Akurholt í Úlfarsfellslandi, Gufunes, útivistarsvæði, Kjalarnes, Brautarholt 5, Kjalarnes, Esjumelar 9 og 11, Kjalarvogur 12, Lambhagavegur 6, Grandagarður 20, Grundarstígur 10, Laugavegur 85, Unnarstígur 2A, Austurbakki 2, Búðagerði 9, Búðagerði 10-12, Grensásvegur 12, Holtsgata 5, Langholtsvegur 31, Veghúsastígur 9 og 9A, Bergstaðastræti 86, Garðastræti 37, Hafnarstræti 17, Hafnarstræti 19, Ingólfsstræti 6, Laugavegur 86-94, Nýlendugata 14, Gamla höfnin - Vesturbugt, Lofnarbrunnur 18-20, Óðinsgata 14A og 14B, Urðarbrunnur 23-31, 50-56, 84-92, 102-104, 106-108, 110-112 og 114-116, Þórsgata 20B, Ármúli 3, Hrísateigur 14, Köllunarklettur, Þ47, Lautarvegur 4, Silungakvísl 21, Vogasel 3, Efstasund 42, Stangarholt 3-11, Stuðlasel 7, Vatnagarðar 28, Neshagi 12,

Embættisafgreiðslufundur skipulagsstjóra Reykjavíkur samkvæmt viðauka 2.4 við samþykkt um stjórn Reykjavíkurborgar.

564. fundur 2015

Ár 2015, föstudaginn 27. nóvember kl. 09:45 var haldinn 564. embættisafgreiðslufundur skipulagsstjóra Reykjavíkur. Fundurinn var haldinn að Borgartúni 12-14, 2 hæð. (Stardal).Viðstaddir voru:
Þetta gerðist:


1.15 Akurholt í Úlfarsfellslandi, deiliskipulag
Að lokinni auglýsingu er lögð fram að nýju umsókn Hönnu Bjarkar Kristinsdóttur, mótt. 25. ágúst 2015, um deiliskipulag fyrir Akurholt í Úlfarsfellslandi. Í tillögunni felst að skilmáli landnotkunar heimili rekstur gistiskála í flokki II, veitingasölu og hestaleigu, samkvæmt uppdr. Böðvars Páls Jónssonar arkitekts, dags. 10. ágúst 2015. Tillagan var auglýst frá 14. október til og með 25. nóvember 2015. Engar athugasemdir bárust.

Samþykkt með vísan til heimilda um embættisafgreiðslur skipulagsfulltrúa í viðauka við samþykkt um stjórn Reykjavíkurborgar



2.15 Gufunes, útivistarsvæði, bréf ÍTR
Á fundi skipulagsfulltrúa 20. nóvember 2015 var lagt fram bréf íþrótta- og tómstundasviðs, dags. 13. nóvember 2015, vegna samþykktar íþrótta- og tómstundaráðs s.d. um að óska eftir því við umhverfis- og skipulagssvið að tekið verði mið af frisbígolfvelli á Gufunesi í þeirri skipulagsvinnu sem er í gangi varðandi útivistarsvæðið á Gufunesi. Einnig er lagt fram bréf Íslenska frisbígolfsambandsins, ódags. Erindinu var vísað til meðferðar hjá verkefnisstjóra og er nú lagt fram að nýju ásamt umsögn skipulagsfulltrúa dags. 26. nóvember 2015.

Umsögn skipulagsfulltrúa dags. 26. nóvember 2015 samþykkt.

3.15 Kjalarnes, Brautarholt 5, alifuglabú
Á fundi skipulagsfulltrúa 6. nóvember 2015 var lagt fram bréf Heilbrigðiseftirlits Reykjavíkur, dags. 3. nóvember 2015, þar sem óskað er eftir umsögn skipulagsfulltrúa á fyrirhugaðri staðsetningu á alifuglabúi að Brautarholti 5 á Kjalarnesi. Erindinu var vísað til meðferðar hjá verkefnisstjóra og er nú lagt fram að nýju ásamt umsögn skipulagsfulltrúa dags. 27. nóvember 2015.

Jákvætt með vísan til umsagnar skipulagsfulltrúa dags. 27. nóvember 2015.

4.15 Kjalarnes, Esjumelar 9 og 11, (fsp) stækkun lóða o.fl.
Á fundi skipulagsfulltrúa 20. nóvember 2015 var lögð fram fyrirspurn Jakobs Emils Líndal, mótt. 10. nóvember 2015, varðandi stækkun lóðanna nr. 9 og 11 við Esjumela á Kjalarnesi og rýmka byggingarreiti á lóðum, samkvæmt skissu, ódags. Fyrirspurninni var vísað til meðferðar hjá verkefnisstjóra og er nú lögð fram að nýju ásamt umsögn skipulagsfulltrúa dags. 26. nóvember 2015.

Umsögn skipulagsfulltrúa dags. 26. nóvember 2015 samþykkt.

5.15 Kjalarvogur 12, breyting á deiliskipulagi
Að lokinni auglýsingu er lagt fram að nýju bréf Faxaflóahafna s.f. dags. 13. apríl 2015 ásamt tillögu THG Arkitekta ehf. dags. 10. apríl 2015 að breytingu á deiliskipulagi fyrir lóðina nr. 12 við Kjalarvog. Einnig er lögð fram afstöðumynd og snið dags. 27. ágúst 2015. Tillagan var auglýst frá 14. október til og með 25. nóvember 2015. Engar athugasemdir bárust.

Samþykkt með vísan til heimilda um embættisafgreiðslur skipulagsfulltrúa í viðauka við samþykkt um stjórn Reykjavíkurborgar.



6.15 Lambhagavegur 6, (fsp) skemma á lóð
Lögð fram fyrirspurn Þorvaldar Guðjónssonar, mótt. 29. október 2015, um að staðsetja færanlega skemmu á lóð nr. 6 við Lambhagaveg sem nýtt yrði sem lager/sýningarhús fyrir þau tæki sem verið er að selja. Einnig er lögð fram skissa á aðaluppdrætti og umboð Þrastar Lýðssonar, dags. 29. október 2015.

Vísað til umsagnar verkefnisstjóra.

7.15 Grandagarður 20, (fsp) breyting á starfsemi
Lögð fram fyrirspurn Ask arkitekta ehf., mótt. 18. nóvember 2015, varðandi breytingu á starfsemi hússins á lóð nr. 20 við Grandagarð í veitingastað á jarðhæð með sýningarsölum og vinnustofum á efri hæðum, samkvæmt tillögu Kurt og Pí ehf. ódags. Einnig er lagt fram bréf Kurt og Pí ehf., dags. 18. nóvember 2015.

Vísað til umsagnar verkefnisstjóra.

8.15 Grundarstígur 10, Veitingastaður - fl.2
Lagt fram erindi frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa frá 24. nóvember 2015 þar sem sótt er um leyfi fyrir veitingastað í flokki II fyrir 45 gesti í sætum og rekstur salar fyrir menningartengda starfsemi, tónleika, fyrirlestra, fundahöld o.fl. fyrir 80 - 100 manns í Hannesarholti á lóð nr. 10 við Grundarstíg.
Gjald kr. 9.823

Frestað.

9.15 Laugavegur 85, Veitingastaður - fl.2
Lagt fram erindi frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa frá 24. nóvember 2015 þar sem sótt er um leyfi til að innrétta veitingastað í flokki II fyrir 30 gesti í rými 0101 í húsi á lóð nr. 85 við Laugaveg.
Gjald kr. 9.823

Vísað til umsagnar verkefnisstjóra.

10.15 Unnarstígur 2A, (fsp) endurbyggja anddyri
Lögð fram fyrirspurn Helga Konráðs Thoroddsen, mótt. 23. nóvember 2015, um að endurbyggja anddyri hússins á lóð nr. 2A við Unnarstíg og nýta skot sem snýr að húsinu nr. 2 við Unnarstíg. Einnig er lögð fram afstöðumynd Kanon arkitekta ehf., dags. 6. nóvember 2015.

Vísað til meðferðar hjá verkefnisstjóra.

11.15 Austurbakki 2, breyting á deiliskipulagi
Að lokinni auglýsingu er lögð fram að nýju umsókn Sigurðar Einarssonar mótt. 2. september 2015 varðandi breytingu á deiliskipulagi Austurhafnar vegna lóðarinnar nr. 2 við Austurbakka. Í breytingunni felst að heimiluð er 7. hæð á reit 5 að hámarki 600 m2 fyrir opna veitingaþjónustu og verður efsta hæðin inndregin frá byggingarlínu um 5 metra. Einnig skulu handrið lúta sömu skipulagskröfum og skjólvirki hvað varðar hámarkshæð og gegnsæi, samkvæmt uppdr. Batterísins arkitekta ehf. dags. 13. ágúst 2015. Einnig er lagt fram bréf Faxaflóahafna, dags. 13. nóvember 2015 ásamt minnisblaði aðstoðarhafnarstjóra, dags. 4. nóvember 2015 og skýrslu verkfræðistofunnar Eflu um hávaðadreifingu frá hafnarstarfsemi í Gömlu höfninni, dags. í september 2015. Tillagan var auglýst frá 14. október til 25. nóvember 2015. Engar athugasemdir bárust. Jafnframt er lagt fram bréf hverfisráðs miðbæjar, dags. 20. nóvember 2015, þar sem ekki eru gerðar athugasemdir við erindið.

Samþykkt með vísan til heimilda um embættisafgreiðslur skipulagsfulltrúa í viðauka við samþykkt um stjórn Reykjavíkurborgar

12.15 Búðagerði 9, Gera tvær íbúðir úr einni, svalir, kvistir
Lagt fram erindi frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa frá 24. nóvember 2015 þar sem sótt er um leyfi til að breyta íbúð 0201 í tvær íbúðir, 0201 og 0301, fjarlægja þrjá kvisti á suðurhlið hlið, byggja einn stærri kvist með einhalla þaki og svölum og koma fyrir svölum á suðurhlið annari hæðar í húsinu á lóð nr. 9 við Búðagerði.
Stækkun : XX ferm., XX rúmm. Gjald kr. 9.823

Vísað til umsagnar verkefnisstjóra.

13.15 Búðagerði 10-12, (fsp) - 10 - Breyta í íbúð
Á fundi skipulagsfulltrúa 20. nóvember 2015 var lagt fram erindi frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa frá 17. nóvember 2015 þar sem spurt er hvort leyft sé að breyta atvinnuhúsnæði 01-0103 í íbúðarhúsnæði á lóðinni nr. 10 við Búðagerði. Erindinu var vísað til umsagnar verkefnisstjóra og er nú lögð fram að nýju ásamt umsögn skipulagsfulltrúa, dags. 27. nóvember 2015.
Neikvætt, með vísan til umsagnar skipulagsfulltrúa dags. 27. nóvember 2015.

14.15 Grensásvegur 12, Ofanábygging - mhl.01 - breyting inni mhl.02
Lagt fram erindi frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa frá 24. nóvember 2015 þar sem sótt er um leyfi til að byggja inndregna hæð ofan á mhl. 01 og innrétta í honum 24 íbúðir í húsi á lóð nr. 12 við Grensásveg.
Lagt fram bréf hönnuðar dags. 28. október 2015.Meðfylgjandi eru skýringar sem sendar voru í tölvupósti 24. júlí 2015 og Einnig umsagnir skipulagsfulltrúa dags. 15. ágúst 2014 og 22. janúar 2015, útskrift úr gerðabók embættisafgreiðslufundar skipulagsfulltrúa frá 4. september ásamt umsögn skipulagsfulltrúa dags. 1. september 2015. Stækkun mhl. 01: 558,3 ferm., 1.863,4 rúmm. Gjald kr. 9.823

Bréfi hönnuðar dags. 28. október 2015 vísað til umsagnar verkefnisstjóra og skrifsstofu sviðsstjóra.

15.15 Holtsgata 5, (fsp) niðurrif og uppbygging
Lögð fram fyrirspurn Önnu Maríu Halldórsdóttur, mótt. 17. nóvember 2015, um að rífa húsið á lóð nr. 5 við Holtsgötu og byggja nýtt innan byggingarreits að hámarki þrjár hæðir, kjallara og ris í samræmi við gildandi deiliskipulag. Húsið væri samliggjandi húsinu á lóð nr. 3 við Holtsgötu.

Vísað til meðferðar hjá verkefnisstjóra.

16.15 1">Langholtsvegur 31, (fsp) fjölgun íbúða og fækkun bílastæða
Á fundi skipulagsfulltrúa 20. nóvember 2015 var lögð fram fyrirspurn Valdimars Kristinssonar dags. 13. nóvember 2015 varðandi fjölgun íbúða í húsinu á lóð nr. 31 við Langholtsveg og fækkun bílastæða. Fyrirspurninni var vísað til umsagnar verkefnisstjóra og er nú lögð fram að nýju ásamt umsögn skipulagsfulltrúa, dags. 27. nóvember 2015.

Neikvætt, með vísan til umsagnar skipulagsfulltrúa dags. 27. nóvember 2015.

17.15 Veghúsastígur 9 og 9A, breyting á deiliskipulagi
Á fundi skipulagsfulltrúa 20. nóvember 2015 var lögð fram umsókn Ark Studio ehf., mótt. 16. nóvember 2015 varðandi breytingu á deiliskipulagi Skúlagötusvæðis vegna lóðanna nr. 9 og 9A við Veghúsastíg. Í breytingunni felst breytt notkun íbúðarhúsnæðis á vestari hluta lóðar í íbúðar- og/eða atvinnuhúsnæði, heimild til reksturs gistiheimilis í flokki I, II eða III, rífa núverandi tengibyggingu á baklóð og byggja nýja tengibyggingu með kjallara milli húsanna, stækkun á byggingareit, hækkun á nýtingarhlutfalli o.fl., samkvæmt uppdr. Ark Studio ehf. dags. 16. nóvember 2015. Einnig er lagt fram umboð RR hótels ehf., dags. 16. nóvember 2015. Erindinu var vísað til meðferðar hjá verkefnisstjóra og er nú lagt fram að nýju.

Kynna formanni umhverfis- og skipulagsráðs.

18.15 Bergstaðastræti 86, Byggja við bílgeymslu o.fl.
Lagt fram erindi frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa frá 24. nóvember 2015 þar sem sótt er um leyfi til að byggja við bílskúr, síkka kjallaraglugga og grafa frá kjallara einbýlishúss á lóð nr. 86 við Bergstaðastræti.
Útskrift úr gerðabók embættisafgreiðslufundar skipulagsfulltrúa frá 31. júlí 2015 fylgir erindinu, ásamt umsögn skipulagsfulltrúa dags. 22. júlí 2015 og umsögn burðarvirkishönnuðar dags. 21. október 2015. Einnig bréf hönnuðar þar sem grenndarkynningar er óskað dags. 19. nóvember 2015. Stækkun: 7,4 ferm., 17,3 rúmm. Gjald kr. 9.823

Vísað til umsagnar verkefnisstjóra.

19.15 Garðastræti 37, (fsp) breyting á þakhæð o.fl.
Lögð fram fyrirspurn Kurt og Pí ehf. , mótt. 11. nóvember 2015, varðandi breytingu á þakhæð hússins á lóð nr. 37 við Garðastræti ásamt byggingu garðskála með kjallara, samkvæmt tillögu Kurt og Pí ehf., dags. 2. júní 2015. Einnig er lagt fram bréf Kurt og Pí ehf., dags. 11. nóvember 2015.

Vísað til umsagnar verkefnisstjóra.

20.15 Hafnarstræti 17, Breyting - BN048060
Á fundi skipulagsfulltrúa 20. nóvember 2015 var lagt fram erindi frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa frá 17. nóvember 2015 þar sem sótt er um leyfi til að breyta erindi BN048060 þannig að breytt er innra skipulagi á öllum hæðum, verslunarrými er breytt í veitingaaðstöðu, komið er fyrir auka lyftu, svalir að flóttastiga eru minnkaður og stærð húss endurreiknuð á lóð nr. 17 við Hafnarstræti. Erindinu var vísað til umsagnar verkefnisstjóra og er nú lagt fram að nýju ásamt umsögn skipulagsfulltrúa, dags. 27. nóvember 2015..
Skýrsla brunahönnuðar dags. 10. nóvember 2015 fylgir erindi. Stækkun frá áður samþykktu erindi: 12,8 ferm., 349,4 rúmm. Stærð húss: 2.127,6 ferm., 7.097,1 rúmm. Gjald kr. 9.823

Ekki gerð athugasemd við erindið, sbr. þó skilyrði og leiðbeiningar sem fram koma í umsögn skipulagsfulltrúa dags. 27. nóvember 2015.

21.15 Hafnarstræti 19, Breyting - BN048059
Á fundi skipulagsfulltrúa 20. nóvember 2015 var lagt fram erindi frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa frá 17. nóvember 2015 þar sem sótt er um leyfi til að breyta erindi BN048059 þannig að breytt er innra skipulagi á öllum hæðum, stigagangur er færður þannig að hlutar af gluggum að Tryggvagötu breytast og stærð húss er endurreiknuð á lóð nr. 19 við Hafnarstræti. Erindinu var vísað til umsagnar verkefnisstjóra og er nú lagt fram að nýju ásamt umsögn skipulagsfulltrúa, dags. 27. nóvember 2015.
Skýrsla brunahönnuðar dags. 10. nóvember 2015 fylgir erindi. Stækkun: 86,4 ferm., 40,9 rúmm. Stærð nýs hús: 1.959,2 ferm., 6.802,4 rúmm. Gjald kr. 9.823

Ekki gerð athugasemd við erindið, sbr. þó skilyrði og leiðbeiningar sem fram koma í umsögn skipulagsfulltrúa dags. 27. nóvember 2015.

22.15 Ingólfsstræti 6, (fsp) deiliskipulag
Lögð fram fyrirspurn Hannesar Þórissonar dags. 17. nóvember 2015 um hvort byggja megi hæð ofan á húsið á lóð nr. 6 við Ingólfsstræti eða byggja út í portið.
Vísað til umsagnar verkefnisstjóra.

23.15 Laugavegur 86-94, (fsp) svalir
Lögð fram fyrirspurn Önnu Ólafsdóttur, mótt. 13. nóvember 2015, um að svalir vestanmeginn fjórðu hæðar hússins á lóð nr. 86-94 við Laugaveg verði færðar úr sameign í séreign íbúðar nr. 401.
Vísað til umsagnar verkefnisstjóra.

24.15 Nýlendugata 14, (fsp) breyting á deiliskipulagi
Lögð fram fyrirspurn Freys Frostasonar ark., mótt. 17. nóvember 2015 um að hækka og breyta þaki hússins á lóð nr. 14 við Nýlendugötu í mænisþak, stækka þriðju hæð hússins, gera ráð fyrir lyftu og lyftuhúsi, setja svalir á norður- og suðurhlið efri hæða hússins ásamt rekstri gististaðar á efri hæðum hússins, samkvæmt tillögu THG arkitekta ehf., dags. nóvember 2015. Einnig er lagt fram bréf THG. arkitekta ehf., dags. 17. nóvember 2015.

Vísað til umsagnar verkefnisstjóra.

25.15 Gamla höfnin - Vesturbugt, breyting á deiliskipulagi
Að lokinni auglýsingu er lögð fram að nýju tillaga að breytingu á deiliskipulagi Vesturbugtar, Gömlu hafnarinnar. Í breytingunni felst fjölgun íbúða samkvæmt uppdr. Alark arkitekta ehf., dags. 8. júlí 2013 síðast breyttur 25. september 2015. Einnig er lagt fram erindisbréf Borgarstjóra vegna skipunar stýrihóps um verkefnið. Tillagan var auglýst frá 14. október til og með 25. nóvember 2015. Eftirtaldir aðilar sendu athugasemdir: Ólafur Helgi Samúelsson f.h. íbúa að Bakkastíg 3, dags. 23. nóvember 2015, Markús Guðmundsson f.h. Húsfélagsins Mýrargötu 26 , dags. 24. nóvember 2015, Erna Matthíasdóttir og Víðir Birgisson, dags. 24. nóvember 2015, Hjörtur Hjartar, dags. 25. nóvember 2015, Guðmundur Björnsson og Anna Sigurðardóttir, dags. 25. nóvember 2015, Sigríður Hanna Jóhannesdóttir, dags. 25. nóvember 2015, Brigitte Leonie Lúthersson-Patt og Pétur B. Lúthersson, dags. 25. nóvember 2015, Eyþór Ólafsson og Anna Ragnarsdóttir, dags. 25. nóvember 2015, Íbúasamtök Vesturbæjar, dags. 25. nóvember 2015, Hilmar Skarphéðinsson, dags. 25. nóvember 2015 og Steingerður Ólafsdóttir og Ásgeir Brynjar Torfason, dags. 25. nóvember 2015.
Vísað til umsagnar verkefnisstjóra.

26.15 Lofnarbrunnur 18-20, (fsp) svalir
Á fundi skipulagsfulltrúa 18. september 2015 var lögð fram fyrirspurn Elmars Freys Kristjánssonar og Viggó Júlíusarsonar, mótt. 13. ágúst 2015, um að setja svalir á húsið á lóð nr. 18-20 við Lofnarbrunn. Fyrirspurnin er framsend af afgreiðslufundi byggingarfulltrúa 25. ágúst 2015. Fyrirspurnin er nú lögð fram að nýju ásamt bréfi til fyrirspyrjanda dags. 16. október 2015 og bréfi Elmars Freys Kristjánssonar, dags. 16. nóvember 2015 ásamt skissu. Einnig lögð fram umsögn skipulagsfulltrúa dags. 24. nóvember 2015.

Ekki gerð athugasemd við erindið, sbr. þó skilyrði og leiðbeiningar sem fram koma í umsögn skipulagsfulltrúa dags. 24. nóvember 2015.

27.15 Óðinsgata 14A og 14B, (fsp) sameinging og hækkun bygginga
Lögð fram fyrirspurn Hannesar Þórissonar, mótt. 17. nóvember 2015, varðandi byggingu einnar byggingar eða samtengdra bygginga á lóðunum nr. 14A og 14B við Óðinsgötu ásamt hækkun bygginganna á lóðinni. Einnig er spurt hversu mikið byggingarmagn er hægt að áætla að verði mögulegt á lóðunum.

Vísað til meðferðar hjá verkefnisstjóra.

28.15 Urðarbrunnur 23-31, 50-56, 84-92, 102-104, 106-108, 110-112 og 114-116, (fsp) fjölgun íbúða
Á fundi skipulagsfulltrúa 13. nóvember 2015 var lögð fram fyrirspurn SMG ehf., mótt. 4. október 2015, varðandi fjölgun íbúða á lóðunum nr. 23-31, 50-56, 84-92, 102-104, 106-108, 110-112 og 114-116 við Urðarbrunn. Einnig er lagt fram bréf Gísla Gunnarssonar f.h. SMG ehf., dags. 1. nóvember 2015 og greinargerð Ónyx ehf., dags. 29. október 2015. Fyrirspurninni var vísað til meðferðar hjá verkefnisstjóra og er nú lögð fram að nýju ásamt umsögn skipulagsfulltrúa dags. 27. nóvember 2015.

Neikvætt, með vísan til umsagnar skipulagsfulltrúa dags. 27. nóvember 2015.

29.15 Þórsgata 20B, breyting á deiliskipulagi
Lögð fram umsókn Einars V. Tryggvasonar, mótt. 4. nóvember 2015, varðandi breytingu á deiliskipulagi reits 1.186.3 vegna lóðarinnar nr. 20B við Þórsgötu. Í breytingunni felst stækkun hússins. Einnig er lagt fram bréf Einars V. Tryggvasonar, dags. 1. október 2015. Jafnframt er lögð fram umsögn skipulagsfulltrúa dags. 6. nóvember 2015. Einnig lögð fram ný umsögn skipulagsfulltrúa dags. 26. nóvember 2015.

Bókun frá 6. nóvember 2015 dregin til baka.
Ekki eru gerðar athugasemdir við erindið með vísan til umsagnar skipulagsfulltrúa dags. 26. nóvember 2015.. Samræmist deiliskipulagi.


30.15 Ármúli 3, (fsp) hækkun húss og breyting á útliti
Lögð fram fyrirspurn Zeppelin ehf., mótt. 20. nóvember 2015, varðandi hækkun hússins á lóð nr. 3 við Ármúla um eina hæð ásamt breytingu á útliti hússins, samkvæmt tillögu ódags. Einnig er lagt fram bréf Zeppelin arkitekta ehf., dags. 18. nóvember 2015, og umboð Arnars Hallssonar framkvæmdastjóra framkvæmdasviðs Eikar, dags. 20. nóvember 2015

Vísað til umsagnar verkefnisstjóra.

31.15 Hrísateigur 14, breyting á deiliskipulagi
Lögð fram umsókn Norðurey ehf., mótt. 23. nóvember 2015, varðandi breytingu á deiliskipulagi lóðarinnar nr. 14 við Hrísateig. Í breytingunni felst að þak skal vera lágreist risþak (mænisþak) í stað valmaþaks, samkvæmt uppdr. Hildar Bjarnadóttur ark. og Helgu Lund ark., dags. 18. nóvember 2015 .

Samþykkt að grenndarkynna framlagða tillögu fyrir hagsmunaaðilum að Hrísateig 12 og Sundlaugarvegi 8 og 10.
Grenndarkynnt verður þegar umsækjandi hefur greitt fyrir grenndarkynningu sbr. 7.6. gr. og 12. gr., sjá Gjaldskrá vegna kostnaðar við skipulagsvinnu og útgáfu framkvæmdaleyfis í Reykjavíkurborg nr. 1111/2015.




32.15 Köllunarklettur, Þ47, bréf Faxaflóahafna
Lagt fram bréf Faxaflóahafna sf., dags. 13. nóvember 2015, þar sem óskað er eftir við umhverfis- og skipulagsráð að unnin verði forsögn að deiliskipulagi fyrir lóðir við Köllunarklettsveg og Héðinsgötu, Köllunarklettur Þ47. Einnig er lögð fram samantekt á núverandi stöðu og skipulagslegum upplýsingum um svæðið.

Vísað til meðferðar hjá verkefnisstjóra.

33.15 Lautarvegur 4, Fjölbýlishús
Á fundi skipulagsfulltrúa 20. nóvember 2015 var lagt fram erindi frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa frá 17. nóvember 2015 þar sem sótt er um leyfi til að byggja steinsteypt fjölbýlishús með þremur íbúðum og tvöfaldri bílgeymslu á lóð nr. 4 við Lautarveg. Erindinu var vísað til umsagnar verkefnisstjóra og er nú lagt fram að nýju ásamt umsögn skipulagsfulltrúa, dags. 23. nóvember 2015..
Stærð A-rými: 573,8 ferm., 1.823,7 rúmm. B-rými: 38,8 ferm. C-rými: xx ferm. Gjald kr. 9.823

Ekki eru gerðar athugasemdir við erindið með vísan til umsagnar skipulagsfulltrúa dags. 23. nóvember 2015. Samræmist deiliskipulagi.

34.15 Silungakvísl 21, Reyndarteikningar
Á fundi skipulagsfulltrúa 13. nóvember 2015 var lagt fram erindi frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa frá 10. nóvember 2015 þar sem sótt er um samþykki á reyndarteikningum sem sýna sólpall og tröppur fyrir íbúð 0101 og svalir og hringstiga af þeim fyrir íbúð 0201 á tvíbýlishúsi á lóð nr. 21 við Silungakvísl. Erindinu var vísað til umsagnar verkefnisstjóra og er nú lagt fram að nýju ásamt umsögn skipulagsfulltrúa, dags. 27. nóvember 2015..
Meðfylgjandi er samþykki eigenda.
Gjald kr. 9.823

Umsögn skipulagsfulltrúa dags. 27. nóvember 2015 samþykkt.

35.15 Vogasel 3, (fsp) - Breikka kant við innkeyrslu
Á fundi skipulagsfulltrúa 13. nóvember 2015 var lagt fram erindi frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa frá 10. nóvember 2015 þar sem spurt er hvort breyta megi gangstétt og breikka þar með innkeyrslu inn á bílastæði við hús á lóð nr. 3 við Vogasel. Erindinu var vísað til umsagnar verkefnisstjóra og er nú lagt fram að nýju ásamt umsögn skipulagsfulltrúa dags. 27. nóvember 2015.
Meðfylgjandi er bréf umsækjanda dags. 26. ágúst 2015, umsögn skrifstofu framkvæmda og viðhalds dags. 21. október 2015 og samgöngudeildar dags. 4. nóvember 2015.

Neikvætt, með vísan til umsagnar skipulagsfulltrúa dags. 27. nóvember 2015.

36.15 Efstasund 42, Bílgeymsla
Lagt fram erindi frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa frá 24. nóvember 2015 þar sem sótt er um leyfi til að byggja bílskúr með geymslu sem verður staðsteyptur á lóð nr. 42 við Efstasund.
Umsögn skipulagsfulltrúa frá 16. okt. 2015 fylgir. Stærð: 39,3 ferm. 125,4 rúmm. Gjald kr. 9.823

Vísað til umsagnar verkefnisstjóra.

37.15 Stangarholt 3-11, deiliskipulag
Að lokinni auglýsingu er lögð fram að nýju tillaga umhverfis- og skipulagssviðs að deiliskipulagi lóðarinnar nr. 3-11 við Stangarholt. Í skipulagstillögunni felst skipting lóðar, gera byggingarreit fyrir færanlega skólastofu vestan megin leikskólans o.fl., samkvæmt uppdr. umhverfis- og skipulagssviðs dags. 15. júlí 2015. Einnig er lagt fram samþykki meðlóðarhafa að Stangarholti 3-11, mótt. 18. maí og 9. og 17. júlí 2015. Tillagan var auglýst frá 30. september til og með 25. nóvember 2015. Eftirtaldir aðilar sendu athugasemdir: Ragnhildur S. Birgisdóttir, dags. 11. nóvember 2015 og beiðni Hverfisráðs Hlíða um frest til að skila inn umsögn. Erindinu var vísað til umsagnar verkefnisstjóra af fundi skipulagsfulltrúa 13. nóvember 2015 og er nú lagt fram að nýju.
Vísað til umsagnar verkefnisstjóra.

38.15 Stuðlasel 7, breyting á deiliskipulagi
Á fundi skipulagsfulltrúa 20. nóvember 2015 var lögð fram umsókn Benjamíns Magnúsdóttur, mótt. 29. október 2015, varðandi breytingu á deiliskipulagi Seljahverfis, Selhryggs, vegna lóðarinnar nr. 7 við Stuðlasel. Í breytingunni felst að heimilt verði að byggja einnar hæðar viðbyggingu við húsið og innrétta aukaíbúð, samkvæmt uppdr. Benjamíns Magnússonar arkitekts, dags. 23. október 2015. Einnig er lagt fram bréf Benjamíns Magnússonar, dags. 29. október 2015. Erindinu var vísað til meðferðar hjá verkefnisstjóra og er nú lagt fram að nýju.

Samþykkt að grenndarkynna framlagða tillögu fyrir hagsmunaaðilum að Suðlaseli 1,3,5,9,11 og 13.

Grenndarkynnt verður þegar umsækjandi hefur greitt fyrir grenndarkynningu sbr. 7.6. gr. og 12. gr., sjá Gjaldskrá vegna kostnaðar við skipulagsvinnu og útgáfu framkvæmdaleyfis í Reykjavíkurborg nr. 1111/2015.


39.15 Vatnagarðar 28, breyting á deiliskipulagi
Að lokinni grenndarkynningu er lögð fram að nýju umsókn Arkís arkitekta f.h. Xco ehf., dags. 23. september 2015 um breytingu á deiliskipulagi Vatnagarða 4-28 vegna lóðar nr. 28 skv. uppdrætti Arkís, dags. 14. september 2015. Sótt er um að koma fyrir nýjum byggingareit á lóðinni og auka byggingamagn. Tillagan var grenndarkynnt frá 28. október til og með 25. nóvember 2015. Engar athugasemdir bárust.

Samþykkt með vísan til heimilda um embættisafgreiðslur skipulagsfulltrúa í viðauka við samþykkt um stjórn Reykjavíkurborgar

40.15 Neshagi 12, (fsp) skipta íbúð í tvær íbúðir
Á fundi skipulagsfulltrúa 6. nóvember 2015 var lögð fram fyrirspurn Sindra Gunnarssonar, mótt. 20. október 2015, um að skipta íbúð í húsinu á lóð nr. 12 við Neshaga í tvær íbúðir. Fyrirspurninni var vísað til meðferðar hjá verkefnisstjóra og er nú lögð fram að nýju. Einnig lögð fram umsögn skipulagsfulltrúa dags. 26. nóvember 2015.

Neikvætt, með vísan til umsagnar skipulagsfulltrúa dags. 26. nóvember 2015.