Bárugata 30, Bergstaðastræti 86, Flókagata 67, Klapparstígur 26, Laugavegur 32, Laugavegur 59, Laugavegur 66-68 og 70, Laugavegur 82, Ránargata 29A, Tryggvagata 16, Urðarstígur 5, Vesturgata 24, Þingholtsstræti 29A, Þrastargata 1-11, Laufásvegur 27, Teigahverfi norðan Sundlaugavegar, Baldursgata 30, Korngarðar 1, Víðimelur 35, Barmahlíð 39, Fífusel 2-18, Gufunes, skemmtigarður, Hverfisgata 50, Kambasel 23-27, Klettagarðar 7, Klettagarðar 12, Laugavegur 58, Mánatún 5, Völvufell 11, Þverholt 7, Baldursgata 16, Bykoreitur, Gylfaflöt 2-4, 6-8, 10-12 og 14, Háskólinn í Reykjavík, Lokastígur 18, Mýrargata/Seljavegur, Nýlendugata 29, Rauðagerði 40, Tjarnargata 28, Bergstaðastræti 36, Drafnarfell 2-18, Hamrahlíð 29, Jónsgeisli 37, Laugavegur 22, Síðumúli 10, Elliðabraut 4-6, Engjateigur 7, Engjateigur 9, Fannafold 176, Hverafold 7, Sigtún 38 og 40, Sigtúnsreitur, Traðarland 10-16, Hverafold 49,

Embættisafgreiðslufundur skipulagsstjóra Reykjavíkur samkvæmt viðauka 2.4 við samþykkt um stjórn Reykjavíkurborgar.

548. fundur 2015

Ár 2015, föstudaginn 31. júlí kl. 09:13, hélt skipulagsfulltrúi Reykjavíkur 548. embættisafgreiðslufund sinn til afgreiðslu mála án staðfestingar umhverfis- og skipulagsráðs. Fundurinn var haldinn á skrifstofu skipulagsfulltrúa Borgartúni 12 - 14, 2. hæð, Stardalur. Fundinn sátu: Ágústa Sveinbjörnsdóttir og Helena Stefánsdóttir. Eftirtaldir embættismenn kynntu mál á fundinum: Hildur Gunnarsdóttir, Jón Kjartan Ágústsson, Valný Aðalsteinsdóttir og Lilja Grétarsdóttir. Ritari var Harri Ormarsson.
Þetta gerðist:


1.15 Bárugata 30, Ofanábygging
Að lokinni grenndarkynningu er lagt fram að nýju erindi frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa frá 31. mars 2015 þar sem sótt er um leyfi til að byggja hæð ofaná og klæða með bárujárni einbýlishús á lóð nr. 30 við Bárugötu. Erindi var grenndarkynnt frá 12. maí til og með 9. júní 2015. Eftirtaldir aðilar sendu athugasemdir: Jón Gunnar S. húseigandi dags. 14. maí 2015, Hildur S. Pálsdóttir f.h. húseigenda að Stýrimannastíg 6 dags. 7. júní 2015, Friðleifur Egill Guðmundsson f.h. Black sheep ehf. dags. 8. júní 2015, Ingvi Óttarsson og Dagrún Hálfdánardóttir dags. 8. júní 2015 og Gunnar Gunnarsson og Valva Árnadóttir dags. 8. júní 2015.
Erindi fylgir umsögn Minjastofnunar Íslands dags. 16. febrúar 2015 og fsp. BN048834 dags. 17. febrúar 2015. Stækkun: xx ferm., xxx rúmm. Gjald kr. 9.823

Vísað til umhverfis- og skipulagsráðs.

2.15 Bergstaðastræti 86, Byggja við bílgeymslu o.fl.
Á fundi skipulagsfulltrúa 17. júlí 2015 var lagt fram erindi af afgreiðslufundi byggingarfulltrúa frá 14. júlí 2015 þar sem sótt er um leyfi til að byggja við bílskúr, síkka kjallaraglugga og grafa frá kjallara einbýlishúss á lóð nr. 86 við Bergstaðastræti. Erindinu var vísað til umsagnar verkefnisstjóra og er nú lagt fram að nýju ásamt umsögn skipulagsfulltrúa dags. 22. júlí 2014.
Stækkun: xx ferm., xx rúmm. Gjald kr. 9.823

Umsögn skipulagsfulltrúa dags. 22. júlí 2015 samþykkt.

3.15 Flókagata 67, Stækka bílskúr - endurbyggja þaki og hækka með valma
Lagt fram erindi frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa frá 7. júlí 2015 þar sem sótt er um leyfi til að byggja við og hækka þakið á bílskúrnum á lóð nr. 67 við Flókagötu. Einnig er lögð fram umsögn skipulagsfulltrúa dags. 22. júlí 2015.
Bréf frá umsækjanda ódags. Grenndarkynning frá 13. júlí 2005 til 10 ágúst 2005 og bréf frá Byggingafulltrúa vegna grenndarkynningar frá 13 okt. 2005. Stækkun: 18.3 ferm., 76,2 rúmm. Gjald kr. 9.000

Neikvætt, með vísan til umsagnar skipulagsfulltrúa dags. 22. júlí 2015.

4.15 Klapparstígur 26, Stækka kjallara
Lagt fram erindi frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa 28. júlí 2015. Sótt er um leyfi til að stækka kjallara til vesturs að lóðarmörkum og stækka þannig salinn, komið verður fyrir verönd á þaki kjallaraviðbyggingar og komið er fyrir sorpgeymslu í rými 0104 sem er undirgöng með kvöð um gönguleið í húsinu á lóð nr. 26 við Klapparstíg.
Óundirritað samþykki lóðahafa fyrir breytingu á gönguleiðum í undirgangi Klapparstígs 26 dags. 10. júlí 2015 fylgir. Stækkun húss er: XX ferm., XX rúmm.

Vísað til umsagnar verkefnisstjóra.

5.15 ">Laugavegur 32, Svalir
Lagt fram erindi frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa 28. júlí 2015 til ákvörðunar um grenndarkynningu. Sótt er um leyfi til að setja upp svalir úr stáli og timbri og glugga við svalirnar á húsinu á lóð nr. 32 við Laugaveg.
Samþykki meðlóðarhafa ódags. og umsögn Minjastofnun Íslands dags. 8. júlí 2015 fylgir. Jákvæð fyrirspurn dags. 5. maí 2015 fylgir. Gjald kr. 9.823

Vísað til meðferðar hjá verkefnisstjóra.

6.15 Laugavegur 59, breyting á deiliskipulagi
Lögð fram umsókn Vesturgarðs ehf. dags. 29. júlí 2015 varðandi breytingu á deiliskipulagi reits 1.173.0 vegna lóðar nr. 59 við Laugaveg. Í breytingunni felst að byggja inndregna þakhæð ofan á núverandi hús og breyta 3. og 4. hæð hússins í íbúðir, samkvæmt uppdrætti Trípólí arkitekta dags. 29. júlí 2015.
Vísað til umsagnar verkefnisstjóra.

7.15 Laugavegur 66-68 og 70, breyting á deiliskipulagi
Lögð fram umsókn Fring ehf. mótt. 17. júlí 2015 varðandi breytingu á deiliskipulagi reits 1.174.2 vegna lóðanna nr. 66-68 og 70 við Laugaveg. Í breytingunni felst að þriggja hæða bakhús á lóð nr. 70 við Laugaveg (áður 70B) megi standa áfram, húsið verður lagfært, notað sem gistirými á öllum hæðum og tengist hóteli á aðliggjandi lóð nr. 66-68 við Laugaveg. byggingarreitur á jarðhæð fyrir hús nr. 70 sem stendur við Laugaveg er minnkaður, á lóð nr. 66-68 við Laugaveg er heimilað að koma fyrir stigahúsi og lyftu á þremur hæðum við vesturgafl bakhúss á lóð nr. 70 við Laugaveg o.fl., samkvæmt uppdr. Adamssonar ehf. dags. 15. júlí 2015. Einnig lagt fram samþykki eiganda Vitastíg 13 á kvöð um aðkomu dags. 29. júlí 2015.

Vísað til meðferðar hjá verkefnisstjóra.

8.15 Laugavegur 82, Svalir - 0402, reyndarteikning
Á fundi skipulagsfulltrúa 17. júlí 2015 var lagt fram erindi af afgreiðslufundi byggingarfulltrúa frá 14. júlí 2015 þar sem sótt er um leyfi til að byggja svalir á norðvesturhorni 4. hæðar á íbúð 0402, einnig er gerð grein fyrir áður gerðum breytingum 3. og 4. hæð í húsi á lóð nr. 82 við Laugaveg. Erindinu var vísað til umsagnar verkefnisstjóra og er nú lagt fram að nýju ásamt umsögn skipulagsfulltrúa dags. 22. júlí 2015.
Gjald kr. 9.823

Ekki er gerð athugasemd við erindið, sbr. þó skilyrði og leiðbeiningar sem fram koma í umsögn skipulagsfulltrúa dags. 22. júlí 2015.

9.15 Ránargata 29A, Breytingar utanhúss, kvistur og fl.
Á fundi skipulagsfulltrúa 17. júlí 2015 var lagt fram erindi frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa frá 7. júlí 2015 þar sem sótt er um leyfi til að fjarlægja kvist sem fyrir er, byggja nýjan stærri og svalir á vesturhlið og nýjar tröppur og pall við aðalinngang einbýlishúss á lóð nr. 29A við Ránargötu. Erindinu var vísað til umsagnar verkefnisstjóra og er nú lagt fram að nýju ásamt umsögn skipulagsfulltrúa dags. 21. júlí 2015.
Stækkun: 6,27 rúmm. Gjald kr. 9.823

Umsögn skipulagsfulltrúa dags. 21. júlí 2015 samþykkt.

10.15 Tryggvagata 16, (fsp) breyting á notkun o.fl.
Lögð fram fyrirspurn Michael B. Erichsen mótt. 15. júlí 2015 varðandi breytingu á notkun efstu hæðar hússins á lóð nr. 16 við Tryggvagötu ásamt breytingu á kvistum hússins og þaki þannig að þakið nýtist sem þakgarður fyrir efstu hæðina, samkvæmt teikningum ódags.

Vísað til umsagnar verkefnisstjóra.

11.15 Urðarstígur 5, (fsp) hækkun húss
Lögð fram fyrirspurn Grétars Björns Halldórssonar dags. 16. júlí 2015 varðandi hækkun hússins á lóð nr. 5 við Urðarstíg um eina hæð, samkvæmt uppdráttum Önnu Leoniak ark. dags. 16. júlí 2015.

Vísað til umsagnar verkefnisstjóra.

12.15 Vesturgata 24, breyting á deiliskipulagi
Lögð fram umsókn Þorgeirs Jónssonar dags. 20. júlí 2015 varðandi breytingu á deiliskipulagi lóðarinnar nr. 24 við Vesturgötu. Í breytingunni felst uppbygging á lóð, samkvæmt uppdrætti Þorgeirs Jónssonar ark. dags. 15. júlí 2015. Einnig er lagt fram umboð Þórðar Magnússonar f.h. Eignarhaldsfélagsins Norma ehf. mótt. 23. júlí 2015.

Vísað til umsagnar verkefnisstjóra.

13.15 Þingholtsstræti 29A, Skúr
Að lokinni grenndarkynningu er lagt fram að nýju erindi frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa frá 9. júní 2015 þar sem sótt er um leyfi til að byggja timburskúr á steyptum sökkli í suðurhorni garðs við einbýlishús á lóð nr. 29A við Þingholtsstræti. Erindi var grenndarkynnt frá 18. júní til og með 16. júlí 2015. Engar athugasemdir bárust.
Stærð: 5,8 ferm., 13,5 rúmm. Gjald kr. 9.823

Samþykkt með vísan til viðauka um embættisafgreiðslur skipulagsfulltrúa við samþykkt um stjórn Reykjavíkurborgar.
Vísað til fullnaðarafgreiðslu byggingarfulltrúa.


14.15 Þrastargata 1-11, (fsp) - 5 - viðbygging
Lögð fram fyrirspurn Óskars Þórs Óskarssonar dags. 16. júlí 2015 um viðbyggingu á hús nr. 5 á lóð nr. 1-11 við Þrastargötu. Fyrirspurnin er framsend til skipulagsfulltrúa af afgreiðslufundi byggingarfulltrúa 28. júlí sl.

Vísað til umsagnar verkefnisstjóra.

15.15 Laufásvegur 27, Breyting - tvær íbúðir
Að lokinni grenndarkynningu er lagt fram að nýju erindi frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa frá 9. júní 2015 þar sem sótt er um leyfi til að stækka stigahús, byggja sólskála með svölum á þaki við suðurgafl, hækka forstofubyggingu á norðurgafli og breyta innra skipulagi í tvíbýlishús á lóð nr. 27 við Laufásveg. Erindi var grenndarkynnt frá 18. júní til og með 16. júlí 2015. Engar athugasemdir bárust.
Útskrift úr gerðabók embættisafgreiðslufundar skipulagsfulltrúa frá 5. júní 2015 fylgir erindinu ásamt umsögn skipulagsfulltrúa dags. 3. júní 2015 og umsögn Minjastofnunar Íslands dags. 20. mars 2015. Stækkun: 29,8 ferm., 85 rúmm. Gjald kr. 9.823

Samþykkt með vísan til viðauka um embættisafgreiðslur skipulagsfulltrúa við samþykkt um stjórn Reykjavíkurborgar.
Vísað til fullnaðarafgreiðslu byggingarfulltrúa.


16.15 Teigahverfi norðan Sundlaugavegar, óveruleg breyting á deiliskipulagi
Að lokinni grenndarkynningu er lögð fram að nýju umsókn umhverfis- og skipulagssviðs, skrifstofu umhverfisgæða, dags. 12. júní 2015 varðandi óverulega breytingu á deiliskipulagi Teigahverfis - norðan Sundlaugavegar: Laugalækur/Hrísateigur. Í breytingunni felst að afmarkaður er byggingarreitur fyrir grenndargáma, samkvæmt uppdr. umhverfis- og skipulagssviðs dags. 9. júní 2015. Tillagan var grenndarkynnt frá 18. júní til og með 16. júlí 2015. Eftirtaldir aðilar sendu athugasemdir: Reitir I og Reitir II dags. 15. júlí 2015.

Vísað til umsagnar verkefnisstjóra.

17.15 Baldursgata 30, Lenging á svölum
Að lokinni grenndarkynningu er lagt fram að nýju erindi frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa frá 16. júní 2015 þar sem sótt er um leyfi til að lengja svalir á 2, 3, og 4. hæð og núverandi glugga og hurð á íbúð á 3. hæð verður skipt út og rennihurð sett í staðinn í mhl. 03 í húsinu á lóð nr. 30 við Baldursgötu. Erindi var grenndarkynnt frá 25. júní til og með 23. júlí 2015. Engar athugasemdir bárust.
Samþykki meðlóðarhafa ódags. fylgir erindinu. Jákvæð fyrirspurn BN048921 dags. 10. mars 2015 fylgir. Gjald kr. 9.823

Samþykkt með vísan til viðauka um embættisafgreiðslur skipulagsfulltrúa við samþykkt um stjórn Reykjavíkurborgar.
Vísað til fullnaðarafgreiðslu byggingarfulltrúa.


18.15 Korngarðar 1, breyting á deiliskipulagi
Lögð fram umsókn Guðmundar Oddar Víðissonar dags. 20. júlí 2015 varðandi breytingu á deiliskipulagi Skarfabakka Klettasvæði vegna lóðar nr. 1 við Korngarða. Í breytingunni felst að bæta við byggingarreit sunnan megin á lóð nr. 4 við Klettagarða á lóðarmörkum, samkvæmt uppdrætti Dap ehf. dags. 25. júní 2015.

Vísað til meðferðar verkefnisstjóra.

19.15 Víðimelur 35, málskot
Lagt fram málskot Ómars Guðmundssonar f.h. Tiris ehf. dags. 21. júlí 2015 vegna neikvæðrar afgreiðslu skipulagsfulltrúa frá 10. janúar 2014 á fyrirspurn um breytingu á iðnaðarhúsnæði á lóð nr. 35 við Víðimel í íbúðarhúsnæði.

Vísað til umhverfis- og skipulagsráðs.

20.15 Barmahlíð 39, (fsp) skammtímaleiga íbúðar
Á fundi skipulagsfulltrúa 17. júlí 2015 var lögð fram fyrirspurn Björns Pálssonar dags. 8. júlí 2015 um hvort heimilt sé að leigja út íbúð í Barmahlíð 39 í gegnum vefsíðuna Airbnb í skammtímaleigu. Fyrirspurninni var vísað til umsagnar verkefnisstjóra og er nú lögð fram að nýju ásamt umsögn skipulagsfulltrúa dags. 31. júlí 2015.

Neikvætt, með vísan til umsagnar skipulagsfulltrúa dags. 31. júlí 2015.

21.15 Fífusel 2-18, (fsp) - 12 - Íbúð jarðhæð
Lagt fram erindi frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa frá 7. júlí 2015 þar sem spurt er hvort leyft yrði að innrétta tvær litlar íbúðir þar sem nú er ósamþykkt íbúð og tvö stök íbúðarherbergi í kjallara fjölbýlishúss nr. 12 á lóð nr. 2-18 við Fífusel. Einnig er lögð fram umsögn skipulagsfulltrúa dags. 24. júlí 2015.
Neikvætt, með vísan til umsagnar skipulagsfulltrúa dags. 24. júlí 2015.

22.15 Gufunes, skemmtigarður, rekstrarleyfi í flokki II
Lagt fram erindi skrifstofu borgarstjórnar dags. 21. júlí 2015 þar sem óskað er eftir umsögn umhverfis- og skipulagssviðs á umsókn Fjöreflis ehf. um rekstrarleyfi í flokki II fyrir veitingastað að nafni Fótboltagolfskáli á svæði OP8 í skemmtigarðinum í Gufunesi. Sótt er um veitingatíma áfengis til kl. 23:00 alla daga. Einnig er lögð fram umsögn skipulagsfulltrúa dags. 30. júlí 2015.

Jákvætt, með vísan til umsagnar skipulagsfulltrúa dags. 30. júlí 2015.

23.15 Hverfisgata 50, framkvæmdaleyfi
Lögð fram umsókn Lagnafóðrunar ehf. mótt. 27. júlí 2015 um framkvæmdaleyfi vegna framkvæmda að Hverfisgötu 50 sem felst í að loka fyrir ónýta skolplögn.
Ekki er gerð athugasemd við erindið. Ekki er um framkvæmdaleyfisskylda framkvæmd að ræða.

24.15 Kambasel 23-27, (fsp) - 23 - Fótaaðgerðastofa bílskúr
Lagt fram erindi frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa frá 7. júlí 2015 þar sem spurt er hvort leyft yrði að innrétta fótaaðgerðastofu í bílskúr við raðhús nr. 23 á lóð nr. 23-27 við Kambasel. Einnig er lögð fram umsögn skipulagsfulltrúa dags. 24. júlí 2015.

Neikvætt, með vísan til umsagnar skipulagsfulltrúa dags. 24. júlí 2015.

25.15 Klettagarðar 7, starfsleyfi fyrir meðhöndlun spilliefna
Lagt fram bréf Umhverfisstofnunar dags. 6. júlí 2015 þar sem óskað er eftir umsögn umhverfis- og skipulagssviðs um tillögu að starfsleyfi fyrir Efnarás ehf. fyrir meðhöndlun spilliefna og raf- og rafeindatækjaúrgangs að Klettagörðum 7.

Vísað til meðferðar hjá verkefnisstjóra.

26.15 Klettagarðar 12, (fsp) breyting á starfsemi
Á fundi skipulagsfulltrúa 17. júlí 2015 var lögð fram fyrirspurn Fasteignafélagsins Sindra ehf. dags. 14. júlí 2015 þar sem sótt er um breytingu á starfsemi húss og lóðar að Klettagörðum 12 þannig að eign verði nýtt sem gistingar-, afþreyingar og náttúruupplifun fyrir ferðamenn. Fyrirspurninni var vísað til umsagnar verkefnisstjóra og er nú lögð fram að nýju ásamt umsögn skipulagsfulltrúa dags. 31. júlí 2015.

Neikvætt, með vísan til umsagnar skipulagsfulltrúa dags. 31. júlí 2015.

27.15 Laugavegur 58, (fsp) hækkun húss
Lögð fram umsókn Parísar ehf. dags. 12. maí 2015 varðandi hækkun hússins á lóð nr. 58 við Laugaveg, samkvæmt tillögu Parísar ehf. dags. 12. maí 2015. Einnig er lagður fram tölvupóstur Svövu Magdalenu Arnarsdóttur dags. 24. júlí 2015 þar sem umsókn er dregin til baka.

Umsóknin dregin til baka.

28.15 Mánatún 5, (fsp) skammtímaleiga íbúðar
Á fundi skipulagsfulltrúa 17. júlí 2015 var lögð fram fyrirspurn Björns Pálssonar, dags. 8. júlí 2015 um hvort heimilt sé að leigja út íbúð í Mánatúni 5 í gegnum vefsíðuna Airbnb í skammtímaleigu. Fyrirspurninni var vísað til umsagnar verkefnisstjóra og er nú lögð fram að nýju ásamt umsögn skipulagsfulltrúa dags. 22. júlí 2015.

Neikvætt, með vísan til umsagnar skipulagsfulltrúa dags. 22. júlí 2015.

29.15 Völvufell 11, (fsp) breyting á deiliskipulagi
Á fundi skipulagsfulltrúa 17. júlí 2015 var lögð fram fyrirspurn Víkurstáls ehf. dags. 10. júlí 2015 þar sem óskað er eftir breytingu á deiliskipulagi. Í breytingunni felst að eins hæðar húsi er breytt í tveggja hæða fjölbýlishús með tuttugu og fjórum 30m2 einstaklingsíbúðum. Fyrirspurninni var vísað til umsagnar verkefnisstjóra og er nú lögð fram að nýju ásamt umsögn skipulagsfulltrúa dags. 31. júlí 2015.

Neikvætt, með vísan til umsagnar skipulagsfulltrúa dags. 31. júlí 2015.

30.15 Þverholt 7, (fsp) veitingasala
Lögð fram fyrirspurn Ólafar Einarsdóttur dags. 20. júlí 2015 varðandi veitingasölu á jarðhæð hússins á lóð nr. 7 við Þverholt. Einnig lögð fram umsögn skipulagsfulltrúa dags. 22. júlí 2015.

Ekki eru gerðar skipulagslegar athugasemdir við erindið. Sækja þarf um byggingarleyfi.

31.15 Baldursgata 16, Íbúð - 3.hæð
Að lokinni grenndarkynningu er lagt fram að nýju erindi frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa frá 9. júní 2015 þar sem sótt er um leyfi leyfi til að breyta innra fyrirkomulagi íbúðar 0301 og byggja svalir á suðurhlið (bakhlið) þakhæðar,einnig er sótt um leyfi til að byggja svalir og stiga ofan í garð frá íbúð á 1. hæð fjölbýlishússins á lóðinni nr. 16 við Baldursgötu. Erindi var grenndarkynnt frá 25. júní til 23. júlí 2015. Eftirtaldir aðilar sendu athugasemdir: Hafsteinn Helgason dags. 19. júlí 2015, Óli Þór Barðdal og M. Agnes Jónsdóttir dags. 23. júlí 2015 og Kolbrún Björnsdóttir dags. 23. júlí 2015.
Jafnframt er erindi BN047413 dregið til baka. Meðfylgjandi er yfirlýsing hönnunarstjóra dags. 15.4. 2015, umsögn Minjastofnunar Íslands dags. 8.6. 2015 og útskýring á eignarhaldi dags. 8.6. 2015.
Gjald kr 9.823

Vísað til umhverfis- og skipulagsráðs.

32.15 Bykoreitur, (fsp) reitur 1.138, breyting á aðal- og deiliskipulagi
Lögð fram fyrirspurn Nitur ehf. dags. 27. júlí 2015 varðandi breytingu á aðal- og deiliskipulagi reits 1.138, Bykoreits, sem felst í fjölgun íbúða á reitnum. Einnig er óskað eftir skilgreiningu á bundnum byggingarlínum við Hringbraut og Sólvallargötu, kröfu um að allar íbúðir skuli vera gegnumgangandi með mótlæga útveggi og hæðarsetningu bygginga miðað við götu, lyftustokka og þakburðavirki, samkvæmt tillögu Plúsarkitekta ehf. dags. júlí 2015.

Vísað til umsagnar verkefnisstjóra.

33.15 Gylfaflöt 2-4, 6-8, 10-12 og 14, breyting á deiliskipulagi
Að lokinni auglýsingu er lögð fram að nýju umsókn Orkuveitu Reykjavíkur - Veitur ohf. dags. 17. desember 2014 varðandi breytingu á deiliskipulagi lóðanna nr. 2-4, 6-8, 10-12 og 14 við Gylfaflöt. Í breytingunni felst að mörkum lóðanna nr. 2-4, 6-8, 10-12 og 14 við Gylfaflöt er breytt og heimildir til uppbyggingar eru skilgreindar. Ný innkeyrsla er áformuð um hringtorg frá Hallsvegi. Einnig er skilgreind lóð fyrir dreifistöð Orkuveitu Reykjavíkur á svæðinu, samkvæmt uppdr. Landslags ehf. dags. 20. maí 2015. Tillaga var auglýst frá 5 júní 2015 til og með 24. júlí 2015. Eftirtaldir aðilar sendu athugasemdir: Vignir Bjarnason dags. 3. júlí 2015 þar sem meðal annars er óskað eftir framlengingu á athugasemdafresti, Landsnet dags. 11. júlí 2015, íbúasamtök Grafarvogs dags. 16. júlí 2015 og Árni Guðmundsson dags. 19. júlí 2015. Einnig er lögð fram bókun hverfisráðs Grafarvogs frá 10. júlí 2015 þar sem óskað er eftir framlengingu á athugasemdarfresti.

Samþykkt að framlengja athugasendafrest til 17. ágúst 2015.

34.15 Háskólinn í Reykjavík, breyting á deiliskipulagi
Að lokinni auglýsingu er lögð fram að nýju umsókn Kanon arkitekta ehf. dags. 16. apríl 2015 varðandi breytingu á deiliskipulagi Háskólans í Reykjavík í samræmi við niðurstöðu hugmyndasamkeppni um deiliskipulag Háskólans í Reykjavík, Háskólagarða. Einnig er lögð fram greinargerð og skilmálar dags. 16. apríl 2015 og uppdrættir dags. 16. apríl 2015, uppfærðir 14. maí 2015. Auglýsing stóð yfir frá 5. júní 2015 til og með 17. júlí 2015. Tillagan var auglýst frá 5. júní til og með 17. júlí 2015. Eftirtaldir aðilar sendu athugasemdir: Birkir Ingibjartsson dags. 17. júlí 2015.


Vísað til umsagnar verkefnisstjóra.

35.15 Lokastígur 18, (fsp) - vinnustofa
Lögð fram fyrirspurn Vignis Guðjónssonar, dags. 20. júlí 2015 um hvort breyta megi geymsluskúr í vinnustofu og stækka hann á lóð nr. 18 við Lokastíg. Fyrirspurnin er framsend til skipulagsfulltrúa af afgreiðslufundi byggingarfulltrúa 28. júlí sl.

Vísað til umsagnar verkefnisstjóra.

36.15 Mýrargata/Seljavegur, (fsp) breyting á deiliskipulagi
Lögð fram fyrirspurn Reir ehf. mótt. 27. júlí 2015 varðandi breytingu á deiliskipulagi Nýlendureits sem felst í uppbyggingu á lóðunum nr. 27, 29 og 31 við Mýrargötu og 1A og 1B við Seljaveg, samkvæmt tillögu Plúsarkitekta ehf. dags. júlí 2015.

Vísað til umsagnar verkefnisstjóra.

37.15 Nýlendugata 29, (fsp) breyting á deiliskipulagi
Lögð fram fyrirspurn Ásdísar Jónsdóttur mótt. 27. júlí 2015 varðandi breytingu á deiliskipulagi Nýlendureits sem felst í breytingu á byggingarreit og skilmálum lóðarinnar nr. 29 við Nýlendugötu til samræmis við upphaflegar byggingarnefndarteikningar, samkvæmt tillögu Plúsarkitekta ehf. dags. júlí 2015.

Vísað til umsagnar verkefnisstjóra.

38.15 Rauðagerði 40, (fsp) - viðbygging, stigahús
Lögð fram fyrirspurn Sigurjóns Guðmundssonar, dags. 18. júlí 2015 um viðbyggingu fyrir stigahús á lóð nr. 40 við Rauðagerði. Fyrirspurnin er framsend til skipulagsfulltrúa af afgreiðslufundi byggingarfulltrúa 28. júlí sl.

Vísað til meðferðar verkefnisstjóra.

39.15 Tjarnargata 28, Kvistur - breyting inni
Lagt fram erindi frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa 28. júlí 2015 þar sem sótt er um leyfi til að byggja kvist á austurhlið og breyta innra skipulagi efri hæðar einbýlishúss á lóð nr. 28 við Tjarnargötu.
Erindi fylgir umsögn Minjastofnunar Íslands dags, 9. júlí 2015, samþykki lóðarhafa aðliggjandi lóða dags. 8. júlí 2015, samþykki lóðarhafa Tjarnargötu 26 vegna breytinga á lóðamörkum og kaupsamningur dags. 22. maí 2015. Stækkun: 1,76 ferm., 5,76 rúmm. Gjald kr. 9.823

Vísað til umsagnar verkefnisstjóra.

40.15 Bergstaðastræti 36, (fsp) kaffihús
Lögð fram fyrirspurn Stáss design ehf. mótt. 28. júlí 2015 varðandi rekstur kaffihúss á fyrstu hæð hússins á lóð nr. 36 við Bergstaðastræti. Einnig er lögð fram umsögn skipulagsfulltrúa dags. 29. júlí 2015.

Ekki er gerð athugasemd við fyrirspurn með vísan til umsagnar skipulagsfulltrúa dags. 29. júlí 2015. Byggingarleyfisumsókn verður grenndarkynnt berist hún.

41.15 Drafnarfell 2-18, rekstrarleyfi í flokki II
Lagt fram erindi frá skrifstofu borgarstjórnar dags. 24. júlí 2015 þar sem óskað er eftir umsögn umhverfis- og skipulagssviðs á umsókn Fellakaffi ehf. um rekstarleyfi í flokki II fyrir kaffihús á lóðinni nr. 2-18 við Drafnarfell. Sótt er um veitingatími áfengis til kl. 23:00. Einnig er lögð fram umsögn skipulagsfulltrúa dags. 27. júlí 2015.

Jákvætt, með vísan til umsagnar skipulagsfulltrúa dags. 27. júlí 2015.

42.15 Hamrahlíð 29, (fsp) stækkun lóðar
Lögð fram fyrirspurn Jakobs S. Friðrikssonar mótt. 30. júlí 2015 varðandi stækkun lóðarinnar nr. 29 við Hamrahlíð um einn metra til norðurs.

Vísað til umsagnar verkefnisstjóra.

43.15 Jónsgeisli 37, Stoðveggir
Á fundi skipulagsfulltrúa 17. júlí 2015 var lagt fram erindi af afgreiðslufundi byggingarfulltrúa frá 14. júlí 2015 þar sem sótt er um leyfi til að byggja stoðveggi, tröppur og pall við einbýlishús á lóð nr. 37 við Jónsgeisla. Erindinu var vísað til umsagnar verkefnisstjóra og er nú lagt fram að nýju ásamt umsögn skipulagsfulltrúa dags. 27. júlí 2015.
Gjald kr. 9.823

Neikvætt, með vísan til umsagnar skipulagsfulltrúa dags. 27. júlí 2015.

44.15 Laugavegur 22, tímabundið útiveitingaleyfi
Lagt fram erindi skrifstofu borgarstjórnar dags. 21. júlí 2015 þar sem óskað er eftir umsögn umhverfis- og skipulagssviðs á umsókn Kíkí Queer bars ehf. um tímabundið útiveitingaleyfi áfengis í tjaldi að Laugavegi 22 fyrir 100 manns. Sótt er um veitingatíma áfengis Laugardaginn 8. ágúst 2015 frá kl. 11:00 til kl: 21:00. Einnig er lögð fram umsögn skipulagsfulltrúa dags. 24. júlí 2015.

Neikvætt, með vísan til umsagnar skipulagsfulltrúa dags. 24. júlí 2015.

45.15 Síðumúli 10, (fsp) - fæðingaraðstaða 1.hæð
Lagt fram erindi frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa 28. júlí 2015 þar sem spurt er hvort breyta megi verslunarhúsnæði í fæðingaraðstöðu og -fræðslu á 1. hæð í húsi á lóð nr. 10 við Síðumúla.

Vísað til umsagnar verkefnisstjóra.

46.15 Elliðabraut 4-6, (fsp) breyting á notkun
Lögð fram fyrirspurn Þingvangs ehf. mótt. 23. júlí 2015 varðandi breytingu á notkun hússins á lóð nr. 4-6 við Elliðabraut úr atvinnuhúsnæði í íbúðahúsnæði með vísan til kynningar á verklýsingu vegna fyrirhugaðra breytinga á aðalskipulagi Reykjavíkur 2010-2030, varðandi skilgreiningu landnotkunar vestan Elliðabrautar í Norðlingaholti. Einnig er lögð fram umsögn skipulagsfulltrúa dags. 30. júlí 2015.

Umsögn skipulagsfulltrúa dags. 30. júlí 2015 samþykkt.

47.15 Engjateigur 7, (fsp) nýr byggingarreitur, fækkun bílastæða o.fl.
Á fundi skipulagsfulltrúa 17. júlí 2015 var lögð fram fyrirspurn Ístaks hf. dags. 5. maí 2015 um að afmarka nýjan byggingarreit fyrir hliðhús syðst á lóðinni nr. 7 við Engjateig, girða lóðina af, færa innkeyrslu, fækka bílastæðum o.fl., samkvæmt uppdr. Arkís arkitekta ehf. dags. 5. maí 2015. Einnig er lagt fram bréf Arkís arkitekta ehf. dags. 5. maí 2015. Fyrirspurninni var vísað til umsagnar verkefnisstjóra og er nú lögð fram að nýju.
Kynna formanni umhverfis- og skipulagsráðs.

48.15 Engjateigur 9, (fsp) breyting á lóð
Á fundi skipulagsfulltrúa 17. júlí 2015 var lögð fram fyrirspurn Árna Björns Björnssonar dags. 7. júlí 2015 varðandi breytingu á lóð nr. 9 við Engjateig. Fyrirspurninni var vísað til umsagnar verkefnisstjóra og er nú lögð fram að nýju ásamt umsögn skipulagsfulltrúa dags. 30. júlí 2015.

Jákvætt, með vísan til umsagnar skipulagsfulltrúa dags. 30. júlí 2015.

49.15 Fannafold 176, (fsp) byggja yfir svalir
Lögð fram fyrirspurn Birkis Leóssonar mótt. 24. júlí 2015 um að byggja yfir svalir hússins á lóð nr. 176 við Fannafold. Einnig lögð fram umsögn skipulagsfulltrúa dags. 30. júlí 2015.


Neikvætt, með vísan til umsagnar skipulagsfulltrúa dags. 30. júlí 2015.

50.15 Hverafold 7, (fsp) úthlutun lóðar og breyting á notkun
Lögð fram fyrirspurn Hugkaups ehf. mótt. 23. júlí 2015 varðandi úthlutun lóðarinnar nr. 7 við Hverafold ásamt breytingu á notkun hússins úr verslunar- og þjónustuhúsnæði í íbúðir. Einnig er lögð fram umsögn skipulagsfulltrúa dags. 30. júlí 2015.


Umsögn skipulagsfulltrúa dags. 30. júlí 2015 samþykkt.

51.15 >Sigtún 38 og 40, Sigtúnsreitur, breyting á deiliskipulagi
Að lokinni auglýsingu er lögð fram að nýju umsókn Íslandshótels hf. dags. 28. apríl 2015 varðandi breytingu á deiliskipulagi lóðanna nr. 38 og 40 við Sigtún. Í breytingunni felst að lóð nr. 38 er stækkuð og heimiluð er aukin uppbygging hótels á henni og lóð nr. 40 er minnkuð og heimiluð er uppbygging íbúðarhúsa í sex byggingum á henni í stað gróðurskála. Skrifaðir eru nýir sérskilmálar fyrir báðar lóðirnar miðað við breytta uppbyggingu. Einnig eru lagðir fram uppdrættir Atelier Arkitekta slf. dags. apríl 2015. Tillagan var auglýst frá 29. maí 2015 til og með 10. júlí 2015. Eftirtaldir aðilar sendu inn athugasemdir: Helga Ágústsdóttir dags. 3. júní 2015, Jón Viðar Gunnarsson dags. 4. júní 2015 og Salvör Gissurardóttir dags. 11. júní 2015, Halla Sif Guðlaugsdóttir dags. 7. júlí 2015, Hildur Bjarnadóttir dags. 7. júlí 2015, Hjörtur Þór Hauksson dags. 7. júlí 2015, Anna Halldóra Þórðardóttir, dags. 7. júlí 2015, Þórhallur Jóhannesson dags. 7. júlí 2015, Axel Eiríksson og Stefanía Sigurjónsdóttir dags. 8. júlí 2015, Verkfræðingafélag Íslands Árni B. Björnsson dags. 9. júlí 2015, Kristbjörn Helgason dags. 9. júlí 2015, Málfríður Kristjánsdóttir dags. 9. júlí 2015, Elísabet Magnúsdóttir, dags. 9. júlí 2015, Jesús Rodríguez dags. 9. júlí 2015, Inga María Leifsdóttir dags. 9. júlí 2015, Jón Ágúst Eiríksson dags. 9. júlí 2015, Sigrún Drífa Jónsdóttir og Árni Sören Ægisson dags. 9. júlí 2015, Karl Frank Sigurðsson dags. 9. júlí 2015, Svala Bryndís Jónsdóttir dags. 9. júlí 2015, Hjalti Þórisson og Guðrún Björk Tómsdóttir dags. 9. júlí 2015, Jón V. Gunnarsson dags. 10. júlí 2015, undirskriftalisti 336 íbúa dags. 9. júlí 2015, Bjarney Jónsdóttir og Guðrún Einarsdóttir dags. 9. júlí 2015, íbúasamtök Laugardals dags. 10. júlí 2015, Haukur Karlsson og Áslaug Karlsdóttir dags. 10. júlí 2015, Ásgeir Björgvinsson og Þórhildur Þórhallsdóttir dags. 13. júlí 2015, Ásgeir Jónsson og Gerður Bolladóttir dags. 13. júlí 2015, Birkir Fjalar Viðarsson dags. 13. júlí 2015, Heiðlóa Ásvaldsdóttir dags. 13. júlí 2015 og Landssamtök hjólreiðarmanna dags. 13. júlí 2015. Einnig er lögð fram umsögn hverfisráðs Laugardals dags. 23. júní 2015.
Athugasemdir kynntar.

52.15 Traðarland 10-16, (fsp) bílskúr á lóð nr. 14
Lögð fram fyrirspurn Arnars Þórs Jónssonar mótt. 22. júlí 2015 um að byggja nýjan bílskúr á lóðinni nr. 14 við Traðarland, samkvæmt tillögu Arkís arkitekta ehf. dags. 22. júlí 2015. Einnig er lögð fram umsögn skipulagsfulltrúa dags. 30. júlí 2015.

Neikvætt, með vísan til umsagnar skipulagsfulltrúa dags. 30. júlí 2015

53.15 Hverafold 49, Reyndarteikningar
Á fundi skipulagsfulltrúa 12. júní 2015 var lagt fram erindi frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa frá 9. júní 2015 þar sem sótt er um samþykki fyrir áður gerðum breytingum, innréttuð hefur verið íbúð í neðri kjallara og sökkulrýmum og efri kjallari hefur verið stækkaður inn í sökkulrúmi í parhúsi nr. 49A á lóð nr. 49 við Hverafold. Erindinu var vísað til umsagnar verkefnisstjóra og er nú lagt fram að nýju ásamt umsögn skipulagsfulltrúa dags. 30. júlí 2015.
Stækkun: xx ferm., xx rúmm. Gjald kr. 9.823

Neikvætt, með vísan til umsagnar skipulagsfulltrúa dags. 30. júlí 2015.