Vitastígur 11,
Óðinsgata,
Garðastræti 37,
Holtavegur 23, Langholtsskóli,
Hvammur,
Klapparstígur 44,
Suðurhlíð 35,
Tangarhöfði 9,
Úlfarsbraut 122-124,
Austurbakki 2, reitur 1 og 2,
Brúnavegur 3 og 5,
Háskólinn í Reykjavík,
Oddagata 4,
Stangarhylur 3-3a,
Tjarnargata 36,
Þórunnartún,
Bergþórugata 5,
Hafnarstræti 19,
Laugavegur 4,
Laugavegur 80,
Leifsgata 30,
Njálsgata 18,
1.172.0 Brynjureitur, allur reiturinn,
Seljavegur 2,
Álakvísl 15-19,
Heiðargerði 9,
Hrísateigur 14,
Kjalarvogur 12,
Blómvallagata 2,
Bolholt 6-8,
Elliðabraut 2,
Fossvogsblettur 2-2A,
Höfðatorg,
Suðurlandsbraut 8 og 10,
Bárugata 34,
Friggjarbrunnur 42-44, Skyggnisbraut 14-18,
Laufásvegur 65,
Ránargata 9A,
Skólavörðustígur 21A,
Vegamótastígur 7 og 9,
Frakkastígur - Skúlagata,
Gufunes - Skemmtigarður,
Kjalarnes, Hof,
Krókháls 11,
Úlfarsárdalur,
Úlfarsfell,
Brautarholt 7,
Hlíðarendi,
Þverholt 15,
Bragagata 35 og Freyjugata 16,
Embættisafgreiðslufundur skipulagsstjóra Reykjavíkur samkvæmt viðauka 2.4 við samþykkt um stjórn Reykjavíkurborgar.
535. fundur 2015
Ár 2015, föstudaginn 17. apríl kl. 09:12, hélt skipulagsfulltrúi Reykjavíkur 535. embættisafgreiðslufund sinn til afgreiðslu mála án staðfestingar skipulagsráðs. Fundurinn var haldinn á skrifstofu skipulagsfulltrúa Borgartúni 12 - 14, 2. hæð, Stardalur.
Fundinn sátu: Fundinn sátu: Björn Axelsson, Ágústa Sveinbjörnsdóttir og Marta Grettisdóttir
Eftirtaldir embættismenn kynntu mál á fundinum: Halldóra Hrólfsdóttir, Jón Kjartan Ágústsson, Hildur Gunnarsdóttir, Margrét Þormar, Guðlaug Erna Jónsdóttir, Lilja Grétarsdóttir, Borghildur S. Sturludóttir, Björn Ingi Edvardsson og Hildur Gunnlaugsdóttir.
Fundarritari: Björgvin Rafn Sigurðarson, vék síðan af fundi kl. 11:30 og þá höfðu verið afgreidd erindi nr. 1 til 5, nr. 7, nr. 10 og nr. 12. Erna Hrönn Geirsdóttir tók við sem fundarritari frá þeim tíma að fundarlokum.
Þetta gerðist:
1.15 Vitastígur 11, Breyta í gistiheimili
Lagt fram erindi frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa frá 14. apríl 2015 þar sem sótt er um leyfi til að innrétta gististað í flokki II, tegund gistiheimili, einnig er gerð grein fyrir ýmsum áður gerðum breytingum á húsi, s.s. að lækka gólf í kjallara í framhúsi og lækka land og byggja brú, sbr. erindi BN047497 sem var frestað, yfir gjána milli framhúss og bakhúss, á lóð nr. 11 við Vitastíg.
Gjald kr. 9.823
Vísað til umsagnar verkefnisstjóra.
2.15 Óðinsgata, gististaðir
Lagt fram bréf Ólínu Torfadóttur dags. 10. apríl 2015 varðandi rekstur gististaða að Óðinsgötu.
Vísað til umsagnar verkefnisstjóra.
3.15 Garðastræti 37, (fsp) rekstrarleyfi í flokki II
Á fundi skipulagsfulltrúa var lögð fram fyrirspurn Dap ehf. dags. 8. apríl 2015 varðandi rekstrarleyfi í flokki II fyrir veitingastofu Gam Management að Garðastræti 37. Einnig er lagt fram bréf Dap ehf. dags. 8. apríl og uppdr. Dap ehf. dags. 7. október 2013. Fyrirspurninni var vísað til umsagnar verkefnisstjóra og er nú lögð fram að nýju ásamt umsögn skipulagsfulltrúa dags. 17. apríl 2015.
Neikvætt, með vísan til umsagnar skipulagsfulltrúa dags. 17. apríl 2015.
4.15 Holtavegur 23, Langholtsskóli, breyting á deiliskipulagi
Að lokinni auglýsingu er lögð fram að nýju umsókn Reykjavíkurborgar, dags. 6. febrúar 2015 ásamt tillögu umhverfis- og skipulagssviðs varðandi breytingu á deiliskipulagi lóðarinnar nr. 23 við Holtaveg. Í breytingunni felst að koma fyrir byggingarreitum fyrir færanlegar kennslustofur á suðvestur- og suðausturhluta lóðar sunnan við álmu C og fjarlægja byggingarreit fyrir færanlegar kennslustofur í norðausturhluta lóðar, samkvæmt uppdr. umhverfis- og skipulagssviðs dags. 30. janúar 2015. Einnig er lagt fram umboð eigna og atvinnuþróunar dags. 9. febrúar 2015. Tillagan var auglýst frá 2. mars til og með 13. apríl 2015. Engar athugasemdir bárust. Að loknum athugasemdarfresti barst athugasemd/ábending frá Hrafnhildi Brynjólfsdóttur dags. 14. apríl 2015.
Vísað til umsagnar verkefnisstjóra.
5.15 Hvammur, (fsp) - Starfsmannahús
Á fundi skipulagsfulltrúa 20. febrúar 2015 var lagt fram erindi frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa frá 22. desember 2014 þar sem sótt er um hvort byggja megi 100 fermetra starfsmannahús fyrir fjóra starfsmenn í Hvammi á Kjalarnesi, landnúmer 125856. Erindinu var frestað og er nú lagt fram að nýju, ásamt umsögn skipulagsfulltrúa dags. 17. apríl 2015
Jákvætt, með vísan til umsagnar skipulagsfulltrúa dags. 17.apríl 2015.
6.15 Klapparstígur 44, (fsp) breyting á notkun
Lögð fram fyrirspurn Fyrirtækjasölunnar Suðurveri ehf. dags. 16. apríl 2015 varðandi breytingu á notkun jarðhæðar og kjallara hússins á lóð nr. 44 við Klapparstíg úr verslun í veitingahús.
Vísað til umsagnar verkefnisstjóra.
7.15 Suðurhlíð 35, (fsp) - Breyta í gististað
Lagt fram erindi frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa frá 14. apríl 2015 þar sem spurt er hvort leyfi fengist til að breyta skrifstofurýmum í íbúðarherbergi til skammtímaleigu (gististað) til ferðafólks í húsnæðinu á lóð nr. 35 við Suðurhlíð. Einnig er lögð fram umsögn skipulagsfulltrúa dags. 17. april 2015.
Neikvætt, með vísan til umsagnar skipulagsfulltrúa dags. 17. apríl 2015.
8.15 Tangarhöfði 9, (fsp) - Gistiheimili
Lagt fram erindi frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa frá 14. apríl 2015 þar sem spurt er hvort leyfi fengist til að gera gistiheimili í efri og neðri hæð hússins á lóð nr. 9 við Tangarhöfða. Einnig er lögð fram umsögn skipulagsfulltrúa dags. 17. apríl 2015.
Neikvætt, með vísan til umsagnar skipulagsfulltrúa dags. 17. apríl 2015.
9.15 Úlfarsbraut 122-124, breyting á deiliskipulagi
Að lokinni auglýsingu er lögð fram að nýju umsókn Reykjavíkurborgar, dags. 6. febrúar 2015 ásamt tillögu umhverfis- og skipulagssviðs varðandi breytingu á deiliskipulagi Úlfarsárdals vegna lóðarinnar nr. 122-124 við Úlfarsbraut. Í breytingunni felst að byggingarreitur til bráðabirgða er stækkaður, samkvæmt uppdr. umhverfis- og skipulagssviðs dags. 30. janúar 2015. Einnig er lagt fram umboð eigna og atvinnuþróunar dags. 9. febrúar 2015. Tillagan var auglýst frá 2. mars til og með 13. apríl 2015. Engar athugasemdir bárust.
Samþykkt með vísan til heimilda um embættisafgreiðslur skipulagsfulltrúa í viðauka við samþykkt um stjórn Reykjavíkurborgar
10.15 Austurbakki 2, reitur 1 og 2, breyting á deiliskipulagi
Lögð fram umsókn Landstólpa þróunarfélags ehf. dags. 10. apríl 2015 varðandi breytingu á deiliskipulagi Austurhafnar vegna lóðarinnar nr. 2 við Austurbakka. Í breytingunni felst að hæðarkótar bygginga verði leiðréttir í samræmi við breytingar á hæðarkótum gatna, inndráttur jarðahæðar við Tryggvagötu minnkar úr 2 metrum í 1,5 metra, nýtingarhlutfall hækkar í hlutfalli vi ð B og C rými o.fl., samkvæmt uppdr. Batterísins Arkitekta ehf. dags. 15. apríl 2015. Einnig er lögð fram greinargerð Batterísins arkitekta ehf. ódags., bréf Pálmars Kristmundssonar ark. f.h. Landstólpa þróunarfélags ehf. dags. 9. apríl 2015 og samþykki meðlóðarhafa dags. 9. apríl 2015.
Vísað til umhverfis- og skipulagsráðs.
11.15 Brúnavegur 3 og 5, sameining lóða
Á fundi skipulagsfulltrúa 27. mars 2015 var lögð fram umsókn Helenu Gunnarsdóttir dags. 20. mars 2015 varðandi breytingu á deiliskipulagi sunnan Kleppsvegar vegna lóðanna nr. 3 og 5 við Brúnaveg. Í breytingunni felst sameining lóða, samkvæmt uppdr. Vigfúsar Halldórssonar dags. 9. desember 2014. Einnig er lagt fram samþykki lóðarhafa dags. 11. febrúar 2015. Umsókninni var vísað til meðferðar hjá verkefnisstjóra og er nú lögð fram að nýju.
Vísað til umhverfis- og skipulagsráðs.
12.15 Háskólinn í Reykjavík, breyting á deiliskipulagi
Lögð fram umsókn Helgu Bragadóttur f.h. Kanon arkitekta ehf. dags. 16. apríl 2015 varðandi breytingu á deiliskipulagi Háskólans í Reykjavík í samræmi við niðurstöðu hugmyndasamkeppni um deiliskipulag Háskólans í Reykjavík, Háskólagarða. Einnig eru lögð fram drög að greinargerð og skilmálum dags. 16. apríl 2015 ásamt drögum að uppdrætti dags. 16. apríl 2015.
Vísað til umhverfis- og skipulagsráðs til kynningar.
13.15 Oddagata 4, (fsp) bygging garðskúrs
Á fundi skipulagsfulltrúa 10. apríl 2015 var lögð fram fyrirspurn Ragnheiðar Harðardóttur dags. 7. apríl 2015 varðandi byggingu garðskúrs á baklóð hússins að Oddagötu 4, samkvæmt tillögu Studio Granda ehf. dags. í mars 2015. Fyrirspurninni var vísað til meðferðar hjá verkefnisstjóra og er nú lögð fram að nýju.
Vísað til umsagnar verkefnisstjóra.
14.15 Stangarhylur 3-3a, (fsp) breyting á notkun húsnæðis
Á fundi skipulagsfulltrúa 27. mars 2015 var lögð fram fyrirspurn Hallgríms Friðgeirssonar dags. 25. mars 2015 varðandi breytingu á notkun húsnæðis að Stangarhyl 3 - 3A. Í breytingunni felst m.a. að gististaður verði leyfður í húsunum. Fyrirspurninni var vísað til umsagnar verkefnisstjóra og er nú lögð fram að nýju ásamt umsögn skipulagsfulltrúa dags. 17. apríl 2015.
Neikvætt, með vísan til umsagnar skipulagsfulltrúa dags. 17. apríl 2015.
15.15 Tjarnargata 36, Safn
Að lokinni grenndarkynningu er lagt fram að nýju erindi frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa 3. febrúar 2015 þar sem sótt er um leyfi til að færa til upprunalegs horfs og byggja við til suðurs ásamt því að innrétta safn um Júlíönu Sveinsdóttur í einbýlishúsi á lóð nr. 36 við Tjarnargötu. Einnig er lögð fram umsögn skipulagsfulltrúa dags. 13. febrúar 2015. Tillagan var grenndarkynnt frá 20. febrúar til og með 20. mars 2015. Eftirtaldir aðilar sendi athugasemdir: Páll Baldvin Baldvinsson f.h. húseigenda að Tjarnargötu 38, dags. 17. mars 2015. Erindi var vísað til umsagnar verkefnisstjóra á fundi skipulagsfulltrúa 27. mars 2015 og er nú lagt fram að nýju. Einnig er lögð fram umsögn skipulagsfulltrúa dags. 16. apríl 2015.
Útskrift úr gerðabók embættisafgreiðslufundar skipulagsfulltrúa frá 16. janúar 2015 fylgir erindinu ásamt umsögn skipulagsfulltrúa dags. 16. janúar 2015, einnig bréf arkitekts dags. 15. desember 2015 og annað dags. 27. janúar 2015 og bréf vegna samkomulags á skiptingu dánarbús dags. 5. sept. 2015 og 15. desember 2015.
Stækkun: 28,2 ferm., 95,1 rúmm.
Gjald kr. 9.500
Vísað til umhverfis- og skipulagsráðs.
16.15 Þórunnartún, (fsp) framkvæmdaleyfi
Lögð fram fyrirspurn skrifstofu framkvæmda og viðhalds dags. 16. apríl 2015 um hvort fyrirhugaðar framkvæmdir við Þórunnartún, samkvæmt tillögu Landmótunar ódags., séu framkvæmdaleyfisskyldar.
Vísað til umsagnar skrifstofu sviðsstjóra.
17.15 Bergþórugata 5, (fsp) ofanábygging og svalir
Lögð fram fyrirspurn Yngva Sindrasonar dags. 16. apríl 2015 um að byggja ofan á húsið á lóð nr. 5 við Bergþórugötu og setja svalir, samkvæmt uppdr. Á stofunni arkitektar ehf. dags. 15. apríl 2015. Einnig er lögð fram umsögn skipulagsfulltrúa dags. 17. apríl 2015.
Ekki gerð athugasemd við erindið, sbr. þó skilyrði og leiðbeiningar sem fram koma í umsögn skipulagsfulltrúa dags. 17. apríl 2015.
18.15 Hafnarstræti 19, breyting á deiliskipulagi
Á fundi skipulagsfulltrúa 10. apríl 2015 var lögð fram umsókn Sjöstjörnunnar ehf. dags. 9. apríl 2015 varðandi breytingu á deiliskipulagi Kvosarinnar vegna lóðarinnar nr. 19 við Hafnarstræti. Í breytingunni felst að heimilt verði að rífa og endurbyggja húsið í samræmi við upprunalegt útlit, samkvæmt lagf. uppdr. THG arkitekta ehf. dags. 16. apríl 2015. Umsókninni var vísað til meðferðar hjá verkefnisstjóra og er nú lögð fram að nýju
Vísað til umhverfis- og skipulagsráðs.
19.15 Laugavegur 4, Nýbygging/viðbygging
Lagt fram erindi frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa frá 14. apríl 2015 þar sem sótt er um leyfi til að byggja byggingu sem tengir Laugaveg 4 og 6 og Skólavörðustíg 1A, kjallara og tvær hæðir, að mestu úr gleri og verður mhl. 02 á sameinaðri lóð nr. 4 Laugaveg.
Erindi fylgir umsögn Minjastofnunar Íslands dags. 26. mars 2015. Nýbygging: 884,1 ferm., 3.989,4 ferm. Gjald kr. 9.823
Vísað til umsagnar verkefnastjóra.
20.15 Laugavegur 80, Ofanábygging
Á fundi skipulagsfulltrúa 10. apríl 2015 var lagt fram erindi frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa frá 31. mars 2015 þar sem sótt er um leyfi til að breyta innra skipulagi, byggja ofan á og innrétta fjórar íbúðir í húsi á lóð nr. 80 við Laugaveg. Erindinu var vísað til umsagnar verkefnisstjóra og er nú lagt fram að nýju ásamt umsögn skipulagsfulltrúa dags. 16. .apríl 2015.
Einnig er sótt um undanþágu frá greinum 6.1.3, 6.4.2, 3, 4 og 5, 6.7.2, 7, 8, 10, 11, 13 og 14 í byggingareglugerð og fylgir greinargerð þar um í byggingarlýsingu erindis. Útskrift úr gerðabók embættisafgreiðslufundar skipulagsfulltrúa frá 20. febrúar 2015 fylgir erindinu, einnig umsögn burðarvirkishönnuðardags. 24. mars 2015. Stækkun: 210,5 ferm., 630,2 rúmm. Gjald kr. 9.823
Ekki gerð athugasemd við erindið, sbr. þó skilyrði og leiðbeiningar sem fram koma í umsögn skipulagsfulltrúa dags. 16. apríl 2015.
21.15 Leifsgata 30, (fsp) - Byggja yfir viðbyggingu
Á fundi skipulagsfulltrúa 10. apríl 2015 var lagt fram erindi frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa frá 31. mars 2015 þar sem spurt er hvort leyfi fengist til að byggja ofan á viðbygginu á húsi á lóð nr. 30 við Leifsgötu. Erindinu var vísað til umsagnar verkefnisstjóra og er nú lagt fram að nýju ásamt umsögn skipulagsfulltrúa dags. 16. apríl 2015.
Neikvætt, með vísan til umsagnar skipulagsfulltrúa dags. 16. apríl 2015.
22.15 Njálsgata 18, færa hús, nýr byggingarhluti, hækkun o.fl.
Á fundi skipulagsfulltrúa 27. mars 2015 var lagt fram erindi frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa 24. mars 2015 þar sem sótt er um leyfi til að færa til vesturs um tvo metra, byggja viðbyggingu að Njálsgötu 20, hækka um eina hæð, byggja kvisti, endurbyggja og minnka bílskúr og innrétta tvær íbúðir í húsi á lóð nr. 18 við Njálsgötu. Erindinu var vísað til meðferðar hjá verkefnisstjóra og er nú lagt fram að nýju.
Erindi fylgir umsögn Minjastofnunar Íslands dags. 18. nóvember 2014. Stærð verður: 237,1 ferm., 680,6 rúmm. Stækkun: xx ferm., xx rúmm. Gjald kr. 9.823
Samþykkt að grenndarkynna framlagða tillögu fyrir hagsmunaaðilum að Njálsgötu 15, 15A, 16, 17, 19 og 20 og Bjarnarstíg 1
23.15 1.172.0 Brynjureitur, allur reiturinn, breyting á deiliskipulagi
Lögð fram tillaga umhverfis- og skipulagssviðs varðandi breytingu á deiliskipulagi reits 1.172.0, Brynjureits, sem afmarkast af Laugavegi, Klapparstíg, Hverfisgötu og Vatnsstíg. Í breytingunni felst endurskoðun á öllum reitnum, samkvæmt uppdr. Ark Studio ehf. og Urban arkitekta ehf. 14. apríl 2015.
Vísað til umhverfis- og skipulagsráðs.
24.15 Seljavegur 2, (fsp) niðurrif og uppbygging
Á fundi skipulagsfulltrúa 13. febrúar 2015 var lögð fram fyrirspurn VA arkitekta ehf. dags. 12. febrúar 2015 varðandi niðurrif og uppbyggingu á lóðinni nr. 2 við Seljaveg, samkvæmt uppdr. VA arkitekta ehf. dags. 12. febrúar 2015. Einnig er lagt fram bréf VA arkitekta ehf. dags. 12. febrúar 2015. Fyrirspurninni var vísað til meðferðar hjá verkefnisstjóra og er nú lögð fram að nýju, ásamt umsögn skipulagsfulltrúa dags. 16. apríl 2015.
Umsögn skipulagsfulltrúa samþykkt, dags. 16. apríl 2015.
25.15 Álakvísl 15-19, (fsp) skipting lóðar
Lögð fram fyrirspurn Rúnars Friðgeirssonar dags. 10. apríl 2015 varðandi skiptingu lóðarinnar nr. 15-19 við Álakvísl, ásamt umsögn skipulagsfulltrúa dags. 14. apríl 2015.
Neikvætt, með vísan til umsagnar skipulagsfulltrúa dags. 14. apríl 2015
26.15 Heiðargerði 9, (fsp) - Stækkun á húsi og bílskúr
Lagt fram erindi frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa frá 14. apríl 2015 þar sem spurt er hvort leyft yrði að stækka hús á lóð nr. 9 við Heiðargerði, ásamt umsögn skipulagsfulltrúa dags. 16. apríl 2015.
Ekki gerð athugasemd við erindið, sbr. þó skilyrði og leiðbeiningar sem fram koma í umsögn skipulagsfulltrúa dags. 16. apríl 2015.
27.15 Hrísateigur 14, Gistiheimili
Lagt fram erindi frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa frá 14. apríl 2015 þar sem sótt er um leyfi til að rífa mhl. 02 og byggja steinsteypta tveggja hæða viðbyggingu og innrétta gististað í flokki III teg. gistiheimili fyrir 38 gesti í húsi á lóð nr. 14 við Hrísateig. Einnig er lögð fram umsögn skipulagsfulltrúa dags. 16. apríl 2015.
Erindi fylgir útreikningur á varmatapi dags. 10. febrúar 2015 og umsögn burðarvirkishönnuðar dags. 16. febrúar 2015. Niðurrif: 41,4 ferm., 103,5 rúmm. Stækkun: 300,6 ferm., 954,5 rúmm. Gjald kr. 9.823
Umsögn skipulagsfulltrúa samþykkt, dags. 16. apríl 2015
28.15 Kjalarvogur 12, deiliskipulag
Lagt fram bréf Faxaflóahafna s.f. dags. 13. apríl 2015 ásamt tillögu THG Arkitekta ehf. dags. 10. apríl 2015 að deiliskipulagi fyrir lóðina nr. 12 við Kjalarvog.
Vísa til meðferðar verkefnastjóra.
29.15 Blómvallagata 2, Vinnustofa
Að lokinni grenndarkynningu er lagt fram að nýju erindi frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa frá 10. febrúar 2015 þar sem sótt er um leyfi til að byggja staðsteypta vinnustofu með millilofti upp að útvegg Sólvallagötu 12 á norðurhlið á lóð nr. 2 við Blómvallagötu. Erindi var grenndarkynnt frá 20. febrúar til og með 20. mars 2015. Eftirtaldir aðilar sendu athugasemdir: Sigríður Magnúsdóttir dags. 20. mars 2015. Erindinu var vísað til umsagnar verkefnisstjóra á fundi skipulagsfulltrúa 27. mars 2015 og er nú lagt fram að nýju.
Jákvæð fyrirspurn BN047927 dags. 15. júlí 2014 fylgir. Stærð mhl. 02 er: 40,6 ferm., 127,5 rúmm. Gjald kr. 9.823
Vísað til umhverfis-og skipulagsráðs.
30.15 Bolholt 6-8, Gistiheimili - 3. 4. og 5.hæð
Lagt fram erindi frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa frá 14. apríl 2015 þar sem sótt er um leyfi til að innrétta gistiheimili á 3. og 5. hæð í Bolholti 6 og á 4. hæð í Bolholti 8 í húsi á lóð nr. 6-8 við Bolholt. EInnig er lögð fram eldri umsögn skipulagsfulltrúa dags. 30. janúar 2015.
Meðfylgjandi er samkomulag dags. 23.3. 2015 um sameiginlega flóttaleið. Gjald kr. 9.823
Umsögn skipulagsfulltrúa samþykkt, dags. 30. janúar 2015.
31.15 Elliðabraut 2, Eldsneytis- og afgreiðslustöð - 1.áfangi
Lagt fram erindi frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa frá 14. apríl 2015 þar sem sótt er um leyfi fyrir fyrsta áfanga sem er að koma upp eldsneytis/sjálfsafgreiðslustöð, með 3 dælum og tilheyrandi eldsneytisgeymum, steyptum dæluplötum og steyptu áfyllingarplani, tæknirými, þvottaplani, sorpgeymslu, sandskilju og olíuskilju á lóð nr. 2 við Elliðabraut 2. EInnig er lögð fram umsögn skipulagsfulltúa dags. 16. apríl 2015.
Bréf frá hönnuði dags. 23. mars 2015 fylgir erindi. Stærðir: Tæknirými mhl. 01: 9,8 ferm., 28,9 rúmm. Eldsneytisgeymar mhl. 02. 47,3 ferm., 107,3 rúmm. Olíuskilja mhl. 03. 5,5 ferm., 6,0 rúmm. Samtals : 62,6 ferm., 142,2 rúmm. Gjald kr. 9.823
Neikvætt, með vísan til umsagnar skipulagsfulltrúa dags. 16. apríl 2015.
32.15 Fossvogsblettur 2-2A, (fsp) deiliskipulag
Lögð fram fyrirspurn Arnars Ólafssonar og Halldórs Geirs Jenssonar dags. 14. apríl 2015 um að lóðin nr. 2-2A við Fossvogsblett verði tekin inn í deiliskipulag Reykjavíkurborgar.
Vísað til meðferðar verkefnisstjóra.
33.15 Höfðatorg, (fsp) glerskáli/tengibygging
Lögð fram fyrirspurn Pálmars Kristmundssonar ark. dags. 13. apríl 2015 um að afmarka svæði fyrir glerskála/tengibyggingu á milli bygginganna S1 og S2 á Höfðatorgi, samkvæmt uppdr. PK arkitekta ehf. dags. 6. apríl 2015.
Kynna formanni umhverfis- og skipulagsráðs.
34.15 Suðurlandsbraut 8 og 10, (fsp) breyting á byggingarreit
Á fundi skipulagsfulltrúa 10. apríl 2015 var lögð fram fyrirspurn Eikar fasteignafélags hf. dags. 30. mars 2015 varðandi breytingu á byggingarreit lóðanna nr. 8 og 10 við Suðurlandsbraut, samkvæmt uppdr. Arkís arkitekta ehf. dags. 5. febrúar 2015. Einnig er lagt fram bréf Arkís arkitekta ehf. dags. 30. mars 2015. Fyrirspurninni var vísað til meðferðar hjá verkefnisstjóra og er nú lögð fram að nýju, ásamt umsögn skipulagsfulltrúa dags. 16. apríl 2015.
Jákvætt með þeim skilyrðum og leiðbeiningum sem fram koma í umsögn skipulagsfulltrúa dags. 16. apríl 2015.
35.15 Bárugata 34, Bæta við svölum - 2.hæð
Lagt fram erindi frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa frá 14. apríl 2015 þar sem sótt er um leyfi til að byggja svalir úr stáli timburklætt gólf, handrið verður stálgrind með lóðréttum pílórum á austur gafl 3. hæðar hússins á lóð nr. 34 við Bárugötu. EInnig er lögð fram umsögn skipulagsfulltrúa dags. 17. apríl 2015.
Samþykki meðeigenda dags. 1. apríl 2015 og jákvæð fyrirspurn BN047536 fylgir erindinu. Gjald kr. 9.823
Umsögn skipulagsfulltrúa samþykkt, dags. 17. apríl 2015.
36.15 Friggjarbrunnur 42-44, Skyggnisbraut 14-18, breyting á skilmálum deiliskipulags
Lögð fram umsókn Jóns Hrafns Hlöðverssonar dags. 14. apríl 2015 varðandi breytingu á skilmálum deiliskipulagi Úlfarsárdals vegna lóðarinnar nr. 42-44 við Friggjarbrunn og 14-18 við Skyggnisbraut. Í breytingunni felst lagfæring á útreikningi nýtingarhlutfalls, samkvæmt tillögu Mansard teiknistofu ehf. dags 15. apríl 2015.
Vísað til umhverfis- og skipulagsráðs.
37.15 Laufásvegur 65, (fsp) bílageymsla
Lögð fram fyrirspurn THG arkitekta ehf. dags. 10. apríl 2015 varðandi byggingu bílageymslu á lóðinni nr. 65 við Laufásveg.
Frestað. Umsækjandi hafi samband við embætti skipulagsfulltrúa.
38.15 Ránargata 9A, (fsp) - Íbúð 1.hæð, gluggar, viðbygging
Á fundi skipulagsfulltrúa 10. apríl 2015 var lagt fram erindi af afgreiðslufundi byggingarfulltrúa frá 31. mars 2015 þar sem spurt er hvort samþykki fáist fyrir þegar innréttaðri íbúð á 1. hæð, nýjum glugga á norðurhlið og viðbyggingu við geymslu í bakgarði við hús á lóð nr. 9A við Ránargötu. Erindinu var vísað til umsagnar verkefnisstjóra og er nú lagt fram að nýju ásamt umsögn skipulagsfulltrúa dags. 17. apríl 2015.
Jákvætt, sbr. umsögn skipulagsfulltrúa dags. 17. apríl 2015.
39.15 Skólavörðustígur 21A, (fsp) breyting á notkun/starfssemi
Lögð fram fyrirspurn Zeppelin ehf. dags. 18. mars 2015 varðandi rekstur gistiheimilis í flokki II á efri hæðum hússins á lóð nr. 21A við Skólavörðustíg ásamt stækkun á veitingahúsi jarðhæðar sem yrði í flokki II, samkvæmt tillögu Zeppelin ehf. dags. 17. mars 2015. Einnig er lagt fram bréf Zeppelin ehf. dags. 17. mars 2015. Einnig er lögð fram umsögn skipulagsfulltrúa dags. 26. mars 2015 og Minjastofnunar Íslands dags. 14. apríl 2015.
Kynna formanni umhverfis- og skipulagsráðs.
40.15 Vegamótastígur 7 og 9, breyting á deiliskipulagi
Á fundi skipulagsfulltrúa 23. janúar 2015 var lögð fram umsókn Reir ehf. dags. 5. janúar 2015 varðandi breytingu á deiliskipulagi reits 1.171.5 vegna lóðanna nr. 7 og 9 við Vegamótastíg, samkvæmt tillögu Arkþings ehf. móttekin 9. apríl 2015. Umsókninni var vísað til umsagnar verkefnisstjóra og er nú lögð fram að nýju ásamt umsögn skipulagsfulltrúa dags. 17. apríl 2015.
Kynna formanni umhverfis- og skipulagsráðs.
41.15 Frakkastígur - Skúlagata, breyting á deiliskipulagi
Lögð fram tillaga umhverfis- og skipulagssviðs og VA arkitekta dags. 9.apríl að breytingu á deiliskipulagi fyrir hluta Skúlagötusvæðis. Um er að ræða tæplega 1 hektara svæði sem nær yfir óbyggða lóð á horni Skúlagötu og Frakkastígs og óbyggt borgarland milli Skúlagötu og Sæbrautar.
Kynna formanni umhverfis- og skipulagsráðs.
42.15 Gufunes - Skemmtigarður, Flutningur á sumarhúsi - stöðuleyfi/veitingaleyfi
Lagt fram erindi frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa frá 14. apríl 2015 þar sem sótt er um leyfi til að flytja sumarhús með salernis- og aðkomu aðstöðu fyrir gesti og vínveitingar í flokki II, veitingastaður C. Húsið sem var áður staðsett við skólagarðana í Gorvík, verður sett niður á bráðabirgða byggingarreit til eins árs á lóð Skemmtigarðsins í Grafarvogi /Fjöreflis ehf. í Gufunesi, samkvæmt uppdr. Arkís ehf. dags. 7. apríl 2015.
Bréf frá umsækjanda dags. 7. apríl 2015 fylgir. Stærð hús: 46,9 ferm., 152,4 rúmm. Gjald kr. 9.823
Ekki er gerð athugasemd við erindið, samræmist deiliskipulagi.
43.15 Kjalarnes, Hof, (fsp) afmörkun lóðar
Lögð fram fyrirspurn Eyglóar Gunnarsdóttur dags. 10. apríl 2015 varðandi afmörkun lóðar fyrir íbúðarhús og hlöðu.
Vísað til meðferðar verkefnastjóra.
44.15 Krókháls 11, (fsp) viðbygging og fl.
Á fundi skipulagsfulltrúa 10. apríl 2015 var lögð fram fyrirspurn Freys Frostasonar dags. 21. mars 2015 um að byggja við núverandi hús á lóð nr. 11 við Krókháls ásamt breytingu á hámarkshæð nýbyggingar úr 12 metrum í 16. metra, samkvæmt uppdr. THG Arkitekta ehf. dags. 23. mars 215. Fyrirspurninni var vísað til umsagnar verkefnisstjóra og er nú lögð fram að nýju ásamt umsögn skipulagsfulltrúa dags. 14. apríl 2015.
Ekki gerð athugasemd við erindið, sbr. þó skilyrði og leiðbeiningar sem fram koma í umsögn skipulagsfulltrúa dags. 14. apríl 2015
45.15 Úlfarsárdalur, breyting á deiliskipulagi
Lögð fram tillaga umhverfis- og skipulagssviðs að breytingu á deiliskipulagi útivistasvæðis í Úlfarsárdal. Í breytingunni felst breyting á afmörkun deiliskipulags, fyrirkomulagi bygginga, lóða og bílastæða, samkvæmt uppdr. Landmótunar sf. dags. 8. apríl 2015.
Vísað til meðferðar verkefnastjóra
46.15 Úlfarsfell, (fsp) lóð
Á fundi skipulagsfulltrúa 6. mars 2015 var lögð fram fyrirspurn Safari Hjóla ehf. dags. 4. mars 2015 um lóð fyrir starfsemi Safari hjóla við Úlfarsfellið. Einnig er lagt fram bréf Safari hjóla ehf. dags. 27. febrúar 2015. Fyrirspurninni var vísað til meðferðar hjá verkefnisstjóra og er nú lögð fram að nýju, ásamt umsögn skipulagsfulltrúa dags. 17. apríl 2015.
Umsögn skipulagsfulltrúa samþykkt, dags. 17. apríl 2015.
47.15 Brautarholt 7, breyting á deiliskipulagi
Að lokinni auglýsingu er lögð fram að nýju umsókn Félagsstofnunar stúdenta dags. 9. janúar 2015 varðandi breytingu á deiliskipulagi Rauðarárholts vegna lóðarinnar nr. 7 við Brautarholt. Í breytingunni felst fjölgun íbúða í allt að 102 ásamt fjölgun bílastæða úr 18 í 19 samkvæmt uppdr. Arkþings ehf. dags. 8. janúar 2015. Einnig er lögð fram fundargerð af fundi með hagsmunaaðilum við Brautarholt sem haldin var 9. desember 2014 og samantekt um bílastæði í Holtum ódags. í janúar 2015. Tillagan var auglýst frá 2. mars til og með 13. apríl 2015. Eftirtaldir aðilar sendu athugasemdir: Ingunn Ragnarsdóttir og Símon S. Wiium dags. 5. mars 2015 og Friðjón Bjarnason f.h. Húsfélagsins Ásholti 2-42, dags. 14. apríl 2015.
Vísað til umsagnar verkefnastjóra
48.15 Hlíðarendi, breyting á skilmálum deiliskipulags
Að lokinni auglýsingu er lögð fram að nýju umsókn Valsmanna hf. dags. 20. janúar 2015 varðandi breytingu á skilmálum deiliskipulags Hlíðarenda. Í breytingunni felst að endurskilgreina útbygginga- og svalakvaðir, endurskilgreina kvaðir um fjölda uppdeildra húseininga o.fl., samkvæmt tillögu Alark arkitekta ehf. að greinargerð og skilmálum dags. 1. nóvember 2014 br. 10. janúar 2015. Tillagan var auglýst frá 2. mars til og með 13. apríl 2015. Engar athugasemdir bárust.
Samþykkt með vísan til heimilda um embættisafgreiðslur skipulagsfulltrúa í viðauka við samþykkt um stjórn Reykjavíkurborgar
49.15 Þverholt 15, Fjölbýlishús - 3.áfangi
Á fundi skipulagsfulltrúa 10. apríl 2015 var lagt fram erindi frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa frá 31. mars 2015 þar sem sótt er um leyfi til að byggja 3. áfanga Smiðjuholts, steinsteypt fimm hæða fjölbýlishús með 84 íbúðum sem verða Einholt 6 og Þverholt 15 og 17 og 85 bílastæði í tveggja hæða bílakjallara sem tengir saman fjölbýlishúsin á lóð nr. 15 við Þverholt. Erindinu var vísað til umsagnar verkefnisstjóra og er nú lagt fram að nýju ásamt umsögn skipulagsfulltrúa dags. 16. apríl 2015.
Erindi fylgir greinargerð hönnunarstjóra dags. 16. mars 2015, greinargerð um hljóðvist dags. í febrúar 2014, orkurammi dags. 9. mars 2015 og brunahönnun dags. 17. mars 2015. Stærðir: Einholt 6, mhl. 06, íbúðir: 2.847,8 ferm., 8.487,1 rúmm. Þverholt 15, mhl. 01, íbúðir: 2.741,9 ferm., 8.436,5 rúmm. Þverholt 15, mhl. 10, bílgeymsla: 3.877,4 ferm., 14.071,7 rúmm. Þverholt 17, mhl. 02, íbúðir: 3.124,1 ferm., 8.750,8 rúmm. Samtals A-rými: 12.591,2 ferm., 39.746,10 rúmm. Samtals B-rými: 464,6 ferm. Gjald kr. 9.823
Ekki eru gerðar athugasemdir við erindið. Samræmist deiliskipulagi, sbr. umsögn skipulagsfulltrúa dags. 16. apríl 2015.
50.15 Bragagata 35 og Freyjugata 16, (fsp) niðurrif og uppbygging
Á fundi skipulagsfulltrúa 27. mars 2015 var lögð fram fyrirspurn Thomasar Möllers og Einars Karls Haraldssonar dags. 6. mars 2015 varðandi niðurrif og uppbyggingu á lóðunum nr. 35 við Bragagötu og 16 við Freyjugötu, samkvæmt tillögu Arkþings ehf. ódags. Fyrirspurninni var vísað til umsagnar Minjastofnunar og er nú lögð fram að nýju ásamt umsögn Minjastofnunar dags. 31. mars 2015, ásamt umsögn skipulagsfulltrúa dags. 13. apríl 2015.
Umsögn skipulagsfulltrúa samþykkt, dags. 13. apríl 2015.