Brautarholt 6, Reitur 1.154.3, Barónsreitur, Suðurlandsbraut 8 og 10, Eirhöfði 11, Kjalarnes, Hof, Krókháls 13, Miklabraut/Stigahlíð, Safamýri 25, Hallveigarstígur 1, Háaleitisbraut 68, Hringbraut 121, Laugavegur 1B, Laugavegur 18B, Laugavegur 58, Lækjargata 6A, Ægisíða 123, Háteigsvegur 30, Hverfisgata 15, Hverfisgata 18, Laugavegur 20B, Lindargata 60, Lindargata 62, Njálsgata 31, Nönnugata 7, Skólavörðustígur 2, Tunguvegur 19, Þorragata 10-20, Vatnsstígur 3, Vesturgata 12, Freyjubrunnur 16-20, Grettisgata 54B, Haukdælabraut 124-126, Hringbraut 85, Sjafnarbrunnur 5-9, Sjafnarbrunnur 11-19, Austurbakki 2, Austurbakki 2, Austurhöfn, Bykoreitur, reitur 1.138, Grensásvegur 12, Háteigsvegur 1 og 3, Langholtsvegur 31, Mjölnisholt 4, Vættaborgir 26-28, Fiskislóð 1, Grettisgata 41, Grjótagata 14B, Reitur 1.132.0, Norðurstígsreitur, Skólavörðustígur 18, Skólavörðustígur 45, Vesturgata 24, Laugavegur 32B og 34B,

Embættisafgreiðslufundur skipulagsstjóra Reykjavíkur samkvæmt viðauka 2.4 við samþykkt um stjórn Reykjavíkurborgar.

571. fundur 2016

Ár 2016, föstudaginn 29. janúar kl. 09:20, hélt skipulagsfulltrúi Reykjavíkur 571. embættisafgreiðslufund sinn til afgreiðslu mála án staðfestingar umhverfis- og skipulagsráðs. Fundurinn var haldinn á skrifstofu skipulagsfulltrúa Borgartúni 12 - 14, 2. hæð, Stardalur. Fundinn sátu: Björn Axelsson, Ágústa Sveinbjörnsdóttir og Helena Stefánsdóttir. Eftirtaldir embættismenn kynntu mál á fundinum: Lilja Grétarsdóttir, Björn Ingi Edvardsson, Jón Kjartan Ágústsson, Halldóra Hrólfsdóttir, Borghildur Sölvey Sturludóttir, Hildur Gunnarsdóttir, Margrét Þormar og Guðlaug Erna Jónsdóttir. Ritari var Erna Hrönn Geirsdóttir.
Þetta gerðist:


1.16 Brautarholt 6, Íbúðir - 4.hæð
Að lokinni grenndarkynningu er lagt fram að nýju erindi frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa frá 1. desember 2015 þar sem sótt er um leyfi til að lyfta þaki til suðurs, innrétta 6 íbúðir og byggja tvennar svalir á norðurhlið og fernar á suðurhlið 4. hæðar skrifstofuhúss á lóð nr. 6 við Brautarholt.
Útskrift úr gerðabók embættisafgreiðslufundar skipulagsfulltrúa frá 30. október 2015 fylgir erindinu ásamt umsögn skipulagsfulltrúa dags. 29. október 2015. Einnig samþykki meðeigenda dags. 12. október 2015, greinargerð um algilda hönnun dags. 18. nóvember 2015 og ósk um grenndarkynningu dags. 25. nóvember. Erindi var grenndarkynnt frá 28. desember til og með 25. janúar 2016. Eftirtaldir aðilar sendu athugasemdir: Gréta Gunnarsdóttir, dags. 8. janúar 2016.
Stækkun: 34,9 ferm., 56,5 rúmm. Gjald kr. 9.823

Vísað til umsagnar verkefnisstjóra.

2.16 Reitur 1.154.3, Barónsreitur, breyting á deiliskipulagi
Lagt fram bréf Skipulagsstofnunar, dags. 22. janúar 2016, þar sem gerð er athugasemd við birtingu auglýsingar í B-deild Stjórnartíðinda.
Vísað til meðferðar verkefnisstjóra.

3.16 Suðurlandsbraut 8 og 10, breyting á deiliskipulagi
Lögð fram umsókn Arkís arkitektar ehf., mótt. 21. janúar 2016, varðandi breytingu á deiliskipulagi lóðanna nr. 8 og 10 við Suðurlandsbraut. Í breytingunni felst sameining lóða. Einnig eru lagðir fram uppdr. Arkís arkitekta ehf., dags. 12. september 2015. Jafnframt er lögð fram yfirlýsing Eikar fasteignafélags hf., dags. 9. desember 2015, minnisblað Hnit verkfræðistofu hf., dags. 15. desember 2015 og bréf Arkís arkitekta, 8. ágúst 2015 og 20. janúar 2016.

Vísað til meðferðar hjá verkefnisstjóra.

Vakin er athygli umsækjanda á að erindið fellur undir Gjaldskrá vegna kostnaðar við skipulagsvinnu og útgáfu framkvæmdaleyfis í Reykjavíkurborg nr. 1111/2014 vegna kostnaðar við skipulagsvinnu o.fl.


4.16 Eirhöfði 11, staðsetning ökutækjaleigu
Á fundi skipulagsfulltrúa 15. janúar 2016 var lagt fram erindi skrifstofu borgarstjórnar, dags. 13. janúar 2016, ásamt bréfi Samgöngustofu, dags. 8. desember 2016, þar sem óskað er eftir umsögn um staðsetningu ökutækjaleigu að Eirhöfða 11. Umsagnarfrestur er til 20. janúar 2016. Erindinu var vísað til meðferðar hjá verkefnisstjóra og er nú lagt fram að nýju ásamt umsögn skipulagsfulltrúa, dags. 28. janúar 2016.

Jákvætt með vísan til umsagnar skipulagsfulltrúa, dags. 28. janúar 2016.

5.16 Kjalarnes, Hof, (fsp) uppbygging, þjónusta fyrir hestamenn og gangandi ferðalanga
Lögð fram fyrirspurn Sigurjóns Benediktssonar, mótt. 11. janúar 2016, varðandi uppbyggingu í landi Hofs á Kjalarnesi vegna þjónustu fyrir hestamenn og gangandi ferðalanga á spildu í landi Hofs á Kjalarnesi sem felst í salernisaðstöðu, hesta- og farangursskýli með möguleikum á kaffisölu og aðstöðu fyrir starfsfólk.

Vísað til umsagnar verkefnisstjóra.

6.16 Krókháls 13, (fsp) breyting á lóðarmörkum, stækkun lóðar
Á fundi skipulagsfulltrúa 15. janúar 2016 var lögð fram tillaga THG arkitekta ehf., mótt 17. desember 2015, varðandi breytingu á lóðarmörkum ásamt stækkun lóðarinnar nr. 13 við Krókháls o.fl., samkvæmt tillögu THG arkitekta ehf., dags. 25. nóvember 2015. Erindinu var vísað til umsagnar verkefnisstjóra og er nú lögð fram að nýju ásamt umsögn skipulagsfulltrúa, dags. 29. janúar 2016.

Umsögn skipulagsfulltrúa samþykkt, sbr. þó skilyrði og leiðbeiningar sem fram koma í umsögn skipulagsfulltrúa dags. 29. janúar 2016.

7.16 Miklabraut/Stigahlíð, breyting á deiliskipulagi
Á fundi skipulagsfulltrúa 22. janúar 2016 var lögð fram umsókn Magnúsar Skúlasonar f.h. Veitna ohf., mótt. 25. nóvember 2015, varðandi breytingu á deiliskipulagi Miklubrautar. Í breytingunni felst að afmörkun skipulagssvæðis verði stækkað vegna nýrrar lóðar. Lóðin er ætluð fyrir lokahús á aðalæð kaldavatnslagnar, samkvæmt uppdr. Magnúsar Skúlasonar ark., dags. 8. janúar 2016. Erindinu var vísað til meðferðar hjá verkefnisstjóra og er nú lagt fram að nýju.

Samþykkt að grenndarkynna framlagða tillögu fyrir hagsmunaaðilum að Stigahlíð 32, 34, 35 og 36 og Grænuhlíð 19.
Áður en grenndarkynning fer fram þarf umsækjandi að greiða skv. 7.6. gr. gjaldskrá vegna kostnaðar við skipulagsvinnu og útgáfu framkvæmdaleyfis í Reykjavíkurborg nr. 1111/2014 vegna kostnaðar við skipullagsvinnu o.fl.


8.16 Safamýri 25, staðsetning ökutækjaleigu
Á fundi skipulagsfulltrúa 16. janúar 2016 var lagt fram erindi skrifstofu borgarstjórnar, dags. 13. janúar 2016, ásamt bréfi Samgöngustofu, dags. 6. janúar 2016, þar sem óskað er eftir umsögn um staðsetningu ökutækjaleigu að Safamýri 25. Umsagnarfrestur er til 20. janúar 2016. Erindinu var vísað til umsagnar verkefnisstjóra og er nú lögð fram að nýju ásamt umsögn skipulagsfulltrúa, dags. 28. janúar 2016.

Neikvætt, með vísan til umsagnar skipulagsfulltrúa, dags. 28. janúar 2016.

9.16 Hallveigarstígur 1, (fsp) Hostel og veitingastaður í flokki II
Lögð fram fyrirspurn Kristjáns Bjarnasonar, mótt. 25. janúar 2016, varðandi rekstur Hostels í húsinu á lóð nr. 1 við Hallveigarstíg og veitingaaðstöðu í flokki II, samkvæmt uppdr. Arkitektastofunnar Austurvöllur, dags. 20. janúar 2016.

Vísað til umsagnar verkefnisstjóra.

10.16 Háaleitisbraut 68, Mötuneyti/samkomusalur - fl.2
Lagt fram erindi frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa frá 26. janúar 2016 þar sem sótt er um leyfi til að fá vínveitingaleyfi í flokki II G fyrir mötuneyti/samkomusal í kjallara hússins á lóð nr. 68 við Háaleitisbraut Gjald kr. 10.100

Vísað til umsagnar verkefnisstjóra.

11.16 Hringbraut 121, Breytingar
Á fundi skipulagsfulltrúa 22. janúar 2016 var lagt fram erindi frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa frá 19. janúar 2016 þar sem sótt er um leyfi til að breyta áður samþykktu erindi BN049183 þannig að breytt er veitingaflokki úr fl. II í fl. III, breyting er gerð á starfsmannarými á 2. hæð og innri breytinnar á 1. hæð hússins á lóð nr. 121 við Hringbraut. Erindinu var vísað til umsagnar verkefnisstjóra og er nú lagt fram að nýju ásamt umsögn skipulagsfulltrúa, dags. 29. janúar 2016.
Hljóðskýrsla maí 2015 fylgir. Gjald kr. 10.100

Neikvætt, með vísan til umsagnar skipulagsfulltrúa, dags. 29. janúar 2016.

12.16 Laugavegur 1B, rekstrarleyfi í flokki IV
Á fundi skipulagsfulltrúa 22. janúar 2016 var lagt fram erindi skrifstofu borgarstjórnar, dags. 14. janúar 2016, þar sem óskað er eftir umsögn skipulagsfulltrúa á umsókn Drífu ehf. um rekstur gistiheimilis í flokki IV fyrir gististaðinn Ice Apartments að Laugavegu 1B. Erindinu var vísað til umsagnar verkefnisstjóra og er nú lagt fram að nýju ásamt umsögn skipulagsfulltrúa, dags. 29. janúar 2016.

Jákvætt með vísan til umsagnar skipulagsfulltrúa, dags. 29. janúar 2016.

13.16 Laugavegur 18B, breyting á notkun jarðhæðar
Á fundi skipulagsfulltrúa 16. október 2015 var lagður fram tölvupóstur Jóns Ragnars Jónssonar, dags. 14. október 2015, varðandi breytingu á notkun jarðhæðar hússins á lóð nr. 18B við Laugaveg. Erindinu var vísað til umsagnar skrifstofu sviðsstjóra og er nú lagt fram að nýju ásamt teikningum umsækjanda, dags. 2. nóvember 2015, sem einnig voru lagðir fram á afgreiðslufundi skipulagsfulltrúa dags. 13. nóvember 2015 og var afgreitt.

Afgreitt.

14.16 Laugavegur 58, (fsp) breyting á notkun
Á fundi skipulagsfulltrúa 22. janúar 2016 var lögð fram fyrirspurn Arnars Hannesar Gestssonar, mótt. 15. janúar 2016, varðandi breytingu á notkun 1. hæðar hússins á lóð nr. 58 við Laugaveg. Fyrirspurninni var vísað til umsagnar verkefnisstjóra og er nú lögð fram að nýju ásamt umsögn skipulagsfulltrúa, dags. 29. janúar 2016.

Umsögn skipulagsfulltrúa, dags. 29. janúar 2016, samþykkt.

15.16 Lækjargata 6A, Veitingastaður fl.III
Lagt fram erindi frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa frá 26. janúar 2016 þar sem sótt er um um leyfi til að innrétta veitingastað í flokki III, tegund B, teikningar eru óbreyttar, í húsi á lóð nr. 6A við Lækjargötu.
Meðfylgjandi er samantekt í ljósi sögunnar.
Gjald kr. 10.100

Vísað til umsagnar verkefnisstjóra.

16.16 Ægisíða 123, Breyting á (50133) úr flokki 1 í 2
Á fundi skipulagsfulltrúa 22. janúar 2016 var lagt fram erindi frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa frá 12. janúar 2016 þar sem sótt er um leyfi til að breyta veitingaflokki úr I í II í nýsamþykktu veitingahúsi á lóð nr. 123 við Ægisíðu. Erindinu var vísað til meðferðar hjá verkefnisstjóra og er nú lagt fram að nýju.
Gjald kr. 10.100

Samþykkt að grenndarkynna framlagða tillögu fyrir hagsmunaaðilum að Ægisíðu 119, 121, 121A og 125, Kaplaskjólsvegi 81, 83, 85, 87, 89, 91 og 93 og Sörlaskjóli 30 og 32.
Áður en grenndarkynning fer fram þarf umsækjandi að greiða skv. 8.1 gr. gjaldskrá vegna kostnaðar við skipulagsvinnu nr. 1111/2014


17.16 Háteigsvegur 30, rekstarleyfi í flokki II
Á fundi skipulagsfulltrúa 22. janúar 2016 var lagt fram erindi skrifstofu borgarstjórnar, dags. 14. janúar 2016, þar sem óskað er eftir umsögn skipulagsfulltrúa á umsókn Rent ehf. um rekstur gististaðar í flokki II að Háteigsvegi 30. Erindinu var vísað til umsagnar verkefnisstjóra og er nú lagt fram að nýju ásamt umsögn skipulagsfulltrúa, dags. 27. janúar 2016.

Neikvætt, með vísan til umsagnar skipulagsfulltrúa, dags. 27. janúar 2016

18.16 Hverfisgata 15, rekstrarleyfi í flokki II
Á fundi skipulagsfulltrúa 22. janúar 2016 var lagt fram erindi skrifstofu borgarstjórnar, dags. 21. janúar 2016, þar sem óskað er eftir umsögn umhverfis- og skipulagssviðs á umsókn Kaffitárs ehf. um rekstrarleyfi í flokki II fyrir veitingastaðinn Kaffitár að Hverfisgötu 15. Sótt er um veitingatíma áfengis til kl. 23:00 alla daga. Erindinu var vísað til umsagnar verkefnisstjóra og er nú lagt fram að nýju ásamt umsögn skipulagsfulltrúa, dags. 29.janúar 2016.

Jákvætt með vísan til umsagnar skipulagsfulltrúa, dags. 29. janúar 2016.

19.16 Hverfisgata 18, rekstrarleyfi í flokki III
Á fundi skipulagsfulltrúa 22. janúar 2016 var lagt fram erindi skrifstofu borgarstjórnar, dags. 18. janúar 2016, þar sem óskað er eftir umsögn umhverfis- og skipulagssviðs á umsókn Lindu Mjallar ehf., um endurnýjun á rekstrarleyfi í flokki III fyrir veitingastaðinn Bar 11 að Hverfisgötu 18. Sótt er um útiveitingar til kl. 22:00. Erindinu var vísað til umsagnar verkefnisstjóra og er nú lagt fram að nýju ásamt umsögn skipulagsfulltrúa, dags. 27. janúar 2016.

Ekki gerð athugasemd við erindið, sbr. þó skilyrði og leiðbeiningar sem fram koma í umsögn skipulagsfulltrúa, dags. 27. janúar 2016.

20.16 Laugavegur 20B, (fsp) starfssemi
Á fundi skipulagsfulltrúa 22. janúar 2016 var lögð fram fyrirspurn Stórvals ehf., mótt. 18. janúar 2016, um hvaða starfssemi sé heimiluð á jarðhæð hússins á lóð nr. 20B við Laugaveg. Einnig er lagt fram bréf Arnars Hannesar Gestssonar f.h. Stórvals ehf., dags. 14. janúar 2016. Fyrirspurninni var vísað til umsagnar verkefnisstjóra og er nú lögð fram að nýju ásamt umsögn skipulagsfulltrúa, dags. 29. janúar 2016.

Umsögn skipulagsfulltrúa, dags. 29. janúar 2016, samþykkt.

21.16 Lindargata 60, íbúðagisting (gististaður)
Lögð fram fyrirspurn Guðbjargar Þórarinsdóttur, mótt. 21. janúar 2016, varðandi rekstur íbúðagistingar í íbúð merkt 01-0302 á 2. hæð hússins á lóð nr. 60 við Lindargötu. Einnig er lögð fram greinargerð Guðbjargar Þórisdóttur, dags. 21. janúar 2016.

Vísað til umsagnar verkefnisstjóra.

22.16 Lindargata 62, (fsp) heimagisting (gististaður)
Lögð fram fyrirspurn Arnars Hannesar Gestssonar, mótt. 22. janúar 2016, varðandi rekstur heimagistingar (gististaðar) í húsinu á lóð nr. 62 við Lindargötu.

Vísað til umsagnar verkefnisstjóra.

23.16 Njálsgata 31, rekstrarleyfi
Á fundi skipulagsfulltrúa 22. janúar 2016 var lagt fram erindi skrifstofu borgarstjórnar, dags. 14. janúar 2016, þar sem óskað er eftir umsögn skipulagsfulltrúa á umsókn Dýrleyfar Ýrar Örlygsdóttur um breytingu á rekstarleyfi að Njálsgötu 31. Erindinu var vísað til umsagnar verkefnisstjóra og er nú lagt fram að nýju ásamt umsögn skipulagsfulltrúa, dags. 29. janúar 2016.

Neikvætt, með vísan til umsagnar skipulagsfulltrúa, dags. 29. janúar 2016.

24.16 Nönnugata 7, (fsp) íbúðagisting (gististaður) í flokki II
Á fundi skipulagsfulltrúa 22. janúar 2016 var lögð fram fyrirspurn Magnhús ehf., mótt. 12. janúar 2016, varðandi rekstur íbúðagistingar (gististaðar) í flokki II í húsinu á lóð nr. 7 við Nönnugötu. Fyrirspurninni var vísað til umsagnar verkefnisstjóra og er nú lögð fram að nýju.
Kynna formanni umhverfis- og skipulagsráðs.

25.16 Skólavörðustígur 2, (fsp) matvöruverslun
Lögð fram fyrirspurn Þorgeirs Þorgeirssonar, mótt. 28. janúar 2016, varðandi rekstur matvöruverslunar í miðrými hússins á lóð nr. 2 við Skólavörðustíg.

Vísað til umsagnar verkefnisstjóra.

26.16 Tunguvegur 19, Innrétta íbúðir
Lagt fram erindi frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa frá 26. janúar 2016 þar sem sótt er um leyfi til að innrétta í núverandi atvinnuhúsnæði þrjár nýjar íbúðir í húsi á lóð nr. 19 við Tunguveg.
Meðfylgjandi er bréf arkitekts dags. 19.1. 2016.
Gjald kr. 10.100

Vísað til umsagnar verkefnisstjóra.

27.16 Þorragata 10-20, (fsp) nr. 10 - viðbygging o.fl.
Lögð fram fyrirspurn Flugfélags Íslands ehf., mótt. 23. desember 2015, um að byggja við austurenda hússins nr. 10 á lóð nr. 10-20 við Þorragötu vegna nýs farangursbands, byggja nýtt anddyri í suðurenda og gera nýjan landgang úr vörugámum, samkvæmt tillögu Kurt og Pí ehf., dags. 29. október 2015.

Vísað til meðferðar hjá verkefnisstjóra.

28.16 Vatnsstígur 3, (fsp) starfssemi
Á fundi skipulagsfulltrúa 22. janúar 2016 var lögð fram fyrirspurn Önnu Ólafsdóttur, mótt. 18. janúar 2016, um hvaða starfssemi sé heimiluð í húsinu á lóð nr. 3 við Vatnsstíg samkvæmt gildandi deiliskipulagi. Einnig er lagt fram bréf Önnu Ólafsdóttur, dags. 14. janúar 2016. Fyrirspurninni var vísað til umsagnar verkefnisstjóra og er nú lögð fram að nýju ásamt umsögn skipulagsfulltrúa, dags. 29. janúar 2016.

Umsögn skipulagsfulltrúa, dags. 29. janúar 2016, samþykkt.

29.16 Vesturgata 12, (fsp) veitingastaður í flokki I
Á fundi skipulagsfulltrúa 22. janúar 2016 var lögð fram fyrirspurn Bio Borgara ehf., mótt. 18. janúar 2016, varðandi rekstur veitingastaðar í flokki I í húsinu á lóð nr. 12 við Vesturgötu. Fyrirspurninni var vísað til umsagnar verkefnisstjóra og er nú lögð fram að nýju ásamt umsögn skipulagsfulltrúa, dags. 29. janúar 2016.

Jákvætt með vísan til umsagnar skipulagsfulltrúa, dags. 29. janúar 2016.

30.16 Freyjubrunnur 16-20, breyting á deiliskipulagi
Lögð fram umsókn Kristins Ragnarssonar, mótt. 25. janúar 2016, varðandi breytingu á deiliskipulagi Úlfarsárdals, Hallar, Hamrahlíðarlönd og suðurhlíðar Úlfarsfells vegna lóðarinnar nr. 16-20 við Freyjubrunn. Í breytingunni felst að byggja tvo byggingarhluta á suðurhlið hússins út fyrir byggingarreit og breyta einni íbúð í tvær minni íbúðir þannig að í stað 13 íbúða verða 14 íbúðir, samkvæmt uppdr. Kristins Ragnarssonar, dags. 5. janúar 2016. Einnig er lagt fram bréf Kristinn Ragnarssonar, ódags.

Samþykkt að grenndarkynna tillögu fyrir hagsmunaaðilum að Freyjubrunni 2, 4, 6, 8, 10, 12, 14, 15, 17, 19, 21, 22-32, 23, 24, 25-27, 26, 28 og 29 og Sjafnarbrunni 2, 4, 6 og 8.

Áður en grenndarkynning fer fram þarf umsækjandi að greiða skv. 7.6 gr. gjaldskrá vegna kostnaðar við skipulagsvinnu og útgáfu framkvæmdaleyfis í Reykjavíkurborg nr. 1111/2014 vegna kostnaðar við skipulagsvinnu o.fl.


31.16 Grettisgata 54B, Flutningshús - áður Vegamótastígur 9
Lagt fram erindi frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa frá 26. janúar 2016 þar sem sótt er um leyfi til að flytja friðað einbýlishús frá 1904, sem nú stendur á lóð nr. 9 á Vegamótastíg, á steyptan sökkul, fjölga íbúðum í þrjár, breyta gluggum, byggja á það tvennar svalir og fjóra kvisti, á lóð nr. 54B við Grettisgötu.
Gjald kr. 10.100

Vísað til umsagnar verkefnisstjóra.

32.16 Haukdælabraut 124-126, Parhús
Á fundi skipulagsfulltrúa 22. janúar 2016 var lagt fram erindi frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa frá 19. janúar 2016 þar sem sótt er um leyfi til að byggja staðsteypt parhús einangrað að utan, útveggir klæddir með álklæðningu og þakplata steypt og einangruð með tvöfaldri einangrun á lóð nr. 124-126 við Haukdælabraut. Erindinu var vísað til umsagnar hjá verkefnisstjóra og er nú lagt fram að nýju. Útskrift úr gerðabók embættisafgreiðslufundar skipulagsfulltrúa frá 18. september 2015 fylgir erindinu ásamt umsögn skipulagsfulltrúa dags. 18. september 2015. Bréf frá hönnuði dags. 20. ágúst 2015 fylgir. Stærð hús nr. 124: A rými 242,2 ferm., B rými 38,7 ferm. 913,6 rúmm. Hús nr. 126: A rými 252,0 ferm., B-rými 22,3 ferm., 813,5 rúmm., B-rými í sameign: B- rými 10,8 ferm., 28,3 rúmm. Samtals A og B- rými er: 566,0 ferm., 1755,4 rúmm. Gjald kr. 9.823 + 10.100

Ekki eru gerðar skipulagslegar athugasemdir við erindið.

33.16 Hringbraut 85, Breyta hækkun og komið fyrir kvistum á rishæð
Á fundi skipulagsfulltrúa 22. janúar 2016 var lagt fram erindi frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa frá 19. janúar 2016 þar sem sótt er um leyfi til að breyta rishæð, hækka þak um meter, byggja kvisti á norður- og vesturhlið, stækka þaksvalir og innrétta rýmið 0201 í fjölbýlishúsi á lóð nr. 85 við Hringbraut. Erindinu var vísað til umsagnar verkefnisstjóra og er nú lagt fram að nýju ásamt umsögn skipulagsfulltrúa, dags. 29. janúar 2016.
Stækkun: XX ferm., XX rúmm. Gjald kr. 10.100

Neikvætt, með vísan til umsagnar skipulagsfulltrúa, dags.29. janúar 2016.

34.16 Sjafnarbrunnur 5-9, Raðhús
Lagt fram erindi frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa frá 26. janúar 2016 þar sem sótt er um leyfi til að byggja staðsteypt þriggja íbúða raðhús á tveimur hæðum með innbyggðum bílageymslum á neðri hæð á lóð nr. 5-9 Sjafnarbrunn.
Stærðir íbúða : Íbúð 0101, 219,9 ferm., 706,6 rúmm. 0102, 219,9 ferm., 706,6 rúmm. 0103, 219,9 ferm., 706,6 rúmm. Samtals 659,7 ferm., 2.119,7 rúmm. Gjald kr. 10.100

Vísað til umsagnar verkefnisstjóra.

35.16 Sjafnarbrunnur 11-19, Raðhús
Lagt fram erindi frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa frá 26. janúar 2016 þar sem sótt er um leyfi til að byggja staðsteypt fimm íbúða raðhús á tveimur hæðum með innbyggðum bílgeymslum á neðri hæðum á lóð nr. 11-19 við Sjafnarbrunn.
Stærðir íbúða: Íbúð 0101, 230,5 ferm., 739,3 rúmm., 0102, 230,5 ferm., 739,3 rúmm. 0103, 230,5 ferm., 739,3 rúmm. 0104, 230,5 ferm., 739,3 rúmm. 0105 229,9 ferm., 736,1 rúmm. Samtals: 1.151,9 ferm., 3.693,3 rúmm. Gjald kr. 10.100

Vísað til umsagnar verkefnisstjóra.

36.16 Austurbakki 2, Fjölbýlishús - verslunarhúsnæði
Lagt fram erindi frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa frá 26. janúar 2016 þar sem sótt er um leyfi til að byggja steinsteypt 6 hæða fjölbýlishús á tveggja hæða kjallara, einangrað og klætt að utan með flísum/málmklæðningu, sjö stigahús með 106 íbúðum og verslun og þjónustu á jarðhæð á reit 5B og verður matshluti 05 á lóð nr. 2 við Austurbakka.
Erindi fylgir bréf frá hönnuði dags. 21. janúar og skýrsla um hönnunarforsendur hljóðvistar dags. 21. janúar 2016. Stærð A-rými: 17.408,1 ferm., 62.902,2 rúmm. B-rými: 2.107,8 ferm., 7.110,5 rúmm.
C-rými: 64,8 ferm. Gjald kr. 10.100

Vísað til umsagnar verkefnisstjóra.

37.16 Austurbakki 2, Hótel
Lagt fram erindi frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa frá 26. janúar 2016 þar sem sótt er um leyfi til að byggja steinsteypt 6 hæða hótel, einangrað og klætt að utan með flísum/gluggakerfi, 253 herbergi fyrir 512 gesti, á tveggja hæða kjallara á reit 5A og verður matshluti 06 á lóð nr. 2 við Austurbakka.
Erindi fylgir bréf frá hönnuði dags. 21. janúar og skýrsla um hönnunarforsendur hljóðvistar dags. 21. janúar 2016. Stærð A-rýma: 18.447,6 ferm., 68.426,9 rúmm. B-rými: 490 ferm., 2.005,8 rúmm. Gjald kr. 10.100

Vísað til umsagnar verkefnisstjóra.



38.16 Austurhöfn, (fsp) lóðréttar tengingar fyrir almenning í bílastæðakjallara
Á fundi skipulagsfulltrúa 16. janúar 2016 var lögð fram fyrirspurn Teiknistofunnar arkitektar ehf., mótt. 26. nóvember 2015, varðandi lóðréttar tengingar fyrir almenning í bílastæðakjallara Austurhafnar í og við Reykjastræti og Reykjatorg. Einnig er lagt fram bréf teiknistofunnar Arkitektar ehf. ódags. og afstöðumynd, ódags. Fyrirspurninni var vísað til umsagnar verkefnisstjóra og er nú lögð fram að nýju ásamt umsögn skipulagsfulltrúa, dags. 29. janúar 2016.

Umsögn skipulagsfulltrúa, dags. 29. janúar 2016, samþykkt.

39.16 Bykoreitur, reitur 1.138, (fsp) breyting á deiliskipulagi
Á fundi skipulagsfulltrúa 22. september 2016 var lögð fram fyrirspurn Páls Hjalta Hjaltasonar, mótt. 18. janúar 2016, um að skilgreina fjölda íbúða á reit 1.138, Bykoreit, eins og í Aðalskipulagi Reykjavíkur 2010-2030 og skilgreina landnotkun í samræmi við stefnu aðalskipulags Reykjavíkur 2010-2030 um aðalgötur. Fyrirspurninni var vísað til umsagnar verkefnisstjóra og er nú lögð fram að nýju.
Kynna formanni umhverfis- og skipulagsráðs.

40.16 Grensásvegur 12, (fsp) ofanábygging
Lögð fram fyrirspurn Margrétar Leifsdóttur og A arkitekta f.h. eigenda, mótt. 27. janúar 2016, um að byggja ofan á húsið á lóð nr. 12 við Grensásveg. Einnig er lögð fram lýsing, dags. 26. janúar 2016, á útfærslu fyrirhugaðra breytinga á Grensásvegi 12.

Kynna formanni umhverfis- og skipulagsráðs.

41.16 Háteigsvegur 1 og 3, breyting á deiliskipulagi
Lögð fram umsókn Bakkastaða eignarhalsfélags ehf. dags. 21. nóvember 2014 varðandi breytingu á deiliskipulagi reits 1.244.2, Egilsborgarreits, vegna lóðanna nr. 1 og 3 við Háteigsveg. Breytingin felur í sér tilfærslu á byggingarlínum og auknu byggingarmagni. Kvöð um holræsi og graftarrétt á norðurmörkum lóðanna fellur út, samkvæmt deiliskipulags- og skýringaruppdr. Teiknistofunnar Traðar ehf. dags. 1. júní 2015, breytt 15. janúar 2016. Einnig er lagt fram bréf skipulagsfulltrúa til umsækjanda dags. 3. mars 2015 og umsögn Minjastofnunar Íslands dags. 14. apríl 2015.

Vísað til umhverfis- og skipulagsráðs.

42.16 Langholtsvegur 31, breyting á deiliskipulagi
Lögð fram umsókn Valdimars Kristinssonar, mótt. 22. janúar 2016, varðandi breytingu á deiliskipulagi reita 1.3 og 1.4, Sundin, vegna lóðarinnar nr. 31 við Langholtsveg. Í breytingunni felst að rífa núverandi hús og byggja nýtt. Einnig eru lagðir fram uppdr. Mannvirkjahönnunar, dags. 21. janúar 2016.
Vísað til umsagnar verkefnisstjóra.

43.16 Mjölnisholt 4, Ofanábygging - geymsluskúr
Lagt fram erindi frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa frá 26. janúar 2016 þar sem sótt er um leyfi til að byggja hæð og ris með kvisti á vestur og austur hlið, koma fyrir svölum á öllum hæðum og fjölga íbúðum úr tveimur í þrjár í húsinu á lóð nr. 4 við Mjölnisholt.
Varmatapsútreikningar dags. 8. jan. 2016 fylgir. Borga þarf af einu bílastæðum. Stækkun húss: mhl. 01 er 134,7 ferm., XX rúmm.
Mhl. 02: 15,1 ferm., XX rúmm. Gjald kr. 10.100

Vísað til umsagnar verkefnisstjóra.

44.16 Vættaborgir 26-28, 26 - Sökkulrými
Lagt fram erindi frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa frá 26. janúar 2016 þar sem sótt er um leyfi til að taka í notkun óútgrafið rými í kjallara og innrétta snyrtingu og eldunaraðstöðu, koma fyrir hurð út á lóð á norðurhlið og glugga á austurhlið parhúss nr. 26 á lóð nr. 26-28 við Vættaborgir.
Samþykki meðlóðarhafa dags. 6. jan. 2016 og 10.jan. 2016 fylgir. Stækkun: 43,5 ferm., 161,6 rúmm. Gjald kr. 9.823

Vísað til umsagnar verkefnisstjóra.

45.16 Fiskislóð 1, (fsp) breyting á byggingarmagni/nýtingarhlutfalli
Lögð fram fyrirspurn Arkís arkitekta ehf., mótt. 21. janúar 2016, um að breyta byggingarmagni/nýtingarhlutfalli lóðarinnar nr. 1 við Fiskislóð sem felst í að setja inn millipall í hluta byggingarinnar, samkvæmt uppdr. Arkís arkitekta ehf., dags. 20. janúar 2016. Einnig er lögð fram greinargerð Birgis Teitssonar arkitekts, dags. 21. janúar 2016. Einnig er lögð fram umsögn skipulagsfulltrúa, dags. 29. janúar 2016.

Neikvætt, með vísan til umsagnar skipulagsfulltrúa, dags.29. janúar 2016.

46.16 Grettisgata 41, Breytingar - BN049327
Lagt fram erindi frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa frá 26. janúar 2016 þar sem sótt er um leyfi til að byggja staðsteypta viðbyggingu við einbýlishús á lóð nr. 41 við Grettisgötu.
Stækkun: 149 ferm., 377,4 rúmm. Gjald kr. 9.823

Vísað til umsagnar verkefnisstjóra.

47.16 Grjótagata 14B, flutningshús
Lögð fram umsókn skrifstofu eigna og atvinnuþróunar, mótt. 2. desember 2015, varðandi hugsanlegan flutning og endurbyggingu húss sem áður stóð við Laugaveg 36 (bakhús) á lóð við Grjótagötu 14B. Einnig er lagt fram bréf, dags. 1. desember 2015. Einnig er lögð fram umsögn Minjastofnunar Íslands, dags. 15. desember 2015 og umsögn Borgarsögusafns Reykjavíkur, dags. 6. janúar 2016 ásamt greinargerð Borgarsögusafns Reykjavíkur, dags. 18. desember 2015 varðandi fornleifar á lóð nr. 14B við Grjótagötu.

Kynna formanni umhverfis- og skipulagsráðs.

48.16 Reitur 1.132.0, Norðurstígsreitur, krafa um breytingu á deiliskipulagi
Lagt fram bréf Lex lögmannsstofu, dags. 26. janúar 2016, þar sem gerð er krafa um breytingu á deiliskipulagi Norðurstígsreits sem felst í að kvöð um umferð á lóð nr. 5 við Norðurstíg (fyrir lóð nr. 8 við Tryggvagötu) verði felld úr deiliskipulagi.

Vísað til umsagnar verkefnisstjóra.

49.16 Skólavörðustígur 18, (fsp) stækkun húss
Á fundi skipulagsfulltrúa 22. janúar 2016 var lögð fram fyrirspurn Sigurðar Hallgrímssonar, mótt. 8. janúar 2016, um að stækka kjallara og 1. hæð hússins á lóð nr. 18 við Skólavörðustíg til suðurs jafnt við efri hæðir hússins. Fyrirspurninni var vísað til umsagnar verkefnisstjóra og er nú lögð fram að nýju ásamt umsögn skipulagsfulltrúa, dags. 29. janúar 2016.

Jákvætt er tekið í erindið, sbr. þó skilyrði og leiðbeiningar sem fram koma í umsögn skipulagsfulltrúa, dags. 29. janúar 2016.

50.16 Skólavörðustígur 45, (fsp) stækkun
Á fundi skipulagsfulltrúa 16. janúar 2016 var lögð fram fyrirspurn Lenu Helgadóttur, mótt. 4. janúar 2015, varðandi stækkun Hótels Leifs Eiríkssonar á lóð nr. 45 við Skólavörðustíg, samkvæmt tillögu Teiknistofunnar Óðinstorgi ehf., dags. desember 2015. Einnig er lagt fram umboð Sigurbjargar Sigurbjörnsdóttur eiganda Hótels Leifs Eiríkssonar, dags. 28. desember 2015. Fyrirspurninni var vísað til umsagnar verkefnisstjóra og er nú lögð fram að nýju ásamt umsögn skipulagsfulltrúa, dags. 29. janúar 2016.

Neikvætt, með vísan til umsagnar skipulagsfulltrúa, dags. 29. janúar 2016

51.16 Vesturgata 24, breyting á deiliskipulagi Norðurstígsreits
Að lokinni auglýsingu er lögð fram að nýju umsókn Þorgeirs Jónssonar, dags. 20. júlí 2015, varðandi breytingu á deiliskipulagi Norðurstígsreits vegna lóðarinnar nr. 24 við Vesturgötu. Í breytingunni felst uppbygging á lóð, samkvæmt uppdrætti Þorgeirs Jónssonar arkitekts, dags. 12. október 2015. Einnig er lagt fram umboð Þórðar Magnússonar f.h. Eignarhaldsfélagsins Norma ehf., mótt. 23. júlí 2015. Tillagan var auglýst frá 9. nóvember til og með 21. desember 2015. Eftirtaldir aðilar sendu athugasemdir: Gunnlaugur Torfi Stefánsson, dags. 14. desember 2015, Lára Garðarsdóttir, dags. 14. desember 2015, Jakob Baltzersen, dags. 14. desember 2015, Halla Dögg Önnudóttir og Jón Þór Bergþórsson ásamt viðhengjum, dags. 14. desember 2015, Þórunn Þórarinsdóttir, dags. 20. desember 2015, Guðbjörg Þorvarðardóttir, dags. 20. desember, Hafrún Kristjánsdóttir, dags. 21. desember 2015, Haukur I. Jónsson og Hafdís Þorleifsdóttir, dags. 21. desember 2015, stjórn húsfélags Vesturgötu 22, dags. 21. desember 2015, Sveinn Sigurður Kjartansson og Stella Sæmundsdóttir dags. 21. desember 2015, Charlotta Ragnheiður Magnúsdóttir, dags. 21. desember 2015, Rakel Garðarsdóttir, dags. 21. desember 2015 og Lára Hanna Einarsdóttir ásamt viðhengjum og undirskriftum 61 aðila, dags. 21. desember 215. Erindinu var vísað til umsagnar verkefnisstjóra á fundi skipulagsfulltrúa 8. janúar 2016 og er nú lagt fram að nýju.

Kynna formanni umhverfis- og skipulagsráðs.

Vakin er athygli umsækjanda um að erindið fellur undir gjaldskrá vegna kostnaðar við skipulagsvinnu og útgáfu framkvæmdaleyfis í Reykjavíkurborg nr. 1111/2014 vegna kostnaðar við skipulagsvinnu o.fl.


52.16 Laugavegur 32B og 34B, breyting á deiliskipulagi
Á fundi skipulagsfulltrúa 15. janúar 2016 var lögð fram umsókn Sigurðar Hallgrímssonar, mótt. 30. desember 2015, varðandi breytingu á deiliskipulagi reits 1.172.2 vegna lóðanna nr. 32B og 34B við Laugaveg. Í breytingunni felst að byggja tengibyggingu úr gleri ofan á hluta þaks byggingarinnar, á lóð nr. 32B við Laugaveg, við lóðarmörk í suðaustur, að rífa og endurbyggja eins hæðar skúrbyggingu við lóðarmörk lóðarinnar nr. 34B við Laugaveg til suðurs. Einnig verði leyft að rífa þrjár hæðir af núverandi turnbyggingu við lóðarmörk til suðvesturs. Þess í stað verði leyft að byggja ofan á endurbyggða fyrstu hæð tveggja hæða tengibyggingu sem tengir saman Laugaveg 34A og Laugaveg 34B, samkvæmt uppdr. Arkþings ehf., dags. 17. desember 2015. Einnig er lögð fram umsögn Minjastofnunar Íslands, dags. 21. janúar 2016 og umsögn Borgarsögusafns Reykjavíkur, dags. 29. janúar 2016. Erindinu var vísað til meðferðar hjá verkefnisstjóra og er nú lagt fram að nýju.

Vísað til umhverfis- og skipulagsráðs.