Álfaland 6, Borgartún 35-37, Kleppsvegur, Kleppur, Melgerði 9, Nauthólsvegur 50, Tryggvagata 13, Sjafnarbrunnur 2, Almannadalur 17-23, Gufunes, Jörfagrund 30, Kjalarnes, Vellir, Vatnsveituvegur 50, Hlíðarendi 1-7, Hverfisgata 125, Kleifarsel 28, Laugavegur 58B, Fiskislóð 43, Hverfisgata 41, Lindargata 28-32, Logafold 118, Lokastígur 6, Sogavegur 75 og 77, Sogavegur 77, Tjarnargata 35, Tjarnargata 36, Ásholt 2-42, Bergstaðastræti 12, Bergstaðastræti 46, Bergþórugata 5, Bragagata 34, Bragagata 38A, Granaskjól 48-52, Hverfisgata, reitur milli Hverfisgötu og Frakkastíg, Klapparstígur 30, Neshagi 16, Norðurstígur 5, Óðinsgata 4, Fjarðarás 3, Skipasund 9, Urðarstekkur 1, Garðabær, Landsskipulagsstefna 2015-2026, Borgartún 28,

Embættisafgreiðslufundur skipulagsstjóra Reykjavíkur samkvæmt viðauka 2.4 við samþykkt um stjórn Reykjavíkurborgar.

523. fundur 2015

Ár 2015, föstudaginn 16. janúar kl. 09:14, hélt skipulagsfulltrúi Reykjavíkur 523. embættisafgreiðslufund sinn til afgreiðslu mála án staðfestingar skipulagsráðs. Fundurinn var haldinn á skrifstofu skipulagsfulltrúa Borgartúni 12 - 14, 2. hæð, Stardalur. Fundinn sátu: Björn Axelsson, Ágústa Sveinbjörnsdóttir og Marta Grettisdóttir. Eftirtaldir embættismenn kynntu mál á fundinum: Lilja Grétarsdóttir, Borghildur S. Sturludóttir, Hildur Gunnlaugsdóttir, Hildur Gunnarsdóttir, Jón Kjartan Ágústsson, Margrét Þormar og Guðlaug Erna Jónsdóttir. Ritari var Björgvin Rafn Sigurðarson
Þetta gerðist:


1.15 Álfaland 6, breyting á deiliskipulagi
Lögð fram tillaga umhverfis- og skipulagssviðs varðandi breytingu á deiliskipulagi Eyrarlands vegna lóðarinnar nr. 6 við Álfaland. Í breytingunni felst aukning á byggingarmagni og færsla á byggingarreit vörugeymslu, samkvæmt uppdr. umhverfis- og skipulagssviðs dags. 6. janúar 2015.

Vísað til meðferðar hjá verkefnisstjóra.

2.15 Borgartún 35-37, breyting á deiliskipulagi
Á fundi skipulagsfulltrúa 28. nóvember 2014 var lögð fram umsókn B37 ehf. dags. 26. nóvember 2014 varðandi breytingu á deiliskipulagi reits 1.219 vegna lóðarinnar nr. 37 við Borgartún. Í breytingunni felst að gera byggingarreit fyrir tölvukælikerfi vestan við húsið á 1. hæð, samkvæmt uppdr. GP-arkitekta ehf. dags. 26 nóvember 2014. Umsókninni var vísað til meðferðar hjá verkefnisstjóra og er nú lögð fram að nýju ásamt samþykki meðlóðarhafa ódags.
Samþykkt að grenndarkynna framlagða tillögu fyrir hagsmunaaðilum að Borgartúni 33 og 39.

3.15 Kleppsvegur, Kleppur, deiliskipulag
Lagt fram bréf Faxaflóahafna dags. 9. janúar 2015 varðandi samþykkt hafnarstjórnar s.d. um að fela hafnarstjóra í samvinnu við umhverfis- og skipulagssviðs að vinna tillögu að deiliskipulagi lands við Klepp.

Vísað til umhverfis-og skipulagsráðs

4.15 Melgerði 9, Anddyri
Að lokinni grenndarkynningu er lagt fram að nýju erindi frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa frá 18. nóvember 2014 þar sem sótt er um leyfi til að byggja nýtt anddyri úr timbri, steypa nýjar tröppur og stækka svalir á 2. hæð íbúðarhússins á lóð nr. 9 við Melgerði. Erindi var grenndarkynnt frá 8. desember 2014 til og með 12. janúar 2015. Engar athugasemdir bárust.
Stærðir, stækkun; 6,2 ferm., 15,9 rúmm. Gjald kr. 9.500

Samþykkt með vísan til viðauka um embættisafgreiðslur skipulagsfulltrúa við samþykkt um stjórn Reykjavíkurborgar.
Vísað til fullnaðarafgreiðslu byggingarfulltrúa.


5.15 Nauthólsvegur 50, breyting á deiliskipulagi
Lögð fram umsókn Halldórs Eiríkssonar f.h. Iceeigna ehf. dags. 15. janúar 2015 varðandi breytingu á deiliskipulagi lóðarinnar nr. 50 við Nauthólsveg. Í breytingunni felst að gerður er byggingarreitur fyrir hjóla- og sorpgeymslu, sorpskýli og gasgeymslu norðan við húsið, samkvæmt uppdr. Teiknistofunnar Arkitektar ehf. dags. 9. desember 2014. Einnig er lagt fram samþykki meðlóðarhafa ódags.
Vísað til meðferðar hjá verkefnisstjóra.

6.15 Tryggvagata 13, breyting á deiliskipulagi
Að lokinni auglýsingu er lögð fram að nýju umsókn T13 ehf. dags. 24. október 2014 varðandi breytingu á deiliskipulagi Kvosarinnar vegna lóðarinnar nr. 13. við Tryggvagötu. Í breytingunni felst að heimilt er að fara út fyrir byggingarreit með svalir/útsýnisglugga, kvöð er felld niður um inndregna 1. hæð/jarðhæð að norðaustanverðu o.fl., samkvæmt uppdr. Arkþings ehf. dags. 23. október 2014. Einnig lagt fram bréf Húss og skipulags ehf. dags. 13. nóvember 2014. Tillagan var auglýst frá 28. nóvember 2014 til og með 9. janúar 2015. Engar athugasemdir bárust.

Samþykkt með vísan til heimilda um embættisafgreiðslur skipulagsfulltrúa í viðauka við samþykkt um stjórn Reykjavíkurborgar

7.15 Sjafnarbrunnur 2, (fsp) fjölgun íbúða og bílastæða, hækkun húss o.fl.
Á fundi skipulagsfulltrúa 28. ágúst 2014 var lögð fram fyrirspurn Dalhúss ehf. dags. 27. ágúst 2014 um að hækka húsið á lóðinni nr. 2 við Sjafnarbrunn, fjölga íbúðum og bílastæðum ásamt breytingu á innkeyrslu í bílageymslu. Fyrirspurninni var vísað til meðferðar hjá verkefnisstjóra og er nú lagt fram að nýju ásamt bréfi skipulagsfulltrúa dags. 16. janúar 2015.

Frestað.

8.15 Almannadalur 17-23, 23 - Breytingar
Lagt fram erindi frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa frá 13. janúar 2015 þar sem sótt er um leyfi til að breyta áður samþykktu erindi BN036041 þannig að fjölgað verður kvistum og fjölgað verður eignum úr fjórum í sex í húsinu nr. 23 á lóð nr. 17-23 við Almannadal.
Stækkun XX ferm., XX rúmm. Gjald kr. 9.500

Vísað til umsagnar verkefnisstjóra.

9.15 Gufunes, breyting á deiliskipulagi
Að lokinni auglýsingu er lögð fram að nýju umsókn Fjöreflis ehf. dags. 17. september 2014 varðandi breytingu á deiliskipulagi Gufuness. Í breytingunni felst stækkun á byggingarreit fyrir aðstöðuhús, gera bráðabirgðabyggingareit fyrir móttökuhús, breyting á afmörkun afnotareits skemmtigarðs, færslu á aðkomuveg ásamt breytingu og fækkun á bílastæðum, samkvæmt uppdr. Landarks ehf. dags. 15. september 2014. Einnig er lagt fram bréf Landarks ehf. dags. 15. júlí 2014 og umsögn Heilbrigðiseftirlits Reykjavíkur dags. 29. október 2014. Tillagan var auglýst frá 28. nóvember 2014 til og með 9. janúar 2015. Engar athugasemdir bárust.

Samþykkt með vísan til heimilda um embættisafgreiðslur skipulagsfulltrúa í viðauka við samþykkt um stjórn Reykjavíkurborgar

10.15 Jörfagrund 30, (fsp) - Sólskáli
Lagt fram erindi frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa frá 13. janúar 2015 þar sem spurt er hvort leyfi fengist til að byggja sólskála á raðhús á lóð nr. 30 við Jörfagrund.

Vísað til umsagnar verkefnisstjóra.

11.15 Kjalarnes, Vellir, (fsp) deiliskipulag
Lögð fram fyrirspurn Reynis Kristjánssonar dags. 9. janúar 2015 þar sem óskað er eftir að farið verði í vinnu við gerð deiliskipulags fyrir jörðina Vellir á Kjalarnesi. Einnig er lögð fram hugmynd að deiliskipulagi dags. í janúar 2015

Vísað til meðferðar hjá verkefnisstjóra.

12.15 Vatnsveituvegur 50, breyting á deiliskipulagi
Lögð fram umsókn Orkuveitu Reykjavíkur dags. 15. janúar 2015 varðandi breytingu á deiliskipulagi Elliðaárdals vegna lóðarinnar nr. 50 við Vatnsveituveg. Í breytingunni felst afmörkun lóðar fyrir dælustöð , samkvæmt uppdr. Orkuveitu Reykjavíkur dags. 8. janúar 2015.

Vísað til meðferðar hjá verkefnisstjóra.

13.15 Hlíðarendi 1-7, (fsp) - Íbúðir og atvinnuhúsnæði
Á fundi skipulagsfulltrúa 9. janúar 2015 var lagt fram erindi frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa frá 6. janúar 2015 þar sem spurt er hvort leyft yrði að byggja allt að fimm hæða fjölbýlishús á tveggja hæða bílakjallara með 135 íbúðum á reit D, eins og sýnt er á meðfylgjandi uppdráttum á lóð nr. 1-7 við Hlíðarenda. Erindinu var vísað til umsagnar verkefnisstjóra og er nú lagt fram að nýju ásamt umsögn skipulagsfulltrúa dags. 16. janúar 2015.

Umsögn skipulagsfulltrúa dags. 16. janúar 2015 samþykkt.

14.15 Hverfisgata 125, (fsp) veitingastaður
Lögð fram fyrirspurn Birgis Viðarssonar dags. 15. janúar 2015 ásamt bréfi dags. 14. janúar 2015 um að reka veitingastað með vínveitingaleyfi í húsinu á lóð nr. 125 við Hverfisgötu ásamt umsögn skipulagsfulltrúa dags. 16. janúar 2015.

Jákvætt með vísan til umsagnar skipulagsfulltrúa dags. 16. janúar 2015.

15.15 Kleifarsel 28, tímabundið áfengisveitingaleyfi
Lagður fram tölvupóstur skrifstofu borgarstjórnar dags. 12. janúar 2015 þar sem óskað er eftir umsögn umhverfis- og skipulagssviðs á umsókn íþróttafélags Reykjavíkur um tímabundið áfengisveitingaleyfi vegna þorrablóts ÍR, sem haldið verður í íþróttahúsi ÍR við Kleifarsel. Sótt er um áfengisveitingaleyfi laugardaginn 17. janúar nk. frá kl. 19:00 til kl. 02:00. Einnig er lögð fram umsögn skipulagsfulltrúa dags. 16. janúar 2015.

Ekki eru gerðar athugasemdir við erindið, sbr. umsögn skipulagsfulltrúa dags. 16. janúar 2015.

16.15 Laugavegur 58B, Stækkun og breyting
Á fundi skipulagsfulltrúa 9. janúar 2015 var lagt fram erindi frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa frá 6. janúar 2015 þar sem sótt er um leyfi til að byggja við og breyta og innrétta gistiskála í flokki V fyrir 27 gesti í húsi á lóð nr. 58B við Laugaveg. Erindinu var vísað til umsagnar verkefnisstjóra og er nú lagt fram að nýju ásamt umsögn skipulagsfulltrúa dags. 16. janúar 2015.
Stækkun: xx ferm., xx rúmm. Gjald kr. 9.500

Neikvætt með vísan til umsagnar skipulagsfulltrúa dags. 16. janúar 2015.

17.15 Fiskislóð 43, (fsp) aukning á byggingarmagni
Á fundi skipulagsfulltrúa 9. janúar 2015 var lögð fram fyrirspurn Guðjóns Sverris Rafnssonar f.h. Miðfells dags. 5. janúar 2015 varðandi aukningu á byggingarmagni lóðarinnar nr. 43 við Fiskislóð, samkvæmt uppdr. K.J. hönnunar ehf. dags. 5. janúar 2015. Fyrirspurninni var vísað til umsagnar verkefnisstjóra og er nú lögð fram að nýju ásamt umsögn skipulagsfulltrúa dags. 16. janúar 2015.

Neikvætt með vísan til umsagnar skipulagsfulltrúa dags. 16. janúar 2015.

18.15 Hverfisgata 41, breyting á deiliskipulagi
Lögð fram umsókn Sjens ehf. dags. 15. janúar 2015 varðandi breytingu á deiliskipulagi Skúlagötusvæðis vegna lóðarinnar nr. 41 við Hverfisgötu. Breytingin felur í sér hækkun á þaki, aukningu á nýtingarhlutfalli og að heimilt verði að reisa útbyggingar og svalir út fyrir byggingarreit, samkvæmt uppdr. Random ark ehf. dags. í janúar 2015.

Vísað til meðferðar hjá verkefnisstjóra.

19.15 Lindargata 28-32, bílastæði
Á fundi skipulagsfulltrúa 28. nóvember 2014 var lagt fram bréf Fjeldsted og Blöndal lögmannsstofu f.h. lóðarhafa Lindargötu 28-32 dags. 20. nóvember 2014 varðandi bílastæðamál á lóðinni. Erindinu var vísað til umsagnar skrifstofu sviðsstjóra.

Frestað.

20.15 Logafold 118, (fsp) - Sólstofa
Lagt fram erindi frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa frá 13. janúar 2015 þar sem spurt er hvort leyfi fengist til að byggja sólstofu við suðurhlið hússins á lóð nr. 118 við Logafold.
Útskrift úr gerðabók embættisafgreiðslufundar skipulagsfulltrúa frá 29. nóvember 2013 fylgir erindinu ásamt umsögn skipulagsfulltrúa dags. 25. nóvember 2013.

Vísað til umsagnar verkefnisstjóra.

21.15 Lokastígur 6, (fsp) - Lagfæringar á þaki
Á fundi skipulagsfulltrúa 9. janúar 2015 var lagt fram erindi frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa frá 6. janúar 2015 þar sem spurt er hvort hækka megi þak um hálfan til einn metra og bæta við kvistum á hvora hlið á húsi á lóð nr. 6 við Lokastíg. Erindinu var vísað til meðferðar hjá verkefnisstjóra og er nú lagt fram að nýju.

Neikvætt, samræmist ekki deiliskipulagi.

22.15 Sogavegur 75 og 77, (fsp) fjölbýlishús
Á fundi skipulagsfulltrúa 9. janúar 2015 var lögð fram fyrirspurn Lagastoðar Lögfræðiþjónustu ehf. dags. 8. janúar 2015 varðandi byggingu tveggja fjölbýlishúsa á lóðunum nr. 75 og 77 við Sogaveg, samkvæmt uppdr. H3 arkitekta ehf. ódags. Fyrirspurninni var vísað til meðferðar hjá verkefnisstjóra og er nú lögð fram að nýju ásamt umsögn skipulagsfulltrúa dags. 16. janúar 2015.

Umsögn skipulagsfulltrúa dags. 16. janúar 2015 samþykkt.

23.15 Sogavegur 77, (fsp) uppbygging
Á fundi skipulagsfulltrúa 12. desember 2014 var lögð fram fyrirspurn Marinós Þórissonar dags. 4. desember 2014 varðandi uppbyggingu á lóðinni nr. 77 við Sogaveg, samkvæmt uppdr. Kristins Ragnarssonar ark. dags. 30. nóvember 2014. Fyrirspurninni var vísað til meðferðar verkefnisstjóra og er nú lögð fram að nýju. Fyrirspurn var vísað til umsagnar Heilbrigðiseftirlits Reykjavíkur og er nú lagt fram að nýju ásamt umsögn dags. 16. janúar 2015.

Umsögn skipulagsfulltrúa dags. 16. janúar 2015 samþykkt.

24.15 Tjarnargata 35, (fsp) bílskúr
Á fundi skipulagsfulltrúa 28. nóvember 2014 var lögð fram fyrirspurn Nexus Arkitekta slf. dags. 27. nóvember 2014 varðandi byggingu bílskúrs á lóðinni nr. 35 við Tjarnargötu, samkvæmt uppdr. Nexus Arkitekta slf. dags. 24. nóvember 2014. Einnig er lagt fram bréf Nexus Arkitekta slf. dags. 24. nóvember 20114.
Vísað til umsagnar umhverfis- og skipulagssviðs, samgöngur.

25.15 Tjarnargata 36, Safn
Á fundi skipulagsfulltrúa 9. janúar 2015 var lagt fram erindi frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa frá 22. desember 2014 þar sem sótt er um leyfi til að færa til upprunalegs horfs og byggja við til suðurs, og til að innrétta safn um Júlíönu Sveinsdóttur í einbýlishúsi á lóð nr. 36 við Tjarnargötu. Auk þessa er sótt um leyfi til að starfrækja veitingasölu í tengslum við safnið, gistiþjónustu og útleigu á húsnæðinu fyrir fundi. Erindinu var vísað til umsagnar verkefnisstjóra og er nú lögð fram að nýju ásamt umsögn skipulagsfulltrúa dags. 16. janúar 2015.
Stækkun: 28,2 ferm., 95,1 rúmm. Gjald kr. 9.500

Samþykkt með þeim skilyrðum og leiðbeiningum sem fram koma í umsögn skipulagsfulltrúa dags. 16. janúar 2015.

26.15 Ásholt 2-42, Húsvarðaríbúð gerð að íbúð - eignaskiptasamningur
Lagt fram erindi frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa frá 13. janúar 2015 þar sem sótt er um leyfi til að útbúa íbúð á 1. hæð sem áður var húsvarðaríbúð og stækka hana með því að bæta við rými sem er leikrými í húsinu á lóð nr. 2 við Ásholt.
Gjald kr. 9.500

Vísað til meðferðar hjá verkefnisstjóra.

27.15 Bergstaðastræti 12, breyting á deiliskipulagi
Á fundi skipulagsfulltrúa 28. nóvember 2014 var lögð fram umsókn Íbúða ehf. dags. 21. nóvember 2014 varðandi breytingu á deiliskipulagi reits 1.180.2 vegna lóðarinnar nr. 12 við Bergstaðastræti.Í breytingunni felst breyting á byggingarheimildum, samkvæmt uppdr. Glámu/Kím ehf. dags. 18. nóvember 2014. Einnig er lagt fram skuggavarp Glámu/Kím ehf. ódags. Umsókninni var vísað til meðferðar hjá verkefnisstjóra og er nú lögð fram að nýju.
Samþykkt að grenndarkynna framlagða tillögu fyrir hagsmunaaðilum að Bergstaðastræti 10, 10a, 10b, 10c, Hallveigarstíg 8a,10, 10a, Spítalastíg 5, 7, Ingólfsstræti 21b, 21d.

28.15 Bergstaðastræti 46, Breytingar innanhúss
rÁ fundi skipulagsfulltrúa 9. janúar 2015 var lagt fram erindi frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa frá 6. janúar 2015 þar sem sótt er um leyfi til að gera svalir á rishæð, innrétta tvö svefnherbergi í risi, baðherbergi í kjallara og breyta innra skipulagi, m. a. innrétta þvottaherbergi og geymslu í bílgeymslu einbýlishúss á lóð nr. 46 við Bergstaðastræti. Erindinu var vísað til umsagnar verkefnisstjóra og er nú lagt fram að nýju ásamt umsögn skipulagsfulltrúa dags. 16. janúar 2015.
Gjald kr. 9.500

Jákvætt með þeim skilyrðum og leiðbeiningum sem fram koma í umsögn skipulagsfulltrúa dags. 16. janúar 2015. Grenndarkynna þarf byggingarleyfisumsókn berist hún.

29.15 Bergþórugata 5, (fsp) - Breyta í fjölbýli
Á fundi skipulagsfulltrúa 9. janúar 2015 var lagt fram erindi frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa frá 22. desember 2014 þar sem sótt er um hvort breyta megi húsinu á lóð nr. 5 við Bergþórugötu í fjölbýli. Erindinu var vísað til umsagnar verkefnisstjóra og er nú lagt fram að nýju ásamt umsögn skipulagsfulltrúa dags. 16. janúar 2015.

Neikvætt með vísan til umsagnar skipulagsfulltrúa dags. 16. janúar 2015.





30.15 Bragagata 34, (fsp) - Breyta raðhúsi í tvær íbúðir
Lagt fram erindi frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa frá 13. janúar 2015 þar sem spurt er hvort leyft yrði að breyta raðhúsi í tvær íbúðir í húsinu á lóð nr. 34 við Bragagötu.

Ekki eru gerðar skipulagslegar athugasemdir við erindið.

31.15 Bragagata 38A, Breyting inni - flóttastigi - kvistir
Að lokinni grenndarkynningu er lagt fram að nýju erindi frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa frá 25. nóvember 2014 þar sem sótt er um leyfi til að byggja kvisti á þak, flóttastiga á austurhlið og breyta innra skipulagi í húsi á lóð nr. 38A við Bragagötu. Erindi var grenndarkynnt frá 8. desember 2014 til og með 12. janúar 2015. Engar athugasemdir bárust.
Útskrift úr gerðabók embættisafgreiðslufundar skipulagsfulltrúa frá 24. október 2014 fylgir erindinu ásamt umsögn skipulagsfulltrúa dags. 21. október 2014. Stækkun: 12,2 rúmm. Gjald kr. 9.500

Samþykkt með vísan til viðauka um embættisafgreiðslur skipulagsfulltrúa við samþykkt um stjórn Reykjavíkurborgar.
Vísað til fullnaðarafgreiðslu byggingarfulltrúa.


32.15 Granaskjól 48-52, Glerskálar
Að lokinni grenndarkynningu er lagt fram að nýju erindi frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa frá 25. nóvember 2014 þar sem sótt er um leyfi til að byggja glerskála á norðurhlið raðhúss á lóð nr. 48-52 við Granaskjól. Erindi var grenndarkynnt frá 8. desember til og með 12. janúar 2015. Engar athugasemdir bárust.
Stækkun pr. matshluta: 10,5 ferm., 22,7 rúmm. Samtals stækkun: 31,5 ferm., 68,1 rúmm. Gjald kr. 9.500

Samþykkt með vísan til viðauka um embættisafgreiðslur skipulagsfulltrúa við samþykkt um stjórn Reykjavíkurborgar.
Vísað til fullnaðarafgreiðslu byggingarfulltrúa.


33.15 Hverfisgata, reitur milli Hverfisgötu og Frakkastíg, (fsp) skipulagsgerð
Á fundi skipulagsfulltrúa 28. nóvember 2014 var lögð fram fyrirspurn Zeppelin ehf. dags. 26. nóvember 2014 varðandi skipulagsgerð á reit milli Hverfisgötu og Frakkastíg, samkvæmt tillögu Zeppelin ehf. Reiturinn afmarkast af Hverfisgötu, Lindargötu Einnig er lagt fram bréf Zeppelin ehf. dags. 26. nóvember 2014. Fyrirspurninni var vísað til umsagnar verkefnisstjóra og er nú lögð fram að nýju ásamt umsögn skipulagsfulltrú dags. 16. janúar 2015.
Neikvætt með vísan til umsagnar skipulagsfulltrúa dags. 16. janúar 2015.

34.15 Klapparstígur 30, Fjölbýlishús
Á fundi skipulagsfulltrúa 9. janúar 2015 var lagt fram erindi frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa frá 22. desember 2014 þar sem sótt er um leyfi til að fjarlægja hús sem fyrir er og byggja steinsteypt hús, fjórar hæðir og kjallara með verslun á jarðhæð og í kjallara og sex íbúðum á 2. til 4. hæð á lóð nr. 30 við Klapparstíg. Einnig er lögð fram umsögn skipulagsfulltrúa dags. 16. janúar 2015.
Niðurrif: 166 ferm., 341,8 rúmm. Nýbygging: Kjallari 272,8 ferm., 1. hæð 214,7 ferm., 2. hæð 183,8 ferm., 3. og 4. hæð 176,6 ferm. Samtals 861,9 ferm., 3.076,1 rúmm. Gjald kr. 9.500

Umsögn skipulagsfulltrúa dags. 16. janúar 2015 samþykkt.

35.15 Neshagi 16, Breyting inni 1, 2-3 hæð - varaaflstöð og kælibúnaðs
Á fundi skipulagsfulltrúa 19. desember 2014 var lagt fram erindi frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa frá 16. desember 2014 þar sem sótt er um leyfi til að breyta innra skipulagi 1. 2. og 3. hæð og koma fyrir rými fyrir kælibúnað og varaaflstöð við norðurhlið húss á lóð nr. 16 við Neshaga. Erindinu var vísað til umsagnar verkefnisstjóra og er nú lagt fram að nýju ásamt umsögn skipulagsfulltrúa dags. 16. janúar 2015.
Stærð varaaflstöðvarhúss mhl. 03 er 6,0 ferm. , 13,0 rúmm. og kælibúnaðarhúss 02 er 5,3 ferm., 11,7 rúmm. Gjald kr. 9.500

Jákvætt með þeim skilyrðum og leiðbeiningum sem fram koma í umsögn skipulagsfulltrúa dags. 16. janúar 2015.

36.15 Norðurstígur 5, Fjölbýlishús
Á fundi skipulagsfulltrúa 9. janúar 2015 var lagt fram erindi frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa frá 22. desember 2014 þar sem sótt er um leyfi til að byggja þriggja íbúða steinsteypt fjölbýlishús á fjórum hæðum með innbyggðum tveggja stæða bílskúr á lóð nr. 5 við Norðurstíg. Erindinu var vísað til umsagnar verkefnisstjóra og er nú lagt fram að nýju ásamt umsögn skipulagsfulltrúa dags. 16. janúar
Gjald kr. 9.500

Jákvætt með vísan til umsagnar skipulagsfulltrúa dags. 16. janúar 2015.

37.15 Óðinsgata 4, (fsp) - Sameina tvær eignir
Lagt fram erindi frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa frá 13. janúar 2015 þar sem spurt er hvort leyft yrði að sameina eignir 0107 og 0101 í mhl. 02 og fá samþykkta íbúð í bakhúsi á lóð nr. 4 við Óðinsgötu.

Vísað til umsagnar verkefnisstjóra.

38.15 Fjarðarás 3, breyting á deiliskipulagi
Að lokinni grenndarkynningu er lögð fram að nýju umsókn Birgis Arnar Jónssonar dags. 21. nóvember 2014 varðandi breytingu á deiliskipulagi Árbær-Selás vegna lóðarinnar nr. 3 við Fjarðarás. Í breytingunni felst stækkun á byggingarreit hússins, samkvæmt uppdr. Birgis Arnar Jónssonar dags. 20. nóvember 2014. Tillagan var grenndarkynnt frá 12. desember 2014 til og með 9. janúar 2015. Engar athugasemdir bárust.

Samþykkt með vísan til heimilda um embættisafgreiðslur skipulagsfulltrúa í viðauka við samþykkt um stjórn Reykjavíkurborgar

39.15 Skipasund 9, (fsp) - Svalalokun
Lagt fram erindi frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa frá 13. janúar 2015 þar sem spurt er hvort leyfi fengist til að setja svalalokun á kvist hússins á lóð nr. 9 við Skipasund.

Ekki eru gerðar skipulagslegar athugasemdir verið erindið. Grenndarkynna þarf byggingarleyfisumsókn berist hún.

40.15 Urðarstekkur 1, (fsp) - Íbúðarherbergi jarðhæð
Lagt fram erindi frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa frá 13. janúar 2015 þar sem spurt er hvort leyfi fengist til að útbúa íbúðarherbergi í útgröfnu rými í kjallara einbýlishússins á lóð nr. 1 við Urðarstekk.

Ekki eru gerðar skipulagslegar athugasemdir verið erindið.

41.15 Garðabær, tillaga að lýsingu aðalskipulags Garðabæjar 2016-2030
Lagt fram bréf Garðabæjar dags. 5. janúar 2015 þar sem óskað er eftir umsögn Reykjavíkurborgar um tillögu að lýsingu aðalskipulags Garðabæjar 2016-2030. Frestur til að skila inn umsögn um lýsinguna er til 17. febrúar 2015.

Vísað til umsagnar deildarstjóra svæðis- og aðalskipulags.

42.15 Landsskipulagsstefna 2015-2026, tillaga
Lagt fram bréf Skipulagsstofnunar dags. 19. desember 2014 þar sem óskað er eftir umsögn umhverfis- og skipulagssviðs um tillögu að Landsskipulagsstefnu 2015-2026. Frestur til að skila inn athugasemdum er til 13. febrúar 2015.

Vísað til umsagnar svæðis- og aðalskipulags.

43.15 Borgartún 28, (fsp) breytt deiliskipulag
Lögð fram fyrirspurn Einars V. Tryggvasonar ark. f.h. húsfélagsins Borgartúni 28, mótt. 19. nóvember 2014 um breytingu á deiliskipulagi Kirkjutúns fyrir Borgartún 28 og 28a skv. uppdrætti Zeppelin arkitekta dags. 25. mars 2014. Einnig er lögð fram greinargerð ódags.

Fyrirspyrjandi hafi samband við embættið.