Laugavegur 55, Laugavegur 73, Norðurstígur 5, Nökkvavogur 44, Skriðustekkur 1-7, nr. 5, Borgartún 8-16A, Borgartún 8-16A, Bríetartún 3-5, Garðsstaðir 2-10, nr. 6, Mjölnisholt 4, 6, 8 og 10, Skipholt 1, Hálsakot, Hólmsland, Knarrarvogur 2, Lambhagavegur 23, Langavatnsvegur 3, Lyngháls 10, Nauthólsvegur 100, Trilluvogur 1, Víðidalur, C-Tröð 1, Barónsstígur 5, Hraunbær-Bæjarháls, Reykjavíkurflugvöllur, Hverfisgata 40, Langholtsvegur 49, Veltusund 3B, Eyjarslóð 7, Fossagata 2, Grettisgata 2A, Hátún 2, Kringlan 4-12, Logaland 1-27 2-40, Skipasund 70, Stangarholt 14, Bankastræti 12, Einholt-Þverholt, Háskólinn í Reykjavík, Reynimelur 66, Skógarhlíð 20, Sléttuvegur 25-27, Sæmundargata 15-19, Brautarholt 8, Fiskislóð 43, Gamla höfnin, Miðbakki, Gerðarbrunnur 40-42, Heiðargerði 70, Hverfisgata 100B og 102, Reitur 1.174.3, Grettisgata frá Barónsstíg að Snorrabraut, Snorrabraut 27-29, Öldugata 59, Brekkustígur 5-5A,

Embættisafgreiðslufundur skipulagsstjóra Reykjavíkur samkvæmt viðauka 2.4 við samþykkt um stjórn Reykjavíkurborgar.

674. fundur 2018

Ár 2018, föstudaginn 23. mars kl. 09:10, hélt skipulagsfulltrúa Reykjavíkur 674. embættisafgreiðslufund sinn til afgreiðslu mála án staðfestingar umhverfis- og skipulagsráðs. Fundurinn var haldinn á skrifstofu skipulagsfulltrúa Borgartúni 12 - 14, 2. hæð, Stardalur. Fundinn sátu: Björn Axelsson, Ágústa Sveinbjörnsdóttir og Marta Grettisdóttir. Eftirtaldir embættismenn kynntu mál á fundinum: Margrét Þormar, Lilja Grétarsdóttir, Björn Ingi Edvardsson, Jón Kjartan Ágústsson, Dagný Harðardóttir og Borghildur Sölvey Sturludóttir. Ritari var Erna Hrönn Geirsdóttir.
Þetta gerðist:


1.18 Laugavegur 55, Breyting á erindi BN051430
Á embættisafgreiðslufundi skipulagsfulltrúa 2. mars 2018 var lagt fram erindi frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa frá 27. febrúar 2018 þar sem sótt er um leyfi til að breyta erindi BN051430, um er að ræða að herbergjum og morgunverðarsal á 1. hæð er víxlað, hús verður einangrað að innan, hætt við útskot í herbergjum, byggt tæknirými á 5. hæð og útliti húss breytt, í gististað í flokki V, teg. hótel fyrir 104 gesti í húsi á lóð nr. 55 við Laugaveg. Erindinu var vísað til umsagnar verkefnisstjóra og er nú lagt fram að nýju ásamt umsögn skipulagsfulltrúa dags. 23. mars 2018.
Breyttar stærðir: xx ferm., xx rúmm. Gjald kr. 11.000

Umsögn skipulagsfulltrúa dags. 23. mars 2018 samþykkt.

2.18 Laugavegur 73, (fsp) breyting á deiliskipulagi
Á embættisafgreiðslufundi skipulagsfulltrúa 23. febrúar 2018 var lögð fram fyrirspurn PKdM Arkitekta ehf. dags. 8. febrúar 2018 ásamt greinargerð PKdM Arkitekta ehf. ódags. um breytingu á deiliskipulagi fyrir lóðina nr. 73 við Laugaveg sem felst í að fjölga íbúðum í nýbyggingu um fjórar, samkvæmt tillögu PKdM Arkitekta ehf. dags. 5. febrúar 2018. Auk þess er lögð fram fyrirspurn fyrirtækjasölunnar Suðurvers dags. 8. febrúar 2018 um að starfrækja veitingastað í flokki II eða III á jarðhæð hússins. Fyrirspurninni var vísað til umsagnar verkefnisstjóra og er nú lögð fram að nýju ásamt umsögn skipulagsfulltrúa dags. 23. mars 2018.
Ekki gerð athugasemd við erindið, sbr. þó skilyrði og leiðbeiningar sem fram koma í umsögn skipulagsfulltrúa dags. 23. mars 2018.

3.18 Norðurstígur 5, (fsp) fjölgun íbúða o.fl.
Lögð fram fyrispurn THG Arkitekta ehf. dags. 8. mars 2018 um að fjölga íbúðum í húsinu á lóð nr. 5 við Norðurstíg og sleppa bílastæðum á lóð, samkvæmt uppdr. THG Arkitekta ehf. dags. 16. október 2014.

Vísað til umsagnar verkefnisstjóra.

4.18 Nökkvavogur 44, (fsp) skipta íbúð í húsinu í tvær íbúðir
Lögð fram fyrirspurn Kristjáns Þorvaldssonar mótt. 12. mars 2018 um að skipta íbúð merkt 01 0201 í húsinu á lóð nr. 44 við Nökkvavog í tvær íbúðir, þannig að íbúð í kjallara fái sér fastanúmer.

Vísað til umsagnar verkefnisstjóra.

5.18 Skriðustekkur 1-7, nr. 5, (fsp) breyting á deiliskipulagi
Lögð fram fyrirspurn Sigríðar Elínar Jónasdóttur dags. 14. mars 2018 ásamt greinargerð ódags. um breytingu á deiliskipulagi Breiðholts I vegna lóðarinnar nr. 5 við Skriðustekk (Skriðustekkur 1-7) sem felst í stækkun á byggingarreit bílskúrs.

Vísað til umsagnar verkefnisstjóra.

6.18 Borgartún 8-16A, (fsp) leyfilegt byggingarmagn á lóð
Lögð fram fyrirspurn PKdM Arkitekta ehf. dags. 16. febrúar 2018 ásamt bréfi dags. 1. febrúar 2018 varðandi forsendur deiliskipulags fyrir leyfðu byggingarmagni á lóðinni nr. 8-16A við Borgartún.
Vísað til umsagnar verkefnisstjóra.

7.18 Borgartún 8-16A, Íbúðagisting fl. 2
Lagt fram erindi frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa frá 20. mars 2018 þar sem sótt er um leyfi til að breyta skilgreiningu á íbúðum á 1. - 8. hæð, 38 íbúðir, sem gististað í flokki II, teg. íbúð, í fjölbýlishúsi á lóð nr. 8-16A við Borgartún.
Gjald kr. 11.000

Vísað til umsagnar verkefnisstjóra.

8.18 Bríetartún 3-5, (fsp) uppbygging
Á embættisafgreiðslufundi skipulagsfulltrúa 23. febrúar 2018 var lögð fram fyrirspurn THG Arkitekta ehf. dags. 9. febrúar 2018 ásamt bréfi dags. 9. febrúar 2018 varðandi uppbyggingu á lóð nr. 3-5 við Bríetartún þar sem nú eru bílastæði, samkvæmt tillögu THG Arkitekta ehf. dags. 5. febrúar 2018. Fyrirspurninni var vísað til umsagnar verkefnisstjóra og er nú lögð fram að nýju ásamt umsögn skipulagsfulltrúa dags. 23. mars 2018.

Umsögn skipulagsfulltrúa dags. 23. mars 2018 samþykkt.

9.18 Garðsstaðir 2-10, nr. 6, (fsp) garðsskáli
Lögð fram fyrispurn Hildar Jónsdóttur og Sigmundar Karls Ríkarðssonar dags. 12. mars 2018 um að setja garðskála við sunnanvert húsið nr. 6 á lóð nr. 2-10 við Garðsstaði og þakglugga yfir eldhús, samkvæmt skissu ódags.

Vísað til umsagnar verkefnisstjóra.

10.18 Mjölnisholt 4, 6, 8 og 10, breyting á deiliskipulagi
Á embættisafgreiðslufundi skipulagsfulltrúa 2. febrúar 2018 var lögð fram umsókn Kjartans Hafsteins Rafnssonar f.h. Arctic Tours ehf. dags. 23. janúar 2018, varðandi breytingu á deiliskipulagi Hampiðjureits vegna lóðanna nr. 4, 6, 8 og 10 við Mjölnisholt. Í breytingunni felst að hækka húsin um 46-60 cm, sameina lóðirnar nr. 6 og 8 og byggja sameiginlegan stigagang/lyftuhús, gera niðurgrafna bílgeymslu á lóðunum nr. 6, 8 og 10, útbúa bílastæði fyrir rafmagnsbíl í bakgarði lóðar nr. 4 og geymsluskúr á baklóð lóðar nr. 6, samkvæmt uppdr. K.J. hönnunar ehf. dags. 19. janúar 2018, síðast breytt 23.3.2018. Erindinu var vísað til meðferðar hjá verkefnisstjóra og er nú lagt fram að nýju.
Í breyttri tillögu felst að leiðrétta mænishæðir húsanna þannig að rishæðir nýtist fyrir íbúðir, mænishæðir hækka um 0,5 -2,3 m. Einnig bætist við heimild fyrir 35 m2 geymsluskúr á lóðinni nr . 6 og leiðréttar eru upplýsingar um byggingarmagn geymsluskúra á lóðum nr. 8 og 10.


Samþykkt að grenndarkynna framlagða tillögu fyrir hagsmunaaðilum að Mjölnisholti 12-14, 22, 24, 26, 28, 30, 32 og 34 Brautarholti 7, Stakkholti 3 og Laugavegi 138, 140, 142, 144 og 146.

Áður en grenndarkynning fer fram þarf umsækjandi að greiða skv. 7.6. gr. gjaldskrá vegna kostnaðar við skipulagsvinnu nr. 1193/2016


11.18 Skipholt 1, Endurbygging og stækkun núverandi húss
Á embættisafgreiðslufundi skipulagsfulltrúa 16. mars 2018 var lagt fram erindi frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa frá 13. mars 2018 þar sem sótt er um leyfi til að byggja 4. hæð ofaná og 5. hæð yfir hluta húss, sameina í einn matshluta og innrétta gististað í flokki IV, teg. hótel, með 78 herbergjum fyrir 156 gesti, byggja flóttastiga á austasta hluta lóðar, innrétta verslunarrými á 1. hæð austan undirgangs og veitingastað í vesturhluta 1. hæðar verslunar- og skrifstofuhúss á lóð nr. 1 við Skipholt. Erindinu var vísað til umsagnar verkefnisstjóra og er nú lagt fram að nýju ásamt umsögn skipulagsfulltrúa dags. 23. mars 2018.
Erindi fylgir greinargerð um bílastæði dags. 6. mars 2018, greinargerð um burðarvirki frá Lotu ódagsett, samþykki lóðarhafa aðliggjandi lóðar v/staðsetningar flóttastiga dags. 4. og 5. mars 2018 og greinargerð hönnuðar um breytingar frá fyrra erindi dags. 6. mars 2018.
Jafnframt er erindi BN051113 fellt úr gildi. Gjald kr. 11.000

Umsögn skipulagsfulltrúa dags. 23. mars 2018 samþykkt.

12.18 Hálsakot, (fsp) gestahús
Á embættisafgreiðslufundi skipulagsfulltrúa 16. mars 2018 var lögð fram fyrirspurn Jóns Birgis Kjartanssonar mótt. 3. janúar 2017 varðandi byggingu 30-40 fm. gestahús í landi Hálsakots þar sem áður var geymsla. Fyrirspurninni var vísað til umsagnar verkefnisstjóra og er nú lögð fram að nýju ásamt umsögn skipulagsfulltrúa dags. 23. mars 2018.

Neikvætt, með vísan til umsagnar skipulagsfulltrúa dags. 23. mars 2018.

13.18 Hólmsland, (fsp) færsla á húsi
Lögð fram fyrirspurn Björns Björnssonar dags. 15. mars 2018 ásamt bréfi dags. 13. mars 2018 um að færa húsið Dalbær í Hólmslandi um breidd sína þannig að það færist fjær Suðurá til norðurs. Einnig er lögð fram umsögn skipulagsfulltrúa dags. 23. mars 2018.

Ekki eru gerðar skipulagslegar athugasemdir við erindið, sbr. umsögn skipulagsfulltrúa dags. 23. mars 2018.

14.18 Knarrarvogur 2, staðsetning ökutækjaleigu
Á embættisafgreiðslufundi skipulagsfulltrúa 16. mars 2018 var lagt fram bréf Samgöngustofu dags. 7. mars 2018 þar sem óskað er eftir umsögn á umsókn Snorra Steinarssonar f.h. Bílaleigu Reykjavíkur um að reka ökutækjaleigu að Knarravogi 2. Sótt er um leyfi fyrir 570 ökutækjum í útleigu. Verið er að sækja um endurnýjun á leyfi, gildistími eldra leyfis er 15. apríl 2013 til 15. apríl 2018. Erindinu var vísað til umsagnar verkefnisstjóra og er nú lagt fram að nýju ásamt umsögn skipulagsfulltrúa dags. 23. mars 2018.

Umsögn skipulagsfulltrúa dags. 23. mars 2018 samþykkt.

15.18 Lambhagavegur 23, Starfsmannahús - mhl. 04
Lagt fram erindi frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa frá 20. mars 2018 þar sem sótt er um leyfi til að reisa 9 íbúða starfsmannahús á lóð nr. 23 við Lambhagaveg.
Stærðir: 364,7 ferm., 1.387,2 rúmm. Gjald kr. 11.000

Vísað til umsagnar verkefnisstjóra.

16.18 Langavatnsvegur 3, (fsp) vistvænt hús
Á embættisafgreiðslufundi skipulagsfulltrúa 9. mars 2018 var lögð fram fyrirspurn Júlíusar Júlíussonar mótt. 26. febrúar 2018 um að byggja vistvænt kúluhús í landi Langavatnsvegar 3 sem yrði nýtt sem kaffi- og viðburðahús. Fyrirspurninni var vísað til umsagnar verkefnisstjóra og er nú lögð fram að nýju ásamt umsögn skipulagsfulltrúa dags. 23. mars 2018.

Umsögn skipulagsfulltrúa dags. 23. mars 2018 samþykkt.

17.18 Lyngháls 10, breyting á deiliskipulagi
Að lokinni auglýsingu er lögð fram að nýju umsókn Hermanns Georgs Gunnlaugssonar f.h. eigenda húsnæðis við Lyngháls 10 dags. 10. janúar 2018 ásamt bréfi dags. 10. janúar 2018 varðandi breytingu á deiliskipulagi Hálsahverfis vegna lóðarinnar nr. 10 við Lyngháls. Í breytingunni felst að nýtingarhlutfall á lóðinni verði leiðrétt í samræmi við núverandi byggingar og verður 1,0 og skilgreina byggingarreit utan um núverandi byggingar á lóðinni, samkvæmt uppdrætti Teiknistofunnar Storð ehf. dags. 10. janúar 2018. Tillagan var auglýst frá 1. febrúar 2018 til og með 15. mars 2018. Engar athugasemdir bárust.


Samþykkt með vísan til heimilda um embættisafgreiðslur skipulagsfulltrúa í viðauka við samþykkt um stjórn Reykjavíkurborgar.

18.18 Nauthólsvegur 100, breyting á deiliskipulagi
Að lokinni auglýsingu er lögð fram að nýju umsókn Margrétar Leifsdóttur f.h. skrifstofu eigna og atvinnuþróunar mótt. 17. nóvember 2017 varðandi breytingu á deiliskipulagi Nauthólsvíkur vegna lóðarinnar nr. 100 við Nauthólsveg. Í breytingunni felst fjölgun bílstæða um 16 þar af 3 fyrir hreyfihamlaða ásamt tilfærslu á innkeyrslu á bílastæði við byggingu 6a, samkvæmt uppdr. Landmótunar dags. 7. nóvember 2017. Lega vegar, gangstétta og bílastæða eru uppfærð á uppdrætti samkvæmt núverandi legu. Einnig er lagður fram uppdr. Dagný Land Design dags. 2. október 2017. Tillagan var auglýst frá 1. febrúar 2018 til og með 15. mars 2018. Engar athugasemdir bárust.
Samþykkt með vísan til heimilda um embættisafgreiðslur skipulagsfulltrúa í viðauka við samþykkt um stjórn Reykjavíkurborgar

19.18 Trilluvogur 1, Fjölbýlishús og raðhús
Lagt fram erindi frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa frá 20. mars 2018 þar sem sótt erum leyfi til að byggja þriggja til fimm hæða fjölbýlishús með 41 íbúð, þriggja hæða raðhús með 5 íbúðum og bílgeymslu sem er að hluta niðurgrafin með 42 stæðum á lóð nr. 1 við Trilluvog.
Erindi fylgir brunahönnun dags. 13. mars 2018 og hljóðvistarskýrsla dags. 6. mars. 2018 og bréf Vogabyggðar dags. 15. mars 2018. Stærð, A-rými: 5.332,2 ferm., 19.145,3rúmm. B-rými: 1.460,4 ferm., 5.210,4 rúmm. Gjald kr. 11.000

Vísað til umsagnar verkefnisstjóra.

20.18 Víðidalur, C-Tröð 1, breyting á deiliskipulagi
Að lokinni auglýsingu er lögð fram að nýju umsókn Guðjóns Magnússonar f.h. Heimahaga Hrossaræktar ehf. mótt. 13. desember 2017 varðandi breytingu á deiliskipulagi fyrir Fákssvæðið í Víðidal. Í breytingunni felst að byggt verður yfir tamninga aðstöðu við Hesthús að C-Tröð, samkvæmt uppdr. Arkforms dags. 15. desember 2017. Tillagan var auglýst frá 1. febrúar 2018 til og með 15. mars 2018. Engar athugasemdir bárust.

Samþykkt með vísan til heimilda um embættisafgreiðslur skipulagsfulltrúa í viðauka við samþykkt um stjórn Reykjavíkurborgar

21.18 Barónsstígur 5, andmæli vegna synjunar umsóknar um rekstrarleyfi í flokki II
Lagt fram erindi sýslumannsins dags. 11. maí 2017 þar sem óskað er eftir sjónarmiðum Reykjavíkurborgar á andmælum Arkhússins ehf. dags. 11. maí 2017 vegna fyrirhugaðrar synjunar umsóknar um rekstrarleyfi fyrir gististað í flokki II að Barónstíg 5, íbúð 302.
Vísað til meðferðar verkefnisstjóra og skrifstofu sviðsstjóra.

22.18 Hraunbær-Bæjarháls, nýtt deiliskipulag
Að lokinni auglýsingu er lögð fram að nýju tillaga að nýju deiliskipulagi fyrir Hraunbæ-Bæjarháls við Tunguháls sem felst í breytingu á hagnýtingu lóðarinnar úr opnu svæði í íbúðarbyggð og fjölgun íbúða, samkvæmt deiliskipulagsuppdráttum A2F Arkitekta, dags. 12. október 2017. Einnig er lögð fram hljóðvistarskýrsla Eflu, dags. 29. september 2017. Tillagan var auglýst frá 30. janúar 2018 til og með 13. mars 2018. Eftirtaldir sendu inn athugasemdir: Ágústa Erlingsdóttir, Berglind Ólafsdóttir, Bjarnveig I. Sigurbjörnsdóttir, Gunnar J. Gunnarsson og Róbert Örn Jónsson f.h. Húsfélagsins Hraunbær 144, dags. 12. mars 2018 og Veitur dags. 12. mars 2018.
Vísað til umhverfis- og skipulagsráðs.

23.18 Reykjavíkurflugvöllur, framkvæmdaleyfi
Lögð fram umsókn Hermanns Georgs Gunnlaugssonar dags. 16. mars 2018 um framkvæmdaleyfi vegna breytingu á þjónustuaðkomu að flugstöðinni á Reykjavíkurflugvelli og að Fluggörðum frá Njarðargötu og úrbóta á núverandi bílastæðum, malbika stæðin og fegra lóðina ásamt því að setja upp gjaldheimtu á bílastæðunum. Einnig er lögð fram greinargerð Teiknistofunnar Storð ehf. dags. 15. maí 2017 og uppdrættir dags. 20. nóvember 2018.

Vísað til umsagnar verkefnisstjóra.

24.18 Hverfisgata 40, (fsp) breyting á deiliskipulagi
Á embættisafgreiðslufundi skipulagsfulltrúa 9. mars 2018 var lögð fram fyrirspurn Björns Þórs Karlssonar dag. 15. febrúar 2018 ásamt bréfi RR Hótels ehf. dags. 7. febrúar 2018 um breytingu á deiliskipulagi Brynjureits, reits 1.172.0, vegna lóðarinnar nr. 40 við Hverfisgötu sem felst í að heimilt verði að reka gististarfsemi í 26 íbúðum á reitnum. Til vara óskar RR hótel ehf. eftir deiliskipulagsbreytingu til að reka gististarfsemi í 12 íbúðum á annarri hæð hússins á lóð nr. 40 við Hverfisgötu. Fyrirspurninni var vísað til umsagnar verkefnisstjóra og er nú lögð fram að nýju ásamt umsögn skipulagsfulltrúa dags. 23. mars 2018.

Neikvætt, með vísan til umsagnar skipulagsfulltrúa dags. 23. mars 2018.

25.18 Langholtsvegur 49, (fsp) stækkun á byggingarreit viðbyggingar
Lögð fram fyrirspurn Gunnlaugs Jónassonar dags. 19. mars 2018 varðandi stækkun á byggingarreit viðbyggingar hússins á lóð nr. 49 við Langholtsveg til suðurs að lóðamörkum og brunavegg bílskúrs á lóð nr. 51 við Langholtsveg, heimilt verði að vegghæð viðbyggingar nái allt að 50 cm. yfir veggi núverandi íbúðarhúss og þakskegg viðbyggingar fari allt að 60 cm. út fyrir byggingarreit til austurs og norðurs ásamt því að þak viðbyggingar verði flatt.

Vísað til umsagnar verkefnisstjóra.

26.18 Veltusund 3B, málskot
Lagt fram málskot Lögmanna Sundagörðum dags. 22. mars 2018 varðandi neikvæða afgreiðslu skipulagsfulltrúa frá 19. janúar 2018 um breytingu á skilmálum deiliskipulags Kvosarinnar vegna lóðarinnar nr. 3B við Veltusund sem felst í að heimilt verði að vera með gististað í húsinu.

Vísað til umhverfis- og skipulagsráðs.

27.18 Eyjarslóð 7, Innrétta veitingastað
Lagt fram erindi frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa frá 20. mars 2018 þar sem sótt er um að leyfi til að innrétta veitingastað í flokki II - teg. x, fyrir 50 gesti, á 2. hæð húss á lóð nr. 7 við Eyjarslóð.
Gjald kr. 11.000

Vísað til umsagnar verkefnisstjóra.

28.18 Fossagata 2, Einbýlishús / vinnustofa
Á embættisafgreiðslufundi skipulagsfulltrúa 9. mars 2018 var lagt fram erindi frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa frá 6. mars 2018 þar sem sótt er um leyfi til að byggja tveggja hæða einbýlishús ásamt einnar hæðar vinnustofu á lóð nr. 2 við Fossagötu. Erindinu var vísað til umsagnar verkefnisstjóra og er nú lagt fram að nýju.
Stærðir: Mhl.01: 157,6 ferm., 505,0 rúmm. Mhl.02: 48,9 ferm., 147,9 rúmm. Umsögn skipulagsfulltrúa dags. 24.11.2017 við fyrirspurn SN170829 fylgir erindi. Jafnframt er erindi BN051376 fellt úr gildi. Gjald kr. 11.000

Samþykkt að grenndarkynna framlagða tillögu fyrir hagsmunaaðilum að Fossagötu 1, 4, og 6, Þjórsárgötu 1 og Reykjavíkurvegi 24-30, 25, 27 og 32-38.

Vakin er athygli á að greiða þarf fyrir grenndarkynningu áður en kynning fer fram samkv. 8.1. gr. gjaldskrá skipulagsfulltrúa nr. 1193/2016.


29.18 Grettisgata 2A, Flóttasvalir og björgunarop
Að lokinni grenndarkynningu er lagt fram að nýju erindi frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa frá 6. febrúar 2018 þar sem sótt er um leyfi til að gera flóttasvalir og björgunarop á framhlið ásamt því að breyta innra fyrirkomulagi á 4. hæð núverandi gististaðar í húsi á lóð nr. 2A við Grettisgötu. Erindi var grenndarkynnt frá 21. febrúar 2018 til og með 21. mars 2018. Engar athugasemdir bárust.
Gjald kr. 11.000

Samþykkt með vísan til viðauka um embættisafgreiðslur skipulagsfulltrúa við samþykkt um stjórn Reykjavíkurborgar.
Vísað til fullnaðarafgreiðslu byggingarfulltrúa.


30.18 Hátún 2, málskot
Lagt fram málskot Arons Hinrikssonar og Helga Guðnasonar forstöðumanna Fíladelfíu mótt. 21. mars 2018 vegna neikvæðrar afgreiðslu skipulagsfulltrúa frá 26. janúar 2018 varðandi breytingu á bílastæði lóðarinnar nr. 2 við Hátún, samkvæmt tillögu Brynjars Ólafssonar ódags.. Einnig er lagður fram samningur við Hjólbarðaverkstæði Sigurjóns ehf. dags. 15. nóvember 2012.
Vísað til umhverfis- og skipulagsráðs.

31.18 Kringlan 4-12, (fsp) stækkun
Á embættisafgreiðslufundi skipulagsfulltrúa 9. mars 2018 var lögð fram fyrirspurn THG Arkitekta ehf. dags. 27. febrúar 2018 um stækkun á 2. hæð verslunarhússins á lóð nr. 4-12 við Kringluna, samkvæmt uppdr. THG Arkitekta ehf. dags. 23. febrúar 2018. Fyrirspurninni var vísað til umsagnar verkefnisstjóra og er nú lögð fram að nýju ásamt umsögn skipulagsfulltrúa dags. 23. mars 2018.

Ekki eru gerðar athugasemdir við að umsækjandi láti vinna tillögu að breytingu á deiliskipulagi í samræmi við erindið, á eigin kostnað með vísan til umsagnar skipulagsfulltrúa dags. 23. mars 2018.

32.18 Logaland 1-27 2-40, (fsp) breyting á göngustíg
Lögð fram fyrirspurn Hængs Þorsteinssonar dags. 19. mars 2018 ásamt greinargerð ódags. varðandi breytingu á göngustíg vestan við hús nr. 9 á lóð nr. 1-27 2-20 sem felst í að breyta stígnum í akfæra uppkeyrslu og jafnframt gera snúningsplan og bílastæði fyrir ofan sex til sjö af bílskúrum.

Vísað til umsagnar verkefnisstjóra.

33.18 Skipasund 70, (fsp) skipta einbýlishúsi í þrjár íbúðir
Lögð fram fyrirspurn Valdimars Kristinssonar mótt. 12. mars 2018 um að skipta einbýlishúsi á lóð nr. 70 við Skipasund í þrjár íbúðir.

Vísað til umsagnar verkefnisstjóra.

34.18 Stangarholt 14, (fsp) breyting á notkun bílskúrs
Á embættisafgreiðslufundi skipulagsfulltrúa 16. mars 2018 var lögð fram fyrirspurn Gunnars Péturs Mássonar dags. 7. mars 2018 um að breyta bílskúr á lóð nr. 14 við Stangarholt í íbúð, samkvæmt skissu ódags. Fyrirspurninni var vísað til umsagnar verkefnisstjóra og er nú lögð fram að nýju ásamt umsögn skipulagsfulltrúa dags. 23. mars 2018.

Neikvætt, með vísan til umsagnar skipulagsfulltrúa dags. 23. mars 2018.

35.18 Bankastræti 12, breyting á skilmálum deiliskipulags
Að lokinni grenndarkynningu er lögð fram að nýju umsókn Plúsarkitekta ehf. mótt. 28. september 2017 varðandi breytingu á skilmálum deiliskipulags reits 1.171.2 vegna lóðarinnar nr. 12 við Bankastræti. Í breytingunni felst að koma fyrir geymslu, sorpgerði og svölum á nýbyggingu á baklóð, samkvæmt tillögu Plúsarkitekta ehf. dags. 30. október 2017. Tillagan var grenndarkynnt frá 21. nóvember 2017 til og með 19. desember 2017. Engar athugasemdir bárust en tölvupóstur barst frá Guðmundi Hjaltasyni dags. 11. desember 2017 og húsfélaginu Ingólfsstræti 4, dags. 19. janúar 2017 þar sem óskað er eftir frekari gögnum til upplýsinga. Erindinu var vísað til umsagnar hjá verkefnisstjóra á embættisafgreiðslufundi skipulagsfulltrúa 5. janúar 2017 og er nú lagt fram að nýju, ásamt umsögn skipulagsfulltrúa dags. 12. janúar 2018.

Leiðrétt bókun frá afgreiðslufundi skipulagsfulltrúa dags. 12. janúar 2018, rétt bókun er: Samþykkt að grenndarkynna framlagða tillögu fyrir hagsmunaaðilum að Bankastræti 14, Skólavörðustíg 2, 4a, 4b, 4c og Ingólfsstræti 2, 3 og 4.

36.18 Einholt-Þverholt, breyting á deiliskipulagi
Lögð fram umsókn Búseta dags. 15. febrúar 2018 varðandi breytingu á deiliskipulagi Einholts-Þverholts. Í breytingunni felst að kvöð um gönguleið að Þverholti nyrst á reit E (lóð nr. 15 við Þverholt) er felld niður, samkvæmt uppdr. Grímu arkitekta ehf. dags. 15. febrúar 2018.

Vísað til meðferðar hjá verkefnisstjóra.

Vakin er athygli á að erindið fellur undir gjaldskrá vegna kostnaðar við skipulagsvinnu og útgáfu framkvæmdaleyfis Vakin er athygli á að greiða þarf fyrir grenndarkynningu áður en kynning fer fram samkv. 8.1. gr. gjaldskrá skipulagsfulltrúa nr. 1193/2016.


37.18 Háskólinn í Reykjavík, breyting á deiliskipulagi
Lögð fram umsókn Hákonar Arnar Arnþórssonar dags. 20. mars 2018 varðandi breytingu á deiliskipulagi Háskólans í Reykjavík. Í breytingunni felst fjölgun íbúða úr 390 í allt að 415, hækkun hæða randbyggðar til vesturs og suðurs um eina hæð að hluta, breytingu á byggingareit randbyggðar til norðurs á reit B til samræmis við reiti A og C, breytingu á byggingareit reitar D, niðurfellingu leikskóla af reit D ásamt breytingu á bílastæðakröfu í samræmi við viðmið aðalskipulags um bílastæði fyrir námsmannaíbúðir og niðurfellingu bílakjallara sem og ákvæða um leiðbeinandi legu sorpgáma., samkvæmt uppdr. Kanon arkitekta ehf. dags. 20. mars 2018. Einnig er lögð fram greinargerð Kanon arkitekta ehf. dags. í mars 2018, minnisblað Kanon arkitekta ehf. dags. 16. mars 2018 og Minnisblað EFLU um hljóðvist dags. 20. mars 2018.

Vísað til umhverfis- og skipulagsráðs.

Komi til auglýsingar á breytingu deiliskipulagi, þarf umsækjandi áður að greiða skv. 7.5. gr. gjaldskrá vegna kostnaðar við skipulagsvinnu nr. 1193/2016.


38.18 Reynimelur 66, (fsp) breyting á deiliskipulagi
Á embættisafgreiðslufundi skipulagsfulltrúa 27. október 2017 var lögð fram fyrirspurn Arkís arkitekta ehf. f.h. Rangárbakka ehf. mótt. 16. október 2017 ásamt bréfi dags. 16. október 2017 um breytingu á deiliskipulagi Mela vegna lóðarinnar nr. 66 við Reynimel sem felst breyting á m.a. afmörkun byggingarreits og fjölgun íbúða, samkvæmt uppdr. Arkís arkitekta ehf. dags. 12. október 2017. Einnig eru lagðar fram skýringarmyndir Arkís arkitekta ehf. 13. október 2017. Jafnframt er lögð fram umsögn Minjastofnunar Íslands dags. 16. mars 2018. Erindinu var vísað til meðferðar hjá verkefnisstjóra og er nú lagt fram að nýju.

Vísað til umhverfis- og skipulagsráðs.

39.18 Skógarhlíð 20, Súla - suðaustan við hús
Á embættisafgreiðslufundi skipulagsfulltrúa 2. febrúar 2018 var lagt fram erindi frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa frá 30. janúar 2018 þar sem sótt er um leyfi til að byggja súlu á suðaustur hluta lóðar nr. 20 við Skógahlíð. Erindinu var vísað til umsagnar verkefnisstjóra og er nú lagt fram að nýju ásamt umsögn skipulagsfulltrúa dags. 16. mars 2018.
Gjald kr. 11.000

Umsögn skipulagsfulltrúa dags. 16. mars 2018 samþykkt.

40.18 ">Sléttuvegur 25-27, breyting á deiliskipulagi
Lögð fram umsókn THG Arkitekta ehf. dags. 22. mars 2018 varðandi breytingu á deiliskipulagi Sléttuvegar vegna lóðarinnar nr. 25-27 við Sléttuveg. Í breytingunni felst lækkun á gólfkóta, samkvæmt tillögu THG Arkitekta ehf. dags. 21. mars 2018.

Vísað til umhverfis- og skipulagsráðs.

Vakin er athygli á að greiða þarf fyrir óveruleg breyting á deiliskipulagi á grundvelli málsmeðferðar skv. 3. mgr. 44. gr. skipulagslaga þarf að greiða skv. 8.2. gr. gjaldskrá skipulagsfulltrúa nr. 1193/2016, áður en breytingin er auglýst í B- deild Stjórnartíðinda.


41.18 Sæmundargata 15-19, (fsp) breyting á deiliskipulagi
Á embættisafgreiðslufundi skipulagsfulltrúa 5. janúar 2017 var lögð fram fyrirspurn PKdM Arkitekta ehf. mótt. 19. desember 2017 ásamt bréfi dags. 19. desember 2017 um breytingu á deiliskipulagi Háskóla Íslands, Vísindagarða, vegna lóðar nr. 15-19 við Sæmundargötu sem felst í að taka út kröfu um bílgeymslu innan lóðar og tiltekinn fjölda bílastæða fyrir reitinn. Fyrirspurninni var vísað til umsagnar verkefnisstjóra og er nú lögð fram að nýju ásamt umsögn skipulagsfulltrúa dags. 22. mars 2018.

Umsögn skipulagsfulltrúa dags. 22. mars 2018 samþykkt.

42.18 Brautarholt 8, (fsp) breyting á notkun
Lögð fram fyrirspurn Stáss Design ehf. dags. 16. mars 2018 um að breyta vinnustofu á 2. hæð hússins á lóð nr. 8 við Brautarholt íbúð, samkvæmt uppdr. Stáss Design ehf. dags. 19. desember 2018 br. 26. janúar 2017.

Vísað til umsagnar verkefnisstjóra.

43.18 Fiskislóð 43, breyting á deiliskipulagi
Að lokinni grenndarkynningu er lögð fram að nýju umsókn Plúsarkitekta ehf. f.h. F43 ehf. mótt. 3. janúar 2017 varðandi breytingu á deiliskipulagi Örfiriseyjar vegna lóðar nr. 43 við Fiskislóð. Í breytingunni felst að stækka byggingarreit um 2,2 metra til suðausturs og auka nýtingarhlutfall með millilofti úr 0,6 í 0,67, samkvæmt deiliskipulags- og skýringaruppdr. Plúsarkitekta ehf. dags. 13. desember 2017. Tillagan var grenndarkynnt frá 21. febrúar 2018 til og með 21. mars 2018. Engar athugasemdir bárust.

Samþykkt með vísan til heimilda um embættisafgreiðslur skipulagsfulltrúa í viðauka við samþykkt um stjórn Reykjavíkurborgar

44.18 Gamla höfnin, Miðbakki, (fsp) uppbygging
Lögð fram fyrirspurn PKdM Arkitekta ehf. dags. 13. mars 2018 ásamt drögum að greinargerð dags. 13. mars 2018 varðandi uppbyggingu svæðisins Miðbakka við Gömlu höfnina, samkvæmt tillögu PKdM Arkitekta ehf. dags. mars 2018.

Vísað til umsagnar verkefnisstjóra.

45.18 Gerðarbrunnur 40-42, Parhús
Á embættisafgreiðslufundi skipulagsfulltrúa 9. mars 2018 var lagt fram erindi frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa frá 6. mars 2018 þar sem sótt er um leyfi til að byggja staðsteypt parhús með innbyggðum bílgeymslum, einangrað og klætt að utan með málmklæðningu á lóð nr. 40-42 við Gerðarbrunn. Erindinu var vísað til umsagnar verkefnisstjóra og er nú lagt fram að nýju.
Erindi fylgir bréf frá hönnuði varðandi athugasemdir og skipulagsskipmála ódagsett.
Stærð mhl. 01, A-rými: 233,2 ferm., 731,3 rúmm. Stærð mhl. 02, A-rými: 233,2 ferm., 731,3 rúmm. Gjald kr. 11.000

Ekki eru gerðar skipulagslegar athugasemdir við erindið.

46.18 Heiðargerði 70, (fsp) ris á viðbyggingu, kvistur o.fl.
Á embættisafgreiðslufundi skipulagsfulltrúa 9. mars 2018 var lögð fram fyrirspurn Halldórs Haukssonar mótt. 20. febrúar 2018 um að hækka og setja lágt ris á viðbyggingu hússins á lóð nr. 70 við Heiðargerði, sleppa kjallara en setja viðbygginguna út að lóðarmörkum byggingarreits þrjá metra frá lóðarmörkum og setja þriðja kvistinn á austurhlið hússins til samræmis við vesturhlið, samkvæmt teikningum, ódags. Fyrirspurninni var vísað til umsagnar verkefnisstjóra og er nú lögð fram að nýju ásamt umsögn skipulagsfulltrúa dags. 23. mars 2018.

Umsögn skipulagsfulltrúa dags. 23. mars 2018 samþykkt, sbr. þó skilyrði og leiðbeiningar sem fram koma í umsögn.

47.18 Hverfisgata 100B og 102, (fsp) breyting á skilmálum deiliskipulags
Á embættisafgreiðslufundi skipulagsfulltrúa 15. desember 2017 var lögð fram fyrirspurn Gríms Bjarnasonar mótt. 9. nóvember 2017 ásamt bréfi Réttar lögmannsstofu f.h. Gríms Bjarnasonar dags. 9. nóvember 2017 um breytingu á skilmálum deiliskipulags reits 1.174.1 vegna lóðanna nr. 100B og 102 við Hverfisgötu sem felst í að heimilt verður að reka gististað í flokki II í fasteignunum. Fyrirspurninni var vísað til umsagnar skrifstofu sviðsstjóra og er nú lögð fram að nýju ásamt umsögn skipulagsfulltrúa dags. 23. mars 2018.

Neikvætt, með vísan til umsagnar skipulagsfulltrúa dags. 23. mars 2018.

48.18 Reitur 1.174.3, Grettisgata frá Barónsstíg að Snorrabraut, breyting á skilmálum deiliskipulags
Lögð fram tillaga umhverfis- og skipulagssviðs að breytingu á skilmálum reits 1.174.3. Í breytingunni felst að koma megi fyrir svölum á suðurhlið húsanna, samkvæmt tillögu umhverfis- og skipulagssviðs dags. 23. mars 2018.

Vísað til umhverfis- og skipulagsráðs.


49.18 Snorrabraut 27-29, (fsp) veitingastaður
Lögð fram fyrirspurn Vietnamese cuosine ehf. dags. 15. mars 2018 varðandi rekstur veitingastaðar í húsinu nr. 29 á lóð nr. 27-29 við Snorrabraut. Einnig lögð fram umsögn skipulagsfulltrúa dags. 23. mars. 2018.

Ekki eru gerðar skipulagslegar athugasemdir við erindið sbr. umsögn skipulagsfulltrúa dags. 23. mars. 2018.

50.18 Öldugata 59, (fsp) sameina kvisti
Á embættisafgreiðslufundi skipulagsfulltrúa 16. mars 2018 var lögð fram fyrirspurn Þorsteins Geirharðssonar mótt. 12. mars 2018 um að sameina kvisti á þaki hússins á lóð nr. 59 við Öldugötu. Fyrirspurninni var vísað til meðferðar hjá verkefnisstjóra og er nú lögð fram að nýju ásamt umsögn skipulagsfulltrúa dags. 23. mars 2018.
Umsögn skipulagsfulltrúa dags. 23. mars 2018 samþykkt.

51.18 Brekkustígur 5-5A, (fsp) kvistir
Á embættisafgreiðslufundi skipulagsfulltrúa 27. október 2017 var lögð fram fyrirspurn Ilmar Maríu Stefánsdóttur, mótt. 14. mars 2017, um að setja tvo kvisti á götuhlið hússins nr. 5 á lóð nr. 5-5A við Brekkustíg. Einnig eru lagðir fram tölvupóstar skipulagsfulltrúa, dags. 7. apríl og 1. september 2017. Fyrirspurninni var frestað og er nú lögð fram að nýju. Einnig er lagt fram bréf skrifstofu sviðsstjóra dags. 15. desember 2017.

Mál fellt niður sbr. bréf skrifstofu sviðsstjóra dags. 15. desember 2017