Barmahlíð 34, Efstaland 26, Grandagarður 2, Langholtsvegur 118-120, Laugavegur 52, Laugavegur 86-94, Seljaland 1-7, Skólavörðustígur 10, Þorragata 10-20, Bíldshöfði 8, Fossvogur smádreifistöð, Hólmsheiði, athafnasvæði, Malarhöfði 2, Stardalur/Skálafell, Tunguháls 10, Austurberg 8-10, Bauganes 33, Fiskislóð 27, Fjölnisvegur 9, Grensásvegur 12, Sogavegur 42, Sólvallagata 14, Hverfisgata 98A, 100 og 100A, Njarðargata 25 og Urðarstígur 15, Kennaraháskóli Íslands, reitur 1.254, Aðalstræti 7, Ármúli 22, Brautarás 1-19, Jöklasel 21-23, Lambhagavegur 5, Sogavegur 119, Þverás 18, Heiðargerði 27, Kirkjusandur, Laufásvegur 68, Vesturgata 6-10A, Öldugata 33, Skildinganes 2,

Embættisafgreiðslufundur skipulagsstjóra Reykjavíkur samkvæmt viðauka 2.4 við samþykkt um stjórn Reykjavíkurborgar.

635. fundur 2017

Ár 2017, föstudaginn 9. júní kl. 09:10, hélt skipulagsfulltrúi Reykjavíkur 635. embættisafgreiðslufund sinn til afgreiðslu mála án staðfestingar skipulagsráðs. Fundurinn var haldinn á skrifstofu skipulagsfulltrúa Borgartúni 12 - 14, 2. hæð, Stardalur. Fundinn sátu: Björn Axelsson, Ágústa Sveinbjörnsdóttir og Marta Grettisdóttir Eftirtaldir embættismenn kynntu mál á fundinum: Halldóra Hrólfsdóttir, Björn Ingi Edvardsson, Hildur Gunnarsdóttir, Guðlaug Erna Jónsdóttir, Lilja Grétarsdóttir og Borghildur S. Sturludóttir. Ritari var Harri Ormarsson
Þetta gerðist:


1.17 Barmahlíð 34, breyta notkun bílskúrs í íbúð
Á embættisafgreiðslufundi skipulagsfulltrúa 2. júní 2017 var lögð fram umsókn Hildar Símonardóttur, dags. 24. maí 2017, um breytingu á skráningu bílskúrs á lóð nr. 34 við Barmahlíð í íbúðarhúsnæði. Erindinu var vísað til umsagnar verkefnisstjóra og er nú lagt fram að nýju ásamt umsögn skipulagsfulltrúa, dags. 8. júní 2017.

Neikvætt, með vísan til umsagnar skipulagsfulltrúa, dags. 8. júní 2017.

2.17 Efstaland 26, (fsp) breyting á skilmálum deiliskipulags
Á embættisafgreiðslufundi skipulagsfulltrúa 2. júní 2017 var lögð fram fyrirspurn THG Arkitekta ehf., mótt. 28. apríl 2017, um að breyta skilmálum deiliskipulags fyrir Efstaland 26 sem felst í að heimila rekstur gististaðar/hótels í flokki V og veitingastaðar í flokki II á lóðinni. Einnig er lagt fram bréf THG Arkitekta ehf., dags. 28. apríl 2017. Fyrirspurninni var vísað til umsagnar verkefnisstjóra og er nú lögð fram að nýju ásamt umsögn skipulagsfulltrúa, dags. 6. júní 2017.
Umsögn skipulagsfulltrúa, dags. 6. júní 2017, samþykkt.

3.17 Grandagarður 2, Skilti á eyju á horni Rastargötu og Grandagarðs
Lagt fram erindi frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa frá 6. júní 2017 þar sem sótt er um leyfi til að setja upp skilti á horni Rastargötu og Grandagarðs sem verður þríhyrnt á steyptum sökkli á borgarlandi fyrir utan lóð nr. 2 við Grandagarð.
Teikning frá umsækjanda fylgir. Gjald kr. 11.000

Vísað til umsagnar verkefnisstjóra.

4.17 Langholtsvegur 118-120, breyting á deiliskipulagi
Á embættisafgreiðslufundi skipulagsfulltrúa 5. maí 2017 var lögð fram umsókn Guðbjargar Gígju Árnadóttur, mótt. 17. mars 2017, varðandi breytingu á deiliskipulagi Heimahverfis vegna lóðarinnar nr. 118-120 við Langholtsveg. Í breytingunni felst að fjölga bílastæðum á lóð um eitt. Einnig er lagt fram bréf Guðbjargar Gígju Árnadóttur og Sigurðar Más Ingasonar, dags. 8. mars 2017. Einnig er lögð fram umsögn samgöngustjóra og borgarhönnunar, dags. 2. júní 2017. Erindinu var vísað til meðferðar hjá verkefnisstjóra og er nú lagt fram að nýju ásamt umsögn skipulagsfulltrúa, dags. 9. júní 2017.


Umsögn skipulagsfulltrúa, dags. 9. júní 2017, samþykkt.

5.17 Laugavegur 52, rekstrarleyfi í flokki II
Á embættisafgreiðslufundi skipulagsfulltrúa 2. júní 2017 var lagður fram tölvupóstur skrifstofu borgarstjórnar, dags. 22. maí 2017, þar sem óskað er eftir umsögn skipulagsfulltrúa á umsókn Fálkans 101 ehf. um nýtt rekstrarleyfi fyrir gististað í flokki II að Laugavegi 52. Erindinu var vísað til umsagnar verkefnisstjóra og er nú lagt fram að nýju ásamt umsögn skipulagsfulltrúa, dags. 9. júní 2017.

Umsögn skipulagsfulltrúa, dags. 9. júní 2017, samþykkt.


6.17 Laugavegur 86-94, Breyting - Subway
Á embættisafgreiðslufundi skipulagsfulltrúa 2. júní 2017 var lagt fram erindi frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa frá 30. maí 2017 þar sem sótt er um leyfi til að innrétta veitingastað í flokki I tegund C fyrir 15 gesti í rými 0101 í mhl. 01 á lóð nr. 86-94 við Laugaveg. Erindinu var vísað til umsagnar verkefnisstjóra og er nú lagt fram að nýju ásamt umsögn skipulagsfulltrúa, dags. 9.júní 2017.
Gjald kr. 11.000

Ekki eru gerðar skipulagslegar athugasemdir við erindið. með vísan til umsagnar skipulagsfulltrúa, dags. 9. júní 2017.

7.17 Seljaland 1-7, (fsp) nr. 3 - stúdíóíbúðir
Lögð fram fyrirspurn Ingibjargar Agnesar Jónsdóttur, mótt. 15. mars 2017, um að breyta óskráðum íbúðarherbergjum í húsinu nr. 3 á lóð nr. 1-7 við Seljaland í stúdíóíbúðir.

Vísað til umsagnar verkefnisstjóra.

8.17 Skólavörðustígur 10, (fsp) gististaður í flokki II
Lögð fram fyrirspurn Smára Vilhjálmssonar, mótt. 10. maí 2017, um að breyta nuddstofu í rými merkt 0101 á 1. hæð hússins á lóð nr. 10 við Skólavörðustíg í gististað í flokki II.

Vísað til umsagnar verkefnisstjóra.

9.17 Þorragata 10-20, Áfyllingaplan Sand- og olíuskilja
Lagt fram erindi frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa frá 6. júní 2017 þar sem sótt er um leyfi til að steypa plan fyrir Jet-A1 geymir ásamt því að koma fyrir sand- og olíuskilju á lóð með landnr. 106746 á Reykjavíkurflugvelli á lóð nr. 10-20 við Þorragötu.
Stærð sand- og olíuskilju: XX ferm., XX rúmm. Gjald kr. 11.000

Vísað til umsagnar verkefnisstjóra.

10.17 Bíldshöfði 8, Smávöruturn sunnan við húsið
Lagt fram erindi frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa frá 6. júní 2017 þar sem sótt er um leyfi til að byggja smávörulager við suðurhlið húss á lóð nr. 8 við Bíldshöfða.
Stærðir: x ferm., x rúmm. Gjald kr. 11.000

Neikvætt.
Samræmist ekki deiliskipulagi.


11.17 Fossvogur smádreifistöð, (fsp) afmörkun lóðar
Á embættisafgreiðslufundi skipulagsfulltrúa 2. júní 2017 var lögð fram fyrirspurn Orkuveitu Reykjavíkur, mótt. 30. maí 2017, um afmörkun lóðar fyrir smádreifistöð á landi borgarinnar við N1 bensínstöð í Fossvogi, samkvæmt tillögu Veitna ohf., dags. 27. janúar 2017. Lögð fram að nýju ásamt umsögn skipulagsfulltrúa dags. 9. júní 2017.
Ekki eru gerðar skipulagslegar athugasemdir við erindið með vísan til umsagnar skipulagsfulltrúa, dags. 9. júní 2017.

12.17 Hólmsheiði, athafnasvæði, nýtt deiliskipulag
Lögð fram lýsing umhverfis- og skipulagssviðs, skipulagsfulltrúa, dags. 17.maí 2017, um nýtt deiliskipulag fyrir Hólmsheiði, athafnasvæði. Stærð svæðis er um 47 hektarar og markmiðið er að skipuleggja lóðir fyrir gagnaver í samræmi við þau lóðarvilyrði sem hafa verið gefin út í borgarráði, auk þess að koma fyrir öðrum fjölbreyttum atvinnulóðum á svæðinu hvað varðar stærð og umfang í samræmi við skilgreiningu athafnasvæðis í aðalskipulagi Reykjavíkur 2010-2030 o.fl. Sjá nánar lýsingu.
Vísað til umhverfis- og skipulagsráðs.

13.17 Malarhöfði 2, staðsetning ökutækjaleigu
Á embættisafgreiðslufundi skipulagsfulltrúa 2. júní 2017 var lagt fram bréf Samgöngustofu, dags. 30. maí 2017, þar sem óskað er eftir umsögn vegna umsóknar Guðmundar Hlyns Gylfasonar f.h. Go car rental ehf. um að reka ökutækjaleigu að Malarhöfða 2. Sótt er um leyfi fyrir 15 ökutækjum í útleigu. Erindinu var vísað til umsagnar verkefnisstjóra og er nú lagt fram að nýju ásamt umsögn skipulagsfulltrúa, dags. 9. juní 2017.

Ekki eru gerðar skipulagslegar athugasemdir við erindið. með vísan til umsagnar skipulagsfulltrúa, dags. 9. júní 2017.

14.17 Stardalur/Skálafell, framkvæmdaleyfi
Lögð fram umsókn Mílu ehf., mótt. 11.maí 2017, um framkvæmdaleyfi vegna lagningu ljósleiðara í landi Stardals á Kjalarnesi og Skálafelli. sem felst í að leggja ljósleiðara frá Gljúfrasteini í Mosfellsdal eftir þjóðvegi að Leirvogsvatni, í gegnum land Stardals, eftir Skálafellsvegi og upp í tækjahús sem staðsett er á Skálafelli, samkvæmt skýringarmynd Mílu, dags. 25. apríl 2017. Einnig er lögð fram lýsing á lögn ljósleiðarastrengs Neyðarlínu og Mílu, dags. 30. apríl 2017, leyfi Vegagerðarinnar, dags. 9. maí 2017 og samkomulag um lagnaleið vegna lagningu ljósleiðara, dags. 9. maí 2017.

Vísað til umsagnar verkefnisstjóra.
Vakin er athygli á að erindið fellur undir gjaldskrá vegna kostnaðar við skipulagsvinnu og útgáfu framkvæmdaleyfis í Reykjavíkurborg nr. 1193/2016.



15.17 Tunguháls 10, (fsp) stækkun húss
Á embættisafgreiðslufundi skipulagsfulltrúa 2. júní 2017 var lögð fram fyrirspurn Sæmundar Eiríkssonar, mótt. 16. maí 2017, um að stækka húsið á lóð nr. 10 við Tunguháls, samkvæmt tillögu, dags. 16. maí 2017. Fyrirspurninni var vísað til umsagnar verkefnisstjóra og er nú lögð fram að nýju ásamt umsögn skipulagsfulltrúa, dags. 9. júní 2017.

Ekki eru gerðar skipulagslegar athugasemdir við erindið. með vísan til umsagnar skipulagsfulltrúa, dags. 9. júní 2017.

16.17 Austurberg 8-10, (fsp) hækkun húss og lyftustokkar
Á embættisafgreiðslufundi skipulagsfulltrúa 28. apríl 2017 var lögð fram fyrirspurn Viktors Hrafns Guðmundssonar, mótt. 20. mars 2017, um að hækka fjölbýlishúsið á lóð nr. 8-10 við Austurberg um eina hæð þannig að þær verði fimm og setja lyftu ásamt lyftustokki aftan á tvo stigaganga í húsinu. Fyrirspurninni var vísað til umsagnar verkefnisstjóra og er nú lögð fram að nýju ásamt umsögn skipulagsfulltrúa, dags. 9. júní 2017.

Umsögn skipulagsfulltrúa, dags. 9. júní 2017, samþykkt.

17.17 Bauganes 33, (fsp) setja kvist og stækka bíslag
Lögð fram fyrirspurn Huldu Steingrímsdóttur, mótt. 19. maí 2017, um að setja kvisti á norðurhluta þaksins á húsinu á lóð nr. 33 við Bauganes og stækka bíslag, samkvæmt skissu, ódags.

Vísað til umsagnar verkefnisstjóra.

18.17 Fiskislóð 27, Atvinnuhúsnæði
Lagt fram erindi frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa frá 30. maí 2017 þar sem sótt er um leyfi til að byggja þriggja hæða skrifstofuhús úr forsmíðuðum einingum, klætt sementsbundnum plötum á staðsteyptum sökkli á lóð nr. 27 við Fiskislóð.
Erindi fylgja greinargerð um brunavarnir og umsögn burðarvirkishönnuðar dags. 22. maí 2017. Stærð: 2.545,7 ferm., 9.510,7 rúmm. Gjald kr. 11.000

Vísað til umsagnar verkefnisstjóra.

19.17 Fjölnisvegur 9, Viðbygging - skyggni
Lagt fram erindi frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa frá 30. maí 2017 þar sem sótt er um leyfi til að byggja viðbyggingu við bílskúr að lóðarmörkum til austurs ásamt skyggni með þaksvölum framan við bílskúr að lóðarmörkum til vesturs og skyggni á 2. hæð á suðvestur gafli í húsi á lóð nr. 9 við Fjölnisveg.
Stækkun: A-rými x ferm., x rúmm. B-rými x ferm., x rúmm. Gjald kr. 11.000

Vísað til umsagnar verkefnisstjóra.

20.17 Grensásvegur 12, Ofanábygging - íbúðir 2., 3. og 4.hæð
Lagt fram erindi frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa frá 16. maí 2017 þar sem sótt er um leyfi til að byggja inndregna hæð ofan á, svalir á bakhlið og innrétta 24 íbúðir á 2. 3. og 4. hæð, einnig að afmarka sérnotafleti á lóð húss nr. 12 við Grensásveg. Erindinu var vísað til umsagnar verkefnisstjóra og er nú lagt fram að nýju ásamt umsögn skipulagsfulltrúa, dags. 9. júní 2017.
Jafnframt er erindi BN048915 dregið til baka. Erindi fylgir samþykki meðlóðarhafa áritað á uppdrátt dags. 28. desember 2016. Stækkun: 558,3 ferm., 1.863,4 rúmm. Gjald kr. 10.100

Umsögn skipulagsfulltrúa, dags. 9. júní 2017, samþykkt. Samþykkt að grenndarkynna framlagða byggingarleyfisumsókn fyrir hagsmunaaðilum að Grensásvegi 3, 5, 7, 9, 10, 12A og 14 og Síðumúla 31, 33 og 35.
Vakin er athygli á að greiða þarf fyrir grenndarkynningu áður en kynning fer fram samkv. 8.1. gr. gjaldskrá skipulagsfulltrúa nr. 1193/2016.


21.17 Sogavegur 42, (fsp) kjallari
Á embættisafgreiðslufundi skipulagsfulltrúa 28. apríl 2017 var lögð fram fyrirspurn Inga Eiríkssonar, mótt. 18. apríl 2017, um að gera kjallara undir húsið á lóð nr. 42 við Sogaveg. Fyrirspurninni var vísað til umsagnar verkefnisstjóra og er nú lögð fram að nýju ásamt umsögn skipulagsfulltrúa, dags. 8. júní 2017.

Ekki eru gerðar skipulagslegar athugasemdir við erindið með vísan til umsagnar skipulagsfulltrúa, dags. 8. júní 2017.

22.17 Sólvallagata 14, innkeyrsla á lóð
Á embættisafgreiðslufundi skipulagsfulltrúa 5. maí 2017 var lögð fram umsókn Þorleifs Eggertssonar, mótt. 12. apríl 2017, um að koma fyrir innkeyrslu á suðausturhorni lóðarinnar nr. 14 við Sólvallagötu, samkvæmt uppdr. Hughrifs ehf., dags. 28. mars 2017. Einnig er lagt fram bréf Hughrifs ehf., dags. 28. mars 2017. Erindinu var vísað til umsagnar verkefnisstjóra og er nú lagt fram að nýju ásamt umsögn skipulagsfulltrúa, dags. 8. júní 2017.

Ekki gerð athugasemd við erindið, sbr. þó skilyrði og leiðbeiningar sem fram koma í umsögn skipulagsfulltrúa, dags. 8. júní 2017.

23.17 Hverfisgata 98A, 100 og 100A, (fsp) breyting á deiliskipulagi
Lögð fram fyrirspurn Arkþings ehf., mótt. 6. júní 2017, um breytingu á deiliskipulagi reits 1.174.1 vegna lóðanna nr. 98A, 100 og 100A sem felst í að rífa húsin á lóðunum og reisa í þeirra stað þriggja hæða nýbyggingu með risi. Í nýbyggingunum yrði verslunar- og þjónustuhúsnæði á jarðhæð og allt að 18. íbúðir á efri hæðum, samkvæmt tillögu Arkþings ehf., ódags.

Vísað til umsagnar verkefnisstjóra.

24.17 Njarðargata 25 og Urðarstígur 15, (fsp) breyting á deiliskipulagi
Lögð fram fyrirspurn Arkitekta Laugavegi 164 ehf., mótt. 2. maí 2017, varðandi breytingu á deiliskipulagi reits 1.186.5, Nönnugötureits, vegna lóðanna nr. 25 við Njarðargötu og nr. 15. við Urðarstíg sem felst m.a. í að heimilt verði að fjölga íbúðum, auka byggingarmagn, sameina lóðir og byggja sameiginlegt stigahús á garðhlið, samkvæmt uppdr. Arkitekta Laugavegi 164 ehf., dags. 2017. Einnig er lagt fram bréf Arkitekta Laugavegi 164 ehf., dags. 28. apríl 2017 og tillöguhefti, dags. 27. apríl 2017.

Vísað til umsagnar verkefnisstjóra.

25.17 Kennaraháskóli Íslands, reitur 1.254, breyting á deiliskipulagi
Að lokinni auglýsingu er lagt fram að nýju bréf Skipulagsstofnunar, dags. 21. júlí 2016, þar sem gerð er athugasemd við að birt verði auglýsing um samþykkt deiliskipulagsbreytingarinnar í B-deild Stjórnartíðinda þar sem hún er í ósamræmi við aðalskipulag hvað varðar fjölda íbúða. Einnig er lögð fram tillaga A2f arkitekta, að breytingu á deiliskipulagi reits 1.254, Kennaraháskólinn, dags. 31. janúar 2017. Í breytingunni felst uppbygging á hluta núv. lóðar Kennaraháskóla Íslands fyrir byggingu 60 íbúða fyrir eldri borgara og allt að 100 íbúða fyrir námsmenn. Auk þess sem skilgreindar verða upp á nýtt byggingarheimildir fyrir lóð Kennaraháskóla Íslands. Einnig er lögð fram umsögn Borgarsögusafns Reykjavíkur, dags. 25. janúar 2016, húsakönnun Borgarsögusafns Reykjavíkur, Bólstaðarhlíð ¿ Stakkahlíð ¿ Háteigsvegur, dags. 2016 og samantekt skipulagsfulltrúa af kynningarfundi sem haldinn var 9. mars 2016. Tillagan var auglýst frá 10. apríl til og með 22. maí 2017. Eftirtaldir aðilar sendu athugsemdir: Daníel Jakobsson, dags. 30. mars 2017, Valgerður Katrín Jónsdóttir f.h. eigenda 1. hæðar að Bólstaðarhlíð 31, dags. 3. apríl 2017, ásamt tölvupósti, dags. 7. maí 2017 og Valdís Ólafsdóttir, dags. 18. maí 2017. Einnig er lögð fram umsögn Hverfisráðs Hlíða, dags. 5. maí 2017. Erindinu var vísað til umsagnar verkefnisstjóra á embættisafgreiðslufundi skipulagsfulltrúa 26. maí 2017 og er nú lagt fram að nýju.

Vísað til umhverfis- og skipulagsráðs.

26.17 Aðalstræti 7, Stækka kjallara, viðbygging ofl. (Endurnýjun á BN047437)
Lagt fram erindi frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa frá 6. júní 2017 þar sem sótt er um leyfi til að breyta erindi BN047437, hætt er við að lyfta húsi, kjallari stækkaður og dýpkaður, bætt við svölum á bakhlið, breytt opnun lyftu o. fl. í íbúðar- og atvinnuhúsi á lóð nr. 7 við Aðalstræti.
Stækkun: 59 ferm., 122,5 rúmm. Gjald kr. 11.000

Vísað til umsagnar verkefnisstjóra.

27.17 Ármúli 22, (fsp) hækkun húss
Lögð fram fyrirspurn Þorbjargar Sigurðardóttur, mótt. 10. maí 2017, um að hækka húsið á lóð nr. 22 við Ármúla um eina hæð, samkvæmt uppdr. Glámu Kím, dags. 5. maí 2017.

Vísað til umsagnar verkefnisstjóra.

28.17 Brautarás 1-19, (fsp) nr. 19 - stækkun lóðar
Á embættisafgreiðslufundi skipulagsfulltrúa 2. júní 2017 var lögð fram fyrirspurn Smára Viðars Grétarssonar, um stækkun lóðarinnar nr. að Brautarási 19, lóð nr. 1-19 við Brautarás, um tvo metra til suðurs. Fyrirspurninni var vísað til umsagnar verkefnisstjóra og er nú lögð fram að nýju ásamt umsögn skipulagsfulltrúa, dags. 9. júní 2017.

Umsögn skipulagsfulltrúa, dags. 9. júní 2017, samþykkt.

29.17 0">Jöklasel 21-23, breyting á deiliskipulagi
Á embættisafgreiðslufundi skipulagsfulltrúa 28. apríl 2017 var lögð fram umsókn Ágústs Þórðarsonar, mótt. 31. mars 2017, varðandi breytingu á deiliskipulagi fyrir lóðina nr. 21-23 við Jöklasel. Í breytingunni felst að stækka lóð og fjölga bílgeymslum um eina, samkvæmt uppdr. Ágústs Þórðarsonar, dags. 31. mars 2017. Erindinu var vísað til meðferðar hjá verkefnisstjóra og er nú lagt fram að nýju.
Samþykkt að grenndarkynna framlagða tillögu að óverulegri breytingu á deiliskipulagi fyrir hagsmunaaðilum að Fjarðarseli 29, 31, 32, 33, 34, 35 og 36 og Jöklaseli 21, 23 og 25, þegar samþykki meðlóðarhafa liggur fyrir.
Vakin er athygli á að greiða þarf fyrir grenndarkynningu áður en kynning fer fram samkv. 7. 6.gr. gjaldskrá skipulagsfulltrúa nr. 1193/2016.


30.17 Lambhagavegur 5, (fsp) skrifstofu- og lagerhúsnæði
Lögð fram fyrirspurn Mótandi ehf., mótt. 29. maí 2017, varðandi byggingu skrifstofu- og lagerhúsnæði á lóð nr. 5 við Lambhagaveg, samkvæmt uppdr. Kjartans Sigurðssonar, dags. 25. maí 2017.

Vísað til umsagnar verkefnisstjóra.

31.17 Sogavegur 119, breyting á deiliskipulagi
Á embættisafgreiðslufundi skipulagsfulltrúa 2. júní 2017 var lagt fram erindi Jóhönnu Norðdahl, mótt. 29. maí 2017, um breytingu á deiliskipulagi Sogavegar-Rauðagerðis vegna lóðarinnar nr. 119 við Sogaveg sem felst í stækkun á byggingareit lóðarinnar vegna byggingu staðstæðs bílskúrs á lóð og stækkunar á einbýlishúsi, samkvæmt uppdr. THG Arkitekta ehf., dags. 28. janúar 2017. Fyrirspurn. Einnig er lagður fram tölvupóstur samgöngusérfræðings strætó dags. 7. desember 2016.
Um er að ræða umsókn um breytingu á deiliskipulagi skv. lýsingu á fyrirspurnarblaði og innsendum gögnum.
Samþykkt að grenndarkynna framlagða tillögu að óverulegri breytingu á deiliskipulagi fyrir hagsmunaaðilum að Sogavegi 117, 121, 146, 156 og 158.
Vakin er athygli á að greiða þarf fyrir grenndarkynningu áður en kynning fer fram samkv. 7. 6.gr. gjaldskrá skipulagsfulltrúa nr. 1193/2016.


32.17 Þverás 18, (fsp) vinnustofa/sólstofa
Lögð fram fyrirspurn Karenar Kristjánsdóttur, mótt. 26. apríl 2017, varðandi byggingu vinnustofu/sólstofu á lóð nr. 18 við Þverás.

Vísað til umsagnar verkefnisstjóra.

33.17 Heiðargerði 27, (fsp) stækkun húss
Lögð fram fyrirspurn Sigrúnar Þórarinsdóttur, mótt. 12. maí 2017, varðandi stækkun hússins á lóð nr. 27 við Heiðargerði.

Vísað til umsagnar verkefnisstjóra.

34.17 Kirkjusandur, framkvæmdaleyfi vegna gatnagerðar
Lögð fram umsókn umhverfis- og skipulagssviðs, skrifstofu framkvæmda og viðhalds, mótt. 7. júní 2017, um framkvæmdaleyfi vegna gatnagerðar á Kirkjusandsreit. Leggja á nýja götu, Hallgerðargötu ásamt tengigötum út frá henni skv. deiliskipulagi á Kirkjusandsreit. Framkvæmdin felst í jarðvegsskiptum, fyllingu, lagnavinnu og yfirborðsfrágangi á götu, bílastæðum, gangstéttum og götugögnum, samkvæmt uppdrætti verkfræðistofunnar Eflu, dags. 3. mars 2017.

Vísað til umsagnar verkefnisstjóra.
Vakin er athygli á að erindið fellur undir gjaldskrá vegna kostnaðar við skipulagsvinnu og útgáfu framkvæmdaleyfis í Reykjavíkurborg nr. 1193/2016.


35.17 ">Laufásvegur 68, (fsp) breyting á deiliskipulagi
Lögð fram fyrirspurn K.J. hönnunar ehf., mótt. 1. júní 2017, um breytingu á deiliskipulagi fyrir lóðina nr. 68 við Laufásveg sem felst í færslu á byggingarreit lóðarinnar nr. 68 við Laufásveg um 4 metra til suðurs, að heimilt verði að halda áður gerðum svölum og geymslu undir svölum sem byggt var 2006 og samþykki á hæðarlegu á áður gerðum neðri palli, samkvæmt uppdr. K.J. hönnunar ehf., dags. 1. júní 2017. Einnig er lagt fram bréf Lögmanna Höfðabakka, dags. 16. október 2015.

Vísað til umsagnar verkefnisstjóra og skrifstofu sviðsstjóra.

36.17 Vesturgata 6-10A, (fsp) nr 6 - svalir og nýr inngangur
Lögð fram fyrirspurn THG Arkitekta ehf., mótt. 23. maí 2017, um að gera svalir og nýjan inngang á austurgafl hússins nr 6 á lóð nr. 6-10A við Vesturgötu, samkvæmt uppdr. THG Arkitekta ehf. 23. maí 2017.

Vísað til umsagnar verkefnisstjóra.

37.17 Öldugata 33, Lyfta þaki, þaksvalir o.fl.
Á embættisafgreiðslufundi skipulagsfulltrúa 28. apríl 2017 var lagt fram erindi frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa frá 4. apríl 2017 þar sem sótt er um leyfi til að hækka ris, byggja svalir í þak, breyta inngangi og innra skipulagi tvíbýlishúss á lóð nr. 33 við Öldugötu. Einnig eru lögð fram viðbótargögn, dags. 8. júní 2017. Erindinu var frestað og er nú lagt fram að nýju.

Eftirtaldir aðilar sendu athugasemdir: Jónatan Þórmundsson og Sólveig Ólafsdóttir,


Lögð er fram umsögn skipulagsfulltrúa dags. 23. september 2016. Gjald kr. 11.000

Athugasemdarfrestur framlengdur til 21. júní 2017.

38.17 Skildinganes 2, (fsp) stækka svalir
Á embættisafgreiðslufundi skipulagsfulltrúa 2. júní 2017 var lögð fram fyrirspurn Davíðs Þorlákssonar, mótt. 23. maí 2017, um að stækka svalir á 2. hæð hússins á lóð nr. 2 við Skildinganes þannig að þær nái yfir þak á bílskúr. Fyrirspurninni var vísað til umsagnar verkefnisstjóra og er nú lögð fram að nýju ásamt umsögn skipulagsfulltrúa, dags. 9. júní 2017.

Umsögn skipulagsfulltrúa, dags. 9. júní 2017, samþykkt.