Miklabraut við Rauðagerði,

Embættisafgreiðslufundur skipulagsstjóra Reykjavíkur samkvæmt viðauka 2.4 við samþykkt um stjórn Reykjavíkurborgar.

637. fundur 2017

Ár 2017, þriðjudaginn 20. júní kl. 11:00, hélt skipulagsfulltrúi Reykjavíkur 637. embættisafgreiðslufund sinn til afgreiðslu mála án staðfestingar skipulagsráðs. Fundurinn var haldinn á skrifstofu skipulagsfulltrúa Borgartúni 12 - 14, 2. hæð, Stardalur. Fundinn sátu: Björn Axelsson og Helena Stefánsdóttir Eftirtaldir embættismenn kynntu mál á fundinum: Jón Kjartan Ágústsson. Ritari var Björgvin Rafn Sigurðarson
Þetta gerðist:


1.17 Miklabraut við Rauðagerði, framkvæmdaleyfi
Lögð fram umsókn skrifstofu framkvæmda og viðhalds, dags. 19. júní 2017, um framkvæmdaleyfi vegna lagningu strætóreinar á Miklubraut frá Skeiðarvogi að rampa að Reykjanesbraut, lagningu göngu- og hjólastígs, gerð hljóðmana og stoð- og hljóðveggja o.fl., samkvæmt teikningum Mílu og verkfræðistofunnar Eflu, dags. mars 2017. Einnig er lagður fram uppdr. verkfræðistofunnar Eflu, dags. 4. maí 2016 br. 9. júní 2017. Einnig er lögð fram umsögn skipulagsfulltrúa, dags. 20. júní 2017.

Samþykkt að gefa út framkvæmdaleyfi með vísan til umsagnar skipulagsfulltrúa dags. 20. júní 2016. Vísað til skrifstofu sviðsstjóra til útgáfu framkvæmdaleyfis.
Vakin er athygli á að greiða þarf fyrir útgáfu framkvæmdaleyfis skv. gr. 5.2 í gjaldskrá skipulagsfulltrúa nr. 1193/2016.