Hólavað 63-75, Hverfisgata 78, Stangarholt 14, Laugavegur 95-99, Hverafold 49-49A, Klettagarðar 7, Tunguvegur 19, Þórsgata 9, Gissurargata 5, Hagamelur 35, Njálsgata 37, Veltusund 3B, Háskóli Íslands, Vísindagarðar, Hlíðarendi 2, Mávahlíð 40, Safamýri 41, Skeggjagata 5, Ásendi 17, Bergþórugata 5, Bergþórugata 5, Grandagarður 10, Laugavegur 65, Laugavegur 77 og Hverfisgata 94-96, Miklabraut 72, Kjalarnes, Bergvík 2, Kjalarnes, Esjumelar, Langavatnsvegur 2, Rafstöðvarvegur 7-9, Sundabakki 2, Sævarhöfði 2-2a, Öskjuhlíð, Perlan, Langholtsvegur 113, Laufásvegur 10, Laugavegur 63, Skólavörðustígur 45, Þórsgata 10, Bræðraborgarstígur 23, Þórsgata 1 og Lokastígur 2, Hjallavegur 23, Lautarvegur 38, 40, 42 og 44, Hestháls 6-8, Sigtún 38 og 40, Suðurlandsbraut 18, Brautarholt 18 og 20, Hallveigarstígur 2, Hádegismóar 6, Smiðjustígur 10, Aðalskipulag Reykjavíkur 2010-2030, Kirkjugarður í Úlfarsfelli, Fiskislóð 83,

Embættisafgreiðslufundur skipulagsstjóra Reykjavíkur samkvæmt viðauka 2.4 við samþykkt um stjórn Reykjavíkurborgar.

597. fundur 2016

Ár 2016, föstudaginn 12. ágúst kl. 09:10 var haldinn 597. embættisafgreiðslufundur skipulagsstjóra Reykjavíkur. Fundurinn var haldinn að Borgartúni 12-14, 2 hæð. (Stardal).Viðstaddir voru:
Þetta gerðist:


1.16 Hólavað 63-75, breyting á deiliskipulagi
Á fundi skipulagsfulltrúa 15. júlí 2016 var lögð fram umsókn Kjartans Hrafns Kjartanssonar dags. 15. júní 2016 varðandi breytingu á deiliskipulagi Norðlingaholts vegna raðhúss á lóðum að Hólavaði 63-71 samkv. uppdrætti Krark., Kristinn Ragnarsson, dags. 5. apríl 2016. Í breytingunni felst breyting á byggingarmagni/nýtingarhlutfalli, m.a. að bæta við glerskálum og geymsluloftum á húsunum. Erindinu var vísað til meðferðar hjá verkefnisstjóra og er nú lagt fram að nýju.

Frestað. Umsækjandi hafi samband við embætti skipulagsfulltrúa.

Vakin er athygli á að erindið fellur undir Gjaldskrá vegna kostnaðar við skipulagsvinnu og útgáfu framkvæmdaleyfis í Reykjavíkurborg nr. 1111/2014.


2.16 Hverfisgata 78, Gistiíbúðir
Á fundi skipulagsfulltrúa dags. 1. júlí 2016 var lagt fram erindi frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa frá 28. júní 2016 þar sem sótt er um leyfi fyrir áður gerðum breytingum ásamt nýjum breytingum sem fela í sér að breyta skilgreiningu á brunaflokki úr notkunarflokki 3 í 4, útbúa flóttaleið úr kjallara, fjölga íbúðum úr 8 í 9, síkka og endurnýja glugga, endurnýja svalir og bæta við svölum á suðurhlið (bakhlið) í gistihúsi í húsi nr. 78 við Hverfisgötu. Erindinu var vísað til umsagnar verkefnisstjóra og er nú lagt fram að nýju ásamt umsögn skipulagsfulltrúa, dags. 12. ágúst 2016.
Gjald kr. 10.100


Umsögn skipulagsfulltrúa, dags. 12. ágúst 2016, samþykkt.

3.16 Stangarholt 14, Bílskúr
Að lokinni grenndarkynningu er lagt fram að nýju erindi frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa frá 24. maí 2016 þar sem sótt er um leyfi til að byggja steinsteyptan bílskúr 0102 við hliðina bílskúr 0101 sem er fyrir á lóðinni nr. 14 við Stangarholt. Erindi var grenndarkynnt frá 24. júní til og með 22. júlí 2016. Eftirtaldir aðilar sendu athugasemdir: Jóhannes Rúnar Jóhannesson, Þórunn Guðmundsdóttir, Sigríður Helga Hauksdóttir og Margrét Óskarsdóttir, eigendur íbúða að Stórholti 25, dags. 19. júlí 2016. Erindinu var vísað til umsagnar verkefnisstjóra á fundi skipulagsfulltrúa 28. júlí 2016 og er nú lagt fram að nýju.
Útskrift úr gerðabók embættisafgreiðslufundar skipulagsfulltrúa frá 20. maí 2016 fylgir erindinu ásamt umsögn skipulagsfulltrúa dags. 20. maí 2016.
Jákvæð fyrirspurn BN042019 dags. 21. Sept. 2010. Samþykki meðeigenda ódags. fylgir. Stækkun bílskúr 0102: 39,7 ferm., 102,6 rúmm. Gjald kr. 10.100

Vísað til umhverfis- og skipulagsráðs.

4.16 Laugavegur 95-99, breyting á deiliskipulagi
Lagt fram bréf skipulagsstofnunar, dags. 14. júlí 2016. Einnig er lagt fram bréf skipulagsfulltrúa til Skipulagsstofnunar, dags. 12. ágúst 2016 og lagfærður uppdr. Plan 21 ehf., dags. 5. apríl 2016 síðast breyttur 10. ágúst 2016.

Bréf Skipulagsstofnunar lagt fram.

5.16 Hverafold 49-49A, breyting á skilmálum deiliskipulags Foldahverfis
Að lokinni auglýsingu er lögð fram að nýju umsókn Þormóðs Sveinssonar f.h. Ingibjargar H. Harðardóttur, mótt. 18. mars 2016, um breytingu á skilmálum deiliskipulags Foldahverfis suður 1. og 2. áfanga vegna lóðarinnar nr. 49-49a við Hverafold, dags. 15. mars 2016. Í breytingunni felst að skilmálum fyrir einbýlishús verði breytt í skilmála fyrir parhús og að heimilt sé að taka í notkun þegar gerð sökkulrými, samkvæmt tillögu, dags. 17. maí 2016. Einnig er lagt fram samþykki meðlóðarhafa, dags. 13. maí 2016. Tillagan var auglýst frá 3. júní 2016 til og með 18. júlí 2016. Eftirtaldir aðilar sendu athugasemdir: Einar S. Hálfdánarson og Regína G. Pálsdóttir, dags. 14. júlí 2016 og Pétur Jóhannesson, dags. 14. júlí 2016. Erindinu var vísað til umsagnar verkefnisstjóra á fundi skipulagsfulltrúa 28. júlí 2016 og er nú lagt fram að nýju.

Vísað til umhverfis- og skipulagsráðs.

6.16 Klettagarðar 7, (fsp) breyting á deiliskipulagi
Á fundi skipulagsfulltrúa 28. júlí 2016 var lögð fram fyrirspurn Efnarás ehf., mótt. 29. júní 2016, varðandi breytingu á á notkun lóðarinnar nr. 7 við Klettagarða, samkv. meðfylgjandi greinargerð VSÓ ráðgjafa ódags. Fyrirspurninni var vísað til umsagnar verkefnisstjóra og er nú lögð fram að nýju.

Frestað. Vísað til umsagnar Faxaflóahafna.

7.16 Tunguvegur 19, Innrétta íbúðir og hækka ris
Á fundi skipulagsfulltrúa 28. júlí 2016 var lagt fram erindi frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa frá 19. júlí 2016 þar sem sótt er um leyfi til að hækka þak og innrétta veitingastað í flokki XX, teg. kaffihús fyrir 36 gesti á 1. hæð og gististað í flokki IV, teg. gistiheimili fyrir XX gesti á 2. hæð og í risi og í áður bílskúr í íbúðar- og atvinnuhúsi á lóð nr. 19 við Tunguveg. Erindinu var vísað til umsagnar verkefnisstjóra og er nú lagt fram að nýju ásamt umsögn skipulagsfulltrúa, dags. 25. apríl 2016.
Lögð er fram umsögn skipulagsfulltrúa um fsp. SN160242 dags. 25. apríl 2016.
Stækkun: 143 ferm., 400,5 rúmm.
Gjald kr. 10.100

Neikvætt. Umsækjandi þarf að sækja um breytingu á deiliskipulagi, sbr. umsögn skipulagsfulltrúa, dags. 25. apríl 2016.

8.16 Þórsgata 9, bréf Málflutningsstofu Reykjavíkur
Lagt fram bréf Málflutningsstofu Reykjavíkur, dags. 15. mars 2016, þar sem gerð er athugasemd við umsögn skipulagsfulltrúa, dags. 10. febrúar 2016. Óskað er eftir að skipulagsfulltrúi endurskoði fyrri afstöðu. Einnig er lögð fram umsögn umhverfis- og skipulagssviðs, skrifstofu sviðsstjóra, dags. 9. ágúst 2016.

Umsögn umhverfis- og skipulagssviðs, skrifstofu sviðsstjóra, dags. 9. ágúst 2016, samþykkt.

9.16 Gissurargata 5, Einbýlishús
Á fundi skipulagsfulltrúa 28. júlí 2016 var lagt fram erindi frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa þar sem sótt er um leyfi til að byggja staðsteypt tveggja hæða einbýlishús með innbyggðri bílageymslu á lóð nr. 5 við Gissurargötu. Erindinu var vísað til umsagnar verkefnisstjóra og er nú lagt fram að nýju ásamt umsögn skipulagsfulltrúa, dags. 12. ágúst 2016.
Stærðir húss eru XX ferm. og XX rúmm. Gjald kr. 10.100

Jákvætt með vísan til umsagnar skipulagsfulltrúa dags. 12. ágúst 2016.

10.16 Hagamelur 35, Rishæð
Á fundi skipulagsfulltrúa 28. júlí 2016 var lagt fram erindi frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa þar sem sótt er um leyfi til að byggja kvisti á báðar hliðar fjölbýlishúss á lóð nr. 35 við Hagamel. Erindinu var vísað til meðferðar verkefnisstjóra og er nú lagt fram að nýju.
Lögð er fram umsögn skipulagsfulltrúa um fyrirspurn svipaðs efnis dags. 5. júní 2015. Erindi fylgir samþykki sumra meðeigenda áritað á uppdrátt dags. 1. júní 2016, bréf af húsfundi dags. 20. apríl 2016 og bréf umsækjanda dags. 22. júlí 2016. Stækkun: 3 ferm., 11,8 rúmm. Gjald kr. 10.100

Frestað. Umsækjandi hafi samband við embætti skipulagsfulltrúa.

Vakin er athygli á að erindið fellur undir Gjaldskrá vegna kostnaðar við skipulagsvinnu og útgáfu framkvæmdaleyfis í Reykjavíkurborg nr. 1111/2014.


11.16 Njálsgata 37, breyting á deiliskipulagi
Að lokinni auglýsingu er lögð fram að nýju umsókn Benjamíns G. Magnússonar ark., mótt. 14. janúar 2016, varðandi breytingu á deiliskipulagi reits 1.190.0, Njálsgötureitur 1, vegna lóðarinnar nr. 37 við Njálsgötu. Í breytingunni felst að byggja við og hækka húsið á lóðinni, byggingu nýs húss á baklóð merkt nr. 37B o.fl., samkvæmt uppdr. Benjamíns G, Magnússonar ark., dags. 13. janúar 2016. Einnig er lagt fram bréf Benjamíns G. Magnússonar ark., dags. 28. janúar 2016, skýringarmyndir Benjamíns G. Magnússonar ark., dags. 18. febrúar 2016 og umsögn Minjastofnunar Íslands, dags. 7. mars 2016 og 8. júní 2016. Tillagan var auglýst frá 14. maí 2016 til og með 24. júní 2016. Eftirtaldir aðilar sendu athugasemdir: Ari Blöndal Eggertsson og Ragnar Halldór Blöndal, dags. 15. maí 2016 og 21. júní 2016, 18. íbúar við Grettisgötu mótt. 15. júní 2016, 8 íbúar við Njálsgötu mótt. 15. júní 2016 og Bjarni Þorsteinsson, dags. 16. júní 2016. Einnig er lögð fram umsögn Minjastofnunar Íslands, dags. 8. júní 2016. Erindinu var vísað til umsagnar verkefnisstjóra á fundi skipulagsfulltrúa 1. júlí 2016 og er nú lagt fram að nýju.

Vísað til umhverfis- og skipulagsráðs.

12.16 Veltusund 3B, (fsp) aukið byggingarmagn vegna endurnýjunar í porti
Á fundi skipulagsfulltrúa dags. 1. júlí 2016 var lögð fram fyrirspurn Balance ehf., mótt., 20. júní 2016, um hvort aukið byggingarmagn lóðarinnar nr. 3B við Veltusund vegna endurnýjun byggingar í porti samræmist deiliskipulagi, samkvæmt uppdr. Arkís arkitekta ehf., dags. 16. júní 2016.
Kynna formanni umhverfis- og skipulagsráðs.

13.16 Háskóli Íslands, Vísindagarðar, breyting á deiliskipulagi
að lokinni auglýsingu er lögð fram að nýju umsókn Ask arkitekta ehf., dags. 23. febrúar 2016 varðandi breytingu á deiliskipulagi Vísindagarða. Breytingin felur í sér breytingu á byggingarmagni og nýtingarhlutfalli, samkvæmt uppdr. Ask arkitekta ehf., dags. 6. maí 2016. Einnig er lögð fram greinargerð og skilmálar, dags. 12. maí 2016. Jafnframt eru lögð fram minnisblöð verkfræðistofunnar Eflu um umferðarhávaða, dags. 28. apríl 2016, um rafbílahleðslu, dags. 5. maí 2016 og um yfirferð og rýni á umferð vegna breytinga á deiliskipulagi, dags. 13. maí 2016. Tillagan var auglýst frá 14. júní til og með 11. ágúst 2016. Eftirtaldir aðilar sendu athugasemdir: Veitur ásamt minnisblaði, dags. 22. júlí 2016, Jón Jóhannes Jónsson, dags. 26. júlí 2016 og Þóra Ellen Þórhallsdóttir, dags. 27. júlí 2016.

Vísað til umsagnar verkefnisstjóra.

14.16 Hlíðarendi 2, breyting á deiliskipulagi
Á fundi skipulagsfulltrúa dags. 1. júlí 2016 var lögð fram umsókn Valsmanna hf., mótt. 14. apríl 2016, varðandi breytingu á deiliskipulagi Hlíðarenda vegna lóðarinnar nr. 2 við Hlíðarenda. Í breytingunni felst breyting á byggingarreit og aukning á byggingarmagni á reit A, samkvæmt uppdr. Alark arkitekta ehf., dags. 15. júní 2016. Einnig er lögð fram greinargerð Alark arkitekta ehf., dags. 15. júní 2016. Erindi var kynnt formanni umhverfis- og skipulagsráðs og er nú lagt fram að nýju.

Frestað. Vísað til umsagnar skóla- og frístundasviðs Reykjavíkurborgar varðandi staðsetningu leikskóla.

15.16 Mávahlíð 40, Svalir - rishæð
Á fundi skipulagsfulltrúa 28. júlí 2016 var lagt fram erindi frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa þar sem sótt er um leyfi til að byggja svalir á risíbúð, 0301, í fjölbýlishúsi á lóð nr. 40 við Mávahlíð. Erindinu var vísað til meðferðar verkefnisstjóra og er nú lagt fram að nýju.
Meðfylgjandi er samþykki meðeigenda á teikningu dags. 10. maí 2016 og samþykki eiganda íbúðar 0001 dags. 15. janúar 2016.
Útskrift úr gerðabók embættisafgreiðslufundar skipulagsfulltrúa frá 15. júlí 2016 fylgir erindinu, ásamt umsögn skipulagsfulltrúa dags. 14. júlí 2016. Gjald kr. 10.100

Samþykkt að grenndarkynna framlagða tillögu fyrir hagsmunaaðilum að Mávahlíð 36, 38 og 42 og Drápuhlíð 35, 37, 39 og 41, þegar uppfærðar teikningar hafa borist embættinu.

Vakin er athygli á að greiða þarf fyrir grenndarkynningu áður en kynning fer fram samkv. 8.1 gr. gjaldskrá skipulagsfulltrúa nr. 1111/2014.


16.16 Safamýri 41, (fsp) breyting á deiliskipulagi
Lögð fram fyrirspurn Ingu S. Þráinsdóttur, dags 29. júní 2016, framsent frá byggingarfulltrúa, 6. júlí 2016 varðandi breytingu á deiliskipulagi. Í breytingunni felst m.a. að byggja svalir í suður á 1. og 2. hæð og að kjallaraíbúð fái leyfi fyrir jafnstóran pall undir áætluðum svölum.

Vísað til meðferðar hjá verkefnisstjóra.

17.16 Skeggjagata 5, (fsp) - Endurgera hús
Lagt fram erindi frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa frá 9. ágúst 2016 þar sem spurt er hvort samfara viðhaldi og endurnýjun megi stækka óskráða íbúð í kjallara með því að fjarlægja stiga og gera kjallaraíbúð að séreign, stækka bílskúr og breyta í vinnustofu, gera þaksvalir ofan á bílskúr og koma fyrir geymsluskúr og sorpgeymslu á lóð í fjölbýlishúsi á lóð nr. 5 við Skeggjagötu.
Meðfylgjandi er bréf umsækjanda dags. 25.júlí 2016

Vísað til umsagnar verkefnisstjóra.

18.16 Ásendi 17, (fsp) - Fjölgun eigna
Á fundi skipulagsfulltrúa 21. júlí 2016 var lagt fram erindi frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa frá 19. júlí 2016 þar sem spurt er hvort leyfi fáist til að fjölga fastanúmerum úr einu í tvö í húsi nr. 17 við Ásenda. Erindinu var vísað til umsagnar verkefnisstjóra og er nú lagt fram að nýju ásamt umsögn skipulagsfulltrúa, dags. 12. ágúst 2016.

Neikvætt, með vísan til umsagnar skipulagsfulltrúa, dags. 12. ágúst 2016.

19.16 Bergþórugata 5, breyting á deiliskipulagi
Að lokinni grenndarkynningu er lögð fram að nýju umsókn Yngva Sindrasonar, dags. 28. apríl 2015, varðandi breytingu á deiliskipulagi reits 1.190.2, Njálsgötureits 2, vegna lóðarinnar nr. 5 við Bergþórugötu. Í breytingunni felst stækkun á byggingarreit og hækkun húss, samkvæmt uppdrætti Á stofunni arkitektar ehf., dags. 24. apríl 2015. Tillagan var grenndarkynnt frá 1. júní til og með 29. júní 2015. Eftirtaldir aðilar sendu athugasemdir: Paraskevi Tatsis, dags. 11. júní 2015, Jóhanna Margrét Öxnevad, dags. 12. júní 2015, Ragnhildur Eggertsdóttir, dags. 12. júní 2015 og Eva Huld Friðriksdóttir og Hlynur Johnsen, dags. 29. júní 2015. Erindinu var frestað á fundi skipulagsfulltrúa 9. október 2015 og er nú lagt fram að nýju ásamt tölvupósti Vilborgar Ámundadóttur og Yngva Sindrasonar, dags. 23, júlí 2016 þar sem erindi dregið til baka.
Erindi dregið til baka sbr. tölvupósti Vilborgar Ámundadóttur og Yngva Sindrasonar, dags. 23, júlí 2016. Ekki er þó fallist á þau skilyrði sem fram koma í tölvupósti.

20.16 Bergþórugata 5, (fsp) viðbygging, fjölgun íbúða o.fl.
Á fundi skipulagsfulltrúa 28. júlí 2016 var lögð fram fyrirspurn Kjartans Hafsteins Rafnssonar, mótt. 27. maí 2016, varðandi byggingu rishæðar og fjölgun íbúða í húsinu á lóð nr. 5 við Bergþórugötu, byggja við hús bæði að vestan- og austanverðu og setja svalir á suðurhlið, skv. uppdrætti K.J. hönnunar, dags. 20. maí 2016. Fyrirspurninni var vísað til umsagnar verkefnisstjóra og er nú lögð fram að nýju ásamt umsögn skipulagsfulltrúa, dags. 12. ágúst 2016.


Umsögn skipulagsfulltrúa, dags. 12. ágúst 2016, samþykkt.

21.16 Grandagarður 10, (fsp) - létt glerhýsi yfir sólpall
Á fundi skipulagsfulltrúa 28. júlí 2016 var lögð fram fyrirspurn Mjallar Daníelsdóttur, mótt. 20. maí 2016, varðandi létt glerhýsi yfir sólpall á lóð nr. 10 við Grandagarð, skv. uppdrætti Eftirlits og hönnunar ehf., dags.18. apríl 2016. Fyrirspurninni var vísað til umsagnar verkefnisstjóra og er nú lögð fram að nýju ásamt umsögn skipulagsfulltrúa, dags. 12. ágúst 2016.


Neikvætt, með vísan til umsagnar skipulagsfulltrúa, dags. 12. ágúst 2016.

22.16 Laugavegur 65, (fsp) setja kvist og stækka glugga á þaki
Lögð fram fyrirspurn Páls Ólafs Eggerz, mótt. 25. júlí 2016, um að setja kvist á norðvestur horn hússins á lóð nr. 65 við Laugaveg og stækka glugga á þaki.

Vísað til umsagnar verkefnisstjóra.

23.16 Laugavegur 77 og Hverfisgata 94-96, breyting á deiliskipulagi
Lögð fram umsókn Teiknistofu Arkitektar ehf., mótt. 11. ágúst 2016, varðandi breytingu á deiliskipulagi reits 1.174.0, Landsbankareits, vegna lóðanna nr. 77 við Laugaveg og 94-96 við Hverfisgötu. Í breytingunni felst að sett er kvöð um aðkomu Orkuveitu Reykjavíkur í kjallara hússins. Einnig er tekinn út texti úr skilmálum um að koma þurfi fyrir nýrri spennistöð Orkuveitu Reykjavíkur á lóðinni, samkvæmt uppdr. Teiknistofu Arkitekta ehf., dags. 10. ágúst 2016.
Vísað til umhverfis- og skipulagsráðs.

Vakin er athygli á að umsækjandi þarf að greiða skv. 7.6. gr. og 12. gr. gjaldskrá vegna kostnaðar við skipulagsvinnu nr. 1111/2014.


24.16 Miklabraut 72, (fsp) breyting á deiliskipulagi
Á fundi skipulagsfulltrúa 21. júlí 2016 var lögð fram fyrirspurn Stefáns Þórs Björnssonar, mótt. 28. júní 2016, framsent frá byggingarfulltrúa, 6. júlí 2016 varðandi breytingu á deiliskipulagi sem felst m.a. í stærri þakglugga að framan og svalir aftan á húsið á lóð nr. 72 við Miklubraut, samkvæmt meðf. teikningum. Fyrirspurninni var vísað til umsagnar verkefnisstjóra og er nú lögð fram að nýju ásamt umsögn skipulagsfulltrúa, dags. 12. ágúst 2016.

Leiðrétt bókun frá fundi skipulagsfulltrúa, dags. 21. júlí 2016; vísað til umsagnar verkefnisstjóra.

Ekki gerð athugasemd við erindið, sbr. þó skilyrði og leiðbeiningar sem fram koma í umsögn skipulagsfulltrúa, dags. 12. ágúst 2016.



25.16 Kjalarnes, Bergvík 2, breyting á deiliskipulagi Grundarhverfis
Að lokinni grenndarkynningu er lögð fram að nýju umsókn skrifstofu eigna og atvinnuþróunar, mótt. 25. maí 2016, varðandi breytingu á deiliskipulagi Grundarhverfis. Í breytingunni felst að afmörkuð er ný lóð við Víkurgrund á Kjalarnesi, samkvæmt uppdrætti Einars Ingimarssonar ark., dags. 7. mars 2016. Hin nýja lóð er stofnuð úr jörðinni Bergvík 2 125657. Tillagan var grenndarkynnt frá 7. júní til og með 4. ágúst 2016. Engar athugasemdir bárust.


Samþykkt með vísan til heimilda um embættisafgreiðslur skipulagsfulltrúa í viðauka við samþykkt um stjórn Reykjavíkurborgar

26.16 Kjalarnes, Esjumelar, framkvæmdaleyfi
Á fundi skipulagsfulltrúa 28. júlí 2016 var lögð fram umsókn Íslenska gámafélagsins ehf., dags. 25. júlí 2016, um framkvæmdaleyfi vegna lóðar E á Esjumelum. Jarðvegsskipt verður á hluta svæðisins (um 2000 m2)fyrir athafnaplan í tengslum við rekstur Íslenska gámafélagsins ehf. Jarðvegsdýpt er frá 2,5 metrum upp í 4 metra þ.a. reikna má með uppúrtekt sem nemur 6-7000 m3. Þeim jarðvegi verður komið fyrir á lóðarmörkum norðanmegin í reitnum sem snýr að Esjunni. Sáð verður í mönina og gróðursett tré. Fyrirhugað er skjólbelti í tengslum við þessa mön. Erindinu var vísað til umsagnar verkefnisstjóra og er nú lagt fram að nýju.
Frestað. Skipulagsferli ólokið.

27.16 Langavatnsvegur 2, Stöðuleyfi - sumarhús
Á fundi skipulagsfulltrúa 28. júlí 2016 var lagt fram erindi frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúafulltrúa þar sem sótt er um stöðuleyfi fyrir hálfbyggt sumarhús á lóð nr. 2 við Langavatnsveg. Erindinu var vísað til umsagnar verkefnisstjóra og er nú lagt fram að nýju ásamt umsögn skipulagsfulltrúa, dags. 12. ágúst 2016.
Gjald kr. 10.100

Jákvætt með vísan til umsagnar skipulagsfulltrúa, dags. 12. ágúst 2016.

28.16 Rafstöðvarvegur 7-9, (fsp) ný starfsemi og innri breytingar
Lögð fram fyrirspurn Viðars Austmanns Jóhannssonar f.h. Kortaþjónustunnar hf., mótt. 29. júlí 2016, um nýja starfsemi í húsinu nr. 7 á lóð nr. 7-9 við Rafstöðvarveg ásamt stækkun á millilofti 0201 yfir hæðina. Einnig er lagt fram bréf Viðars Austmanns Jóhannssonar, dags. 28. júlí 2016.

Neikvætt. Samræmist ekki deiliskipulagi.

29.16 Sundabakki 2, Byggja kæligeymslu
Lagt fram erindi frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa frá 9. ágúst 2016 þar sem sótt er um leyfi til að byggja kæligeymslu úr samlokueiningum sem verður mhl. 10 við vörugeymslu mhl. 09 og að setja hraðopnandi hurðir sem tengir mhl. í húsinu á lóð nr. 2-4 við Sundabakka.
Brunahönnunarskýrsla dag. 19. júlí 2016 fylgir Stærð byggingar: A rými 1.041,8 ferm., 11.121,3 rúmm. B rými 10,4 ferm., 32,2 rúmm. Samtals: 1.052,2 ferm., 11.153,5 rúmm. Gjald kr 10.100

Vísað til umsagnar verkefnisstjóra.

30.16 Sævarhöfði 2-2a, (fsp) breyting á deiliskipulagi
Á fundi skipulagsfulltrúa 21. júlí 2016 var lögð fram fyrirspurn Arkís arkitekta, dags. 8. júlí 2016 um breytingu á deiliskipulagi vegna lóðar nr. 2-2A við Sævarhöfða skv. uppdrætti, dags. 1. júlí 2016. Óskað er eftir að koma fyrir nýjum byggingareit 25x29 metrar á norðvesturhluta lóðarinnar. Fyrirspurninni var vísað til meðferðar hjá verkefnisstjóra og er nú lagt fram að nýju ásamt umsögn skipulagsfulltrúa, dags. 12. ágúst 2016.

Neikvætt, með vísan til umsagnar skipulagsfulltrúa, dags. 12. ágúst 2016.

31.16 Öskjuhlíð, Perlan, (fsp) breyting á deiliskipulagi
Lögð fram fyrirspurn Landmótunar sf., mótt. 2. ágúst 2016 um breytingu á deiliskipulagi Öskjuhlíðar vegna lóðar Perlunnar nr. 1 við Varmahlíð skv. uppdrætti, dags. 29. júlí 2016. Óskað er eftir að byggja nýtt mannvirki vestan Perlunnar í Öskjuhlið. Mannvirkið er að mestu neðanjarðar og tengist núverandi byggingu. Aukning í byggingarmagni er 550 m2, eða um 10% frá núv. fermetramagni á lóðinni.

Vísað til umhverfis- og skipulagsráðs.

Vakin er athygli á að erindið fellur undir Gjaldskrá vegna kostnaðar við skipulagsvinnu og útgáfu framkvæmdaleyfis í Reykjavíkurborg nr. 1111/2014 vegna kostnaðar við skipulagsvinnu o.fl.


32.16 Langholtsvegur 113, (fsp) gistiheimili
Á fundi skipulagsfulltrúa 21. júlí 2016 var lögð fram fyrirspurn Marvins Ívarssonar, dags. 14. júlí 2016, um að breyta deiliskipulagi þannig að hægt sé að stækka húsið á lóð nr. 113 við Langholtsvegi og endurbæta í samræmi við skissu þar sem gert er ráð fyrir 18 herbergja gistiheimili með kaffihúsi og veitingaaðstöðu (móttöku) á 1. hæð út að Langholtsvegi.

Kynna formanni umhverfis- og skipulagsráðs.

33.16 Laufásvegur 10, (fsp) breyting á húsi
Á fundi skipulagsfulltrúa 28. júlí 2016 var lögð fram fyrirspurn Ólafs Gunnars Jónssonar, mótt. 27. júní 2016, framsent frá byggingarfulltrúa 6. júlí 2016, varðandi breytingu á húsinu að Laufásvegi 10. Í breytingunni felst m.a. að svalir séu settar á vesturhlið íbúðar 401, vesturgluggi stækkaður og breytt í útgang. Fyrirspurninni var vísað til umsagnar verkefnisstjóra og er nú lögð fram að nýju ásamt umsögn skipulagsfulltrúa, dags.12. ágúst 2016.


Jákvætt með vísan til umsagnar skipulagsfulltrúa dags. 12. ágúst 2016.

34.16 Laugavegur 63, breyting á deiliskipulagi
Á fundi skipulagsfulltrúa 15. júlí 2016 var lögð fram umsókn Kurt og Pí ehf., mótt. 25. maí 2016, varðandi breytingu á deiliskipulagi reits 1.173.0 vegna lóðar nr. 63 við Laugaveg. Í breytingunni felst að breyta risi í þeim hluta hússins sem snýr að Vitastíg í íbúð, lengja núverandi kvist á norðvestur hlið og gera innbyggðar svalir á þakinu, samkvæmt uppdrætti Kurt og Pí ehf., dags. 18. maí 2016. Einnig er lagt fram samþykki meðlóðarhafa, dags. 1. júní 2015. Erindinu var vísað til umsagnar skipulagsfulltrúa og er nú lagt fram að nýju.
Frestað. Umsækjandi hafi samband við embætti skipulagsfulltrúa.

35.16 Skólavörðustígur 45, (fsp) stækka jarðhæð
Á fundi skipulagsfulltrúa 10. júní 2016 var lagt fram erindi frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa frá 7. júní 2016 þar sem spurt er hvort stækka megi jarðhæð Hótels Leifs Eiríkssonar og stækka herbergi á 1. og 2. hæð í rými sem gerir ráð fyrir lyftu samanber deiliskipulag dags. 7.10. 2008 fyrir hótel á lóð nr. 45 við Skólavörðustíg. Erindinu var vísað til umsagnar verkefnisstjóra og er nú lagt fram að nýju ásamt umsögn skipulagsfulltrúa, dags. 12. ágúst 2016.


Umsögn skipulagsfulltrúa, dags. 12. ágúst 2016, samþykkt.

36.16 Þórsgata 10, (fsp) gististaður í flokki III eða IV
Á fundi skipulagsfulltrúa 28. júlí 2016 var lögð fram fyrirspurn RR hótels ehf., mótt. 26. júlí 2016, um rekstur gististaðar í flokki III eða IV í húsinu á lóð nr. 10 við Þórsgötu. Fyrirspurninni var vísað til umsagnar verkefnisstjóra og er nú lögð fram að nýju ásamt umsögn skipulagsfulltrúa, dags. 11. ágúst 2016.


Neikvætt. Samræmist ekki aðalskipulagi, sbr. umsögn skipulagsfulltrúa, dags. 11. ágúst 2016.

37.16 Bræðraborgarstígur 23, Rífa bílskúr - byggja nýjan
Að lokinni grenndarkynningu er lagt fram að nýju erindi frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa frá 31. maí 2016 þar sem sótt er um leyfi til að fjarlægja núverandi bílskúr og byggja nýjan í staðinn, innar á lóðinni og fjær lóðarmörkum við einbýlishús á lóð nr. 23 við Bræðraborgarstíg. Erindi var grenndarkynnt frá 24. júní til og með 22. júlí 2016. Eftirtaldir aðilar sendu athugasemdir: Irma Erlingsdóttir og Geir Svansson, dags. 30. júní 2016 og 20. júlí 2016. Erindinu var vísað til umsagnar verkefnisstjóra á fundi skipulagsfulltrúa 28. júlí 2016 og er nú lagt fram að nýju.
Stærðir: Nýbygging og eldri-, ferm. og rúmm. sbr. skráningartafla, xxx Gjald kr. 10.100

Vísað til umhverfis- og skipulagsráðs.

38.16 Þórsgata 1 og Lokastígur 2, málskot
Lagt fram málskot Sindra M. Stephensen frá Juris eignarhaldsfélagi f.h. Fasteignafélagsins Óðinsvé ehf. og Vífils Harðarsonar, dags. 8. ágúst 2016, vegna neikvæðrar afgreiðslu skipulagsfulltrúa frá 24. júní 2016 varðandi stækkun á tengibyggingu milli fasteigna á lóðunum nr. 1 við Þórsgötu og 2 við Lokastíg.

Vísað til umhverfis- og skipulagsráðs.

39.16 Hjallavegur 23, Bílskúr - rífa skúr á lóð
Lagt fram erindi frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa frá 9. ágúst 2016 þar sem sótt er um leyfi til að fjarlægja óleyfis skúr og byggja bílskúr ásamt því að byggja við núverandi íbúðarhús og gera nýjan kvist og nýjar svalir á lóð nr. 23 við Hjallaveg.
Stærð á nýjum bílskúr: 40,0 ferm., 139,4 rúmm., stækkun íbúðarhúss: 38,7 ferm., 109,2 rúmm. Stækkun samtals: 78,7 ferm., 248,6 rúmm. Gjald kr. 10.100

Vísað til umsagnar verkefnisstjóra.

40.16 Lautarvegur 38, 40, 42 og 44, breyting á deiliskipulagi
Lögð fram umsókn Fimra ehf., mótt. 9. ágúst 2016, varðandi breytingu á deiliskipulagi Neðan Sléttuvegar vegna lóðanna nr. 38, 40, 42 og 44 við Lautarveg. Í breytingunni felst fjölgun íbúða úr fjórum í átta , tvær í hverri húseiningu og færslu á lóðarmörkum Lautarvegar 34, 40 og 42 um 0,5 m. til vesturs þannig að lóðin Lautarvegur 38 minnkar um 0,5 m., en lóðin Lautarvegur 44 stækkar um 0,5 m., lóðirnar Lautarvegur 40 og 42 eru jafn breiðar og áður, samkvæmt uppdr. Rúnars Gunnarssonar, dags. 7.ágúst 2016.

Vísað til meðferðar hjá verkefnisstjóra.

Vakin er athygli á að erindið fellur undir Gjaldskrá vegna kostnaðar við skipulagsvinnu og útgáfu framkvæmdaleyfis í Reykjavíkurborg nr. 1111/2014 vegna kostnaðar við skipullagsvinnu o.fl.


41.16 Hestháls 6-8, (fsp) nýtingarhlutfall og hámarkshæð
Lögð fram fyrirspurn Mansard teiknistofu, dags. 5. júlí 2016 varðandi nýtingarhlutfall og hámarkshæð bygginga á lóð nr. 6-8 við Hestháls. Einnig er lögð fram umsögn skipulagsfulltrúa, dags. 10. ágúst 2016.

Umsögn skipulagsfulltrúa, dags. 10 ágúst 2016, samþykkt.

42.16 Sigtún 38 og 40, málskot
Lagt fram málskot Ólafs Torfasonar f.h. lóðarhafa, dags. 3. ágúst 2016, vegna neikvæðrar afgreiðslu skipulagsfulltrúa frá 6. maí 2016 varðandi sameiningu lóðanna nr. 36 og 40 við Sigtún.

Vísað til umsagnar skrifstofu sviðsstjóra.

43.16 >Suðurlandsbraut 18, breyting á deiliskipulagi
Lögð fram umsókn Ask arkitekta ehf., mótt. 3. ágúst 2016, varðandi breytingu á deiliskipulagi Suðurlandsbrautar - Ármúla vegna lóðarinnar nr. 18 við Suðurlandsbraut. Í breytingunni felst að hækka bakhús um eina hæð eða í 5 hæðir, sambærilegt með núverandi framhúsi, skv. uppdrætti ASK arkitekta ehf., dags. 3. ágúst 2016.
Vísað til meðferðar hjá verkefnisstjóra.

Vakin er athygli á að erindið fellur undir Gjaldskrá vegna kostnaðar við skipulagsvinnu og útgáfu framkvæmdaleyfis í Reykjavíkurborg nr. 1111/2014 vegna kostnaðar við skipullagsvinnu o.fl.


44.16 Brautarholt 18 og 20, (fsp) hækkun húsa, hótel o.fl.
Lögð fram fyrirspurn Stass design ehf., mótt. 26. júlí 2016, um að breyta húsunum á lóðunum nr. 18 og 20 við Brautarholt í hótel, hækka þak hússins á lóð nr. nr. 18 við Brautarholt og endurbyggja núverandi kvist, rífa skúra á baklóð og byggja byggingu í samræmi við þær heimildir sem þegar eru til staðar hjá byggingarfulltrúa, Hækka þak á lóð nr. 20 við Brautarholt, endurbyggja og breyta gluggasetningu, rífa bakbyggingu á lóð og endurbyggja í samræmi við þær heimildir sem þegar eru til staðar hjá byggingarfulltrúa. , samkvæmt tillögu Stáss Design ehf. ódags.

Vísað til meðferðar hjá verkefnisstjóra.

45.16 Hallveigarstígur 2, (fsp) kvistir
Lögð fram fyrirspurn Ólafar B. Halldórsdóttur, mótt. 25. júlí 2016, um að setja kvisti á húsið á lóð nr. 2 við Hallveigarstíg. Einnig er lögð fram umsögn skipulagsfulltrúa, dags. 12. ágúst 2016.

Umsögn skipulagsfulltrúa, dags. 12. ágúst 2016, samþykkt.

46.16 Hádegismóar 6, breyting á deiliskipulagi
Lögð fram umsókn Snæland Grímsson ehf. dags. 29. júní 2016 varðandi breytingu á deiliskipulagi Hádegismóa 6 samkv. uppdr. teiknistofunnar Storð dags. 27. júní 2016. Í breytingunni felst í stækkun á núverandi byggingarreit um 4 metra til suðurs.
Samþykkt að grenndarkynna framlagða tillögu fyrir hagsmunaaðilum að Hádegismóum, 1- 3, 2- 4, 8 og 10, þegar lagfærðir uppdrættir hafa borist.

Vakin er athygli að áður en grenndarkynning fer fram þarf umsækjandi að greiða skv. 7.6. gr. gjaldskrá vegna kostnaðar við skipulagsvinnu nr. 1111/2014


47.16 Smiðjustígur 10, niðurrif húss, uppbygging á lóð
Lögð fram umsókn Davíðs Kr. Pitt, mótt. 4. ágúst 2016, um að rífa niður eldri byggingu við Smiðjustíg 10 og byggja nýbyggingu í hennar stað, samkvæmt uppdráttum Davíðs Kr. Pitt, dags. 20. júlí 2016. Einnig er lögð fram greinargerð hönnuðar, dags. 2. ágúst 2016.

Vísað til meðferðar hjá verkefnisstjóra.

48.16 Aðalskipulag Reykjavíkur 2010-2030, Kirkjugarður í Úlfarsfelli, breyting á aðalskipulagi og umhverfismat
Lagt fram bréf skipulagsstofnunar, dags. 22. apríl 2016, þar sem ekki er gerð athugasemd við að skipulagstillagan verði auglýst í B-deild Stjórnartíðinda.
Bréf Skipulagsstofnunar lagt fram.

49.16 Fiskislóð 83, staðsetning ökutækjaleigu
Lagt fram bréf Samgöngustofu dags. 3. ágúst 2016 vegna beiðni um umsögn um ökutækjaleigu fyrir 4 bíla að Fiskislóð 83. Einnig er lögð fram umsögn Faxaflóahafna, dags. 12 ágúst 2016.

Umsögn skipulagsfulltrúa, dags. 12. ágúst 2016, samþykkt.