Hlíðarendi, Grandagarður 8, Laufásvegur 2, Laugavegur 58B, Lautarvegur 24, Tranavogur 5, Jörfagrund 30, Kringlumýrarbraut, Austurbakki 2, Dunhagi 18-20, Grensásvegur 12, Lindargata 28-32, Logafold 118, Njálsgata 37, Norðlingabraut 4, Stangarhylur 6, Ásholt 2-42, Bergstaðastræti 31, Lindargata 62, Mýrargata 23, Neshagi 16, Óðinsgata 4, Vesturgata 44A, Laugavegur 30B, Rauðagerði, Reitur 1.254, Kennaraskóli - Bólstaðahlíð, Álfaland 6, Ármúli 9, Lambhagavegur 17, Skipholt 11-13, Vatnagarðar 28, Efstaleiti 1, Freyjubrunnur 16-20, Garðsendi 6, Kleppsvegur, Kleppur, Nauthólsvegur 50, Urðarbrunnur 68-70, Vegamótastígur 7 og 9, Vesturberg 76, Hverafold 5,

Embættisafgreiðslufundur skipulagsstjóra Reykjavíkur samkvæmt viðauka 2.4 við samþykkt um stjórn Reykjavíkurborgar.

524. fundur 2015

Ár 2015, föstudaginn 23. janúar kl. 09:19 var haldinn 524. embættisafgreiðslufundur skipulagsstjóra Reykjavíkur. Fundurinn var haldinn að Borgartúni 12-14, 2 hæð. (Stardal).Viðstaddir voru:
Þetta gerðist:


1.15 Hlíðarendi, breyting á skilmálum deiliskipulags
Lögð fram umsókn Valsmanna hf. dags. 20. janúar 2015 varðandi breytingu á skilmálum deiliskipulags Hlíðarenda. Í breytingunni felst að endurskilgreina útbygginga- og svalakvaðir, endurskilgreina kvaðir um fjölda uppdeildra húseininga o.fl., samkvæmt tillögu Alark arkitekta ehf. að greinargerð og skilmálum dags. 1. nóvember 2014 br. 10. janúar 2015.

Vísað til umhverfis- og skipulagsráðs.

2.15 77">Grandagarður 8, (fsp) - Bruggsmiðja og veitingahús
Lagt fram erindi frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa frá 20. janúar 2015 þar sem spurt er hvort leyfi fengist til að innrétta bruggsmiðju og veitingastað í fl. III í rými 0103 og 0102 í húsinu á lóð nr. 8 við Grandagarð.
Tölvupóstur frá umsækjanda dags. 14. jan. 2015 og teikningar hvar staðsetning á að vera.

Vísað til umsagnar verkefnisstjóra.

3.15 Laufásvegur 2, Breyta í íbúðarhúsnæði
Lagt fram erindi frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa frá 20. janúar 2015 þar sem sótt er um leyfi til að innrétta sem einbýlishús atvinnuhús á lóð nr. 2 við Laufásveg.
Útskrift úr gerðabók embættisafgreiðslufundar skipulagsfulltrúa frá 24. október 2014 fylgir erindinu.
Gjald kr. 9.500

Vísað til meðferðar hjá verkefnisstjóra.

4.15 Laugavegur 58B, (fsp) stækkun húss
Lögð fram fyrirspurn 101 Hostel ehf. dags. 20. janúar 2015 varðandi stækkun hússins á lóðinni nr. 58B við Laugaveg.

Vísað til meðferðar hjá verkefnisstjóra.

5.15 Lautarvegur 24, Parhús mhl. 01
Lagt fram erindi frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa frá 20. janúar 2015 þar sem sótt er um leyfi til að byggja steinsteypt tveggja hæða raðhús, mhl. 01, með kjallara og innbyggðum bílskúr á lóð nr. 24 við Lautarveg.
Útreikningur á varmatapi dags. 3. desember 2014 fylgir erindi.
Stærð: íbúð 279 ferm., 979,9 rúmm. Bílgeymsla 45,5 ferm. 157,4 rúmm. Samtals 324,5 ferm., 1137,3 rúmm. B rými 10 ferm., 32 rúmm.
Samtals með B rými 334,5 ferm., 1169,3 rúmm. V rými 48 ferm., 142,5 rúmm. Gjald kr. 9.500

Vísað til umsagnar verkefnisstjóra.

6.15 Tranavogur 5, (fsp) - Breyta í íbúð - 2.hæð
Lagt fram erindi frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa frá 20. janúar 2015 þar sem spurt er hvort breyta megi skrifstofuhúsnæði í íbúð á 2. hæð í húsi á lóð nr. 5 við Tranavog.

Vísað til umsagnar verkefnisstjóra.

7.15 Jörfagrund 30, (fsp) - Sólskáli
Á fundi skipulagsfulltrúa 16. janúar 2015 var lagt fram erindi frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa frá 13. janúar 2015 þar sem spurt er hvort leyfi fengist til að byggja sólskála á raðhús á lóð nr. 30 við Jörfagrund. Erindinu var vísað til umsagnar verkefnisstjóra og er nú lagt fram að nýju ásamt umsögn skipulagsfulltrúa dags. 23. janúar 2015.

Neikvætt með vísan til umsagnar skipulagsfulltrúa dags. 23. janúar 2015.

8.15 Kringlumýrarbraut, (fsp) framkvæmdaleyfi
Á fundi skipulagsfulltrúa 9. janúar 2015 var lögð fram fyrirspurn skrifstofu framkvæmda og viðhalds um hvort sækja þurfi um framkvæmdaleyfi vegna gerðs hjólastígs meðfram Kringlumýrarbrautar vestanverðu milli Laugavegar og Miklubrautar, samkv. hjólreiðaáætlun Reykjavíkurborgar sem samþykkt var í borgarstjórn 2010. Einnig eru lagðir fram uppdr. VSÓ Ráðgjafar dags. 25. nóvember 2014. Fyrirspurninni var vísað til umsagnar verkefnisstjóra og er nú lögð fram að nýju ásamt umsögn skipulagsfulltrúa dags. 23. janúar 2015

Umsögn skipulagsfulltrúa dags. 23. janúar 2015 samþykkt.

9.15 Austurbakki 2, Bílakjallari og fjölbýlishús
Á fundi skipulagsfulltrúa 16. janúar 2015 var lagt fram erindi frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa frá 6. janúar 2015 þar sem sótt er um leyfi til að byggja bílakjallara með 120 stæðum á reit 1 og 2 og 1. áfanga, sem eru tvö samtengd sex hæða steinsteypt fjölbýlishús með 49 íbúðum á reit 1 á lóð nr. 2 við Austurbakka. Erindinu var vísað til meðferðar hjá verkefnisstjóra og er nú lagt fram að nýju ásamt umsögn skipulagsfulltrúa dags. 23. janúar 2015.
Erindi fylgir brunahönnun og greinargerð um hljóðvist frá Verkís dags. í desember 2014, yfirlit yfir fornminjar á svæðinu frá Borgarsögusafni Reykjavíkur dags. 8. júní 2014 og umsögn um hugsanlega fornleifafundi frá Minjastofnun Íslands dags. 2. júlí 2014. Einnig er lögð fram umsögn skipulagsfulltrúa dags. 23. janúar 2015. Stærð: Kjallari 357 ferm., bílakjallari (B-rými) 3.897,8 ferm., 1. hæð1.098,1 ferm., 2. hæð 995,2 ferm., 3. hæð 992,1 ferm., 4. og 5. hæð 1.011,8 ferm., 6. hæð 794,6 ferm. Samtals A-rými: 6.260,6 ferm., 27.480,9 rúmm. Samtals B-rými: 4.226,7 ferm., xx rúmm. Gjald kr. 9.500

Neikvætt með vísan til umsagnar skipulagsfulltrúa dags. 23. janúar 2015.


10.15 Dunhagi 18-20, (fsp) bygging húss
Á fundi skipulagsfulltrúa 14. nóvember 2014 var lögð fram fyrirspurn D 18 ehf. dags. 11. nóvember 2014 um að byggja tveggja hæða hús fyrir stúdentaíbúðir aftan við núverandi hús á lóð nr. 18-20 við Dunhaga skv. teikningum Arkþings. Fyrirspurninni var frestað og er nú lögð fram að nýju ásamt umsögn skipulagsfulltrúa dags. 23 janúar 2015.

Neikvætt, með vísan til umsagnar skipulagsfulltrúa dags. 23. janúar 2015.

11.15 Grensásvegur 12, (fsp) - Endurbygging - ofanábygging o.fl.
Á fundi skipulagsfulltrúa 9. janúar 2015 var lagt fram erindi frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa frá 22. desember 1014 þar sem spurt er hvort leyfi fáist fyrir endurbyggingu mhl. 02 og hækka mhl. 01 með inndreginni hæð og innrétta íbúðir frá 2. hæð og einnig í bakhúsi í húsi á lóð nr. 12 við Grensásveg. Erindinu var vísað til meðferðar hjá verkefnisstjóra og er nú lagt fram að nýju ásamt umsögn skipulagsfulltrúa dags. 22. janúar 2014.

Jákvætt með þeim skilyrðum og leiðbeiningum sem fram koma í umsögn skipulagsfulltrúa dags. 22. janúar 2015.

12.15 Lindargata 28-32, bílastæði
Á fundi skipulagsfulltrúa 16. janúar var lagt fram bréf Fjeldsted og Blöndal lögmannsstofu f.h. lóðarhafa Lindargötu 28-32 dags. 20. nóvember 2014 varðandi bílastæðamál á lóðinni. Erindinu var frestað og er nú lagt fram að nýju ásamt umsögn skrifstofu sviðstýru dags. 13. janúar 2015.
Umsögn skrifstofu sviðstýru dags. 13. janúar 2015 samþykkt.
Vísað til umsagnar skipulagsfulltrúa.


13.15 Logafold 118, (fsp) - Sólstofa
Á fundi skipulagsfulltrúa 16. janúar 2015 var lagt fram erindi frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa frá 13. janúar 2015 þar sem spurt er hvort leyfi fengist til að byggja sólstofu við suðurhlið hússins á lóð nr. 118 við Logafold. Erindinu var vísað til umsagnar verkefnisstjóra og er nú lagt fram að nýju ásamt umsögn skipulagsfulltrúa dags. 23. janúar 2015.
Útskrift úr gerðabók embættisafgreiðslufundar skipulagsfulltrúa frá 29. nóvember 2013 fylgir erindinu ásamt umsögn skipulagsfulltrúa dags. 25. nóvember 2013.

Neikvætt með vísan til umsagnar skipulagsfulltrúa dags. 23. janúar 2015.

14.15 Njálsgata 37, (fsp) flutningshús
Lögð fram fyrirspurn Random ark ehf. dags. 19. janúar 2015 um að flytja timburhluta hússins á lóð nr. 41 við Hverfisgötu á lóðina nr. 37 við Njálsgötu, samkvæmt uppdr. Random ark ehf. dags. í janúar 2015.

Vísað til umsagnar verkefnisstjóra.

15.15 Norðlingabraut 4, breyting á deiliskipulagi
Lögð fram umsókn Snorra Hjaltasonar dags. 21. janúar 2015 varðandi breytingu á deiliskipulagi Norðlingaholts vegna lóðarinnar nr. 4 við Norðlingabraut. Í breytingunni felst að fækka bílastæðum, samkvæmt uppdr. Kristins Ragnarssonar ark. dags. 7. janúar 2015

Vísað til meðferðar hjá verkefnisstjóra.

16.15 Stangarhylur 6, (fsp) viðbygging
Lögð fram fyrirspurn Stangarhyls 6 sf. dags. 21. janúar 2015 um að byggja einnar hæðar viðbyggingu norðan megin við húsið á lóðinni nr. 6 við Stangarhyl, samkvæmt uppdr. teiknistofunnar Archus slf. dags. 20. janúar 2015.

Vísað til umsagnar verkefnisstjóra.

17.15 Ásholt 2-42, Húsvarðaríbúð gerð að íbúð - eignaskiptasamningur
Á fundi skipulagsfulltrúa 16. janúar 2015 var lagt fram erindi frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa frá 13. janúar 2015 þar sem sótt er um leyfi til að útbúa íbúð á 1. hæð sem áður var húsvarðaríbúð og stækka hana með því að bæta við rými sem er leikrými í húsinu á lóð nr. 2 við Ásholt. Erindinu var vísað til meðferðar hjá verkefnisstjóra og er nú lagt fram að nýju ásamt umsögn skipulagsfulltrúa dags. 20. janúar 2015.
Gjald kr. 9.500

Neikvætt, með vísan til umsagnar skipulagsfulltrúa dags. 20. janúar 2015.

18.15 Bergstaðastræti 31, (fsp) lóð fyrir flutningshús
Lögð fram fyrirspurn skrifstofu eigna og atvinnuþróunar dags. 20. janúar 2015 um breytingu á deiliskipulagi lóðarinnar nr. 31 við Bergstaðastræti sem felst í að skilgreina lóðina sem lóð fyrir flutningshús.
Vísað til umsagnar verkefnisstjóra.

19.15 Lindargata 62, Endurgerð og breytingar
Lagt fram erindi frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa frá 20. janúar 2015 þar sem sótt er um leyfi til að byggja við kjallara, endurinnrétta og breyta 1. og 2. hæð og innrétta gistiheimili í flokki II í fjölbýlishúsi á lóð nr. 62 við Lindargötu.
Meðfylgjandi er umsagnir Minjastofnunar Íslands dags. 25. nóvember 2014 og önnur dags. 5.janúar 2015. Stækkun: 36,4 ferm., 240 rúmm. Gjald kr. 9.500

Vísað til umsagnar verkefnisstjóra.

20.15 Mýrargata 23, (fsp) deiliskipulag
Lögð fram fyrirspurn rússnesku rétttrúnaðarkirkjunnar dags. 21. janúar 2015 um hvort tillögur Arkiteo ehf. dags. 20. janúar 2015 um uppbyggingu á lóðinni nr. 23 við Mýrargötu samræmist deiliskipulagi reits 1.131, Nýlendureits.

Vísað til meðferðar hjá verkefnisstjóra.

21.15 Neshagi 16, Breyting inni 1, 2-3 hæð - varaaflstöð og kælibúnaðs
Lagt fram erindi frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa frá 20. janúar 2015 þar sem sótt er um leyfi til að breyta innra skipulagi 1. 2. og 3. hæð og koma fyrir rými fyrir kælibúnað og varaaflstöð við norðurhlið húss á lóð nr. 16 við Neshaga.
Útskrift úr gerðabók embættisafgreiðslufundar skipulagsfulltrúa frá 16. janúar 2015 fylgir erindinu ásamt umsögn skipulagsfulltrúa dags. 16. janúar 2015. Stærð varaaflstöðvarhúss mhl. 03 er 6,0 ferm. , 13,0 rúmm. og kælibúnaðarhúss 02 er 5,3 ferm., 11,7 rúmm.
Gjald kr. 9.500

Samþykkt að grenndarkynna framlagða tillögu fyrir hagsmunaaðilum að Neshaga 14 og Hofsvallagötu 53.

22.15 Óðinsgata 4, (fsp) - Sameina tvær eignir
Á fundi skipulagsfulltrúa 16. janúar 2015 var lagt fram erindi frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa frá 13. janúar 2015 þar sem spurt er hvort leyft yrði að sameina eignir 0107 og 0101 í mhl. 02 og fá samþykkta íbúð í bakhúsi á lóð nr. 4 við Óðinsgötu. Erindinu var vísað til umsagnar verkefnisstjóra og er nú lagt fram að nýju ásamt umsögn skipulagsfulltrúa dags. 23. janúar 2015.

Umsögn skipulagsfulltrúa dags. 23. janúar 2015 samþykkt.

23.15 Vesturgata 44A, (fsp) kvistur
Lögð fram fyrirspurn Arkitekta Hjördís og Dennis ehf. dags. 22. janúar 2015 um að byggja kvist á austurhlið hússins á lóðinni nr. 44A við Vesturgötu, samkvæmt skissu dags. 21. janúar 2015.

Vísað til meðferðar hjá verkefnisstjóra.

24.15 Laugavegur 30B, (fsp) aukning á byggingarmagni
Á fundi skipulagsfulltrúa 5. desember 2014 var lögð fram fyrirspurn Hildar Bjarnadóttur dags. 3. desember 2014 varðandi aukningu á byggingarmagni lóðarinnar nr. 30B við Laugaveg. Fyrirspurninni var frestað og er nú lögð fram að nýju.

Vísað til umhverfis- og skipulagsráðs.

25.15 Rauðagerði, afmörkun og nýting lóðar undir bílastæði
Á fundi skipulagfulltrúa 19. desember 2014 var lagt fram bréf Draupnis lögmannsþjónustu ehf. dags. 8. desember 2014 varðandi afmörkun og nýtingu lóðar undir bílastæði í botnlanga Rauðagerðis. Erindinu var vísað til umsagnar skrifstofu sviðsstjóra og er nú lagt fram að nýju ásamt umsögn skrifstofu sviðstýru dags. 23. janúar 2015 og tillögu umhverfis- og skipulagssviðs, samgöngur, dags. 22. janúar 2015.

Umsögn skrifstofu sviðstýru dags. 23. janúar 2015 samþykkt.
Vísað til meðferðar hjá verkefnisstjóra.


26.15 Reitur 1.254, Kennaraskóli - Bólstaðahlíð, breyting á deiliskipulagi
Lagðar fram tillögur Arkþings ehf., dags. september 2014, Yrki arkitekta dags. 27. október 2014, Ydda arkitekta dags. 27. október 2014 og A2F arkitekta dags. 27. október 2014 varðandi uppbyggingu á hluta af þróunarsvæði 33 í Aðalskipulagi Reykjavíkur, deiliskipulagi reits 1.254, Kennaraskóli-Bólstaðahlíð.

Vísað til umhverfis- og skipulagsráðs.

27.15 Álfaland 6, breyting á deiliskipulagi
Á fundi skipulagsfulltrúa 16. janúar 2015 var lögð fram umsókn Rúnars Gunnarssonar f.h. skrifstofu eigna og atvinnuþróunnar dags. 15. janúar 2015 varðandi breytingu á deiliskipulagi Eyrarlands vegna lóðarinnar nr. 6 við Álfaland. Í breytingunni felst aukning á byggingarmagni og færsla á byggingarreit vörugeymslu, samkvæmt uppdr. umhverfis- og skipulagssviðs dags. 6. janúar 2015. Erindinu var vísað til meðferðar hjá verkefnisstjóra og er nú lagt fram að nýju.

Samþykkt að grenndarkynna framlagða tillögu fyrir hagsmunaaðilum að Álfalandi 2, 4, 8, 10 og Áland 1, 3 og 5.

28.15 Ármúli 9, Breyting - BN047780
Lagt fram erindi frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa frá 20. janúar 2015 þar sem sótt er um leyfi til að breyta áður samþykktu erindi BN047780 þannig að innra skipulagi 7. hæðar verður breytt og komið verður fyrir þaksvölum á öllum hornum hússins á lóð nr. 9 við Ármúla.
Gjald kr. 9.823

Ekki eru gerðar skipulagslegar athugasemdir við erindið.

29.15 Lambhagavegur 17, (fsp) breyting á notkun
Lögð fram fyrirspurn Húsasmiðjunnar ehf. dags. 21. nóvember 2015 varðandi breytingu á notkun lóðarinnar nr. 17 við Lambhagaveg. Einnig er lögð fram umsögn skipulagsfulltrúa dags. 23. janúar 2015.

Neikvætt með vísan til umsagnar skipulagsfulltrúa dags. 23. janúar 2015.

30.15 Skipholt 11-13, Viðbygging
Lagt fram erindi frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa frá 22. desember 2014 þar sem sótt er um leyfi til að breyta erindi BN047061, gluggar eru settir á suðurgafl, innra skipulagi í kjallara breytt sem og fyrirkomulagi bílastæða og aðkomu að verslunar- og skrifstofuhúsi á lóð nr. 11-13 við Skipholt. Einnig er lögð fram umsögn umhverfis- og skipulagssviðs, samgöngudeildar dags. 22. janúar 2015.
Gjald kr. 9.500


Jákvætt með þeim skilyrðum og leiðbeiningum sem fram koma í umsögn umhverfis- og skipulagssviðs, samgöngur, dags. 22. janúar 2015.

31.15 Vatnagarðar 28, (fsp) nýr byggingarreitur og aukið byggingarmagn
Lögð fram fyrirspurn XCO ehf. dags. 23. janúar 2015 um að gera nýjan byggingarreit á lóðinni nr. 28 við Vatnagarða og auka byggingarmagn, samkvæmt uppdr. Arkís arkitekta ehf. dags. 20. janúar 2015.

Vísað til meðferðar hjá verkefnisstjóra.

32.15 Efstaleiti 1, drög að forsögn
Á fundi skipulagsfulltrúa 5. desember 2014 var lögð fram drög að forsögn umhverfis- og skipulagssviðs vegna hugmyndasamkeppni lóðarinnar nr. 1 við Efstaleiti. Erindinu var vísað til meðferðar hjá verkefnisstjóra og er nú lagt fram að nýju ásamt uppfærðum drögum að forsögn umhverfis- og skipulagssviðs vegna hugmyndasamkeppni lóðarinnar nr. 1. við Efstaleiti.

Vísað til umhverfis- og skipulagsráðs.

33.15 Freyjubrunnur 16-20, (fsp) færsla á innkeyrslu
Á fundi skipulagsfulltrúa 12. desember 2014 var lögð fram fyrirspurn Jóns Heiðars Hannessonar dags. 8. desember 2014 varðandi færslu á innkeyrslu í bílakjallara hússins nr. 16-20 við Freyjubrunn. Fyrirspurninni var vísað til umsagnar hjá verkefnisstjóra og er nú lögð fram að nýju ásamt umsögn skipulagsfulltrúa dags. 23. janúar 2015.
Neikvætt með vísan til umsagnar skipulagsfulltrúa dags. 23. janúar 2015.

34.15 Garðsendi 6, (fsp) - Framlengja þak
Lagt fram erindi frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa frá 20. janúar 2015 þar sem spurt er hvort framlengja megi þak út yfir tröppur og stækka anddyri hússins á lóð nr. 6 við Garðsenda. Einnig er lögð fram umsögn skipulagsfulltrúa dags. 23. janúar 2015.

Jákvætt með vísan til umsagnar skipulagsfulltrúa dags. 23. janúar 2015.

35.15 Kleppsvegur, Kleppur, deiliskipulag
Lagt fram bréf Faxaflóahafna dags. 9. janúar 2015 varðandi samþykkt hafnarstjórnar s.d. um að fela hafnarstjóra í samvinnu við umhverfis- og skipulagssviðs að vinna tillögu að deiliskipulagi lands við Klepp.

Vísað til meðferðar hjá verkefnisstjóra.

36.15 Nauthólsvegur 50, breyting á deiliskipulagi
Á fundi skipulagsfulltrúa 16. janúar 2015 var lögð fram umsókn Halldórs Eiríkssonar f.h. Iceeigna ehf. dags. 15. janúar 2015 varðandi breytingu á deiliskipulagi lóðarinnar nr. 50 við Nauthólsveg. Í breytingunni felst að gerður er byggingarreitur fyrir hjóla- og sorpgeymslu, sorpskýli og gasgeymslu norðan við húsið, samkvæmt uppdr. Teiknistofunnar Arkitektar ehf. dags. 9. desember 2014. Einnig er lagt fram samþykki meðlóðarhafa ódags. Umsókninni var vísað til meðferðar hjá verkefnisstjóra og er nú lögð fram að nýju.

Vísað til umhverfis- og skipulagsráðs.

37.15 Urðarbrunnur 68-70, (fsp) breyting á parhúsi
Lögð fram fyrirspurn Þorsteins Kröyer dags. 16. janúar 2015 um að breyta parhúsi á lóðinni nr. 68-70 við Urðarbrunn í tvær sérhæðir.

Vísað til umsagnar verkefnisstjóra.

38.15 Vegamótastígur 7 og 9, breyting á deiliskipulagi
Lögð fram umsókn Reir ehf. dags. 5. janúar 2015 varðandi breytingu á deiliskipulagi reits 1.171.5 vegna lóðanna nr. 7 og 9 við Vegamótastíg. Í breytingunni felst breyting á uppbroti hússanna, samkvæmt tillögu Arkþings ehf. dags. desember 2014.

Vísað til umsagnar verkefnisstjóra.

39.15 Vesturberg 76, (fsp) viðbygging
Á fundi skipulagsfulltrúa 9. janúar 2015 var lögð fram fyrirspurn G. Odds Víðissonar f.h. eigenda dags. 8. janúar 2015 um að byggja við húsið á lóðinni nr. 76 við Vesturberg, samkvæmt tillögu Dap ehf. dags. 8. janúar 2015. Einnig er lögð fram greinargerð Dap ehf. dags. 8. janúar 2014. Fyrirspurninni var vísað til meðferðar hjá verkefnisstjóra og er nú lögð fram að nýju ásamt viðbótargögnum og umsögn skipulagsfulltrúa dags. 23. janúar 2015.

Umsögn skipulagsfulltrúa dags. 23. janúar 2015 samþykkt.

40.15 Hverafold 5, rekstrarleyfi
Lagður fram tölvupóstur skrifstofu borgarstjórnar dags. 20. janúar 2015 þar sem óskað er eftir nýrri umsögn umhverfis- og skipulagssviðs um rekstrarleyfi fyrir Gullöldina í ljósi nýlegrar breytinga á aðalskipulagi Reykjavíkur 2010-2030, varðandi túlkun ákvæða um veitingastaði.

Vísað til umsagnar Heilbrigðiseftirlits Reykjavíkur.