Brekknaás 9, Kjalarnes, Fitjar, Funahöfði 7, Garðastræti 37, Laugavegur 58b, Laugavegur 178, Drafnarstígur 5, Hverfisgata, reitur milli Hverfisgötu og Frakkastíg, Laugavegur 8, Lindargata 34 og 36, Lindargata 62, Bergstaðastræti 29, Bústaðavegur 151, Eggertsgata 6-10, Fjarðarás 3, Freyjubrunnur 31, Kambavað 5, Köllunarklettur, Þ47, Laugavegur 30B, Blönduhlíð 28-30, Eddufell 2-8, Elliðabraut 8-10 og 12, Borgargerði 6, Borgargerði 6, Efstaleiti 1, Fannafold 217-217A, Friggjarbrunnur 47, 47A og 49, Laufásvegur 59, Reitur 1.173.0, Rauðarárstígur 23, Sogavegur 158, Stórhöfði 34-40, Sævarhöfði 6-10, Seltjarnarnes, endurskoðun aðalskipulags 2006-2024, Austurhöfn, Austurstræti 10A, Brekkugerði 8, Laugavegur 120,

Embættisafgreiðslufundur skipulagsstjóra Reykjavíkur samkvæmt viðauka 2.4 við samþykkt um stjórn Reykjavíkurborgar.

519. fundur 2014

Ár 2014, föstudaginn 5. desember kl. 09:00 var haldinn 519. embættisafgreiðslufundur skipulagsstjóra Reykjavíkur. Fundurinn var haldinn að Borgartúni 12-14, 2 hæð. (Stardal).Viðstaddir voru:
Þetta gerðist:


1.14 Brekknaás 9, (fsp) hesthús
Á fundi skipulagsfulltrúa 10. október 2014 var lögð fram fyrirspurn Jóhanns Christiansen dags. 10. október 2014 um að breyta núverandi húsnæði á lóð nr. 9 við Brekknás í hesthús. Einnig er lagður fram tölvupóstur Jóhanns Christiansen dags. 2. desember 2014 þar sem fyrirspurn er dregin til baka.
Erindið dregið til baka sbr. framlagður tölvupóstur fyrirspyrjanda dags. 2. desember 2014.

2.14 Kjalarnes, Fitjar, breyting á deiliskipulagi
Á fundi skipulagsfulltrúa 31. október 2014 var lagt fram bréf Skipulagsstofnunar dags. 24. október 2014 þar sem gerð er athugasemd við birtingu auglýsingu í B-deild Stjórnartíðinda. Erindinu var vísað til umsagnar verkefnisstjóra og er nú lagt fram að nýju.

Vísað til umhverfis- og skipulagsráðs.

3.14 Funahöfði 7, (fsp) - Gistiheimili
Lagt fram erindi frá afgreiðslufundi byggingafulltrúa frá 2. desember 2014 þar sem spurt er hvort heimilt sé að breyta skrifstofurýmum í gistiherbergi og fá leyfi fyrir rekstur gistiheimili í flokki II í húsinu á lóð nr. 7 við Funahöfða.
Bréf frá hönnuði ódags. og ljósmyndir fylgja.

Vísað til umsagnar verkefnisstjóra.

4.14 Garðastræti 37, rekstrarleyfi í flokki II
Lagður fram tölvupóstur skrifstofu borgarstjórnar dags. 1. desember 2014 þar sem óskað er eftir umsögn umhverfis- og skipulagssviðs á umsókn Gam Management ehf. um rekstrarleyfi í flokki II fyrir veitingastofu Gam Management að Garðastræti 37.
Vísað til meðferðar hjá verkefnisstjóra.

5.14 Laugavegur 58b, (fsp) farfuglaheimili
Á fundi skipulagsfulltrúa 28. nóvember 2014 var lögð fram fyrirspurn Söru Arnardóttur dags. 25. nóvember 2014 um rekstur farfuglaheimilis að Laugavegi 58b. Fyrirspurninni var vísað til umsagnar verkefnisstjóra og er nú lögð fram að nýju ásamt umsögn skipulagsfulltrúa dags. 5. desember 2014.

Jákvætt með vísan til umsagnar skipulagsfulltrúa dags. 5. desember 2014.

6.14 Laugavegur 178, (fsp) - Vínveitingaleyfi hársnyrtistofu
Lagt fram erindi frá afgreiðslufundi byggingafulltrúa frá 2. desember 2014 þar sem spurt er hvort leyfi fengist til að vera með vínveitingar í flokki II í hárgreiðslustofu mhl. 02 rými 0101 í húsi á lóð nr. 178 við Laugaveg. Einnig er lögð fram umsögn skipulagsfulltrúa dags. 5. desember 2014.
Jákvætt með vísan til umsagnar skipulagsfulltrúa dags. 5. desember 2014.

7.14 Drafnarstígur 5, Viðbygging
Lagt fram erindi frá afgreiðslufundi byggingafulltrúa frá 2. desember 2014 þar sem sótt er um leyfi til að byggja úr timbri á steyptum sökkli, garðskála við hús á lóð nr. 5 við Drafnarstíg
Umsögn Minjastofnunar Íslands dags. 5. maí 2014 fylgir erindi. Stækkun: 9 ferm., XX rúmm. Gjald kr. 9.500

Vísað til meðferðar hjá verkefnisstjóra.

8.14 Hverfisgata, reitur milli Hverfisgötu og Frakkastíg, (fsp) skipulagsgerð
Á fundi skipulagsfulltrúa 28. nóvember 2014 var lögð fram fyrirspurn Zeppelin ehf. dags. 26. nóvember 2014 varðandi skipulagsgerð á reit milli Hverfisgötu og Frakkastíg, samkvæmt tillögu Zeppelin ehf. Reiturinn afmarkast af Hverfisgötu, Lindargötu Einnig er lagt fram bréf Zeppelin ehf. dags. 26. nóvember 2014. Fyrirspurninni var vísað til umsagnar verkefnisstjóra og er nú lögð fram að nýju.

Kynna formanni umhverfis- og skipulagsráðs.

9.14 Laugavegur 8, (fsp) stækkun þaksvala
Lögð fram fyrirspurn Arkitektur.is dags. 1. desember 2014 varðandi stækkun þaksvala á bakhúsi lóðarinnar nr. 8 við Laugaveg.
Vísað til umsagnar verkefnisstjóra.

10.14 Lindargata 34 og 36, breyting á deiliskipulagi
Að lokinni grenndarkynningu er lögð fram að nýju umsókn Rent-Leigumiðlunar ehf. dags. 9. október 2014 varðandi breytingu á deiliskipulagi Skúlagötusvæðis vegna lóðannar nr. 34 og 36 við Lindargötu. Í breytingunni felst að sameina lóðir, byggja tengibyggingu í bil milli rishæða Lindargötu 34 og 36 og breyta húsnæðinu í gistiheimili eða litlar íbúðir til útleigu með eldunaraðstöðu eða te-eldhúsi, samkvæmt uppdr. Vinnustofunnar Þverá ehf. dags. 16. október 2014. Tillagan var grenndarkynnt frá 22. október til og með 19. nóvember 2014. Eftirtaldir aðilar sendu inn athugasemdir: Geir A. Gunnlaugsson f.h. stjórnar Húsfélagsins 101 Skuggahverfi I dags. 17. nóvember 2014.

Vísað til umhverfis- og skipulagsráðs.

11.14 Lindargata 62, (fsp) stækkun kjallara, endurgerð húss
Á fundi skipulagsfulltrúa 28. nóvember 2014 var lögð fram fyrirspurn Byggir ehf. dags. 25. nóvember 2014 um stækkun kjallara og endurgerð húss á lóð nr. 62 við Lindargötu, samkvæmt uppdr. Al-Hönnunar ehf., dags. 20. nóvember 2014. Ráðgert er að leigja út íbúðir hússins til skammtímaleigu. Fyrirspurninni var vísað til meðferðar hjá verkefnisstjóra og er nú lögð fram að nýju.

Vísað til umsagnar verkefnisstjóra.

12.14 Bergstaðastræti 29, (fsp) - Viðbygging
Lagt fram erindi frá afgreiðslufundi byggingafulltrúa frá 2. desember 2014 þar sem spurt er hvort leyft yrði að byggja viðbyggingu við einbýlishús á lóð nr. 29 við Bergstaðastræti.

Vísað til umsagnar verkefnisstjóra.

13.14 Bústaðavegur 151, úthlutun og uppbygging lóðar
Á fundi skipulagsfulltrúa 16.maí 2014 var lagt fram bréf borgarstjóra dags. 9.maí 2014 vegna samþykktar borgarráðs 8. maí 2014 að vísa til meðferðar umhverfis- og skipulagssviðs erindi forstjóra Heklu þar sem óskað er eftir viðræðum við Reykjavíkurborg um úthlutun og þróun lóðarinnar nr. 151 við Bústaðaveg. Erindinu var vísað til meðferðar hjá verkefnisstjóra og er nú lagt fram að nýju ásamt umsögn skipulagsfulltrúa dags. 5. desember 2014.

Neikvætt með vísan til umsagnar skipulagsfulltrúa dags. 5. desember 2014.

14.14 Eggertsgata 6-10, Breyting 0111, 0112 - vagnageymsla o.fl.
Lagt fram erindi frá afgreiðslufundi byggingafulltrúa frá 2. desember 2014 þar sem sótt er um leyfi til að breyta notkun á rými 0111 úr íbúð í skrifstofu og opna yfir í rými 0112 og til að byggja óupphitaða vagnageymslu úr timbri á suðausturhorni lóðar nr. 6-10 við Eggertsgötu.
Stærð mhl. 02: 27,1 ferm. 66,1 rúmm. Gjald kr. 9.500

Ekki eru gerðar athugasemdir við erindið.
Samræmist deiliskipulagi.


15.14 Fjarðarás 3, breyting á deiliskipulagi
Lögð fram umsókn Birgis Arnar Jónssonar dags. 21. nóvember 2014 varðandi breytingu á deiliskipulagi Árbær-Selás vegna lóðarinnar nr. 3 við Fjarðarás. Í breytingunni felst stækkun á byggingarreit hússins, samkvæmt uppdr. Birgis Arnar Jónssonar dags. 20. nóvember 2014.

Samþykkt að grenndarkynna framlagða tillögu fyrir hagsmunaaðilum að Fjarðarási 1, 4, 5 og Heiðarási 2 og 4.

16.14 Freyjubrunnur 31, (fsp) fjölgun íbúða
Lögð fram fyrirspurn F fasteignafélags ehf. dags. 28. nóvember 2014 varðandi fjölgun íbúða úr 5 í 7 í fjölbýlishúsi á lóð nr. 31 við Freyjubrunn.

Frestað.
Umsækjandi hafi samband við embætti skipulagsfulltrúa.


17.14 Kambavað 5, ný tillaga að staðsetningu sambýlis
Lagður fram tölvupóstur skrifstofu borgarstjóra dags. 25. nóvember 2014 ásamt tölvupósti Stefáns Egilssonar dags. 18. nóvember 2014 þar sem komið er á framfæri hugmynd að nýrri staðsetningu fyrir fyrirhugað sambýli að Kambavaði 5. Einnig er lögð fram umsögn skipulagsfulltrúa dags. 2. desember 2014.

Umsögn skipulagsfulltrúa dags. 2. desember 2014 samþykkt.

18.14 Köllunarklettur, Þ47, uppbygging
Lagt fram bréf hafnarstjóra dags. 14. nóvember 2014 ásamt erindi Hamla ehf. dags. 3. nóvember 2014 varðandi deiliskipulag s.n. Tollvörugeymslu- og Kassagerðarreits. Einnig er lögð fram samantekt skipulagsfulltrúa, um Köllunarklett M18/ Þróunarsvæði Þ-47, um núverandi stöðu og skipulagslegum upplýsingum um svæðið dags. 10. september 2014.

Vísað til umhverfis- og skipulagsráðs.

19.14 Laugavegur 30B, (fsp) aukning á byggingarmagni
Lögð fram fyrirspurn Hildar Bjarnadóttur dags. 3. desember 2014 varðandi aukningu á byggingarmagni lóðarinnar nr. 30B við Laugaveg.

Frestað.
Umsækjandi hafi samband við embætti skipulagsfulltrúa.


20.14 Blönduhlíð 28-30, 30 - Hjóla- og bílageymslu
Lagt fram erindi frá afgreiðslufundi byggingafulltrúa frá 2. desember 2014 þar sem sótt er um leyfi til að byggja staðsteypta hjóla- og bílageymslu fyrir parhús nr. 30 á lóð nr. 28 - 30 við Blönduhlíð.
Bréf frá umsækjanda dags. 23. nóvember 2014 og samþykki frá Hamrahlíð 13, Blönduhlíð 26 og 28 fylgir.
Stærð hjóla- og bílageymslu: 47,5 ferm., 142,5 rúmm. Gjald kr. 9.500

Vísað til meðferðar hjá verkefnisstjóra.

21.14 Eddufell 2-8, breyting á deiliskipulagi
Lögð fram umsókn Roks ehf. dags. 26. nóvember 2014 varðandi breytingu á deiliskipulagi lóðarinnar nr. 2-8 við Eddufell. Í breytingunni felst m.a. fjölgun íbúða, niðurfelling bílageymslu, breyting á bílastæðaskilmálum, óveruleg breyting á hámarkshæðum og lóðarstærð o.fl., samkvæmt uppdr. GP-arkitekta ehf. dags. 26. nóvember 2014.

Vísað til umhverfis- og skipulagsráðs.

22.14 Elliðabraut 8-10 og 12, (fsp) breyting á notkun lóðar
Lögð fram fyrirspurn Mótx ehf. dags. 1. desember 2014 varðandi mögulegar breytingar á aðalskipulagi Elliðabrautar 8-10 og 12 sem felst í að lóðin verði nýtt undir íbúðir í stað létts iðnaðar. Einnig er lagt fram hefti dags. í nóvember 2014.
Vísað til umhverfis- og skipulagsráðs.

23.14 Borgargerði 6, (fsp) - Ofanábygging
Á fundi skipulagsfulltrúa 28. nóvember 2014 var lagt fram erindi frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa frá 25. nóvember 2014 þar sem spurt er hvort byggja megi fulla hæð í stað rishæðar sem samþykkt var 1984 í staða upprunalegs þakrýmis á húsi á lóð nr. 6 við Borgargerði. Erindinu var vísað til umsagnar verkefnisstjóra og er nú lagt fram að nýju ásamt umsögn skipulagsfulltrúa dags. 3. desember 2014.

Ekki gerð athugasemd við erindið, sbr. þó skilyrði og leiðbeiningar sem fram koma í umsögn skipulagsfulltrúa dags. 3. desember 2014.

24.14 Borgargerði 6, (fsp) hækkun
Á fundi skipulagsfulltrúa 28. nóvember 2014 var lögð fram fyrirspurn Eiðs Ingvarssonar dags. 24. nóvember 2014 varðandi hækkun hússins á lóðinni nr. 6 við Borgargerði um eina hæð skv. skissu. Fyrirspurninni var vísað til umsagnar verkefnisstjóra og er nú lagt fram að nýju ásamt umsögn skipulagsfulltrúa dags. 3. desember 2014.

Ekki gerð athugasemd við erindið, sbr. þó skilyrði og leiðbeiningar sem fram koma í umsögn skipulagsfulltrúa dags. 3. desember 2014.

25.14 Efstaleiti 1, drög að forsögn
Lögð fram drög að forsögn umhverfis- og skipulagssviðs vegna hugmyndasamkeppni lóðarinnar nr. 1 við Efstaleiti.

Vísað til meðferðar hjá verkefnisstjóra.

26.14 Fannafold 217-217A, 217 - Reyndarteikningar af sólskála
Lagt fram erindi frá afgreiðslufundi byggingafulltrúa frá 2. desember 2014 þar sem sótt er um leyfi fyrir áður gerðri stækkun á sólskála við vesturhlið hússins nr. 217 á lóð nr. 217-217A við Fannafold.
Stækkun sólskála er: XX ferm., XX rúmm. Gjald kr. 9.500

Vísað til umsagnar verkefnisstjóra.

27.14 Friggjarbrunnur 47, 47A og 49, (fsp) sameining lóða
Lögð fram fyrirspurn Orkuveitu Reykjavíkur - Veitur ohf. dags. 28. nóvember 2014 varðandi sameiningu lóðanna nr. 47, 47A og 49 við Friggjarbrunn.

Vísað til meðferðar hjá verkefnisstjóra.

28.14 Laufásvegur 59, (fsp) viðbygging
Lögð fram fyrirspurn Grétars Hannessonar dags. 2. desember 2014 um að byggja við húsið á lóðinni nr. 59 við Laufásveg, samkvæmt uppdr. Ask Arkitekta ehf. dags. 1. desember 2014.

Vísað til meðferðar hjá verkefnisstjóra.

29.14 Reitur 1.173.0, breyting á deiliskipulagi
Lögð fram umsókn STS Island ehf. dags. 3. desember 2014 varðandi breytingu á deiliskipulagi reits 1.173.0 sem markast af Laugavegi, Frakkastíg, Hverfisgötu og Vitastígs vegna lóðarinnar nr. 51 við Laugaveg. Í breytingunni felst að gerður er nýr byggingarreitur fyrir svalir á norðurhlið hússins, samkvæmt uppdr. Random ark ehf. dags. október 2014.

Samþykkt að grenndarkynna framlagða tillögu fyrir hagsmunaaðilum að Laugavegi 49, 49a, 51, 51b, 53a og 53b þegar samþykki meðlóðarhafa liggur fyrir.

30.14 Rauðarárstígur 23, Breytt lóðarheiti
Lagt fram erindi frá afgreiðslufundi byggingafulltrúa frá 2. desember 2014 þar sem sem lóðarhafar lóðarinnar Rauðarárstígur 23, landnúmer 102986, óska eftir að heimild í deiliskipulagi til að nota lóðarheitið Laugavegur 120 verði nýtt.

Ekki eru gerðar skipulagslegar athugasemdir við erindið.

32.14 Sogavegur 158, (fsp) - Svalir
Lagt fram erindi frá afgreiðslufundi byggingafulltrúa frá 2. desember 2014 þar sem spurt er hvort byggja megi svalir úr timbri og stáli, m.a. sem flóttaleið í eldsvoða við efri hæð einbýlishúss á lóð nr. 158 við Sogaveg.

Vísað til umsagnar verkefnisstjóra.

33.14 Stórhöfði 34-40, Skemma - áður gert
Lagt fram erindi frá afgreiðslufundi byggingafulltrúa frá 2. desember 2014 þar sem sótt er um samþykki á þegar byggðri skemmu úr stálgrind sem er klædd með báruáli, mhl. 07, á lóðarhluta lóðarinnar Stórhöfða 34-40.
Útskrift úr gerðabók embættisafgreiðslufundar skipulagsfulltrúa frá 24. janúar 2014 fylgir erindinu ásamt umsögn skipulagsfulltrúa dags. 24. janúar 2014. og eldvarnarskýrsla Eflu dags. 16. apríl 2014. Einnig fylgir bréf arkitekts dags. 11.12. 2013, bréf arkitekts dags. 4.7. 2014, bréf arkitekts dags. 24.11. 2014. Stærðir: 662,6 ferm., 4.770 rúmm. Gjald kr. 9.000 + 9.500

Vísað til umsagnar verkefnisstjóra.

36.14 Sævarhöfði 6-10, beiðni um álit á gildistíma starfsleyfis
Á fundi skipulagsfulltrúa 28. nóvember 2014 var lagt fram bréf Umhverfisstofnunar dags. 11. september 2014 um álit umhverfis- og skipulagssviðs á gildistíma starfsleyfis vegna umsóknar sem borist hefur frá Malbikunarstöðinni Höfða hf. að Sævarhöfða 6-10 um nýtt starfsleyfi til reksturs malbikunarstöðvar. Erindinu var vísað til meðferðar hjá verkefnisstjóra og er nú lagt fram að nýju.

Vísað til umhverfis- og skipulagsráðs.

36.14 Seltjarnarnes, endurskoðun aðalskipulags 2006-2024, skipulags- og matslýsing
Á fundi skipulagsfulltrúa 14. nóvember 2014 var lagt fram bréf skipulagsfulltrúa Seltjarnarness dags. 5. nóvember 2014 þar sem óskað er eftir umsögn skipulagsfulltrúa á skipulags- og matslýsingu fyrir endurskoðun aðalskipulags Seltjarnarness 2006-2024. Erindinu var vísað til umsagnar deildarstjóra Aðalskipulags og er nú lagt fram að nýju.

Vísað til umhverfis- og skipulagsráðs.

37.14 Austurhöfn, (fsp) breyting á deiliskipulagi
Lögð fram fyrirspurn Auro Investments ehf. dags. 13. nóvember 2014 um að hækka hluta af byggingarreitnum vegna þakbars, fækka bílastæðum og endurskoða nýtingarhlutfall vegna B rýma, samkvæmt uppdr. Teiknistofunnar Arkitektar ehf. dags. 13. nóvember 2014. Einnig er lagt fram bréf Teiknistofunnar Arkitektar ehf. dags. 13. nóvember 2014.

Vísað til umhverfis- og skipulagsráðs.

39.14 Austurstræti 10A, (fsp) breyting á notkun og inndregnar svalir
Á fundi skipulagsfulltrúa 28. nóvember 2014 var lögð fram fyrirspurn Hallgríms Friðgeirssonar dags. 27. nóvember 2014 um að breyta 4. hæð hússins á lóðinni nr. 10A við Austurstræti í íbúð og setja inndregnar svalir, samkvæmt tillögu Stáss arkitekta dags. 27. nóvember 2014. Fyrirspurninni var vísað til umsagnar verkefnisstjóra og er nú lögð fram að nýju ásamt umsögn skipulagsfulltrúa dags. 4. desember 2014.

Jákvætt með vísan til umsagnar skipulagsfulltrúa dags. 4. desember 2014

40.14 Brekkugerði 8, Stækka eldhús
Lagt fram erindi frá afgreiðslufundi byggingafulltrúa frá 2. desember 2014 þar sem sótt er um leyfi til að byggja steinsteypta viðbyggingu til norðurs þannig að eldhúsið stækkar í húsi á lóð nr. 8 við Brekkugerði.
Samþykki frá lóðarhöfum Brekkugerðis nr. 10 og nr. 12 dags. 25. nóvember fylgir erindi.
Stækkun: 12,9 ferm., 40,9 rúmm. Gjald kr. 9.500

Samþykkt að grenndarkynna framlagða tillögu fyrir hagsmunaaðilum að Brekkugerði 6, 10, 12 og 16.

43.14 Laugavegur 120, breyting á deiliskipulagi
Lögð fram umsókn Mannverks ehf. dags. 4. nóvember 2014 varðandi breytingu á deiliskipulagi reits 1.240.2, Bankareits, vegna lóðarinnar nr. 120 við Laugaveg. Í breytingunni felst uppbygging á lóð o.fl., samkvæmt uppdr. Glámu/Kím ehf. dags. 4. desember 2014. Einnig er lagt fram skuggavarp Glámu/kím ehf. dags. 3. desember 2014 og greinargerð dags. dags. 4. nóvember 2014. Jafnframt er lögð fram umsögn Minjastofnunar dags. 31. október 2014.

Vísað til umhverfis- og skipulagsráðs.