Köllunarklettur, Þ47, Lautarvegur 10, Austurgerði 8, Básbryggja 51, Brúnaland 2-40 3-21, Grundarland 17-23, Haukdælabraut 1, Haukdælabraut 16, Hestháls 12, Hverfisgata 85, Hverfisgata 85-91 og 93, Barónsreitur, Lambhagavegur 5, Sogavegur 119, Ystasel 37, Hverafold 49, Hverfisgata 76, Þ59 Sprengisandur (Bústaðavegur 151-153), Hverfisgata 100B og 102, Langholtsvegur 113, Langholtsvegur 196, Skipholt 21, Snorrabraut 56, Laugavegur 55, Ártúnsholt, Reykjaæð, Álagrandi 6, Dugguvogur 6, Eddufell 2-8, Fiskislóð 37B, Hátún 9, Hverfisgata 112 og 114 og Snorrabraut 27, Smiðshöfði 19, Austurbakki 2, Gylfaflöt 6-8 og 10-12, Hlíðarendi 20-26, Laugavegur 176, Suðurgata 29, Veltusund 3B, Ásendi 17, Döllugata 2, Fiskislóð 71-73, Frakkastígur 7, Friggjarbrunnur 18, Hafnarstræti 18, Holtsgata 16, Hrannarstígur 3, Vesturgata 30,

Embættisafgreiðslufundur skipulagsstjóra Reykjavíkur samkvæmt viðauka 2.4 við samþykkt um stjórn Reykjavíkurborgar.

621. fundur 2017

Ár 2017, föstudaginn 17. febrúar kl. 09:12, hélt skipulagsfulltrúi Reykjavíkur 621. embættisafgreiðslufund sinn til afgreiðslu mála án staðfestingar umhverfis- og skipulagsráðs. Fundurinn var haldinn á skrifstofu skipulagsfulltrúa Borgartúni 12 - 14, 2. hæð, Stardalur. Fundinn sátu: Björn Axelsson og Marta Grettisdóttir. Eftirtaldir embættismenn kynntu mál á fundinum: Hildur Gunnarsdóttir, Guðlaug Erna Jónsdóttir, Lilja Grétarsdóttir, Björn Ingi Edvardsson, Margrét Þormar og Borghildur Sölvey Sturludóttir. Ritari var Erna Hrönn Geirsdóttir.
Þetta gerðist:


1.17 Köllunarklettur, Þ47, uppbygging
Lagt fram bréf Pálmars Harðarsonar f.h. Þingvangs ehf., dags. 1. júní 2016 varðandi uppbyggingu á Köllunarklettsreits, þróunarsvæði 29. Teikningar Nordic, ARK þing og greinargerð, dags. 26. janúar 2017, lagðar fram.

Vísað til umsagnar verkefnisstjóra.

2.17 Lautarvegur 10, Fjölbýlishús
Lagt fram erindi frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa frá 14. febrúar 2017 þar sem sótt er um leyfi til að byggja þriggja hæða steinsteypt fjölbýlishús með þremur íbúðum og tvöfaldri bílgeymslu á lóð nr. 10 við Lautarveg. Einnig er lögð fram umsögn skipulagsfulltrúa, dags. 16. febrúar 2017.
Útskrift úr gerðabók embættisafgreiðslufundar skipulagsfulltrúa frá 4. ágúst 2016 fylgir erindinu ásamt umsögn skipulagsfulltrúa dags. 3. ágúst 2016.
Útskrift úr gerðabók embættisafgreiðslufundar skipulagsfulltrúa frá 30. september 2016 fylgir erindinu ásamt umsögn skipulagsfulltrúa dags. 30. september 2016. Stærðir A-rými: 559,9 ferm., 1844,0 rúmm. B-rými: 52,7 ferm., 1.807,1 rúmm., C-rými: 91,3 ferm. Gjald kr. 10.100



Umsögn skipulagsfulltrúa samþykkt með þeim skilyrðum og leiðbeiningum sem fram koma í umsögninni, dags. 16. febrúar 2017.

3.17 >Austurgerði 8, (fsp) skipta einbýlishúsi í þrjár íbúðir
Lögð fram fyrirspurn Arndísar Herborgar Björnsdóttur, mótt. 3. febrúar 2017, um að skipta einbýlishúsinu á lóð nr. 8 við Austurgerði í þrjár íbúðir. Einnig er lögð fram umsögn skipulagsfulltrúa, dags. 17. febrúar 2017.

Neikvætt, með vísan til umsagnar skipulagsfulltrúa, dags. 17. febrúar 2017.


4.17 Básbryggja 51, Breytingar inni. ERINDI FELLT ÚR GILDI SJÁ BN53019
Lagt fram erindi frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa frá 14. febrúar 2017 þar sem sótt er um áður gerðar breytingar annars vegar sem felast í því að íbúð 0303 og 0304 voru sameinaðar í eina og hins vegar nýja breytingu sem felst í því að rými 0402 og 0403, sem áður tilheyrðu sameinaðri íbúð 0303, tilheyra nú íbúð 0401 og núverandi stigi í íbúð 0303 er fjarlægður í húsi á lóð nr. 51 við Básabryggju.
Bréf umsækjanda dags. 07.02.2017 fylgir erindi. Gjald kr. 11.000

Ekki eru gerðar athugasemdir við erindið. Samræmist deiliskipulagi, uppgefinn fjöldi íbúða er hámarksfjöldi, heimilt er að hafa færri.

5.17 ">Brúnaland 2-40 3-21, nr. 21 - grafa út kjallara að hluta
Lögð fram umsókn Einars V. Tryggvasonar, mótt. 17. janúar 2017, um að grafa út kjallara að hluta og gera tómstundaherbergi og geymslu í raðhúsi nr. 21 á lóð nr. 2-40 og 3-21 við Brúnaland, samkvæmt uppdr. Einars V. Tryggvasonar, dags. 10. nóvember 2017. Einnig eru lagt fram bréf Einars V. Tryggvasonar, mótt. 21. desember 2016 og 4. janúar 2017.


Vísað til umsagnar verkefnisstjóra.

6.17 Grundarland 17-23, 21- Einbýlishús
Lagt fram erindi frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa frá 14. febrúar 2017 þar sem sótt er um leyfi til að byggja einbýlishús með innbyggðri bílgeymslu á lóð nr. 21 við Grundarland.
Stærð A-rými 415,9 ferm., 1.439,5 rúmm. Lögð er fram umsögn skipulagsfulltrúa dags. 01.12.2016 við fsp. SN1608410 um niðurrif og nýbyggingu. Gjald kr. 11.000

Vísað til umsagnar verkefnisstjóra.

7.17 Haukdælabraut 1, (fsp) breyta einbýlishúsi í parhús
Á embættisafgreiðslufundi skipulagsfulltrúa 10. febrúar 2017 var lögð fram fyrirspurn Guðmundar Gunnlaugssonar, mótt. 18. janúar 2017, um að breyta einbýlishúsi á lóð nr. 1 við Haukdælabraut í Parhús, samkvæmt teikningu Guðmundar Gunnlaugssonar, dags. 15. janúar 2017. Einnig er lagt fram bréf Guðmundar Gunnlaugssonar, dags. 16. janúar 2017. Fyrirspurninni var vísað til umsagnar verkefnisstjóra og er nú lögð fram að nýju ásamt umsögn skipulagsfulltrúa, dags. 10. febrúar 2017.

Neikvætt, með vísan til umsagnar skipulagsfulltrúa, dags.10. febrúar 2017.

8.17 Haukdælabraut 16, (fsp) tveggja hæða hús og færsla á bílastæði
Á embættisafgreiðslufundi skipulagsfulltrúa 10. febrúar 2017 var lögð fram fyrirspurn Einars Garðarssonar, mótt. 6. febrúar 2017, um að húsið á lóð nr. 16 við Haukdælabraut verði tvær fullar hæðir, ekki stallað, og færa bílastæði til vesturs. Fyrirspurninni var vísað til umsagnar verkefnisstjóra og er nú lögð fram að nýju ásamt umsögn skipulagsfulltrúa, dags. 15. febrúar 2017.

Ekki gerð athugasemd við erindið, sbr. þó skilyrði og leiðbeiningar sem fram koma í umsögn skipulagsfulltrúa, dags. 15. febrúar 2017.

9.17 Hestháls 12, breyting á deiliskipulagi
Að lokinni grenndarkynningu er lögð fram að nýju umsókn Gunnars Atla Hafsteinssonar, f.h. Tandur hf., mótt. 20. október 2016, varðandi breytingu á deiliskipulagi Hálsahverfis vegna lóðarinnar nr. 12 við Hestháls. Í breytingunni felst stækkun á byggingarreit til norðurs um 7 metra á 21 metra löngum kafla frá norðvesturhorni byggingarreits í átt að lóðarmörkum Hestháls 10, samkvæmt meðfylgjandi uppdr. Gunnars Atla Hafsteinssonar, dags. 18. október 2016. Erindi var grenndarkynnt frá 16. janúar til og með 13. febrúar 2017. Engar athugasemdir bárust.
Samþykkt með vísan til heimilda um embættisafgreiðslur skipulagsfulltrúa í viðauka við samþykkt um stjórn Reykjavíkurborgar.

10.17 Hverfisgata 85, Nr.85-93 Fjölbýlishús
Lagt fram erindi frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa frá 14. febrúar 2017 þar sem sótt er leyfi til að byggja 70 íbúða fjölbýlishús á 5 hæðum auk 2ja hæða bílakjallara á lóð nr. 85 við Hverfisgötu.
Stærð: A-rými x ferm., x rúmm. B-rými x ferm., x rúmm. Gjald 11.000

Vísað til umsagnar verkefnisstjóra.

11.17 Hverfisgata 85-91 og 93, Barónsreitur, breyting á deiliskipulagi
Að lokinni auglýsingu er lögð fram að nýju umsókn Rauðsvíkur ehf., mótt. 8. nóvember 2016, varðandi breytingu á deiliskipulagi Barónsreits vegna lóðanna nr. 85-91 og 93 við Hverfisgötu. Í breytingunni sameining lóðanna og flytja íbúðarheimildir þriggja íbúða af Skúlagötu 30 yfir á Hverfisgötu 95-91, samkvæmt uppdr. Tark. ehf., dags. 9. desember 2016. Tillagan var auglýst frá 2. janúar til og með 13. febrúar 2017. Engar athugasemdir bárust.

Samþykkt með vísan til heimilda um embættisafgreiðslur skipulagsfulltrúa í viðauka við samþykkt um stjórn Reykjavíkurborgar

12.17 ">Lambhagavegur 5, (fsp) breyting á byggingarreit, innkeyrsla
Lögð fram fyrispurn Davíðs Karls Karlssonar, mótt. 7. febrúar 2017, um að breyta byggingarreit á lóð nr. 5 við Lambhagaveg og setja aðra innkeyrslu í norðurenda lóðarinnar, samkvæmt teikningu á mæliblaði. Einnig er lögð fram umsögn skipulagsfulltrúa, dags. 17. febrúar 2017.

Neikvætt, með vísan til umsagnar skipulagsfulltrúa, dags.17. febrúar 2017.

13.17 Sogavegur 119, Bílskúr og geymsla
Lagt fram erindi frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa frá 14. febrúar 2017 þar sem sótt er um leyfi til að byggja steinsteyptan bílskúr með geymslu í kjallara við einbýlishús á lóð nr. 119 við Sogaveg.
Stærð: 60 ferm., 189,4 rúmm. Gjald kr. 11.000

Vísað til umsagnar verkefnisstjóra.

14.17 Ystasel 37, (fsp) stækkun lóðar
Á embættisafgreiðslufundi skipulagsfulltrúa 10. febrúar 2017 var lögð fram fyrirspurn Gests Ólafssonar, mótt. 5. janúar 2016, varðandi stækkun lóðarinnar nr. 37 við Ystasel um ca. 4,5 metra til austurs, samkvæmt tillögu, ódags. Fyrirspurninni var vísað til umsagnar verkefnisstjóra og er nú lögð fram að nýju ásamt umsögn skipulagsfulltrúa, dags. 17. febrúar 2017.

Umsögn skipulagsfulltrúa, dags. 17. febrúar 2017, samþykkt.

15.17 Hverafold 49, (fsp) - Vegna áður gerðra breytinga
Lagt fram erindi frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa frá 14. febrúar 2017 þar sem spurt er hvort leyfi fáist fyrir áður gerðum breytingum á parhúsi á lóð nr. 49-49A við Hverafold.

Vísað til umsagnar verkefnisstjóra.

16.17 Hverfisgata 76, (fsp) byggja íbúðarhúsnæði á baklóð
Lögð fram fyrirspurn húsfélagsins Hverfisgötu 76, mótt. 2. febrúar 2017, varðandi byggingu íbúðarhúsnæðis á baklóð Hverfisgötu 76.

Vísað til umsagnar verkefnisstjóra.

17.17 >Þ59 Sprengisandur (Bústaðavegur 151-153), deiliskipulag
Kynnt drög að tillögu umhverfis- og skipulagssviðs, skipulagsfúlltrúa að breytingu á deiliskipulagi fyrir Bústaðaveg 151-153. Í breytingunni felst uppbygging atvinnuhúsnæðis á þremur lóðum þar sem nú er Bústaðvegur 151.

Vísað til umhverfis- og skipulagsráðs.

18.17 Hverfisgata 100B og 102, gististaður
Lögð fram umsókn Gríms Bjarnasonar, mótt. 17. nóvember 2016, um rekstur gististaðar í húsunum á lóðunum nr. 100B og 102 við Hverfisgötu. Einnig er lagður fram tölvupóstur Gríms Bjarnasonar, dags. 14. febrúar 2017.

Vísað til umsagnar verkefnisstjóra.

19.17 Langholtsvegur 113, breyting á deiliskipulagi
Að lokinni auglýsingu er lögð fram að nýju umsókn Marvins Ívarssonar, mótt. 29. september 2016, varðandi breytingu á deiliskipulagi Langholtsvegar/Drekavogar vegna lóðarinnar nr. 113 við Langholtsveg. Í breytingunni felst að stækka húsið og heimila rekstur gististaðar og veitingastaðar í flokki II í húsinu, samkvæmt uppdr. Teiknistofu arkitekta Gylfa Guðjónssonar og félaga ehf., dags. 28. september 2016. Tillagan var auglýst frá 2. janúar til og með 13. febrúar 2017. Eftirtaldir aðilar sendu athugasemdir/ábendingar: Valgeir Helgi Bergþórsson, dags. 13. janúar 2017, Gunnar Þór Pálsson, dags. 13. janúar 2017, Jóhann Haukur Gunnarsson, dags. 13. janúar 2017, Særún Sigurðardóttir, dags. 16. janúar 2017, Oddný Þorsteinsdóttir, dags. 8. febrúar 2017, Berglind H. Guðmundsdóttir f.h. íbúa við Langholtsveg 110A, dags. 12. febrúar 2017, Bergljót S. Einarsdóttir og Magnús Guðmundsson, dags. 12. febrúar 2017, Einar Páll Tamimi f.h. húsfélagsins að Langholtsvegi 109-111, dags. 12. febrúar 2017, Benjamín Sigursteinsson f.h. 55 íbúa, dags. 13. febrúar 2017, Magnús Einarsson f.h. Efniviðs dags. 13. febrúar 2017, Arinbjörn Vilhjálmsson f.h. Karlakórsins Fóstbræðra, dags. 13. febrúar 2017 og Lilja Sigrún Jónsdóttir f.h. stjórnar íbúasamtaka Laugardals, dags. 13. febrúar 2016.

Vísað til umsagnar verkefnisstjóra.

20.17 Langholtsvegur 196, (fsp) stækkun húss
Á embættisafgreiðslufundi skipulagsfulltrúa 3. febrúar 2017 var lögð fram fyrirspurn Lenu Ó. Guðjónsdóttur, mótt. 10. janúar 2016, varðandi stækkun hússins á lóð nr. 196 við Langholtsveg, samkvæmt skissum, dags. 9. janúar 2017. Fyrirspurninni var vísað til umsagnar verkefnisstjóra og er nú lögð fram að nýju ásamt umsögn skipulagsfulltrúa, dags. 16. febrúar 2017.


Neikvætt, með vísan til umsagnar skipulagsfulltrúa, dags. 16. febrúar 2017.

21.17 Skipholt 21, (fsp) rekstur gististaðar á jarðhæð
Á embættisafgreiðslufundi skipulagsfulltrúa 10. febrúar 2017 var lögð fram fyrirspurn Arkís arkitekta ehf., mótt. 23. janúar 2017, um að reka gististað í austari hluta jarðhæðar hússins á lóð nr. 21 við Skipholt. Fyrirspurninni var vísað til umsagnar verkefnisstjóra og er nú lögð fram að nýju ásamt umsögn skipulagsfulltrúa, dags. 17. febrúar 2017.

Neikvætt, með vísan til umsagnar skipulagsfulltrúa, dags.17. febrúar 2017.

22.17 Snorrabraut 56, (fsp) hækkun húss
Lögð fram fyrirspurn VA arkitekta ehf., mótt. 6. febrúar 2017, varðandi hækkun hússins á lóð nr. 56 við Snorrabraut um eina fulla hæð og aðra inndregna, samkvæmt meðfylgjandi skissu.

Vísað til umsagnar verkefnisstjóra.

23.17 Laugavegur 55, Hótel
Á embættisafgreiðslufundi skipulagsfulltrúa 3. febrúar 2017 var lagt fram erindi frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa frá 31. janúar 2017 þar sem sótt er um leyfi til að byggja nýbyggingu með verslun á jarðhæð og gististað í flokki V, teg. a - hótel á efri hæðum fyrir 116 gesti í 58 herbergjum og veitingastað í flokki II á lóð nr. 55 við Laugaveg. Erindinu var vísað til umsagnar verkefnisstjóra.
Stærð A-rými: 2.070,1 ferm., 6.758 rúmm.
B-rými x ferm., x rúmm. C-rými x ferm. Útskrift úr gerðabók embættisafgreiðslufundar skipulagsfulltrúa frá 28. október 2016 fylgir erindinu, ásamt umsögn skipulagsfulltrúa dags. 26. október 2016 og umsögn Minjastofnunar Íslands dags. 27. maí 2016. Gjald kr. 10.100

Kynna formanni umhverfis- og skipulagsráðs.

24.17 Ártúnsholt, Reykjaæð, framkvæmdaleyfi seinni áfangi
Lögð fram umsókn Veitna ohf., mótt. 13. febrúar 2017, um framkvæmdaleyfi vegna endurnýjunar Reykjaæða við Ártúnsholt á um 500 metra kafla frá enda endurnýjunar 2016 við Silungakvísl 10 niður að Elliðaám, samkvæmt uppdr. Mannvits, dags. í janúar 2017. Einnig er lagt fram bréf Veitna ohf., dags. 13. febrúar 2017.
Vísað til umsagnar verkefnisstjóra.

25.17 Álagrandi 6, breyting á deiliskipulagi
Á embættisafgreiðslufundi skipulagsfulltrúa 10. febrúar 2017 var lögð fram umsókn ASK Arkitekta ehf., mótt. 31. október 2016, varðandi breytingu á deiliskipulagi vegna lóðarinnar nr. 6 við Álagranda. Í breytingunni felst að bæta við nýjum byggingarreit á lóð fyrir hús sem nýtt verður sem vinnuherbergi/tómstundaherbergi, samkvæmt lagfærðum uppdr. ASK Arkitekta ehf., dags. 13. febrúar 2017. Erindinu var frestað og er nú lagt fram að nýju.

Samþykkt að grenndarkynna framlagða tillögu fyrir hagsmunaaðilum að Grandavegi 35, 37, 39, 39B, 41 og 43. Álagranda 2, 2A og 4.

Vakin er athygli á að greiða þarf fyrir grenndarkynningu áður en kynning fer fram samkv. 7.6. gr. gjaldskrá skipulagsfulltrúa nr. 1193/2016.


26.17 Dugguvogur 6, (fsp) LED skjár á þak
Á embættisafgreiðslufundi skipulagsfulltrúa 6. janúar 2017 var lögð fram fyrirspurn Öryggisfjarskipta ehf., mótt. 12. desember 2016, um breytingu á deiliskipulagi eða eftir atvikum nýju deiliskipulagi þar sem heimilað verði að hafa LED skjá á þaki fasteignarinnar að Dugguvogi 6. Fyrirspurninni var vísað til umsagnar verkefnisstjóra og er nú lögð fram að nýju.


Kynna formanni umhverfis- og skipulagsráðs.

27.17 Eddufell 2-8, (fsp) bar og spilasalur
Lögð fram fyrispurn Las Vegas ehf., mótt. 6. desember 2016, um að reka bar og spilasal í húsinu nr. 2 á lóð nr. 2-8 við Eddufell.

Vísað til umsagnar verkefnisstjóra.

28.17 Fiskislóð 37B, breyting á deiliskipulagi
Lögð fram umsókn Faxaflóahafna sf., mótt. 15. febrúar 2017, varðandi breytingu á deiliskipulagi Örfiriseyjar, Vesturhafnar, vegna lóðarinnar nr. 37B við Fiskislóð. Í breytingunni felst aukning á nýtingarhlutfalli og hækkun á hámarkshæð bygginga, samkvæmt uppdr. Teiknistofu arkitekta Gylfa Guðjónssonar og félaga ehf., dags. 23. janúar 2017.

Vísað til umhverfis- og skipulagsráðs.

Vakin er athygli á að greiða þarf fyrir umbeðna breytingu á deiliskipulagi skv. 7.5. gr. gjaldskrá skipulagsfulltrúa nr. 1193/2016.


29.17 Hátún 9, (fsp) gististaður í flokki II
Lögð fram fyrispurn Ómars R. Valdimarssonar f.h. HT9 ehf., mótt. 3. febrúar 2017, varðandi rekstur gististaðar í flokki II í húsinu á lóð nr. 9 við Hátún.

Vísað til umsagnar verkefnisstjóra.

30.17 3">Hverfisgata 112 og 114 og Snorrabraut 27, (fsp) rekstur gististaðar í flokki II
Lögð fram fyrirspurn Eldjárns Árnasonar, mótt. 9. febrúar 2017, varðandi rekstur gististaðar í flokki II í húsunum á lóð nr. 112 og 14 við Hverfisgötu og 27 við Snorrabraut.

Vísað til umsagnar verkefnisstjóra.

31.17 Smiðshöfði 19, breyting á deiliskipulagi
Á embættisafgreiðslufundi skipulagsfulltrúa 22. desember 2016 var lögð fram umsókn Breiðás ehf., mótt. 11. nóvember 2016, varðandi breytingu á deiliskipulagi fyrir lóðina nr. 19 við Smiðshöfða. Í breytingunni felst að heimilað verði að hafa LED ská á gafli hússins. Erindinu var vísað til umsagnar verkefnisstjóra og er nú lagt fram að nýju.
Kynna formanni umhverfis- og skipulagsráðs.

32.17 Austurbakki 2, Breytingar L1 og T4 - BN048688
Á embættisafgreiðslufundi skipulagsfulltrúa 3. febrúar 2017 var lagt fram erindi frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa frá 31. janúar 2017 þar sem sótt er um leyfi til að breyta erindi BN048688, um er að ræða breytingar sem orðið hafa við fullnaðarhönnun, s.s. breytt stigahús og inngangar, innra skipulag og útlit, stækkun 3. og 4. hæðar, breyttar salarhæðir, auk breytinga á skráningu verslunar og skrifstofuhúsanna L1 og T4 á lóð nr. 2 við Austurbakka. Erindinu var vísað til umsagnar verkefnisstjóra og er nú lagt fram að nýju ásamt umsögn skipulagsfulltrúa, dags. 17. febrúar 2017.
Stækkun: xx ferm., xx rúmm. Gjald kr. 10.100

Umsögn skipulagsfulltrúa , dags. 17. febrúar 2017, samþykkt.

33.17 Gylfaflöt 6-8 og 10-12, breyting á deiliskipulagi
Lögð fram umsókn Sigurðar Hallgrímssonar, mótt. 8. febrúar 2017, varðandi breytingu á deiliskipulagi Gylfaflatar 2-14 vegna lóðanna nr. 6-8 og 10-12 við Gylfaflöt. Í breytingunni felst stækkun á byggingarreitum lóðanna um 2 metra inn að Gylfaflöt, samkvæmt uppdr. Arkþings ehf., ódags.

Vísað til umhverfis- og skipulagsráðs.

Vakin er athygli á að erindið fellur undir lið 7.5 í gjaldskrá vegna kostnaðar við skipulagsvinnu og útgáfu framkvæmdaleyfis í Reykjavíkurborg nr. 1193/2016.


34.17 Hlíðarendi 20-26, breyting á deiliskipulagi Hlíðarenda
Á embættisafgreiðslufundi skipulagsfulltrúa 10. febrúar 2017 var lögð fram umsókn Sigurðar Hallgrímssonar, mótt. 27. janúar 2017, um breytingu á deiliskipulagi Hlíðarenda vegna fjölgunar íbúða á lóð nr. 20-26 við Hlíðarenda, skv. uppdrætti Arkþings, dags. 27. janúar 2017. Erindinu var vísað til meðferðar hjá verkefnisstjóra og er nú lagt fram að nýju.
Vísað til umhverfis- og skipulagsráðs.

Vakin er athygli á að erindið fellur undir lið 7.5 í gjaldskrá vegna kostnaðar við skipulagsvinnu og útgáfu framkvæmdaleyfis í Reykjavíkurborg nr. 1193/2016.


35.17 Laugavegur 176, þróun og uppbygging á lóðinni
Á embættisafgreiðslufundi skipulagsfulltrúa 30. september 2016 var lagt fram bréf borgarstjóra, dags. 22. september 2016, vegna samþykktar borgarráðs s.d. um að vísa erindi Reita fasteignafélags hf., dags. 12. september 2016, þar sem óskað er eftir samstarfi við Reykjavíkurborg um þróun og uppbyggingu á lóðinni nr. 176 við Laugaveg til meðferðar umhverfis- og skipulagssviðs og skrifstofu eigna og atvinnuþróunar. Erindinu var vísað til meðferðar verkefnisstjóra og er nú lagt fram að nýju.

Erindinu er vísað til áframhaldandi meðferðar i hugmyndasamkeppni Laugavegar/Skipholts. (Heklureitur)

36.17 Suðurgata 29, Breyting á áður samþykktu stofnerindi BNO47212
Lagt fram erindi frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa frá 14. febrúar 2017 þar sem sótt er um leyfi til að breyta erindi BN051178, svalir eru færðar á suðausturhorn og gerðar dyr úr stofu einbýlishúss á lóð nr. 29 við Suðurgötu.
Erindi fylgir umsögn Minjastofnunar Íslands dags. 31. janúar 2017. Gjald kr. 11.000

Vísað til umsagnar verkefnisstjóra.

37.17 Veltusund 3B, breyting á deiliskipulagi
Að lokinni auglýsingu er lögð fram að nýju umsókn Arkís arkitekta ehf., dags. 3. nóvember 2016, varðandi breytingu á deiliskipulagi Kvosarinnar vegna lóðarinnar nr. 3B við Veltusund. Í breytingunni felst að afmarkaður er nýr byggingarreitur í porti á 1., 2. og 3. hæð auk kjallara, samkvæmt uppdr. Arkís arkitekta ehf., dags. 29. september 2016. Tillagan var auglýst frá 2. janúar til og með 13. febrúar 2017. Engar athugasemdir bárust.
Samþykkt með vísan til heimilda um embættisafgreiðslur skipulagsfulltrúa í viðauka við samþykkt um stjórn Reykjavíkurborgar

38.17 Ásendi 17, Breyta glugga í hurð.
Á embættisafgreiðslufundi skipulagsfulltrúa 10. febrúar 2017 var lagt fram erindi frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa frá 7. febrúar 2017 þar sem sótt er um leyfi til að koma fyrir hurð út úr sökkulrými í kjallara á suðurhlið einbýlishúss á lóð nr. 17 við Ásenda. Erindinu var vísað til umsagnar verkefnisstjóra og er nú lagt fram að nýju ásamt umsögn skipulagsfulltrúa, dags. 16. febrúar 2017.
Gjald kr. 11.000

Ekki eru gerðar skipulagslegar athugasemdir við erindið, sbr. umsögn skipulagsfulltrúa, dags. 16. febrúar 2017.

39.17 Döllugata 2, (fsp) einnar hæðar hús
Lögð fram fyrirspurn Helgu Bjarkar Haraldsdóttur, mótt. 10. febrúar 2017, varðandi byggingu einnar hæðar hús á lóð nr. 2 við Döllugötu í stað tveggja, samkvæmt drögum að tillögu, ódags.

Vísað til umsagnar verkefnisstjóra.

40.17 Fiskislóð 71-73, breyting á deiliskipulagi
Lögð fram umsókn Kjartans Rafnssonar, mótt. 9. febrúar 2017, varðandi breytingu á deiliskipulagi Vesturhafnar, Örfirisey, vegna lóðarinnar nr. 71-73 við Fiskislóð. Í breytingunni felst stækkun á byggingarreit til norðurs um 7,5 metra, samkvæmt uppdr. Teiknistofu arkitekta Gylfa Guðjónssonar og félaga ehf., dags. 9. september 2017.

Samþykkt að grenndarkynna framlagða tillögu fyrir hagsmunaaðilum að Fiskislóð 65-69 og 75-77.

Vakin er athygli á að greiða þarf fyrir grenndarkynningu áður en kynning fer fram samkv. 7.6. gr. gjaldskrá skipulagsfulltrúa nr. 1193/2016.


41.17 Frakkastígur 7, (fsp) breyting á deiliskipulagi
Á embættisafgreiðslufundi skipulagsfulltrúa 27. janúar 2017 var lögð fram fyrirspurn Sindra Gunnarssonar, mótt. 11. október 2016, um breytingu á deiliskipulagi reits 1.173.0 vegna lóðar nr. 7 við Frakkastíg. Sótt er um að deiliskipulagi lóðarinnar verði breytt þannig að ákvæði um niðurrif verði fellt út og heimilað verði að byggja ofan á matshluta 03. Lagður er fram tölupóstur Sindra Gunnarssonar, dags. 8. febrúar 2017. Erindinu var frestað og er nú lagt fram að nýju ásamt umsögn skipulagsfulltrúa, dags. 17. febrúar 2017.

Ekki gerð athugasemd við erindið, sbr. þó skilyrði og leiðbeiningar sem fram koma í umsögn skipulagsfulltrúa, dags. 17. febrúar 2017.

42.17 Friggjarbrunnur 18, Stækka þaksvalir. Br. v/lokaúttektar á BN048703
Á embættisafgreiðslufundi skipulagsfulltrúa 10. febrúar 2017 var lagt fram erindi frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa frá 7. febrúar 2017 þar sem sótt er um leyfi til að stækka þaksvalir íbúðar á efstu hæð, sjá erindi BN048703, fjölbýlishúss á lóð nr. 18 við Friggjarbrunn. Erindinu var vísað til umsagnar verkefnisstjóra og er nú lagt fram að nýju ásamt umsögn skipulagsfulltrúa, dags. 17. febrúar 2017.
Erindi fylgir samþykki meðeigenda dags. 30. janúar 2017. Gjald kr. 10.100

Jákvætt með vísan til umsagnar skipulagsfulltrúa, dags. 17. febrúar 2017, sbr. þó skilyrði og leiðbeiningar sem fram koma í umsögninni.

43.17 Hafnarstræti 18, (fsp) hækkun húss, rífa skúr á baklóð, viðbygging o.fl.
Lögð fram fyrirspurn Páls V. Bjarnasonar, mótt. 12. janúar 2017, um að hækka húsið á lóð nr. 18 við Hafnarstræti, rífa skúra á baklóð, grafa kjallara undir húsið og byggja viðbyggingu aftan við húsið að austanverðu, samkvæmt uppdr. Páls V. Bjarnasonar, dags. 11. janúar 2017. Einnig er lagt fram minnisblað verkfræðistofunnar Hnit varðandi jarðaefnarannsóknir fyrir Hafnarstræti 17-19, dags. 13. apríl 2015, umsögn Minjastofnunar Íslands, dags. 18. janúar 2017 og drög að framkvæmdaáætlun Páls V. Bjarnasonar, dags. 16. febrúar 2017.

Vísað til umhverfis- og skipulagsráðs.

44.17 Holtsgata 16, Svalir og breyting inni - sjá einnig BN035585
Lagt fram erindi frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa frá 14. febrúar 2017 þar sem sótt er um leyfi til að byggja timbursvalir á 2. hæð og færa snyrtingu á 1. hæð úr sameign inn í íbúð, sjá erindi BN035589, í fjölbýlishúsi á lóð nr. 16 við Holtsgötu.
Gjald kr. 11.000

Samþykkt að grenndarkynna framlagða byggingarleyfisumsókn fyrir hagsmunaaðilum að Holtsgötu 14A og 18.

Vakin er athygli á að greiða þarf fyrir grenndarkynningu áður en kynning fer fram samkv. 8.1. gr. gjaldskrá skipulagsfulltrúa nr. 1193/2016..


45.17 Hrannarstígur 3, (fsp) breyting á þaki
Á embættisafgreiðslufundi skipulagsfulltrúa 3. febrúar 2017 var lögð fram fyrirspurn Páls V. Bjarnasonar, mótt. 3. janúar 2017, um að breyta þaki hússins á lóð nr. 3 við Hrannarstíg úr valmaþaki í brotþak (mansardþak), samkvæmt uppdr. P ARK teiknistofu sf., dags. 27. desember 2016. Einnig er lögð fram umsögn Minjastofnunar Ísland, dags. 1. febrúar 2017. Fyrirspurninni var vísað til umsagnar verkefnisstjóra og er nú lögð fram að nýju.
Kynna formanni umhverfis- og skipulagsráðs.

46.17 Vesturgata 30, breyting á deiliskipulagi
Á embættisafgreiðslufundi skipulagsfulltrúa 10. febrúar 2017 var lögð fram umsókn Grímu arkitekta ehf., mótt. 24. janúar 2017, varðandi breytingu á deiliskipulagi Nýlendureits vegna lóðarinnar nr. 30 við Vesturgötu. Í breytingunni felst hækkun á nýtingarhlutfalli og gera nýja byggingarreiti, fjölgun íbúða úr 3 í 6, niðurrif á viðbyggingu við íbúðarhús og niðurfelling á heimild um hækkun þess, verndun þakhúss og verndun tveggja trjáa á lóðinni, samkvæmt uppdr. Grímu arkitekta ehf., dags. 24. janúar 2017. Erindinu var vísað til meðferðar hjá verkefnisstjóra og er nú lagt fram að nýju.
Kynna formanni umhverfis- og skipulagsráðs.