Drekavogur 18,
Hverfisgata 123,
Stigahlíð 81,
Lofnarbrunnur 14,
Frakkastígur - Skúlagata,
Kjalarnes, Esjuberg,
Kjalarnes, Varmadalur,
Bíldshöfði 12,
Gamla höfnin - Alliance reitur,
Jónsgeisli 27,
Þ59 Sprengisandur (Bústaðavegur 151-153),
Lautarvegur 20 og 22,
Nauthólsvegur 83,
Njálsgata 56,
Hólmgarður 14,
Elliðabraut 4-6, 8-10 og 12,
Eyjarslóð 1,
Eyjarslóð 1,
Gylfaflöt 6-8 og 10-12,
Háskóli Íslands, Hringbraut 29,
Hlíðarendi,
Sólvallagata 18,
Aðalskipulag Reykjavíkur, Norðlingaholt,
Kvosin, Landsímareitur,
Embættisafgreiðslufundur skipulagsstjóra Reykjavíkur samkvæmt viðauka 2.4 við samþykkt um stjórn Reykjavíkurborgar.
649. fundur 2017
Ár 2017, fimmtudaginn 14. september kl. 09:00, hélt skipulagsfulltrúi Reykjavíkur 649. embættisafgreiðslufund sinn til afgreiðslu mála án staðfestingar umhverfis- og skipulagsráðs. Fundurinn var haldinn á skrifstofu skipulagsfulltrúa Borgartúni 12 - 14, 2. hæð, Stardalur.
Fundinn sátu: Ágústa Sveinbjörnsdóttir og Marta Grettisdóttir.
Eftirtaldir embættismenn kynntu mál á fundinum: Ingvar Jón Bates Gíslason, Björn Ingi Edvardsson, Jón Kjartan Ágústsson, Halldóra Hrólfsdóttir, Dagný Harðardóttir, og Haraldur Sigurðsson.
Ritari var Harri Ormarsson.
Þetta gerðist:
1.17 Drekavogur 18, (fsp) geymsla og gróðurhús
Á embættisafgreiðslufundi skipulagsfulltrúa 1. september 2017 var lögð fram fyrirspurn Guðmundar Þórs Guðmundssonar, mótt. 22. ágúst 2017, um fyrir áður gerðri geymslu við vesturhlið bifreiðageymslu á lóð nr. 18 við Drekavog og byggingu gróðurhúss við suðurhlið bifreiðageymslu, samkvæmt uppdr. Arkídea ehf., dags. 3. júlí 2017. Fyrirspurninni var vísað til umsagnar verkefnisstjóra og er nú lögð fram að nýju ásamt umsögn skipulagsfulltrúa, dags. 14. september 2017.
Ekki er gerð athugasemd við erindið með vísan til umsagnar skipulagsfulltrúa, dags. 14. september 2017. Byggingarleyfisumsókn verður grenndarkynnt berist hún.
2.17 Hverfisgata 123, (fsp) breyting á deiliskipulagi
Á embættisafgreiðslufundi skipulagsfulltrúa 8. september 2017 var lögð fram fyrirspurn Helga Hafliðasonar, mótt. 21. ágúst 2017, ásamt greinargerð, dags. 16. ágúst 2017, um að breyta deiliskipulagi fyrir lóðina nr. 123 við Hverfisgötu sem felst í að hækka húsið á lóð nr. 123 við Hverfisgötu, hækka byggingu á baklóð um eina hæð og gera svalir götumegin, samkvæmt uppdr. Helga Hafliðasonar, dags. 16. ágúst 2017. Fyrirspurninni var vísað til umsagnar verkefnisstjóra og er nú lögð fram að nýju ásamt umsögn skipulagsfulltrúa, dags. 14. september 2017.
Ekki eru gerðar athugasemdir við að fyrirspyrjandi láti vinna tillögu að breytingu á deiliskipulagi með vísan í umsögn skipulagsfulltrúa dags. 14. september 2017, á eigin kostnað. Tillagan verður grenndarkynnt þegar hún berst.
Vakin er athygli á að erindið fellur undir gjaldskrá vegna kostnaðar við skipulagsvinnu og útgáfu framkvæmdaleyfis í Reykjavíkurborg nr. 1193/2016.
3.17 Stigahlíð 81, Sólskáli, heitur pottur o.fl.
Lagt fram erindi frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa frá 12. september 2017 þar sem sótt er um leyfi til að byggja sólskála á suðurhlið húss, koma fyrir glugga og hurð á suðurhlið, byggja sólpall og koma fyrir heitum potti og skyggni fyrir ofan skála verður fjarlægt á húsinu á lóð nr. 81 við Stigahlíð.
Samþykki frá eigendum húsa Stigahlíð nr. 79, nr. 83, nr. 91 og nr. 93 fylgir erindinu dags. 31. ágúst 2017. Stækkun : 16,1 ferm., 43,5 rúmm. Gjald kr. 11.000
Vísað til umsagnar verkefnisstjóra.
4.17 Lofnarbrunnur 14, (fsp) breyting á deiliskipulagi
Lögð fram fyrirspurn Jóns Hrafns Hlöðverssonar, mótt. 30. ágúst 2017, um breytingu á deiliskipulagi fyrir lóðina nr. 14 við Lofnarbrunn sem felst í að fjölga íbúðum hússins úr 8 íbúðum í 14 íbúðir, setja inn aukahæð milli framtaldra hæða og milda kröfu skilmála um að hús skuli fylgja bindandi byggingarlínu neðri hæðar. hús skuli snerta hana, samkvæmt uppdr. Mansard - teiknistofu ehf., dags. 26. ágúst 2017. Einnig er lagt fram bréf hönnuðar, dags. 28. ágúst 2017.
Vísað til umsagnar verkefnisstjóra.
5.17 Frakkastígur - Skúlagata, breyting á deiliskipulagi
Lögð fram tillaga umhverfis- og skipulagssviðs og VA arkitekta, dags. 30. júní 2017, að breytingu á deiliskipulagi fyrir hluta Skúlagötusvæðis. Um er að ræða tæplega 1 hektara svæði sem nær yfir óbyggða lóð á horni Skúlagötu og Frakkastígs og óbyggt borgarland milli Skúlagötu og Sæbrautar.
Vísað til umhverfis- og skipulagsráðs.
6.17 Kjalarnes, Esjuberg, (fsp) uppbygging
Á embættisafgreiðslufundi skipulagsfulltrúa 8. september 2017 var lögð fram fyrirspurn Magnúsar Sveins Ingimundarsonar, mótt. 5. september 2017, varðandi uppbyggingu í landi Esjubergs á Kjalarnesi, spildu 1, samkvæmt tillögu Ingimundar Magnússonar, dags. 29. ágúst 2017. Einnig er lögð fram greinargerð Ingimundar Magnússonar, dags. 27. ágúst 2017. Fyrirspurninni var vísað til umsagnar verkefnisstjóra og er nú lögð fram að nýju ásamt umsögn skipulagsfulltrúa, dags. 13. september 2017.
Jákvætt með vísan til umsagnar skipulagsfulltrúa, dags. 13. september 2017.
7.17 Kjalarnes, Varmadalur, ósk um umsögn - lóðarvilyrði
Á embættisafgreiðslufundi skipulagsfulltrúa 8. september 2017 var lagt fram erindi skrifstofu borgarstjórnar, dags. 4. september 2017, þar sem óskað er eftir umsögn skipulagsfulltrúa á erindi skrifstofu eigna og atvinnuþróunar, dags. 28. ágúst 2017, um lóðarvilyrði í Varmadal á Kjalarnesi undir jógamiðstöð/jógasetur. Erindinu var vísað til meðferðar hjá verkefnisstjóra og er nú lagt fram að nýju ásamt umsögn skipulagsfulltrúa, dags. 13. september 2017.
Umsögn skipulagsfulltrúa, dags. 13. september 2017, samþykkt.
8.17 Bíldshöfði 12, breyting á deiliskipulagi
Að lokinni grenndarkynningu er lögð fram að nýju umsókn Þorgeirs Jónssonar, dags. 3. júlí 2017, varðandi breytingu á deiliskipulagi Ártúnshöfða vegna lóðar nr. 12 við Bíldshöfða. Í breytingunni felst að breytt er byggingarreit fyrir matshluta 03. Heimilt er að byggja svalir beggja vegna byggingar. Tilgangur svala er að sjá fyrir björgunarsvæði úr vinnustofum á 3. og 4. hæð. Einnig er byggingarreitur stækkaður til austurs við gafl svo koma megi fyrir innan hans björgunarstiga með brú fyrir 3. og 4. hæð, samkvæmt uppdrætti, dags. 18. júlí 2017. Tillagan var grenndarkynnt frá 15. ágúst 2017 til og með 12. september 2017. Engar athugasemdir bárust.
Samþykkt með vísan til heimilda um embættisafgreiðslur skipulagsfulltrúa í viðauka við samþykkt um stjórn Reykjavíkurborgar
9.17 Gamla höfnin - Alliance reitur, breyting á deiliskipulagi
Að lokinni auglýsingu er lögð fram að nýju tillaga umhverfis- og skipulagssviðs að breytingu á deiliskipulagi Vesturbugtar fyrir lóðina nr. 2 við Grandargarð, Allianz reit. Breytingin felur í sér stækkun á lóðarmörkum og byggingarreit á lóðinni, aukningu byggingarmagns og skilgreiningu á gististarfsemi á efri hæðum og verslun og þjónustu á jarðhæðum, samkvæmt uppdr. Basalt arkitekta ehf., dags. 29. maí 2017. Einnig er lagt fram minnisblað Haralds Ólafssonar veðurfræðings, dags. 12. október 2016. og umsögn Faxaflóahafna sf., dags. 20. janúar 2017. Lagður fram tölvupóstur Faxaflóahafna, dags. 13. júlí 2017 og tölvupóstur Kristjáns Gíslasonar, dags. 23. júlí 2017, þar sem óskað er eftir framlengingu á athugasemdarfresti. Tillagan var auglýst frá 20. júní 2017 til og með 10. ágúst 2017. Eftirtaldir sendu inn athugasemdir. Jón Vilhelmsson, dags. 25. júlí 2017, Pétur B. Lúthersson og Birgitte Lúthersson-Pat, dags. 26. júlí 2017, Anna Sigurðardóttir og Guðmundur Björnsson, dags. 28. júlí 2017, Sigríður Hanna Jóhannesdóttir, dags. 28. júlí 2017, Sigrún Sæmundsen, dags. 31. júlí 2017 ásamt umsögn húsfélagsins að Mýrargötu 26, dags. 28. júlí 2017, Húsfélagið Mýrargötu 26, dags. 31. júlí 2017, Sigurður Haraldsson og Steinunn Sigurðardóttir, dags. 31. júlí 2017, Ásgeir Guðmundsson og Gróa Friðgeirsdóttir, dags. 31. júlí 2017, Árni Möller og Signý Pálsdóttir, dags. 31. júlí 2017, Helga Bragadóttir og Jóhann Sigurjónsson, dags. 1. ágúst 2017, Pétur Þormóðsson, dags. 1. ágúst 2017, Guðmundur Þorsteinsson , dags. 1. ágúst 2017, Faxaflóahafnir, dags. 9. ágúst 2017, 10 íbúar Grandagarði 1-13, dags. 10. ágúst 2017, Faxaflóahafnir sf. dags. 9. ágúst 2017 og Ágústa Hreinsdóttir f.h. Sögusafnsins ehf., dags. 10. ágúst 2017. Einnig er lögð fram umsögn Minjastofnunar Íslands, dags. 21. ágúst 2017. Erindinu var vísað til umsagnar verkefnisstjóra á embættisafgreiðslufundi skipulagsfulltrúa 18. ágúst 2017 og er nú lagt fram að nýju.
Vísað til umhverfis- og skipulagsráðs.
10.17 Jónsgeisli 27, Breytingar
Á embættisafgreiðslufundi skipulagsfulltrúa 1. september 2017 var lagt fram erindi frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa frá 29. ágúst 2017 þar sem sótt er um samþykki fyrir áður gerðum breytingum, breyttu innra skipulagi og stoðvegg á vesturhlið og til að steypa nýjan stoðvegg, útbúa útigeymslu með verönd á þaki vestan húss og koma fyrir setlaug í norðausturhluta lóðar nr. 27 við Jónsgeisla. Erindinu var vísað til umsagnar verkefnisstjóra og er nú lagt fram að nýju ásamt umsögn skipulagsfulltrúa, dags. 14. september 2017.
Erindi fylgir samþykki lóðarhafa Jónsgeisla 11, 13, 15 og 25 dags. 14. júlí 2017. Lögð er fram umsögn skipulagsfulltrúa dags. 23. júní 2017. Gjald kr. 11.000
Umsögn skipulagsfulltrúa, dags. 14. september 2017, samþykkt.
11.17 Þ59 Sprengisandur (Bústaðavegur 151-153), deiliskipulag
Að lokinni auglýsingu er lögð fram að nýju tillaga Landslags ehf. og Arkís arkitekta ehf., dags. 26. júní 2017, að deiliskipulagi fyrir svæðið Þ59 Sprengisandur. Í tillögunni felst uppbygging atvinnuhúsnæðis á þremur lóðum þar sem nú er Bústaðavegur 151. Einnig eru lögð fram minnisblöð verkfræðistofunnar Eflu, dags. 20. febrúar 2017, varðandi hljóðvist og 23. febrúar 2017, varðandi umferðarreikninga og húsakönnun Landslags, dags. 15. maí 2017. Tillagan var auglýst frá 14. júlí 2017 til og með 25. ágúst 2017. Eftirtaldir sendu inn athugasemdir: Ægir Burknason, dags. 21. júlí 2017, Svavar Freyr Ástvaldsson, dags. 20. og 25. júlí 2017, Haukur Sigurðsson, dags. 26. júlí 2017, Baldvin Einarsson, dags. 24. ágúst 2017, Eiríkur Grímsson og Steinunn M. Guðjónsdóttir, dags. 24. ágúst 2017 og Jón Magnússon og Bryndís Bjarnadóttir, dags. 25., ágúst 2017. Að loknum athugasemdarfresti barst athugasemd frá Þuríði Gísladóttur, dags. 28. ágúst 2017. Einnig er lagt fram bréf Þjónustumiðstöðvar Laugardals og Háaleitis f.h. Hverfisráðs Háaleitis og Bústaða, dags. 23. ágúst 2017, þar sem óskað er eftir framlengingu á athugasemdarfresti. Erindinu var vísað til umsagnar verkefnisstjóra á embættisafgreiðslufundi skipulagsfulltrúa 1. september 2017 og er nú lagt fram að nýju.
Vísað til umhverfis- og skipulagsráðs.
12.17 Lautarvegur 20 og 22, (fsp) breyting á deiliskipulagi
Lögð fram fyrirspurn Yrki arkitekta ehf., mótt. 5. september 2017, um að breyta deiliskipulagi fyrir lóðirnar nr. 20 og 22 við Lautarveg sem felst í að fjölga íbúðum úr einni í þrjár á hvorri lóð, sleppa bílgeymslu og gera þess í stað íbúð í einnar hæða byggingu á þeim hluta byggingarreits, gera þakverönd ofan á einnar hæðar byggingu og breyta staðsetningu bílastæða, samkvæmt greinargerð Sólveigar Berg, ódags.
Vísað til umsagnar verkefnisstjóra.
13.17 Nauthólsvegur 83, framkvæmdaleyfi til að fjarlægja mengaðan jarðveg
Lögð fram umsókn skrifstofu eigna og atvinnuþróunar, mótt. 12. september 2017, um framkvæmdaleyfi til að fjarlægja mengaðan jarðveg af lóð nr. 83 við Nauthólsveg.
Vísað til meðferðar hjá verkefnisstjóra.
14.17 Njálsgata 56, (fsp) breyting á byggingarreit
Á embættisafgreiðslufundi skipulagsfulltrúa 8. september 2017 var lögð fram fyrirspurn James Matthew Fletcher og Svanhildar Thors, mótt. 30. ágúst 2017, um breytingu á byggingarreit hússins á lóð nr. 56 við Njálsgötu, samkvæmt tillögu/skissu, ódags. Fyrirspurninni var vísað til umsagnar verkefnisstjóra og er nú lögð fram að nýju ásamt umsögn skipulagsfulltrúa, dags. 7. september 2017.
Neikvætt, með vísan til umsagnar skipulagsfulltrúa dags. 7. september 2017.
15.17 Hólmgarður 14, Hækka ris - kvistir - breytingar inni
Lagt fram erindi frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa frá 12. september 2017 þar sem sótt er um leyfi til hækka ris, gera kvisti á norður og suðurhlið risíbúðar og svalir á suðurhlið ásamt því að opna út í garð frá íbúð á 1. hæð í fjölbýlishúsi á lóð nr. 14 við Hólmgarð.
Stækkun: A-rými x ferm., x rúmm. Gjald kr. 10.100
Vísað til umsagnar verkefnisstjóra.
16.17 Elliðabraut 4-6, 8-10 og 12, breyting á deiliskipulagi
Að lokinni auglýsingu er lögð fram að nýju umsókn Plúsarkitekta mótt 31. ágúst 2016 varðandi breytingu á deiliskipulagi Norðlingaholts vegna lóða nr. 4-6, 8-10 og 12 við Elliðabraut. Í breytingunni felst að þar sem áður var gert ráð fyrir atvinnuhúsnæði er nú gert ráð fyrir 1-4 hæða íbúðarhúsnæði, skv. uppdráttum Plúsarkitekta ehf., dags. 29. júní 2017. Einnig er lögð fram skýringarmynd dags. 29. júní 2017. Byggingarmagn mannvirkja er óbreytt. Tillagan var auglýst frá 14. júlí 2017 til og með 25. ágúst 2017. Eftirtaldir aðilar sendu athugasemdir: Ægir Már Gylfason, dags. 27. júlí 2017, Hildur Ingvarsdóttir, dags. 22. ágúst 2017, Arna Hrund Arnardóttir og Þórir Haraldur Þórisson, dags. 24. ágúst 2017, Jón Hreinsson, dags. 25. ágúst 2017, Íris Arnardóttir, dags. 25. ágúst 2017, Hildur Mósesdóttir, dags. 25. ágúst 2017, íbúar við Sandavað 9-11, dags. 23. ágúst 2017, Erna Dís Gunnþórsdóttir, dags. 25. ágúst 2017, Guðrún Sveins, dags. 25. ágúst 2017, Berglind Eva Benediktsdóttir, dags. 25. ágúst 2017, Þórey Arna Árnadóttir, dags. 25. ágúst 2017, Bryndís Jónasdóttir, dags. 25. ágúst 2017, Ingjaldur Valdimarsson, dags. 25. ágúst 2017, Ósk Sigurðardóttir, dags. 25. ágúst 2017, Oddný Ósk Sigurbergsdóttir, dags. 25. ágúst 2017, Andri Sveinsson, dags. 25. ágúst 2017, Elísabet Hulda Einarsdóttir, dags. 25. ágúst 2017, Hafdís G. Gísladóttir, dags. 25. ágúst 2017, Guðný Björg Björnsdóttir og David Patchell, dags. 25. ágúst 2017, Veitur, dags. 25. ágúst 2017, Ólafur Már Símonarson, dags. 26. ágúst 2017, Auður Hansen og Örn Orri Ingvason, dags. 26. ágúst 2017, Perla Ósk Kjartansdóttir, dags. 26. ágúst 2017 og ábending Veitna, dags. 25. ágúst 2017. Erindinu var vísað til umsagnar verkefnisstjóra á embættisafgreiðslufundi skipulagsfulltrúa 1. september 2017 og er nú lagt fram að nýju.
Vísað til umhverfis- og skipulagsráðs.
17.17 Eyjarslóð 1, Viðbygging
Á embættisafgreiðslufundi skipulagsfulltrúa 26. maí 2017 var lagt fram erindi frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa frá 9. maí 2017 þar sem sótt er um leyfi til að byggja þriggja hæða viðbyggingu úr járnbentri steinseypu, einangrað að utan á byggingareit sem er merktur sem mhl. 03 á lóð nr. 1 við Eyjarslóð. Erindinu var vísað til umsagnar verkefnisstjóra og er nú lagt fram að nýju ásamt umsögn skipulagsfulltrúa, dags. 23. júní 2017. Einnig eru lögð fram bréf Valtýs Sigurðssonar hrl. f.h. GT2 ehf., dags. 1. ágúst 2017 og 6. september 2017.
Stærð hús er: 1.088,3 ferm., 4.291,5 rúmm. Gjald kr. 11.000
Vísað til umsagnar skrifstofu sviðsstjóra.
18.17 Eyjarslóð 1, Ofanábygging 3. hæð
Á embættisafgreiðslufundi skipulagsfulltrúa 26. maí 2017 var lagt fram erindi frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa frá 9. maí 2017 þar sem sótt er um leyfi til að byggja nýja inndregna 3. hæð yfir mhl. 01 og 02 úr stáli og timburgrind, fjölga eignum í báðum matshlutum, breyta innra skipulagi 2. hæðar í mhl. 2, koma fyrir burðarsúlum og nýrri steyptri loftplötu yfir 2. hæð í mhl. 01 og nýjum inngangi á 1. hæð í húsi á lóð nr. 1 við Eyjarslóð. Erindinu var vísað til umsagnar verkefnisstjóra og er nú lagt fram að nýju ásamt umsögn skipulagsfulltrúa, dags. 23. júní 2017. Einnig eru lögð fram bréf Valtýs Sigurðssonar hrl. f.h. GT2 ehf., dags. 1. ágúst 2017 og 6. september 2017.
Bréf frá hönnuði dags. 03 feb. 2017 og samþykki frá Hólmaslóð 2a. 6. febr. 2017 fylgir. Stækkun mhl. 01: 178,2 ferm. XX. rúmm. Mhl. 02: 334,0 ferm., XX rúmm. Samtals stækkun: 512,2ferm., XX rúmm. Gjald kr. 10.100
Vísað til umsagnar skrifstofu sviðsstjóra.
19.17 Gylfaflöt 6-8 og 10-12, breyting á deiliskipulagi
Lögð fram umsókn Sigurðar Hallgrímssonar, mótt. 31. ágúst 2017, varðandi breytingu á deiliskipulagi fyrir lóðirnar nr. 6-8 og 10-12 við Gylfaflöt. Í breytingunni felst að lóðirnar Gylfaflöt 6-8 verða sameinaðar í eina lóð og lóðirnar Gylfaflöt 10-12 verða sameinaðar í eina lóð, samkvæmt uppdr. Arkþings ehf., dags. 29. ágúst 2017.
Vísað til umhverfis- og skipulagsráðs.
20.17 Háskóli Íslands, Hringbraut 29, breyting á deiliskipulagi
Að lokinni auglýsingu er lögð fram að nýju umsókn Háskóla Íslands, mótt. 19. apríl 2017, um breytingu á deiliskipulagi deiliskipulags Háskóla Íslands vegna lóðarinnar nr. 29 við Hringbraut sem felst í viðbyggingu við Gamla Garð og nýbyggingu á lóð sunnan hans. Byggingarnar eru tvær, annars vegar viðbygging við suðvesturgafl Gamla garðs, og hins vegar L- laga nýbygging sem opnast að Gamla Garði, samkvæmt uppdr. Ydda arkitekta, dags. 19. apríl 2017. Einnig er lögð fram hljóðvistarskýrsla verkfræðistofunnar Eflu, dags. 22. maí 2017 og umsögn Minjastofnunar Íslands, dags. 12. júní 2017. Jafnframt er lagt fram bréf rektors Háskóla Íslands, dags. 7. júlí 2017, þar sem óskað er eftir framlengingu á athugasemdafresti. Tillagan var auglýst frá 6. júlí 2017 til og með 11. september 2017. Eftirtaldir sendu inn athugasemdir: fyrrverandi formenn Arkitektafélags Íslands, dags. 15. ágúst 2017, Hilmar Þór Björnsson, dags. 16. ágúst 2017, Ólafur S. Andrésson, dags. 16. ágúst 2017, Sigrún Helgadóttir, dags. 16. ágúst 2017 og Álfheiður Ingadóttir, dags. 17. ágúst 2017. Einnig er lögð fram umsögn Minjastofnunar Íslands, dags. 17. ágúst 2017 og bréf rektors Háskóla Íslands dags. 11. september 2017 ásamt bókun frá fundi háskólaráðs Háskóla Íslands frá 7. september 2017.
Vísað til umsagnar verkefnisstjóra.
21.17 ">Hlíðarendi, breyting á deiliskipulagi
Á embættisafgreiðslufundi skipulagsfulltrúa 1. september 2017 var lögð fram umsókn ALARK arkitekta ehf., mótt. 22. ágúst 2017, ásamt bréfi, dags. 22. ágúst 2017, varðandi breytingu á deiliskipulagi Hlíðarenda. Í breytingunni felst að fjölga íbúðum á reitum C, D og F í samræmi við breyttan aðalskipulagstalnagrunn, breyta skilmálum er varða svalaganga á íbúðareitum C, D og F, breyta skilmálum fyrir reit H og gera ný gatnamót, Valshlíð tengist við Nauthólsveg, samkvæmt uppdr. ALARK arkitekta ehf., dags. 22. ágúst 2017. Erindinu var vísað til umsagnar verkefnisstjóra og er nú lagt fram að nýju.
Vísað til umhverfis- og skipulagsráðs.
22.17 Sólvallagata 18, Nýjar svalir
Að lokinni grenndarkynningu er lagt fram að nýju erindi frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa dags. 11. júlí 2017 þar sem sótt er um leyfi til að byggja svalir á fyrstu, annarri og rishæð í húsi á lóð nr. 18 við Sólvallagötu. Erindi var grenndarkynnt frá 10. ágúst 2017 til og með 7. september 2017. Engar athugasemdir bárust.
Sjá umsögn skipulagsfulltrúa dags. 30.09.2016 við fsp. BN051294.
Gjald kr. 11.000
Samþykkt með vísan til viðauka um embættisafgreiðslur skipulagsfulltrúa við samþykkt um stjórn Reykjavíkurborgar.
Vísað til fullnaðarafgreiðslu byggingarfulltrúa.
23.17 Aðalskipulag Reykjavíkur, Norðlingaholt, breyting á aðalskipulagi
Að lokinni auglýsingu er lögð fram að nýju tillaga umhverfis- og skipulagssviðs, dags. í mars 2017, að breytingu á Aðalskipulagi Reykjavíkur 2010-2030 vegna Norðlingaholts til auglýsingar samkvæmt 31. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Í tillögunni felst breytt landnotkun úr athafnasvæði (AT3) í íbúðarbyggð (ÍB47), fjölgun íbúða og skilgreining nýs byggingarreits íbúðarhúsnæðis. Tillagan var auglýst frá 17. júlí 2017 og með 28. ágúst 2017. Athugasemd barst frá íbúum við Sandavað, dags. 23. ágúst 2017.
Vísað til umhverfis- og skipulagsráðs.
24.17 Kvosin, Landsímareitur, breyting á deiliskipulagi
Að lokinni auglýsingu er lögð fram að nýju umsókn THG Arkitekta ehf., mótt. 29. júní 2017, varðandi breytingu á deiliskipulagi Landsímareits. Breytingin felst í megin atriðum í því að borgarlandinu/lóðinni á milli lóðanna Vallarstrætis 4 og Aðalstrætis 7 er skipt upp á milli þeirra og lóðirnar stækkaðar sem því nemur og að leyfilegt verður að fjarlægja viðbyggingu frá 1967 við Landsímahúsið/Thorvaldsensstræti 6 og byggja hana í sömu mynd. Einnig er fallið frá kröfu um að opna skuli samkvæmissal (Nasa) út í Vallarstræti, bætt við skilmálum um bílstæði, ásamt ýmsum smærri breytingum og lagfæringum. Engar breytingar eru gerðar á stærðum og hæðum húsa og húshluta aðrar en núverandi kjallara Vallarstrætis 4 er bætt við, samkvæmt uppdr. THG Arkitekta ehf., dags. 3. júlí 2017. Tillagan var auglýst frá 4. ágúst 2017 til og með 15. september 2017. Lagt fram bréf Ragnars Aðalsteinssonar, dags. 13. september 2017 með beiðni um aukinn frest.
Samþykkt að framlengja athugasemdafrest til 21. september 2017.