Fiskislóð 53-69, Reykjavíkurflugvöllur, flugvallargeiri 4, Tjarnargata 12, Öldugata 2, Borgartún 28, Grensásvegur 16A og Síðumúli 37-39, Iðunnarbrunnur 13, Sjafnarbrunnur 2, Skólavörðustígur 21A, Skólavörðustígur 31, Urðarbrunnur 23-31, 50-56, 84-92, 102-104, 106-108, 110-112 og 114-116, Dalhús 1-11, Dalhús 1, Grundarstígsreitur, Grundarstígur 10, Búðagerði 10-12, Norðlingabraut 8, Veghúsastígur 9 og 9A, Langholtsvegur 31, Ólafsgeisli 67, Alþingisreitur, Bergstaðastræti 10B/C, Bjargarstígur 6, Flókagata 61, Hafnarstræti 17, Hafnarstræti 19, Laugavegur 59, Reitur 1.174.0, Landsbankareitur, Garðastræti 13A, Gunnarsbraut 40, Köllunarklettur, Þ47, Lautarvegur 4, Nönnubrunnur 2-8, Gufunes, skemmtigarður, Gufunes, útivistarsvæði, Hyrjarhöfði 3, Kjalarnes, Esjumelar 9 og 11, Kjalarnes, Sætún, Kjalarnes, Þverárkot, Víðidalur, Fákur, Þríhnúkagígur og nágrenni, Nýr landspítali við Hringbraut, Engjateigur 7, Grensásvegur 1, Norðurbrún 2, Sogavegur 3, Stangarholt 3-11, Stuðlasel 7, Suðurlandsbraut 18, Suðurlandsbraut 68-70,

Embættisafgreiðslufundur skipulagsstjóra Reykjavíkur samkvæmt viðauka 2.4 við samþykkt um stjórn Reykjavíkurborgar.

563. fundur 2015

Ár 2015, föstudaginn 20. nóvember kl. 09:15, hélt skipulagsfulltrúi Reykjavíkur 563. embættisafgreiðslufund sinn til afgreiðslu mála án staðfestingar skipulagsráðs. Fundurinn var haldinn á skrifstofu skipulagsfulltrúa Borgartúni 12 - 14, 2. hæð, Stardalur. Fundinn sátu: Björn Axelsson, Ágústa Sveinbjörnsdóttir og Marta Grettisdóttir Eftirtaldir embættismenn kynntu mál á fundinum: Halldóra Hrólfsdóttir, Borghildur S. Sturludóttir, Margrét Þormar, Jón Kjartan Ágústsson, Guðlaug Erna Jónsdóttir, Björn Ingi Edvardsson og Lilja Grétarsdóttir. Ritari var Erna Hrönn Geirsdóttir
Þetta gerðist:


1.15 Fiskislóð 53-69, (fsp) - 57-59 - Kaffibrennsla - skóli - kaffihús
Á fundi skipulagsfulltrúa 23. október 2015 var lagt fram erindi frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa frá 20. október 2015 þar sem spurt er hvort leyft yrði að innrétta kaffibrennslu, kaffiskóla og kaffihús fyrir 40-60 gesti í rými 0101 í mhl. 02 í iðnaðarhúsi á lóð nr. 57-59 við Fiskislóð. Erindinu var vísað til umsagnar verkefnisstjóra og er nú lagt fram að nýju ásamt umsögn skipulagfulltrúa dags. 19. nóvember 2015.

Jákvætt með vísan til umsagnar skipulagsfulltrúa dags. 19. nóvember 2015.

2.15 Reykjavíkurflugvöllur, flugvallargeiri 4, (fsp) stækkun á flughlaði
Lögð fram fyrirspurn Bjarna Snæbjörnssonar, mótt. 16. nóvember 2015, varðandi stækkun á flughlaði til notkunar við uppkeyrslu á flugvélum, samkvæmt uppdr. Bjarna Snæbjörnssonar, dags. 10. nóvember 2015.

Kynna formanni umhverfis- og skipulagsráðs.

3.15 >Tjarnargata 12, breyting á fjölda gesta í Tjarnarbíói
Lagt fram erindi skrifstofu borgarstjórnar, dags. 18. nóvember 2015, þar sem óskað er eftir umsögn umhverfis- og skipulagssviðs á umsókn Tjarnarbíós ehf. að Tjarnargötu 12 um breytingu á fjölda gesta þ.e. út 200 manns í 300 manns. Kaffihús Tjarnarbíós er í flokki II með veitingatíma áfengis til kl 23:00 öll kvöld.

Erindi er framsent byggingarfulltrúa til afgreiðslu.

4.15 Öldugata 2, Skipta upp í fjórar íbúðir, svalir o.fl.
Lagt fram erindi frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa frá 17. nóvember 2015 þar sem sótt er um leyfi til breytinga innanhúss, innrétta fjórar íbúðir, eina á hverri hæð, og til að bæta við þrennum svölum og breyta bílgeymslu í geymslur fyrir íbúðir í húsi á lóð nr. 2 við Öldugötu.
Gjald kr. 9.823

Vísað til umsagnar verkefnisstjóra.

5.15 Borgartún 28, 28a - íbúðar- og verslunarrými
Á fundi skipulagsfulltrúa 6. nóvember 2015 var lagt fram erindi frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa frá 3. nóvember 2015 þar sem sótt er um leyfi til að byggja steinsteypt fjölbýlishús, einangrað að utan og klætt zinki, timburklæðningu og virocplötum, 6 hæðir og inndregin 7. hæð með 21 íbúð, skrifstofuhúsnæði á 1. hæð og bílgeymslu í kjallara fyrir 23 bíla á lóð nr. 28 við Borgartún. Erindinu var vísað til umsagnar verkefnisstjóra og er nú lagt fram að nýju ásamt umsögn skipulagsfulltrúa, dags. 16. nóvember 2015.
Stærð A-rými: 3.581,4 ferm., 10.798,2 rúmm. B-rými: 192,5 ferm., xx rúmm. C-rými: 202 ferm. Gjald kr. 9.823

Umsögn skipulagsfulltrúa, dags. 16. nóvember 2015, samþykkt.

6.15 Grensásvegur 16A og Síðumúli 37-39, deiliskipulag
Lögð fram umsókn Jakobs Emils Líndal, mótt. 15. október 2015, ásamt tillögu að deiliskipulagi lóðarinnar nr. 16A við Grensásveg og 37-39 við Síðumúla. Í tillögunni felst að byggja við og breyta nýtingu núverandi húsnæðis á lóðinni. Húsnæðið verður nýtt fyrir íbúðir, hótel, skrifstofu- og þjónustustarfssemi, samkvæmt uppdr. Alark arkitekta ehf. dags. 11. nóvember 2015. Einnig er lagt fram bréf Alark arkitekta ehf. dags. 15. október 2015 og 11. nóvember 2015.


Vísað til umhverfis- og skipulagsráðs.

Vakin er athygli á að erindið fellur undir Gjaldskrá vegna kostnaðar við skipulagsvinnu og útgáfu framkvæmdaleyfis í Reykjavíkurborg nr. 1111/2014 vegna kostnaðar við skipulagsvinnu o.fl.
Umsækjanda er bent á að erindið fellur undir gr. 7.6.fyrrgreindrar reglugerðar og þarf að greiða áður en tillagan fer í auglýsingu.


7.15 Iðunnarbrunnur 13, (fsp) tvíbýlishús
Lögð fram fyrirspurn Gísla Gíslasonar og Arney Einarsdóttur, mótt. 19. október 2015, varðandi byggingu tvíbýlishúss á lóð nr. 13 við Iðunnarbrunn. Einnig er lögð fram umsögn skipulagsfulltrúa dags. 20. nóvember 2015.

Umsögn skipulagsfulltrúa, dags. 20. nóvember 2015, samþykkt .

9.15 Sjafnarbrunnur 2, breyting á deiliskipulagi
Lögð fram umsókn Kristins Ragnarssonar, mótt. 2. nóvember 2015, varðandi breytingu á deiliskipulagi Úlfarsárdals vegna lóðarinnar nr. 2 við Sjafnarbrunnu. Í breytingunni felst fjölgun íbúða úr 8 í 9, fækka bogadregnum hluta þakflatar og færa innkeyrslu í bílageymslu frá Sjafnarbrunni til Nönnubrunnar, samkvæmt uppdr. Kristins Ragnarssonar arkitekts ehf. dags. 2. nóvember 2015.

Vísað til meðferðar hjá verkefnisstjóra.

10.15 Skólavörðustígur 21A, Stækka veitingastað og gistiheimili
Lagt fram erindi frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa frá 17. nóvember 2015 þar sem sótt er um leyfi til að dýpka kjallara að hluta, innrétta veitingahús í flokki I fyrir 14 gesti og veitingastað í flokki II fyrir 42 gesti á 1. og 2. hæð og breyta skipulagi íbúða á 2. 3. og 4. hæð í íbúðar- og atvinnuhúsi á lóð nr. 21A við Skólavörðustíg.
Erindi fylgir umsögn skipulagsfulltrúa dags. 14. september 2015 og umsögn Minjastofnunar Íslands dags. 2. júní 2015. Gjald kr. 9.823

Vísað til umsagnar verkefnisstjóra.

11.15 Skólavörðustígur 31, (fsp) viðbygging
Á fundi skipulagsfulltrúa 6. nóvember 2015 var lögð fram fyrirspurn Sigurðar Hallgrímssonar, mótt. 18. október 2015, um að byggja við húsið á lóð nr. 31 við Skólavörðustíg, samkvæmt tillögu Arkþings ehf. dags. maí 2015. Fyrirspurninni var vísað til meðferðar hjá verkefnisstjóra og er nú lögð fram að nýju ásamt umsögn skipulagsfulltrúa, dags. 16.nóvember 2015.

Umsögn skipulagsfulltrúa, dags. 16. nóvember 2015, samþykkt.

12.15 Urðarbrunnur 23-31, 50-56, 84-92, 102-104, 106-108, 110-112 og 114-116, (fsp) fjölgun íbúða
Á fundi skipulagsfulltrúa 13. nóvember 2015 var lögð fram fyrirspurn SMG ehf., mótt. 4. október 2015, varðandi fjölgun íbúða á lóðunum nr. 23-31, 50-56, 84-92, 102-104, 106-108, 110-112 og 114-116 við Urðarbrunn. Einnig er lagt fram bréf Gísla Gunnarssonar f.h. SMG ehf., dags. 1. nóvember 2015 og greinargerð Ónyx ehf., dags. 29. október 2015. Fyrirspurninni var vísað til meðferðar hjá verkefnisstjóra og er nú lögð fram að nýju.

Kynna formanni umhverfis- og skipulagsráðs

13.15 Dalhús 1-11, Dalhús 1, tímabundið áfengisveitingaleyfi
Lagt fram erindi skrifstofu borgarstjórnar, dags. 16. nóvember 2015, þar sem óskað er eftir umsögn umhverfis- og skipulagssviðs á umsókn um tímabundið áfengisveitingaleyfi laugardaginn 23. janúar 2016 frá kl. 18:00 til 03:00, vegna Þorrablóts fyrir ungmennafélagið Fjölnir að Dalhúsum 1. Einnig er lögð fram umsögn skipulagsfulltrúa dags. 20. nóvember 2015.

Umsögn skipulagsfulltrúa, dags. 20. nóvember 2015, samþykkt.

16.15 Grundarstígsreitur, breyting á deiliskipulagi
Óskað er eftir að hafin verði vinna að breytingu á deiliskipulags reits 1.183.3, Grunndarstígsreits, sem afmarkast af Grundarstíg, Spítalastíg, Þingholtsstræti og Skálholtsstíg. Í breytingunni felst stefnumörkun um þróun byggðar á reitnum. breytingin kemur vegna úrskurðar úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála nr. 100/2011.


Vísað til meðferðar hjá verkefnisstjóra.

17.15 Grundarstígur 10, endurnýjun á rekstrarleyfi
Lagt fram erindi frá skrifstofu borgarstjórnar, dags. 18. nóvember 2015, þar sem óskað er eftir umsögn umhverfis- og skipulagssviðs á umsókn Hannesarholts að Grundarstíg 10 um endurnýjun á rekstrarleyfi í flokki II fyrir veitingastaðinn Hannesarholt.

Vísað til umsagnar verkefnisstjóra.

18.15 Búðagerði 10-12, (fsp) - 10 - Breyta í íbúð
Lagt fram erindi frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa frá 17. nóvember 2015 þar sem spurt er hvort leyft sé að breyta atvinnuhúsnæði 01-0103 í íbúðarhúsnæði á lóðinni nr. 10 við Búðagerði.

Vísað til umsagnar verkefnisstjóra.

21.15 Norðlingabraut 8, Skrifstofu- og verslunarhús
Á fundi skipulagsfulltrúa 13. nóvember 2015 var lagt fram erindi frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa frá 10. nóvember 2015 þar sem sótt er um leyfi til að byggja verslunar -, skrifstofu- og lagerhús á tveimur hæðum að hluta staðsteypt og að hluta úr stálgrindarvirki á lóð nr. 8 við Norðlingabraut. Erindinu var vísað til umsagnar verkefnisstjóra og er nú lagt fram að nýju áasamt umsögn skipulagsfulltrúa, dags. 20. nóvember 2015.
Orkurammi dags. 1. nóvember 2015 fylgir erindi. Stærð: 2.737,2 ferm., 15.757,8 rúmm. Gjald kr. 9.823

Neikvætt. Samræmist ekki deiliskipulagi, sbr. umsögn skipulagsfulltrúa dags. 20. nóvember 2015.

22.15 Veghúsastígur 9 og 9A, breyting á deiliskipulagi
Lögð fram umsókn Ark Studio ehf., mótt. 16. nóvember 2015 varðandi breytingu á deiliskipulagi Skúlagötusvæðis vegna lóðanna nr. 9 og 9A við Veghúsastíg. Í breytingunni felst breytt notkun íbúðarhúsnæðis á vestari hluta lóðar í íbúðar- og/eða atvinnuhúsnæði, heimild til reksturs gistiheimilis í flokki I, II eða III, rífa núverandi tengibyggingu á baklóð og byggja nýja tengibyggingu með kjallara milli húsanna, stækkun á byggingareit, hækkun á nýtingarhlutfalli o.fl, samkvæmt uppdr. Ark Studio ehf. dags. 16. nóvember 2015. Einnig er lagt fram umboð RR hótels ehf., dags. 16. nóvember 2015.

Vísað til meðferðar hjá verkefnisstjóra.

Vakin er athygli á að erindið fellur undir Gjaldskrá vegna kostnaðar við skipulagsvinnu og útgáfu framkvæmdaleyfis í Reykjavíkurborg nr. 1111/2014 vegna kostnaðar við skipulagsvinnu o.fl.


23.15 Langholtsvegur 31, (fsp) fjölgun íbúða og fækkun bílastæða
Lögð fram fyrirspurn Valdimars Kristinssonar dags. 13. nóvember 2015 varðandi fjölgun íbúða í húsinu á lóð nr. 31 við Langholtsveg og fækkun bílastæða.

Vísað til umsagnar verkefnisstjóra.

Vakin er athygli á að erindið getur fallið undir Gjaldskrá vegna kostnaðar við skipulagsvinnu og útgáfu framkvæmdaleyfis í Reykjavíkurborg nr. 1111/2014 vegna kostnaðar við skipulagsvinnu o.fl.


24.15 Ólafsgeisli 67, (fsp) breyting á deiliskipulagi
Á fundi skipulagsfulltrúa 6. nóvember 2015 var lögð fram fyrirspurn Vigfúsar Halldórssonar, mótt. 27. október 2015, um að setja glugga á vesturhlið að áður lagnarými en nú kjallara einbýlishússins á lóð nr. 67 við Ólafsgeisla. Einnig er lagt umboð Valdísar Arnardóttur og Þorláks Runólfssonar mótt. 27. október 2015. Fyrirspurninni var vísað til meðferðar hjá verkefnisstjóra og er nú lögð fram að nýju ásamt umsögn skipulagsfulltrúa dags. 18. nóvember 2015.

Neikvætt, með vísan til umsagnar skipulagsfulltrúa, dags. 18. nóvember 2015.

25.15 Alþingisreitur, (fsp) fækkun bílastæða og hækkun á tengibyggingu
Lögð fram fyrirspurn Sigurðar Einarssonar arkit. mótt. 11. nóvember 2015 varðandi breytingu á deiliskipulagi Alþingisreits sem felst í fækkun bílastæða á reitnum og hækkun á tengibyggingu milli lóðanna nr. 8B og 10 við Kirkjustræti, samkvæmt uppdr. Batterísins arkitekta dags. 27. október 2015. Einnig er lagt fram bréf Batterísins arkitekta ehf. dags. 10. nóvember 2015 og greinargerð, dags. 27. október 2015.

Vísað til umsagnar verkefnisstjóra.

Vakin er athygli á að erindið fellur undir Gjaldskrá vegna kostnaðar við skipulagsvinnu og útgáfu framkvæmdaleyfis í Reykjavíkurborg nr. 1111/2014 vegna kostnaðar við skipulagsvinnu o.fl.


26.15 Bergstaðastræti 10B/C, breyting á deiliskipulagi
Á fundi skipulagsfulltrúa 7. nóvember 2014 var lögð fram umsókn Magnúsar Jenssonar dags. 5. október 2014 varðandi breytingu á deiliskipulagi reits 1.180.2 vegna lóðarinnar nr. 10B/C við Bergstaðastræti. Í breytingunni felst að byggja millibyggingu og breyting á lóðarmörkum, samkvæmt uppdr. Magnúsar Jenssonar dags. 19. nóvember 2015. Erindinu var frestað og er nú lagt fram að nýju ásamt bréfi til umsækjanda dags. 16. október 2015 og samþykki meðlóðarhafa, mótt. 30. október og 13. nóvember 2015.

Samþykkt að grenndarkynna framlagða tillögu fyrir hagsmunaaðilum að Hallveigastíg 10, Bergstæðastræti 10 og 10A og 12.

Grenndarkynnt verður þegar umsækjandi hefur greitt fyrir grenndarkynningu sbr. 7.6. gr. og 12. gr., sjá Gjaldskrá vegna kostnaðar við skipulagsvinnu og útgáfu framkvæmdaleyfis í Reykjavíkurborg nr. 1111/2015.


27.15 Bjargarstígur 6, (fsp) hækkun á þaki o.fl.
Á fundi skipulagsfulltrúa 30. október 2015 var lögð fram fyrirspurn Skipulags-, arkitekta- og verkfræðistofunnar ehf. mótt. 12. október 2015, um að hækka þök húsanna á lóð nr. 6 við Bjargarstíg, stækka útbyggingu til suðurs og auka lofthæð og stækka glugga 1. hæðar hlaðna hússins á lóðinni, samkvæmt uppdr. Skipulags-, arkitekta- og verkfræðistofnunnar ehf., dags. 9. október 2015. Einnig er lögð fram umsögn Minjastofnunar, dags. 16. nóvember 2015. Fyrirspurninni var vísað til meðferðar hjá verkefnisstjóra og er nú lögð fram að nýju ásamt umsögn skipulagsfulltrúa dags. 20. nóvember 2015.

Umsögn skipulagsfulltrúa, dags. 20. nóvember 2015, samþykkt .

28.15 Flókagata 61, (fsp) bílskúr
Á fundi skipulagsfulltrúa 13. nóvember 2015 var lögð fram fyrirspurn Stefáns Á. Þorgeirssonar og Tristans E. Gribbin, mótt. 27. október 2015, varðandi byggingu bílskúrs á lóð nr. 61 við Flókagötu og nýta hann sem auka rými/heimilis skrifstofu. Fyrirspurninni var vísað til umsagnar verkefnisstjóra og er nú lögð fram að nýju ásamt umsögn skipulagsfulltrúa, dags. 20. nóvember 2015.

Umsögn skipulagsfulltrúa, dags. 20. nóvember 2015, samþykkt.

29.15 17">Hafnarstræti 17, Breyting á innra skipulagi - Br. á BN048060
Lagt fram erindi frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa frá 17. nóvember 2015 þar sem sótt er um leyfi til að breyta erindi BN048060 þannig að breytt er innra skipulagi á öllum hæðum, verslunarrými er breytt í veitingaaðstöðu, komi er fyrir auka lyftu, svalir að flóttastiga eru minnkaður og stærð húss endurreiknuð á lóð nr. 17 við Hafnarstræti.
Skýrsla brunahönnuðar dags. 10. nóvember 2015 fylgir erindi. Stækkun frá áður samþykktu erindi: 12,8 ferm., 349,4 rúmm. Stærð húss: 2.127,6 ferm., 7.097,1 rúmm. Gjald kr. 9.823

Vísað til umsagnar verkefnisstjóra.

30.15 Hafnarstræti 19, Breytingar á innra skipulagi - Br. á BN048059
Lagt fram erindi frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa frá 17. nóvember 2015 þar sem sótt er um leyfi til að breyta erindi BN048059 þannig að breytt er innra skipulagi á öllum hæðum, stigagangur er færður þannig að hlutar af gluggum að Tryggvagötu breytast og stærð húss er endurreiknuð á lóð nr. 19 við Hafnarstræti.
Skýrsla brunahönnuðar dags. 10. nóvember 2015 fylgir erindi. Stækkun: 86,4 ferm., 40,9 rúmm. Stærð nýs hús: 1.959,2 ferm., 6.802,4 rúmm. Gjald kr. 9.823

Vísað til umsagnar verkefnisstjóra.

31.15 Laugavegur 59, breyting á deiliskipulagi
Að lokinni auglýsingu er lögð fram að nýju umsókn Vesturgarðs ehf. dags. 29. júlí 2015 varðandi breytingu á deiliskipulagi reits 1.173.0 vegna lóðar nr. 59 við Laugaveg. Í breytingunni felst að byggja inndregna þakhæð ofan á núverandi hús og breyta 3. og 4. hæð hússins í íbúðir, samkvæmt uppdrætti Trípólí arkitekta dags. 29. júlí 2015. Tillagan var auglýst frá 14. september til og með 26. október 2015. Eftirtaldir aðilar sendu athugasemdir, Nordik Lögfræðiþjónusta, Hjörleifur Kvaran f.h. Hverfi ehf., dags. 26. október 2015. Einnig er lagt fram bréf Vesturgarðs ehf. dags. 2. nóvember 2015. Erindinu var vísað til umsagnar verkefnisstjóra á fundi skipulagsfulltrúa 30. október 2015 og er nú lagt fram að nýju.

Vísað til umhverfis- og skipulagsráðs.

32.15 Reitur 1.174.0, Landsbankareitur, breyting á deiliskipulagi
Að lokinni auglýsingu er lögð fram að nýju umsókn Halldórs Eiríkssonar í umboði eigenda, dags. 29. júní 2015, um breytingu á deiliskipulagi reits 1.174.0, sem afmarkast af Vitastíg, Hverfisgötu, Barónsstíg og Laugavegi., skv. uppdráttum Tark, dags. 6. júlí 2015, breyttir 24. ágúst 2015. Breytingin nær til allra lóða á reitnum og umtalsverðar breytingar verða gerðar á lóðarmörkum og nýtingarhlutföllum. Markmið hennar er að styrkja húsavernd og götumyndir eldri húsa á vesturhluta reitsins ásamt því að vernda götumynd Laugavegar í meira mæli en nú er. Samhliða því er uppbygging randbyggðs íbúðarhúsnæðis heimil á miðbiki og austari hluta reitsins umhverfis inngarða. Tillagan var auglýst frá 5. október til og með 16. nóvember 2015. Eftirtaldir aðilar sendu athugasemdir: Ath. Páll Eggerz, dags. 3. nóvember 2015 og Fortis lögmannsstofa f.h. Gullsmíðaverslunar Hjálmars Torfa ehf., dags. 13. nóvember 2015.

Vísað til umsagnar verkefnisstjóra.

34.15 Garðastræti 13A, (fsp) endurnýjun og hækkun á þaki
Á fundi skipulagsfulltrúa 6. nóvember 2015 var lögð fram fyrirspurn Juan Camilo Roman Estrada, mótt. 16. október 2015, um að endurnýja og hækka þak hússins á lóð nr. 13A við Garðastræti og setja nýjan glugga á suðurhlið., samkvæmt tillögu Shruthi Basappa arkitekts, dags. 15. október 2015. Fyrirspurninni var vísað til meðferðar hjá verkefnisstjóra og er nú lagt fram að nýju ásamt umsögn skipulagsfulltrúa dags. 13. nóvember 2015.

Umsögn skipulagsfulltrúa, dags. 13. nóvember 2015, samþykkt.

35.15 Gunnarsbraut 40, (fsp) - Breyta þaki
Á fundi skipulagsfulltrúa 14. ágúst 2015 var lagt fram erindi frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa frá 9. júní 2015 þar sem spurt er hvort leyft yrði að breyta og hækka þak eins og sýnt er á meðfylgjandi uppdráttum af fjölbýlishúsi á lóð nr. 40 við Gunnarsbraut. Erindinu var frestað og er nú lagt fram að nýju ásamt umsögn skipulagsfulltrúa dags. 13. nóvember 2015.

Neikvætt, með vísan til umsagnar skipulagsfulltrúa, dags. 13. nóvember 2015.

36.15 Köllunarklettur, Þ47, bréf Faxaflóahafna
Lagt fram bréf Faxaflóahafna sf., dags. 13. nóvember 2015, þar sem óskað er eftir við umhverfis- og skipulagsráð að unnin verði forsögn að deiliskipulagi fyrir lóðir við Köllunarklettsveg og Héðinsgötu. Einnig er lögð fram samantekt á núverandi stöðu og skipulagslegum upplýsingum um svæðið.

Kynna formanni umhverfis- og skipulagsráðs.

37.15 Lautarvegur 4, Fjölbýlishús
Lagt fram erindi frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa frá 17. nóvember 2015 þar sem sótt er um leyfi til að byggja steinsteypt fjölbýlishús með þremur íbúðum og tvöfaldri bílgeymslu á lóð nr. 4 við Lautarveg.
Stærð A-rými: 573,8 ferm., 1.823,7 rúmm. B-rými: 38,8 ferm. C-rými: xx ferm. Gjald kr. 9.823

Vísað til umsagnar verkefnisstjóra.

38.15 Nönnubrunnur 2-8, (fsp) fjölgun íbúða
Á fundi skipulagsfulltrúa 13. nóvember 2015 var lögð fram fyrirspurn SBH ehf., mótt. 5. nóvember 2015, varðandi fjölgun íbúða á lóð nr. 2-8 við Nönnubrunn úr 4 í 8. Fyrirspurninni var vísað til umsagnar verkefnisstjóra og er nú lagt fram að nýju ásamt umsögn skipulagsfulltrúa, dags. 20. nóvember 2015.

Umsögn skipulagsfulltrúa, dags. 20. nóvember 2015, samþykkt.

41.15 Gufunes, skemmtigarður, (fsp) aðgreining lóðar
Á fundi skipulagsfulltrúa 13. nóvember 2015 var lögð fram fyrirspurn Eyþórs Guðjónssonar, mótt. 2. nóvember 2015, um að aðgreina lóð umhverfis afgreiðslu- og veitingahús á bráðabirgðarbyggingarreit á lóð Skemmtigarðsins í Gufunesi. Einnig er lagt fram umboð Eyþórs Guðjónssonar f.h. Skemmtistaðsins, dags. 2. nóvember 2015. Erindinu var vísað til umsagnar verkefnisstjóra og er nú lagt fram að nýju ásamt umsögn skipulagsfulltrúa, dags. 20. nóvember 2015.

Ekki gerð athugasemd við erindið, sbr. þó skilyrði og leiðbeiningar sem fram koma í umsögn skipulagsfulltrúa dags. 20. nóvember 2015.


42.15 Gufunes, útivistarsvæði, bréf ÍTR
Lagt fram bréf íþrótta- og tómstundasviðs, dags. 13. nóvember 2015, vegna samþykktar íþrótta- og tómstundaráðs s.d. um að óska eftir því við umhverfis- og skipulagssvið að tekið verði mið af frisbígolfvelli á Gufunesi í þeirri skipulagsvinnu sem er í gangi varðandi útivistarsvæðið á Gufunesi. Einnig er lagt fram bréf Íslenska frisbígolfsambandsins, ódags.
Vísað til meðferðar hjá verkefnisstjóra.

44.15 Hyrjarhöfði 3, Skáplön/viðbyggingar - fjölgun eignarhl.
Á fundi skipulagsfulltrúa 6. nóvember 2015 var lagt fram erindi frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa frá 3. nóvember 2015 þar sem sótt er um leyfi til að byggja akstursbrautir upp á aðra hæð og til að fjölga eignum í iðnaðar- og geymsluhúsi á lóð nr. 3 við Hyrjarhöfða. Erindinu var vísað til umsagnar verkefnisstjóra og er nú lagt fram að nýju ásamt umsögn skipulagsfulltrúa, dags. 20. nóvember 2015.
Gjald kr. 9.823

Neikvætt. Samræmist ekki deiliskipulagi, sbr. umsögn skipulagsfulltrúa dags. 20. nóvember 2015.

46.15 Kjalarnes, Esjumelar 9 og 11, (fsp) stækkun lóða o.fl.
Lögð fram fyrirspurn Jakobs Emils Líndal, mótt. 10. nóvember 2015, varðandi stækkun lóðanna nr. 9 og 11 við Esjumela á Kjalarnesi og rýmka byggingarreiti á lóðum, samkvæmt skissu, ódags.
Vísað til meðferðar hjá verkefnisstjóra.

47.15 Kjalarnes, Sætún, breyting á deiliskipulagi
Lögð fram umsókn Kjalarness ehf., mótt 16. nóvember 2015, varðandi breytingu á deiliskipulagi jarðarinnar að Sætúni I, Kjalarnesi. Í breytingunni felst sameining tveggja lóða í eina og breyting á byggingareit, samkvæmt uppdrætti Einars Ingimarssonar ark., dags. 13. nóvember 2015.

Vísað til umhverfis- og skipulagsráðs.

Vakin er athygli á að erindið fellur undir Gjaldskrá vegna kostnaðar við skipulagsvinnu og útgáfu framkvæmdaleyfis í Reykjavíkurborg nr. 1111/2014 vegna kostnaðar við skipulagsvinnu o.fl.
Umsækjandi þarf að greiða samkvæmt gr. 7.6 fyrrgreindar reglugerðar, áður en tillaga fer í auglýsingu.


48.15 Kjalarnes, Þverárkot, bærinn verði skráður sem lögbýli
Á fundi skipulagsfulltrúa 13. nóvember 2015 var lögð fram ósk Sveins Sigurjónssonar um umsögn, mótt. 3. nóvember 2015, um að bærinn Þverárkot verði skráður sem lögbýli að nýju. Einnig er lagt fram bréf Guðmundar Sigurðssonar framkvæmdarstjóra Búnaðarsamtaka Vesturlands, dags. 14. september 2015 og bréf Sveins Sigurjónssonar dags. 31. ágúst 2015. Erindinu var vísað til umsagnar verkefnisstjóra og er nú lagt fram að nýju ásamt umsögn skipulagsfulltrúa.
Vísað til umhverfis-og skipulagsráðs

50.15 Víðidalur, Fákur, (fsp) reið- og hesthús
Á fundi skipulagsfulltrúa 13. nóvember 2015 var lögð fram fyrirspurn Hestamannafélagsins Fáks, mótt. 27. október 2015, varðandi byggingu reiðhúss að Faxabóli í Víðidal og reið- og hesthúss að A-tröð í Víðidal. Fyrirspurninni var vísað til meðferðar hjá verkefnisstjóra og er nú lögð fram að nýju ásamt umsögn skipulagsfulltrúa dags. 20. nóvember 2015.

Jákvætt með vísan til umsagnar skipulagsfulltrúa dags. 20. nóvember 2015.


51.15 Þríhnúkagígur og nágrenni, verkefnalýsing deiliskipulags
Á fundi skipulagsfulltrúa 23. október 2015 var lagt fram bréf skipulagsstjóra Kópavogsbæjar, dags. 15. október 2015, þar sem óskað er eftir umsögn Reykjavíkurborgar á tillögu að verkefnalýsingu deiliskipulags Þríhnúkagígs og nágrennis í Kópavogi, dags. september 2015. Óskað er eftir að umsögn liggi fyrir eigi síðar en 23. nóvember 2015. Erindinu var vísað til umsagnar verkefnisstjóra og er nú lagt fram að nýju ásamt umsögn skipulagsfulltrúa, dags. 20. nóvember 2015.

Umsögn skipulagsfulltrúa, dags. 20. nóvember 2015, samþykkt.

52.15 Nýr landspítali við Hringbraut, breyting á deiliskipulagi
Lögð fram umsókn Þórðar Steingrímssonar, mótt. 9. nóvember 2015, varðandi breytingu á deiliskipulagi nýs Landspítala við Hringbraut. Í breytingunni felst að reisa hús fyrir jáeindarskanna á Landspítalalóð, samkvæmt uppdr. Kanon arkitekta ehf., dags. 5. nóvember 2015, síðast breytt 19. nóvember 2015. Einnig er lagt fram bréf Geislavarna ríkisins, dags. 6. nóvember 2015.

Vísað til umhverfis- og skipulagsráðs.

Vakin er athygli á að erindið fellur undir Gjaldskrá vegna kostnaðar við skipulagsvinnu og útgáfu framkvæmdaleyfis í Reykjavíkurborg nr. 1111/2014 vegna kostnaðar við skipulagsvinnu o.fl.
Erindið fellur undir 7. gr. tölulið 7.6 og 7.7, sbr. 12. gr. reglugerðarinnar.


53.15 Engjateigur 7, breyting á deiliskipulagi
Lögð fram umsókn Arkís arkitekta ehf., mótt. 11. nóvember 2015, varðandi breytingu á deiliskipulagi Sigtúnsreits vegna lóðarinnar nr. 7 við Engjateig. Í breytingunni felst að innkeyrsla á lóðina er færð, afmarkaður er nýr einnar hæðar byggingarreitur fyrir hliðhús á lóðinni, bílastæðum á lóðinni er fækkað úr 57 í 12 og komið er fyrir tæknirýmum og geymslum í bílakjallara. Jafnframt er sett inn heimild fyrir allt að 4,5 m hárri öryggisgirðingu á lóðinni, samkvæmt uppdr. Arkís arkitekta ehf., dags. 30. október 2015. Einnig er lagt fram bréf Arkís Arkitekta ehf., dags. 11. nóvember 2015.

Vísað til meðferðar hjá verkefnisstjóra.

Vakin er athygli á að erindið fellur undir Gjaldskrá vegna kostnaðar við skipulagsvinnu og útgáfu framkvæmdaleyfis í Reykjavíkurborg nr. 1111/2014 vegna kostnaðar við skipulagsvinnu o.fl.
Umsækjandi þarf að greiða samkvæmt gr. 7.6 fyrrgreindar reglugerðar, áður en tillaga fer í auglýsingu.


54.15 Grensásvegur 1, (fsp) breyting á deiliskipulagi
Lögð fram fyrirspurn Sigurðar Einarssonar, mótt. 6. nóvember 2015, um að byggja hótelhúsnæði á lóðinni nr. 1 við Grensásveg, fækka heildarfjölda bílastæða í samræmi við breytta notkun byggingarinnar, tengibygging sem áður var tvær hæðir verður ein hæð og byggingarreitur fyrstu hæðar stækkar lítillega til suðurs, samkvæmt uppdr. Batterísins arkitekta ehf. dags. 3. nóvember 2015. Einnig er lagt fram bréf Batterísins arkitekta ehf., ódags.
Kynna formanni umhverfis- og skipulagsráðs.

56.15 Norðurbrún 2, (fsp) ofanábygging
Á fundi skipulagsfulltrúa 13. nóvember 2015 var lögð fram fyrirspurn Kjartans Hafsteins Rafnssonar, mótt. 5. nóvember 2015, um að byggja tvær hæðir ofan á núverandi byggingu þar sem efsta hæðin verður að hluta til inndreginn frá norðaustri. Í byggingunni verða litlar íbúðir og atvinnuhúsnæði á fyrstu hæð og íbúðir á 2. og 3. hæð, samkvæmt uppdr. K.J. hönnunar ehf. dags. 26. október 2015. Einnig er lagt fram skuggavarp K.J. hönnunar ehf., dags. 3. nóvember 2015 og umboð Þóroddar Stefánssonar, dags. 5. nóvember 2015. Fyrirspurninni var vísað til umsagnar verkefnisstjóra og er nú lögð fram að nýju ásamt umsögn skipulagsfulltrúa, dags. 19. nóvember 2015.

Umsögn skipulagsfulltrúa, dags. 19. nóvember 2015samþykkt.

58.15 Sogavegur 3, Byggja yfir port
Á fundi skipulagsfulltrúa 13. nóvember 2015 var lagt fram erindi frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa frá 10. nóvember 2015 þar sem sótt er um leyfi til að stækka hús með því að byggja yfir port á lóð nr. 3 við Sogaveg. Erindinu var vísað til umsagnar verkefnisstjóra og er nú lagt fram að nýju ásamt umsögn skipulagsfulltrúa, dags. 20. nóvember 2015.
Stækkun: XX ferm. , XX rúmm. Gjald kr. 9.823

Neikvætt, með vísan til umsagnar skipulagsfulltrúa, dags. 20. nóvember 2015.

59.15 Stangarholt 3-11, deiliskipulag
Að lokinni auglýsingu er lögð fram að nýju tillaga umhverfis- og skipulagssviðs að deiliskipulagi lóðarinnar nr. 3-11 við Stangarholt. Í skipulagstillögunni felst skipting lóðar, gera byggingarreit fyrir færanlega skólastofu vestan megin leikskólans o.fl., samkvæmt uppdr. umhverfis- og skipulagssviðs dags. 15. júlí 2015. Einnig er lagt fram samþykki meðlóðarhafa að Stangarholti 3-11, mótt. 18. maí og 9. og 17. júlí 2015. Tillagan var auglýst frá 30. september til og með 11. nóvember 2015. Eftirtaldir aðilar sendu athugasemdir: Ragnhildur S. Birgisdóttir, dags. 11. nóvember 2015. Erindinu var vísað til umsagnar verkefnisstjóra af fundi skipulagsfulltrúa 13. nóvember 2015 og er nú lagt fram að nýju ásamt beiðni Hverfisráðs Hlíða um frest til að skila inn umsögn.

Samþykkt er að framlengja athugasemdarfrest til og með 25. nóvember 2015.

60.15 Stuðlasel 7, breyting á deiliskipulagi
Lögð fram umsókn Benjamíns Magnúsdóttur, mótt. 29. október 2015, varðandi breytingu á deiliskipulagi Seljahverfis, Selhryggs, vegna lóðarinnar nr. 7 við Stuðlasel. Í breytingunni felst að heimilt verði að byggja einnar hæðar viðbyggingu við húsið og innrétta aukaíbúð, samkvæmt uppdr. Benjamíns Magnússonar arkitekts, dags. 23. október 2015. Einnig er lagt fram bréf Benjamíns Magnússonar, dags. 29. október 2015.

Vísað til meðferðar hjá verkefnisstjóra.

Vakin er athygli á að erindið fellur undir Gjaldskrá vegna kostnaðar við skipulagsvinnu og útgáfu framkvæmdaleyfis í Reykjavíkurborg nr. 1111/2014 vegna kostnaðar við skipulagsvinnu o.fl.


61.15 Suðurlandsbraut 18, breyting á deiliskipulagi
Lögð fram umsókn ASK arkitekta ehf., mótt. 28. október 2015, varðandi breytingu á deiliskipulagi Suðurlandsbrautar - Ármúla vegna lóðarinnar nr. 18 við Suðurlandsbraut. Í breytingunni felst að stækka byggingarreit bakhússins svo hann nái yfir núverandi bílageymslu, fjarlægja bílastæði á 2. hæð bílageymslu, byggja allt að þriggja hæða byggingu á suðausturhluta lóðar o.fl., samkvæmt upprætti ASK arkitekta ehf., dags. 22. október 2015.

Vísað til meðferðar hjá verkefnisstjóra.

Vakin er athygli á að erindið fellur undir Gjaldskrá vegna kostnaðar við skipulagsvinnu og útgáfu framkvæmdaleyfis í Reykjavíkurborg nr. 1111/2014 vegna kostnaðar við skipulagsvinnu o.fl.


62.15 Suðurlandsbraut 68-70, breyting á deiliskipulagi
Lögð fram umsókn Sigurbjörns Kjartanssonar, mótt. 2. nóvember 2015, varðandi breytingu á deiliskipulagi lóðarinnar nr. 68-70 við Suðurlandsbraut. Í breytingunni felst að lóðir eru sameinaðar og stækkaðar, byggingarreitir stækkaðir og byggingarmagn aukið, heimilað verði að byggja allt að 78 þjónustuíbúðir, félagsrými og yfirbyggða bílageymslu og tengja með tengigangi við þjónusturými á neðstu hæð í húsi hjúkrunarheimilisins Markar að Suðurlandsbraut 66 o.fl., samkvæmt uppdr. Glámu-kím ehf., dags. 30. október 2015.

Vísað til meðferðar hjá verkefnisstjóra.

Vakin er athygli á að erindið fellur undir Gjaldskrá vegna kostnaðar við skipulagsvinnu og útgáfu framkvæmdaleyfis í Reykjavíkurborg nr. 1111/2014 vegna kostnaðar við skipulagsvinnu o.fl.