Sjafnargata 3, Rafstöðvarvegur 25, Langholtsvegur 49, Gvendargeisli 44-52, Fiskislóð 37B, Fiskislóð 49-51, Suðurgata 12, Háagerði 23, Lambhagavegur 11, Skógarhlíð 12, Ásvegur 11, Gissurargata 6, Langholtsvegur 196, Garðsendi 3, Einarsnes 42-42A, Baldursgata 3B, Bleikjukvísl 11, Háteigsvegur 32, Nökkvavogur 44, Norðurbrún 2, Haukdælabraut 76, Vonarstræti 4/Lækjargata 12, Láland 5, Garðastræti 11A, Sjafnargata 14, Urðarbrunnur 102-104, Brautarholt 18-20, Neðstaleiti 3, Flókagata 16, Snorrabraut 60, Hlíðarendi 20-26, Kjalarnes, Saurbær, Bæjarháls 1, Elliiðaárdalur, Kjalarnes, Stardalur, Suður Mjódd, Njálsgata 56, Freyjugata 41, Kirkjugarður við Úlfarsfell, Brúnavegur 13 - Hrafnista, Rangársel 15,

Embættisafgreiðslufundur skipulagsstjóra Reykjavíkur samkvæmt viðauka 2.4 við samþykkt um stjórn Reykjavíkurborgar.

689. fundur 2018

Ár 2018, föstudaginn 6. júlí kl. 09:15, hélt skipulagsfulltrúi Reykjavíkur 689. embættisafgreiðslufund sinn til afgreiðslu mála án staðfestingar skipulagsráðs. Fundurinn var haldinn á skrifstofu skipulagsfulltrúa Borgartúni 12 - 14, 2. hæð, Stardalur. Fundinn sátu: Ágústa Sveinbjörnsdóttir og Marta Grettisdóttir Eftirtaldir embættismenn kynntu mál á fundinum: Ingvar Jón B. Gíslason, Hrafnhildur Sverrisdóttir, Sólveig Sigurðardóttir, Guðlaug Erna Jónsdóttir, Lilja Grétarsdóttir og Borghildur S. Sturludóttir. Ritari var Erna Hrönn Geirsdóttir
Þetta gerðist:


1.18 Sjafnargata 3, Viðbygging
Á embættisafgreiðslufundi skipulagsfulltrúa 13. apríl 2018 var lagt fram erindi frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa frá 10. apríl 2018 þar sem sótt er um leyfi til að reisa viðbyggingu norðan megin þannig að útbúin er vinnustofa sem verður tengd kjallara hússins á lóð nr. 3 við Sjafnargötu. Erindinu var vísað til umsagnar verkefnisstjóra og var síðan sent til grenndarkynningar. Grenndarkynning stóð frá 4. júní 2018 til 2. júlí 2018. Engar athugasemdir bárust. Einnig er lagt fram samþykki Óskars Jónssonar dags. 7.júní 2018.
Bréf frá hönnuði dags. 19. mars 2018 og umsögn burðarvirkishönnuðar dags. 19. mars 2018 fylgja erindinu. Stærð viðbyggingar: 54,5 ferm., 179,7 rúmm. Gjald kr. 9.823



Samþykkt með vísan til viðauka um embættisafgreiðslur skipulagsfulltrúa við samþykkt um stjórn Reykjavíkurborgar.
Vísað til fullnaðarafgreiðslu byggingarfulltrúa.


2.18 Rafstöðvarvegur 25, (fsp) bílskúr og stækka jarðhæð
Lögð fram fyrirspurn Plúsarkitekta ehf. dags. 28. júní 2018 um byggingu á bílskúr, stækkun á jarðhæð um herbergi, setja verönd á þak stækkunarinnar og setja baðaðstöðu í garði.

Vísað til umsagnar verkefnisstjóra.

3.18 Langholtsvegur 49, Viðbygging
Lagt fram erindi frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa frá 26. júní 2018 þar sem sótt er um leyfi til að byggja staðsteypta viðbyggingu við hús á lóð nr. 49 við Langholtsveg. Einnig lögð fram umsögn skipulagsfulltrúa dags. 6. júlí 2018.
Stærð viðbyggingar er: 103,1 ferm., 305,9 rúmm.
Gjald kr. 11.000


Umsögn skipulagsfulltrúa samþykkt, dags.6. júlí 2018.

4.18 Gvendargeisli 44-52, (fsp) hækkun húss/inndregin hæð
Á embættisafgreiðslufundi skipulagsfulltrúa 1. júní 2018 var lögð fram fyrirspurn Styrmis Bjarts Karlssonar dags. 18. apríl 2018 um hækkun hússins á lóð nr. 44-45 við Gvendargeisla sem fels í að byggja inndregna hæð ofan á húsið með þaksvölum í suður eða norður. Fyrirspurninni var vísað til umsagnar verkefnisstjóra og er nú lögð fram að nýju ásamt umsögn skipulagsfulltrúa dags. 6. júní 2018.

Neikvætt.
Samræmist ekki deiliskipulagi, sbr. umsögn skipulagsfulltrúa dags. 6. júní 2018.


5.18 Fiskislóð 37B, Fjölga bílastæðum
Á embættisafgreiðslufundi skipulagsfulltrúa 29. júní 2018 var lagt fram erindi frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa frá 26. júní 2018 þar sem sótt er um leyfi til að breyta erindi BN052515 þannig að bílastæðum er fjölgað, reiðhjólastæði flutt og rafhleðslustöðvum komið fyrir á lóð nr. 37B við Fiskislóð. Erindinu var vísað til umsagnar verkefnisstjóra og er nú lagt fram að nýju ásamt umsögn skipulagsfulltrúa dags. 6. júlí 2018.
Gjald kr. 11.000

Umsögn skipulagsfulltrúa samþykkt, dags. 6. júlí 2018.

6.18 Fiskislóð 49-51, Breytingar á anddyri
Á embættisafgreiðslufundi skipulagsfulltrúa 29. júní 2018 var lagt fram erindi frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa frá 26. júní 2018 er um leyfi til að breyta áður samþykktu erindi BN052100 þannig að anddyri er stækkað á húsinu nr. 51 á lóð nr. 49- 51 við Fiskislóð. Erindinu var vísað til umsagnar verkefnisstjóra og er nú lagt fram að nýju ásamt umsögn skipulagsfulltrúa dags. 6. júlí 2018.
Stækkun á anddyri er: XX ferm. XX rúm.
Gjald kr. 11.000

Umsögn skipulagsfulltrúa samþykkt, dags. 6. júlí 2018.

7.18 Suðurgata 12, Breyting á notkun
Lagt fram erindi frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa frá 26. júní 2018 þar sem sótt er um leyfi til að endurbyggja bílskúr, mhl.02, í breyttri mynd ásamt því að breyta notkun húsnæðis úr læknastöð í skrifstofur í húsi á lóð nr. 12 við Suðurgötu.
Nýbygging mhl. 02: 78,0 ferm., 206,7 rúmm.
Minnisblað Eflu um brunahönnun dags. 19.02.2018 fylgir erindi.
Útskrift úr gerðabók embættisafgreiðslufundar skipulagsfulltrúa frá 1. júní 2018 fylgir erindi, ásamt umsögn skipulagsfulltrúa dags. 6. júlí 2018.
Gjald kr. 11.000


Ekki eru gerðar skipulagslegar athugasemdir við erindið, sbr. umsögn skipulagsfulltrúa dags. 6.júlí 2018.

8.18 Háagerði 23, (fsp) stækkun risíbúðar
Lögð fram fyrirspurn Þorsteins V. Einarssonar mótt. 1. júní 2018 um stækkun á risíbúð hússins á lóð nr. 23 við Háagerði. Einnig er lögð fram umsögn skipulagsfulltrúa dags. 6. júlí 2018.

Umsögn skipulagsfulltrúa samþykkt, dags. 6.júlí 2018.

9.18 Lambhagavegur 11, Nýbygging
Á embættisafgreiðslufundi skipulagsfulltrúa 15. júní 2018 var lagt fram erindi frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa frá 12. júní 2018 þar sem sótt er um leyfi til að byggja þriggja hæða staðsteypt verslunar- og skrifstofuhús með bílgeymslu fyrir 40 bíla á lóð nr. 11 við Lambhagaveg. Erindinu var vísað til umsagnar verkefnisstjóra og er nú lagt fram að nýju ásamt umsögn skipulagsfulltrúa dags. 6. júlí 2018.
Varmatapsútreikningar dags. 29. maí 2018 og greinargerð brunahönnuðar dags. 29. maí 2018 fylgja erindi. Stærð: 5.738,0 ferm., 26.818,2 rúmm. Gjald kr. 11.000

Neikvætt, með vísan til umsagnar skipulagsfulltrúa, dags. 6. júlí 2018.

10.18 Skógarhlíð 12, (fsp) fjölgun bílastæða
Lögð fram fyrirspurn Landark ehf. dags. 11. júní 2018 ásamt bréfi dags. 11. júní 2018 um að fjölga bílastæðum á lóð nr. 12 við Skógarhlíð um 38 stæði og breyta vesturhluta lóðarinnar í bílastæðalóð, samkvæmt uppdr. Landark ehf. dags. 11. júní 2018.

Vísað til umsagnar verkefnisstjóra.

11.18 Ásvegur 11, Ofanábygging, svalir og flr.
Á embættisafgreiðslufundi skipulagsfulltrúa 29. júní 2018 var lagt fram erindi frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa frá 19. júní 2018 þar sem sótt er um leyfi til að byggja hæð ofaná, innrétta íbúð í kjallara, byggja svalir og utanáliggjandi stigahús, skipta húsi í tvær eignir og innrétta geymslur í bílskúr húss á lóð nr. 11 við Ásveg. Erindinu var vísað til umsagnar verkefnisstjóra og er nú lagt fram að nýju ásamt umsögn skipulagsfulltrúa dags. 6. júlí 2018.
Stækkun: xx ferm. Stærð eftir stækkun: 216,5 ferm., 448,7 rúmm. Gjald kr. 11.000

Neikvætt, með vísan til umsagnar skipulagsfulltrúa dags. 6. júlí 2018.

12.18 Gissurargata 6, Einbýlishús
Lagt fram erindi frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa frá 3. júlí 2018 þar sem sótt er um leyfi til að byggja tveggja hæða einbýlishús sem verður þannig að neðri hæð verður byggð upp með varmamótum og efri hæð er byggð upp með timbri og húsið klætt að utan með láréttri sementsfiber klæðningu á lóð nr. 6 við Gissurargötu. Einnig lögð fram umsögn skipulagsfulltrúa dags. 6 júlí 2018.
Orkurammi á teikningu nr. 101
Stærð hús er: 331,9 ferm., 1.160,9 rúmm.
Gjald kr. 11.000

Neikvætt, með vísan til umsagnar skipulagsfulltrúa dags.6. júlí 2018.

13.18 Langholtsvegur 196, (fsp) hækka þak
Lögð fram fyrirspurn Noland arkitekta ehf. dags. 25. júní 2018 um hækkun þaks á húsinu að Langholtsvegi 196, samkvæmt skýringarmyndum hönnuðar. Einnig er lagt fram umboð eiganda.

Vísað til umsagnar verkefnisstjóra.

14.18 5">Garðsendi 3, Stækka hús
Á embættisafgreiðslufundi skipulagsfulltrúa 25. maí 2018 var lagt fram erindi frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa frá 22. maí 218 þar sem sótt er um leyfi til að byggja viðbyggingu til suðurs og klæða efstu hæð með málmklæðningu í húsi á lóð nr. 3 við Garðsenda. Erindinu var vísað til umsagnar verkefnisstjóra og er nú lagt fram að nýju ásamt umsögn skipulagsfulltrúa dags. 5.júli 2018.
Lögð er fram umsögn skipulagsfulltrúa dags. 16. febrúar 2018. Stækkun: 72,3 ferm., 354,3 rúmm. Gjald kr. 11.000

Umsögn skipulagsfulltrúa samþykkt, dags. 5. júlí 2018.

15.18 Einarsnes 42-42A, breyting á deiliskipulagi
Á embættisafgreiðslufundi skipulagsfulltrúa 2. mars 2018 var lögð fram umsókn Þorleifs Eggertssonar f.h. Benedikts Sveinssonar dags. 19. febrúar 2018 varðandi breytingu á deiliskipulagi Einarsness vegna lóðar nr. 42-42A við Einarsnes. Í breytingunni felst hækkun á nýtingarhlutfalli lóðar, samkvæmt uppdr. Hughrifs ehf. dags. 19. febrúar 2018. Samþykkt var að grenndarkynna erindið og er nú lagt fram að nýju. Grenndarkynning stóð frá 1. júní til 29. júní 2018. Engar athugasemdir bárust.

Samþykkt með vísan til heimilda um embættisafgreiðslur skipulagsfulltrúa í viðauka við samþykkt um stjórn Reykjavíkurborgar

16.18 Baldursgata 3B, (fsp) hækkun húss
Lögð fram fyrirspurn Þorbjargar Jónsdóttur dags. 26. júní 2018 um hækkun á húsinu að Baldursgötu 3b um eina hæð.
Frestað.
Umsækjandi hafi samband við embætti skipulagsfulltrúa.


17.18 Bleikjukvísl 11, Yfirbygging yfir verönd
Lagt fram erindi frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa frá 3. júlí 2018 þar sem sótt er um leyfi til að setja léttbyggða pergólu yfir verönd sem tilheyrir einbýlishúsi þannig að B rými myndast á lóð nr. 11 við Bleikjukvísl. Einnig lögð fram umsögn skipulagsfulltrúa dags. 5.júlí 2018. Stækkun B rýmis: XX ferm., XX rúmm.
Gjald kr. 11.000

Ekki eru gerðar athugasemdir við erindið, sbr. þó skilyrði og leiðbeiningar sem fram koma í umsögn skipulagsfulltrúa dags. 5. júlí 2018.

18.18 Háteigsvegur 32, (fsp) sólstofa, svalir, gluggi
Lögð fram fyrirspurn Plan ehf., framsent frá byggingarfulltrúa dags. 27. júní 2018, þar sem sótt er um að byggja sólstofu, hafa svalir ofan á og breyta glugga í kjallara samkvæmt meðfylgjandi teikningum. Einnig lögð fram umsögn skipulagsfulltrúa dags. 6. júlí 2018.
Umsögn skipulagsfulltrúa samþykkt, dags. 6. júlí 2018.



19.18 Nökkvavogur 44, Sólpallur
Lagt fram erindi frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa 3. júlí 2018 þar sem sótt er um leyfi til að koma fyrir svalahurð á fyrstu hæð og gera timbursvalir með tröppum niður í garð á suðurhlið húss á lóð nr. 44 við Nökkvavog.Einnig lögð fram umsögn skipulagsfulltrúa dags. 4. júlí 2018.
Samþykki meðeigenda lóðar dags. 28. maí 2018 fylgir.
Gjald kr. 11.000

Ekki eru gerðar skipulagslegar athugasemdir við erindið, sbr. umsögn skipulagsfulltrúa dags. 4. júlí 2018.

20.18 Norðurbrún 2, breyting á deiliskipulagi
Lögð fram umsókn THG arkit. ehf. dags. 21. júní 2018 um breytingu á deiliskipulagi fyrir lóð Norðurbrún 2. Í breytingunni felst að rífa núverandi verslunarhús og byggja 2ja hæða nýbyggingu fyrir verslun og íbúðir samkv. uppdráttum THG arkit. ehf. dags. 4. júni 2018.

Vísað til meðferðar hjá verkefnisstjóra.

Vakin er athygli á að erindið fellur undir gjaldskrá vegna kostnaðar við skipulagsvinnu og útgáfu framkvæmdaleyfis í Reykjavíkurborg nr. 1193/2016


21.18 Haukdælabraut 76, Nýbygging
Lagt fram erindi frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa frá 3. júlí 2018 þar sem sótt er um leyfi til að byggja steinsteypt tveggja hæða einbýlishús á lóð nr. 76 við Haukdælabraut. Einnig er lögð fram umsögn skipulagsfulltrúa dags. 6. júlí 2018 .
Erindi fylgir bréf hönnuðar um breytta hæðarkóta dags. 5. júní 2018.
Stærð, A-rými: 329,5 ferm., 1.137,7 rúmm.
B-rými: 40,5 ferm., xx rúmm.
Gjald kr. 11.000

Ekki gerð athugasemd við erindið, sbr. þó skilyrði og leiðbeiningar sem fram koma í umsögn skipulagsfulltrúa dags. 6. júlí 2018.

22.18 Vonarstræti 4/Lækjargata 12, (fsp) hækkun á þaki, setja kvisti, 4 hótelherbergi
Á embættisafgreiðslufundi skipulagsfulltrúa 29. júní 2018 var lögð fram fyrirspurn Atelier arkit. Björn Skaptason, dags. 21. júní 2018 um breytingu á húsinu að Vonarstræti 4, varðandi hækkun á þaki og setja kvisti samkv. meðfylgjandi teikningum Atelier arkit. dags. 21. júní 2018. Einnig er óskað eftir að setja upp 4 hótelíbúðir. Jafnframt er lagt fram álit Minjastofnunar dags. 19. júní 2018. Erindinu var vísað til umsagnar verkefnisstjóra og er nú lagt fram að nýju ásamt umsögn skipulagsfulltrúa dags. 6. júlí 2018.

Ekki gerð athugasemd við erindið, sbr. þó skilyrði og leiðbeiningar sem fram koma í umsögn skipulagsfulltrúa dags. 6. júlí 2018.

23.18 Láland 5, (fsp) nýr bílskúr
Á embættisafgreiðslufundi skipulagsfulltrúa 29. júní 2018 var lögð fram fyrirspurn Einrúm ehf. dags. 22. júní 2018 , f.h. Svanhvítar B. Hrólfsdóttur, þar sem óskað er eftir byggingu á nýjum bílskúr á lóðinni og breyta því í íbúð samkvæmt meðf. teikningu dags. 21. júní 2018. Erindinu var vísað til umsagnar verkefnisstjóra og er nú lagt fram að nýju ásamt umsögn skipulagsfulltrúa dags. 6. júlí 2018.

Umsögn skipulagsfulltrúa samþykkt, dags. 6. júlí 2018.

24.18 ">Garðastræti 11A, (fsp) bílastæði á lóð
Lögð fram fyrirspurn Einars H. Einarssonar, framsent frá byggingarfulltrúa dags. 27. júní 2018, þar sem sótt er um að bæta við bílastæði á lóðinni að Garðastræti 11a samkvæmt meðfylgjandi teikningu.

Vísað til umsagnar verkefnisstjóra.

25.18 Sjafnargata 14, Útbúa þaksvalir
Lagt fram erindi frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa frá 3. júlí 2018 þar sem sótt er um leyfi til að útbúa þaksvalir á neðra þak byggingar og endurnýja svalahandrið á húsinu á lóð nr. 14 við Sjafnargötu.
Útskrift úr gerðabók embættisafgreiðslufundar skipulagsfulltrúa frá 15. júní 2018 fylgir erindi, ásamt umsögn skipulagsfulltrúa dags. 15. júní 2018.
Umsögn Minjastofnun Íslands dags. 18. júní 2018 fylgir erindinu.
Gjald kr. 11.000

Frestað. Umsækjandi hafi samband við embætti skipulagsfulltrúa.

26.18 Urðarbrunnur 102-104, Parhús - nýbygging
Lagt fram erindi frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa 3. júlí 2018 þar sem sótt er um leyfi til að byggja tvílyft, steinsteypt parhús með innbyggðri bílgeymslu á lóðinni nr. 102-104 við Urðarbrunn.
Stærð mhl. 01 er 218,0 ferm., 724,1 rúmm.
Stærð mhl. ? er 218,0 ferm., 724,1 rúmm.
Samtals stærð er: 436 ferm., 1448,2 rúmm.
Gjald kr. 11.000

Vísað til umsagnar verkefnisstjóra.

27.18 Brautarholt 18-20, Fjölbýlishús
Á embættisafgreiðslufundi skipulagsfulltrúa 20. apríl 2018 var lagt fram erindi frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa frá 17. apríl 2018 þar sem sótt er um leyfi til að byggja inndregna 5. hæð ofaná hús og innrétta 22 íbúðir á 2. - 5. hæð, stækka glugga, koma fyrir svölum, byggja stiga- og lyftuhús og hjóla- og vagnageymslur sem verða sameiginlegar með húsi nr. 20 á baklóð húss á lóð nr. 18 við Brautarholt. Erindi fylgir bréf hönnuða um skipulagsforsendur dags. 4. janúar 2018 og minnisblað um brunamál dags. 19. febrúar 2018. Stækkun: xx ferm., xx rúmm. Eftir stækkun, mhl. 01: 1.393,5 ferm., 4.887,2 rúmm. Mhl. 02: 125,4 ferm., 375,6 rúmm. Gjald kr. 11.000
Lögð fram beiðni Snorra Siemens dags. 21. júní 2018 um að grenndarkynning vegna byggingarleyfis fyrir Brautarholt 18-20 verði framlengt um 2 vikur, vegna sumarleyfa.

Samþykkt að framlengja grenndarkynningu til 23. júlí 2018.

28.18 Neðstaleiti 3, (fsp) skipta íbúð í 2
Á embættisafgreiðslufundi skipulagsfulltrúa 29. júní 2018 var lögð fram fyrirspurn Ólafs Ó. Guðmundssonar, framsend frá byggingarfulltrúa, 20. júní 2018 þar sem óskað er eftir að skipta íbúðareign á jarðhæð að að Neðstaleiti 3 í 2 íbúðir. Erindinu var vísað til umsagnar verkefnisstjóra og er nú lagt fram að nýju ásamt umsögn skipulagsfulltrúa dags. 6. júlí 2018.

Umsögn skipulagsfulltrúa samþykkt, dags. 6. júlí 2018.

29.18 Flókagata 16, Bílskúr
Á embættisafgreiðslufundi skipulagsfulltrúa 29. júní 2018 var lagt fram erindi frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa frá 26. júní 2018 þar sem sótt er um leyfi til að byggja steinsteyptan bílskúr á lóðamörkum við hús á lóð nr. 16 við Flókagötu. Erindinu var vísað til umsagnar verkefnisstjóra og er nú lagt fram að nýju.

Útskrift úr gerðabók embættisafgreiðslufundar skipulagsfulltrúa frá 12. maí 2017 fylgir erindinu ásamt umsögn skipulagsfulltrúa dags. 11. maí 2017.
Stærð A-rými 36,4 ferm., 115,0 rúmm.
Gjald kr. 11.000

Samþykkt að grenndarkynna framlagða byggingarleyfisumsókn fyrir hagsmunaaðilum að Hrefnugötu 3,5 og 7 og Flókagötu 14 og 16a.

Byggingarleyfisumsókn verður grenndarkynnt þegar umsækjandi hefur greitt fyrir grenndarkynningu sbr. 8.1. gr. í gjaldskrá vegna kostnaðar við skipulagsvinnu og útgáfu framkvæmdaleyfis í Reykjavíkurborg nr. 1193/2016.


30.18 Snorrabraut 60, breyting á deiliskipulagi
Á embættisafgreiðslufundi skipulagsfulltrúa 9. febrúar 2018 var lögð fram umsókn Helgu Bragadóttur f.h. Snorrahús ehf. dags. 6. febrúar 2018 varðandi breytingu á deiliskipulagi Heilsuverndarreits vegna lóðarinnar nr. 60 við Snorrabraut. Í breytingunni felst hækkun og stækkun á viðbyggingu hússins, breyting á lóðarmörkum, breyting á bílastæðum o.fl., samkvæmt uppdr. Kanon arkitekta ehf. dags. 5. febrúar 2018. Einnig eru lagðir fram minnispunktar Glámu Kím af fundi 9. mars 2018. Erindinu var vísað til meðferðar hjá verkefnisstjóra og er nú lagt fram að nýju ásamt umsögn skipulagsfulltrúa dags. 6. júlí 2018.
Umsögn skipulagsfulltrúa samþykkt, dags. 6.júlí 2018.

31.18 Hlíðarendi 20-26, breyting á skilmálum deiliskipulags
Lögð fram umsókn ARkþing ehf., Sigurður Hallgrímsson, dags. 27. júní 2018 um breytingu á skilmálum deiliskipulags Hlíðarenda. Í breytingunni felst að A: færa bílastæði, opna inn í garð og C: hætta við byggingu lokaðs skýlis.

Vísað til umsagnar verkefnisstjóra.

32.18 Kjalarnes, Saurbær, stækkun spildunnar Skarðarás og breyting á notkun
Lagt fram bréf Birgis Arnar Guðmundssonar hdl. f.h. Steins Björgvins Jónssonar og Höllu Margrétar Óskarsdóttur dags. 19. júní 2018 um samþykki fyrir stækkun spildunnar Skarðarás í landi Saurbæjar á Kjalarnesi og breytingu á skráningu mannvirkis á lóðinni úr spennistöðvarhúsi í íbúðarhúsnæði. Einnig er lagður fram úrskurður úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála frá 7. júní 2018.

Frestað.
Umsækjandi hafi samband við embætti skipulagsfulltrúa.


33.18 Bæjarháls 1, breyting á deiliskipulagi
Að lokinni grenndarkynningu er nú lögð fram að nýju umsókn Orkuveitu Reykjavíkur dags. 7. maí 2018 varðandi breytingu á deiliskipulagi Hálsahverfis vegna lóðarinnar nr. 1 við Bæjarháls. Í breytingunni felst að gerður er nýr byggingarreitur fyrir neyðarrafstöð, eldsneytistank og tvær kælivélar við hlið akstursramps austan megin við Norðurhús við lóðarmörk Réttarhálsi 2, samkvæmt uppdr. Arkís arkitekta ehf. dags. 4. maí 2018. Tillagan var grenndarkynnt frá 1. júní til og með 29. júní 2018. Engar athugasemdir bárust.

Samþykkt með vísan til heimilda um embættisafgreiðslur skipulagsfulltrúa í viðauka við samþykkt um stjórn Reykjavíkurborgar

34.18 Elliiðaárdalur, endurnýjun veitukerfa - beiðni um umsögn
Á embættisafgreiðslufundi skipulagsfulltrúa 15. júní 2018 var lagt fram bréf Skipulagsstofnunar dags. 6. júní 2018 þar sem óskað er eftir umsögn Reykjavíkurborgar, umhverfis- og skipulagssviðs, hvort og á hvaða forsendum endurnýjun veitukerfa í Elliðaárdal skuli háð mati á umhverfisáhrifum að teknu tilliti til 2. viðauka 6. gr. laga um mat á umhverfisáhrifum nr. 106/2000. Einnig er lagt fram bréf Hafrannsóknastofnunar dags. 20. desember 2017. Erindinu var vísað til umsagnar skrifstofu umhverfisgæða og er nú lagt fram að nýju ásamt umsögn skrifstofu umhverfisgæða dags. 20. júní 2018 og umsögn skipulagsfulltrúa dags. 29. maí 2018

Umsögn skipulagsfulltrúa samþykkt, dags. 29. mai 2018.

35.18 Kjalarnes, Stardalur, framkvæmdaleyfi
Á embættisafgreiðslufundi skipulagsfulltrúa 29. júní 2018 var lögð fram umsókn Þórdísar Jóhannesdóttur dags. 11. júní 2018 sem felst í að rífa niður húsin í landi Stardals á Kjalarnesi og endurnýta óvirkan úrgang frá niðurrifi til landmótunar, samkvæmt tillögu ódags. Erindinu var vísað til umsagnar verkefnisstjóra og er nú lagt fram að nýju ásamt umsögn skipulagsfulltrúa dags. 3. júlí 2018.

Samþykkt að gefa út framkvæmdaleyfi með vísan til umsagnar skipulagsfulltrúa dags. 3. júlí 2018 . Vísað til skrifstofu sviðsstjóra til útgáfu framkvæmdaleyfis. Vakin er athygli á að greiða þarf fyrir útgáfu framkvæmdaleyfis skv. gr. 5.2 í . gjaldskrá skipulagsfulltrúa nr. 1193/2016.

36.18 Suður Mjódd, framkvæmdaleyfi
Lögð fram umsókn Orkuveitu Reykjavíkur/Veitur, dags. 2. júlí 2018 um framkvæmdaleyfi í Suður Mjódd Árskógar vegna færslu fráveitulagna á svæðinu.

Vísað til umsagnar verkefnisstjóra.

37.18 Njálsgata 56, (fsp) viðbygging og stækkun bílskúrs
Lögð fram fyrirspurn Svanhildar Thors dags. 27. júni 2018 þar sem sótt er um að byggja viðbyggingu í samræmi við núverandi hús á lóðinni að Njálsgötu 56 ásamt framlengingu á bílskúr samkvæmt meðfylgjandi teikingum og greinargerð ódags.

Vísað til umsagnar verkefnisstjóra.

38.18 Freyjugata 41, Kaffihús
Á embættisafgreiðslufundi skipulagsfulltrúa 18. maí 2018 var lagt fram erindi frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa frá 15. maí 2018 þar sem sótt er um leyfi til að innrétta veitingahús í flokki II, teg. e fyrir 55 gesti í Ásmundarsal á lóð nr. 41 við Freyjugötu. Erindið var kynnt hagsmunaaðilum. Eftirtaldir aðilar sendu athugasemdir: Elín Borg, dags. 12. júní 2018, Benedikt Hjartarson, dags. 12. júní 2018, Ingunn Ingimarsdóttir og Páll Borg, dags. 26. júní 2018, Fanney Hermannsdóttir, dags. 29. júní 2018 og Kristín Jóhannesdóttir, dasg. 29. júní 2018.

Vísað til umsagnar verkefnisstjóra.

39.18 Kirkjugarður við Úlfarsfell, framkvæmdaleyfi
Lögð fram umókn skrifstofu framkvæmda og viðhalds vegna framkvæmdaleyfis að kirkjugarðinum í Úlfarsfelli
Vísað til umsagnar verkefnisstjóra.

40.18 Brúnavegur 13 - Hrafnista, (fsp) loftræstiklefi
Lögð fram fyrirspurn THG arkitekta ehf. dags. 25. júní 2018 um að setja loftræstikerfi niðurgrafið á lóð, verður ekki sjáanlegt, en lóðin að Brúnarvegi 13 hækkar samkvæmt skýringarmyndum hönnuðar. Einnig lögð fram umsögn skipulagsfulltrúa dags. 4. júlí 2018.

Jákvætt með vísan til umsagnar skipulagsfulltrúa dags. 4. júli 2018.

41.18 Rangársel 15, breyting á deiliskipulagi
Lögð fram umsókn skrifstfofu eigna- og atvinnuþróunar dags. 5. júlí 2018 um breytingu á deiliskipulagi að Rangárseli 15. Í breytingunni felst færanleg kennslustofa, stækkun lóðarinnar og aukið byggingarmagn samkvæmt meðf. uppdrætti dags. 2. júlí 2018.
Vísað til skipulags- og samgönguráðs