Bauganes 19A,
Kennaraháskóli Íslands, reitur 1.254,
Rauðagerði 27,
Skipasund 13,
Sörlaskjól 66,
Ármúli 9,
Borgartún 8-16A,
Borgartún 8-16A,
Blönduhlíð 28-30,
Drápuhlíð 9,
Garðsstaðir 2-10, nr. 6,
Kirkjustétt 2-6,
Skipholt 1,
Skúlagata 28,
Úthlíð 7,
Vesturlandsvegur-Hallar,
Faxafen 12,
Hestháls 14,
Hólmsheiðarvegur 151,
Kjalarnes, Skrauthólar 4,
Lambhagavegur 23,
Suðurlandsvegur, Lyngbrekka,
Trilluvogur 1,
Viðarhöfði 3,
Samþykkt um skilti í lögsögu Reykjavíkur,
Reykjavíkurflugvöllur, Flugstjórnarmiðstöð,
Stigahlíð 45-47,
Barónsstígur 47,
Freyjugata 24,
Grandagarður 14,
Hverfisgata 105,
Lágmúli 5,
Lindarvað 2-14 og Krókavað 1-11,
Rangársel 2-8,
Sporhamrar 3,
Austurhöfn og Hafnartorg,
Bykoreitur, reitur 1.138,
Langagerði 24,
Mýrargata 27 og 29, Seljavegur 1A og 1B,
Skriðustekkur 17-23,
Suðurgata 29,
Njarðargata 25 og Urðarstígur 15,
Áland 1,
Bergstaðastræti 45,
Brautarholt 8,
Grensásvegur 8-10,
Njálsgata 67,
Blesugróf 30, 32 og 34,
Efstasund 80,
Einholt-Þverholt,
Hvassaleiti 53-59, nr. 59,
Hverfisgata 75,
Langholtsvegur 177-179,
Logaland 1-27 2-40,
Skipasund 70,
Þrastargata 1-11, nr. 7b,
Vatnagarðar 38,
Aðalskipulag Reykjavíkur 2010-2030, iðnaður og önnur landfrek starfs,
Aðalskipulag Reykjavíkur 2010-2030, Laugavegur-Skipholt, reitur 25,
Svæðisskipulag höfuðborgarsvæðisins 2040,
Embættisafgreiðslufundur skipulagsstjóra Reykjavíkur samkvæmt viðauka 2.4 við samþykkt um stjórn Reykjavíkurborgar.
675. fundur 2018
Ár 2018, föstudaginn 6. apríl kl. 09:07, hélt skipulagsfulltrúi Reykjavíkur 675. embættisafgreiðslufund sinn til afgreiðslu mála án staðfestingar umhverfis- skipulagsráðs. Fundurinn var haldinn á skrifstofu skipulagsfulltrúa Borgartúni 12 - 14, 2. hæð, Stardalur.
Fundinn sátu: Björn Axelsson, Ágústa Sveinbjörnsdóttir og Marta Grettisdóttir.
Eftirtaldir embættismenn kynntu mál á fundinum: Lilja Grétarsdóttir, Björn Ingi Edvardsson, Jón Kjartan Ágústsson, Dagný Harðardóttir, Ingvar Jón Bates Gíslason og Borghildur Sölvey Sturludóttir.
Ritari var Erna Hrönn Geirsdóttir.
Þetta gerðist:
1.18 Bauganes 19A, breyting á deiliskipulagi
Að lokinni grenndarkynningu er lögð fram að nýju umsókn Ólafs Óskars Axelssonar mótt. 14. desember 2017 varðandi breytingu á deiliskipulagi Einarsness vegna lóðar nr. 19A við Bauganes. Í breytingunni felst lítilsháttar breyting á byggingarreit, hækkun á nýtingarhlutfalli úr 0.50 í 0.52 og breytingu á leyfilegri hámarkshæð úr 7.2 í 7.5, samkvæmt uppdr. VA arkitekta ehf. dags. 14. desember 2017. Tillagan var grenndarkynnt frá 15. febrúar til og með 15. mars 2018. Eftirtaldir aðilar sendu athugasemdir: Álfrún G. Guðrúnardóttir, Kjartan Ólafsson, Ástríður Helga Ingólfsdóttir, Kristján Valsson, Þórdís Katrín Þorsteinsdóttir og Ásgeir Thoroddsen dags. 14. mars 2018.
Vísað til umsagnar verkefnisstjóra.
2.18 Kennaraháskóli Íslands, reitur 1.254, (fsp) breyting á þakhalla, bílgeymslu og svölum
Á embættisafgreiðslufundi skipulagsfulltrúa 16. mars 2018 var lögð fram fyrirspurn Sigurðar Hallgrímssonar dags. 8. mars 2018 um stækkun svala fyrir utan húslínu úr 100 cm. í 160 cm., falla frá kröfu um hallandi vegg beggja megin á hæstu húsunum og hækka gólf í kjallara og þar af leiðandi hækka yfirborð í inngarði sem því nemur, samkvæmt tillögu Arkþings ehf. 8. mars 2018. Fyrirspurninni var vísað til umsagnar verkefnisstjóra og er nú lögð fram að nýju.
Vísað til umhverfis- og skipulagsráðs.
3.18 Rauðagerði 27, breyting á deiliskipulagi
Lögð fram umsókn Ólafs Óskars Axelssonar f.h. Félags íslenskra hljómlistarm. dags. 24. janúar 2018 varðandi breytingu á deiliskipulagi fyrir lóðina nr. 27 við Rauðagerði. Í breytingunni felst að gera nýjan byggingarreit fyrir tvær færanlegar kennslustofur norðaustanmegin við tónleikasal, við lóðarmörk, samkvæmt uppdr. VA arkitekta ehf. dags. 24. janúar 2018.
Vísað til meðferðar hjá verkefnisstjóra.
Vakin er athygli á að erindið fellur undir gjaldskrá vegna kostnaðar við skipulagsvinnu og útgáfu framkvæmdaleyfis
4.18 Skipasund 13, (fsp) svalir
Lögð fram fyrirspurn Stáss Design ehf. dags. 14. mars 2018 um að setja svalir á húsið á lóð nr. 13 við Skipasund út frá eldhúsi og tröppur niður í bakgarð, samkvæmt uppdr. Stáss Desing ehf. dags. 8. mars 2018.
Vísað til umsagnar verkefnisstjóra.
5.18 Sörlaskjól 66, Nýr bílskúr,viðbygging ofl.
Að lokinni grenndarkynningu er lagt fram að nýju erindi frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa frá 13. febrúar 2018 þar sem sótt er um leyfi til að byggja tveggja hæða viðbyggingu sem hýsa mun bílgeymslu og íverurými, fjarlægja álklæðningu utanhúss á kjallara og 1. hæð í húsi á lóð nr. 66 við Sörlaskjól. Tillagan var grenndarkynnt frá 2. mars 2018 til og með 30. mars 2018. Eftirtaldir aðilar sendu athugasemdir: Halldór Bachmann og Hanna Guðbjörg Birgisdóttir dags. 23. febrúar 2018, Ellen Dröfn Gunnarsdóttir, Margrét Hermanns Auðardóttir og Vésteinn Ingibergsson dags 30. mars 2018 og Ingibjörg Hilmarsdóttir dags. 3. apríl 2018.
Lögð er fram umsögn skipulagsfulltrúa dags. 26.10.2017 við fyrirspurn SN170727. Stækkun: 46,3 ferm., 165,2 rúmm. Gjald kr. 11.000
Vísað til umsagnar verkefnisstjóra.
6.18 Ármúli 9, (fsp) breyting á notkun bílgeymsluhúss
Lögð fram fyrirspurn Yrki arkitekta ehf. dags. 20. mars 2018 um að breyta notkun bílgeymsluhúss á lóð nr. 9 við Ármúla í mynd- og hljóðver fyrir sjónvarpsstöð.
Vísað til umsagnar verkefnisstjóra.
7.18 Borgartún 8-16A, Íbúðagisting fl. 2
Á embættisafgreiðslufundi skipulagsfulltrúa 23. mars 2018 var lagt fram erindi frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa frá 20. mars 2018 þar sem sótt er um leyfi til að breyta skilgreiningu á íbúðum á 1. - 8. hæð, 38 íbúðir, sem gististað í flokki II, teg. íbúð, í fjölbýlishúsi á lóð nr. 8-16A við Borgartún. Erindinu var vísað til umsagnar verkefnisstjóra og er nú lagt fram að nýju.
Gjald kr. 11.000
Vísað til umhverfis- og skipulagsráðs.
8.18 Borgartún 8-16A, (fsp) leyfilegt byggingarmagn á lóð
Á embættisafgreiðslufundi skipulagsfulltrúa 23. mars 2018 var lögð fram fyrirspurn PKdM Arkitekta ehf. dags. 16. febrúar 2018 ásamt bréfi dags. 1. febrúar 2018 varðandi forsendur deiliskipulags fyrir leyfðu byggingarmagni á lóðinni nr. 8-16A við Borgartún. Fyrirspurninni var vísað til umsagnar verkefnisstjóra og er nú lögð fram að nýju. ásamt umsögn skipulagsfulltrúa dags. 6. apríl 2018.
Umsögn skipulagsfulltrúa dags. 6. apríl 2018 samþykkt.
9.18 62">Blönduhlíð 28-30, 30 - Bíla- og hjólageymsla
Lagt fram erindi frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa frá 27. mars 2018 þar sem sótt er um leyfi til að byggja staðsteypta hjóla- og bílageymslu ásamt því að steypa 30 cm háan stoðvegg meðfram lóðarmörkum að götu við hús á lóð nr. 30 við Blönduhlíð.
Erindi fylgir bréf umsækjanda dags. 5. mars 2018, samþykki lóðarhafa Blönduhlíðar 28 ódagsett og umsögn SRU dags. 22. mars 2018. Stærð: xx ferm., xx rúmm. Gjald kr. 11.000
Samþykkt að grenndarkynna framlagða tillögu fyrir hagsmunaaðilum að Blönduhlíð 26 og 35 og Hamrahlíð 13 og 17.
Byggingarleyfisumsókn verður grenndarkynnt þegar umsækjandi hefur greitt fyrir grenndarkynningu sbr. 8.1. gr. í gjaldskrá vegna kostnaðar við skipulagsvinnu og útgáfu framkvæmdaleyfis í Reykjavíkurborg nr. 1193/2016.
10.18 Drápuhlíð 9, Bílskúr
Lagt fram erindi frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa frá 27. mars 2018 þar sem sótt er um leyfi til að byggja bílskúr við fjölbýlishús á lóð nr. 9 við Drápuhlíð.
Erindi fylgir samþykki meðeigenda áritað á uppdrátt. Stærð: 32,2 ferm., 99,3 rúmm. Gjald kr. 11.000
Samþykkt að grenndarkynna framlagða tillögu fyrir hagsmunaaðilum að Drápuhlíð 7, 8, 10, 11 og 12 og Mávahlíð 8, 10 og 12.
Byggingarleyfisumsókn verður grenndarkynnt þegar umsækjandi hefur greitt fyrir grenndarkynningu sbr. 8.1. gr. í gjaldskrá vegna kostnaðar við skipulagsvinnu og útgáfu framkvæmdaleyfis í Reykjavíkurborg nr. 1193/2016.
11.18 Garðsstaðir 2-10, nr. 6, (fsp) garðsskáli
Á embættisafgreiðslufundi skipulagsfulltrúa 23. mars 2018 var lögð fram fyrispurn Hildar Jónsdóttur og Sigmundar Karls Ríkarðssonar dags. 12. mars 2018 um að setja garðskála við sunnanvert húsið nr. 6 á lóð nr. 2-10 við Garðsstaði og þakglugga yfir eldhús, samkvæmt skissu ódags. Fyrirspurninni var vísað til umsagnar verkefnisstjóra og er nú lögð fram að nýju ásamt umsögn skipulagsfulltrúa dags. 6.apríl 2018.
Umsögn skipulagsfulltrúa dags. 6. apríl 2018 samþykkt.
12.18 Kirkjustétt 2-6, breyting á deiliskipulagi
Að lokinni auglýsingu er lögð fram að nýju umsókn M fasteigna ehf., mótt. 20. júlí 2017, varðandi breytingu á deiliskipulagi fyrir lóðina 2-6 við Kirkjustétt. Í breytingunni felst að upphaflegum byggingarreit er skipt í þrjú hús sem geta orðið 1 - 3 hæðir. Hluti bygginga innan reitsins geta því orðið allt að 3 hæðir í stað 2 áður. Bætt er við heimild til að gera íbúðir á 2. - 3. hæð húsa 1 og 2. Einnig er skilmálum um bílastæði breytt og bætt við skilmálum um frágang lóðar, samkvæmt uppdr. VA arkitekta ehf., dags. 20. júlí 2017, br. 30. ágúst 2017 og skýringaruppdrátt dags. 10. nóvember 2017. Einnig er lagt fram samþykki eigenda, mótt. 20. júlí 2017. Tillagan var auglýst frá 5. desember 2017 til og með 19. janúar 2018. Engar athugasemdir bárust. Einnig er lagt fram bréf Skipulagsstofnunar dags. 7. febrúar 2018. Tillagan var endurauglýst frá 20. febrúar 2018 til og með 3. apríl 2018. Eftirtaldir aðilar sendu athugasemdir: Ingi Jóhannes Erlingsson dags. 3. mars 2018 og Magnús Birgisson dags. 3. apríl 2018.
Vísað til umsagnar verkefnisstjóra.
13.18 Skipholt 1, Endurbygging og stækkun núverandi húss
Á embættisafgreiðslufundi skipulagsfulltrúa 16. mars 2018 var lagt fram erindi frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa frá 13. mars 2018 þar sem sótt er um leyfi til að byggja 4. hæð ofaná og 5. hæð yfir hluta húss, sameina í einn matshluta og innrétta gististað í flokki IV, teg. hótel, með 78 herbergjum fyrir 156 gesti, byggja flóttastiga á austasta hluta lóðar, innrétta verslunarrými á 1. hæð austan undirgangs og veitingastað í vesturhluta 1. hæðar verslunar- og skrifstofuhúss á lóð nr. 1 við Skipholt. Erindinu var vísað til umsagnar verkefnisstjóra og er nú lagt fram að nýju ásamt umsögn skipulagsfulltrúa dags. 23. mars 2018. EInnig lagðar fram breyttar teikningar frá Arkís, dags. 5. 4 2018 og umsögn skipulagsfulltrúa dags. 6. apríl 2018.
Erindi fylgir greinargerð um bílastæði dags. 6. mars 2018, greinargerð um burðarvirki frá Lotu ódagsett, samþykki lóðarhafa aðliggjandi lóðar v/staðsetningar flóttastiga dags. 4. og 5. mars 2018 og greinargerð hönnuðar um breytingar frá fyrra erindi dags. 6. mars 2018.
Jafnframt er erindi BN051113 fellt úr gildi. Gjald kr. 11.000
Samþykkt að grenndarkynna framlagða tillögu fyrir hagsmunaaðilum að Skipholti 3 vegna færslu á brunastiga og liggur samþykki þeirrar fyrir tilfærslunni og fellur því erindið undir 3. mgr. 44. gr. skipulagslaga.
Samþykkt með vísan til viðauka um embættisafgreiðslur skipulagsfulltrúa við samþykkt um stjórn Reykjavíkurborgar.
Vísað til fullnaðarafgreiðslu byggingarfulltrúa.
14.18 Skúlagata 28, breyting á deiliskipulagi
Lögð fram umsókn Magnúsar Jenssonar f.h. S28 ehf. dags. 21. mars 2018 varðandi breytingu á deiliskipulagi Barónsreits vegna lóðarinnar nr. 28 við Skúlagötu. Í breytingunni felst m.a. ýmsar breytingar á byggingarreitum m.a. er 6. hæðin stækkuð til suðurs, bætt við byggingarreit fyrir glerskála í inngarð og byggingarreitur til vesturs minnkaður. Einnig er breytt heimild til nýtingar kjallararýma úr bílageymslu í fjölþættari notkun, samkvæmt uppdr. Magnúsar Jenssonar dags. 18. mars 2018.
Vísað til meðferðar hjá verkefnisstjóra.
Vakin er athygli á að erindið fellur undir gjaldskrá vegna kostnaðar við skipulagsvinnu og útgáfu framkvæmdaleyfis.
15.18 Úthlíð 7, (fsp) hækkun á þaki, fjölgun íbúða o.fl.
Lögð fram fyrirspurn Ask Arkitekta ehf. dags. 4. apríl 2018 ásamt greinargerð dags. 4. apríl 2018 um að hækka þak hússins á lóð nr. 7 við Úthlíð, setja kvisti og svalir á þakið og útbúa sér íbúð í risi ásamt því að setja svalir yfir inngang íbúða á 1. og 2. hæð, samkvæmt uppdr. ASK Arkitekta ehf. dags. 2. apríl 2018.
Vísað til umsagnar verkefnisstjóra.
16.18 Vesturlandsvegur-Hallar, breytingu á skilmálum deiliskipulags
Að lokinni grenndarkynningu er lögð fram að nýju tillaga umhverfis- og skipulagssviðs dags 16. febrúar 2018 að breytingu á skilmálum deiliskipulags Vesturlandsvegar-Hallar. Í breytingunni felst að endurskoða/breyta bílastæðaskilmálum fyrir svæðið. tillagnar var grenndarkynnt frá 22.lebrúar 2018 til og með 22.mars 2018. Eftirtaldir aðilar sendu athugasemdir: Ólafur Páll Snorrason fh. H 38 ehf. dags. 13. mars 2018.
Vísað til umsagnar verkefnisstjóra.
17.18 Faxafen 12, fjölgun ökutækja
Lagt fram bréf Samgöngustofu dags. 27. mars 2018 þar sem óskað er eftir umsögn um fjölgun á ökutækjum ökutækjaleigu að Faxafeni 12 úr 4 í 20. Einnig lögð fram umsögn skipulagsfulltrúa dags. 6. apríl 2018.
Umsögn skipulagsfulltrúa dags. 6. apríl 2018 samþykkt.
18.18 Hestháls 14, Hleðslugámur og spennistöð.
Lagt fram erindi frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa frá 27. mars 2018 þar sem sótt er um leyfi til að setja upp hleðslugám og spennistöð til að hlaða nýja strætóbíla á lóð nr. 14 við Hestháls.
Stærð: xx ferm., xx rúmm.
Gjald kr. 11.000
Ekki eru gerðar skipulagslegar athugasemdir við erindið.
19.18 Hólmsheiðarvegur 151, breyting á deiliskipulagi
Að lokinni auglýsingu er lögð fram að nýju umsókn VA arkitekta ehf. mótt. 31. október 2017 varðandi breytingu á deiliskipulagi á lóð Landsnets á Hólmsheiði, Hólmsheiðarvegur 151. Í breytingunni felst að afmarkaður er nýr byggingarreitur fyrir geymsluhúsnæði sunnarlega á lóðinni, heimilt verði að girða bygginguna af með tveggja metra hárri girðingu og bílastæði verða færð til og þeim komið fyrir norðar á lóðinni, samkvæmt uppdr. VA arkitekta ehf. dags. 30. október 2017. Tillagan var auglýst frá 5. desember 2017 til og með 19. janúar 2018. Engar athugasemdir bárust. Einnig er lagt fram bréf Skipulagsstofununar dags. 7. febrúar 2018. Tillagan var endurauglýst frá 20. febrúar 2018 til og með 3. apríl 2018. Engar athugasemdir bárust.
Samþykkt með vísan til heimilda um embættisafgreiðslur skipulagsfulltrúa í viðauka við samþykkt um stjórn Reykjavíkurborgar
20.18 Kjalarnes, Skrauthólar 4, (fsp) breyting á notkun
Lögð fram fyrirspurn H-O-H sf. mótt. 6. mars 2018 um breytingu á notkun rýmis merkt 01 0101 úr fjósi í viðburðarstað.
Vísað til umsagnar verkefnisstjóra.
21.18 Lambhagavegur 23, Starfsmannahús - mhl. 04
Á embættisafgreiðslufundi skipulagsfulltrúa 23. mars 2018 var lagt fram erindi frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa frá 20. mars 2018 þar sem sótt er um leyfi til að reisa 9 íbúða starfsmannahús á lóð nr. 23 við Lambhagaveg. Erindinu var vísað til umsagnar verkefnisstjóra og er nú lagt fram að nýju ásamt umsögn skipulagsfulltrúa dags. 4. apríl 2018.
Stærðir: 364,7 ferm., 1.387,2 rúmm. Gjald kr. 11.000
Neikvætt, með vísan til umsagnar skipulagsfulltrúa dags. 4. apríl 2018.
Gera þarf breytingu á deiliskipulagi.
22.18 Suðurlandsvegur, Lyngbrekka, (fsp) uppbygging á lóð
Lögð fram fyrirspurn Orra Steinarssonar dags. 23. mars 2018 varðandi þróunarmöguleika/uppbyggingu á lóðinni Lyngbrekka við Suðurlandsveg, samkvæmt tillögu Jvantspijker dags. 23. mars 2018.
Vísað til umsagnar verkefnisstjóra.
23.18 Trilluvogur 1, Fjölbýlishús og raðhús
Á embættisafgreiðslufundi skipulagsfulltrúa 23. mars 2018 var lagt fram erindi frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa frá 20. mars 2018 þar sem sótt erum leyfi til að byggja þriggja til fimm hæða fjölbýlishús með 41 íbúð, þriggja hæða raðhús með 5 íbúðum og bílgeymslu sem er að hluta niðurgrafin með 42 stæðum á lóð nr. 1 við Trilluvog. Erindinu var vísað til umsagnar verkefnisstjóra og er nú lagt fram að nýju.Erindi fylgir brunahönnun dags. 13. mars 2018 og hljóðvistarskýrsla dags. 6. mars. 2018 og bréf Vogabyggðar dags. 15. mars 2018. Stærð, A-rými: 5.332,2 ferm., 19.145,3rúmm. B-rými: 1.460,4 ferm., 5.210,4 rúmm. Gjald kr. 11.000
Ekki eru gerðar skipulagslegar athugasemdir við erindið.
24.18 Viðarhöfði 3, (fsp) stækkun húss
Lögð fram fyrirspurn Grábergs ehf. mótt. 14. mars 2018 varðandi stækkun hússins á lóð nr. 3 við Viðarhöfða sem felst í að byggja viðbyggingu á þremur hæðum fyrir skrifstofuhúsnæði, sýningarsal og starfsmannaaðstöðu, samkvæmt uppdr. Teikn arkitektaþjónustu dags. 14. mars 2018.
Vísað til umsagnar verkefnisstjóra.
25.18 Samþykkt um skilti í lögsögu Reykjavíkur,
Kynnt drög starfshóps um samþykkt um skilti í lögsögu Reykjavíkur dags. 6. apríl 2018 ásamt korti. Einnig er lögð fram skýrsla Lisku, dags. í desember 2017.
Vísað til umhverfis- og skipulagsráðs.
26.18 00">Reykjavíkurflugvöllur, Flugstjórnarmiðstöð, (fsp) breyting á deiliskipulagi
Lögð fram fyrirspurn THG Arkitekta ehf. dags. 26. mars 2018 ásamt greinargerð Isavia dags. 20. mars 2018 um breytingu á deiliskipulagi Reykjavíkurflugvallar sem felst í stækkun Flugstjórnarmiðstöðvarinnar og flugturns og koma fyrir neðanjarðar bílakjallara, samkvæmt tillögu THG Arkitekta ehf. dags. 22. desember 2017.
Vísað til umsagnar verkefnisstjóra.
27.18 Stigahlíð 45-47, Ofanábygging
Að lokinni grenndarkynningu er lagt fram að nýju erindi frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa frá 14. nóvember 2017 þar sem sótt er um leyfi til að byggja eina hæð ofan á núverandi hús með 14 íbúðum og sameiginlegu þvottahúsi ásamt því að endurinnrétta 2. hæð fyrir skrifstofur, setja lyftu sem tengir allar hæðir og koma fyrir hjóla- og vagnageymslu í kjallara í húsi á lóð nr. 45-47 við Stigahlíð. Erindi var grenndarkynnt frá 8. febrúar 2018 til og með 8. mars 2018. Eftirtaldir aðilar sendu athugasemdir: Jón Gunnar Jónsson og Fríða Birna Kristinsdóttir dags. 22. febrúar 2018, Mörkin lögmannsstofa hf. f.h. Hannesar Hall dags. 28. febrúar 2018, Óskar Rafnsson dags. 5. mars 2018, Sigríður Þorvaldsdóttir, Árni B. Kvaran, Elín S. Kristinsdóttir og Arndís Lilja Guðmundsdóttir dags. 7. mars 2018, Karl Thoroddsen og Kristín Vala Erlendsdóttir dags. 7. mars 2018, húseigendur að Stigahlíð 37 dags. 8. mars 2018, Heimir Hálfdánarson, Þórdís Þorvaldsdóttir og Elísabet Þorvaldsdóttir dags. 8. mars 2018 og Elín Kjartansdóttir og Jón E. Árnason dags. 12. mars 2018.
Stækkun: A-rými 933,4 ferm., 3.116,3 rúmm. Fylgigögn með erindi eru: Samþykki meðeigenda dags. 19.04.2017. Umsögn skipulagsfulltrúa dags. 04.03.2017. Bréf arkitekts dags. 18.04.2017 og 30.10.2017. Umsögn burðarvirkishönnuðar dags. 18.04.2017. Brunahönnunarskýrsla dags. apríl 2017. Hljóðvistarskýrsla dags. febrúar 2017. Lagður er fram lóðarleigusamningur fyrir bílastæðalóð dags. 01.02.2007. Útskrift úr gerðabók embættisafgreiðslufundar skipulagsfulltrúa frá 7. júlí 2017 fylgir erindinu, ásamt umsögn skipulagsfulltrúa dags. 7. júlí 2017. Gjald kr. 11.000
Vísað til umsagnar verkefnisstjóra.
28.18 Barónsstígur 47, Gistiheimili - 2. hæð
Lagt fram erindi frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa frá 27. mars 2018 þar sem sótt er um leyfi til að breyta innra fyrirkomulagi á hluta 2. hæðar og fjölga gestum um 42 í gististað í flokki IV - tegund b, stærra gistiheimili, á lóð nr. 47 við Barónsstíg. Einnig er lögð fram umsögn skipulagsfulltrúa dags. 4. apríl 2018.
Gjald kr. 11.000
Umsögn skipulagsfulltrúa dags. 4. apríl 2018 samþykkt.
29.18 Freyjugata 24, Svalir - brunamerkingar
Á embættisafgreiðslufundi skipulagsfulltrúa 16. mars 2018 var lagt fram erindi frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa frá 13. mars 2018 þar sem sótt er um leyfi til að stækka svalir á suðvesturhlið, uppfæra brunamerkingar, færa til starfsmannaaðstöðu í kjallara og breyta flokkun gistiheimilis í flokk III, teg. b í húsi á lóð nr. 24 við Freyjugötu. Erindinu var vísað til umsagnar verkefnisstjóra og er nú lagt fram að nýju ásamt umsögn skipulagsfulltrúa dags. 4. apríl 2018.
Útskrift úr gerðabók embættisafgreiðslufundar skipulagsfulltrúa frá 15. desember 2017 fylgir erindinu, ásamt umsögn skipulagsfulltrúa dags. 11. desember 2017. Einnig bréf hönnuðar með skýringum dags. 6. mars 2018 og minnisblað um brunavarnir dags. 7. febrúar 2018. Gjald kr. 11.000
Neikvætt, með vísan til umsagnar skipulagsfulltrúa dags. 4. apríl 2018.
30.18 Grandagarður 14, Bryggja, gluggar og opnanir
Á embættisafgreiðslufundi skipulagsfulltrúa 2. mars 2018 var lagt fram erindi frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa frá 27. febrúar 2018 þar sem sótt er um leyfi til að byggja bryggju ásamt flotbryggju við suðurhlið, breyta innra fyrirkomulagi og gluggum jarðhæðar og gera veitingastað í flokki lll - tegund ? á 1. hæð í húsi á lóð nr. 14 við Grandagarð. Erindinu var vísað til umsagnar verkefnisstjóra og er nú lagt fram að nýju ásamt umsögn skipulagsfulltrúa dags. 3. apríl 2018.
Meðfylgjandi er umsögn Minjastofnunar Íslands dags. 16. febrúar 2018.
Gjald kr. 11.000
Ekki eru gerðar skipulagslegar athugasemdir við erindið, sbr. umsögn skipulagsfulltrúa dags. 3. apríl 2018.
31.18 Hverfisgata 105, (fsp) breyting á notkun
Lögð fram fyrirspurn Kolbeins Karls Kristinssonar dags. 26. janúar 2018 varðandi breytingu á notkun íbúðar á 2. hæð hússins á lóð nr. 105 við Hverfisgötu úr vinnustofu í íbúð eða gististað.
Vísað til umsagnar verkefnisstjóra.
32.18 Lágmúli 5, (fsp) breyta rými í húsinu í tvær íbúðir til útleigu
Á embættisafgreiðslufundi skipulagsfulltrúa 9. mars 2018 var lögð fram fyrirspurn Ólafs Þórs Ólasonar dags. 6. mars 2018 um að breyta rými í húsinu á lóð nr. 5 við Lágmúla í tvær íbúðir til útleigu (gististaður). Fyrirspurninni var vísað til umsagnar verkefnisstjóra og er nú lögð fram að nýju ásamt umsögn skipulagsfulltrúa dags. 4. apríl 2018.
Ekki eru gerðar skipulagslegar athugasemdir við erindið, sbr. umsögn skipulagsfulltrúa dags. 4. apríl 2018.
33.18 Lindarvað 2-14 og Krókavað 1-11, breyting á deiliskipulagi
Lögð fram umsókn Rúnars Marínós Ragnarssonar dags. 25.mars 2018 varðandi breytingu á deiliskipulagi Norðlingaholts vegna lóðanna nr. 2-14 við Lindarvað og 1-11 við Krókháls. Í breytingunni felst að stækka byggingarreit við gafl húsanna nr. 2 við Lindarvað og 1 við Krókavað svo hægt verði að byggja bílskúr, samkvæmt uppdr. Sturlu Þórs Jónssonar dags. 14. febrúar 2018.
Frestað. Umsækjandi hafi samband við embætti skipulagsfulltrúa.
34.18 Rangársel 2-8, (fsp) breyting á notkun
Lögð fram fyrirspurn Hallgríms Þ. Gunnþórssonar mótt. 16. mars 2018 um að breyta notkun neðri hæðar hússins nr. 8 á lóð nr. 2-8 við Rangársel úr verslun í ungbarnaleikskóla.
Vísað til umsagnar verkefnisstjóra.
35.18 Sporhamrar 3, Reyndarteikningar
Á embættisafgreiðslufundi skipulagsfulltrúa 2. mars 2018 var lagt fram erindi frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa frá 27. febrúar 2018 þar sem sótt er um leyfi fyrir breyttri notkun þar sem innréttaður hefur verið samkomusalur og brunavarnir uppfærðar í húsi á lóð nr. 3 við Sporhamra. Erindinu var vísað til umsagnar verkefnisstjóra og er nú lagt fram að nýju ásamt umsögn skipulagsfulltrúa dags. 5. apríl 2018.
Gjald kr. 11.000
Umsögn skipulagsfulltrúa dags. 5. apríl 2018 samþykkt.
36.18 Austurhöfn og Hafnartorg, skipulag og uppbygging
Lagt fram bréf Regins fasteignafélags dags. 26. mars 2018 varðandi skipulag og uppbyggingu við Hafnartorg og Austurhöfn. Einnig er lögð fram kynning Regins ódags.
Vísað til umsagnar deildarstjóra aðalskipulags og verkefnastjóra.
37.18 Bykoreitur, reitur 1.138, (fsp) breyting á aðal- og deiliskipulagi
Lögð fram fyrirspurn Plúsarkitekta ehf. dags. 19. mars 2018 ásamt bréfi dags. 19. mars 2018 um breyting á aðal- og deiliskipulagi reits 1.138, Bykoreits, sem felst í fjölgun íbúða á reitnum.
Vísað til umsagnar deildarstjóra aðalskipulags og verkefnastjóra.
38.18 Langagerði 24, Bílskúr
Lagt fram erindi frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa frá 13. mars 2018 þar sem sótt er um leyfi til að byggja staðsteyptan, stakstæðan bílskúr á lóð nr. 24 við Langagerði. Erindinu var vísað til umsagnar verkefnisstjóra og er nú lagt fram að nýju.
Umsögn skipulagsfulltrúa dags. 2. febrúar 2017 fylgir erindi. Stærð bílskúr er: 31,5 ferm., 99,2 rúmm. Gjald kr. 11.000
Samþykkt að grenndarkynna framlagða tillögu fyrir hagsmunaaðilum að Langagerði 2, 4, 6, 22, 26, 28, 30 og 34
Byggingarleyfisumsókn verður grenndarkynnt þegar umsækjandi hefur greitt fyrir grenndarkynningu sbr. 8.1. gr. í gjaldskrá vegna kostnaðar við skipulagsvinnu og útgáfu framkvæmdaleyfis í Reykjavíkurborg nr. 1193/2016.
39.18 Mýrargata 27 og 29, Seljavegur 1A og 1B, breyting á deiliskipulagi
Á embættisafgreiðslufundi skipulagsfulltrúa 16. mars 2018 var lögð fram umsókn Hermanns Georgs Gunnlaugssonar f.h. Arwen Holdings dags. 27. febrúar 2018 ásamt greinargerð dags. 26. febrúar 2018 varðandi breytingu á deiliskipulagi Nýlendureits vegna lóðanna nr. 27 og 29 við Mýrargötu og 1A og 1B við Seljaveg. Í breytingunni felst fjölgun íbúða þannig að heimilt verði að vera með tvær íbúðir á hverri lóð í stað einnar, samkvæmt uppdr. Teiknistofunnar Storð ehf. dags. 26. febrúar 2018. Erindinu var vísað til meðferðar verkefnisstjóra og er nú lagt fram að nýju.
Vísað til umhverfis- og skipulagsráðs.
Komi til auglýsingar á breytingu deiliskipulagi, þarf umsækjandi áður að greiða skv. 7.5. gr. gjaldskrá vegna kostnaðar við skipulagsvinnu nr. 1193/2016.
40.18 Skriðustekkur 17-23, breyting á deiliskipulagi
Á embættisafgreiðslufundi skipulagsfulltrúa 9. mars 2018 var lögð fram umsókn Helga Mars Hallgrímssonar dags. 28. febrúar 2018 varðandi breytingu á deiliskipulagi Breiðholts 1 vegna lóðarinnar nr. 17-23. Í breytingunni felst að gerðir eru nýjir byggingarreitir fyrir viðbyggingar við húsið, sunnan- og austanmegin, samkvæmt uppdr. Arkþings ehf. dags. 28. febrúar 2018. Erindinu var vísað til meðferðar hjá verkefnisstjóra og er nú lagt fram að nýju.
Vísað til umhverfis- og skipulagsráðs.
Komi til auglýsingar á breytingu deiliskipulagi, þarf umsækjandi áður að greiða skv. 7.5. gr. gjaldskrá vegna kostnaðar við skipulagsvinnu nr. 1193/2016.
41.18 Suðurgata 29, Stækka viðbyggingu
Að lokinni grenndarkynningu er lagt fram að nýju erindi frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa frá 30. janúar 2018 þar sem sótt er um leyfi til að breyta erindi BN047212, um er að ræða stækkun á anddyrisviðbyggingu um 60cm. til norðurs og til að koma fyrir tveimur þakgluggum á vesturhlið einbýlishúss á lóð nr. 29 við Suðurgötu. Einnig er lögð fram umsögn skipulagsfulltrúa dags. 16. febrúar 2018. Erindi var grenndarkynnt frá 1. mars 2018 til og með 29. mars 2018. Engar athugasemdir bárust.
Stækkun: 6,4 ferm., 209,8 rúmm. Gjald kr. 11.000
Samþykkt með vísan til viðauka um embættisafgreiðslur skipulagsfulltrúa við samþykkt um stjórn Reykjavíkurborgar.
Vísað til fullnaðarafgreiðslu byggingarfulltrúa.
42.18 Njarðargata 25 og Urðarstígur 15, breyting á deiliskipulagi
Að lokinni auglýsingu er lögð fram að nýju umsókn Arkitekta Laugavegi 164 ehf. f.h. Mondo ehf. mótt. 4. desember 2017 varðandi breytingu á deiliskipulagi Nönnugötureits vegna lóðanna nr. 25 við Njarðargötu og 15 við Urðarstíg. Í breytingunni felst m.a. að sameina lóðirnar í eina lóð fyrir fjöleignarhús, fjölga íbúðum í samtals allt að 7 íbúðir með sameiginlegu þvottahúsi, hjóla- og vagnageymslu, rífa núverandi stigahús (útbyggingar) beggja húsa og byggja nýtt sameiginlegt stigahús í viðbyggingu á garðhlið, hækka húsin umfram það sem er samþykkt í gildandi deiliskipulagi o.fl., samkvæmt uppdr. Arkitekta Laugavegi 164 ehf. dags. 4. desember 2017. Tillagan var auglýst frá 12. febrúar 2018 til og með 26. mars 2018. Eftirtaldir aðilar sendu athugasemdir: Hilda Birgisdóttir, dags. 19. mars 2018, Catharine Fulton dags. 20. mars 2018, Georg Heide Gunnarsson dags. 21. mars 2018, Rannveig Gylfadóttir og Haukur Friðþjófsson dags. 21. mars 2018, Sjöfn Sigurgísladóttir og Stefán J. Sveinsson f.h. Landás ehf. dags. 22. mars 2018, Hugrún Árnadóttir dags. 23. mars 2018, Kjartan Kjartansson, dags. 23. mars 2018, Sveinbjörn Pálsson dags. 23. mars 2018, Hulda Guðmundsdóttir dags. 23. mars 2018, Dögg Ármannsdóttir og börn, dags. 23. mars 2018, Elísabet Brekkan og Þorvaldur Friðriksson dags. 24. mars 2018, Margrét Harðardóttir, Steve Christer, Kalman Christer, Salómon Christer og Rán Christer dags. 24. mars 2018, Harpa Njáls og Guðrún Helga Pálsdóttir dags. 24. mars 2018, Drífa Ármannsdóttir dags. 25. mars 2018, Sigrún Hólmgeirsdóttir dags. 25. mars 2018, Olgeir Skúli Sverrisson, Sigurrós Hermannsdóttir og Bragi Leifur Hauksson dags. 25. mars 2018, Helena W Óladóttir, Theodór Welding, Þorbjörg Anna Gísladóttir og Málfríður Guðmundsdóttir dags. 25. mars 218, Orri Páll Jóhannsson og Jóhannes Elmar Jóhannesson Lange dags. 25. mars 2018, Halla Margrét Árnadóttir f.h. íbúðar 301 á Nönnugötu 16 og Jón Arnar Árnason f.h. íbúðar 201 á Nönnugötu 16 dags. 26. mars 2018 Jósef Halldórsson dags. 26. mars 2018 og Aðalsteinn Jörundsson dags. 26. mars 2018.
Vísað til umsagnar verkefnisstjóra.
43.18 Áland 1, breyting á deiliskipulagi
Að lokinni auglýsingu er lögð fram að nýju umsókn Studio F ehf. mótt. 27. nóvember 2017 varðandi breytingu á deiliskipulagi fyrir lóðina nr. 1 við Áland. Í breytingunni felst að stækka byggingarreit til austurs vegna byggingu einnar hæðar viðbyggingu við húsið, samkvæmt uppdr. Studio F ehf. dags. 24. nóvember 2017. Tillagan var auglýst frá 12. febrúar 2018 til og með 26. mars 2018. Engar athugasemdir bárust.
Samþykkt með vísan til heimilda um embættisafgreiðslur skipulagsfulltrúa í viðauka við samþykkt um stjórn Reykjavíkurborgar
44.18 Bergstaðastræti 45, Svalir á norðurhlið
Lagt fram erindi frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa frá 27. mars 2018 þar sem sótt er um leyfi til að byggja svalir á norðurhlið húss á lóð nr. 45 við Bergstaðastræti .
Samþykki meðlóðarhafa fylgir erindinu dags. 15. mars 2018.
Gjald kr. 11.000
Samþykkt að grenndarkynna framlagða tillögu fyrir hagsmunaaðilum að Bergstaðastræti 43, 43A, 45A og Baldurgötu 7 og 7A.
Byggingarleyfisumsókn verður grenndarkynnt þegar umsækjandi hefur greitt fyrir grenndarkynningu sbr. 8.1. gr. í gjaldskrá vegna kostnaðar við skipulagsvinnu og útgáfu framkvæmdaleyfis í Reykjavíkurborg nr. 1193/2016.
45.18 Brautarholt 8, (fsp) breyting á notkun
Á embættisafgreiðslufundi skipulagsfulltrúa 23. mars 2018 var lögð fram fyrirspurn Stáss Design ehf. dags. 16. mars 2018 um að breyta vinnustofu á 2. hæð hússins á lóð nr. 8 við Brautarholt íbúð, samkvæmt uppdr. Stáss Design ehf. dags. 19. desember 2018 br. 26. janúar 2017. Fyrirspurninni var vísað til umsagnar verkefnisstjóra og er nú lögð fram að nýju ásamt umsögn skipulagsfulltrúa dags. 6. apríl 2018.
Umsögn skipulagsfulltrúa dags. 6. apríl 2018 samþykkt.
46.18 Grensásvegur 8-10, Gistiheimili
Lagt fram erindi frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa frá 27. mars 2018 þar sem sótt er um leyfi til að koma fyrir svölum og flóttastiga á suðvesturgafli og svölum á norðausturgafli, koma fyrir þakgluggum og innrétta gististað í flokki II, teg. b fyrir 74 gesti á 2., 3. og 4. hæð húss á lóð nr. 8-10 við Grensásveg.
Erindi fylgir samþykki meðeiganda í húsi dags. 28. nóvember 2017, hljóðvistargreinargerð dags. 1. febrúar 2018 og minnisblað um lagnaleiðir dags. 21. mars 2018. Útskrift úr gerðabók embættisafgreiðslufundar skipulagsfulltrúa frá 19. janúar 2018 fylgir erindinu, ásamt umsögn skipulagsfulltrúa dags. 19. janúar 2018. Gjald kr. 11.000
Samþykkt að grenndarkynna framlagða tillögu fyrir hagsmunaaðilum að Ármúla 44, Grensásvegi 12 og Síðumúla 29 og 31.
Byggingarleyfisumsókn verður grenndarkynnt þegar umsækjandi hefur greitt fyrir grenndarkynningu sbr. 8.1. gr. í gjaldskrá vegna kostnaðar við skipulagsvinnu og útgáfu framkvæmdaleyfis í Reykjavíkurborg nr. 1193/2016.
47.18 Njálsgata 67, (fsp) stækkun húss
Lögð fram fyrispurn Arnalds Geirs Schram dags. 2. apríl 2018 varðandi stækkun hússins á lóð nr. 67 við Njálsgötu, samkvæmt uppdr. A. Schram arkitektur dags. 30. mars 2018. Einnig er lagt fram fyrirspurnarhefti dags. 2. apríl 2018.
Vísað til umsagnar verkefnisstjóra.
48.18 Blesugróf 30, 32 og 34, málskot
Lagt fram málskot Gests Ólafssonar dags. 27. mars 2018 vegna afgreiðslu skipulagsfulltrúa frá 9. mars 2018 varðandi uppbyggingu á lóðunum nr. 30, 32 og 34 við Blesugróf, samkvæmt uppdr. Skipulags-, arkitekta- og verkfræðistofunnar ehf. dags. 6. desember 2017.
Vísað til umhverfis- og skipulagsráðs.
49.18 Efstasund 80, (fsp) bílskúr
Lögð fram fyrirspurn Valdimars Snorrasonar og Ásdísar Magnúsdóttur dags. 15. mars 2018 varðandi byggingu bílskúrs á lóð nr. 80 við Efstasund, samkvæmt skissu ódags. Einnig er lögð fram umsögn skipulagsfulltrúa dags. 6. apríl 2018.
Umsögn skipulagsfulltrúa dags. 6. apríl 2018 samþykkt.
50.18 Einholt-Þverholt, breyting á deiliskipulagi
Á embættisafgreiðslufundi skipulagsfulltrúa 23. mars 2018 var lögð fram umsókn Búseta dags. 15. febrúar 2018 varðandi breytingu á deiliskipulagi Einholts-Þverholts. Í breytingunni felst að kvöð um gönguleið að Þverholti nyrst á reit E (lóð nr. 15 við Þverholt) er felld niður, samkvæmt uppdr. Grímu arkitekta ehf. dags. 15. febrúar 2018. Erindinu var vísað til meðferðar hjá verkefnisstjóra og er nú lagt fram að nýju.
Vísað til umhverfis- og skipulagsráðs
Vakin er athygli á að greiða þarf fyrir óveruleg breyting á deiliskipulagi á grundvelli málsmeðferðar skv. 3. mgr. 44. gr. skipulagslaga þarf að greiða skv. 8.2. gr. gjaldskrá skipulagsfulltrúa nr. 1193/2016, áður en breytingin er auglýst í B- deild Stjórnartíðinda.
51.18 Hvassaleiti 53-59, nr. 59, (fsp) stækkun húss
Lögð fram fyrirspurn Bjarna Ólafs Eiríkssonar mótt. 20. mars 2018 varðandi stækkun hússins nr. 59 á lóð nr. 53-59 við Hvassaleiti.
Vísað til umsagnar verkefnisstjóra.
52.18 Hverfisgata 75, (fsp) færsla og stækkun á geymslu
Lögð fram fyrirspurn Hafsteins Gunnars Hafsteinssonar mótt. 19. mars 2018 varðandi færslu og stækkun á geymslu á lóð nr. 75 við Hverfisgötu, samkvæmt uppdr. Hughrif ehf. dags. 9. mars 2018.
Vísað til umsagnar verkefnisstjóra.
53.18 Langholtsvegur 177-179, (fsp) byggingarreitur fyrir bílskúr
Lögð fram fyrirspurn Jóhanns Eyvindssonar mótt. 2. mars 2018 um að gera byggingarreit fyrir 30 fm. bílskúr í suðaustur horni lóðarinnar nr. 177-179 við Langholtsveg. Einnig er lögð fram umsögn skipulagsfulltrúa dags. 6. apríl 2018.
Neikvætt, með vísan til umsagnar skipulagsfulltrúa dags. 6. apríl 2018.
54.18 Logaland 1-27 2-40, (fsp) breyting á göngustíg
Á embættisafgreiðslufundi skipulagsfulltrúa 23. mars 2018 var lögð fram fyrirspurn Hængs Þorsteinssonar dags. 19. mars 2018 ásamt greinargerð ódags. varðandi breytingu á göngustíg vestan við hús nr. 9 á lóð nr. 1-27 2-20 sem felst í að breyta stígnum í akfæra uppkeyrslu og jafnframt gera snúningsplan og bílastæði fyrir ofan sex til sjö af bílskúrum. Fyrirspurninni var vísað til umsagnar verkefnisstjóra og er nú lögð fram að nýju ásamt umsögn skipulagsfulltrúa dags. 6. apríl 2018.
Neikvætt, með vísan til umsagnar skipulagsfulltrúa dags. 6.apríl 2018.
55.18 Skipasund 70, (fsp) skipta einbýlishúsi í þrjár íbúðir
Á embættisafgreiðslufundi skipulagsfulltrúa 23. mars 2018 var lögð fram fyrirspurn Valdimars Kristinssonar mótt. 12. mars 2018 um að skipta einbýlishúsi á lóð nr. 70 við Skipasund í þrjár íbúðir. Fyrirspurninni var vísað til umsagnar verkefnisstjóra og er nú lögð fram að nýju ásamt umsögn skipulagsfulltrúa dags. 6. apríl 2018.
Umsögn skipulagsfulltrúa dags. 6. apríl 2018 samþykkt.
56.18 Þrastargata 1-11, nr. 7b, breyting á skilmálum deiliskipulags
Að lokinni grenndarkynningu er lögð fram að nýju tillaga umhverfis- og skipulagssviðs, skipulagsfulltrúa, varðandi breytingu á skilmálum deiliskipulags Fálkagötureita vegna lóðarinnar nr. 7b við Þrastargötu. Í breytingunni felst að heimilt er að koma fyrir kvisti á norðurhlið hússins, samkvæmt tillögu ARKHD dags. 27. febrúar 2018. Tillagan var grenndarkynnt frá 2. mars 2018 til og með 30. mars 2018. Eftirtaldir aðilar sendu athugasemdir: Snorri Halldórsson og Laufey Einarsdóttir dags. 19. mars 2018, Lex lögmannsstofa f.h. Guðmundar O. Víðissonar dags. 28. mars 2018 og Margrét I. Hinriksdóttir dags. 28. mars 2018. Einnig er lagður fram tölvupóstur Edvarðs Júlíusar Sólnes og Sigríðar Maríu Sólnes dags. 2. mars 2018, Elísabetar Jónsdóttur og Grétars Árnasonar dags. 15. mars 2018, Snorra Halldórssonar og Laufeyjar Einarsdóttur dags. 19. mars 2018, Ólu Helgu Sigfinnsdóttur og Guðmundar Lýðssonar dags. 27. mars 2018, Örlygs Ásgeirssonar og Kristjönu Ástu Long dags. 30. mars 2018, Sigríðar Ellu Magnúsdóttur og Símonar Vaughan dags. 31. mars 2018 og Guðmundar Benediktssonar f.h. Observant ehf. dags. 1. apríl 2018 þar sem ekki er gerð athugasemd við tillöguna.
Vísað til umsagnar verkefnisstjóra.
57.18 Vatnagarðar 38, bílastæði
Lagt fram erindi skrifstofu borgarstjórnar dags. 3. apríl 2018 þar sem óskað er eftir umsögn umhverfis- og skipulagssviðs á erindi skrifstofu eigna og atvinnuþróunar dags. 7. mars 2018 um bílastæði að Vatnagörðum 38.
Vísað til umsagnar verkefnisstjóra.
58.18 Aðalskipulag Reykjavíkur 2010-2030, iðnaður og önnur landfrek starfs, verklýsing
Að lokinni kynningu er lögð fram að nýju verklýsing umhverfis- og skipulagssviðs dags. febrúar 2018 vegna breytinga á aðalskipulagi Reykjavíkur 2010-2030. Í breytingunni felst að endurmeta stefnu um einstök atvinnusvæði í ljósi nýrrar stöðu og á grundvelli heildstæðrar greiningar á iðnaðar- og athafnasvæðum á höfuðborgarsvæðinu öllu. Kynning stóð til og með 22. mars 2018. Eftirtaldir sendu inn umsagnir/athugasemdir: Vegagerðin dags. 5. mars 2018, Bláskógabyggð dags. 7. mars 2018, Samtök sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu dags. 12. mars 2018, Heilbrigðiseftirlits Reykjavíkur dags. 13. mars 2018, Garðabær dags. 13. mars 2018, Skipulagsstofnun dags. 15. mars 2018, Hverfisráð Kjalarness dags. 21. mars 2018 og Umhverfisstofnun dags. 22. mars 2018.
Vísað til meðferðar hjá deildarstjóra aðalskipulags.
59.18 Aðalskipulag Reykjavíkur 2010-2030, Laugavegur-Skipholt, reitur 25, breyting á aðalskipulagi, verklýsing
Að lokinni kynningu er lögð fram drög að tillögu umhverfis- og skipulagssviðs dags. febrúar 2018 að breytingu á aðalskipulagi Reykjavíkur 2010-2030 fyrir Laugaveg-Skipholt (reitur 25). Í breytingunni felst aukning byggingarmagns og breyttar heimildir um fjölda íbúða. Kynning stóð til og með 22. mars 2018. Eftirtaldir sendu umsagnir: Bláskógarbyggð dags. 7. mars 2018, Samtök sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu dags. 12. mars 2018 og Garðabær dags. 13. mars 2018.
Vísað til meðferðar hjá deildarstjóra aðalskipulags.
60.18 Svæðisskipulag höfuðborgarsvæðisins 2040, vaxtamörk á Álfsnesi - verklýsing vegna breytinga á svæðisskipulagi
Lagt fram bréf Samtaka sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu dags. 7. mars 2018, ásamt verkefnislýsingu dags. í desember 2017 vegna breytingu á svæðisskipulagi höfuðborgarsvæðisins 2014. Breytingin felst í útvíkkun á vaxtamörkum við Álfsnesvík til samræmis við breytingu á aðalskipulagi Reykjavíkur 2010-2030 um afmörkun svæðis undir efnisvinnslu Björgunar sem kynnt var fyrr á þessu ári.
Vísað til meðferðar hjá deildarstjóra aðalskipulags.