Fannafold 92-94, Freyjubrunnur 31, Gerðarbrunnur 32-34, Laugavegur 41, 41B, 43 og 45, Rauðarárstígur 36, Vegamótastígur 7 og 9, Viðarás 12 og 14, Þórsgata 20B, Aðalstræti 9, Lindargata 11, Fiskislóð 75-83, Hraunbær 102B, Hverfisgata 125, Laugavegur milli Frakkastígs og Vatnsstígs, Rafstöðvarvegur 20, Skúlagata 40-40B, Barónsstígur 25, Hólaberg 78, Tryggvagata 16, Flókagata 16, Flókagata 67, Laufásvegur 65, Leifsgata 30, Mímisvegur 4, Haukshólar 6, Heiðargerði 21, Laugarnesvegur 47, Laugarnesvegur 74A, Síðumúli 11, Grensásvegur 12, Hátún 35, Langholtsvegur 31, Leifsgata 22, Njálsgata 37, Safamýri 91, Dragháls 18-26, Kjalarnes, Hof, Kjalarnes, Vík, Miklabraut/Stigahlíð, Víðidalur, Fákur, Sölvaból 1, Efstasund 47, Engjateigur 7, Fannafold 144-150, Grensásvegur 1, Jöklasel 25, Lindarsel 9, Skipholt 1, Úlfarsbraut 46, Úlfarsbraut 114,

556. fundur 2015

Ár 2015, föstudaginn 2. október kl. 09:10, hélt skipulagsfulltrúi Reykjavíkur 556. embættisafgreiðslufund sinn til afgreiðslu mála án staðfestingar skipulagsráðs. Fundurinn var haldinn á skrifstofu skipulagsfulltrúa Borgartúni 12 - 14, 2. hæð, Stardalur. Fundinn sátu: Ágústa Sveinbjörnsdóttir og Marta Grettisdóttir Eftirtaldir embættismenn kynntu mál á fundinum: B0rghildur S. Sturludóttir, Jón K. Ágústsson, Halldóra Hrólfsdóttir, Margrét Þormar, Guðlaug E. Jónsdóttir, Hildur Gunnarsdóttir og Björn I. Edvardsson. Ritari var Harri Ormarsson
Þetta gerðist:


1.15 Fannafold 92-94, (fsp) bílskúrsréttur á lóð
Lögð fram fyrirspurn Margrétar Guðnýjar Hannesdóttur, mótt. 23. september 2015, varðandi bílskúrsrétt á lóð nr. 92-94 við Fannafold.

Vísað til meðferðar hjá verkefnisstjóra.

2.15 Freyjubrunnur 31, (fsp) fjölgun íbúða
Lögð fram fyrirspurn Mansard teiknistofu ehf. dags. 29. september 2015 varðandi fjöglun á íbúðum.
Vísað til meðferðar hjá verkefnisstjóra.

3.15 Gerðarbrunnur 32-34, (fsp) skipting íbúðar
Lögð fram fyrispurn Eiðs Helga Sigurjónssonar og Maríu Ingimarsdóttur, mótt. 28. september 2015, um að skipta íbúð nr. 32 í parhúsi á lóð nr. 32-34 við Gerðarbrunn í tvær íbúðir.

Vísað til meðferðar hjá verkefnisstjóra.

4.15 Laugavegur 41, 41B, 43 og 45, (fsp) gistirými/stúdentaíbúðir
Á fundi skipulagsfulltrúa 18. september 2015 var lögð fram fyrirspurn Úti og inni sf. mótt. 14. september 2015 um að reka gistirými/Stúdentaíbúðir til útleigu á efri hæðum húsanna á lóð nr. 41, 41B, 43 og 45, samkvæmt tillögu Úti og inni sf. dags. 20. janúar 2015. Einnig er lagt fram minnisblað Úti og inni sf. dags. 17. september 2015.
Kynna formanni umhverfis- og skipulagsráðs.

5.15 Rauðarárstígur 36, (fsp) íbúð í risi, kvistir og þakgluggar
Lögð fram fyrirspurn Leifs Rögnvaldssonar, mótt. 29. september 2015, um að breyta rishæð hússins á lóð nr. 36 við Rauðarárstíg í íbúð, setja kvisti á þak til suðurs og norðurs og setja þakglugga.

Vísað til meðferðar hjá verkefnisstjóra.

6.15 Vegamótastígur 7 og 9, breyting á deiliskipulagi
Að lokinni auglýsingu er lögð fram að nýju umsókn Reir ehf. dags. 15. maí 2015 varðandi breytingu á deiliskipulagi reits 1.171.5 vegna lóðanna nr. 7 og 9 við Vegamótastíg. Í breytingunni felst m.a. í að hætt er við að endurreisa gamla steinbæinn á þaki nýbyggingar og hætt er við að færa gamla húsið á Vegamótastíg 9 upp á þak o.fl., samkvæmt uppdr. Arkþings ehf. 29. júní 2015. Tillagan var auglýst frá 20. júlí til og með 24. september 2015. Eftirtaldir aðilar sendu athugasemdir: Rut Agnarsdóttir f.h. eigenda að Grettisgötu 3, 3a og 5, Arna Kristín Gísladóttir, dags. 31. ágúst 2015 og Gísli Petersen, dags. 16. september 2015. Einnig er lagt fram bréf Gísla Petersen, Helgu Björnssonar og Rutar Agnarsdóttur dags. 15. september 2015 þar sem óskað er eftir framlengingu á athugasemdarfresti, athugasemd íbúa að Grettisgötu 3, 3a og 5, dags. 21. september 2015, tölvupóstur Landslaga f.h. eigenda fasteigna að Grettisgötu 3, 3A og 5 þar sem farið er fram á lengri athugasemdarfrest og svar/tölvupóstur umhverfis- og skipulagssviðs, dags. 24. september 2015. Jafnframt er lögð fram athugasemd Landslaga f.h. Helgu Björnssonar, Rutar Agnarsdóttur og Önna Kristínar Gísladóttur, dags. 24. september 2015. Erindinu var vísað til umsagnar verkefnisstjóra á fundi skipulagsfulltrúa 25. september 2015 og er nú lagt fram að nýju.

Vísað til umhverfis- og skipulagsráðs

7.15 Viðarás 12 og 14, (fsp) skipting á landspildu
Lögð fram fyrirspurn Kjartans Lilliendahl, mótt. 29. september 2015, varðandi skiptingu á landspildu í eigu Reykjavíkurborgar sem liggur að lóðmörkum lóðanna nr. 12-14 við Viðarás. Einnig er lagt fram bréf Kjartans Lilliendahl, dags. 27. september 2014 og bréf skrifstofu eigna og atvinnuþróunar, dags. 13. október 2014.

Vísað til meðferðar hjá verkefnisstjóra.

8.15 Þórsgata 20B, Viðbygging
Lagt fram erindi frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa frá 29. september 2015 þar sem sótt er um leyfi til að rífa núverandi skúr við norðurgafl og byggja nýja byggingu í sömu mynd í staðinn í sama stíl og húsið á lóð nr. 20b við Þórsgötu.
Stækkun 3,36 ferm og 9,53 rúmm. Meðfylgjandi er bréf Minjastofnunar Íslands dags. 5.8. 2015. Gjald kr. 9.823

Vísað til umsagnar verkefnisstjóra.

9.15 Aðalstræti 9, Lengja opnunartíma
Á fundi skipulagsfulltrúa 10. júlí 2015 var lagt fram erindi af afgreiðslufundi byggingarfulltrúa frá 7. júlí 2015 þar sem þar sem sótt er um leyfi fyrir lengdum opnunartíma, virka daga til kl. 01 og til kl. 03 um helgar í veitingahúsi í flokki II á lóð nr. 9 við Aðalstræti. Erindinu var vísað til umsagnar verkefnisstjóra og er nú lagt fram að nýju ásamt umsögn skipulagsfulltrúa dags. 2. október 2015.
Gjald kr. 9.823

Umsögn skipulagsfulltrúa dags. 2. október 2015 samþykkt.

10.15 Lindargata 11, (fsp) stækkun á stigahúsi og breyting á húsi
Á fundi skipulagsfulltrúa 17. júlí 2015 var lögð fram fyrirspurn Þórðar Bogasonar, dags. 13. júlí 2015, varðandi að færa útidyr, stækkun á stigahúsi, byggingu svala, og hækkun á þaki um 70 cm, á norðurhlið hússins á lóð nr. 11 við Lindargötu. Fyrirspurninni var frestað og er nú lögð fram að nýju ásamt tillögu Ark Studio ehf., dags. 11. september 2015. Einnig lögð fram umsögn skipulagsfulltrúa, dags. 2. október 2015.


Ekki eru gerðar athugasemdir við að umsækjandi láti vinna tillögu að breytingu á deiliskipulagi í samræmi við erindið, á eigin kostnað sbr. umsögn skipulagsfulltrúa dags. 2. október 2015.

11.15 Fiskislóð 75-83, (fsp) breyting á notkun
Lögð fram fyrirspurn Erlu Pálsdóttur, mótt. 29. september 2015, um að breyta notkun hússins nr. 81 á lóð nr. 75-83 við Fiskislóð úr atvinnuhúsnæði í gistiheimili í flokki II. Einnig er lögð fram umsögn skipulagsfulltrúa dags. 2. október 2015.

Neikvætt með vísan til umsagnar skipulagsfulltrúa dags. 2. október 2015.

12.15 Hraunbær 102B, (fsp) notkun
Lögð fram fyrispurn Huldu Jónsdóttur og Greifynjunnar, mótt. 24. september 2015, um notkun hússins á lóð nr. 102B við Hraunbær sem leiguhúsnæði eða gistiheimili. Einnig er lögð fram umsögn skipulagsfulltrúa dags. 2. október 2015.

Neikvætt með vísan til ussagnar skipulagsfulltrúa dags. 2. október 2015.

13.15 Hverfisgata 125, (fsp) breyting á notkun
Á fundi skipulagsfulltrúa 25. september 2015 var lögð fram fyrirspurn Þorvalds Þorvaldssonar, mótt. 9. september 2015, um að breyta verslunarrými á jarðhæð hússins nr. 125 við Hverfisgötu í íbúð. Fyrirspurninni var vísað til meðferðar hjá verkefnisstjóra og er nú lögð fram að nýju ásamt umsögn skipulagsfulltrúa dags. 2. október 2015.

Neikvætt með vísan til umsagnar skipulagsfulltrúa dags. 2. október 2015.

14.15 Laugavegur milli Frakkastígs og Vatnsstígs, (fsp) veitingastaður
Á fundi skipulagsfulltrúa 25. september 2015 var lögð fram fyrirspurn Guðmundar Odds Víðissonar, mótt. 23. september 2015 um hvort heimilt væri að opna nýjan veitingastað á Laugavegi milli Frakkastígs og Vatnsstígs. Fyrirspurninni var vísað til umsagnar verkefnisstjóra og er nú lögð fram að nýju ásamt umsögn skipulagsfulltrúa dags. 2. október 2015.

Umsögn skipulagsfulltrúa dags. 2. október 2015 samþykkt.

15.15 Rafstöðvarvegur 20, rekstrarleyfi fl. 3, R15090001
Á fundi skipulagsfulltrúa 25. september 2015 var lagt fram bréf skrifstofu borgarstjórnar R15090001, dags. 23. september 2015 varðandi umsókn Orkuveitu Reykjavíkur um rekstrarleyfi í flokki III (til kl. 01:00 virka daga og til kl. 03:00 um helgar) fyrir félagsheimili Orkuveitu Reykjavíkur, Rafstöðvarvegi 20. Óskað er umsagnar skipulagsfulltrúa um málið. Erindinu var vísað til umsagnar verkefnisstjóra og er nú lagt fram að nýju ásamt umsögn skipulagsfulltrúa, dags. 2. október 2015.


Neikvætt með vísan til umsagnar skipulagsfulltrúa dags. 2. október 2015.

16.15 Skúlagata 40-40B, (fsp) 40A, breyting á notkun
Á fundi skipulagsfulltrúa 4. september 2015 var lögð fram fyrirspurn Sipal ehf., mótt. 31. ágúst 2015, varðandi breytingu á notkun rýmis 0101 í húsinu nr. 40A á lóð nr. 40-40B við Skúlagötu. Einnig er lagt fram bréf Páls Haraldssonar f.h. þinglýsts eiganda Sipal ehf. Fyrirspurninni var vísað til meðferðar verkefnisstjóra og er nú lagt fram að nýju ásamt tölvupósti Páls Haraldssonar f.h. Sipal ehf., dags. 16. september 2015. Einnig er lögð fram umsögn skipulagsfulltrúa dags. 2. október 2015.

Neikvætt með vísan til umsagnar skipulagsfulltrúa dags. 2. október 2015.

17.15 Barónsstígur 25, (fsp) gistiheimili
Lögð fram fyrirspurn Sigurðar Halldórssonar, mótt. 29. september 2015, varðandi rekstur gistigeimilis í húsinu á lóð nr. 25 við Barónsstíg. Einnig er lögð fram umsögn skipulagsfulltrúa dags. 1. október 2015.

Ekki eru gerðar skipulagslegar athugasemdir við erindið sbr. umsögn skipulagsfulltrúa dags. 1. október 2015.

18.15 Hólaberg 78, (fsp) breyting á notkun
Lögð fram fyrirspurn Guðmundar Hermannssonar, mótt. 24. september 2015, um að breyta notkun fremra hússins á lóð nr. 78 við Hólaberg úr gistiheimili í íbúð.

Vísað til meðferðar hjá verkefnisstjóra.

19.15 Tryggvagata 16, Biðskýli - Sæbraut
EÁ fundi skipulagsfulltrúa 25. september 2015 var lagt fram erindi frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa frá 22. september 2015 þar sótt er um leyfi til að setja upp nýtt biðskýli í stað þess gamla við Sæbraut.
Gjald kr. 9.823

Ekki eru gerðar skipulagslegar athugasemdir við erindið.

20.15 Flókagata 16, (fsp) bílskúr
Lögð fram Fyrirspurn Kristins Más Þorsteinssonar, mótt. 17. september 2015, varðandi byggingu bílskúrs á lóð nr. 16 við Flókagötu, samkvæmt uppdr. VK verkfræðistofu ehf. dags. 9. september 2015.

Vísað til umsagnar verkefnisstjóra.

21.15 Flókagata 67, (fsp) Stækkun bílskúrs og hækkun á þaki
Lögð fram fyrirspurn Sveins Skúlasonar, mótt. 29. september 2015, varðandi endurbætur á bílskúr á lóð nr. 67 við Flókagötu sem felst í stækkun bílskúrs og hækkun á þaki, samkvæmt uppdr. Arkís arkitekta ehf., dags. 11. júní 2015. Einnig er lögð fram greinargerð Sveins Skúlasonar, dags. 29. september 2015.

Vísað til umsagnar verkefnisstjóra.

22.15 Laufásvegur 65, Bílskúr o.fl.
Að lokinni grenndarkynningu er lagt fram að nýju erindi frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa frá 7. júlí 2015. Sótt er um leyfi til að gera nýja innkeyrslu við eystri lóðarmörk, byggja tvöfaldan bílskúr með tröppum í bakgarð, gera þaksvalir á bílskúr og koma þar fyrir setlaug við tvíbýlishús á lóð nr. 65 við Laufásveg. Einnig er lögð fram umsögn skipulagsfulltrúa dags. 15. júlí 2015. Erindi var grenndarkynnt frá 20. ágúst til og með 24. september 2015. Eftirtaldir aðilar sendu athugasemdir: Jóhanna Helga Halldórsdóttir, dags. 17. september 2015, Hermann Kristjánsson og Guðborg Auður Guðjónsdóttir, dags. 18. september 2015, Skúli Gunnarsson og Dagný Björnsdóttir dags. 23. september 2015, Ástráður Eysteinsson og Anna Jóhannsdóttir dags. 23. september 2015, Hanna Gunnarsdóttir og Sigurður Steinþórsson, dags. 23. september 2015 og Dagný Hermannsdóttir og Ólafur Loftsson dags. 24. september 2015.
Stærð: 58 ferm., 203 rúmm. Gjald kr. 9.823

Vísað til umhverfis- og skipulagsráðs

23.15 Leifsgata 30, málskot
Lagt fram málskot Erlu Stefánsdóttur, dags. 10. september 2015, vegna afgreiðslu byggingarfulltrúa frá 28. júlí 2015 um að byggja ofan á viðbyggingu á húsi á lóð nr. 30 við Leifsgötu.

Vísað til umhverfis- og skipulagsráðs

24.15 Mímisvegur 4, Ofanábygging og ný íbúð
Á fundi skipulagsfulltrúa 18. september 2015 var lagt fram erindi frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa frá 8. september 2015 þar sem sótt er um leyfi til að byggja 3. hæð og ris, innrétta nýja íbúð í risi, byggja svalir á suðurgafli 1. 2. 3. hæðar, gera nýjan inngang og innrétta íbúðarherbergi í kjallara tvíbýlishúss á lóð nr. 4 við Mímisveg. Erindinu var vísað til umsagnar verkefnisstjóra og er nú lagt fram að nýju ásamt umsögn skipulagsfulltrúa, dags. 2. október 2015.
Stækkun: 100,8 ferm., 241,8 rúmm. Gjald kr. 9.823

Umsögn skipulagsfulltrúa dags. 2. október 2015 samþykkt.

25.15 Haukshólar 6, Breyting á óuppfylltu sökkulrými
Lagt fram erindi frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa frá 29. september 2015 þar sem sótt er um leyfi til að taka í notkun óuppfyllt sökkulrými sem mun tilheyra íbúð 0201 og opna upp í íbúðina í húsi á lóð nr. 6 við Haukshóla.
Gjald kr. 9.823

Vísað til umsagnar verkefnisstjóra.

26.15 Heiðargerði 21, Viðbygging
Lagt fram erindi frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa frá 29. september 2015 þar sem sótt er um leyfi til að byggja við austur- og vesturhlið úr steinsteypu, einangrað að utan, klætt standandi timburklæðningu hús á lóð nr. 21 við Heiðargerði
Stækkun: 39,5 ferm., 118,5 rúmm. Gjald kr. 9.823

Vísað til umsagnar verkefnisstjóra.

27.15 Laugarnesvegur 47, breyting á deiliskipulagi
Á fundi skipulagsfulltrúa 25. september 2015 var lögð fram umsókn Igors Ingvars V. Karevskiy, mótt. 23. september 2015, varðandi breytingu á deiliskipulagi Teigahverfis vegna lóðarinnar nr. 47 við Laugarnesveg. Í breytingunni felst aukning á nýtingarhlutfalli lóðarinnar vegna óuppfyllts rýmis undir andyri hússins sem óskað er eftir að nýta sem óupphitaða geymslu. Erindinu var vísað til meðferðar verkefnisstjóra og er nú lagt fram að nýju.

Vísað til umsagnar verkefnisstjóra.

28.15 Laugarnesvegur 74A, (fsp) hækkun húss
Á fundi skipulagsfulltrúa 25. september 2015 var lögð fram fyrirspurn Hreggviðs Ingasonar, mótt. 15. september 2015, varðandi hækkun hússins á lóð nr. 74A við Laugarnesveg um eina hæð. Fyrirspurninni var vísað til meðferðar verkefnisstjóra og er nú lögð fram að nýju.

Kynna formanni umhverfis- og skipulagsráðs.

29.15 Síðumúli 11, (fsp) stækkun, viðbygging
Lögð fram fyrirspurn Inga Gunnars Þórðarsonar, mótt. 1. október 2015, um að byggja við húsið á lóð nr. 11 við Síðumúla, samkvæmt uppdr. Byggvir ehf., dags. 24. september 2015.

Vísað til meðferðar hjá verkefnisstjóra.

30.15 Grensásvegur 12, Breyta þaki - breyting 1.og 2.hæð
Lagt fram erindi frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa frá 29. september 2015 þar sem sótt er um leyfi til að breyta þaki á mhl. 02 og hækka til austurs og innrétta gistiheimili með 27 herbergjum á lóð nr. 12 við Grensásveg. Einnig er lögð fram umsögn skipulagsfulltrúa dags. 2. október 2015.
Stækkun: 74 rúmm. Gjald kr. 9.823

Umsögn skipulagsfulltrúa dags. 2. október 2015 samþykkt.

31.15 Hátún 35, (fsp) viðbygging, sólskáli
Á fundi skipulagsfulltrúa 25. september 2015 var lögð fram fyrirspurn Ásgeirs G. Daníelssonar og Valgerðar Eiríksdóttur, mótt. 14. september 2015 um að byggja sólskála við austurhlið hússins á lóð nr. 35 við Hátún, samkvæmt uppdr. Teiknistofunnar H.R. ehf. dags. 13. september 2015. Fyrirspurninni var vísað til meðferðar verkefnisstjóra og er nú lögð fram að nýju ásamt umsögn skipulagsfulltrúa dags. 2. október 2015.

Neikvætt sbr. umsögn skipulagsfulltrúa dags. 2. október 2015.

32.15 Langholtsvegur 31, (fsp) niðurrif og uppbygging
Lögð fram fyrirspurn Valdimars Kristinssonar, mótt. 28. september 2015, um að rífa niður núverandi hús af lóðinni nr. 31 við Langholtsveg og byggja nýtt þriggja hæða fjölbýlishús með 5 íbúðum, án bílageymslu, samkvæmt tillögu Mannvirkjahönnunar ehf. dags. 27. september 2015.

Vísað til meðferðar hjá verkefnisstjóra.

33.15 Leifsgata 22, Svalir 1. & 2. hæð
Á fundi skipulagsfulltrúa 25. september 2015 var lagt fram erindi frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa frá 22. september 2015 þar sótt er um leyfi til að byggja svalir og gera nýjar dyr út á þær á 1. og 2. hæð á suðvesturhlið fjölbýlishúss á lóð nr. 22 við Leifsgötu. Erindinu var vísað til umsagnar verkefnisstjóra og er nú lagt fram að nýju ásamt umsögn skipulagsfulltrúa dags. 2. október 2015.
Gjald kr. 9.823

Neikvætt með vísan til umsagnar skipulagsfulltrúa dags. 2. október 2015.

34.15 Njálsgata 37, (fsp) uppbygging á lóð
Lögð fram fyrirspurn Benjamíns G. Magnússonar, mótt. 25. september 2015, varðandi uppbyggingu á lóð nr. 37 við Njálsgötu sem felst í að byggja við og hækka húsið á lóðinni ásamt byggingu nýs húss á baklóð, samkvæmt uppdr. Arkitektastofu Benjamíns Magnússonar ehf., dags. 22. september 2015.
Vísað til meðferðar hjá verkefnisstjóra.

35.15 Safamýri 91, (fsp) bílastæði
Á fundi skipulagsfulltrúa 25. september 2015 var lögð fram fyrirspurn Reynis Tómasar Geirssonar, mótt. 11. september 2015, um að gera auka bílastæði á norðvestur enda lóðarinnar nr. 91 við Safamýri. Fyrirspurninni var vísað til meðferðar verkefnisstjóra og er nú lögð fram að nýju ásamt umsögn skipulagsfulltrúa dags, 2. október 2015. .

Neikvætt, með vísan til umsagnar skipulagsfulltrúa dags. 2. október 2015.

36.15 Dragháls 18-26, Reyndarteikningar og ný 3.hæð viðbygging
Lagt fram erindi frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa frá 29. september 2015 þar sem sótt er um leyfi fyrir áður gerðum breytingum á 1. og 2. hæð og sótt er um að byggja 3. hæð ofan á hús á lóð nr. 18-26 og 17-25 við Dragháls / Fossháls.
Stækkun: XX ferm og XX rúmm. Gjald kr. 9.823

Vísað til meðferðar hjá verkefnisstjóra.

37.15 Kjalarnes, Hof, afmörkun lóða
Á fundi skipulagsfulltrúa 18. september 2015 var lögð fram umsókn Eyglóar Gunnarsdóttur, mótt. 17. september 2015, um afmörkun tveggja lóða í landi Hofs á Kjalarnesi. Umsókninni var vísað til meðferðar hjá verkefnisstjóra og er nú lögð fram að nýju.

Vísað til umhverfis- og skipulagsráðs

38.15 Kjalarnes, Vík, breyting á deiliskipulagi
Lögð fram umsókn Ragnars Auðuns Birgissonar, mótt. 1. október 2015, varðandi breytingu á deiliskipulagi lóðarinnar Vík á Kjalarnesi. Í breytingunni felst aukning á byggingarmagni lóðarinnar ásamt færslu á byggingarreit umhverfis núverandi hús þannig að unnt verði að byggja við og stækka húsið, samkvæmt uppdr. THG arkitekta ehf. dags. 1. október 2015.

Vísað til meðferðar hjá verkefnisstjóra.

39.15 Miklabraut/Stigahlíð, (fsp) afmörkun lóðar fyrir lokahús
Lögð fram fyrirspurn Magnúsar Skúlasonar, mótt. 22. september 2015, um að afmarka nýja lóð fyrir lokahús Orkuveitu Reykjavíkur á aðalæð Kaldavatnslagnar á mótum Miklabrautar og Kringlumýrarbrautar við Stigahlíð, samkvæmt uppdr. Magnúsar Skúlasonar, dags. 21. september 2015. Einnig er lögð fram umsögn skipulagsfulltrúa dags. 28. september 2015.

Neikvætt með vísan til umsagnar skipulagsfulltrúa dags. 28. september 2015.

40.15 Víðidalur, Fákur, Sölvaból 1, (fsp) stækkun á byggingarreit
Lögð fram fyrirspurn Óskars Þórs Péturssonar, mótt. 21. september 2015, um að stækka hesthús á lóð Fáks í Víðidal, Sölvaból 1, um 4. metra til austurs frá núverandi húsnæði ásamt samsvarandi stækkun á gerði, samkvæmt tillögu ódags.

Vísað til umsagnar verkefnisstjóra.

41.15 Efstasund 47, breyting á deiliskipulagi
Að lokinni grenndarkynningu er lögð fram að nýju umsókn Árna Gunnars Ingþórssonar mótt. 7. ágúst 2015 varðandi breytingu á deiliskipulagi reits 1.3 og 1,4, Sundin, vegna lóðarinnar nr. 47 við Efstasund. Í breytingunni felst að stækkunarheimildum er breytt þannig að byggingarreitur til austurs er minnkaður um 3 metra og settur er inn nýr byggingarreitur til suðurs 3 metra frá núverandi húsi. Ef viðbygging verður ein hæð er heimilt að nýta þak hennar fyrir verönd/sólskála, samkvæmt uppdr. Vektor, hönnun og ráðgjöf ehf. ódags. Tillagan var grenndarkynnt frá 20. ágúst til og með 17. september 2015. Að lokinni kynningu barst athugasemd dags. 23. september 2015 frá Hauki Haukssyni f.h. eigenda að Efstasundi 49, en hún hafði borist til byggingarfulltrúa á kynningartímanum. Erindinu var vísað til umsagnar verkefnisstjóra á fundi skipulagsfulltrúa 25. september 2015.

Vísað til umhverfis- og skipulagsráðs

42.15 Engjateigur 7, (fsp) nýr byggingarreitur, fækkun bílastæða o.fl.
Á fundi skipulagsfulltrúa 2. september 2015 var lögð fram fyrirspurn Ístaks hf., dags. 5. maí 2015, um að afmarka nýjan byggingarreit fyrir hliðhús syðst á lóðinni nr. 7 við Engjateig, girða lóðina af, færa innkeyrslu, fækka bílastæðum o.fl., samkvæmt uppdr. Arkís arkitekta ehf. dags. 5. maí 2015. Einnig er lagt fram bréf Arkís arkitekta ehf., dags. 5. maí 2015. Fyrirspurninni var vísað til umsagnar hverfisráðs Laugardals og er nú lögð fram að nýju ásamt umsögn hverfisráðs Laugardals, dags. 1. október 2015.

Kynna formanni umhverfis- og skipulagsráðs.

43.15 Fannafold 144-150, (fsp) bílastæði
Lögð fram fyrirspurn Diljá M. Einarsdóttur, mótt. 26. ágúst 2015, varðandi bílastæðamál í botnlanga Fannafoldar. Einnig er lagt fram bréf Diljá M. Einarsdóttur, dags. 25. ágúst 2015, ásamt myndum. Jafnframt er lögð fram umsögn umhverfis- og skipulagssviðs, samgöngustjóra, dags. 16. september 2015. Einnig er lögð fram umsögn skipulagsfulltrúa dags. 2. október 2015.

Neikvætt, með vísan til umsagnar skipulagsfulltrúa dags. 2. október 2015.

44.15 Grensásvegur 1, (fsp) niðurrif og uppbygging
Á fundi skipulagsfulltrúa 25. september 2015 var lögð fram fyrirspurn Sigurðar Einarssonar, mótt. 21. september 2015, varðandi niðurrif og uppbyggingu á lóð nr. 1 við Grensásveg, samkvæmt tillögu Batterísins arkitekta ehf. dags. 21. september 2015. Einnig er lagt fram bréf Batterísins arkitekta ehf. ódags. Fyrirspurninni var vísað til meðferðar hjá verkefnisstjóra og er nú lögð fram að nýju.

Kynna formanni umhverfis- og skipulagsráðs.

45.15 Jöklasel 25, (fsp) innrétta þakrými, setja svalir og þakglugga
Lögð fram fyrirspurn Péturs Daníelssonar, mótt. 22. september 2015, um að um að innrétta þakrými íbúðar nr. 0303 í húsinu nr. 25 við Jöklasel og setja svalir á þakhæð á suðausturhlið hússins og glugga á norðvesturhlið hússins. Einnig er lagt fram samþykki íbúa frá aðalfundi húsfélagsins að Jöklaseli 25, dags. 22. maí 2014.

Vísað til meðferðar hjá verkefnisstjóra.

46.15 Lindarsel 9, (fsp) breyting á deiliskipulagi
Lögð fram umsókn Sigurvins Lárusar Jónssonar, mótt. 25. september 2015, varðandi breytingu á deiliskipulagi Seljahverfis vegna lóðarinnar nr. 9 við Lindarsel. Í breytingunni felst stækkun á byggingarreit um 1.5 metra til suðurs, samkvæmt uppdr. Pro-Ark ehf. dags. september 2015.

Vísað til meðferðar hjá verkefnisstjóra.

47.15 Skipholt 1, (fsp) hótel, endurbygging og hækkun húss
Lögð fram fyrirspurn Arkís arkitekta ehf. mótt. 29. september 2015, varðandi endurbyggingu og hækkun hússins á lóð nr. 1 við Skipholt og nýta húsið undir hótel. Einnig er lagt fram bréf Arkís arkitekta ehf., dags. 21. september 2015.

Vísað til meðferðar hjá verkefnisstjóra.

48.15 Úlfarsbraut 46, (fsp) byggingarheimildir
Á fundi skipulagsfulltrúa 18. september 2015 var lögð fram fyrirspurn Davíðs Kristjáns Pitt arkitekts., mótt. 14. september 2015, þar sem óskað er eftir skýringum á byggingarheimildum lóðarinnar nr. 46 við Úlfarsárbraut. Einnig er lagður fram uppdr. Tvíeykis ehf., dags. 5. júní 2015 og greinargerð Davíðs Kristjáns Pitt arkitekts., dags. 5. september 2015. Fyrirspurninni var vísað til meðferðar verkefnisstjóra og er nú lögð fram að nýju. Einnig er lögð fram umsögn skipulagsfulltrúa dags. 1. október 2015.

Umsögn skipulagsfulltrúa dags. 1. október 2015 samþykkt.

49.15 Úlfarsbraut 114, (fsp) hækkun á nýtingarhlutfalli
Lögð fram fyrirspurn Jóns Hrafns Hlöðverssonar, mótt. 30. september 2015, varðandi hækkun á nýtingarhlutfalli lóðarinnar nr. 114 við Úlfarsbraut. Einnig er lagt fram bréf Mansard teiknistofu ehf. dags. 28. september 2015.

Vísað til meðferðar hjá verkefnisstjóra.