Brautarholt 6, Bergstaðastræti 31, Norðurgarður 1, Tryggvagata 14, Veghúsastígur 1 og Klapparstígur 19, Grettisgata 41, Lindargata 60, Skólavörðustígur 2, Tunguvegur 19, Vífilsgata 4, Þórsgata 9, Grettisgata 54B, Grettisgata 54B, Kvosin og Grjótaþorp, Sjafnarbrunnur 5-9, Sjafnarbrunnur 11-19, Skútuvogur 13A, Trönuhólar 14, Blikastaðavegur 2-8, Kjalarnes, Hólaland, Kjalarnes, Saltvík, Grettisgata 64, Hallveigarstígur 1, Háaleitisbraut 68, Hlíðarendi 6-10, Laugavegur 95-99, Lækjargata 6A, Bæjarflöt 9-11 og Gylfaflöt 15-17, Dunhagi 18-20, Elliðabraut 2, bensínstöð, Grensásvegur 12, Grettisgata 4, Njálsgata 37, Smárarimi 4, Heiðargerði 21, Bogahlíð 7-9, Örfirisey,

Embættisafgreiðslufundur skipulagsstjóra Reykjavíkur samkvæmt viðauka 2.4 við samþykkt um stjórn Reykjavíkurborgar.

572. fundur 2016

Ár 2016, föstudaginn 5. febrúar kl. 09:20, hélt skipulagsfulltrúi Reykjavíkur 572. embættisafgreiðslufund sinn til afgreiðslu mála án staðfestingar umhverfis- og skipulagsráðs. Fundurinn var haldinn á skrifstofu skipulagsfulltrúa Borgartúni 12 - 14, 2. hæð, Stardalur. Fundinn sátu: Björn Axelsson, Ágústa Sveinbjörnsdóttir og Marta Grettisdóttir. Eftirtaldir embættismenn kynntu mál á fundinum: Lilja Grétarsdóttir, Margrét Þormar, Halldóra Hrólfsdóttir , Borghildur Sölvey Sturludóttir, Jón Kjartan Ágústsson, Hildur Gunnarsdóttir og Guðlaug Erna Jónsdóttir. Ritari var Erna Hrönn Geirsdóttir.
Þetta gerðist:


1.16 Brautarholt 6, Íbúðir - 4.hæð
Að lokinni grenndarkynningu er lagt fram að nýju erindi frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa frá 1. desember 2015 þar sem sótt er um leyfi til að lyfta þaki til suðurs, innrétta 6 íbúðir og byggja tvennar svalir á norðurhlið og fernar á suðurhlið 4. hæðar skrifstofuhúss á lóð nr. 6 við Brautarholt.
Útskrift úr gerðabók embættisafgreiðslufundar skipulagsfulltrúa frá 30. október 2015 fylgir erindinu ásamt umsögn skipulagsfulltrúa dags. 29. október 2015. Einnig samþykki meðeigenda dags. 12. október 2015, greinargerð um algilda hönnun dags. 18. nóvember 2015 og ósk um grenndarkynningu dags. 25. nóvember. Erindi var grenndarkynnt frá 28. desember til og með 25. janúar 2016. Eftirtaldir aðilar sendu athugasemdir: Gréta Gunnarsdóttir, dags. 8. janúar 2016. Erindinu var vísað til umsagnar verkefnisstjóra á fundi skipulagsfulltrúa frá 29. janúar 2016 og er nú lagt fra, að nýju.
Stækkun: 34,9 ferm., 56,5 rúmm. Gjald kr. 9.823

Vísað til umhverfis- og skipulagsráðs.

2.16 Bergstaðastræti 31, ósk um kaup á lóð og flutning húss (R16010251)
Lagður fram tölvupóstur skrifstofu borgarstjórnar, dags. 3. febrúar 2016 þar sem erindi Skipulags-, arkitekta- og verkfræðistofunnar ehf. f.h. eigendur að Bergstaðastræti 27, dags. 26. janúar 2016, varðandi kaup á lóðinni nr. 31 við Bergstaðastræti og flytja þangað friðað bárujárnsklætt timburhús sem nú stendur á lóðinni nr. 27 við Bergstaðastræti, er vísað f.h. Borgarráð til meðferðar umhverfis- og skipulagssviðs (skipulagsfulltrúa).

Vísað til meðferðar verkefnastjóra.

3.16 Norðurgarður 1, Anddyri - vindfang
Lagt fram erindi frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa frá 2. febrúar 2016 þar sem sótt er um leyfi til að byggja nýtt anddyri með útveggi úr gleri og þak pappaklætt og einangrað við húsið á lóð nr. 1 við Norðurgarð.
Stækkun: 88,3 ferm,. 459,2 rúmm.
Gjald kr. 10.100

Vísað til umsagnar verkefnastjóra.

4.16 Tryggvagata 14, Verslunar- og þjónustuhúsnæði - hótel
Á fundi skipulagsfulltrúa 8. janúar 2016 var lagt fram erindi frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa frá 5. janúar 2016 þar sem sótt er um leyfi til að fjarlægja Tryggvagötu 14 og iðnaðarhús á Vesturgötu 18, endurbyggja framhús á Tryggvagötu 12 og byggja nýbyggingu með bílgeymslu fyrir 13 bíla, verslun og þjónustu á götuhæð við Tryggvagötu og neðsta hluta Norðurstígs og hótel í flokki V með 107 herbergjum á efri hæðum á sameinaðri lóð nr. 14 við Tryggvagötu. Erindinu var vísað til umsagnar verkefnisstjóra og er nú lagt fram að nýju ásamt umsögn skipulagsfulltrúa, dags. 15. janúar 2016, breytt 3. febrúar 2016.
Erindi fylgir bílastæðabókhald dags. 15. desember 2015, greinargerð um hljóðvist frá EFLU dags. 15. desember 2015, stöðugleikagreinding og yfirlit yfir orkubúskap bygginga frá Verkfræðistofu Reykjavíkur dags. 15. desember 2015, umsögn Minjastofnunar Íslands dags. 24. febrúar og 17. desember 2015, brunahönnun frá Verkís dags. í desember 2015, framkvæmdalýsing hönnuða ódagsett og umsögn Húsafriðunarnefndar dags. 23. október 2007.
Niðurrif Tryggvagata 14: Fastanr. 200-0551, merkt 01 0001, veitingahús 149 ferm., fastanr. 230-3223, merkt 01 0102 íbúðarherbergi 97,6 ferm., fastanr. 200-0552 merkt 01 0201 íbúð og fastanr. 230-3224 merkt 01 0301 íbúðarherb í risi 44,9 ferm. Niðurrif Vesturgata 12: hluti ? Niðurrif Vesturgata 18: Fastanr. 200-0598 merkt 01 0101 iðnaðarhús 146 ferm.
Nýbygging: A-rými: 5.189,1 ferm., 17.018,9 rúmm. B-rými: 15,3 ferm., 45,4 rúmm. c-rými: 453,8 ferm. Gjald kr. 9.823

Umsögn skipulagsfulltrúa, dags. 3. febrúar 2016, samþykkt.

5.16 Veghúsastígur 1 og Klapparstígur 19, (fsp) uppbygging
Á fundi skipulagsfulltrúa 11. desember 2016 var lögð fram fyrirspurn Arkís arkitekta ehf., mótt. 30. nóvember 2015, um að byggja lágreistar byggingar með 6-7 litlum sérbýlis íbúðum á lóð nr. 1 við Veghúsastíg, samkvæmt tillögu Arkís arkitekta ehf., dags. 27. nóvember 2015. Einnig er lagt fram bréf Arkís arkitekta ehf., dags. 27. nóvember 2015og bréf Arkís arkitekta ehf., dags. 27. nóvember 2015. Fyrirspurninni var vísað til umsagnar borgarsögusafns Reykjavíkur og er nú lögð fram að nýju ásamt umsögn Borgarsögusafns Reykjavíkur, dags. 19. janúar 2016 og 22. janúar 2016. Einnig er lögð fram umsögn Borgarsögusafns Reykjavíkur, dags. 22. janúar 2016, varðandi fornleifar á lóðinni.

Vísað til umsagnar verkefnisstjóra.

6.16 Grettisgata 41, Breytingar - BN049327
Á fundi skipulagsfulltrúa 29. janúar 2016 var lagt fram erindi frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa frá 26. janúar 2016 þar sem sótt er um leyfi til að byggja staðsteypta viðbyggingu við einbýlishús á lóð nr. 41 við Grettisgötu. Erindinu var vísað til umsagnar verkefnisstjóra og er nú lagt fram að nýju ásamt umsögn skipulagsfulltrúa, dags. 5. febrúar 2016.
Stækkun: 149 ferm., 377,4 rúmm. Gjald kr. 9.823
Neikvætt, samræmist ekki deiliskipulagi, sbr. umsögn skipulagsfulltrúa, dags. 5. febrúar 2016.

7.16 Lindargata 60, íbúðagisting (gististaður)
Á fundi skipulagsfulltrúa 29. janúar 2016 var lögð fram fyrirspurn Guðbjargar Þórisdóttur, mótt. 21. janúar 2016, varðandi rekstur íbúðagistingar í íbúð merkt 01-0302 á 2. hæð hússins á lóð nr. 60 við Lindargötu. Einnig er lögð fram greinargerð Guðbjargar Þórisdóttur, dags. 21. janúar 2016. Fyrirspurninni var vísað til umsagnar verkefnisstjóra og er nú lögð fram að nýju ásamt umsögn skipulagsfulltrúa, dags. 4. febrúar 2016.

Neikvætt með vísun í umsögn skipulagsfulltrúa, dags. 4. febrúar 2016.

8.16 Skólavörðustígur 2, (fsp) matvöruverslun
Á fundi skipulagsfulltrúa 29. janúar 2016 var lögð fram fyrirspurn Þorgeirs Þorgeirssonar, mótt. 28. janúar 2016, varðandi rekstur matvöruverslunar í miðrými hússins á lóð nr. 2 við Skólavörðustíg. Fyrirspurninni var vísað til umsagnar verkefnisstjóra og er nú lögð fram að nýju ásamt umsögn skipulagsfulltrúa, dags. 2. febrúar 2016.

Ekki eru gerðar skipulagslegar athugasemdir við erindið, sbr. umsögn skipulagsfulltrúa, dags. 2. febrúar 2016.

9.16 Tunguvegur 19, Innrétta íbúðir
Á fundi skipulagsfulltrúa 29. janúar 2016 var lagt fram erindi frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa frá 26. janúar 2016 þar sem sótt er um leyfi til að innrétta í núverandi atvinnuhúsnæði þrjár nýjar íbúðir í húsi á lóð nr. 19 við Tunguveg. Erindinu var vísað til umsagnar verkefnisstjóra og er nú lagt fram að nýju ásamt umsögn skipulagsfulltrúa, dags. 4. febrúar 2016.
Meðfylgjandi er bréf arkitekts dags. 19.1. 2016.
Gjald kr. 10.100

Neikvætt, með vísan til umsagnar skipulagsfulltrúa, dags. 4. febrúar 2016.

10.16 Vífilsgata 4, (fsp) skammtímaleiga íbúðar
Lögð fram fyrirspurn Stefáns Gunnarssonar, mótt. 12. janúar 216, varðandi skammtímaleigu íbúðar í fjölbýlishúsinu á lóð nr. 4 við Vífilsgötu.

Vísað til meðferðar verkefnisstjóra.

11.16 Þórsgata 9, (fsp) gististaður í flokki II
Lögð fram fyrirspurn Hallgrím's House ehf., mótt. 1. febrúar 2016, um rekstur gististaðar í flokki II í húsinu á lóð nr. 9 við Þórsgötu. Einnig er lagt fram bréf Helgu Rakelar Stefnisdóttur, dags. 27. janúar 2016.

Vísað til umsagnar verkefnisstjóra.

12.16 Grettisgata 54B, Flutningshús - áður Vegamótastígur 9
Á fundi skipulagsfulltrúa 29. janúar 2016 var lagt fram erindi frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa frá 26. janúar 2016 þar sem sótt er um leyfi til að flytja friðað einbýlishús frá 1904, sem nú stendur á lóð nr. 9 á Vegamótastíg, á steyptan sökkul, fjölga íbúðum í þrjár, breyta gluggum, byggja á það tvennar svalir og fjóra kvisti, á lóð nr. 54B við Grettisgötu. Erindinu var vísað til umsagnar verkefnisstjóra og er nú lagt fram að nýju ásamt umsögn skipulagsfulltrúa, dags. 1. febrúar 2016.
Gjald kr. 10.100

Neikvætt með vísan til umsagnar skipulagsfulltrúa, dags. 1. febrúar 2016.

13.16 Grettisgata 54B, breyting á deiliskipulagi
Lögð fram umsókn Sigurðar Hallgrímssonar, mótt. 1. febrúar 2016, varðandi breytingu á deiliskipulagi reits 1.190.1, Njálsgötureits, vegna lóðarinnar nr. 54B við Grettisgötu. Í breytingunni felst hækkun á nýtingarhlutfalli og fjölgun íbúða. Einnig eru lagðir fram uppdr. Arkþings ehf., dags. 12. janúar 2016.

Vísað til meðferðar verkefnisstjóra.

Vakin er athygli á að erindið fellur undir gjaldskrá vegna kostnaðar við skipulagsvinnu og útgáfu framkvæmdaleyfis í Reykjavíkurborg nr. 1111/2014.



14.16 Kvosin og Grjótaþorp, hótel- og gistirými
Lagt fram bréf Forum lögmanna f.h. eigenda fasteignarinnar að Aðalstræti 6, dags. 4. febrúar 2016, varðandi hótel- og gistirými á deiliskipulagssvæði Kvosar og Grjótaþorps.

Vísað til umsagnar verkefnastjóra og skrifstofu sviðsstjóra.

15.16 Sjafnarbrunnur 5-9, Raðhús
Á fundi skipulagsfulltrúa 29. janúar 2016 var lagt fram erindi frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa frá 26. janúar 2016 þar sem sótt er um leyfi til að byggja staðsteypt þriggja íbúða raðhús á tveimur hæðum með innbyggðum bílageymslum á neðri hæð á lóð nr. 5-9 Sjafnarbrunn. Erindinu var vísað til umsagnar verkefnisstjóra og er nú lagt fram að nýju.
Stærðir íbúða : Íbúð 0101, 219,9 ferm., 706,6 rúmm. 0102, 219,9 ferm., 706,6 rúmm. 0103, 219,9 ferm., 706,6 rúmm. Samtals 659,7 ferm., 2.119,7 rúmm. Gjald kr. 10.100

Ekki eru gerðar skipulagslegar athugasemdir við erindið, samræmist deiliskipulagi.

16.16 Sjafnarbrunnur 11-19, Raðhús
Á fundi skipulagsfulltrúa 29. janúar 2016 var lagt fram erindi frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa frá 26. janúar 2016 þar sem sótt er um leyfi til að byggja staðsteypt fimm íbúða raðhús á tveimur hæðum með innbyggðum bílgeymslum á neðri hæðum á lóð nr. 11-19 við Sjafnarbrunn. Erindinu var vísað til umsagnar verkefnisstjóra og er nú lagt fram að nýju.
Stærðir íbúða: Íbúð 0101, 230,5 ferm., 739,3 rúmm., 0102, 230,5 ferm., 739,3 rúmm. 0103, 230,5 ferm., 739,3 rúmm. 0104, 230,5 ferm., 739,3 rúmm. 0105 229,9 ferm., 736,1 rúmm. Samtals: 1.151,9 ferm., 3.693,3 rúmm. Gjald kr. 10.100

Ekki eru gerðar skipulagslegar athugasemdir við erindið, samræmist deiliskipulagi.

17.16 Skútuvogur 13A, (fsp) ný innkeyrsla á lóð
Lögð fram fyrirspurn Opus fasteigafélags ehf., mótt. 12. janúar 2016, um að gera nýja aðkomu/innkeyrslu á lóð nr. 13A við Skútuvog frá Kleppsmýrarvegi. Innkeyrslan yrði gerð við hliðina á nýlegri aðkomu/innkeyrslu að baklóð Brúarvogs 1-3 og tenging við gatnakerfið yrði sameiginleg.

Vísað til meðferðar verkefnisstjóra.

18.16 Trönuhólar 14, (fsp) breyta einbýlishúsi í tvíbýlishús
Á fundi skipulagsfulltrúa 22. janúar 2016 var lögð fram fyrirspurn Finns Jens Númasonar, mótt. 22. desember 2015, um að breyta einbýlishúsi á lóð nr. 14 við Trönuhóla í tvíbýlishús. Fyrirspurninni var vísað til meðferðar hjá verkefnisstjóra og er nú lögð fram að nýju ásamt umsögn skipulagsfulltrúa, dags. 5. febrúar 2016.

Umsögn skipulagsfulltrúa, dags. 5. febrúar 2016, samþykkt.

19.16 Blikastaðavegur 2-8, breyting á deiliskipulagi
Að lokinni auglýsingu er lögð fram að nýju umsókn Korputorgs ehf. dags. 27. október 2014 varðandi breytingu á deiliskipulagi lóðarinnar nr. 2-8 við Blikastaðaveg. Í breytingunni felst að afmarkaður er byggingarreitur fyrir sjálfsafgreiðslu eldsneytisstöð á lóðinni, samkvæmt uppdr. Arkís arkitekta ehf. dags. 15. september 2014. Einnig er lögð fram greinargerð Arkís arkitekta ehf. dags. 9. október 2014 og yfirlýsing Davíðs Freys Albertssonar f.h. Korputorgs ehf. dags. 2. desember 2014. Tillagan var auglýst frá 17. desember 2014 til og með 28. janúar 2015. Engar athugasemdir bárust.

Auglýsing á breytingu á deiliskipulaginu hefur ekki verið birt í B-deild Stjórnartíðinda innan árs frá því að athugasemdafresti tillögu til deiliskipulagsins lauk og mun breytingin ekki taka gildi.

20.16 Kjalarnes, Hólaland, (fsp) sambýli
Lögð fram fyrirspurn Þórs Inga Daníelssonar, mótt. 1. febrúar 2016, varðandi byggingu sambýlis á jörðinni Hólaland á Kjalarnesi með 6-8 íbúðum.

Vísað til meðferðar verkefnisstjóra.

21.16 Kjalarnes, Saltvík, breyting á deiliskipulagi
Lögð fram umsókn Atla Kjartans Guðbjörnssonar f.h. Stjörnueggja ehf., mótt. 1. febrúar 2016, varðandi breytingu á deiliskipulagi Saltvíkur á Kjalarnesi. Í breytingunni felst að nýtingarhlutfall á reit A er aukið úr 0,1 í 0,2 og byggingarreitur er skilgreindur og að byggingarreitur á reit C er færður til, að núverandi vegi, og byggingarreitur er skilgreindur, samkvæmt uppdr. TAG teiknistofu, dags. 1. febrúar 2016.

Vísað til meðferðar verkefnastjóra.

Vakin er athygli á að erindið fellur undir gjaldskrá vegna kostnaðar við skipulagsvinnu og útgáfu framkvæmdaleyfis í Reykjavíkurborg nr. 1111/2014 vegna kostnaðar við skipulagsvinnu o.fl.


22.16 Grettisgata 64, Breytt notkun - herbergjaleiga - húðflúr
Lagt fram erindi frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa frá 2. febrúar 2016 þar sem sótt er um leyfi til að breyta notkun á rými 0102 úr verslun í tvö sjálfstæð herbergi með eldhúsi og salerni og í rými 0103 í húðflúraðstöðu í húsinu á lóð nr. 64 við Grettisgata. Einnig er lögð fram umsögn skipulagsfulltrúa, dags. 5. febrúar 2016.
Gjald kr. 10.100

Umsögn skipulagsfulltrúa, dags. 5. febrúar 2016, samþykkt.

23.16 Hallveigarstígur 1, (fsp) Hostel og veitingastaður í flokki II
Á fundi skipulagsfulltrúa 29. janúar 2016 var lögð fram fyrirspurn Kristjáns Bjarnasonar, mótt. 25. janúar 2016, varðandi rekstur Hostels í húsinu á lóð nr. 1 við Hallveigarstíg og veitingaaðstöðu í flokki II, samkvæmt uppdr. Arkitektastofunnar Austurvöllur, dags. 20. janúar 2016. Fyrirspurninni var vísað til umsagnar verkefnisstjóra og er nú lögð fram að nýju ásamt umsögn skipulagsfulltrúa, dags. 5. febrúar 2016.

Neikvætt, sbr. umsögn skipulagsfulltrúa, dags. 5. febrúar 2016.

24.16 Háaleitisbraut 68, Mötuneyti/samkomusalur - fl.2
Á fundi skipulagsfulltrúa 29. janúar 2016 var lagt fram erindi frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa frá 26. janúar 2016 þar sem sótt er um leyfi til að fá vínveitingaleyfi í flokki II G fyrir mötuneyti/samkomusal í kjallara hússins á lóð nr. 68 við Háaleitisbraut. Erindinu var vísað til umsagnar verkefnisstjóra og er nú lagt fram að nýju ásamt umsögn skipulagsfulltrúa, dags. 5. febrúar 2016.
Gjald kr. 10.100

Jákvætt, sbr. umsögn skipulagfulltrúa, dags. 5. febrúar 2016.

25.16 Hlíðarendi 6-10, (fsp) samkomusalur, rekstrarleyfi í flokki III
Á fundi skipulagsfulltrúa 22. janúar 2016 var lögð fram fyrirspurn Kristjáns Ásgeirssonar, mótt. 14. desember 2015, f.h. knattspyrnufélagsins Valur um að reka samkomusal í húsinu á lóð nr. 6-10 við Hlíðarenda og veita eða selja veitingar í flokki III með opnunartíma til kl. 01:00 virka daga og til kl. 03:00 um helgar. Starfsemin fer fram í veislusal á 2. hæð sem er afmarkaður frá annarri starfsemi hússins, samkvæmt uppdr. Alark arkitekta ehf., dags. 14. desember 2015. Fyrirspurninni var vísað til umsagnar verkefnisstjóra og er nú lögð fram að nýju ásamt umsögn skipulagsfulltrúa, dags. 1. febrúar 2016.

Neikvætt, sbr. umsögn skipulagsfulltrúa, dags. 1. febrúar 2016.

26.16 Laugavegur 95-99, (fsp) - Hótel
Lagt fram erindi frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa frá 2. febrúar 2016 þar sem spurt er hvort leyft yrði að byggja inndregna 4. hæð Laugavegsmegin og innrétta gististað í flokki V, með 101 herbergjum og verslunum og veitingarýmum á jarðhæð í verslunar- og skrifstofuhúsi á lóð nr. 95-99 við Laugaveg.
Erindi fylgir umboð Péturs Guðmundssonar dags. 28. janúar 2016.

Vísað til umsagnar verkefnisstjóra.

27.16 Lækjargata 6A, Veitingastaður fl.III
Á fundi skipulagsfulltrúa 29. janúar 2016 var lagt fram erindi frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa frá 26. janúar 2016 þar sem sótt er um um leyfi til að innrétta veitingastað í flokki III, tegund B, teikningar eru óbreyttar, í húsi á lóð nr. 6A við Lækjargötu. Erindinu var vísað til umsagnar verkefnisstjóra og er nú lagt fram að nýju ásamt umsögn skipulagsfulltrúa, dags. 5. febrúar 2016.
Meðfylgjandi er samantekt í ljósi sögunnar.
Gjald kr. 10.100

Ekki er gerð athugasemd við erindið, sbr. þó skilyrði og leiðbeiningar sem fram koma í umsögn skipulagsfulltrúa, dags. 5. febrúar 2016.

28.16 Bæjarflöt 9-11 og Gylfaflöt 15-17, breyting á deiliskipulagi
Lögð fram umsókn skrifstofu eigna og atvinnuþróunar, mótt. 6. janúar 2016, varðandi breytingu á deiliskipulagi Gylfaflatar vegna lóðanna nr. 9-11 við Bæjarflöt og 15-17 við Gylfaflöt. Í breytingunni felst að byggt verði athafnahúsnæði á lóðunum þar sem áður var gert ráð fyrir bílastæði fyrir stóra bíla. Þá er gert ráð fyrir göngustíg meðfram lóðum á milli Bæjarflatar og Gylfaflatar, samkvæmt uppdr. Landslags ehf., dags. 19. nóvember 2015.

Vísað til umhverfis- og skipulagsráðs.

Vakin er athygli á að greiða þarf fyrir breytingu á deiliskipulag áður en kynning fer fram samkv. 7. 6.gr. gjaldskrá skipulagsfulltrúa nr. 1111/2014.



29.16 Dunhagi 18-20, málskot
Lagt fram málskot T.ark Arkitekta ehf., dags. 2. febrúar 2016, vegna neikvæðrar afgreiðslu skipulagsfulltrúa frá 15. janúar 2016 um að byggja við húsið á lóð nr. 18-20 við Dunhaga.

Vísað til umhverfis- og skipulagsráðs.

30.16 Elliðabraut 2, bensínstöð, R16010259 tillaga Sjálfstæðisflokks
Lagt fram bréf skrifstofu borgarstjórnar, dags. 2. febrúar 2016 ásamt tillögu borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokks um bensínstöð í Norðlingaholti sem lögð var fram í borgarráði 28. janúar 2016.

Vísað til umsagnar verkefnisstjóra.

31.16 Grensásvegur 12, (fsp) ofanábygging
Lögð fram fyrirspurn Margrétar Leifsdóttur og A arkitekta f.h. eigenda, mótt. 27. janúar 2016, um að byggja ofan á húsið á lóð nr. 12 við Grensásveg. Einnig er lögð fram lýsing, dags. 26. janúar 2016, á útfærslu fyrirhugaðra breytinga á Grensásvegi 12, ásamt umsögn skipulagsfulltrúa, dags. 5. febrúar 2016.

Umsögn skipulagsfulltrúa, dags. 5. febrúar 2016, samþykkt.

32.16 Grettisgata 4, Niðurrif
Lagt fram erindi frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa frá 2. febrúar 2016 þar sem sótt er um leyfi til að rífa þríbýlishús á lóð nr. 4 við Grettisgötu.
Erindi fylgir þinglýst umboð til handa Eyjólfi Bergþórssyni og Bergþóri Andréssyni dags. 18. júní 2014. Niðurrif: Fastanr. 200-6184 merkt 01 0101 Einbýlishús, 156,6 ferm., 433,0 rúmm. Gjald kr. 10.100

Visað til umsagnar verkefnastjóra.

33.16 Njálsgata 37, breyting á deiliskipulagi
Lögð fram umsókn Benjamíns G. Magnússonar ark., mótt. 14. janúar 2016, varðandi breytingu á deiliskipulagi reits 1.190.0, Njálsgötureitur 1, vegna lóðarinnar nr. 37 við Njálsgötu. Í breytingunni felst að byggja við og hækka húsið á lóðinni, byggingu nýs húss á baklóð merkt nr. 37B o.fl., samkvæmt uppdr. Benjamíns G, Magnússonar ark., dags. 13. janúar 2016. Einnig er lagt fram bréf Benjamíns G. Magnússonar ark., dags. 28. janúar 2016.

Vísað til meðferðar verkefnastjóra.

Vakin er athygli á að erindið fellur undir gjaldskrá vegna kostnaðar við skipulagsvinnu og útgáfu framkvæmdaleyfis í Reykjavíkurborg nr. 1111/2014 vegna kostnaðar við skipulagsvinnu o.fl.


34.16 Smárarimi 4, (fsp) viðbygging
Lögð fram fyrirspurn Heiðars Reynissonar, mótt. 20. janúar 2016, um að rífa niður sólstofu við suðvesturenda hússins á lóð nr. 4 við Smárarima og byggja 10-15 m2 viðbyggingu við húsið, samkvæmt skissu ódags.

Vísað til meðferðar verkefnastjóra.

35.16 Heiðargerði 21, (fsp) viðbygging, stækkun húss
Á fundi skipulagsfulltrúa 22. janúar 20116 var lögð fram fyrirspurn Hildar Bjarkar Kristjánsdóttur, mótt. 14. janúar 2016, um að byggja við og stækka húsið á lóð nr. 21 við Heiðargerði, samkvæmt uppdr. VA arkitekta ehf., dags. 22. september 2015. Einnig er lögð fram greinargerð Björns Brynjúlfssonar og Hildar Bjarkar Kristjánsdóttur, ódags. Fyrirspurninni var vísað til umsagnar verkefnisstjóra og er nú lögð fram að nýju ásamt umsögn skipulagsfulltrúa, dags. 4. febrúar 2016.

Umsögn skipulagsfulltrúa, dags. 4. febrúar 2016, samþykkt.

36.16 Bogahlíð 7-9, málskot
Lagt fram málskot Ólafs G. Jónssonar f.h. Húsfélagsins að Bogahlíð 7-9, dags. 4. febrúar 2016, vegna neikvæðrar afgreiðslu skipulagsfulltrúa frá 22. janúar 2016 um að fjölga bílastæðum á lóð nr. 7-9 við Bogahlíð um eitt.

Vísað í umhverifis- og skipulagsráð.

37.16 Örfirisey, olíutankar
Lagt fram bréf borgarstjóra, dags. 15. janúar 2016, vegna samþykktar borgarráðs frá 14. janúar 2016 á svohljóðandi breytingartillögu borgarstjóra varðandi olíutanka í Örfirisey: "Lagt er til að umhverfis- og skipulagssviði verði falið að endurmeta eldri gögn um staðsetningu olíutanka í Örfirisey og efna til nýrrar skoðunar á því sem kann að hafa breyst varðandi forsendur og skipulagssýn og gera í kjölfarið tillögu um heppilegri staðsetningu olíutankanna í Örfirisey, leiði skoðun málsins til þeirrar niðurstöðu. Horft verði til Öryggissjónarmiða, umhverfissjónarmiða, valkosta við þróun byggðar í Örfirisey og annarra sjónarmiða sem eðlilegt er að horft verði til í faglegu og pólitísku mati.

Vísað til deildarstjóra aðalskipulags og verkefnastjóra skipulags.