.
Samþykkt með vísan til heimilda um embættisafgreiðslur skipulagsfulltrúa í viðauka við samþykkt um stjórn Reykjavíkurborgar
10.18 Sæviðarsund 13, (fsp) setja risþak á bílskúr og breyta í íbúð
Lögð fram fyrirspurn Mömmu Steinu ehf. dags. 15. júní 2018 um að setja risþak á bílskúr á lóð nr. 13 við Sæviðarsund og breyta notkun bílskúrs í íbúð, samkv. uppdr. Gunnlaugs O. Johnson dags. 8. júní 2018.
Vísað til umsagnar verkefnisstjóra.
11.18 Álftamýri 7-9, (fsp) hækkun húss
Lögð fram fyrirspurn Gunnars Sigurðssonar dags. 24. maí 2018 um hækkun hússins á lóð nr. 77-9 við Álftamýri, samkvæmt uppdr. Tvíhorfs s.f. ódags.
Vísað til umsagnar verkefnisstjóra.
12.18 Brautarholtsvegur 39, (fsp) uppbygging á lóð
Lögð fram fyrirspurn Böðvars Markan dags. 4. júlí 2018 varðandi byggingu 300 fm. vélargeymslu til vestur á lóð nr. 39 við Brautarholtsvegi.
Vísað til umsagnar verkefnisstjóra.
13.18 Frakkastígur 14A, Leyfi til að reka gististað í flokki II
Lagt fram erindi frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa frá 10. júlí 2018 þar sem sótt er um leyfi fyrir gististað í flokki II tegund g fyrir 14 gesti ásamt leyfi til að setja flóttasvalir og björgunarop á norðurhlið húss á lóð nr. 14A við Frakkastíg.
Gjald kr. 11.000
Vísað til umsagnar verkefnisstjóra.
14.18 Lambhagavegur 7, (fsp) uppbygging
Lögð fram fyrirspurn Sigurðar Hallgrímssonar dags. 4. júlí 2018 varðandi uppbyggingu á lóð nr. 7 við Lambhagaveg sem felst í að byggja 3. hæða hús á lóðinni, samkvæmt teikningum ódags. Í húsinu verði sýningarsalur/söluskrifstofa, skrifstofur og framleiðsla.
Vísað til umsagnar verkefnisstjóra.
15.18 Skólavörðustígur 15, (fsp) veitingastaður
Lögð fram fyrirspurn Lárusar Jóhannessonar dags. 28. maí 2018 varðandi rekstur veitingastaðar í húsinu á lóð nr. 15 við Skólavörðustíg.
Vísað til umsagnar verkefnisstjóra.
16.18 Skipholt 11-13, málskot
Lagt fram málskot Björns Þórs Karlssonar dags. 3. júlí 2018 vegna neikvæðrar afgreiðslu skipulagsfulltrúa frá 29. júní 2018 varðandi breytingu á deiliskipulagi fyrir lóðina nr. 11-13 við Skipholt sem felst í að heimila rekstur gististaðar í flokki II á 2. og 3. hæð hússins. Til vara var óskað eftir að heimila gististað í flokki II á 3. hæð hússins.
Vísað til skipulags- og samgönguráðs.
17.18 Snorrabraut 83, Áður gerðar breytingar og svalir
Lagt fram erindi frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa frá 10. júlí 2018 þar sem sótt er um leyfi fyrir gistiheimili í flokki II, tegund d) gistiskáli fyrir 24 gesti ásamt áður gerðum breytingum og breytingu úr brunaflokki 3 í 4, einnig er sótt um nýjar svalir á suðurhlið 1. hæðar við hús nr. 83 við Snorrabraut.
Lögð er fram umsögn skipulagsfulltrúa við erindi BN051959 frá 8. des. 2016. Gjald kr. 11.000
Vísað til umsagnar verkefnisstjóra.
18.18 Elliðabraut 4-6, 8-10 og 12, (fsp) breyting á deiliskipulagi
Á embættisafgreiðslufundi skipulagsfulltrúa 1. júní 2018 var lögð fram fyrirspurn Hermanns Georgs Gunnlaugssonar dags. 3. maí 2018 ásamt bréfi dags. 3. maí 2018 um breytingu á deiliskipulagi Norðlingaholts vegna lóða nr. 4-6, 8-10 og 12 við Elliðabraut sem felst í sameiningu lóðanna Elliðabraut 8-10 og Elliðabraut 12 í eina lóð. Einnig er lagður fram tölvupóstur fyrirspyrjanda dags. 26. júní 2018 þar sem fallið er frá hugmyndum um djúpgáma. Fyrirspurninni var vísað til umsagnar verkefnisstjóra og er nú lögð fram að nýju ásamt umsögn skipulagsfulltrúa dags. 29. júní 2018.
Umsögn skipulagsfulltrúa dags. 29. júní 2018 samþykkt.
19.18 Sæmundargata 2, 12 - Lyfta
Á embættisafgreiðslufundi skipulagsfulltrúa 25. maí 2018 var lagt fram erindi frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa frá 22. maí 218 þar sem sótt er um leyfi til að byggja lyftuhús og anddyri við kjallara Nýja Garðs á lóð nr. 2 við Sæmundargötu. Erindinu var vísað til umsagnar verkefnisstjóra og er nú lagt fram að nýju ásamt umsögn skipulagsfulltrúa dags. 29. júní 2018.
Stækkun: xx ferm., xx rúmm. Gjald kr. 11.000
Umsögn skipulagsfulltrúa dags. 29. júní 2018 samþykkt.
20.18 Túngata 15, Landakotsskóli, breyting á deiliskipulagi
Að lokinni grenndarkynningu er lögð fram að nýju umsókn THG Arkitekta ehf. dags. 24. apríl 2018 varðandi breytingu á deiliskipulagi Landakotsreits vegna lóðarinnar nr. 15 við Túngötu, Landakotsskóli. Í breytingunni felst stækkun á byggingarreits, samkvæmt uppdr. THG Arkitekta ehf. dags. 31. maí 2018. Tillagan var grenndarkynnt frá 11. júní 2018 til og með 9. júlí 2018. Eftirtaldir aðilar sendu athugasemdir: Björg Bergljót Pálmadóttir, Jóhannes Benediktsson, Þorbjörg Skjaldberg, Málfríður Skjaldberg, Halla Helga Skjaldberg og Sigurlaugur Þorkelsson eigendur íbúða að Hávallagötu 22 dags. 7. júlí 2018.
Vísað til umsagnar verkefnisstjóra.
21.18 Bólstaðarhlíð 47, Háteigsskóli, breyting á deiliskipulagi
Að lokinni auglýsingu er lögð fram að nýju umsókn skrifstofu eigna og atvinnuþróunar dags. 26. apríl 2018 varðandi breytingu á deiliskipulagi lóðarinnar nr. 47 við Bólstaðarhlíð, Háteigsskóli. Í breytingunni felst að koma fyrir byggingarreit fyrir tvær færanlegar kennslustofur á suðausturhluta lóðarinnar. Auk þess er lóðarmörkum að Stakkahlíð 1 breytt í samræmi við gildandi deiliskipulag á þeirri lóð, samkvæmt uppdr. umhverfis- og skipulagssviðs dags. 26. apríl 2018. Tillagan var auglýst frá 30. maí 2018 til og með 11. júlí 2018. Eftirtaldir aðilar sendu athugasemdir/umsagnir: Hverfisráð Hlíða dags. 4. júní 2018.
Vísað til umsagnar verkefnisstjóra.
22.18 Gerðarbrunnur 2-10, skýringar og útlistun á deiliskipulagsskilmálum
Lögð fram fyrirspurn Jóns Hrafns Hlöðverssonar dags. 2. júlí 2018 þar sem óskað er eftir skýringum og útlistun á deiliskipulagsskilmálum lóðarinnar nr. 2-10 við Gerðarbrunn.
Vísað til umsagnar verkefnisstjóra.
23.18 Hvammsgerði 10, (fsp) kvistir og svalir
Lögð fram fyrirspurn Sverris Björgvinssonar mótt. 26. júní 2018 um að færa til og stækka kvisti á norðurhlið hússins á lóð nr. 10 við Hvammsgerði, setja svalir á vestur og austurhlið hússins og fjarlægja stromp. Einnig er lögð fram umsögn skipulagsfulltrúa dags. 12. júlí 2018.
Umsögn skipulagsfulltrúa dags. 12. júlí 2018 samþykkt með þeim skilyrðum og leiðbeiningum sem fram koma í umsögn.
24.18 Kennaraháskóli Íslands, reitur 1.254, breyting á deiliskipulagi
Að lokinni auglýsingu er lögð fram að nýju umsókn skrifstofu eigna og atvinnuþróunar dags. 26. apríl 2018 varðandi breytingu á deiliskipulagi Kennaraháskóla Íslands. Í breytingunni felst að afmarkaður er byggingarreitur fyrir færanlega stofu sunnan við íþróttahús Kennaraháskóla Íslands, samkvæmt uppdr. umhverfis- og skipulagssviðs dags. 26. apríl 2018. Tillagan var auglýst frá 30. maí 2018 til og með 11. júlí 2018. Engar athugasemdir bárust.
Samþykkt með vísan til heimilda um embættisafgreiðslur skipulagsfulltrúa í viðauka við samþykkt um stjórn Reykjavíkurborgar
25.18 Kennaraháskóli Íslands, reitur 1.254, breyting á deiliskipulagi
Lögð fram umsókn Aðalheiðar Atladóttur f.h. Samtaka aldraðra dags. 9. júlí 2018 um breytingu á deiliskipulagi Kennaraháskóla Íslands, reitur 1.254. Í breytingunni felst stækkun svala, hækkun á kóta bílakjallara og breytingar á þakhalla, samkvæmt uppdráttum A2F arkitekta dags. 29. júní 2018.
Samþykkt að grenndarkynna framlagða tillögu fyrir hagsmunaaðilum að Bólstaðahlíð 25, 27, 29, 31, 33, 35, 37, 39, 41 og 45.
Vakin er athygli á að erindið verður ekki grenndarkynnt fyrr en að greitt hefur verið fyrir grenndarkynningu skv. gr. 7.6. í gjaldskrá vegna kostnaðar við skipulagsvinnu og útgáfu framkvæmdaleyfis í Reykjavíkurborg nr. 1193/2016.
26.18 Köllunarklettsvegur 4, Breyt. innanhúss og skipta fastanr.
Á embættisafgreiðslufundi skipulagsfulltrúa 25. maí 2018 var lagt fram erindi frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa frá 22. maí 218 þar sem sótt er um leyfi til að fjölga eignum úr 10 í 27 eignir þar sem hluti af þeim verður notað sem vinnustofur með millilofti, koma fyrir gluggum og svölum og stækka með því að koma fyrir millilofti yfir hluta af annarri hæð sem verður í eigu vinnustofanna í húsinu á lóð nr. 4 við köllunarklettsveg. Erindinu var vísað til umsagnar verkefnisstjóra og er nú lagt fram að nýju ásamt umsögn skipulagsfulltrúa dags. 12. júlí 2018.
Stækkun millilofts : XX ferm. Gjald kr. 11.000
Ekki eru gerðar athugasemdir við að umsækjandi láti vinna tillögu að breytingu á deiliskipulagi í samræmi við erindið, á eigin kostnað sbr. umsögn skipulagsfulltrúa dags. 12. júlí 2018.
27.18 Laugavegur 30, (fsp) stækkun húss
Á embættisafgreiðslufundi skipulagsfulltrúa 29. júní 2018 var lögð fram fyrirspurn Saman ehf. dags. 20. júní 2018 um stækkun á húsi nr. 30 við Laugaveg um 40 fm. samkvæmt meðfylgjandi teikningu. Erindinu var vísað til umsagnar verkefnisstjóra og er nú lagt fram að nýju ásamt umsögn skipulagsfulltrúa dags. 12. júlí 2018.
Neikvætt, með vísan til umsagnar skipulagsfulltrúa dags. 12. júlí 2018.
28.18 Borgartún 1, (fsp) breyting á deiliskipulagi
Lögð fram fyrirspurn Fernando Andrés C. De Mendonca, dags. 28. júní 2018 ásamt bréfi ódags. um breytingu á deiliskipulagi Borgartúnsreits vestur vegna lóðarinnar nr. 1 við Borgartún sem felst í stækkun lóðar, stækkun byggingareits, auka byggingarmagn og fjölga hæðum um eina ásamt breytingu á bílastæðakröfu, samkvæmt uppdrætti og skuggavarpi PKdM Arkitekta ehf. dags. 28. júní 2018. Einnig er lögð fram tillaga PKdM Arkitekta ehf. að hóteli dags. 28. júní 2018.
Vísað til umsagnar verkefnisstjóra.
29.18 Hólmgarður 34, Ofanábygging
Lagt fram erindi frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa frá 10. júlí 2018 þar sem sótt er um leyfi til að byggja eina hæð og ris ofaná núverandi jarðhæð sem helst óbreytt en á efri hæðum verða 10 íbúðir, geymslur í bakgarði í húsi á lóð nr. 34 við Hólmgarð.
Stækkun: 879,2 ferm., x rúmm. Gjald kr. 11.000
Vísað til umsagnar verkefnisstjóra.
30.18 Skógarhlíð 14, breyting á deiliskipulagi
Lögð fram umsókn Sigurðar Hallgrímssonar dags. 26. júní 2018 varðandi breytingu á deiliskipulagi Skógarhlíðar vegna lóðarinnar nr. 14 við Skógarhlíð. Í breytingunni felst stækkun á lóð til suðurs og gera þar byggingarreit fyrir bílageymslur og tæknirými á einni hæð og afmarka nýjan byggingarreit vestan við slökkvistöðina, samkvæmt uppdr. Arkþings ehf. dags. 26. júní 2018.
Vísað til meðferðar hjá verkefnisstjóra.
Vakin er athygli á að erindið fellur undir gjaldskrá vegna kostnaðar við skipulagsvinnu og útgáfu framkvæmdaleyfis í Reykjavíkurborg nr. 1193/2016.
31.18 Þingvað 35, mál umboðsmanns borgarbúa nr. 82/2018
Lagt fram bréf umboðsmanns borgarbúa dags. 6. júlí 2018 þar sem óskað er eftir afstöðu skipulagsfulltrúa um hvort fyrirhugaður rekstur stuðningsheimilis í Þingvaði 35 sé í samræmi við skipulagsáætlanir þ.m.t. heimila landnotkun.
Vísað til umsagnar verkefnisstjóra.
32.18 Blikastaðavegur 2-8, breyting á deiliskipulagi
Að lokinni auglýsingu er lögð fram að nýju umsókn Arkís arkitekta ehf. f.h. Korputorgs ehf. dags. 26. apríl 2018 ásamt bréfi dags. 26. apríl 2018 varðandi breytingu á deiliskipulagi fyrir lóðina nr. 2-8 við Blikastaðaveg. Í breytingunni felst að auka byggingarmagn á lóðinni, stækka byggingarreiti, færa þá til og breyta stærðarsamsetningu þeirra, leyfa byggingarmagni að færast milli byggingarreita ásamt því að hluti ytri byggingarreits er skilgreindur sem byggingarreitur, samkvæmt uppdr. Arkís arkitekta ehf. dags. 26. apríl 2018. Tillagan var auglýst frá 30. maí 2018 til og með 11. júlí 2018. Engar athugasemdir bárust.
Samþykkt með vísan til heimilda um embættisafgreiðslur skipulagsfulltrúa í viðauka við samþykkt um stjórn Reykjavíkurborgar.
33.18 Vesturlandsvegur, framkvæmdaleyfi
Á embættisafgreiðslufundi skipulagsfulltrúa 1. júní 2018 var lögð fram umsókn Vegagerðarinnar dags. 4. maí 2018 ásamt bréfi dags. 2. maí 2018 um framkvæmdaleyfi sem felst í að gera hringtorg á Vesturlandsvegi við Esjumela auk allra vegna- og stígagerðar sem nauðsynlegt er til að ljúka gerð vegaframkvæmdanna endanlega. Til framkvæmdanna teljast einnig undirgöng undir Vesturlandsveg, strætóbiðstöðvar við Vesturlandsveg, gerð Víðinesvegar á um 600 m kafla og gerð Norðurgrafarvegar að Lækjarmel/Esjumel o.fl., samkvæmt uppdr. EFLU dags. 2. maí 2018. Einnig er lagt fram yfirlit ódags. Erindinu var vísað til umsagnar verkefnisstjóra og er nú lagt fram að nýju ásamt umsögn skipulagsfulltrúa dags. 13. júlí 2018.
Umsögn skipulagsfulltrúa dags. 13. júlí 2018 samþykkt.
Vísað til skrifstofu sviðstjóra til útgáfu framvkæmdaleyfis.
Vakin er athygli á að framkvæmdaleyfi verður ekki gefið út fyrr en greitt hefur verið fyrir útgáfuna skv. gr. 5.2 í gjaldskrá vegna kostnaðar við skipulagsvinnu og útgáfu framkvæmdaleyfis í Reykjavíkurborg nr. 1193/2016.
34.18 Garðastræti 11A, (fsp) bílastæði á lóð
Á embættisafgreiðslufundi skipulagsfulltrúa 6. júlí 2018 var lögð fram fyrirspurn Einars H. Einarssonar um að setja bílastæði á lóð nr. 11A við Garðastræti, samkvæmt teikningu. Fyrirspurninni var vísað til umsagnar verkefnisstjóra og er nú lögð fram að nýju ásamt umsögn skipulagsfulltrúa dags. 13. júlí 2018.
Neikvætt, með vísan til umsagnar skipulagsfulltrúa dags. 13. júlí 2018.
35.18 Klapparberg 7, breyting á deiliskipulagi
Að lokinni grenndarkynningu er lögð fram að nýju umsókn Arnar Árnasonar dags. 23. apríl 2018 varðandi breytingu á deiliskipulagi Breiðholts 3, austurdeild, vegna lóðarinnar nr. 7 við Klapparberg. Í breytingunni felst stækkun lóðarinnar til vesturs, samkvæmt uppdr. Landslags ehf. dags. 30. maí 2018. Tillagan var grenndarkynnt frá 11. júní 2018 til og með 9. júlí 2018. Engar athugasemdir bárust.
Samþykkt með vísan til heimilda um embættisafgreiðslur skipulagsfulltrúa í viðauka við samþykkt um stjórn Reykjavíkurborgar
36.18 87">Lofnarbrunnur 14, breyting á deiliskipulagi
Að lokinni auglýsingu er lögð fram að nýju umsókn Jóns Hrafns Hlöðverssonar dags. 18. apríl 2018 ásamt bréfi dags. 18. apríl 2018 varðandi breytingu á deiliskipulagi Úlfarsárdals vegna lóðarinnar nr. 14 við Lofnarbrunn. Í breytingunni felst að bundnar byggingarlínur á lóðinni er breytt í óbundnar byggingarlínur ásam fjölgun íbúða og bílastæða á lóð. Jafnframt verður húsið lækkað, samkvæmt uppdr. VA arkitekta ehf. dags. 12. apríl 2018. Tillagan var auglýst frá 30. maí 2018 til og með 11. júlí 2018. Engar athugasemdir bárust.
Samþykkt með vísan til heimilda um embættisafgreiðslur skipulagsfulltrúa í viðauka við samþykkt um stjórn Reykjavíkurborgar
37.18 Óðinsgata 14, Reyndarteikningar
Á embættisafgreiðslufundi skipulagsfulltrúa 22. júní 2018 var lagt fram erindi frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa frá 19. júní 2018 þar sem sótt er um samþykkt á áður gerðum breytingum og stækkun á einbýlishúsi á lóð nr. 14 við Óðinsgötu. Erindinu var vísað til umsagnar verkefnisstjóra og er nú lagt fram að nýju.
Stækkun: xx ferm., xx rúmm. Gjald kr. 8.000 + xx
Umsækjandi hafi samband við embætti skipulagsfulltrúa.
38.18 Sifjarbrunnur 10-16, Bæta við stoðvegg á suðurhlið húss
Á embættisafgreiðslufundi skipulagsfulltrúa 22. júní 2018 var lagt fram erindi frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa frá 19. júní 2018 þar sem sótt er um leyfi til að byggja stoðvegg að Lofnarbrunni við raðhús á lóð nr. 10-16 við Sifjarbrunn. Erindinu var vísað til umsagnar verkefnisstjóra og er nú lagt fram að nýju ásamt umsögn skipulagsfulltrúa dags. 13. júlí 2018.
Gjald kr. 11.000
Umsögn skipulagsfulltrúa dags. 13. júlí 2018 samþykkt.
39.18 Snorrabraut 27-29, Veitingastaður flokkur II
Lagt fram erindi frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa frá 12. júní 2018 þar sem sótt er um leyfi til að innrétta veitingastað í fl. II tegund veitingahús fyrir 80 gesti í rými 0102 og 0202, koma fyrir gasgeymslu við norðurgafl, koma fyrir borðum út á gangstétt, breyta opnun á inngangshurð og koma fyrir útloftun frá eldhúsi á vesturhlið húss á lóð nr. 29 við Snorrabraut. Einnig er lögð fram umsögn skipulagsfulltrúa dags. 23. mars 2018
Erindi fylgir bréf frá hönnuði dags. 28. maí 2018, húsaleigusamningur dags. 27. apríl 2018, viðauki við húsaleigusamning dags. 25. apríl 2018 og samþykki eigenda dags. 14. apríl, 4. og 28. maí 2018. Gjald kr. 11.000
Ekki eru gerðar skipulagslegar athugasemdir við erindið sbr. umsögn skipulagsfulltrúa dags. 23. mars 2018.
40.18 Urðarbrunnur 102-104, Parhús - nýbygging
Á embættisafgreiðslufundi skipulagsfulltrúa 6. júlí 2018 var lagt fram erindi frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa 3. júlí 2018 þar sem sótt er um leyfi til að byggja tvílyft, steinsteypt parhús með innbyggðri bílgeymslu á lóðinni nr. 102-104 við Urðarbrunn. Erindinu var vísað til umsagnar verkefnisstjóra og er nú lagt fram að nýju ásamt umsögn skipulagsfulltrúa dags. 13. júlí 2018.
Stærð mhl. 01 er 218,0 ferm., 724,1 rúmm. Stærð mhl. ? er 218,0 ferm., 724,1 rúmm. Samtals stærð er: 436 ferm., 1448,2 rúmm. Gjald kr. 11.000
Umsögn skipulagsfulltrúa dags. 13. júlí 2018 samþykkt.
41.18 Vegamótastígur 7 og 9, breyting á deiliskipulagi
Lögð fram umsókn Arkþings ehf. dags. 4. júlí 2018 ásamt bréfi dags. 4. júlí 2018 varðandi breytingu á skilmálum deiliskipulags reits 1.171.5 vegna lóðanna nr. 7 og 9 við Vegamótastíg. Í breytingunni felst að koma fyrir bílastæði fyrir hreyfihamlaða í borgarlandi.
Vísað til meðferðar hjá verkefnisstjóra.
42.18 Aðalskipulag Reykjavíkur 2010-2030, Sundahöfn, breyting á aðalskipulagi, stækkun hafnarsvæðis
Að lokinni kynningu er lögð fram að nýju verklýsing umhverfis- og skipulagssviðs dags. í maí 2018 vegna breytinga á aðalskipulagi Reykjavíkur 2010-2030. Í breytingunni felst að stækka hafnarsvæðið (H4) í Sundahöfn með landfyllingum við Klettagarða og Skarfabakka-Kleppsbakka. Kynning stóð til og með 28. júní 2018: Eftirtaldir aðilar sendu umsagnir: Heilbrigðiseftirlit Reykjavíkur dags. 14. júní 2018, Vegagerðin dags. 19. júní 2018, Skipulagsstofnun dags. 21. júní 2018, Garðabær dags. 3. júlí 2018 og Umhverfisstofnunar dags. 4. júlí 2018.
Vísað til meðferðar hjá deildarstjóra aðalskipulags Reykjavíkur.
43.18 Bláfjöll, breyting á deiliskipulagi skíðasvæðis
Lagt fram erindi skipulagsstjóra Kópavogs dags. 3. júlí 2018 þar sem vakin er athygli á kynningu á breyttu deiliskipulagi skíðasvæðisins í Bláfjöllum, samkvæmt tillögu Landslags dags. 13. apríl 2018. Einnig er lögð fram greinargerð, umhverfisskýrsla og skilmálar Landslags dags. 13. apríl 2018 og greinargerð starfshóps Kópavogsbæjar dags. í febrúar 2018.
Vísað til meðferðar hjá deildarstjóra aðalskipulags Reykjavíkur