Giljasel 8, Sóltún 24, Skúlagata 26 og 30, Freyjubrunnur 3-5, Freyjubrunnur 23, Lofnarbrunnur 2-4, Óðinsgata 14, Reitur 1.174.3, Grettisgata frá Barónsstíg að Snorrabraut, Sifjarbrunnur 10-16, Skólavörðustígur 16, Brautarholt 18-20, Heiðmörk, Hesthúsabyggð á Hólmsheiði, Almannadalur, Kjalarnes, Hof, Kjalarnes, Sætún, Reynisvatnsás, Faxafen 5, Fossvogur brú, Háaleitisbraut 68, Ármúli 34, Bræðraborgarstígur 16, Hallgerðargata 19, Vesturgata 16, Ægisíða 44, Langholtsvegur 49, Blesugróf 30, 32 og 34, Gerðuberg 1, Hörgshlíð 18, Hörpugata 12, Njálsgata 36, Skipholt 31, Malarhöfði 6, Sporðagrunn 7, Þorragata 10-20, Fálkagata 10, Framnesvegur 38, Háskólinn í Reykjavík, Skerplugata 9, Skógarhlíð 22, Þóroddsstaðir, Skólavörðustígur 25, Dyngjuvegur 6, Rauðagerði 27, Skipasund 43, Rauðagerði við Milklubraut,

Embættisafgreiðslufundur skipulagsstjóra Reykjavíkur samkvæmt viðauka 2.4 við samþykkt um stjórn Reykjavíkurborgar.

687. fundur 2018

Ár 2018, föstudaginn 22. júní kl. 09:10, hélt skipulagsfulltrúi Reykjavíkur 687. embættisafgreiðslufund sinn til afgreiðslu mála án staðfestingar skipulagsráðs. Fundurinn var haldinn á skrifstofu skipulagsfulltrúa Borgartúni 12 - 14, 2. hæð, Stardalur. Fundinn sátu: Björn Axelsson og Marta Grettisdóttir Eftirtaldir embættismenn kynntu mál á fundinum: Margrét Þormar, Lilja Grétarsdóttir, Jón Kjartan Ágústson, Hrafnhildur Sverrisdóttir, Dagný Harðardóttir, Ingvar Jón B. Gíslason, Sólveig Sigurðardóttir og Guðlaug Erna Jónsdóttir. Ritari var Björgvin Rafn Sigurðarson
Þetta gerðist:


1.18 Giljasel 8, (fsp) stækkun húss
Lögð fram fyrirspurn Stáss Design ehf. dags. 25. apríl 2018 varðandi stækkun hússins á lóð nr. 8 við Giljasel sem felst í að byggja viðbyggingu á austurhlið hússins, samkvæmt uppdr. Stáss Design ehf. dags. 24. apríl 2018. Einnig er lögð fram umsögn skipulagsfulltrúa dags. 22. júní 2018.

Ekki eru gerðar skipulagslegar athugasemdir við erindið sbr. umsögn skipulagsfulltrúa dags. 22. júní 2018.

2.18 Sóltún 24, (fsp) uppbygging
Á embættisafgreiðslufundi skipulagsfulltrúa 8. júní 2018 var lögð fram fyrirspurn Ragúel ehf. dags. 5. júní 2018 um uppbyggingu á lóð nr. 24 við Sóltún sem felst í að byggja fjögurra til fimm hæða hús með þremur til fimm íbúðum á hverri hæð og studio íbúðir á efstu hæð. Fyrirspurninni var vísað til umsagnar verkefnisstjóra og er nú lögð fram að nýju ásamt umsögn skipulagsfulltrúa dags. 22. júní 2018.


Umsögn skipulagsfulltrúa dags. 22. júní 2018 samþykkt.

3.18 Skúlagata 26 og 30, (fsp) breyting á deiliskipulagi
Lögð fram fyrirspurn T.ark Arkitekta ehf. dags. 30. apríl 2018 ásamt greinargerð dags. 16. apríl 2018 um breytingu á deiliskipulagi reits 1.154.3, Barónsreits, vegna lóðanna nr. 26 og 30 við Skúlagötu sem felst í breytingu á bílastæðakröfum, tilfærslu á byggingarreit og stæði fyrir langferðabifreiðar. Einnig er lögð fram umsögn skipulagsfulltrúa dags. 22. júní 2018.
Umsögn skipulagsfulltrúa dags. 22. júní 2018 samþykkt.

4.18 Freyjubrunnur 3-5, Innrétta kjallara, taka í notkun lagnarými
Lagt fram erindi frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa frá 12. júní 2018 þar sem sótt er um leyfi til að innrétta lagnakjallara sem íverurými, gera nýjar hurðir og glugga, svalir á fyrstu hæð og útitröppur beggja vegna, aðlaga lóð til samræmis við aðliggjandi lóðir og fjölga bílastæðum við um tvö við parhús á lóð nr. 3-5 við Freyjubrunn. Einnig er lögð fram umsögn skipulagsfulltrúa dags. 21. júní 2018.
Stækkun vegna breytinga: XX ferm., XX rúmm. Gjald kr. 11.000

Umsögn skipulagsfulltrúa dags. 21. júní 2018 samþykkt.

5.18 Freyjubrunnur 23, (fsp) breyting á deiliskipulagi
Á embættisafgreiðslufundi skipulagsfulltrúa 11. maí 2018 var lögð fram fyrirspurn Jóns Hrafns Hlöðverssonar dags. 27. apríl 2018 ásamt bréfi dags. 27. apríl 2018 um breytingu á deiliskipulagi Úlfarsárdals vegna lóðarinnar nr. 23 við Freyjubrunn sem felst í að fjölga íbúðum úr 5 íbúðum í 8 íbúðir ásamt aukningu á byggingarmagni, samkvæmt uppdr. Mansard - teiknistofu ehf. dags. 27. apríl 2018. Fyrirspurninni var vísað til meðferðar hjá verkefnisstjóra og er nú lögð fram að nýju. Einnig er lögð fram umsögn skipulagsfulltrúa dags. 21. júní 2018.

Neikvætt, með vísan til umsagnar skipulagsfulltrúa dags. 21. júní 2018.

6.18 Lofnarbrunnur 2-4, Nýta kjallararými
Á embættisafgreiðslufundi skipulagsfulltrúa 8. júní 2018 var lagt fram erindi frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa frá 5. júní 2018 þar sem sótt er um leyfi til að einangra að innan og opna inn í áður gerð sökkulrými í parhúsi á lóð nr. 2-4 við Lofnarbrunn. Erindinu var vísað til umsagnar verkefnisstjóra og er nú lagt fram að nýju ásamt umsögn skipulagsfulltrúa dags. 21. júní 2018.
Stækkun: 103,4 ferm., 251,2 rúmm. Gjald kr. 11.000

Ekki eru gerðar skipulagslegar athugasemdir við erindið sbr. umsögn skipulagsfulltrúa dags. 21. júní 2018.

7.18 Óðinsgata 14, Reyndarteikningar
Lagt fram erindi frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa frá 19. júní 2018 þar sem sótt er um samþykkt á áður gerðum breytingum og stækkun á einbýlishúsi á lóð nr. 14 við Óðinsgötu.
Stækkun: xx ferm., xx rúmm. Gjald kr. 8.000 + xx

Vísað til umsagnar verkefnisstjóra.

8.18 Reitur 1.174.3, Grettisgata frá Barónsstíg að Snorrabraut, breyting á skilmálum deiliskipulags
Að lokinni auglýsingu er lögð fram að nýju tillaga umhverfis- og skipulagssviðs að breytingu á skilmálum reits 1.174.3. Í breytingunni felst að koma megi fyrir svölum á suðurhlið húsanna, samkvæmt tillögu umhverfis- og skipulagssviðs dags. 23. mars 2018. Tillagan var auglýst frá 7. maí 2018 til og með 19. júní 2018. Engar athugasemdir bárust.

Samþykkt með vísan til heimilda um embættisafgreiðslur skipulagsfulltrúa í viðauka við samþykkt um stjórn Reykjavíkurborgar

9.18 Sifjarbrunnur 10-16, Bæta við stoðvegg á suðurhlið húss
Lagt fram erindi frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa frá 19. júní 2018 þar sem sótt er um leyfi til að byggja stoðvegg að Lofnarbrunni við raðhús á lóð nr. 10-16 við Sifjarbrunn.
Gjald kr. 11.000

Vísað til umsagnar verkefnisstjóra.

10.18 Skólavörðustígur 16, breyting á deiliskipulagi
Á embættisafgreiðslufundi skipulagsfulltrúa 8. júní 2018 var lögð fram umsókn Kristjáns Bjarnasonar dags. 21. maí 2018 varðandi breytingu á deiliskipulagi reits 1.181.0 vegna lóðarinnar nr. 16 við Skólavörðustíg. Í breytingunni felst að loka porti suðvestan til í húsinu og nýta undir m.a. stigahús. Við breytinguna hækkar nýtingarhlutfall lóðarinnar, samkvæmt uppdr. Arkitektastofunnar Austurvöllur ehf. dags. 4. maí 2018. Einnig er lagt fram bréf slökkviliðs höfuðborgarsvæðisins ódags. Erindinu var vísað til meðferðar hjá verkefnisstjóra og er nú lagt fram að nýju.
Vísað til Skipulags- og samgönguráðs.
Erindið fellur undir gr. 7.5 í gjaldskrá vegna kostnaðar við skipulagsvinnu og útgáfu framkvæmdaleyfis í Reykjavíkurborg 1193/2016.


11.18 Brautarholt 18-20, Fjölbýlishús
Lögð fram beiðni Snorra Siemens dags. 21. júní 2018 um að grenndarkynning vegna byggingarleyfis fyrir Brautarholt 18-20 verði framlengt um 2 vikur, vegna sumarleyfa.

Samþykkt að framlengja grenndarkynningu til 9. júlí 2018.

12.18 Heiðmörk, lagning 11kW jarðstrengs að Gvendarbrunnum - beiðni um umsögn
Lagt fram bréf Skipulagsstofnunar dags. 13. júní 2018 þar sem óskað er eftir umsögn Reykjavíkurborgar, umhverfis- og skipulagssviðs, hvort og á hvaða forsendum lagning 11kW jarðstrengs að Gvendarbrunnum í Heiðmörk skuli háð mati á umhverfisáhrifum að teknu tilliti til 2. viðauka 6. gr. laga um mat á umhverfisáhrifum nr. 106/2000.
Vísað til umsagnar verkefnisstjóra og skrifstofu umhverfisgæða á umhverfis- og skipulagssviði.

13.18 Hesthúsabyggð á Hólmsheiði, Almannadalur, breyting á deiliskipulagi
Á embættisafgreiðslufundi skipulagsfulltrúa 16. mars 2018 var lögð fram umsókn Landslags ehf. dags. 28. febrúar 2018 varðandi breytingu á deiliskipulagi Hesthúsabyggðar á Hólmsheiði, Almannadal. Í breytingunni felst að skipta núverandi lóðum við Fjárgötu og Vegbrekku í minni einingar þannig að eitt hús er á hverri lóð, kvöð er um lagnaleið að nýjum lóðarmörkum. Einnig er gert ráð fyrir lítilli reiðskemmu við enda Almannadalsgötu og því bætt við lóð þar og hringgerði fært vestar. Bílastæði við enda Almannadalsgötu er hliðrað til vestur og hringgerði vestan við Vegbrekku 7 er fært til samræmis við staðsetningu í raun. Vatnslagnir sem ekki voru á uppdrætti færðar inn, samkvæmt uppdr. Landslags ehf. dags. 19. júní 2018. Einnig eru lagðar fram fundargerðir Stjórnarfundar Fáks frá 8. og 29. janúar 2018 og 12. febrúar 2018. Erindinu var vísað til meðferðar hjá verkefnisstjóra og er nú lagt fram að nýju.

Vísað til Skipulags- og samgönguráðs.
Erindið fellur undir gr. 7.5 í gjaldskrá vegna kostnaðar við skipulagsvinnu og útgáfu framkvæmdaleyfis í Reykjavíkurborg nr. 1193/2016.


14.18 Kjalarnes, Hof, (fsp) íbúðabyggð
Lögð fram fyrirspurn ASK Arkitekta ehf. dags. 11. maí 2018 varðandi uppbyggingu íbúðabyggðar í landi Hofs á Kjalarnesi, samkvæmt tillögu ASK Arkitekta ehf. dags. í apríl 2018.

Vísað til umsagnar verkefnisstjóra.

15.18 Kjalarnes, Sætún, (fsp) uppbygging
Á embættisafgreiðslufundi skipulagsfulltrúa 18. maí 2018 var lögð fram fyrirspurn Þorkels Kristjáns Guðgeirssonar dags. 10. maí 2018 ásamt greinargerð ódags. varðandi uppbyggingu í landi Sætúns á Kjalarnesi, svæði F. Fyrirspurninni var vísað til umsagnar verkefnisstjóra og er nú lögð fram að nýju ásamt bréfi Kjalarness ehf. dags. 31. maí 2018 og umsögn skipulagsfulltrúa dags. 19. júní 2018.

Umsögn skipulagsfulltrúa dags. 19. júní 2018 samþykkt.

16.18 Reynisvatnsás, breyting á deiliskipulagi
Lögð fram tillaga umhverfis- og skipulagssviðs að breytingu á deiliskipulagi Reynisvatnsás. Í breytingunni felst að afmörkuð er lóð fyrir opið leiksvæði í hverfið, samkvæmt uppdr. Landark dags. 6. júní 2018.

Vísað til Skipulags- og samgönguráðs.


17.18 Faxafen 5, Innanhússbreytingar 2 og 3 hæð. og þaksvalir
Á embættisafgreiðslufundi skipulagsfulltrúa 15. júní 2018 var lagt fram erindi frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa frá 12. júní 2018 þar sem sótt er um leyfi til að breyta innra skipulagi tannlæknastofu á 2. og 3. hæð, koma fyrir hringstiga að millihæð og koma fyrir þaksvölum á suðausturhlið húss á lóð nr. 5 við Faxafen. Erindinu var vísað til umsagnar verkefnisstjóra og er nú lagt fram að nyju ásamt umsögn skipulagsfulltrúa dags. 22. júní 2018.
Gjald kr. 11.000

Neikvætt, með vísan til umsagnar skipulagsfulltrúa dags. 22. júní 2018.

18.18 Fossvogur brú, deiliskipulag
Að lokinni kynningu er lögð fram tillaga á vinnslustigi að nýju deiliskipulagi ásamt greinargerð dags. 30. apríl 2018 vegna lagningu brúar yfir Fossvog. Tillagan gerir ráð fyrir lagningu vegar fyrir almenningssamgöngur, hjólastígs og göngustígs, sem tengir saman Reykjavík og Kópavogu yfir Fossvog. Tillagan gerir einnig ráð fyrir landfyllingu undir sitthvorum brúar-endanum. Einnig lagt fram minnisblað EFLU dags. 26. apríl 2018. Kyning stóð til og með 20. júní 2018. Eftirtaldir aðilar sendu umsagnir: Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins dags. 11. júní 2018, Heilbrigðiseftirlit Reykjavíkur dags. 12. júní 2018, Vegagerðin dags. 14. júní 2018, Landssamtök hjólreiðamanna, dags. 20. júní 2018, Minjastofnun, dags. 20. júni 2018,

Athugasemdir bárust frá: Isavia, dags, 20. júní 2018,
Vísað til umsagnar verkefnisstjóra.

19.18 Háaleitisbraut 68, (fsp) bílastæði í kjallara
Lögð fram fyrirspurn Kristján Bjarnasonar dags. 29. maí 2018 um að setja þrjú bílastæði í kjallara hússins á lóð nr. 68 við Háaleitisbraut, samkvæmt teikningu ódags. Einnig er lögð fram umsögn skipulagsfulltrúa dags. 22. júní 2018.

Ekki eru gerðar skipulagslegar athugasemdir við erindið sbr. umsögn skipulagsfulltrúa dags. 22. júní 2018.

20.18 Ármúli 34, Breyta 2. og 3. hæð í gistiheimili05131550
Lagt fram erindi frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa frá 19. júní 2018 þar sem sótt er um leyfi til að byggja brunastiga á austurgafl og innrétta gististað í flokki II, teg. b fyrir 36 gesti á 2. og 3. hæð húss á lóð nr. 34 við Ármúla.
Erindi fylgir umsögn burðarvirkishönnuðar dags. 31. maí 2018, samþykki meðeiganda dags. 7. júní 2018 og brunahönnun dags. 5. júní 2018. Gjald kr. 11.000

Vísað til umsagnar verkefnisstjóra.

21.18 Bræðraborgarstígur 16, (fsp) - Breyta notkun
Lagt fram erindi frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa frá 19. júní 2018 þar sem spurt er hvort leyft yrði að breyta notkun skrifstofurýmis á 3. hæð í gististað í flokki II, teg. íbúð fyrir sex gesti í húsi á lóð nr. 16 við Bræðraborgarstíg.

Vísað til umsagnar verkefnisstjóra.

22.18 Hallgerðargata 19, Fjölbýlishús með verslun og þjónusturými
Á embættisafgreiðslufundi skipulagsfulltrúa 8. júní 2018 var lagt fram erindi frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa frá 5. júní 2018 þar sem sótt er um leyfi til að byggja 3 til 6 hæða fjölbýlishús, staðsteypt, einangrað að utan og klætt álklæðningu, með verslunarrýmum á 1. hæð, 52 íbúðum á efri hæðum og bílgeymslu fyrir 77 bíla í kjallara á lóð nr. 19 við Hallgerðargötu. Erindinu var vísað til umsagnar verkefnisstjóra og er nú lagt fram að nýju ásamt umsögn skipulagsfulltrúa dags. 22. júní 2018.
Erindi fylgja drög að forhönnun og gæðakröfum bílakjallara dags. 27. júní 2017, samþykktir fyrir Rekstrarfélag bílakjallara Kirkjusands dags. 2017, samkomulag um fyrirkomulag og rekstur bílakjallara dags. í júní 2017 og greinargerð I vegna hljóðvistar dags. í maí 2018. Stærð, A-rými: 9.866,2 ferm., 36.380,7 rúmm. B-rými: 22,7 ferm., 668,5 rúmm. Gjald kr. 11.000

Ekki eru gerðar skipulagslegar athugasemdir við erindið sbr. umsögn skipulagsfulltrúa dags. 22. júní 2018.

23.18 Vesturgata 16, (fsp) gististaður
Lögð fram fyrirspurn Sigurðar Halldórssonar dags. 11. júní 2018 ásamt bréfi dags. 11. júní 2018 um rekstur gististaðar (íbúðir til skammtímaleigu) í húsinu á lóð nr. 16 við Vesturgötu.

Vísað til umsagnar verkefnisstjóra.

24.18 Ægisíða 44, (fsp) stækkun húss
Lögð fram fyrirspurn Magnúsar Geirs Þórðarssonar dags. 18. júní 2018 varðandi stækkun hússins á lóð nr. 44 við Ægisíðu, samkvæmt skissu ódags.

Vísað til umsagnar verkefnisstjóra.

25.18 Langholtsvegur 49, Viðbygging
Lagt fram erindi frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa frá 19. júní 2018 þar sem sótt er um leyfi til að byggja staðsteypta viðbyggingu við hús á lóð nr. 49 við Langholtsveg.
Stærð viðbyggingar er: 66,8 ferm., XX rúmm. Gjald kr. 11.000

Vísað til umsagnar verkefnisstjóra.

26.18 Blesugróf 30, 32 og 34, breyting á deiliskipulagi
Lögð fram umsókn Gests Ólafssonar dags. dags. 14. júní 2018 varðandi breytingu á deiliskipulagi Blesugrófar vegna lóðanna nr. 30, 32 og 34 við Blesugróf. Í breytingunni felst að heimilt er að gera kjallara undir húsum þar sem landhalli leyfir, að svalir, 1,60 m. á breidd, nái út fyrir byggingarreit, hverju húsi fylgja þrjú bílastæði og að á lóðum nr. 30 og 32 er heimilt að byggja einnar hæðar hús með kjallara en tveggja hæða hús án kjallara á lóð nr. 34 við Blesugróf, samkvæmt uppdr. Skipulags, arkitekta- og verkfræðistofunni ehf. dags. 6. desember 2018 br. 14. júní 2018.
Samþykkt að grenndarkynna framlagða tillögu fyrir hagsmunaaðilum að Blesugróf 8, 10, 12, 14, 16, 18, 20, 22, 24, 26, 28, 38, 40, Jöldugróf 18, 20, 22 og 24, þegar lagfærðir uppdrættir hafa borist embættinu.
Vakin er athygli á að erindið verður ekki grenndarkynnt fyrr en greitt hefur verið í samræmi við gr. 7.6 í gjaldskrá vegna kostnaðar við skipulagsvinnu og útgáfu framkvæmdaleyfis í Reykjavíkurborg nr. 1193/2016.


27.18 Gerðuberg 1, breyting á deiliskipulagi
Lögð fram umsókn skrifstofu eigna og atvinnuþróunar dags. 14. júní 2018 varðandi breytingu á deiliskipulagi Breiðholts 3, austurdeild, vegna lóðarinnar nr. 1 við Gerðuberg. Í breytingunni felst að gerður er byggingarreitur fyrir stækkun á grunnfleti þakhæðar/3. hæðar. Hæsti punktur þaks hækkar u.þ.b. 60 cm., samkvæmt uppdr. dags. 14. júní 2018.

Vísað til Skipulags- og samgönguráðs.
Erindið fellur undir gr. 7.5 í gjaldskrá vegna kostnaðar við skipulagsvinnu og útgáfu framkvæmdaleyfis í Reykjavíkurborg nr. 1193/2018.


28.18 Hörgshlíð 18, Viðbygging
Lagt fram erindi frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa frá 19. júní 2018 þar sem sótt er um leyfi til að endurnýja eldri viðbyggingu úr steinsteypu í stað timburs og stækka þaksvalir ofaná viðbyggingu við fjölbýlishús á lóð nr. 18 við Hörgshlíð.
Útskrift úr gerðabók embættisafgreiðslufundar skipulagsfulltrúa frá 11. maí 2018 fylgir erindinu, ásamt umsögn skipulagsfulltrúa dags. 11. maí 2018.
Einnig fylgir samþykki meðeigenda dags. 26. mars 2018 áritað á uppdrátt. Gjald kr. 11.000

Samþykkt að grenndarkynna framlagða tillögu fyrir hagsmunaaðilum að Hörgshlíð 12, 14, 16 og 20.
Vakin er athygli á að erindið verður ekki grenndarkynnt fyrr en greitt hefur verið í samræmi við gr. 7.6 í gjaldskrá vegna kostnaðar við skipulagsvinnu og útgáfu framkvæmdaleyfis í Reykjavíkurborg nr. 1193/2016.


29.18 Hörpugata 12, Breytingar, viðbætur, vinnuskúr, garðhýsi, þak
Að lokinni grenndarkynningu er lagt fram að nýju erindi frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa frá 17. apríl 2018 þar sem sótt er um leyfi til að byggja vinnustofu á lóð, endurbyggja garðstofu og setja þar þaksvalir og hækka bíslag við anddyri í húsi á lóð nr. 12 við Hörpugötu. Erindi var grenndarkynnt frá 18. maí 2018 til og með 15. júní 2018. Engar athugasemdir bárust.
Stækkun: Mhl.01: 0 ferm., x rúmm. Mhl.02: 44,0 ferm., x rúmm. Umsögn skipulagsfulltrúa við fyrirspurn dags. 06.04.2018 fylgir erindi. Gjald kr. 11.000

Samþykkt með vísan til viðauka um embættisafgreiðslur skipulagsfulltrúa við samþykkt um stjórn Reykjavíkurborgar.
Vísað til fullnaðarafgreiðslu byggingarfulltrúa.


30.18 Njálsgata 36, málskot
Lagt fram málskot ALARK arkitekta ehf. dags. 8. júní 2018 vegna afgreiðslu skipulagsfulltrúa frá 9. febrúar 2018 varðandi nýtingu byggingarréttar á lóð nr. 36 við Njálsgötu.

Vísað til Skipulags- og samgönguráðs.

31.18 Skipholt 31, Bruggstofa / Krá í flokki 2 ("Breyting" á BN053036)
Lagt fram erindi frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa frá 19. júní 2018 þar sem sótt er um leyfi til að gera bruggstofu ásamt veitingastað í flokki ll - tegund f - krá í húsi á lóð nr. 31 við Skipholt. Einnig er lögð fram umsögn skipulagsfulltrúa dags. 22. júní 2018.
Gjald kr. 11.000

Ekki eru gerðar skipulagslegar athugasemdir við erindið sbr. umsögn skipulagsfultlrúa dags. 22. júní 2018.

32.18 Malarhöfði 6, (fsp) stækkun húss
Á embættisafgreiðslufundi skipulagsfulltrúa 8. júní 2018 var lögð fram fyrirspurn Kristjáns Ásgeirssonar dags. 30. maí 2018 ásamt bréfi dags. 30. maí 2018 varðandi stækkun hússins á lóð nr. 6 við Malarhöfða, samkvæmt uppdr. ALARK arkitekta ehf. dags. 30. maí 2018. Fyrirspurninni var vísað til umsagnar verkefnisstjóra og er nú lögð fram að nýju ásamt umsögn skipulagsfulltrúa dags. 21. júní 2018.

Ekki eru gerðar athugasemdir við að umsækjandi láti vinna tillögu að breytingu á deiliskipulagi í samræmi við erindið, á eigin kostnað, sbr. umsögn skipulagsfulltrúa dags. 21. júní 2018.

33.18 Sporðagrunn 7, (fsp) stækka svalir
Lögð fram fyrirspurn Friðriks Ásgeirs Daníelssonar mótt. 19. júní 2018 um að stækk svalir 1. og 2. hæðar hússins á lóð nr. 7 við Sporðagrunn, samkvæmt skissu. Einnig er lögð fram umsögn skipulagsfulltrúa dags. 21. júní 2018.

Umsögn skipulagsfulltrúa dags. 21. júní 2018 samþykkt.

34.18 Þorragata 10-20, Breyting á innra skipulagi
Lagt fram erindi frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa frá 19. júní 2018 þar sem sótt er um leyfi til að rífa eldri viðbyggingar, breyta innra skipulagi og byggja nýja innganga við flugafgreiðslu á lóð nr. 10-20 við Þorragötu. Einnig er lögð fram umsögn skipulagsfulltrúa dags. 21. júní 2018.
Stærðarbreyting: xx ferm., xx rúmm. Gjald kr. 11.000

Ekki eru gerðar skipulagslegar athugasemdir við erindið sbr. umsögn skipulagsfulltrúa dags. 21. júní 2018.

35.18 Fálkagata 10, breyting á deiliskipulagi
Að lokinni auglýsingu er lögð fram að nýju umsókn Zeppelin ehf. f.h. Landslagna ehf. dags. 12. apríl 2018 varðandi breytingu á deiliskipulagi Fálkagötureita vegna lóðarinnar nr. 10 við Fálkagötu. Í breytingunni felst að fjölga íbúðum um eina með því að byggja þakhæð ofan á húsið ásamt því að setja svalir á húsið, samkvæmt uppdr. Zeppelin ehf. dags. 20. febrúar 2018. Tillagan var auglýst frá 7. maí 2018 til og með 19. júní 2018. Eftirtaldir aðilar sendu athugasemdir: Dögg Mósesdóttir og Daniel Schreiber dags. 4. júní 2018.
Vísað til umsagnar verkefnisstjóra.

36.18 Framnesvegur 38, breyting á deiliskipulagi
Að lokinni auglýsingu er lögð fram að nýju umsókn Ásgeirs Baldurssonar mótt. 13. desember 2017 ásamt greinargerð Alternance slf. dags. 13. desember 2017 varðandi breytingu á deiliskipulagi Sólvallargötureits vegna lóðar nr. 38 við Framnesveg. Í breytingunni felst hækkun á nýtingarhlutfalli, heimilt er að setja þakkvisti á húsið, heimilt er að hafa allt að þrjár íbúðir í húsinu o.fl., samkvæmt uppdr. Alternance slf. dags. 13. apríl 2018. Einnig er lögð fram umsögn Minjastofnunar Íslands dags. 5. apríl 2018. Tillagan var auglýst frá 7. maí 2018 til og með 19. júní 2018. Engar athugasemdir bárust.

Samþykkt með vísan til heimilda um embættisafgreiðslur skipulagsfulltrúa í viðauka við samþykkt um stjórn Reykjavíkurborgar

37.18 Háskólinn í Reykjavík, breyting á deiliskipulagi
Að lokinni auglýsingu er lögð fram að nýju umsókn Hákonar Arnar Arnþórssonar dags. 20. mars 2018 varðandi breytingu á deiliskipulagi Háskólans í Reykjavík. Í breytingunni felst fjölgun íbúða úr 390 í allt að 415, hækkun hæða randbyggðar til vesturs og suðurs um eina hæð að hluta, breytingu á byggingareit randbyggðar til norðurs á reit B til samræmis við reiti A og C, breytingu á byggingareit reitar D, niðurfellingu leikskóla af reit D ásamt breytingu á bílastæðakröfu í samræmi við viðmið aðalskipulags um bílastæði fyrir námsmannaíbúðir og niðurfellingu bílakjallara sem og ákvæða um leiðbeinandi legu sorpgáma., samkvæmt uppdr. Kanon arkitekta ehf. dags. 20. mars 2018. Einnig er lögð fram greinargerð og skilmálar Kanon arkitekta ehf. dags. í mars 2018, minnisblað Kanon arkitekta ehf. dags. 16. mars 2018 og minnisblað EFLU um hljóðvist dags. 20. mars 2018. Tillagan var auglýst frá 7. maí 2018 til og með 19. júní 2018. Engar athugasemdir bárust.
Samþykkt með vísan til heimilda um embættisafgreiðslur skipulagsfulltrúa í viðauka við samþykkt um stjórn Reykjavíkurborgar

38.18 Skerplugata 9, Bílgeymsla
Á embættisafgreiðslufundi skipulagsfulltrúa 8. júní 2018 var lagt fram erindi frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa frá 5. júní 2018 þar sem sótt er um leyfi til að byggja einnar hæðar bílgeymslu á vestur lóðamörkum á lóð nr. 9 við Skerplugötu. Erindinu var vísað til umsagnar verkefnisstjóra og er nú lagt fram að nýju ásamt umsögn skipulagsfulltrúa dags. 22. júní 2018
Stærðir mhl.02: 38,8 ferm., 118,0 rúmm. Gjald kr. 11.000

Ekki eru gerðar skipulagslegar athugasemdir við erindið sbr. umsögn skipulagsfulltrúa dags. 22. júní 2018.

39.18 Skógarhlíð 22, Þóroddsstaðir, breyting á deiliskipulagi
Að lokinni auglýsingu er lögð fram að nýju umsókn Hornsteina arkitekta ehf. mótt. 1. desember 2016 varðandi breytingu á deiliskipulagi Skógarhlíðar vegna lóðarinnar nr. 22 við Skógarhlíð. Í breytingunni felst að að skilgreina notkun lóðarinnar undir íbúðabyggð og heimila uppbyggingu húsnæðis sem tekur mið af formgerð Þóroddsstaða. Heimilt verði að byggja allt að 18 íbúðir á lóðinni, að hámarki 6 íbúðir í núverandi húsi (Þóroddsstöðum) og að hámarki 12 íbúðir í nýbyggingunni, samkvæmt deiliskipulags- og skýringaruppdr. Hornsteina arkitekta ehf. dags. janúar 2018. Einnig er lögð fram drög að greinargerð, ódags., umsögn Borgarsögusafns Reykjavíkur dags. 28. mars 2017 og umsögn Minjastofnunar Íslands dags. 8. maí 2017. Tillagan var auglýst frá 26. mars 2018 til og með 7. maí 2018. Eftirtaldir aðilar sendu athugasemdir: Anna Úrsúla dags. 26. mars 2018, undirskriftarlisti 12 aðila dags. 7. maí 2018 og Veitur dags. 7. maí 2018. Einnig er lagt fram bréf Karim Askari forstjóra stofnunar múslima á Íslandi dags. 6. apríl 2018. Erindinu var vísað til umsagnar verkefnistjóra á embættisafgreiðslufundi skipulagsfulltrúa 11. maí 2018 og er nú lagt fram að nýju.
Vísað til Skipulags- og samgönguráðs.

40.18 Skólavörðustígur 25, Leyfi til að hætta við séríbúð. Ris verður hluti af 0201
Á embættisafgreiðslufundi skipulagsfulltrúa 8. júní 2018 var lagt fram erindi frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa frá 29. maí 2018 þar sem sótt er um breytingu á erindi BN051427 sem felst í því að hætt er við að framlengja aðalstiga upp á rishæð og gera þar sér íbúð ásamt því að gera skrifstofur í rýmum 0101, 0201 og 0301 í húsi á lóð nr. 25 við Skólavörðustíg. Erindinu var vísað til umsagnar verkefnisstjóra og er nú lagt fram að nýju ásamt umsögn skipulagsfulltrúa dags. 22. júní. 2018.
Gjald kr. 11.000

Ekki eru gerðar skipulagslegar athugasemdir við erindið sbr. umsögn skipulagsfulltrúa dags. 22. júní 2018.

41.18 Dyngjuvegur 6, Stækkun út í garð, m. hurð ásamt innanhússbreytingum
Á embættisafgreiðslufundi skipulagsfulltrúa 8. júní 2018 var lagt fram erindi frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa frá 5. júní 2018 þar sem sem sótt er um leyfi til að gera viðbyggingu undir svölum, breyta geymslu í herbergi í kjallara, síkka glugga og gera hurð út í garð og tröppur frá svölum niður í garð, glerja við útmörk svala og hurð út í garð auk þess sem sótt er um áður gerðar innri breytingar í kjallara í húsi á lóð nr. 6 við Dyngjuveg. Erindinu var vísað til umsagnar verkefnisstjóra og er nú lagt fram að nýju.
Umsögn burðarvirkishönnuðar dags. 18. maí 2018. Stækkun : 16,7 ferm., 46,7rúmm. Gjald kr. 11.000

Samþykkt að grenndarkynna framlagða tillögu fyrir hagsmunaaðilum að Dyngjuvegi 8 og Laugarásvegi 57.
Vakin er athygli á að erindið verður ekki grenndarkynnt fyrr en greitt hefur verið í samræmi við gr. 7.6 í gjaldskrá vegna kostnaðar við skipulagsvinnu og útgáfu framkvæmdaleyfis í Reykjavíkurborg nr. 1193/2016.


42.18 Rauðagerði 27, breyting á deiliskipulagi
Á embættisafgreiðslufundi skipulagsfulltrúa 18. maí 2018 var lögð fram umsókn Ólafs Óskars Axelssonar f.h. Félags íslenskra hljómlistarm. dags. 24. janúar 2018 varðandi breytingu á deiliskipulagi fyrir lóðina nr. 27 við Rauðagerði. Í breytingunni felst að gera nýjan byggingarreit fyrir tvær færanlegar kennslustofur norðaustanmegin við tónleikasal, við lóðarmörk, samkvæmt uppdr. VA arkitekta ehf. dags. 24. janúar 2018. Erindinu var frestað, umsækjandi hafi samband við embættið, og er nú lagt fram að nýju.

Samþykkt að grenndarkynna framlagða tillögu fyrir hagsmunaaðilum að Rauðagerði 29 og 33.
Vakin er athygli á að erindið fellur undir gr. 7.6 í gjaldskrá vegna kostnaðar við skipulagsvinnu og útgáfu framkvæmdaleyfis í Reykjavíkurborg nr. 1193/2016.


43.18 Skipasund 43, Bílskúr
Á embættisafgreiðslufundi skipulagsfulltrúa 8. júní 2018 var lagt fram erindi frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa frá 5. júní 2018 þar sem sótt er um leyfi til að byggja bílskúr úr steinsteypu og timbri á lóð nr. 43 við Skipasund. Erindinu var vísað til umsagnar verkefnisstjóra og er nú lagt fram að nýju.
Stærð: 40.5 ferm., XX rúmm. Gjald kr. 11.000

Samþykkt að grenndarkynna framlagða tillögu fyrir hagsmunaaðilum að Skipasundi 41 og 45.
Samþykkt er að falla frá grenndarkynningu þar sem fyrir liggur samþykki þeirra aðila sem grenndarkynna skal fyrir.


44.18 Rauðagerði við Milklubraut, breyting á deiliskipulagi
Lögð fram tillaga umhverfis- og skipulagssviðs dags. 22. júní 2018 varðandi breytingu á mörkum deiliskipulags vegna nýrra lóðarmarka Tónlistarskóla FHÍ að Rauðagerði 27 samkv. uppdrætti Landmótunar dags. 19. júní 2018.

Samþykkt að grenndarkynna framlagða tillögu fyrir hagsmunaaðilum að Rauðagerði 29 og 33.