Úlfarsárdalur, útivistarsvæði, Grettisgata 9, Túngata 8, Suðurlandsbraut 18, Mjölnisholt 8, Völvufell 11, Óðinsgata 15, Austurstræti 10A, Þrastargata 1-11, Baldursgata 7A, Framnesvegur 40, 42 og 42a, Brúnastekkur 11, Bergstaðastræti 27 og 29, Lambhagavegur 14, Suðurgata 29, Nýlendugata 19C, Skipholt 27, Ásvallagata 27, Hátún 3, Básendi 5,

Embættisafgreiðslufundur skipulagsstjóra Reykjavíkur samkvæmt viðauka 2.4 við samþykkt um stjórn Reykjavíkurborgar.

592. fundur 2016

Ár 2016, föstudaginn 8. júlí kl. 09:16 var haldinn 592. embættisafgreiðslufundur skipulagsstjóra Reykjavíkur. Fundurinn var haldinn að Borgartúni 12-14, 2 hæð. (Stardal).Viðstaddir voru:
Þetta gerðist:


1.16 Úlfarsárdalur, útivistarsvæði, framkvæmdaleyfi fyrir göngu og hjólastíg frá Fellsvegi að Dalskóla
Á fundi skipulagsfulltrúa 1. júlí 2016 var lögðfram umsókn skrifstofu Eigna og atvinnuþróunar, dags. 24. júní 2016 um framkvæmdaleyfi fyrir göngu og hjólastíg frá Fellsvegi að Dalskóla skv. uppdráttum VSÓ, dags. 20. maí 2016. Til verksins heyrir einnig smíði brúar yfir Úlfarsá. Jarðvegsskipta skal undir stígum og undirstöðum brúa, leggja jöfnunarlag og malbika. Smíða skal 20m langa límtrésbrú og byggja tilheyrandi undirstöður. Meðfram stígum skal koma fyrir ljósastreng og reisa ljósastólpa/ljósapolla. Um miðbik svæðisins skal gera áningastað og koma fyrir búnaði ásamt gróðursetningu við áningastað. Erindinu var vísað til umsagnar skipulagsfulltrúa og er nú lagt fram að nýju ásamt umsögn skipulagsfulltrúa. dags. 6. júlí 2016.

Vísað til skrifstofu sviðstjóra til útgáfu framkvæmdaleyfis.

Vakin er athygli umsækjanda á að greiða þarf fyrir útgáfu framkvæmdaleyfis skv. gr. 5.2. í Gjaldskrá
vegna kostnaðar við skipulagsvinnu og útgáfu framkvæmdaleyfis í Reykjavíkurborg nr. 1111/2014. Greiða þarf fyrir útgáfu framkvæmdaleyfis.


2.16 Grettisgata 9, Breyting - stigahús 4.hæð - skráningartafla
Á fundi skipulagsfulltrúa 1. júlí 2016 var lagt fram erindi frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa frá 28. júní 2016 þar sem sótt er um leyfi til að breyta fyrirkomulagi í stigahúsi og íbúð á 4. hæð, og til að innrétta gistiherbergi á 1. hæð og breyta íbúðum á 2. og 3. hæð í gististað í flokki II, teg. B, sjá erindi BN048039, í tengslum við Hótel Frón í íbúðar- og atvinnuhúsi á lóð nr. 9 við Grettisgötu. Erindinu var vísað til umsagnar skipulagsfulltrúa og er nú lagt fram að nýju ásamt umsögn skipulagsfulltrúa dags. 7. júlí 2016.

Jafnframt er erindi BN050223 dregið til baka.
Erindi fylgir bréf umsækjanda dags. 30. maí 2016.
Gjald kr. 10.100

Umsögn skipulagsfulltrúa dags. 7. júlí 2016 samþykkt.

3.16 Túngata 8, Breyta nýtingu húss
Á fundi skipulagsfulltrúa 1. júlí 2016 var lagt fram erindi frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa frá 28. júní 2016 þar sem sótt er um leyfi til að innrétta gististað í flokki II teg. gistiskáli fyrir 10-12 gesti í hluta einbýlishúss á lóð nr. 8 við Túngötu. Erindinu var vísað til umsagnar skipulagsfulltrúa og er nú lagt fram að nýju ásamt umsögn skipulagsfulltrúa dags. 7. júlí 2016.
Gjald kr. 10.100

Neikvætt, með vísan til umsagnar skipulagsfulltrúa dags. 7. júlí 2016.

4.16 Suðurlandsbraut 18, (fsp) breyting á deiliskipulagi
Á fundi skipulagsfulltrúa 1. júlí 2016 var lögð fram fyrirspurn ASK arkitekta dags. 24. júní 2016 varðandi breytingu á deiliskipulagi að Suðurlandsbraut 18. Í breytingunni felst að hækka bakhús um eina hæð samkv. uppfr. ASK arkitekta 22. júní 2016. Fyrirspurninni var vísað til umsagnar skipulagsfulltrúa og er nú lögð fram að nýju ásamt umsögn skipulagsfulltrúa dags. 8. júlí 2016.

Jákvætt með þeim skilyrðum og leiðbeiningum sem fram koma í umsögn skipulagsfulltrúa dags. 8. júlí 2016.

Vakin er athygli fyrirspyrjanda á að erindið fellur undir gr. 7.5 í Gjaldskrá vegna kostnaðar við skipulagsvinnu og útgáfu framkvæmdaleyfis í Reykjavíkurborg nr. 1111/2014.


5.16 Mjölnisholt 8, (fsp) breyting á deiliskipulagi
Á fundi skipulagsfulltrúa 24. júní 2016 2016 var lögð fram fyrirspurn Arctic Tours efh. dags. 16. júní 2016 varðandi breytingu á deiliskipulagi Hampiðjureits vegna lóðarinnar nr. 8 við Mjölnisholt sem felst í hækkun hússins og byggingu nýs stigahúss, samkv. uppdr. K.J. hönnunar ehf., dags. 15. júní 2016. Fyrirspurninni var vísað til umsagnar skipulagsfulltrúa og er nú lögð fram að nýju ásamt umsögn skipulagsfulltrúa 7. júlí 2016.

Umsögn skipulagsfulltrúa dags. 7. júlí 2016 samþykkt.

Vakin er athygli fyrirspyrjanda á að erindið fellur undir gr. 7.6 í Gjaldskrá vegna kostnaðar við skipulagsvinnu og útgáfu framkvæmdaleyfis í Reykjavíkurborg nr. 1111/2014.


6.16 Völvufell 11, (fsp) breyting á deiliskipulagi
Á fundi skipulagsfulltrúa 24. júní 2016 var lögð lögð fram fyrirspurn Hildar Bjarnadóttur dags. 16. júní 2016 varðandi breytingu á deiliskipulagi vegna lóðarinnar nr. 11 við Völvufell sem felst í stækkun byggingareits, hækkun nýtingarhlutfalls og breyta notkun í gistiheimili. Fyrirspurninni var vísað til umsagnar skipulagsfulltrúa og er nú lögð fram að nýju ásamt umsögn skipulagsfulltrúa 7. júlí 2016.

Umsögn skipulagsfulltrúa dags. 7. júlí 2016 samþykkt.

7.16 Óðinsgata 15, (fsp) breyting á notkun
Lögð fram fyrirspurn Ásmundar Jóhannssonar f.h. Ólafar Sigurðardóttur, mótt. 7. júní 2016 um að breyta tveimur útigeymslum í húsinu á lóð nr. 15 við Óðinsgötu í herbergi til skammtímaútleigu, samkvæmt uppdr. Arko sf., dags. 13. maí 2016.

Vísað til meðferðar hjá verkefnisstjóra.

8.16 Austurstræti 10A, breyting á deiliskipulagi
Á fundi skipulagsfulltrúa 1. júlí 2016 var lögð fram umsókn H.G.G Fasteign ehf. dags. 22. júní 2016 varðandi breytingu á deiliskipulagi að Austurstræti 10A samkv. uppdr. og teikningum Form ráðgjafar ehf. dags. 3. júní 2016. Í breytingunni felst m.a. að lyfta þaki til að auka lofthæð við útveggi en mænishæð er haldið óbreyttri, á fimmtu og efstu hæð hússins, nýr glerskáli byggður til norðurs með skyggnum til hliða, skyggni sett á núverandi glerskála auk þess sem svalir eru skilgreindar austan megin nýs glerskála og gluggasetningu er breytt. Erindinu var vísað til umsagnar skipulagsfulltrúa og er nú lagt fram að nýju ásamt umsögn skipulagsfulltrúa dags. 8. júlí 2016.

Neikvætt, með vísan til umsagnar skipulagsfulltrúa dags. 8. júlí 2016.

9.16 Þrastargata 1-11, 5 - Stækka hús
Á fundi skipulagsfulltrúa 1. júlí 2016 var lagt fram erindi frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa frá 28. júní 2016 þar sem sótt er um leyfi til að byggja viðbyggingu milli núverandi íbúðarhúss og geymsluhúss og sameina í eina íbúð í húsi á lóð nr. 5 við Þrastargötu. Erindinu var vísað til umsagnar skipulagsfulltrúa og er nú lagt fram að nýju ásamt umsögn skipulagsfulltrúadags. 8. júlí 2016.
Lagt fram gildandi deiliskipulag dags. 7. maí 2008. Stækkun húss: 17,9 m2 og 85,8 m3. Gjald kr. 10.100

Jákvætt með vísan til umsagnar skipulagsfulltrúa dags. 8. júlí 2016

10.16 Baldursgata 7A, Skipta íbúð 0201 í tvær eignir
Á fundi skipulagsfulltrúa 1. júlí 2016 var lagt fram erindi frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa frá 28. júní 2016 þar sem sótt er um leyfi byggja svalir á norðurhlið, breyta innra skipulagi og innrétta tvær íbúðir á 2. hæð fjölbýlishúss á lóð nr. 7A við Baldursgötu. Erindinu var vísað til meðferðar skipulagsfulltrúa og er nú lagt fram að nýju.
Erindi fylgir jákvæð fyrirspurn sama efnis , BN05062 dags. 22. mars 2016 og samþykki meðeigenda dags. 27. febrúar 2016.
Gjald kr. 10.100

Samþykkt að grenndarkynna framlagða tillögu fyrir hagsmunaaðilum að Baldursgötu 7 og 9, Bergstaðastræti 43a, 45 og 45a.

Vakin er athygli umsækjanda á að erindið fellur undir gr. 8.1 í Gjaldskrá vegna kostnaðar við skipulagsvinnu og útgáfu framkvæmdaleyfis í Reykjavíkurborg nr. 1111/2014.


11.16 Framnesvegur 40, 42 og 42a, breyting á deiliskipulagi
Lögð fram umsókn Arkþings, dags. 1. júlí 2016 um breytingu á deiliskipulagi Sólvallagötureits vegna lóðanna nr. 40, 42 og 42a við Framnesveg skv. uppdrætti, dags. 30. júní 2016. Breytingin gengur út á aukið byggingarmagn.

Vísað til meðferðar hjá verkefnisstjóra.

Vakin er athygli umsækjanda á að erindið fellur undir gr. 7.5 í Gjaldskrá vegna kostnaðar við skipulagsvinnu og útgáfu framkvæmdaleyfis í Reykjavíkurborg nr. 1111/2014.


12.16 Brúnastekkur 11, breyting á deiliskipulagi
Lögð fram fyrirspurn Kjartans H. Rafnssonar dags. 23. maí 2016 þar sem óskað er samþykkis á áður gerðum framkvæmdum. Í breytingunni fólst m.a. lokun á opinni bílageymslu og útbúið frístundaherbergi.

Vísað til umsagnar verkefnisstjóra.

13.16 Bergstaðastræti 27 og 29, (fsp) uppbygging
Á fundi skipulagsfulltrúa 27. maí 2016 var lögð fram fyrirspurn Gests Ólafssonar f.h. eigenda/lóðarhafa Bergstaðastrætis 27 og 29, mótt. 11. maí 2016, varðandi uppbyggingu á lóðunum nr. 27 og 29 við Bergstaðastræti, samkvæmt uppdr. Skipulags-, arkitekta- og verkræðistofunnar ehf., dags. 29. apríl 2016. Einnig er lagt fram bréf Gests Ólafssonar f.h. eigenda/lóðarhafa Bergstaðastrætis 27 og 29, dags. 11. maí 2016. Fyrirspurninni var vísað til umsagnar verkefnisstjóra og er nú lögð fram að nýju.


Vísað til umhverfis- og skipulagsráðs

14.16 Lambhagavegur 14, (fsp) breyting á deiliskipulagi
Lögð fram fyrirspurn skrifstofu eigna og atvinnuþróunar dags. 15. júní 2016 vegna breytingar á deiliskipulagi Vesturlandsvegur-Hallar vegna Lambhagavegar 14 (nefnt 12 og 14). Í breytingunni felst að minnka nýtingarhlutfall lóðarinnar Lambhagavegar 14 og skoðun á nærliggjandi lóðum til fjölgunar á atvinnulóðum á svæðinu.
Vísað til meðferðar hjá verkefnisstjóra.

15.16 Suðurgata 29, Viðbygging
Lagt fram erindi frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa frá 5. júlí 2016 þar sem sótt er um leyfi til að byggja anddyrisbyggingu úr bárujárnsklæddu timbri á steyptum undirstöðum, samanber erindi BN047212, við norðurhlið einbýlishúss á lóð nr. 29 við Suðurgötu.
Meðfylgjandi er umsögn Minjastofnunar Íslands dags. 28.6. 2016.
Stækkun: 20,8 ferm., 168,3 rúmm.
Gjald kr. 10.100

Samþykkt að grenndarkynna framlagða tillögu fyrir hagsmunaaðilum að Suðurgötu 31, Tjarnargötu 32, 34 og 36.

16.16 Nýlendugata 19C, breyting á deiliskipulagi
Að lokinni grenndarkynningu er lögð fram að nýju umsókn Þórðar Braga Jónssonar, mótt. 9. febrúar 2016, varðandi breytingu á deiliskipulagi Nýlendureits vegna lóðarinnar nr. 19C við Nýlendugötu. Í breytingunni felst stækkun á byggingarreit á norðurhlið hússins og gera svalir ofan á útbyggingu neðri hæðar sem er á vesturhlið hússins, samkvæmt uppdr. VA arkitekta ehf., dags. 26. janúar 2016. Grenndarkynning stóð yfir frá 6. júní til 4. júlí 2016. Athugasemdir bárust frá: Adolf Friðriksson, dags. 1. júlí 2016.

Vísað til umsagnar verkefnisstjóra.

17.16 Skipholt 27, (fsp) hækkun húss
Á fundi skipulagsfulltrúa 24.júní 2016 var lögð fram fyrirspurn Kjartans Hafsteins Rafnssonar f.h. M21 ehf., mótt. 25. maí 2016, um að hækka húsið á lóð nr. 27 við Skipholt um eina hæð, samkvæmt uppdr. K.J. hönnun ehf., dags. 25. maí 2016. Fyrirspurninni var vísað til umsagnar skipulagsfulltrúa og er nú lögð fram að nýju ásamt umsögn skipulagsfulltrúa dags. 7. júlí 2016.

Jákvætt með þeim skilyrðum og leiðbeiningum sem fram koma í umsögn skipulagsfulltrúa dags. 7. júlí 2016.

Vakin er athygli fyrirspyrjanda á að erindið fellur undir gr. 7.5 í Gjaldskrá vegna kostnaðar við skipulagsvinnu og útgáfu framkvæmdaleyfis í Reykjavíkurborg nr. 1111/2014.


18.16 Ásvallagata 27, (fsp) endunýjun á þaki
Lögð fram fyrirspurn Brynjars Úlfarssonar dags. 28. júní 2016 varðandi tillögu að endurnýjun og breytingu á þaki hússins að Ásvallagötu 27. Í breytingunni felst m.a. að rífa gamalt þak og byggja nýtt, loftlína hækkuð, byggja kvist á norðurhlið, lengja kvist á suðurhlið og breyta gluggum í hurðir og franskar svalir samkv. meðf. teikningu ódags. Einnig er lögð fram umsögn skipulagsfulltrúa dags. 7. júlí 2016.

Jákvætt með þeim skilyrðum og leiðbeiningum sem fram koma í umsögn skipulagsfulltrúa dags. 7. júlí 2016.

Vakin er athygli fyrirspyrjanda á að erindið fellur undir gr. 8.1 í Gjaldskrá vegna kostnaðar við skipulagsvinnu og útgáfu framkvæmdaleyfis í Reykjavíkurborg nr. 1111/2014.


19.16 Hátún 3, (fsp) stækku húss, fjölgun íbúða o.fl.
Á fundi skipulagsfulltrúa 24. júní 2016 var lögð fram fyrirspurn Jónasar Stefánssonar, mótt. 4. maí 2016, varðandi stækkun hússins á lóð nr. 3 við Hátún, hækkun á mæni, setja kvist á norðurhluta þaks og fjölgun íbúða úr tveimur í þrjár, samkvæmt uppdr. Jónasar Stefánssonar, dags. í febrúar 2015. Erindinu var vísað til umsagnar skipulagsfulltrúa og er nú lagt fram að nýju ásamt umsögn skipulagsfulltrúa dags. 5. júlí 2016.

Umsögn skipulagsfulltrúa dags. 5. júlí 2016 samþykkt.

20.16 Básendi 5, Útitröppur, svalir, breyting inni
Á fundi skipulagsfulltrúa 24. júní 2016 var lagt fram erindi frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa frá 21. júní 2016 þar sem sótt er um leyfi til að breyta aðalinngangi og útitröppum og loka rými undir tröppum, ásamt því að gera svalir á suðurhlið með tröppum niður í garð við einbýlishúsið á lóð nr. 5 við Básenda. Erindinu var vísað til umsagnar skipulagsfulltrúa og er nú lagt fram að nýju ásamt umsögn skipulagsfulltrúa dags. 4. júlí 2016.

Ennfremur er sótt um leyfi til að breyta burðarveggjum innandyra.
Erindi fylgir umsögn burðarvirkishönnuðar dags. 14. júní 2016. Gjald kr. 10.100

Jákvætt með þeim skilyrðum og leiðbeiningum sem fram koma í umsögn skipulagsfulltrúa dags. 4. júlí 2016.

Vakin er athygli fyrirspyrjanda á að erindið fellur undir gr. 8.1 í Gjaldskrá vegna kostnaðar við skipulagsvinnu og útgáfu framkvæmdaleyfis í Reykjavíkurborg nr. 1111/2014.