Bíldshöfði 18,
Blómvallagata 12,
Efstaland 26,
Fiskislóð 49-51,
Freyjugata 39,
Gamla höfnin - Vesturbugt,
Geirsgata 9,
Grandagarður 14,
Hrísateigur 39,
Klapparstígur 29,
Sólvallagata 72,
Lækjargata 2A,
Seljavegur 13,
Bauganes 34,
Bergstaðastræti 13,
Bergstaðastræti 33,
Fálkagata 32,
Fiskislóð 37B,
Grettisgata 53B,
Gamla höfnin frá Austurbakka að Vesturbugt,
Hallveigarstígur 7,
Hraunberg 5,
Klapparstígur 28,
Klapparstígur 30,
Ránargata 21,
Smiðshöfði 19,
Templarasund 3,
Týsgata 3,
Fiskislóð-Grandagarður,
Fiskislóð 1,
Fiskislóð 27,
Framnesvegur 11,
Grettisgata 16,
Guðrúnartún 1,
Gylfaflöt 6-8,
Gylfaflöt 10-12,
Norðurstígur 3,
Rauðagerði 44,
Skógarhlíð 20,
Skógarhlíð 22, Þóroddsstaðir,
Sogavegur 73-75 og 77,
Esjumelur 9,
Flugvallarvegur 1,
Fossvogsdalur, stígar,
Geldinganes, grjótnám,
Kjalarnes, Móar,
Klettagarðar 12,
Krókháls 13 og Laxalón 2 og 4,
Kjalarnes, Esjumelar,
Grensásvegur 1,
Hallarmúli 2,
Haukdælabraut 78-92,
Hestháls 12,
Hverfisgata 112 og 114 og Snorrabraut 27-29,
Mjölnisholt 4,
Skipholt 29A,
Grettisgata 27,
Kárastígur 3,
Klapparstígur 35,
Köllunarklettsvegur 6,
Lokastígur 3,
Lækjargata 8,
Nýlendugata 19C,
Skipholt 23,
Stjörnugróf 9 og 11 og Bústaðablettur 10,
Bjarkargata 6,
Blesugróf 30, 32 og 34,
Hádegismóar 8,
Nýlendugata 34,
Skálagerði 4 og 6,
Stýrimannastígur 8,
Kópavogur,
Kópavogur, aðalskipulag 2012-2024,
Öldugata 7A,
Embættisafgreiðslufundur skipulagsstjóra Reykjavíkur samkvæmt viðauka 2.4 við samþykkt um stjórn Reykjavíkurborgar.
614. fundur 2016
Ár 2016, fimmtudaginn 22. desember kl. 09:15, hélt skipulagsfulltrúi Reykjavíkur 614. embættisafgreiðslufund sinn til afgreiðslu mála án staðfestingar skipulagsráðs. Fundurinn var haldinn á skrifstofu skipulagsfulltrúa Borgartúni 12 - 14, 2. hæð, Stardalur.
Fundinn sátu: Björn Axelsson og Helena Stefánsdóttir.
Eftirtaldir embættismenn kynntu mál á fundinum: Halldóra Hrólfsdóttir, Jón Kjartan Ágústsson, Hildur Gunnarsdóttir, Björn Ingi Edvardsson, Borghildur S. Sturludóttir, Guðlaug Erna Jónsdóttir og Lilja Grétarsdóttir.
Ritari var Björgvin Rafn Sigurðarson.
Þetta gerðist:
1.16 Bíldshöfði 18, (fsp) breyting á notkun
Lögð fram fyrirspurn Marvins Ívarssonar, mótt. 3. desember 2016, um að breyta notkun rýmis 03 0303 í húsinu á lóð nr. 18 við Bíldshöfða úr skrifstofuhúsnæði í gististað/hostel, samkvæmt kynningargögnum, ódags. Einnig er lögð fram umsögn skipulagsfulltrúa, dags. 20. desember 2016.
Umsögn skipulagsfulltrúa, dags. 20. desember 2016, samþykkt.
2.16 Blómvallagata 12, (fsp) breyting á notkun
Lögð fram fyrirspurn dvalarheimilisins Grund, mótt. 7. desember 2016, varðandi breytingu á notkun hússins á lóð nr. 12 við Blómvallagötu.
Vísað til umsagnar verkefnisstjóra.
3.16 Efstaland 26, 3.h.- gististaður og veitingastaður
Lagt fram erindi frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa frá 20. desember 2016 þar sem sótt er um leyfi til að innrétta gististað í flokki V, teg. hótel fyrir 40 gesti í 21 herbergi og veitingastað í flokki II á 3. hæð í verslunar- og skrifstofuhúsi á lóð nr. 26 við Efstaland.
Gjald kr. 10.100
Vísað til umsagnar verkefnisstjóra.
4.16 Fiskislóð 49-51, Líkamsræktarstöð
Lagt fram erindi frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa frá 20. desember 2016 þar sem sótt er um leyfi til að breyta geymslu og verkstæði á fyrstu og annarri hæð í líkamsræktarstöð í húsi nr. 51 á lóð nr. 49 - 51 við Fiskislóð.
Gjald kr. 10.100
Vísað til umsagnar verkefnisstjóra.
5.16 Freyjugata 39, (fsp) gististaður í flokki II
Á embættisafgreiðslufundi skipulagsfulltrúa frá 9. desember 2016 var lögð fram fyrirspurn Yrki arkitekta ehf., mótt. 30. nóvember 2016, varðandi rekstur gististaðar í flokki II í húsinu á lóð nr. 39 við Freyjugötu. Einnig er lagt fram bréf Yrki arkitekta ehf., dags. 30. nóvember 2016. Fyrirspurninni var vísað til umsagnar verkefnisstjóra og er nú lögð fram að nýju ásamt umsögn skipulagsfulltrúa, dags. 14. desember 2016.
Neikvætt, með vísan til umsagnar skipulagsfulltrúa, dags. 14. desember 2016.
6.16 Gamla höfnin - Vesturbugt, breyting á deiliskipulagi
Að lokinni auglýsingu er lögð fram að nýju umsókn Landmótunar sf., mótt. 22. september 2016, varðandi breytingu á deiliskipulagi Gömlu hafnarinnar - Vesturbugtar. Í breytingunni felst að gert er ráð fyrir nýrri göngubryggju austan við lóð Grandagarðs 8 sem tengir núverandi bryggju við gönguleið / bryggju við Rastagötu, samkvæmt uppdr. Landmótunar sf., dags. 4. október 2016. Tillagan var auglýst frá 31. október 2016 til og með 12. desember 2016. Eftirtaldir aðilar sendu athugasemdir: Stefán Geir Þórisson hjá Forum lögmönnum f.h. Brimgarðs ehf., dags. 12. desember 2016.
Vísað til umsagnar verkefnisstjóra.
7.16 Geirsgata 9, (fsp) stækkun og hækkun húss
Lögð fram fyrirspurn Ask Arkitekta ehf., mótt. 6. desember 2016, um að stækka húsið á lóð nr. 9 við Geirsgötu til vesturs og hækka núverandi hús um tvær hæðir, samkvæmt kynningargögnum Ask Arkitekta ehf., ódags.
Vísað til umsagnar verkefnisstjóra.
8.16 Grandagarður 14, (fsp) breyting á deiliskipulagi
Á embættisafgreiðslufundi skipulagsfulltrúa frá 9. desember 2016 var lögð fram fyrirspurn Jóns Davíðs Ásgeirssonar, mótt. 1. desember 2016, varðandi breytingu á deiliskipulagi lóðarinnar nr. 14 við Grandagarð sem felst í að endurvekja fyrrnefnda stóra opnun sunnanmegin, rífa léttgólf, tveggja hæða rými endurvakið, hafa veitingastað á 1. og 2. hæð og setja nýja timburbryggju hafnarmegin ásamt flotbryggju. Einnig er lögð fram umsögn Minjastofnunar Íslands, dags. 23. nóvember 2016. Fyrirspurninni var vísað til umsagnar verkefnisstjóra og er nú lögð fram að nýju.
Vísað til umsagnar Faxaflóahafna. Óskað er eftir að umsögnin berist fyrir 16. janúar 2017.
9.16 Hrísateigur 39, (fsp) breyting á notkun bílskúrs
Lögð fram fyrirspurn Ástu Sigmarsdóttur, mótt. 9. desember 2016, um að breyta notkun bílskúr á lóð nr. 39 við Hrísateig í aðstöðu fyrir daggæslu. Einnig er lögð fram umsögn skipulagsfulltrúa, dags. 19. desember 2016.
Jákvætt með vísan til umsagnar skipulagsfulltrúa, dags. 19. desember 2016.
10.16 Klapparstígur 29, (fsp) veitingastaður
Lögð fram fyrirspurn Andra Björns Björnssonar, mótt. 2. desember 2016, varðandi rekstur veitingastaðar í húsinu á lóð nr. 29 við Klapparstíg.
Vísað til umsagnar verkefnisstjóra.
11.16 Sólvallagata 72, (fsp) - Þríbýli
Á embættisafgreiðslufundi skipulagsfulltrúa frá 9. desember 2016 var lagt fram erindi frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa frá 6. desember 2016 þar sem spurt er hvort leyft yrði að innrétta þrjár íbúðir í sambýlishúsi á lóð nr. 72 við Sólvallagötu. Erindinu var vísað til umsagnar verkefnisstjóra og er nú lagt fram að nýju ásamt umsögn skipulagsfulltrúa, dags. 14. desember 2016.
Neikvætt, með vísan til umsagnar skipulagsfulltrúa, dags. 14. desember 2016.
12.16 Lækjargata 2A, Breyting á veitingaleyfi úr fl. 2 í 3
Á embættisafgreiðslufundi skipulagsfulltrúa 22. desember 2016 var lagt fram erindi frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa frá 20. desember 2016 þar sem sótt er um breytingu á áður samþykktu erindi BN051132 sem felst í að breyta veitingastað í kjallara í flokk lll - tegund ? í húsi á lóð nr. 2A við Lækjargötu.
Gjald kr. 10.100
Vísað til umsagnar verkefnisstjóra.
13.16 Seljavegur 13, (fsp) svalir
Lögð fram fyrirspurn Þorgeirs Inga Haraldssonar, mótt. 28. nóvember 2016, um að setja svalir á bakhlið hússins á lóð nr. 13 við Seljaveg. Einnig er lögð fram umsögn skipulagsfulltrúa, dags. 19. desember 2016.
Jákvætt með þeim skilyrðum og leiðbeiningum sem fram koma í umsögn skipulagsfulltrúa, dags. 19. desember 2016.
14.16 Bauganes 34, rekstur ökutækjaleigu
Á embættisafgreiðslufundi skipulagsfulltrúa frá 9. desember 2016 var lagt fram bréf Samgöngustofu, dags. 30. nóvember 2016, þar sem óskað er eftir umsögn Reykjavíkurborgar á umsókn Guðna Oddsonar f.h. Gos Rent ehf. um rekstur ökutækjaleigu að Bauganesi 34. Sótt er um leyfi fyrir 4 ökutækjum til útleigu. Erindinu var vísað til umsagnar verkefnisstjóra og er nú lagt fram að nýju ásamt umsögn skipulagsfulltrúa, dags. 22. desember 2016.
Neikvætt, með vísan til umsagnar skipulagsfulltrúa, dags. 22. desember 2016.
15.16 Bergstaðastræti 13, (fsp) rekstur veitingastaðar í flokki II
Lögð fram fyrirspurn B13 ehf., mótt. 29. nóvember 2016, varðandi rekstur veitingastaðar í flokki II í rými 01 0102 í húsinu á lóð nr. 13 við Bergstaðastræti, samkvæmt teikningu Tríplí arkitekta, dags. 22. nóvember 2016. Einnig er lögð fram umsögn skipulagsfulltrúa dags. 22. desember 2016.
Jákvætt með vísan til umsagnar skipulagsfulltrúa dags. 22. desember 2016.
16.16 Bergstaðastræti 33, Breytt í tvær íbúðir (fyrra horf)
Lagt fram erindi frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa frá 20. desember 2016 þar sem sótt er um leyfi til að breyta í fyrra horf, koma fyrir tveim íbúðum, einni á hæð, fá samþykktan þegar byggðan skúr á einni hæð með tveim geymslum og þvottahúsi við suð-austur gafl, byggja utan á liggjandi stiga, breyta glugga- og hurðasetningu og breyta innréttingum í íbúðum í húsi á lóð nr. 33A við Bergstaðastræti.
Gjald kr. 10.100
Vísað til umsagnar verkefnisstjóra.
17.16 Fálkagata 32, Áður gerðar breytingar
Lagt fram erindi frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa frá 20. desember 2016 þar sem sótt er um leyfi fyrir áður gerðum breytingum sem felast í því að bílskúr hefur verið breytt í íbúð við hús á lóð nr. 32 við Fálkagötu.
Gjald kr. 10.100
Vísað til umsagnar verkefnisstjóra.
18.16 Fiskislóð 37B, Skrifstofu- verslunar- og lagerhúsnæði
Á embættisafgreiðslufundi skipulagsfulltrúa 2. desember 2016 var lagt fram erindi frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa frá 29. nóvember 2016 þar sem sótt er um leyfi til að byggja staðsteypt 4. hæða skrifstofu- verslunar og lagerhúsnæði á lóð nr. 37B við Fiskislóð. Erindinu var vísað til umsagnar verkefnisstjóra og er nú lagt fram að nýju ásamt umsögn skipulagsfulltrúa, dags. 22. desember 2016.
Skýrsla brunahönnuðar dags. 1 nóv. 2016 og varmatapsútreiningar dags. 21 nóv. 2016 fylgir erindinu. Stærð hús: A rými 1. hæð 847,0 ferm., 3.248,0 rúmm. 2. hæð 576,9 ferm., 1.863,5 rúmm. 3. hæð 576,9 ferm., 1922,8 rúmm. 4. hæð 367,8 ferm., 1.315,1 ferm. Samtals. 2.368,6 ferm. Rúmm með botn samtals 8.523,4 rúmm. B rými 347,4 ferm og XX rúmm. Samtals A og B: 2.716 ferm og XX rúmm. Gjald kr. 10.100
Neikvætt. Samræmist ekki deiliskipulagi sbr. umsögn skipulagsfulltrúa, dags. 22. desember 2016.
Sækja þarf um breytingu á deiliskipulagi með þeim skilmálum sem fram koma í umsögn skipulagsfulltrúa.
19.16 Grettisgata 53B, Svalir - 1. hæð
Lagt fram erindi frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa frá 13. desember 2016 þar sem sótt er um leyfi til að setja svalir á íbúð 0101 og 0102 í mhl. 01 sem er fimm íbúða hús á lóð nr. 53B við Grettisgötu. Einnig er lögð fram umsögn skipulagsfulltrúa, dags. 22. desember 2016.
Gjald kr. 10.100
Jákvætt með vísan til umsagnar skipulagsfulltrúa, dags. 22. desember 2016.
20.16 Gamla höfnin frá Austurbakka að Vesturbugt, rýmisathugun og umferðarmál - kynning
Lagt fram bréf Faxaflóahafna sf., dags. 9. desember 2016, vegna eftirfarandi bókunar frá fundi stjórnar Faxaflóahafna sf. s.d. varðandi frumdrög Yrki arkitekta ehf., dags. 2. desember 2016, um rýmisathugun og umferðarmál í Gömlu höfninni frá Austurbakka að Vesturbugt. "Hafnarstjóri og skipulagsfulltrúi gerðu grein fyrir þeirri vinnu sem unnin hefur verið. Hafnarstjóri samþykkir að kynna efnið fyrir umhverfis- og skipulagsráði Reykjavíkurborgar og fyrirtækjum í hafnsækinni ferðþjónustu."
Vísað til meðferðar hjá verkefnisstjóra.
21.16 Hallveigarstígur 7, (fsp) stækkun lóðar og rekstur gististaðar
Lögð fram fyrirspurn Vesturbakka ehf., mótt. 9. desember 2016, varðandi stækkun lóðarinnar nr. 7 við Hallveigarstíg og rekstur gististaðar í húsinu.
Vísað til umsagnar verkefnisstjóra.
22.16 Hraunberg 5, (fsp) skipta einbýlishúsi í tvær til þrjár íbúðir
Lögð fram fyrirspurn Önnu Dísar Guðbergsdóttir Eydal, mótt. 8. nóvember 2016, um að skipta húsinu á lóð nr. 5 við Hraunberg í tvær til þrár íbúðir.
Vísað til umsagnar verkefnisstjóra.
23.16 Klapparstígur 28, Tímabundin opnun
Á embættisafgreiðslufundi skipulagsfulltrúa frá 9. desember 2016 var lagt fram erindi frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa frá 6. desember 2016 þar sem sótt er um leyfi til að opna tímabundið yfir á lóð nr. 30 á 1. hæð í veitingahúsi á lóð nr. 28 við Klapparstíg. Erindinu var vísað til umsagnar verkefnisstjóra og er nú lagt fram að nýju ásamt umsögn skipulagsfulltrúa, dags. 16. desember 2016.
Erindi fylgir umsögn burðarvirkishönnuðar dags. 7. nóvember og brunahönnun frá Eflu dags. 8. nóvember 2016. Gjald kr. 10.100
Neikvætt, með vísan til umsagnar skipulagsfulltrúa, dags. 16. desember 2016.
24.16 Klapparstígur 30, Tímabundin opnun
Á embættisafgreiðslufundi skipulagsfulltrúa frá 9. desember 2016 var lagt fram erindi frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa frá 6. desember 2016 þar sem sótt erum leyfi til að opna tímabundið yfir á lóð nr. 28 í veitingahúsi á lóð nr. 30 við Klapparstíg. Erindinu var vísað til umsagnar verkefnisstjóra og er nú lagt fram að nýju ásamt umsögn skipulagsfulltrúa, dags. 16. desember 2016.
Erindi fylgir umsögn burðarvirkishönnuðar dags. 7. nóvember og brunahönnun frá Eflu dags. 8. nóvember 2016. Gjald kr. 10.100
Neikvætt, með vísan til umsagnar skipulagsfulltrúa, dags. 16. desember 2016.
25.16 Ránargata 21, Skipta í þrjár eignir - svalir
Á embættisafgreiðslufundi skipulagsfulltrúa 25. nóvember 2016 var lagt fram erindi frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa frá 22. nóvember 2016 þar sem sótt er um leyfi til að skipta fjölbýlishúsi í þrjár íbúðir og byggja svalir á suðurhlið sama húss á lóð nr. 21 við Ránargötu. Erindinu var vísað til umsagnar verkefnisstjóra og er nú lagt fram að nýju ásamt umsögn skipulagsfulltrúa, dags. 22. desember 2016.
Erindi fylgir þinglýst samkomulag um afnotarétt á lóð milli húsa dags. 10. nóvember 1947, brunavirðing dags. 1. mars 1943 og samþykki sumra lóðarhafa Bárugötu 22, Ránargötu 19 og Ránargötu 23 og allra lóðarhafa Stýrimannastígs 7. Gjald kr. 10.100
Umsögn skipulagsfulltrúa, dags. 22. desember 2016, samþykkt.
26.16 Smiðshöfði 19, breyting á deiliskipulagi
Lögð fram umsókn Breiðás ehf., mótt. 11. nóvember 2016, varðandi breytingu á deiliskipulagi fyrir lóðina nr. 19 við Smiðshöfða. Í breytingunni felst að heimilað verði að hafa LED ská á gafli hússins.
Vísað til umsagnar verkefnisstjóra.
27.16 Templarasund 3, Breyting eldhús Klaustur Downtown o.fl.
Lagt fram erindi frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa frá 13. desember 2016 þar sem sótt er um leyfi til að breyta innra skipulagi þannig að hætt er við starfsmannarými í Klaustur Downtown Bar og er þar komið fyrir kæli, starfsmannaaðstaða er flutt í rými 0101 sem tilheyrir Kvosin Downtown hótel, til að byggja tvær geymslur, mhl. 02 og 04 og stækka sorpskýli sem verður mhl. 05 á lóð nr. 3 við Templarasund. Einnig er lögð fram umsögn skipulagsfulltrúa, dags. 22. desember 2016.
Bréf frá umsækjanda ódagsett og bréf frá hönnði dags. 15. nóvember 2016 fylgja erindi. Útskrift úr gerðabók embættisafgreiðslufundar skipulagsfulltrúa frá 9. desember 2016 fylgir erindinu ásamt umsögn skipulagsfulltrúa dags. 9. desember 2016. Stærð mhl. 02: 7,4 ferm., 22,2 rúmm. Mhl. 04: 5,1 ferm., 15,3 rúmm. Mhl. 05: 14,4 ferm., 43,2 rúmm.
Samtals stækkun: 29,9 ferm., 80,7 rúmm. Gjald kr. 10.100
Neikvætt, með vísan til umsagnar skipulagsfulltrúa, dags. 22. desember 2016.
28.16 Týsgata 3, (fsp) breyting á notkun
Á embættisafgreiðslufundi skipulagsfulltrúa 25. nóvember 2016 var lögð fram fyrirspurn Stefáns Boga Stefánssonar, mótt. 25. október 2016, um að breyta notkun rýmis 0101 í húsinu á lóð nr. 3 við Týsgötu úr íbúðarhúsnæði í atvinnuhúsnæði. Fyrirspurninni var vísað til umsagnar verkefnisstjóra og er nú lögð fram að nýju ásamt umsögn skipulagsfulltrúa, dags. 22. desember 2016.
Umsögn skipulagsfulltrúa, dags. 22. desember 2016, samþykkt.
29.16 Fiskislóð-Grandagarður, ósk um umsögn um tillögu að skipulagi
Lagt fram bréf Faxaflóahafna sf., dags. 9. desember 2016, vegna eftirfarandi bókunar frá fundi Faxaflóahafna sf. s.d. varðandi tillögu Batterísins arkitekta ehf., dags. 2. nóvember 2016, um skipulag við Fiskislóð-Grandagarð, "Hafnarstjórn gerir fyrirvara um nýtingarhlutfall, byggingarmagn og byggðamynstur, en samþykkir að óska eftir umsögn skipulagsráðs Reykjavíkur um fyrirliggjandi tillögur".
Vísað til umhverfis- og skipulagsráðs.
30.16 Fiskislóð 1, Millipallur, breyta skyggni í svalir, flóttastiga, stiga innan og lyftu
Lagt fram erindi frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa frá 13. desember 2016 þar sem sótt er um leyfi til að stækka millipall, koma fyrir lyftu og rúllustiga sem tengir 1. hæð við millipall, færa aðalinngang, bæta við hurð úr nýju verslunarrými, gluggum á 2. hæð austurhlið, breyta skyggni í svalir og koma fyrir flóttastiga frá þeim og flóttastiga frá norðvesturhlið og koma fyrir veitingastað í flokki II, tegund kaffihús fyrir 70 gesti í húsi á lóð nr. 1 við Fiskislóð .
Umsögn burðarvirkishönnuðar fylgir erindinu dags. 29. nóv. 2016 Greinargerð hönnuðar dags. 15. nóvember 2016 fylgir með erindi.
Stækkun millipalls: 844,7 ferm. Gjald kr. 10.100
Vísað til umsagnar verkefnisstjóra.
31.16 Fiskislóð 27, breyting á deiliskipulagi
Á embættisafgreiðslufundi skipulagsfulltrúa frá 9. desember 2016 var lögð fram umsókn Kjartans Hafsteins Rafnssonar, mótt. 2. desember 2016, varðandi breytingu á deiliskipulagi Vesturhafnar (Örfirisey) vegna lóarinnar nr. 27 við Fiskislóð. Í breytingunni felst hækkun á nýtingarhlutfalli lóðar úr 0,6 í 1,0, samkvæmt uppdr. K.J. hönnunar ehf., dags. 30. nóvember 2016. Einnig er lögð fram útskrift úr fundargerð Faxaflóahafnar sf., frá 29. júní 2016. Erindinu var vísað til umsagnar verkefnisstjóra og er nú lagt fram að nýju.
Vísað til umhverfis- og skipulagsráðs.
Erindið fellur undir gr. 7.5 í gjaldskrá vegna kostnaðar við skipulagsvinnu og útgáfu framkvæmdaleyfis í Reykjavíkurborg nr. 1111/2014.
32.16 Framnesvegur 11, 11A - Fjarlægja burðarvegg - hurð út í garð
Lagt fram erindi frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa frá 20. desember 2016 þar sem sótt er um leyfi til að fjarlægja burðarvegg á milli eldhúss og stofu á fyrstu hæð, síkka glugga á bakhlið og koma fyrir hurð með þrepum út í garð á húsinu á lóð nr. 11A við Framnesveg.
Fyrirspurn BN051900 fylgir erindinu. Gjald kr. 10.100
Vísað til umsagnar verkefnisstjóra.
33.16 Grettisgata 16, (fsp) skipta íbúð á 2. hæð í tvær íbúðir
Á embættisafgreiðslufundi skipulagsfulltrúa frá 9. desember 2016 var lögð fram fyrirspurn Stefáns Unnsteinssonar, mótt. 9. nóvember 2016, um að skipta íbúð á 2. hæð hússins á lóð nr. 16 við Grettisgötu í tvær íbúðir. Fyrirspurninni var vísað til umsagnar verkefnisstjóra og er nú lögð fram að nýju ásamt umsögn skipulagsfulltrúa, dags. 22. desember 2016.
Neikvætt, með vísan til umsagnar skipulagsfulltrúa, dags. 22. desember 2016.
34.16 Guðrúnartún 1, breyting á deiliskipulagi
Á embættisafgreiðslufundi skipulagsfulltrúa frá 9. desember 2016 var lögð fram umsókn THG Arkitekta ehf., mótt. 3. nóvember 2016, varðandi breytingu á deiliskipulagi Borgartúnsreits vestur vegna lóðarinnar nr. 1 við Guðrúnartún. Í breytingunni felst fjölgun bílastæða, samkvæmt uppdr. THG Arkitekta ehf., dags. 26. október 2016. Einnig er lagt fram bréf Gylfa Arnbjörnssonar forseta ASÍ og Sigurðar Bessasonar formanns Eflingar f.h. húsfélagsins Sætúni 1, dags. 2. nóvember 2016. Erindinu var vísað til meðferðar hjá verkefnisstjóra og er nú lagt fram að nýju.
Vísað til umhverfis- og skipulagsráðs.
Erindið fellur undir gr. 7.5 í gjaldskrá vegna kostnaðar við skipulagsvinnu og útgáfu framkvæmdaleyfis í Reykjavíkurborg nr. 1111/2014.
35.16 Gylfaflöt 6-8, (fsp) stækkun á byggingarreit
Á embættisafgreiðslufundi skipulagsfulltrúa 28. október 2016 var lögð fram fyrirspurn Sigurðar Hallgrímssonar, mótt. 27. september 2016, varðandi stækkun á byggingarreit lóðarinnar nr. 6-8 við Gylfaflöt um 2. metra á langhlið, samkvæmt uppdr. Arkþings ehf., ódags. Fyrirspurninni var vísað til umsagnar verkefnisstjóra og er nú lögð fram að nýju. Erindinu var frestað og er nú lagt fram að nýju ásamt umsögn skipulagsfulltrúa, dags. 16. desember 2016.
Jákvætt með vísan til umsagnar skipulagsfulltrúa, dags. 16. desember 2016.
36.16 Gylfaflöt 10-12, (fsp) breyting á byggingarreit
Á embættisafgreiðslufundi skipulagsfulltrúa 28. október 2016 var lögð fram fyrirspurn Sigurðar Hallgrímssonar, mótt. 27. september 2016, varðandi stækkun á byggingarreit lóðarinnar nr. 10-12 við Gylfaflöt um 2. metra á langhlið, samkvæmt uppdr. Arkþings ehf., ódags. Fyrirspurninni var vísað til umsagnar verkefnisstjóra og er nú lögð fram að nýju. Fyrirspurninni var frestað og er nú lögð fram að nýju ásamt umsögn skipulagsfulltrúa, dags. 16. desember 2016.
Jákvætt með vísan til umsagnar skipulagsfulltrúa, dags. 16. desember 2016.
37.16 Norðurstígur 3, breyting á deiliskipulagi
Lögð fram umsókn THG Arkitekta ehf., mótt. 23. nóvember 2016, varðandi breytingu á deiliskipulagi Norðurstígsreits vegna lóðarinnar nr. 3 við Norðurstíg. Í breytingunni felst hækkun hússins um eina hæð, samkvæmt uppdr. THG Arktekta ehf., dags. 16. nóvember 2016. Einnig er lagt fram skuggavarp THG Arkitekta ehf., dags. 16. nóvember 2016. Jafnframt er lögð fram umsögn Borgarsögusafns Reykjavíkur, dags. 7. apríl 2016 og umsögn Minjastofnunar Íslands, dags. 11. júlí 2016.
Vísað til meðferðar hjá verkefnisstjóra.
Vakin er athygli fyrirspyrjanda á að erindið fellur undir gjaldskrá vegna kostnaðar við skipulagsvinnu og útgáfu framkvæmdaleyfis í Reykjavíkurborg nr. 1111/2014.
38.16 Rauðagerði 44, (fsp) bílskúr
Á embættisafgreiðslufundi skipulagsfulltrúa 2. desember 2016 var lögð fram fyrirspurn Kristinssonar ehf., mótt. 2. nóvember 2016, um að gera byggingarreit fyrir bílskúr á lóð nr. 44 við Rauðagerði. Fyrirspurninni var vísað til umsagnar verkefnisstjóra og er nú lögð fram að nýju ásamt umsögn skipulagsfulltrúa, dags. 15. desember 2016.
Neikvætt, með vísan til umsagnar skipulagsfulltrúa, dags. 15. desember 2016.
39.16 Skógarhlíð 20, breyting á deiliskipulagi
Lögð fram umsókn Teiknistofunnar Óðinstorgi HH ehf., mótt. 25. nóvember 2016, varðandi breytingu á deiliskipulagi Skógarhlíðar vegna lóðarinnar nr. 20 við Skógarhlíð. Í breytingunni felst stækkun á byggingarreit hússins til vesturs, samkvæmt uppdr. Teiknistofunnar Óðinstorgi HH ehf., dags. 22. nóvember 2016.
Vísað til meðferðar hjá verkefnisstjóra.
Vakin er athygli umsækjanda á að erindið fellur undir gjaldskrá vegna kostnaðar við skipulagsvinnu og útgáfu framkvæmdaleyfis í Reykjavíkurborg nr. 1111/2014.
40.16 Skógarhlíð 22, Þóroddsstaðir, breyting á deiliskipulagi
Lögð fram umsókn Hornsteina arkitekta ehf., mótt. 1. desember 2016, varðandi breytingu á deiliskipulagi Skógarhlíðar vegna lóðarinnar nr. 22 við Skógarhlíð. Í breytingunni felst að heimilt verði að byggja allt að 22 íbúðir auk þess sem gert er ráð fyrir allt að 6 íbúðum í núverandi húsi (Þóroddsstöðum), samkvæmt uppdr. Hornsteina arkitekta ehf., dags. apríl 2016. Einnig er lögð fram drög að greinargerð, ódags.
Vísað til meðferðar hjá verkefnisstjóra.
Vakin er athygli umsækjanda á að erindið fellur undir gjaldskrá vegna kostnaðar við skipulagsvinnu og útgáfu framkvæmdaleyfis í Reykjavíkurborg nr. 1111/2014.
41.16 Sogavegur 73-75 og 77, breyting á deiliskipulagi
Á embættisafgreiðslufundi skipulagsfulltrúa 28. október 2016 var lagt fram bréf Skipulagsstofnunar, dags. 14. október 2016, þar stofnunin getur ekki tekið afstöðu til efnis deiliskipulagsbreytingarinnar fyrr en umsögn Heilbrigðiseftirlits Reykjavíkur um deiliskipulagið liggur fyrir. Skipulagsstofnun bendir á að leiðrétta þarf fjölda bílastæða í skilmálakafla um Sogaveg 77. Einnig óskar Skipulagsstofnun eftir að fá sent til vörslu gildandi deiliskipulagi svæðisins ásamt síðari breytingu á því samþykktri 12. janúar 1999. Einnig er lögð fram hljóðvistarskýrsla Verkís ehf., dags. 21. desember 2016 með viðauka, deiliskipulagsuppdráttur, dags. 24. febrúar 2016, uppfærður dags. 20. desember 2016 og umsögn heilbrigðiseftirlits Reykjavíkur, dags. 19. desember 2016. Erindinu var vísað til meðferðar hjá verkefnisstjóra og er nú lagt fram að nýju.
Vísað til umhverfis- og skipulagsráðs.
42.16 Esjumelur 9, Atvinnuhúsnæði - framleiðsla á forsteyptum einingum
Lagt fram erindi frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa frá 20. desember 2016 þar sem sótt er um leyfi til að byggja einnar hæðar óeinangrað stálgrindarhús á lóð nr. 9 við Esjumela.
Erindi fylgir brunahönnun dags. 26. september 2016. Stærð: 4.042,1 ferm., 38.614,7 rúmm. Gjald kr. 10.100
Neikvætt. Sækja þarf um breytingu á deiliskipulagi.
43.16 Flugvallarvegur 1, (fsp) sjálfsafgreiðslustöð
Lögð fram fyrirspurn Atlantsolíu, mótt. 13. desember 2016, varðandi sjálfsafgreiðslustöð á lóð nr. 1 við Flugvallarveg. Einnig er lagt fram bréf Alvars Arnar Unnsteinssonar hrl. frá Lögmál ehf. f.h. Atlantsolíu ehf., dags. 13. desember 2016.
Vísað til umsagnar deildarstjóra aðalskipulags Reykjavíkur.
44.16 Fossvogsdalur, stígar, breyting á deiliskipulagi
Lögð fram tillaga Landmótunar sf., dags. 12. desember 2016, að breytingu á deiliskipulagi Fossvogsdals fyrir hjóla- og göngustíga. Í breytingunni felst að skipulagsmörkum gildandi deiliskipulags er breytt í samræmi við mörk nýs deiliskipulags Fossvogsvegar, Vigdísarlunds þannig að skipulagssvæðið minnkar.
Vísað til umhverfis- og skipulagsráðs.
45.16 Geldinganes, grjótnám, bókun áheyrnarfulltrúa Framsóknar og flugvallarvina og hverfisráðs Grafarvogs
Lögð fram fundargerð hverfisráðs Grafarvogs frá 13. desember 2016 vegna eftirfarandi bókunar áheyrnarfulltrúa Framsóknar og flugvallarvina (liður nr. 2 í fundargerð): "Geldinganesið væri best að byggja upp sem hverfahluta við Grafarvoginn enda á við hálfan Grafarvoginn að stærð. Nú þegar þörf er á fleirum íbúðum og húsnæðum fyrir uppalda Grafarvogsbúa, s.s. minni og stærri rað- og parhús fyrir fjölskyldur sem hafa hafið sína fyrstu fjölskylduuppbyggingu í fjölbýlishúsum hverfisins og eru nú komin í þá fjölskyldustærð að stærri húsnæði þurfi til. Grjótnám úr miðju mögulegu framtíðar íbúðahverfi er ekki endilega það besta fyrir framtíð Geldinganessins."
Eftirfarandi bókun var gerð af hverfisráði Grafarvogs: "Hverfisráð Grafarvogs óskar eftir upplýsingum um framtíðaráform um Geldinganes, grjótnám og hugsanlega íbúðabyggð."
Vísað til umsagnar deildarstjóra aðalskipulags Reykjavíkur.
46.16 Kjalarnes, Móar, (fsp) afmörkun spildu
Lögð fram fyrispurn Steins Sigríðarsonar Finnbogasonar, mótt. 6. desember 2016, varðandi afmörkun spildu í landi Móa á Kjalarnesi, samkvæmt, tillögu Klappar Arkitekta-verkfræðinga ehf., dags. september 2016.
Vísað til umsagnar verkefnisstjóra.
47.16 Klettagarðar 12, staðsetning ökutækjaleigu
Lagt fram bréf Samgöngustofu, dags. 12. desember 2016, þar sem óskað er eftir umsögn skipulagsfulltrúa um staðsetningu ökutækjaleigu að Klettagörðum 12. Áætlaður fjöldi er 100 ökutæki.
Vísað til umsagnar verkefnisstjóra.
48.16 Krókháls 13 og Laxalón 2 og 4, breyting á deiliskipulagi
Að lokinni auglýsingu er lögð fram að nýju umsókn THG arkitekta ehf., mótt. 28. september 2016, varðandi breytingu á deiliskipulagi Grafarlækjar-Stekkjarmóa-Djúpadals vegna lóðanna nr. 13 við Krókháls og 1 og 4 við Laxalón. Í breytingunni felst að lögun og byggingarreitur lóðarinnar nr. 13 við Krókháls er breytt en stærðir verða óbreyttar, lóð nr. 2 við Laxalón er stækkuð og lóð nr. 4 við Laxalón er minnkuð, samkvæmt uppdr. THG arkitekta ehf., dags. 28. september 2016. Tillagan var auglýst frá 31. október til og með 12. desember 2016. Engar athugasemdir bárust.
Samþykkt með vísan til heimilda um embættisafgreiðslur skipulagsfulltrúa í viðauka við samþykkt um stjórn Reykjavíkurborgar
49.16 Kjalarnes, Esjumelar, bréf
Lagt fram bréf Kristínar Sólnes hdl. frá LEX lögmannsstofu f.h. Ásgerðar Ragnarsdóttur hrl, dags. 12. desember 2016, vegna samþykktar á deiliskipulagi vegna Esjumela á Kjalarnesi sem birtist í B-deild Stjórnartíðinda 28. október 2016, en óskað er eftir upplýsingum um hvernig Reykjavíkurborg hyggst leysa úr fráveitumálum á hinu deiliskipulagða svæði.
Vísað til umsagnar skrifstofu sviðsstjóra.
50.16 Grensásvegur 1, (fsp) breyting á deiliskipulagi
Lögð fram fyrirspurn Sigurðar Einarssonar, mótt. 6. desember 2016, varðandi breytingu á deiliskipulagi vegna lóðarinnar nr. 1 við Grensásveg sem felst í stækkun á byggingarreit þakhæðar hússins, samkvæmt frumdrögum Batterísins Arkitekta ehf., dags. 6. desember 2016.
Kynna formanni umhverfis- og skipulagsráðs.
51.16 Hallarmúli 2, (fsp) breyting á deiliskipulagi
Á embættisafgreiðslufundi skipulagsfulltrúa 2. desember 2016 var lögð fram fyrirspurn Yrki arkitekta ehf., mótt. 10. nóvember 2016, varðandi hækkun hússins á lóð nr. 2 við Hallarmúla og stækkun á byggingarreit lóðarinnar, samkvæmt tillögu Yrki arkitekta ehf., dags. 4. nóvember 2016. Einnig er lögð fram greinargerð Yrki arkitekta ehf., dags. 8. nóvember 2016. Fyrirspurninni var vísað til umsagnar verkefnisstjóra. Einnig er lögð fram umsögn skipulagsfulltrúa, dags. 22. desember 2016.
Umsögn skipulagsfulltrúa, dags. 22. desember 2016, samþykkt.
52.16 Haukdælabraut 78-92, Raðhús
Lagt fram erindi frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa frá 20. desember 2016 þar sem sótt er um leyfi til að byggja 8 raðhús á lóð nr. 78-92 við Haukdælabraut.
Stærð A-rými 1.740,6 ferm., 6.199,1 rúmm. Bréf arkitekts dags. 12.12.2016 fylgir erindi. Gjald kr. 10.100
Vísað til umsagnar verkefnisstjóra.
53.16 Hestháls 12, breyting á deiliskipulagi
Á embættisafgreiðslufundi skipulagsfulltrúa 9. desember 2016 var lögð fram umsókn Gunnars Atla Hafsteinssonar, f.h. Tandur hf., mótt. 20. október 2016, varðandi breytingu á deiliskipulagi Hálsahverfis vegna lóðarinnar nr. 12 við Hestháls. Í breytingunni felst stækkun á byggingarreit til norðurs um 7 metra á 21 metra löngum kafla frá norðvesturhorni byggingarreits í átt að lóðarmörkum Hestháls 10, samkvæmt meðfylgjandi uppdr. Gunnars Atla Hafsteinssonar, dags. 18. október 2016. Erindinu var vísað til meðferðar hjá verkefnisstjóra og er nú lagt fram að nýju.
Samþykkt að grenndarkynna framlagða tillögu fyrir hagsmunaaðilum að Hesthálsi 6, 8, 10, 14 og Járnhálsi 5C, 5D, 5E.
54.16 Hverfisgata 112 og 114 og Snorrabraut 27-29, (fsp) breyting á deiliskipulagi
Lögð fram fyrirspurn Arkitekta Laugavegi 164 ehf., mótt. 15. desember 2016, um að breyta notkun lóðanna nr. 112 og 114 við Hverfisgötu og nr. 27-29 við Snorrabraut í hótel, stækka byggingarreiti og auka byggingarmagn lóðanna nr. 112 og 114 við Hverfisgötu, sameina lóðir á reitnum eða breyta lóðarmörkum og rífa eldri hús og byggja ný í þeirra stað. Einnig er lögð fram greinargerð Silju Traustadóttur arkitekts frá Glámu-Kím, dags. 14. desember 2016.
Vísað til meðferðar hjá verkefnisstjóra.
55.16 Mjölnisholt 4, Breyting á áður samþykktum teikningum
Lagt fram erindi frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa frá 20. desember 2016 þar sem sótt er um leyfi til að breyta áður samþykktu erindi BN050529 sem felst í því að hækka hús um 60 cm og stækka mhl. 02, geymslur, við hús á lóð nr. 4 við Mjölnisholt. Einnig er lögð fram umsögn skipulagsfulltrúa, dags. 22. desember 2016.
Stækkun: Mhl.01 0 ferm., x rúmm. Mhl.02 x ferm., x rúmm. Gjald kr. 10.100
Neikvætt, með vísan til umsagnar skipulagsfulltrúa, dags. 22. desember 2016.
56.16 Skipholt 29A, Ofanábygging - gistiheimili - verslun
Lagt fram erindi frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa frá 20. desember 2016 þar sem sótt er um leyfi til að byggja eina hæð ofan á hús ásamt stigahúsi og svalagangi á bakhlið og innrétta sem gistiheimili og verslun í húsi á lóð nr. 29A við Skipholt.
Stækkun A-rými: x ferm., x rúmm. B-rými: x ferm., x rúmm. Gjald kr. 10.100
Vísað til umsagnar verkefnisstjóra.
57.16 Grettisgata 27, (fsp) stækkun húss og setja svalir
Á embættisafgreiðslufundi skipulagsfulltrúa 9. desember 2016 var lögð fram fyrirspurn Ástu S. Kristjánsdóttur, mótt. 21. nóvember 2016, um að stækka húsið á lóð nr. 27 við Grettisgötu og setja svalir ofan á stækkunina.
Kynna formanni umhverfis- og skipulagsráðs.
58.16 Kárastígur 3, (fsp) niðurrif og uppbygging
Á fundi skipulagsfulltrúa 8. janúar 2016 var lögð fram fyrirspurn Olgu Guðrúnar Sigfúsdóttur, mótt. 15. desember 2015, um að rífa núverandi viðbyggingu hússins á lóð nr. 3 við Kárastíg að hluta eða öllu leiti og reisa nýtt íbúðarhús með þremur íbúðum ásamt sameign, samkvæmt tillögu, dags. 24. febrúar 2016. Einnig er lagt fram bréf Olgu Guðrúnar Sigfúsdóttur, dags. 15. desember 2015 ásamt lýsingu á fyrirhuguðum framkvæmdum, ódags. Einnig er lögð fram umsögn Borgarsögusafns Reykjavíkur, dags. 3. mars 2016. Fyrirspurninni var vísað til umsagnar verkefnisstjóra og er nú lögð fram að nýju ásamt umsögn skipulagsfulltrúa dags. 22. júní 2016.
Kynna formanni umhverfis- og skipulagsráðs.
59.16 Klapparstígur 35, (fsp) loka svölum, nýjar svalir
Á embættisafgreiðslufundi skipulagsfulltrúa 2. desember 2016 var lögð fram fyrirspurn Hjartar Pálssonar, mótt. 10. nóvember 2016, um að loka svölum á 4 hæð hússins á lóð nr. 35 við Klapparstíg og setja léttar svalir á suðurhlið hússins, samkvæmt skissu. Fyrirspurninni var vísað til umsagnar verkefnisstjóra og er nú lögð fram að nýju ásamt umsögn skipulagsfulltrúa, dags. 15. desember 2016.
Umsögn skipulagsfulltrúa, dags. 15. desember 2016, samþykkt.
60.16 Köllunarklettsvegur 6, breyting á deiliskipulagi
Lögð fram umsókn Conís ehf., mótt. 14. desember 2016, varðandi breytingu á deiliskipulagi Klettasvæðis vegna lóðarinnar nr. 6 við Köllunarklettsveg. Í breytingunni felst breyting á nýtingahlutfalli lóðar, samkvæmt uppdr. Conís, dags. 25. október 2016. Einnig er lagt fram bréf Conís ehf., dags. 8. nóvember 2016.
Samþykkt að grenndarkynna framlagða tillögu að breytingu á deiliskipulagi fyrir hagsmunaaðilum að Köllunarklettsvegi 1, 4, 3-5 og 8
Vakin er athygli á að greiða þarf fyrir grenndarkynningu áður en kynning fer fram samkv. 7. 6.gr. gjaldskrá skipulagsfulltrúa nr. 1111/2014.
61.16 Lokastígur 3, breyting á deiliskipulagi
Á embættisafgreiðslufundi skipulagsfulltrúa 21. október 2016 var lögð fram umsókn Einars S. Einarssonar, mótt. 20. september 2016, varðandi breytingu á deiliskipulagi reits 1.181.2, Lokastígsreits, vegna lóðarinnar nr. 3 við Lokastíg. Í breytingunni felst m.a. stækkun byggingarreits, fjölgun íbúða út tveimur í þrjár, setja svalir á þak fyrirhugaðrar viðbyggingar og á norðurhlið hússins ásamt kvisti o.fl., samkvæmt uppdr. THG arkitekta ehf., dags. 19. september 2016. Einnig er lagt fram samþykki hagsmunaaðila, mótt. 15. desember 2016.
Samþykkt með vísan til heimilda um embættisafgreiðslur skipulagsfulltrúa í viðauka við samþykkt um stjórn Reykjavíkurborgar
62.16 Lækjargata 8, (fsp) breyting á deiliskipulagi
Á embættisafgreiðslufundi skipulagsfulltrúa frá 9. desember 2016 var lögð fram fyrirspurn Studio Granda ehf., mótt. 25. nóvember 2016, uppbyggingu á lóðinni nr. 8 við Lækjargötu sem felst í að fjarlægja einnar hæðar bakbyggingu gamla hússins og skúr við gafl Lækjargötu 6 og endurbyggja byggingar að rampa á baklóð auk þess sem hæð og portbyggt ris með kvistum er byggt yfir hann, risið gengur út til austurs við gaflvegg Lækjargötu 6B. Gert er ráð fyrir kjallara undir húsunum að rampa, samkvæmt tillögu Studio Granda ehf., ódags. Einnig er lagt fram bréf Studio Granda ehf., dags. 24. nóvember 2016 og Minnisblað Verkfræðistofunnar Eflu, dags. 24. nóvember 2016. Fyrirspurninni var vísað til umsagnar verkefnisstjóra og er nú lögð fram að nýju.
Kynna formanni umhverfis- og skipulagsráðs.
63.16 Nýlendugata 19C, breyting á deiliskipulagi
Að lokinni grenndarkynningu er lögð fram að nýju umsókn Þórðar Braga Jónssonar, mótt. 19. október 2016, varðandi breytingu á deiliskipulagi Nýlendureits vegna lóðarinnar nr. 19C við Nýlendugötu. Í breytingunni felst stækkun á byggingarreit til norðurs og setja svalir ofan á útbyggingu á vesturhlið hússins, samkvæmt uppdr. VA arkitekta ehf., dags. 26. janúar 2016 síðast breyttur 14. október 2016. Tillagan var grenndarkynnt frá 21. nóvember til og með 19. desember 2016. Eftirtaldir aðilar sendu inn athugasemdir: Ásta Ingibjörg Pétursdóttir og Helgi Hjálmtýsson, dags. 19. desember 2016.
Vísað til umsagnar verkefnisstjóra.
64.16 Skipholt 23, breyting á deiliskipulagi
Á embættisafgreiðslufundi skipulagsfulltrúa 7. október 216 var lögð fram umsókn Kristins Ragnarssonar, mótt. 23. september 2016, varðandi breytingu á deiliskipulagi lóðarinnar nr. 23 við Skipholt. Í breytingunni felst breytt fyrirkomulag á byggingum baklóðar. Í stað tveggja og þriggja hæða byggingar í norðurhluta lóðar verði heimiluð fjögurra hæða bygging auk kjallara og fjögurra hæða bygging á austurhluta lóðar verði felld niður, samkvæmt uppdr. Kristins Ragnarssonar, ódags. Einnig lagðir fram skýringaruppdr., mótt. 14. desemnber 2016. Erindinu var vísað til meðferðar verkefnisstjóra og er nú lagt fram að nýju.
Vísað til umhverfis-og skipulagsráðs
65.16 Stjörnugróf 9 og 11 og Bústaðablettur 10, Lýsing, breyting á deiliskipulagi
Að lokinni kynningu er lögð fram að nýju lýsing umhverfis- og skipulagssviðs dags. 2. nóvember 2016 varðandi breytingu á deiliskipulagi Bjarkarás vegna lóðanna nr. 9 og 11 við Stjörnugróf og 10 við Bústaðablett Í breytingunni felst að auka byggingarmagn á lóðunum. Einnig er lögð umsókn skrifstofu eigna og atvinnuþróunar, mótt. 24. ágúst 2016. Kynning stóð til og með 13. desember 2016. Eftirtaldir sendu inn athugasemir/ábendingar: Þóra Þórarinsdóttir f.h. Áss styrktarfélags, dags. 14. desember 2016.
Einnig eru lögð fram umsögn Skipulagsstofnunar, dags. 30. nóvember 2016 og umsögn Heilbrigðiseftirlits Reykjavíkur, dags. 9. deseber 2016.
Vísað til meðferðar hjá verkefnisstjóra.
66.16 Bjarkargata 6, (fsp) setja kjallaratröppur í innkeyrslu og breyta bílskúr í geymslu
Lögð fram fyrirspurn Ask Arkitekta ehf., mótt. 6. desember 2016, um að setja kjallaratröppur í innkeyrslu á norðurhlið hússins á lóð nr. 6 við Bjarkagötu og breyta bílskúr í geymslu, samkvæmt teikningum Ask Arkitekta ehf., dags. 31. október 2016. Einnig er lögð fram umsögn skipulagsfulltrúa dags. 19. desember 2016.
Neikvætt, með vísan til umsagnar skipulagsfulltrúa, dags. 19. desember 2016.
67.16 Blesugróf 30, 32 og 34, (fsp) breyting á hæðarkvóta og fjölgun íbúða
Á embættisafgreiðslufundi skipulagsfulltrúa frá 9. desember 2016 var lögð fram fyrirspurn Gests Ólafssonar, mótt. 30. nóvember 2016, varðandi breytingu á deiliskipulagi lóðanna nr. 30, 32 og 34 við Blesugróf sem felst í breytingu á hæðarkvóta á lóðunum Blesugróf 30 og 32 og fjölgun íbúða úr tveimur í þrjár í húsunum á lóðunum nr. 30, 32 og 34. Einnig eru lagðar fram teikningar, ódags. og bréf Gests Ólafssonar arkitekts og skipulagsfræðings, dags. 29. nóvember 2016. Erindinu var vísað til umsagnar verkefnisstjóra og er nú lagt fram að nýju.
Vísað til umhverfis- og skipulagsráðs.
68.16 Hádegismóar 8, (fsp) færsla á innkeyrslu
Lögð fram fyrirspurn Teiknistofunnar Storð ehf., mótt. 1. desember 2016 varðandi færslu á innkeyrslu lóðarinnar nr. 8 við Hádegismóa til austurs, samkvæmt uppdr. Teiknistofunnar Storð ehf., dags. 1. desember 2016. Einnig er lagt fram bréf Hermanns Georgs Gunnlaugssonar f.h. lóðarhafa Hádegismóa 8, dags. 1. desember 2016. Einnig er lögð fram umsókn skipulagsfulltrúa dags. 21. desember 2016.
Umsögn skipulagsfulltrúa, dags. 21. desember 2016, samþykkt.
69.16 Nýlendugata 34, úthlutun lóðar með byggingarrétti
Lagður fram tölvupóstur skrifstofu borgarstjórnar, dags. 20. desember 2016, þar sem óskað er eftir umsögn skipulagsfulltrúa á erindi skrifstofu eigna og atvinnuþróunar, dags. 16. desember 2016, um úthlutun lóðar með byggingarrétti að Nýlendugötu 34.
Vísað til umsagnar verkefnisstjóra.
70.16 >Skálagerði 4 og 6, (fsp) sameina kvisti
Lögð fram fyrirspurn Davíðs Þórs Björnssonar, mótt. 6. desember 2016, um að sameina kvisti á þaki húsanna nr. 4 og 6 við Skálagerði, samkvæmt skissu, ódags.
Vísað til umsagnar verkefnisstjóra.
71.16 Stýrimannastígur 8, Breyting úti og inni
Lagt fram erindi frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa frá 13. desember 2016 þar sem sótt er um leyfi til breyta innra skipulagi, m.a. innrétta svefnherbergi, bað og eldhús í kjallara, færa eldhús á 1. hæð og breyta fyrirkomulagi í risi, einnig að breyta inngangi í kjallara, byggja timburverönd á vesturhlið, gera tvöfalda hurð þar út og útbúa bílastæði norðan við einbýlishús á lóð nr. 8 við Stýrimannastíg.
Erindi fylgir umsögn Minjastofnunar Íslands dags. 4. október 2016. Gjald kr. 10.100
Vísað til umsagnar verkefnisstjóra.
72.16 Kópavogur, Kársnes þróunarsvæði, deiliskipulagslýsing
Á embættisafgreiðslufundi skipulagsfulltrúa 4. nóvember 2016 var lagt fram bréf skipulagsstjóra Kópavogsbæjar, dags. 31. október 2016, þar sem óskað er eftir umsögn Reykjavíkurborgar á skipulagslýsingu fyrir þróunarsvæði Kársness, dags. 14. október 2016. Erindinu var vísað til umsagnar deildarstjóra aðalskipulags Reykjavíkur og er nú lagt fram að nýju ásamt umsögn deildarstjóra aðalskipulags Reykjavíkur, dags. 16. desember 2016.
Umsögn deildarstjóra aðalskipulags Reykjavíkur, dags. 16. desember 2016, samþykkt.
73.16 Kópavogur, aðalskipulag 2012-2024, brú yfir Fossvog
Lagt fram bréf Kópavogsbæjar, dags. 15. nóvember 2016, þar sem óskað er eftir umsögn Reykjavíkurborgar á skipulagslýsingu vegna breytingar á aðalskipulagi Kópavogs 2012-2024, dags. október 2016, sem felst í breytingu vegna brúar yfir Fossvog frá Kársnesi í Kópavogi til Reykjavíkur vestan við sk. Kýrhamar. Einnig er lögð fram umsögn deildarstjóra aðalskipulags Reykjavíkur, dags. 16. desember 2016.
Umsögn deildarstjóra aðalskipulags Reykjavíkur, dags. 16. desember 2016, samþykkt.
74.16 Öldugata 7A, Svalir - 0101
Lagt fram erindi frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa frá 8. nóvember 2016 þar sem sótt er um leyfi til að byggja svalir á suðurhlið við íbúð 0101 í fjölbýlishúsi á lóð nr. 7a við Öldugötu. Einnig er lagður fram tölvupóstur Guðbjargar Hilmarsdóttir, dags. 22. desember 2016, þar sem erindi er dregið til baka.
Útskrift úr gerðabók embættisafgreiðslufundar skipulagsfulltrúa frá 14. október 2016 fylgir erindinu ásamt umsögn skipulagsfulltrúa dags. 14. október 2016. Bréf hönnuðar dags. 03.09.2016 fylgir erindi ásamt samþykki meðlóðarhafa dags. 03.09.2016. Gjald kr. 10.100
Erindið er dregið til baka sbr. tölvupóstur umsækjanda, dags. 22. desember 2016.