Árskógar 1-3, Geirsgata/Kalkofnsvegur, Kjalarnes, Esjuberg, Úlfarsfell, Hverfisgata 106, Álftaland 15-17, Fossaleynir 19-23, Grjótháls 1-3 og 5, Hólmgarður 24, Kleppsvegur 8-16, Bárugata 8, Borgartún 24, Brautarholt 4-4A, Flókagata 8, Friggjarbrunnur 51, Grettisgata 55B, Korngarðar 3, Tryggvagata 13, Fálkagata 32, Laugavegur 114, Samþykkt um skilti í lögsögu Reykjavíkur, Brattagata 3B, Klapparstígur 29, Langholtsvegur 82, Laugarnestangi 60, Lautarvegur 2-16, Lautarvegur 34, Selásbraut 98, Skipholt 50B, Skólavörðustígur 43, Sogavegur 69, Týsgata 1, Austurbakki 2, Bykoreitur, reitur 1.138, Hagamelur 34 og 36, Hörpugata 12, Njálsgata 38, Óðinsgata 19, Skerplugata 9, Skógarhlíð 22, Þóroddsstaðir, Sléttuvegur, 1.172.0 Brynjureitur,

Embættisafgreiðslufundur skipulagsstjóra Reykjavíkur samkvæmt viðauka 2.4 við samþykkt um stjórn Reykjavíkurborgar.

624. fundur 2017

Ár 2017, föstudaginn 10. mars kl. 09:05, hélt skipulagsfulltrúi Reykjavíkur 624. embættisafgreiðslufund sinn til afgreiðslu mála án staðfestingar skipulagsráðs. Fundurinn var haldinn á skrifstofu skipulagsfulltrúa Borgartúni 12 - 14, 2. hæð, Stardalur. Fundinn sátu: Björn Axelsson, Ágústa Sveinbjörnsdóttir og Ann Andreasen Eftirtaldir embættismenn kynntu mál á fundinum: Guðlaug Erna Jónsdóttir, Lilja Grétarsdóttir, Halldóra Hrólfsdóttir og Borghildur Sölvey Sturludóttir. Ritari var Harri Ormarsson
Þetta gerðist:


1.17 Árskógar 1-3, (fsp) hækkun húss, fjölgun íbúða
Lögð fram fyrirspurn Arkís arkitekta ehf., mótt. 2. mars 2017, um að hækka húsin á lóð nr. 1-3 við Árskóga um eina hæð og fjölga þannig íbúðum um 6 í hvoru húsi auk 4 íbúðir á þakhæð húsanna þannig að þakhæðin er eingöngu inndregin til suðurs, samkvæmt uppdr. Arkís arkitekta ehf., dags. 2. mars 2017.

Vísað til meðferðar í yfirstandandi vinnu deiliskipulags Suður-Mjóddar.

2.17 Geirsgata/Kalkofnsvegur, framkvæmdaleyfi
Á embættisafgreiðslufundi skipulagsfulltrúa 10. febrúar 2017 var lögð fram umsókn skrifstofu framkvæmda- og viðhalds, mótt. 2. febrúar 2017, um framkvæmdaleyfi sem felst í stærstum hluta að breyta núverandi gatnamótum þannig að Lækjargata og Kalkofnsvegur verða ein heild en Geirsgata kemur þvert á Kalkofnsveg, samkvæmt teikningum Landmótunar, dags. 20 janúar 2017. Erindinu var vísað til umsagnar verkefnisstjóra og er nú lagt fram að nýju ásamt umsögn skipulagsfulltrúa, dags. 10. mars 2017.

Samþykkt að gefa út framkvæmdaleyfi með vísan til umsagnar skipulagsfulltrúa, dags. 10. mars 2017. Vísað til skrifstofu sviðsstjóra til útgáfu framkvæmdaleyfis. Vakin er athygli á að greiða þarf fyrir útgáfu framkvæmdaleyfis skv. 5.2 gr. gjaldskrá skipulagsfulltrúa nr. 1193/2016.

3.17 Kjalarnes, Esjuberg, (fsp) breyta bílgeymslu í gististað
Lögð fram fyrirspurn Bjarna Þórs Ólafssonar, mótt. 16. janúar 2017, um að breyta bílgeymslu á lóð Skriðu í landi Esjubergs á Kjalarnesi í gististað, samkvæmt tillögu Bjarna Þórs Ólafssonar, dags. 12. janúar 2017.

Vísað til umsagnar verkefnisstjóra.

4.17 Úlfarsfell, (fsp) sumarhús
Lögð fram fyrirspurn Aðalbjörns Jóns Sverrissonar og Freyju Jónsdóttur, mótt. 7. febrúar 2017, varðandi byggingu sumarhúss í Úlfarsfelli.

Vísað til umsagnar verkefnisstjóra.

5.17 Hverfisgata 106, breyting á deiliskipulagi
Lögð fram fyrirspurn Noland Arkitekta ehf., mótt. 14. febrúar 2017, varðandi breytingu á deiliskipulagi reits 1.174.1 vegna lóðarinnar nr. 106 við Hverfisgötu. Í breytingunni felst á mæni, settir eru skilmálar um kvisti og svalir auk þess sem nýtingarhlutfall er hækkað, samkvæmt uppdr. Noland Arkitekta ehf., dags. 14. febrúar 2017.

Vísað til umsagnar verkefnisstjóra.

6.17 Álftaland 15-17, (fsp) breyting á deiliskipulagi
Lögð fram fyrirspurn Páls V. Bjarnasonar, mótt. 28. febrúar 2017, varðandi breytingu á deiliskipulagi Eyrarlands vegna lóðarinnar nr. 15-17 við Álftamýri sem felst í byggingu sólstofu á lóð nr. 15 og geymsluskúr á lóð nr. 17, samkvæmt uppdr. P ARK teiknistofu sf., dags. 24. febrúar 2017.

Vísað til umsagnar verkefnisstjóra.

7.17 Fossaleynir 19-23, (fsp) breyting á deiliskipulagi
Lögð fram fyrirspurn Gunnlaugs Johnson, mótt. 27. febrúar 2017, varðandi breytingu á deiliskipulagi fyrir lóðina nr. 19-23 við Fossaleynir sem felst í að breyta byggingarreit svo að horn áfanga 3 nær útfyrir núverandi byggingarreit, fella út kvöð um lága millibyggingu milli áfanga 2 og 3 og að í staðinn komi skotrenna milli húseignina, úthorn nýbyggingar verði inndreginn til að minnka sjónræn áhrif og fella niður kvöð um hringakstur kringum byggingarreitinn, samkvæmt uppdr. Gunnlaugs Johnsson, dags. 16. febrúar 2017.

Vísað til umsagnar verkefnisstjóra.

8.17 Grjótháls 1-3 og 5, breyting á deiliskipulagi
Á fundi embættisafgreiðslufundi skipulagsfulltrúa 3. mars 2017 var lögð fram umsókn T.ark Arkitekta ehf., mótt. 16. febrúar 2017, varðandi breytingu á deiliskipulagi Hálsahverfis vegna lóðanna nr. 1-3 og 5 við Grjótháls. Í breytingunni felst stækkun á byggingarreitum beggja lóða vegna sorpskýla ofanjarðar á lóð, samkvæmt uppdr. T.ark Arkitekta ehf., dags. 6. febrúar 2017. Erindinu var vísað til meðferðar hjá verkefnisstjóra og er nú lagt fram að nýju.

Vísað til umhverfis- og skipulagsráðs.
Þar sem um er að ræða óverulega breytingu á deiliskipulagi á grundvelli málsmeðferðar skv. 3. mgr. 44. gr. skipulagslaga þarf að greiða skv. 8.2. gr. gjaldskrá skipulagsfulltrúa nr. 1193/2016.



9.17 Hólmgarður 24, (fsp) um að fjölga um eina íbúð
Lögð fram fyrirspurn Björns Snorrasonar, mótt. 28. mars 2017, um að gera aukaíbúð að Hólmgarði 24.

Vísað til umsagnar verkefnisstjóra.

10.17 Kleppsvegur 8-16, (fsp) nr. 14 svalalokun/stækkun íbúðar
Lögð fram fyrirspurn Arnþórs Guðlaugssonar, mótt. 21. febrúar 2017, um að loka svölum/stækka íbúð nr. 14 í fjölbýlishúsinu á lóð nr. 8-16 við Kleppsveg.

Vísað til umsagnar verkefnisstjóra.

11.17 Bárugata 8, (fsp) - Íbúð risi - kvistir, svalir o.fl.
Á embættisafgreiðslufundi skipulagsfulltrúa 3. mars 2017 var lagt fram erindi frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa frá 28. febrúar 2017 þar sem spurt er hvort leyft yrði að byggja" kvist á vesturhlið og kvist og svalir austurhlið, breikka kvist á norðurhlið, breyta innra skipulagi og fá samþykkta "ósamþykkta íbúð í risi húss á lóð nr. 8 við Bárugötu. Erindinu var vísað til umsagnar verkefnisstjóra og er nú lagt fram að nýju ásamt umsögn skipulagsfulltrúa, dags. 10. mars 2017.

Neikvætt, með vísan til umsagnar skipulagsfulltrúa, dags. 10. mars 2017.

12.17 Borgartún 24, (fsp) breyting á deiliskipulagi
Lögð fram fyrirspurn THG Arkitekta ehf., mótt. 23. febrúar 2017, varðandi breytingu á deiliskipulagi fyrir lóðina nr. 24 við Borgartún sem felst í að heimilt verði að vera með atvinnustarfsemi á jarðhæð hússins og íbúðir á efri hæðum.

Vísað til meðferðar verkefnisstjóra.

13.17 Brautarholt 4-4A, Breyta í íbúðir
Lagt fram erindi frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa frá 7. mars 2017 þar sem sótt er um leyfi til að byggja einnar hæðar viðbyggingu á baklóð, stækka glugga og koma fyrir svölum á báðar hliðar, koma fyrir lyftu og innrétta 18 íbúðir á 2. - 4. hæð atvinnuhúss nr. 4, mhl. 01 á lóð nr.4-4A við Brautarholt.
Erindi fylgir greinargerð hönnuðar um algilda hönnun dags. 21. febrúar 2017 og kaupsamningur dags. 15. mars 2016. Einnig eru lagðar fram umsagnir skipulagsfulltrúa dags. 15. júlí og 16. desember 2016. Stækkun: xx ferm., xx rúmm. Gjald kr. 11.000

Ekki gerð skipulagsleg athugasemd við erindið.

14.17 Flókagata 8, (fsp) einingahús á lóð
Á embættisafgreiðslufundi skipulagsfulltrúa 3. mars 2017 var lögð fram fyrirspurn Úlfs Inga Jónssonar, mótt. 14. febrúar 2017, um að staðsetja einingahús á lóð nr. 8 við Flókagötu. Fyrirspurninni var vísað til umsagnar verkefnisstjóra og er nú lögð fram að nýju ásamt umsögn skipulagsfulltrúa, dags. 10. mars 2017.

Neikvætt, með vísan til umsagnar skipulagsfulltrúa, dags. 10. mars 2017.

15.17 Friggjarbrunnur 51, breyting á deiliskipulagi
Lögð fram umsókn Jóns Hrafns Hlöðverssonar, mótt. 23. febrúar 2017, varðandi breytingu á deiliskipulagi Úlfarsárdals, hverfi 4, vegna lóðarinnar nr. 51 við Friggjarbrunn. Í breytingunni felst að heimilt verði að innkeyrsla í bílakjallara Friggjarbrunns 51 liggi um lóðina Friggjarbrunn 47A, sem er sameiginleg aðkomulóð fyrir 47 og 49, og að innkeyrsla að lóð nr. 51 verði með kvöð um aðgengi að lóðum 47, 47A og 49, samkvæmt updr. Mansard teiknistofu ehf., dags. 20. febrúar 2017.

Vísað til umhverfis- og skipulagsráðs.
Þar sem um er að ræða óverulega breytingu á deiliskipulagi á grundvelli málsmeðferðar skv. 3. mgr. 44. gr. skipulagslaga þarf að greiða skv. 8.2. gr. gjaldskrá skipulagsfulltrúa nr. 1193/2016.


16.17 Grettisgata 55B, (fsp) hækkun húss
Á embættisafgreiðslufundi skipulagsfulltrúa 3. mars 2017 var lögð fram fyrirspurn Lárusar Rögnvalds Haraldssonar, mótt. 9. janúar 2016, varðandi hækkun hússins á lóð nr. 55B bið Grettisgötu. Fyrirspurninni var vísað til umsagnar verkefnisstjóra og er nú lögð fram að nýju ásamt umsögn skipulagsfulltrúa, dags. 10. mars 2017.

Neikvætt, með vísan til umsagnar skipulagsfulltrúa, dags. 10. mars 2017.

17.17 Korngarðar 3, (fsp) breyting á deiliskipulagi
Á embættisafgreiðslufundi skipulagsfulltrúa 24. febrúar 2017 var lögð fram fyrirspurn DAP ehf., mótt. 15. febrúar 2017, varðandi breytingu á deiliskipulagi fyrir lóðina nr. 3 við Korngarða. Í breytingunni felst stækkun á byggingarreit, samkvæmt tillögu DAP ehf., dags. 25. janúar 2017. Einnig er lögð fram greinargerð DAP ehf., dags. 15. febrúar 2017. Erindinu var vísað til umsagnar verkefnisstjóra og er nú lagt fram að nýju ásamt umsögn skipulagsfulltrúa, dags. 9. mars 2017.
Jákvætt, með vísan til umsagnar skipulagsfulltrúa, dags. 9. mars 2017.

18.17 Tryggvagata 13, (fsp) staðsetning djúpgáma á borgarlandi
Lögð fram fyrirspurn Hildigunnar Haraldsdóttur, mótt. 7. mars 2017, um hugsanlega staðsetningu djúpgáma á borgarlandi við Tryggvagötu 13, samkvæmt uppdr. Hildigunnar Haraldsdóttur, dags. 6. okt. 2016.

Vísað til umsagnar skrifstofu umhverfisgæða.

19.17 Fálkagata 32, (fsp) bæta við kvistum
Lögð fram fyrispurn Stáss design ehf., mótt. 23. janúar 2017, um að bæta við kvistum í þakflöt hússins á lóð nr. 32 við Fálkagötu, samkvæmt uppdr. Stáss design ehf., dags. 23. janúar 2017.
Vísað til umsagnar verkefnisstjóra.

20.17 Laugavegur 114, (fsp) byggja yfir/loka svölum
Lögð fram fyrirspurn Bjarna Snæbjörnssonar, mótt. 31. janúar 2017, um að loka svölum á inndreginni 5. hæð hússins nr. 114 við Laugaveg, samkvæmt uppdr. Bjarna Snæbjörnssonar, dags. 30. janúar 2017.

Vísað til umsagnar verkefnisstjóra.

21.17 Samþykkt um skilti í lögsögu Reykjavíkur, Skilti í lögsögu Reykjavíkur
Starfshópur vegna LED skilta.

Vísað til umhverfis- og skipulagsráðs.

22.17 Brattagata 3B, (fsp) gististaður í flokki II
Lögð fram fyrirspurn Baldurs Hrafns Vilmundarsonar, mótt. 6. febrúar 2017, um rekstur gististaðar í flokki II í húsinu á lóð nr. 3B við Brattagötu.

Vísað til umsagnar verkefnisstjóra.

23.17 Klapparstígur 29, (fsp) veitingastaður í flokki III
Á fundi embættisafgreiðslufundi skipulagsfulltrúa 3. mars 2017 var lögð fram fyrirspurn Yrki arkitekta ehf., mótt. 16. febrúar 2017, varðandi rekstur veitingastaðar í flokki III húsinu á lóð nr. 29 við Klapparstíg. Einnig er lagt fram bréf Yrki arkitekta ehf., dags. 14. febrúar 2017. Fyrirspurninni var vísað til umsagnar verkefnisstjóra og er nú lögð fram að nýju ásamt umsögn skipulagsfulltrúa, dags. 8. mars 2017.

Neikvætt, með vísan til umsagnar skipulagsfulltrúa, dags. 8. mars 2017.

24.17 Langholtsvegur 82, (fsp) breyta 1. hæð og kjallara í þrjár íbúðir
Lögð fram fyrirspurn Hafsteins Gunnarssonar, mótt. 2. febrúar 2017, um að breyta 1. hæð og kjallara í húsinu á lóð nr. 82 við Langholtsveg í þrjár íbúðir.
Vísað til umsagnar verkefnisstjóra.

25.17 Laugarnestangi 60, Íbúðargisting fl.2
Lagt fram erindi frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa frá 7. mars 2017 þar sem sótt er um leyfi til að innrétta gististað í flokki II, teg. íbúð í einbýlishúsi á lóð nr. 60 við Laugarnestanga.
Gjald kr. 11.000

Vísað til umsagnar verkefnisstjóra.

26.17 Lautarvegur 2-16, (fsp) fella niður/færa stíg
Lögð fram fyrirspurn Jóns Þórs Þorvaldssonar, mótt. 20. febrúar 2017, um að stígur sem liggur norðan við húsin að Lautarvegi 2-6 og sunnan við Skógarveg 12-14 verði felldur niður/færður norður og lækkaður. Einnig er lagt fram bréf Úti og inni sf., dags. 24. janúar 2017 og bréf Friðjóns Arnar Friðjónssonar og Margrétar Sigurðardóttur íbúðareigenda að Skógarvegi 12, dags. 26. janúar 2017, þar sem lagst er gegn því að stígur verði felldur niður.

Vísað til umsagnar verkefnisstjóra.

27.17 Lautarvegur 34, (fsp) breyta einbýlishúsi í tvíbýlishús
Lögð fram fyrirspurn Kristjáns Hilmarssonar, mótt. 1. febrúar 2017, um að breyta einbýlishúsi á lóð nr. 34 við Lautarveg í tvíbýlishús með tveimur bílskúrum.

Vísað til umsagnar verkefnisstjóra.

28.17 Selásbraut 98, breyting á deiliskipulagi
Lögð fram umsókn Bergþórs Ólafssonar, mótt. 28. febrúar 2017, varðandi breytingu á deiliskipulagi Suður Seláss vegna lóðarinnar nr. 98 við Selásbraut. Í breytingunni felst að hækka núverandi byggingu um eina hæð og stækka 1. hæð til vesturs svo gera megi ráð fyrir svölum á 2. og 3. hæð ásamt hjóla- og vagnageymslu fyrir íbúðir, samkvæmt uppdr. A2 arkitektur ehf. dags. 20. febrúar 2017.

Vísað til meðferðar verkefnisstjóra.
Vakin er athygli á að erindið fellur undir gjaldskrá vegna kostnaðar við skipulagsvinnu og útgáfu framkvæmdaleyfis í Reykjavíkurborg nr. 1193/2016.



29.17 Skipholt 50B, (fsp) breyting á notkun
Lögð fram fyrirspurn Þormars Ingimarssonar, mótt. 26. febrúar 2017, um að breyta notkun matshluta 0104 í húsinu á lóð nr. 50B við Skipholt úr verslunarhúsnæði í íbúðarhúsnæði.

Vísað til umsagnar verkefnisstjóra.

30.17 Skólavörðustígur 43, breyting á deiliskipulagi
Á fundi embættisafgreiðslufundi skipulagsfulltrúa 3. mars 2017 var lögð fram umsókn Noland Arkitekta ehf., mótt. 14. febrúar 2017, varðandi breytingu á deiliskipulagi Kárastígsreits, reitur 1.182.3, vegna lóðarinnar nr. 43 við Skólavörðustíg. Í breytingunni felst breyting á nýtingu rýmis úr raðhúsi í verslun, samkvæmt uppdr. Noland Arkitekta ehf., dags. 14. febrúar 2017. Fyrirspurninni var vísað til meðferðar hjá verkefnisstjóra og er nú lögð fram að nýju ásamt umsögn skipulagsfulltrúa, dags. 10. mars 2017.


Umsögn skipulagsfulltrúa, dags. 10. mars 2017, samþykkt.

31.17 Sogavegur 69, Breyta íbúð í atvinnuhúsnæði, stækka húsnæðið
Á fundi embættisafgreiðslufundi skipulagsfulltrúa 3. mars 2017 var lagt fram erindi frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa frá 28. febrúar 2017 þar sem sótt er um leyfi til að sameina í eina eign, byggja við anddyri á suðurhlið, byggja yfir glerhluta húss, breyta gluggum á húsi á lóð nr. 69 við Sogaveg. Erindinu var vísað til umsagnar verkefnisstjóra og er nú lagt fram að nýju.
Útskrift úr gerðabók embættisafgreiðslufundar skipulagsfulltrúa frá 3. febrúar 2017 fylgir erindinu ásamt umsögn skipulagsfulltrúa dags. 2. febrúar 2017. Stækkun: 35,5 ferm. 66,4 rúmm. Gjald kr. 11.000

Samþykkt að grenndarkynna framlagða byggingarleyfisumsókn fyrir hagsmunaaðilum að Sogavegi 71, 72, 74, Búðagerði 1, 3, 5, 7, 9 og Grundargerði 35.
Vakin er athygli á að greiða þarf fyrir grenndarkynningu áður en kynning fer fram samkv. 8.1. gr. gjaldskrá skipulagsfulltrúa nr. 1193/2016..


32.17 Týsgata 1, Svalir, breyting inni 2.hæð og fyrir áður gerðum breytingum
Á fundi embættisafgreiðslufundi skipulagsfulltrúa 3. mars 2017 var lagt fram erindi frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa frá 28. febrúar 2017 þar sem sótt er um samþykki fyrir áður gerðum breytingum, sem eru þær að svalir hafa verið byggðar á 4. hæð, gluggum breytt í svalahurð og hurð út í garð fjarlægð, einnig er sótt um að innrétta íbúð á 2. hæð, byggja svalir á suðausturhlið og sameina 0102 og 0103 í eina verslun á 1. hæð húss á lóð nr. 1 við Týsgötu. Erindinu var vísað til umsagnar verkefnisstjóra og er nú lagt fram að nýju ásamt umsögn skipulagsfulltrúa, dags. 8. mars 2017.
Samþykki meðeigenda dags. 16. janúar 2017 og 13. febrúar 2017 fylgir erindi ásamt umsögn burðarvirkishönnuðar dags. 5. desember 2016.
Gjald kr. 11.000

Ekki gerð athugasemd við erindið, sbr. þó skilyrði og leiðbeiningar sem fram koma í umsögn skipulagsfulltrúa, dags. 8. mars 2017.

33.17 Austurbakki 2, Hótel, breyting á BN050485
Á embættisafgreiðslufundi skipulagsfulltrúa 13. janúar 2017 var lagt fram erindi frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa frá 10. janúar 2017 þar sem sótt er um leyfi til að breyta erindi BN050485, um er að ræða stækkun tæknirýma í neðri kjallara, minni háttar breytingar á útliti og innra skipulagi allra hæða og stækkun 7. hæðar hótels á lóð nr. 2 við Austurbakka. Erindinu var vísað til umsagnar verkefnisstjóra og er nú lagt fram að nýju ásamt umsögn skipulagsfulltrúa dags. 23. febrúar 2017. Jafnframt er lagt fram bréf T.ark Arkitekta ehf., dags. 1. mars 2017.
Erindi fylgja greinargerðir um algilda hönnun dags. 22. desember 2016, um eldvarnir dags. 22 desember 2016, um hljóðvist dags. 14. desember 2016 og um hávaðadreifingu frá hafnarstarfsemi í Reykjavík dags. í september 2015.
Stækkun: xx ferm., xx rúmm. Eftir stækkun, A-rými: xx ferm., xx rúmm. B-rými: xx ferm., xx rúmm. Gjald kr. 10.100

Bréfi Tark, dags. 1. mars 2017, er vísað til umsagnar skrifstofu sviðsstjóra og verkefnisstjóra skipulagfulltrúa.

34.17 Bykoreitur, reitur 1.138, breyting á deiliskipulagi
Að lokinni auglýsingu er lögð fram að nýju umsókn Plúsarkitekta ehf., dags. 3. júní 2016 varðandi breytingu á deiliskipulagi Bykoreits, reitur 1.138. Helstu breytingar eru að skilgreina fjölda íbúða samkvæmt AR 2010-30, skilgreina landnotkun í samræmi við stefnu í AR 2010-30 um aðalgötur ásamt hækkun á hæðarkvóta, skv. uppdr. Plúsarkitekta ehf., dags. 14. nóvember 2016. Tillagan var auglýst frá 7. desember 2016 til og með 6. febrúar 2017. Eftirtaldir aðilar sendu athugasemdir: Skólaráð Vesturbæjarskóla, dags. 20. janúar 2017, Heiða Kristín Helgadóttir fulltrúi foreldra, dags. 20. janúar 2017, Guðmundur Ingi Guðbrandsson, dags. 23. janúar 2017, Ingi Elvar Árnason, dags. 23. janúar 2017, Kristinn Baldursson, dags. 23. janúar 2017, Alina Dubik og Zbigniew Dubik, dags. 23. janúar 2017, íbúasamtök Vesturbæjar, dags. 23. janúar 2017, húsfélag Sólvallagata 80-84 ásamt viðhengi 2, dags. 23. janúar 2017, Björn S. Stefánsson, dags. 23. janúar 2017 og Elísabet Jökulsdóttir, dags. 23. janúar 2017, Björn S. Stefánsson, dags. 24. janúar 2017. Einnig er lagður fram tölvupóstur Elísabetar Jökulsdóttur, dags. 22. janúar 2017 og 6. febrúar 2017, þar sem óskað er eftir frekari framlengingu á athugasemdarfresti. Erindinu var vísað til umsagnar verkefnisstjóra á embættisafgreiðslufundi skipulagsfulltrúa 10. febrúar 2017 og er nú lagt fram að nýju.

Vísað til umhverfis- og skipulagsráðs.

35.17 Hagamelur 34 og 36, (fsp) stækkun svala og bæta við gluggum
Lögð fram fyrirspurn húsfélagsins að Hagamel 34-36, mótt. 21. febrúar 2017, um að bæta við gluggum á austurgafl hússins á lóðunum nr. 34 og 36 við Hagamel og stækka svalir.

Vísað til umsagnar verkefnisstjóra.

36.17 Hörpugata 12, (fsp) hækkun á bíslagi, vinnustofa
Lögð fram fyrirspurn Kristjáns Eggertssonar, mótt. 7. febrúar 2017, um að hækka á bíslagi hússins á lóð nr. 12 við Hörpugötu og byggingu lítillar vinnustofu sem er aðskilin frá húsi, samkvæmt uppdr. KRADS ehf., dags. 8. febrúar 2017.

Vísað til umsagnar verkefnisstjóra.

37.17 Njálsgata 38, (fsp) stækkun bakhúss
Lögð fram fyrirspurn Kristínar Hörpu Hálfdánardóttur, mótt. 13. febrúar 2017, varðandi stækkun bakhúss á lóð nr. 38 við Njálsgötu. Einnig er lögð fram greinargerð Kristínar Hörpu Hálfdánardóttur, dags. 7. febrúar 2017.

Vísað til umsagnar verkefnisstjóra.

38.17 Óðinsgata 19, (fsp) nýtt hús á lóð
Lögð fram fyrirspurn Kjartans Hafsteins Rafnssonar, mótt. 6. mars 2017, um að byggja nýtt hús á lóðinni nr. 19 við Óðinsgötu en jafnframt láta núverandi hús á lóð halda sér, samkvæmt uppdr. K.J. hönnunar ehf., dags. 7. mars 2017. Nýtingarhlutfall yrði aukið í allt að 1,10.

Vísað til umsagnar verkefnisstjóra.

39.17 Skerplugata 9, (fsp) færsla á byggingarreit bílskúrs
Lögð fram fyrirspurn Jóns J. Hjartarsonar, mótt. 20. febrúar 2017, um að færa byggingarreit bílskúrs á lóð nr. 9 við Skerplugötu þannig að hann verði samhliða bílskúr á lóð nr. 7 við Skerplugötu.

Vísað til umsagnar verkefnisstjóra.

40.17 Skógarhlíð 22, Þóroddsstaðir, breyting á deiliskipulagi
Á embættisafgreiðslufundi skipulagsfulltrúa 27. janúar 2017 var lögð fram umsókn Hornsteina arkitekta ehf., mótt. 1. desember 2016, varðandi breytingu á deiliskipulagi Skógarhlíðar vegna lóðarinnar nr. 22 við Skógarhlíð. Í breytingunni felst að heimilt verði að byggja allt að 22 íbúðir auk þess sem gert er ráð fyrir allt að 6 íbúðum í núverandi húsi (Þóroddsstöðum), samkvæmt uppdr. Hornsteina arkitekta ehf., dags. apríl 2016. Einnig er lögð fram drög að greinargerð, ódags. Erindinu var frestað og er nú lagt fram að nýju.
Vísað til umhverfis- og skipulagsráðs.

41.17 Sléttuvegur, breyting á deiliskipulagi
Lögð fram umsókn THG Arkitekta ehf., mótt. 16. desember 2016, varðandi breytingu á deiliskipulagi Sléttuvegar, Hrafnistu. Í breytingunni felst að fjölga íbúðum, fjölga hjúkrunarheimilisrýmum, breytingu á bílsatæðafjölda og bílakjöllurum o.fl., samkvæmt uppdr. THG Arkitekta ehf., dags. 14. desember 2016.

Vísað til meðferðar hjá verkefnisstjóra.
Vakin er athygli á að erindið fellur undir gjaldskrá vegna kostnaðar við skipulagsvinnu og útgáfu framkvæmdaleyfis í Reykjavíkurborg nr. 1193/2016.


42.17 1.172.0 Brynjureitur, (fsp) breyting á skilmálum deiliskipulags vegna bílastæða
Lögð fram fyrirspurn Þingvangs ehf., mótt. 7. mars 2017, þar sem óskað er eftir breytingu á skilmálum um bílastæði á Brynjureit 1.172.0. Óskað er eftir að bílastæðamagn verði 0,3-1 stæði á íbúð og 0,3 - 1 stæði á 100m2 atvinnuhúsnæði sem er í samræmi við stefnu borgarinnar og deiluskipulags skilmála sem eru í grennd við Brynjureitinn, sbr. deiluskipulagið á Frakkastígsreit 1.172.1.

Vísað til umsagnar verkefnisstjóra.