Hafnarstrætisreitur 1.118.5, Grettisgata 27, Kárastígur 3, Lækjargata 8, Grensásvegur 1, Hraunteigur 3, Hryggjarsel 7-17, Skaftahlíð 7, Barmahlíð 30, Básendi 12, Gunnarsbraut 40, Haukdælabraut 66, Réttarholtsvegur 45-61, Skólavörðustígur 45, Tjarnargata 10A, Vitastígur 16, Árskógar 1-3, Aðalskipulag Reykjavíkur 2010-2030, Elliðaárdalur-hjólastígur, Klettagarðar 12, Smiðshöfði 9, Akrasel 8, Dvergshöfði 27, Hverfisgata 105, Laugavegur 28C og 28D, Lækjargata 2A, Sólheimar 29-35, Austurbakki 2, Hlíðarendi 2, Hverfisgata 84, Hverfisgata 86, Sóleyjargata 13, Þverholt 15, Háskólinn í Reykjavík, Öskjuhlíð, Grensásvegur 10, Hrísateigur 47 og Laugarnesvegur 74A, Laugarnesvegur 74A, Hraunbær-Bæjarháls, Aðalskipulag Reykjavíkur 2010-2030, Hraunbær-Bæjarháls, Aðalskipulag Reykjavíkur, 2010-2030, Nauthólsvegur-Flugvallarvegur, Geldinganes, grjótnám, Héðinsreitur, reitur 1.130.1,

Embættisafgreiðslufundur skipulagsstjóra Reykjavíkur samkvæmt viðauka 2.4 við samþykkt um stjórn Reykjavíkurborgar.

616. fundur 2017

Ár 2017, föstudaginn 13. janúar kl. 09:10, hélt skipulagsfulltrúi Reykjavíkur 616. embættisafgreiðslufund sinn til afgreiðslu mála án staðfestingar skipulagsráðs. Fundurinn var haldinn á skrifstofu skipulagsfulltrúa Borgartúni 12 - 14, 2. hæð, Stardalur. Fundinn sátu: Björn Axelsson og Marta Grettisdóttir. Eftirtaldir embættismenn kynntu mál á fundinum: Margrét Þormar, Guðlaug Erna Jónsdóttir, Lilja Grétarsdóttir, Borghildur S. Sturludóttir, Björn Ingi Edvardsson, Halldóra Hrólfsdóttir og Hildur Gunnarsdóttir. Ritari var Björgvin Rafn Sigurðarson
Þetta gerðist:


1.17 Hafnarstrætisreitur 1.118.5, breyting á deiliskipulagi
Að lokinni auglýsingu er lögð fram að nýju tillaga umhverfis- og skipulagssviðs varðandi breytingu á deiliskipulagi Kvosarinnar vegna Hafnarstrætisreits 1.118.5. Í breytingunni felst að spennistöð á torgi er flutt yfir á horn Pósthússtrætis og Tryggvagötu, samkvæmt uppdr. Landmótunar sf. dags. 29. ágúst 2014. Einnig er lögð fram umsögn Orkuveitu Reykjavíkur, dags. 9. október 2014. Tillagan var auglýst frá 26. október til og með 7. desember 2016. Eftirtaldir aðilar sendu athugasemdir: Reginn hf. dags. 6. desember 2016. Einnig er lagt fram bréf Veitna ohf., dags. 6. janúar 2017. Erindinu var vísað til umsagnar verkefnisstjóra á embættisafgreiðslufundi skipulagsfulltrúa 9. desember 2016 og er nú lagt fram að nýju.
Vísað til umhverfis-og skipulagsráðs

2.17 Grettisgata 27, (fsp) stækkun húss og setja svalir
Á embættisafgreiðslufundi skipulagsfulltrúa 9. desember 2016 var lögð fram fyrirspurn Ástu S. Kristjánsdóttur, mótt. 21. nóvember 2016, um að stækka húsið á lóð nr. 27 við Grettisgötu og setja svalir ofan á stækkunina. Einnig er lögð fram umsögn skipulagsfulltrúa dags. 13. janúar 2017.

Jákvætt með vísan til umsagnar skipulagsfulltrúa dags. 13. janúar 2017.

3.17 Kárastígur 3, (fsp) niðurrif og uppbygging
Á fundi skipulagsfulltrúa 8. janúar 2016 var lögð fram fyrirspurn Olgu Guðrúnar Sigfúsdóttur, mótt. 15. desember 2015, um að rífa núverandi viðbyggingu hússins á lóð nr. 3 við Kárastíg að hluta eða öllu leiti og reisa nýtt íbúðarhús með þremur íbúðum ásamt sameign, samkvæmt tillögu, dags. 24. febrúar 2016. Einnig er lagt fram bréf Olgu Guðrúnar Sigfúsdóttur, dags. 15. desember 2015 ásamt lýsingu á fyrirhuguðum framkvæmdum, ódags. Einnig er lögð fram umsögn Borgarsögusafns Reykjavíkur, dags. 3. mars 2016. Fyrirspurninni var vísað til umsagnar verkefnisstjóra og er nú lögð fram að nýju ásamt umsögn skipulagsfulltrúa dags. 13. janúar 2017.

Jákvætt með vísan til umsagnar skipulagsfulltrúa dags. 13. janúar 2017.

4.17 Lækjargata 8, (fsp) breyting á deiliskipulagi
Á embættisafgreiðslufundi skipulagsfulltrúa frá 9. desember 2016 var lögð fram fyrirspurn Studio Granda ehf., mótt. 25. nóvember 2016, uppbyggingu á lóðinni nr. 8 við Lækjargötu sem felst í að fjarlægja einnar hæðar bakbyggingu gamla hússins og skúr við gafl Lækjargötu 6 og endurbyggja byggingar að rampa á baklóð auk þess sem hæð og portbyggt ris með kvistum er byggt yfir hann, risið gengur út til austurs við gaflvegg Lækjargötu 6B. Gert er ráð fyrir kjallara undir húsunum að rampa, samkvæmt tillögu Studio Granda ehf., ódags. Einnig er lagt fram bréf Studio Granda ehf., dags. 24. nóvember 2016 og Minnisblað Verkfræðistofunnar Eflu, dags. 24. nóvember 2016. Fyrirspurninni var vísað til umsagnar verkefnisstjóra og er nú lögð fram að nýju ásamt umsögn skipulagsfulltrúa dags. 9. janúar 2017.
Neikvætt, með vísan til umsagnar skipulagsfulltrúa dags. 9. janúar 2017.

5.17 Grensásvegur 1, (fsp) breyting á deiliskipulagi
Lögð fram fyrirspurn Sigurðar Einarssonar, mótt. 6. desember 2016, varðandi breytingu á deiliskipulagi vegna lóðarinnar nr. 1 við Grensásveg sem felst í stækkun á byggingarreit þakhæðar hússins, samkvæmt frumdrögum Batterísins Arkitekta ehf., dags. 6. desember 2016. Einnig er lögð fram umsögn skipulagsfulltrúa dags. 13. janúar 2017.

Jákvætt með vísan til umsagnar skipulagsfulltrúa dags. 13. janúar 2017.

6.17 Hraunteigur 3, breyting á deiliskipulagi
Á embættisafgreiðslufundi skipulagsfulltrúa 25. nóvember 2016 var lögð fram umsókn Guðrúnar Rögnu Yngvadóttur, mótt. 17. nóvember 2016, varðandi breytingu á deiliskipulagi Teigahverfis vegna lóðarinnar nr. 3 við Hraunteig. Í breytingunni felst að byggingareitur er stækkaður til vesturs og hámarks byggingarmagn er skilgreint. Einnig að heimilt verði að rífa núverandi hús og byggja nýtt, sambyggja íbúðarhús og bílageymslu með tengibyggingu, gera svalir/þakveröld á henni og gera svalir til suðurs að götu, þak yfir þeim má fara allt að 2,7 m út fyrir byggingareit, samkvæmt uppdr. Ask Arkitekta ehf., dags. 4. janúar 2017. Erindinu var vísað til meðferðar hjá verkefnisstjóra og er nú lagt fram að nýju.
Samþykkt að grenndarkynna framlagða tillögu fyrir hagsmunaaðilum að Hraunteig 4, 4a, 5, 6, 6a, 7, 8, 10, 12, 14, Gullteig 4, 6, Hrísateig 8, 10, 12.
Vakin er athygli umsækjanda á að erindið fellur gr. 8.1 í Gjaldskrá vegna kostnaðar við skipulagsvinnu og útgáfu framkvæmdaleyfis í Reykjavíkurborg nr. 1193/2016.


7.17 Hryggjarsel 7-17, Reyndarteikningar - áður gerðar breytingar
Lagt fram erindi frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa frá 10. janúar 2017 þar sem sótt er um leyfi fyrir áður gerðum breytingum, sem felast í að tekið er í notkun óútfyllt sökkulrými í kjallara, komið fyrir gluggum á það og útbúið íbúðarrými í raðhúsi nr. 7 á lóð nr. 7-17 við Hryggjarsel.
Stækkun: XX ferm., XX rúmm. Bréf hönnuðar dags. 8. desember 2016 fylgir. Gjald kr.10.100

Vísað til umsagnar verkefnisstjóra.

8.17 Skaftahlíð 7, (fsp) svalir
Lögð fram fyrirspurn Jóhanns Kristjánssonar, mótt. 16. desember 2016, um að setja svalir út frá suðurkvisti þakíbúðarinnar í húsinu á lóð nr. 7 við Skaftahlíð. Einnig er lögð fram umsögn skipulagsfulltrúa dags. 12. janúar 2017.

Umsögn skipulagsfulltrúa dags. 12. janúar 2017 samþykkt.

9.17 Barmahlíð 30, (fsp) fjölgun íbúða
Á embættisafgreiðslufundi skipulagsfulltrúa 6. janúar 2017 var lögð fram fyrirspurn Freys Ólafssonar, dags. 28. nóvember 2016, varðandi fjölgun íbúða í húsinu á lóð nr. 30 við Barmahlíð. Einnig er lagt fram bréf Freys Ólafsson f.h. Limru ehf., ódags. Fyrirspurninni var vísað til umsagnar verkefnisstjóra og er nú lögð fram að nýju ásamt umsögn skipulagsfulltrúa dags. 12. janúar 2017.

Neikvætt, með vísan til umsagnar skipulagsfulltrúa dags. 12. janúar 2017.

10.17 Básendi 12, Reyndarteikningar
Lagt fram erindi frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa frá 10. janúar 2017 þar sem sótt er um samþykki á þegar gerðum breytingum, sem felast í að þaki var breytt í upphafi sem og gluggum, á sjöunda áratugnum var innréttuð íbúð í kjallara og múrkerfi og einangrun seinna bætt á fjölbýlishúsið á lóð nr. 12 við Básenda.
Meðfylgjandi er bréf arkitekts dags.. 15.11. 2016. Gjald kr. 10.100

Vísað til umsagnar verkefnisstjóra.

11.17 Gunnarsbraut 40, Hækka þak, kvistir, svalir
Lagt fram erindi frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa frá 10. janúar 2017 þar sem sótt er um leyfi til að hækka þak, byggja kvisti á öllum hliðum og gera svalir á norðvestur hlið rishæðar í fjölbýlishúsi á lóð nr. 40 við Gunnarsbraut.
Stækkun: x ferm., x rúmm. Gjald kr. 10.100

Vísað til umsagnar verkefnisstjóra.

12.17 Haukdælabraut 66, (fsp) - Stoðveggur, færa heitan pott
Lagt fram erindi frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa frá 10. janúar 2017 þar sem spurt er um hvort reisa megi steyptan, stallaðan stoðvegg með fallvörnum á lóðarmörkum að borgarlandi, færa heitan pott að honum og byggja 25-40 m2 steypt skyggni yfir pottinn, 120 cm yfir nærliggjandi landi, með gróðurþekju að ofan og gustlokun á hliðum, við hús á lóð nr. 66 við Haukdælabraut.

Vísað til umsagnar verkefnisstjóra.

13.17 Réttarholtsvegur 45-61, (fsp) sólstofa
Á embættisafgreiðslufundi skipulagsfulltrúa 6. janúar 2017 var lögð fram fyrispurn Huldu Kristínar Guðmundsdóttur, mótt. 15. nóvember 2016, um að setja sólstofu sunnan megin við húsið nr. 49 á lóð nr. 45-61 við Réttarholtsveg. Fyrirspurninni var vísað til umsagnar verkefnisstjóra og er nú lögð fram að nýju ásamt umsögn skipulagsfulltrúa, dags. 13. janúar 2017.

Jákvætt með vísan til umsagnar skipulagsfulltrúa dags. 13. janúar 2017.


14.17 Skólavörðustígur 45, Breyta og stækka kjallara
Lagt fram erindi frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa frá 10. janúar 2017 þar sem sótt er um leyfi til að byggja við kjallara og stækka matsal, ásamt því að fjarlægja svalir á bakhlið 1. hæðar og byggja samhangandi flóttasvalir eftir bakhliðinni og austurhlið, í húsi á lóð nr. 45 við Skólavörðustíg.
Stækkun 166,0 ferm., x rúmm. Gjald kr. 10.100

Vísað til umsagnar verkefnisstjóra.

15.17 Tjarnargata 10A, (fsp) svalir
Á embættisafgreiðslufundi skipulagsfulltrúa 6. janúar 2017 var lögð fram fyrirspurn Jóns Garðars Sigurjónssonar, mótt. 7. nóvember 2016, um að setja svalir á íbúð 0101 í húsinu á lóð nr. 10A við Tjarnargötu. Fyrirspurninni var vísað til umsagnar verkefnisstjóra og er nú lögð fram að nýju.
Fyrirspyrjandi hafi samband við embætti skipulagsfulltrúa.

16.17 Vitastígur 16, (fsp) stækkun húss
Lögð fram fyrirspurn Teiknistofunnar Óðinstorgi HH ehf., mótt. 21. desember 2016, varðandi stækkun hússins á lóð nr. 16 við Vitastíg, samkvæmt uppdr. Teiknistofunnar Óðinstorgi HH ehf., dags. desember 2016. Einnig er lagt fram bréf Helga Hjálmarssonar, dags. 15. desember 2016..

Vísað til umsagnar verkefnisstjóra.

17.17 Árskógar 1-3, (fsp) hækkun húss og fjölgun íbúða
Lögð fram fyrirspurn Arkís arkitekta ehf., mótt. 9. janúar 2017, um að fjölga íbúðum á þakhæð húsanna nr. 1-3 við Árskóga um fjórar, samkvæmt uppdr. Arkís arkitekta ehf., dags. 9. janúar 2017.

Vísað til umsagnar verkefnisstjóra.

18.17 Aðalskipulag Reykjavíkur 2010-2030, Elliðaárdalur-hjólastígur, breyting á aðalskipulagi
Lögð fram verklýsing umhverfis- og skipulagssviðs, dags. janúar 2017, vegna breytinga á aðalskipulagi Reykjavíkur 2010-2030 sem felst í að reiðstígur er aflagður milli Sprengisands og stíflu í Elliðaárdal og nýr hjólastígur kemur í stað reiðstígsins.

Vísað til umhverfis-og skipulagsráðs

19.17 Klettagarðar 12, staðsetning ökutækjaleigu, breytt heimilisfang
Á embættisafgreiðslufundi skipulagsfulltrúa 22. desember 2016 var lagt fram bréf Samgöngustofu, dags. 12. desember 2016, þar sem óskað er eftir umsögn skipulagsfulltrúa vegna leyfis Kristjáns Daníelssonar f.h. Bílaleigu Kynnisferða til reksturs ökutækjaleigu með gildistíma 13. maí 2013 til 13. maí 2018, verið er að flytja starfsemi ökutækjaleigunnar frá vesturbraut 34 í Kópavogi, í Klettagarða 12. Áætlaður fjöldi er 100 ökutæki. Erindinu var vísað til umsagnar verkefnisstjóra og er nú lagt fram að nýju ásamt umsögn skipulagsfulltrúa, dags. 10. janúar 2017.

Jákvætt með vísan til umsagnar skipulagsfulltrúa dags. 10. janúar 2017.

20.17 Smiðshöfði 9, beiðni um endurskoðun á umsögn
Lagt fram bréf Samgöngustofu, dags. 10. janúar 2016, ásamt bréfi Guðmundar Karls Gautasonar f.h. Northern Lights Car rental, ódags. þar sem óskað er eftir endurskoðun á umsögn um staðsetningu fyrir rekstur bílaleigu að Smiðshöfða 9.

Vísað til meðferðar hjá verkefnisstjóra.

21.17 Akrasel 8, breyting á skilmálum deiliskipulags Seljahverfis
Lögð fram umsókn Helgu Þórdísar Jónsdóttur, mótt. 27. desember 2016, varðandi breytingu á deiliskipulagi vegna lóðarinnar nr. 8 við Akrasel. Í breytingunni felst að taka í notkun útgrafið rými í húsinu.

Vísað til meðferðar hjá verkefnisstjóra.
Vakin er athygli á að erindið fellur undir gjaldskrá vegna kostnaðar við skipulagsvinnu og útgáfu framkvæmdaleyfis í Reykjavíkurborg nr. 1193/2016.


22.17 Dvergshöfði 27, Íbúðir
Lagt fram erindi frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa frá 10. janúar 2017 þar sem sótt er um leyfi til að innrétta sjö íbúðir á 2. hæð í atvinnuhúsi á lóð nr. 27 við Dvergshöfða.
Gjald kr. 10.100

Vísað til umsagnar verkefnisstjóra.

23.17 Hverfisgata 105, (fsp) breyting á notkun rýmis 0002
Á embættisafgreiðslufundi skipulagsfulltrúa 6. janúar 2017 var lögð fram fyrirspurn Priksins ehf., mótt. 5. desember 2016, varðandi breytingu á notkun rýmis 0002 í húsinu á lóð nr. 105 við Hverfisgötu úr vörugeymslu í hljóðver. Fyrirspurninni var vísað til umsagnar verkefnisstjóra og er nú lögð fram að nýju ásamt umsögn skipulagsfulltrúa, dags. 13. janúar 2017.
Ekki eru gerðar athugasemdir við erindið sbr. umsögn skipulagsfulltrúa dags. 13. janúar 2017.

24.17 Laugavegur 28C og 28D, (fsp) gististaður, kvistir, svalir o.fl.
Lögð fram fyrirspurn Gunnars Bergmanns Stefánssonar, mótt. 27. desember 2016, um að sameina núverandi byggingar á lóðununum nr. 28C og 28D og breyta í hótel/gististað í flokki II, setja kvisti á rishæð, þar af fjóra kvisti á Laugaveg 28C og tvo á Laugaveg 28D, setja svalir Grettisgötumegin á 3. hæð hússins að Laugavegi 28C, og 1. og 2. hæð hússins að Laugavegi 28D, setja lyftuskála og flóttastiga við húsið að framanverðu o.fl. samkvæmt uppdr. Gunnars Bergmanns Stefánssonar, dags. 18. nóvember 2016. Einnig er lögð fram umsögn Minjastofnunar Íslands, dags. 20. október 2016.

Vísað til umsagnar verkefnisstjóra.

25.17 Lækjargata 2A, Breyting á veitingaleyfi úr fl. 2 í 3
Lagt fram erindi frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa frá 20. desember 2016 þar sem sótt er um breytingu á áður samþykktu erindi BN051132 sem felst í að breyta veitingastað í kjallara í flokk lll - tegund ? í húsi á lóð nr. 2A við Lækjargötu. Erindinu var vísað til umsagnar verkefnisstjóra og er nú lagt fram að nýju ásamt umsögn skipulagsfulltrúa, dags. 13. Janúar 2017.
Gjald kr. 10.100

Jákvætt með vísan til umsagnar skipulagsfulltrúa dags. 13. janúar 2017.

26.17 Sólheimar 29-35, Breyta í íbúðareiningar
Á afgreiðslufundi byggingarfulltrúa 10. janúar 2017 var sótt er leyfi til að innrétta mhl. 01 og mhl. 02 sem 9 íbúðareiningar á lóð nr. 29-35 við Sólheima. Erindinu var vísað til umsagnar hjá skipulagsfulltrúa
Gjald kr. 10.100

Vísað til umsagnar verkefnisstjóra.

27.17 Austurbakki 2, Hótel, breyting á BN050485
Lagt fram erindi frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa frá 10. janúar 2017 þar sem sótt er um leyfi til að breyta erindi BN050485, um er að ræða stækkun tæknirýma í neðri kjallara, minni háttar breytingar á útliti og innra skipulagi allra hæða og stækkun 7. hæðar hótels á lóð nr. 2 við Austurbakka.
Erindi fylgja greinargerðir um algilda hönnun dags. 22. desember 2016, um eldvarnir dags. 22 desember 2016, um hljóðvist dags. 14. desember 2016 og um hávaðadreifingu frá hafnarstarfsemi í Reykjavík dags. í september 2015.
Stækkun: xx ferm., xx rúmm. Eftir stækkun, A-rými: xx ferm., xx rúmm. B-rými: xx ferm., xx rúmm. Gjald kr. 10.100

Vísað til umsagnar verkefnisstjóra.

28.17 Hlíðarendi 2, breyting á deiliskipulagi
Lögð fram umsókn Kristjáns Ásgeirssonar, mótt. 23. desember 2016, varðandi breytingu á deiliskipulagi Hlíðarenda vegna lóðarinnar nr. 2 við Hlíðarenda. Í breytingunni felst breyting á byggingarreit og aukning á byggingarmagni á reit A, samkvæmt uppdr. ALARK arkitekta ehf., dags. 22. desember 2016. Einnig er lögð fram greinargerð ALARK arkitekta ehf., dags. 22. desember 2016.

Vísað til meðferðar hjá verkefnisstjóra.
Vakin er athygli umsækjanda á að erindið fellur undir gjaldskrá vegna kostnaðar við skipulagsvinnu og útgáfu framkvæmdaleyfis í Reykjavíkurborg nr. 1193/2016.


29.17 Hverfisgata 84, Breyting - 2.hæð og ris
Lagt fram erindi frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa frá 10. janúar 2017 þar sem sótt er um leyfi til að byggja svalir á vestur- og suðurhlið, breyta innra skipulagi íbúða á 2. hæð og í risi og endurbæta burðar- og brunaþol og hljóðvist í húsi á lóð nr. 84 við Hverfisgötu.
Gjald kr. 10.100

Vísað til umsagnar verkefnisstjóra.

30.17 Hverfisgata 86, Breyting inni - kröfur um burðarþol, bruna og hljóðvist
Lagt fram erindi frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa frá 10. janúar 2017 þar sem sótt er um leyfi til að byggja svalir á 3.hæð og breyta innra skipulagi íbúða, ásamt öðrum minni breytingum til að uppfylla kröfur byggingarreglugerðar um burðarþol, brunavarnir og hljóðvist, í húsi á lóð nr. 86 við Hverfisgötu.
Umsögn Minjastofnunar dags. 02.01.2017 fylgir erindi. Gjald kr. 10.100

Vísað til umsagnar verkefnisstjóra.

31.17 Sóleyjargata 13, Bílskúr
Lagt fram erindi frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa frá 10. janúar 2017 þar sem sótt er um leyfi til að rífa bílskúr og byggja nýjan á tveimur hæðum með vinnustofu í kjallara og skála á milligólfi til vesturs við fjórbýlishús á lóð nr. 13 við Sóleyjargötu.
Útskrift úr gerðabók embættisafgreiðslufundar skipulagsfulltrúa frá 6. maí 2016 fylgir erindinu ásamt umsögn skipulagsfulltrúa dags. 6. maí 2016. Niðurrif: xx ferm.,xx rúmm. Stærð: 60,7 ferm., 210,5 rúmm. Gjald kr. 10.100

Vísað til umsagnar verkefnisstjóra.

32.17 Þverholt 15, Þverholt 19-21 - Br. svalaskýli og fleira v/lokaúttektar á BN047340
Lagt fram erindi frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa frá 10. janúar 2017 þar sem sótt er um breytingu á áður samþykktu erindi BN047340 sem felst í að sótt er um leyfi fyrir möstrum á þaki húss nr. 19 vegna fjarskiptaþjónustu Símans og Vodafone ásamt breytingum á matshlutum 03, 04 og 07 sem felast í niðurfellingu svalaskýla, breytingum á stærðum íbúða í mhl. 04, breytingum á geymsluveggjum, tilfærslum á gluggum og smávægilegum breytingum innanhúss í húsum á lóð nr. 15 við Þverholt.
Gjald kr. 10.100

Vísað til umsagnar verkefnisstjóra.

33.17 Háskólinn í Reykjavík, breyting á deiliskipulagi
Að lokinni auglýsingu er lögð fram að nýju umsókn skrifstofu eigna og atvinnuþróunar, mótt. 10. febrúar 2016, varðandi breytingu á deiliskipulagi Háskólans í Reykjavík. Í breytingunni felst stækkun á deiliskipulagssvæðinu þar sem gert er ráð fyrir fjölgun háskólaíbúða á svæði Háskólans í Reykjavík og hækkun húsa að hluta. Á tveimur lóðum í krika Flugvallarvegar og Nauthólsvegar er gert ráð fyrir annars vegar lóð fyrir skólahúsnæði og hins vegar lóð fyrir íbúðarbyggð, samkvæmt tillögu Kanon arkitekta ehf. dags. 18. febrúar 2016. Einnig er lögð fram umsögn Heilbrigðiseftirlits Reykjavíkur, dags. 3. mars 2016 og minnisblað verkfræðistofunnar Eflu, dags. 11. mars 2016, um hávaða frá umferð. Jafnframt eru lagðar fram nýjar tillögu Kanon arkitekta ehf., dags. 9. september 2016 ásamt greinargerð og skilmálum, dags. 16. apríl síðast uppf. í september 2016. Tillagan var auglýst frá 23. nóvember 2016 til og með 6. janúar 2017. Eftirtaldir aðilar sendu inn athugasemdir: Flugbjörgunarsveitin Reykjavík dags. 5. janúar 2017 og Landssamtök hjólreiðarmanna, dags. 6. janúar 2017.

Vísað til umsagnar verkefnisstjóra.

34.17 Öskjuhlíð, breyting á deiliskipulagi
Að lokinni auglýsingu er lögð fram að nýju tillaga Kanon arkitekta, dags. 16. september 2016 að breytingu á deiliskipulagi Öskjuhlíðar. Í breytingunni felst að afmörkun deiliskipulagsins er aðlöguð deiliskipulagsmörkum tillögu að deiliskipulagsbreytingu Háskólans í Reykjavík. Tillagan var auglýst frá 23. nóvember til og með 6. janúar 2017. Eftirtaldir aðilar sendu inn athugasemdir: Flugbjörgunarsveitin Reykjavík dags. 5. janúar 2017.

Vísað til umsagnar verkefnisstjóra.

35.17 Grensásvegur 10, breyting á notkun
Lögð fram umsókn T.ark arkitekta ehf., dags. 20. desember 2016, um að breyta notkun hússins á lóð nr. 10 við Grensásveg úr skrifstofuhúsnæði í langtíma leiguíbúðir. Einnig er lagt fram bréf T.ark arkitekta ehf., dags. 21. desember 2016.

Vísað til umsagnar verkefnisstjóra.

36.17 Hrísateigur 47 og Laugarnesvegur 74A, (fsp) tengibygging
Lögð fram fyrirspurn Björn Arnars Haukssonar, mótt. 29. desember 2016, um að setja tengibyggingu á milli húsanna á lóðunum nr. 47 við Hrísateig og 74A við Laugarnesveg, samkvæmt tillögu Magneu Þ. Guðmundsdóttur arkitekts og Evu H. Friðriksdóttur arkitekts, ódags.

Vísað til umsagnar verkefnisstjóra.

37.17 Laugarnesvegur 74A, (fsp) útisvæði vegna veitinga
Lögð fram fyrirspurn Björns Arnars Haukssonar, mótt. 29. desember 2016, um að gera útisvæði fyrir kaffihús sem staðsett er í húsinu á lóð nr. 74A við Laugarnesveg, samkvæmt tillögu Magneu Þ. Guðmundsdóttur arkitekts og Evu H. Friðriksdóttur arkitekts, ódags.

Vísað til umsagnar verkefnisstjóra.

38.17 Hraunbær-Bæjarháls, nýtt deiliskipulag
Að lokinni kynningu er lögð fram að nýju lýsing umhverfis- og skipulagssviðs, dags. 11. nóvember 2016 vegna gerðs nýs deiliskipulags fyrir Hraunbæ-Bæjarháls við Tunguháls sem felst í breytingu á hagnýtingu lóðarinnar úr opnu svæði í íbúðarbyggð og fjölgun íbúða. Kynning stóð til og með 6. janúar 2017. Einnig eru lögð fram umsögn skipulagsstofnunar, dags. 15. desember 2016.
Lagt fram

39.17 Aðalskipulag Reykjavíkur 2010-2030, Hraunbær-Bæjarháls, breyting á aðalskipulagi, breytt landnotkun og fjölgun íbúða
Að lokinni kynningu er lögð fram að nýju verklýsing umhverfis- og skipulagsviðs, dags. 11. nóvember 2016, vegna breytingar á aðalskipulagi Reykjavíkur 2010-2030 þar sem breytt er landnotkun og íbúðum fjölgað íbúða við Hraunbæ-Bæjarháls. Kynning stóð til og með 6. janúar 2017. Eftirtaldir sendu inn athugasemdir/ábendingar: Míla ehf., dags. 4. janúar 2016. Einnig er lögð fram umsögn Skipulagsstofnunar, dags. 14. desember 2016 og bókun svæðisskipulagsnefndar höfuðborgarsvæðisins frá 16. desember 2016.

Vísað til umsagnar deildarstjóra aðalskipulags Reykjavíkur.

40.17 Aðalskipulag Reykjavíkur, 2010-2030, Nauthólsvegur-Flugvallarvegur, breyting á aðalskipulagi
Að lokinni auglýsingu er lögð fram að nýju tillaga umhverfis- og skipulagssviðs, dags. í september 2016, að breytingu á aðalskipulagi Reykjavíkur 2010-2030 vegna Nauthólsvegar-Flugvallarvegar. Í tillögunni felst breytt landnotkun, fjölgun íbúða og stækkun á reit nr. 15, Öskjuhlíð-HR. Einnig er lagt fram bréf Hvalfjarðarsveitar, dags. 11. ágúst 2016, vegna bókunar sveitarstjórnar Hvalfjarðarsveitar frá 9. ágúst 2016 og bréf Mosfellsbæjar, dags. 16. ágúst 2016. Tillagan var auglýst frá 23. nóvember til og með 6. janúar 2016. nóvember 2016. Eftirtaldir aðilar sendu inn athugasemdir: Flugbjörgunarsveitin Reykjavík ásamt eldri gögnum, dags. 5. janúar 2017 og Landssamtök hjólreiðamanna, dags. 6. janúar 2017.

Vísað til umsagnar deildarstjóra aðalskipulags Reykjavíkur.

41.17 Geldinganes, grjótnám, bókun áheyrnarfulltrúa Framsóknar og flugvallarvina og hverfisráðs Grafarvogs
Á embættisafgreiðslufundi skipulagsfulltrúa 22. desember 2016 var lögð fram fundargerð hverfisráðs Grafarvogs frá 13. desember 2016 vegna eftirfarandi bókunar áheyrnarfulltrúa Framsóknar og flugvallarvina (liður nr. 2 í fundargerð): "Geldinganesið væri best að byggja upp sem hverfahluta við Grafarvoginn enda á við hálfan Grafarvoginn að stærð. Nú þegar þörf er á fleirum íbúðum og húsnæðum fyrir uppalda Grafarvogsbúa, s.s. minni og stærri rað- og parhús fyrir fjölskyldur sem hafa hafið sína fyrstu fjölskylduuppbyggingu í fjölbýlishúsum hverfisins og eru nú komin í þá fjölskyldustærð að stærri húsnæði þurfi til. Grjótnám úr miðju mögulegu framtíðar íbúðahverfi er ekki endilega það besta fyrir framtíð Geldinganessins. Eftirfarandi bókun var gerð af hverfisráði Grafarvogs: "Hverfisráð Grafarvogs óskar eftir upplýsingum um framtíðaráform um Geldinganes, grjótnám og hugsanlega íbúðabyggð."
Vísað til umsagnar skrifstofu eigna og atvinnuþróunar. Óskað er eftir að umsögn liggi fyrir innan 23. janúar nk.

42.17 Héðinsreitur, reitur 1.130.1, (fsp) breyting á deiliskipulagi
Lögð fram fyrirspurn Festir ehf., mótt. 30. desember 2016, um breytingu á deiliskipulagi reits 1.130.1, Héðinsreits, samkvæmt tillögu, dags. 14. desember 2016. Einnig er lögð fram greinargerð Orra Steinarssonar f.h. eiganda Héðinsreits, dags. 29. desember 2016.

Vísað til meðferðar hjá verkefnisstjóra.