Hlíðarendi, Mýrargata 14, Brekkustígur 10, Grenimelur 8, Grensásvegur 12, Hátún 35, Bragagata 26A, Grettisgata 2, Fríkirkjuvegur 7 og Laufásvegur 12, 14 og 16, Hafnarstræti 17, Hafnarstræti 19, Hafnarstræti 17 og 19, Laugavegur 86-94, Óðinsgata 20, Pósthússtræti 11, Ránargata 29A, Þórsgata 9, Hringbraut 121, Laugarnesvegur 56, Laugavegur 30, Skólavörðustígur 38, Bugðulækur 6, Laugavegur 36, Miklabraut 70, Þjórsárgata 7, Öldugata 27, Grensásvegur 16A, Háagerði 22, Súðarvogur 36, Þingvað 21, Akurgerði 11, Austurstræti 12A, Einholt 2, Laugavegur 12, Skútuvogur 14-16, Vatnagarðar 38, Þórsgata 1, Háskóli Íslands, Ofanleiti 2, Ofanleiti 2,

Embættisafgreiðslufundur skipulagsstjóra Reykjavíkur samkvæmt viðauka 2.4 við samþykkt um stjórn Reykjavíkurborgar.

504. fundur 2014

Ár 2014, föstudaginn 15. ágúst kl. 09:10, hélt skipulagsfulltrúi Reykjavíkur 504. embættisafgreiðslufund sinn til afgreiðslu mála án staðfestingar umhverfis- og skipulagsráðs. Fundurinn var haldinn á skrifstofu skipulagsfulltrúa Borgartúni 12 - 14, 2. hæð, Stardalur. Fundinn sátu: Björn Axelsson og Helena Stefánsdóttir. Eftirtaldir embættismenn kynntu mál á fundinum: Hildur Gunnarsdóttir, Margrét Þormar, Valný Aðalsteinsdóttir, Borghildur Sölvey Sturludóttir og Hildur Gunnlaugsdóttir. Ritari var Erna Hrönn Geirsdóttir.
Þetta gerðist:


1.14 Hlíðarendi, breyting á deiliskipulagi
Að lokinni auglýsingu er lögð fram að nýju umsókn Valsmanna hf. og Knattspyrnufélagsins Valur dags. 4. febrúar 2014 varðandi breytingu á deiliskipulagi Hlíðarenda í Vatnsmýri. Í breytingunni felst fjölgun á íbúðum, aukningu á atvinnuhúsnæði o.fl., samkvæmt uppdr. Alark arkitekta ehf. dags. 28. apríl 2014. Einnig er lögð fram greinargerð Alark arkitekta ehf. dags. 28. apríl 2014 og umsögn Heilbrigðiseftirlits Reykjavíkur dags. 8. ágúst 2014. Tillagan var auglýst frá 27. júní til og með 8. ágúst 2014. Eftirtaldir aðilar sendu athugasemdir: Sigurður Thoroddsen dags. 5. ágúst 2014, Flugbjörgunarsveitin í Reykjavík dags. 7. ágúst 2014, Samtök ferðaþjónustunnar dags. 8. ágúst 2014 og Mýflug hf. og læknisfr. þjónusta sjúkraflugs, Icelandair Group dags. 8. ágúst 2014.
Vísað til umsagnar verkefnisstjóra.

2.14 Mýrargata 14, hækkun húsa nr. 14-16
Lögð fram fyrirspurn Freys Frostasonar dags. 12. ágúst 2014 varðandi hækkun á mænishæð húsanna á lóðunum nr. 14 og 16 við Mýrargötu.

Vísað til umsagnar verkefnisstjóra.

3.14 Brekkustígur 10, Hækka mæni - bæta við kvistum
Að lokinni grenndarkynningu er lagt fram að nýju erindi frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa frá 3. júní 2014 þar sem sótt er um leyfi til að hækka mæni og bæta við kvistum á íbúðarhús á lóð nr. 10 við Brekkustíg. Erindi var grenndarkynnt frá 14. júlí til og með 11. ágúst 2014. Engar athugasemdir bárust.
Stækkun: xx ferm., xx rúmm. Gjald 9.500

Samþykkt með vísan til viðauka um embættisafgreiðslur skipulagsfulltrúa við samþykkt um stjórn Reykjavíkurborgar.
Vísað til fullnaðarafgreiðslu byggingarfulltrúa.


4.14 Grenimelur 8, (fsp) svalir
Lögð fram fyrirspurn Stáss Design ehf. dags. 14. ágúst 2014 um að setja svalir á húsið á lóðinni nr. 8 við Grenimel, samkvæmt tillögu Stáss Design ehf. ódags.

Vísað til umsagnar verkefnisstjóra.

5.14 Grensásvegur 12, (fsp) - Endurbyggja viðbyggingu mhl.02
Á fundi skipulagsfulltrúa 8. ágúst 2014 var lagt fram erindi frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa 29. júlí 2014. Spurt er hvort leyfi fengist til að endurbyggja viðbyggingu sem er mhl.02 og hækka um eina hæð, bæta inndreginni hæð ofan á mhl. 01 og grafa frá byggingu til að mynda bakgarð á lóð nr. 12 við Grensásveg. Með greinargerð dags. 6. ágúst 2014 er spurt hvort leyfi fengist fyrir almennum leiguíbúðum í húsinu. Erindinu var vísað til umsagnar verkefnisstjóra og er nú lagt fram að nýju ásamt umsögn skipulagsfulltrúa dags. 15. ágúst 2014.

Umsögn skipulagsfulltrúa samþykkt dags. 15. ágúst 2014.

6.14 Hátún 35, (fsp) - Viðbygging
Lagt fram erindi frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa frá 12. ágúst 2014 þar sem spurt er hvort byggja megi 20 fermetra sólstofu (viðbyggingu úr gleri) við austurgafl íbúðarhússins á lóð nr. 35 við Hátún.

Vísað til meðferðar hjá verkefnisstjóra.

7.14 Bragagata 26A, Endurnýjun - BN035456
Lagt fram erindi frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa frá 12. ágúst 2014 þar sem sótt er um leyfi til að byggja nýjar svalir á suðvesturgafli, koma fyrir þaksvölum og skjólgirðingu ofan á geymsluskúr og reisa skjólvegg á lóðamörkum við einbýlishúsið á lóðinni nr. 26A við Bragagötu.
Sjá erindi BN035456 sem samþykkt var 29. ágúst 2007. Meðfylgjandi er samþykki meðeiganda dags. 23. maí 2014 og samþykki nágranna á nr. 24 og 26 dags. 23. maí 2014. Gjald kr 9.500

Vísað til meðferðar hjá verkefnisstjóra.

8.14 Grettisgata 2, (fsp) - Grettisgata 2b - byggja hæð yfir húsið
Á fundi skipulagsfulltrúa 11. júlí 2014 var lagt fram erindi frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa 8. júlí 2014. Spurt er hvort leyft yrði að byggja hæð ofan á mhl. 02, rými 0101 í húsinu á lóð nr. 2B við Grettisgötu. Umsókninni var vísað til umsagnar hjá verkefnisstjóra og er nú lagt fram að nýju ásamt umsögn dags. 14. ágúst 2014.

Neikvætt, sbr. umsögn skipulagsfulltrúa dags. 14. ágúst 2014.

9.14 Fríkirkjuvegur 7 og Laufásvegur 12, 14 og 16, (fsp) breyting á deiliskipulagi
Á fundi skipulagsfulltrúa 13. júní 2014 var lögð fram fyrirspurn Listasafns Íslands varðandi breytingu á deiliskipulagi lóðanna nr. 7 við Fríkirkjuveg, Listasafn Íslands, og 12, 14 og 16 við Laufásveg. Í breytingunni felst sameining lóða, stækkun á byggingarreit, breyting á nýtingarhlutfalli o.fl., samkvæmt uppdr. verkfræðistofunnar Möndull ehf. dags. 28. apríl 2014. Einnig lagðir fram minnispunktar skipulagsfulltrúa dag. 6. júní 2014. Fyrirspurninni var frestað er nú lögð fram að nýju.

Ekki er gerð athugasemd við erindið, sbr. þó skilyrði og leiðbeiningar sem fram koma í minnispunktum skipulagsfulltrúa dags. 6. júní 2014.

10.14 Hafnarstræti 17, Hótel - veitingarekstur
Á fundi skipulagsfulltrúa 8. ágúst 2014 var lagt fram erindi frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa 29. júlí 2014. Sótt er um leyfi til að byggja nýbyggingu úr steinsteypu með mansandþaki, sem sem í verður hótel í flokki V með 72 herbergjum og verður tengt við nýbyggingu á lóðinni Hafnarstræti 19, norð-og vestan við verndað timburhús sem fyrir er á lóð sem verður endurbyggt í upprunalegri mynd með hótelherbergum á efri hæðum og morgunverðasal i hlöðnum steinkjallara, á lóð nr. 17 við Hafnarstræti. Erindinu var vísað til umsagnar verkefnisstjóra og er nú lagt fram að nýju ásamt umsögn skipulagsfulltrúa dags. XXXX.
Erindi BN047204 um niðurrif á bakhúsi er í fresti.
Stækkun: XX ferm., XX rúmm.
Niðurrif: XX ferm., XX rúmm.
Gjald kr. 9.500

Vísað til umsagnar Minjastofnunar

11.14 Hafnarstræti 19, Hótel - verslunarrekstur
Á fundi skipulagsgulltrúa 2014 var lagt fram erindi frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa 29. júlí 2014. Sótt er um leyfi til að byggja hótel í flokki V með 72 herbergjum sem verður tengt við hús á lóðinni í Hafnarstræti 17, sótt er um að rífa húsið vegna bágs ástands á steypuvirki og byggja nýbyggingu þar sem frontur að Hafnarstræti verður endurbyggður í núverandi mynd, steinsteypt og einangrað að innan, verslunarrými á jarðhæð með flötu þaki og verður 4. hæð inndregin Hafnarstrætismegin á lóð nr. 19 við Hafnarstræti. Erindinu var vísað til umsagnar verkefnisstjóra og er nú lagt fram að nýju ásamt umsögn skipulagsfulltrúa dags. XXXX.
Niðurrif: XX ferm., XX rúmm.
Stærðir nýs hús: XX ferm. , XX rúmm.
Gjald kr. 9.500

Vísað til umsagnar Minjastofnunar

12.14 Hafnarstræti 17 og 19, (fsp) sameining lóða
Á fundi skipulagsfulltrúa 11. júlí 2014 var lögð fram fyrirspurn THG Arkitekta ehf. dags. 4. júlí 2014 varðandi sameiningu lóðanna nr. 17 og 19 við Hafnarstræti ásamt hótelstarfssemi á báðum lóðum en haldið verði í uppbrot á útliti og byggingum.
Kynna formanni umhverfis- og skipulagsráðs.

13.14 Laugavegur 86-94, (fsp) - Veitingastaður
Lagt fram erindi frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa frá 12. ágúst 2014 þar sem spurt er hvort leyft yrði að innrétta "take away" veitingastað í flokki ? í rými 0101 í íbúðar- og atvinnuhúsi á lóð nr. 86-94 við Laugaveg.

Vísað til umsagnar verkefnisstjóra.

14.14 Óðinsgata 20, Svalir
Að lokinni grenndarkynningu er lagt fram að nýju erindi frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa frá 1. júlí 2014 þar sem sótt er um leyfi til að fjarlægja eldri timbursvalir og byggja í staðinn stærri svalir úr stáli, timbri og gleri á vesturhlið rishæðar einbýlishússins á lóð nr. 20 við Óðinsgötu. Erindi var grenndarkynnt frá 11. júlí til og með 8. ágúst 2014. Engar athugasemdir bárust.
Gjald kr. 9.500

Samþykkt með vísan til viðauka um embættisafgreiðslur skipulagsfulltrúa við samþykkt um stjórn Reykjavíkurborgar.
Vísað til fullnaðarafgreiðslu byggingarfulltrúa.


15.14 Pósthússtræti 11, bílastæðagjöld
Á fundi skipulagsfulltrúa dags. 18. júlí 2014 var lagt fram bréf THG arkitekta, dags. 9. júlí 2014 og 20. maí 2014 vegna álagningar bílastæðagjalda vegna stækkunar hótel Borgar.

Kynna formanni umhverfis- og skipulagsráðs.

16.14 Ránargata 29A, Kvistur og svalir
Á fundi skipulagsfulltrúa 8. ágúst 2014 var lagt fram erindi frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa 29. júlí 2014. Sótt er um leyfi til að stækka kvist og byggja svalir við hann, stækka aðaltröppur með palli, breyta stiga milli kjallara og neðri hæðar, koma fyrir salernum og böðum í fjórum svefnherbergum, breyta inntaki og endurnýja heimtaugar og heimaæðar í húsinu lóð nr. 29A við Ránargötu. Erindinu var vísað til umsagnar verkefnisstjóra og er nú lagt fram að nýju ásamt umsögn skipulagsfulltrúa dags. 14. ágúst 2014.
Umsögn Minjastofnunar Íslands dags. 10. júní 2014 og tölvupóstur frá Borgarsögusafni Reykjavíkur dags 31. júlí 2014 og hönnuði dags. 21. júní 2014 fylgja erindi.
Stækkun kvist : 8,3 rúmm. Gjald kr. 9.500

Umsögn skipulagsfulltrúa samþykkt dags. 14. ágúst 2014. Rekstur gistiheimila í flokki 2 til 5 er óheimill samkvæmt landnotkun í aðalskipulagi.

17.14 Þórsgata 9, (fsp) hækkun á þaki o.fl.
Lögð fram fyrirspurn Helgu Rakelar Stefnisdóttur dags. 13. ágúst 2014 ásamt bréfi Stefáns Þ. Ingólfssonar ark. dags. 10. ágúst 2014 um að hækka þak hússins á lóðinni nr. 9 við Þórsgötu, fjarlægja gamlar skúrbyggingar og byggja bílgeymslu í norðvesturhorni lóðarinnar, samkvæmt tillögu Mannvirkjameistarans ehf. dags. 10. ágúst 2014.

Vísað til umsagnar verkefnisstjóra.

18.14 Hringbraut 121, 4.-5.hæð - Gistiheimili
Á fundi skipulagsfulltrúa 25. júlí 2014 var lagt fram erindi frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa 22. júlí 2014. Sótt er um leyfi til að breyta skrifstofurými á 4. og 5. hæð í gistiheimili í flokki II að hámarki fyrir 201 gistirými í 51 herbergjum, komið verður fyrir stiga- lyftu á milli 4. og 5.hæðar og að staðsetja tvo flóttastiga úr stáli við suðurhlið hússins á lóð nr. 121 við Hringbraut. Erindinu var vísað til meðferðar verkefnisstjóra og er nú lagt fram að nýju.
Samþykki meðeigenda fylgir dags.17.júlí 2014 og kaupsamningur og afsal dags. 14.júní 2014 fylgir erindinu. Gjald kr. 9.500

Kynna formanni umhverfis- og skipulagsráðs.

19.14 Laugarnesvegur 56, Fjölbýlishús
Á fundi skipulagsfulltrúa 18. júlí 2014 var lagt fram erindi frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa 8. júlí 2014. Sótt er um leyfi til að byggja staðsteypt fjögurra íbúða fjölbýlishús á þremur hæðum á lóð nr. 56 við Laugarnesveg.
Erindi fylgir útreikningur á varmatapi dags. 26. júní 2014. Umsókninni var vísað til meðferðar hjá verkefnisstjóra og er nú lagt fram að nýju. Erindinu var frestað og er nú lagt frama ð nýju.
Stærð: 1. hæð 180,1 ferm., 2. hæð 173,9 3. hæð 92,4 ferm.
Samtals: 446,4 ferm., 1.411,3 rúmm.
Gjald kr. 9.500

Ekki eru gerðar skipulagslegar athugasemdir við erindið.

20.14 Laugavegur 30, rekstrarleyfi í flokki III
Á fundi skipulagsfulltrúa 8. ágúst 2014 var lagður fram tölvupóstur skrifstofu borgarstjórnar dags. 25. júlí 2014 þar sem óskað er eftir umsögn skipulagsfulltrúa um beiðni VSH-Eigna ehf. um rekstrarleyfi í flokki III fyrir veitingastaðinn Dillon, Laugavegi 30. Sótt er um veitingatíma áfengis til kl. 01:00 virka daga og til kl. 03:00 aðfaranótt laugardags, sunnudags eða almenns frídags. Einnig er sótt um leyfi til útiveitinga til kl. 22:00. Óskað er umsagnar umhverfis-og skipulagssviðs. Erindinu var vísað til umsagnar verkefnisstjóra og er nú lagt fram að nýju ásamt umsögn skipulagsfulltrúa dags. 13. ágúst 2014.

Jákvætt með vísan til umsagnar skipulagsfulltrúa dags. 13. ágúst 2014.

21.14 Skólavörðustígur 38, rekstrarleyfi í flokki II
Á fundi skipulagsfulltrúa 8. ágúst 2014 var lagður fram tölvupóstur skrifstofu borgarstjórnar dags. 6. ágúst 2014 þar sem óskað er eftir umsögn skipulagsfulltrúa um umsókn Elvars Ingimarssonar um rekstrarleyfi í flokki II fyrir Skólavörðustíg 38. Óskar er umsagnar umhverfis- og skipulagssviðs um málið. Erindinu var vísað til umsagnar verkefnisstjóra og er nú lagt fram að nýju ásamt umsögn skipulagsfulltrúa dags. 13. ágúst 2014.

Ekki gerð skipulagslegar athugasemdir við erindið, sbr. þó skilyrði og leiðbeiningar sem fram koma í umsögn skipulagsfulltrúa dags. 13. ágúst 2014

22.14 Bugðulækur 6, Bílskúr
Lagt fram erindi frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa frá 12. ágúst 2014 þar sem sótt er um leyfi til að byggja steinsteyptan bílskúr norðaustan við fjölbýlishús á lóð nr. 6 við Bugðulæk.
Erindi fylgir samþykki meðlóðarhafa dags. 10. júlí 2014 og sumra lóðarhafa Bugðulækjar 8 dags. 13. júlí 2014. Stærð: 43 ferm., 143 rúmm. Gjald kr. 9.500

Vísað til meðferðar hjá verkefnisstjóra.

23.14 Laugavegur 36, kvörtun leigjenda vegna fyrirhugaðrar hótelbyggingar
Lagður fram tölvupóstur skrifstofu borgarstjóra þar sem óskað er eftir umsögn skipulagsfulltrúa á erindi leigutaka að Laugavegi 36 dags. 20. júní 2014 um að borgarstjórn og skipulagssvið íhugi að bíða með leyfisveitingar og framkvæmdaleyfi vegna fyrirhugaðra framkvæmda í húsinu þar til leigusamningu þeirra rennur út, í lok árs 2016. Einnig er lagt fram bréf leigutaka að Laugavegi 36 dags. 26. júní 2014 um afturköllun málsins þar sem fram kemur að samkomulag hefur náðst við leigusala framgreindrar eignar og samkomulag dags. 27. júní 2014.

Mál afturkallað, sbr. bréf leigutaka 26. júní 2014.

24.14 Miklabraut 70, Stækka kvisti
Að lokinni grenndarkynningu er lagt fram að nýju erindi frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa frá 24. júní 2014 þar sem sótt er um leyfi til að stækka kvisti á norður- og suðurhlið fjölbýlishússins á lóð nr. 70 við Miklubraut. Einnig er lögð fram umsögn skipulagsfulltrúa dags. 10. apríl 2014. Erindi var grenndarkynnt frá 14. júlí til og með 11. ágúst 2014. Engar athugasemdir bárust.
Meðfylgjandi er samþykki meðeigenda í júní 2014. Stærðir stækkun: xx ferm. xx brúttó. Gjald kr. 9.500

Samþykkt með vísan til viðauka um embættisafgreiðslur skipulagsfulltrúa við samþykkt um stjórn Reykjavíkurborgar.
Vísað til fullnaðarafgreiðslu byggingarfulltrúa.


25.14 Þjórsárgata 7, Viðbygging
Að lokinni grenndarkynningu er lagt fram að nýju erindi frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa frá 24. júní 2014 þar sem sótt er um leyfi til að byggja sólskála á suðvestur hlið hússins á lóð nr. 7 við Þjórsárgötu. Erindinu var vísað til umsagnar verkefnisstjóra og er nú lagt fram að nýju ásamt umsögn skipulagsfulltrúa dags. 11. júlí 2014. Erindi var grenndarkynnt frá 16. júlí til og með 13. ágúst 2014. Engar athugasemdir bárust.
Stækkun: XX ferm., XX rúmm. Gjald kr. 9.500


Samþykkt með vísan til viðauka um embættisafgreiðslur skipulagsfulltrúa við samþykkt um stjórn Reykjavíkurborgar.
Vísað til fullnaðarafgreiðslu byggingarfulltrúa.


26.14 Öldugata 27, grunnskóli
Að lokinni grenndarkynningu er lögð fram að nýju umsókn Ástu Roth f.h. stjórnar Reykjavík International School dags. 7. júlí 2014 ásamt greinargerð, dags. 30. júní 2014, þar sem óskað er eftir heimild til að starfrækja grunnskóla í húsnæðinu að Öldugötu 27. Einnig lagður fram uppdráttur Glóru, dags. 7. júlí 2014. Einnig er lagt fram bréf stjórnarformanns Reykjavík International School dags. 10. júlí 2014. Erindi var grenndarkynnt frá 16. júlí til og með 13. ágúst 2014. Eftirtaldir aðilar sendu athugasemdir: Anna Lilja Guðmundsdóttir dags. 11. ágúst 2014, Lárus Valgarðsson dags. 13. ágúst 2014, Guðmundur Bjarki Guðmundsson dags. 13. ágúst 2014 og listi 52 íbúa við Öldugötu, Stýrimannastíg og Marargötu mótt. 13. ágúst 2014.

Vísað til umsagnar verkefnisstjóra.

27.14 Grensásvegur 16A, (fsp) gistiheimili
Lögð fram fyrirspurn Glámu Kím f.h. Breytinga ehf. dags. 13. ágúst 2014 þar sem sótt er um að breyta húsnæði að Grensásvegi 16A í gistiheimili.

Vísað til meðferðar hjá verkefnisstjóra.

28.14 Háagerði 22, (fsp) - Bílskúr
Lagt fram erindi frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa frá 12. ágúst 2014 þar sem spurt er hvort leyft yrði að byggja bílskúr eins og sýnt er á meðfylgjandi skissu við einbýlishús á lóð nr. 22 við Háagerði.

Vísað til meðferðar hjá verkefnisstjóra.

29.14 Súðarvogur 36, Íbúð 2. hæð
Lagt fram erindi frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa frá 12. ágúst 2014 þar sem sótt er um leyfi til að skrá íbúð/vinnustofu á annarri hæð sem íbúð í húsi á lóð nr. 36 við Súðavog.
Íbúðin er skráð sem 30% atvinnuhúsnæði og 70% íbúðarhúsnæði. Gjald kr. 9.500

Vísað til meðferðar hjá verkefnisstjóra.

30.14 Þingvað 21, Einbýlishús
Lagt fram erindi frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa frá 12. ágúst 2014 þar sem sótt er um leyfi til að byggja einbýlishús á einni hæð, timbur á steyptum kjallara með innbyggðri bílsgeymslu á lóð nr. 21 við Þingvað.
Erindi fylgir staðfesting á starfsábyrgðartryggingu aðalhönnuðar dags. 6. maí 2014.
Jafnframt eru áður samþykkt erindi, BN032120 og BN036900 felld úr gildi.
Stærð: Íbúð 181,1 ferm., bílgeymsla 34,3 ferm. Samtals 215,4 ferm., 773,4 rúmm. Gjald kr. 9.500

Vísað til meðferðar hjá verkefnisstjóra.

31.14 Akurgerði 11, Hurð út í garð og bílskúr
Lagt fram erindi frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa frá 12. ágúst 2014 þar sem sótt er um leyfi til að byggja bílskúr úr steinsteypu með pappaklæddu timburþaki og setja hurð og tröppur úr borðstofu út í garð við tvíbýlishús á lóð nr. 11 við Akurgerði.
Meðfylgjandi er bréf umsækjanda. Stærðir bílskúr: 30,7 ferm., 107,9 rúmm. Gjald kr. 9.500

Samþykkt að grenndarkynna framlagða tillögu fyrir hagsmunaaðilum að Sogavegi 9, Akurgerði 10, 13, 18 og 19.

32.14 Austurstræti 12A, Breyta innra skipulagi á 5.hæð
Lagt fram erindi frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa frá 12. ágúst 2014 þar sem sótt er um leyfi til að breyta innra skipulagi 5. hæðar þannig að lokað er fyrir stigaop, opnað er að hluta upp í þakrými, gluggar á hlið og þakgluggar endurnýjaðir og hæð á svalahandriði verður hækkuð með hertu gleri í húsinu á lóð nr. 12A við Austurstræti.
Umsögn Minjastofnunar Íslands.dags. 9. júlí 2014 og tölvupóstur frá Borgarsögusafni Reykjavíkur dags. 28 júlí 2014 fylgja erindi. Gjald kr. 9.500 + 9.500

Ekki eru gerðar skipulagslegar athugasemdir við erindið.

33.14 Einholt 2, (fsp) - Breyta í gistiheimili
Lagt fram erindi frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa frá 12. ágúst 2014 þar sem spurt er hvort leyft yrði að innrétta gistiheimili með níu gistieiningum í fjölbýlishúsi á lóð nr. 2 við Einholt.

Vísað til meðferðar verkefnisstjóra.

34.14 Laugavegur 12, rekstrarleyfi í flokki II
Lagður fram tölvupóstur skrifstofu borgarstjórnar dags. 12. ágúst 2014 þar sem óskað er eftir umsögn umhverfis- og skipulagssvið á umsókn Le Bistro ehf. um rekstrarleyfi í flokki II fyrir veitingahúsið Le Bistro að Laugavegi 12. Sótt er um veitingatíma áfengis til kl. 23:00 öll kvöld.

Ekki eru gerðar skipulagslegar athugasemdir við erindið.

35.14 Skútuvogur 14-16, rekstrarleyfi í flokki II
Lagður fram tölvupóstur skrifstofu borgarstjórnar dags. 11. ágúst 2014 þar sem óskað er eftir umsögn umhverfis- og skipulagssviðs á umsókn ISS Ísland ehf. um nýtt rekstarleyfi í flokki II fyrir veitingastofuna Kaffi Garð, Skútuvogi 16. Sótt er um veitingatíma áfengis til kl. 23:00 alla daga.

Ekki eru gerðar skipulagslegar athugasemdir við erindið.

36.14 Vatnagarðar 38, deiliskipulag
Lögð fram umsókn ALP ehf. dags. 18. júní 2014 varðandi deiliskipulag Vatnagarða vegna lóðarinnar nr. 38 við Vatnagarða. Í deiliskipulaginu felst felst að byggja þjónustuhús á lóðinni, samkvæmt uppdr. og skýringarmynd Yrki arkitekta ehf. dags. 20. júní 2014. Einnig er lagt fram bréf Yrki arkitekta dags. 20. júní 2014. Jafnframt er lögð fram umsögn skipulagsfulltrúa dags. 11. ágúst 2014.

Umsögn skipulagsfulltrúa samþykkt dags. 11. ágúst 2014.

37.14 Þórsgata 1, rekstrarleyfi í flokki IV
Á fundi skipulagsfulltrúa 4. júlí 2014 var lagður fram tölvupóstur skrifstofu borgarstjórnar dags. 25. júní 2014 þar sem óskað er eftir umsögn umhverfis- og skipulagssviðs á umsókn P150 ehf. um rekstarleyfi í flokki IV (minibar) fyrir gististað að Þórsgötu 1, Hótel Óðinsvé. Erindinu var vísað til umsagnar verkefnisstjóra og er nú lagt fram að nýju ásamt umsögn skipulagsfulltrúa dags. 13. ágúst 2014.

Jákvætt, með vísan til umsagnar skipulagsfulltrúa dags. 13. ágúst 2014.

38.14 Háskóli Íslands, hugmyndasamkeppni
Lagt fram bréf Samtaka Iðnaðarins til Reykjavíkurborgar og Háskóla Íslands, dags. 12. ágúst 2014 vegna framkvæmdar hugmyndasamkeppni um skipulag Háskólasvæðisins sem efnt var til í febrúar 2014.

Vísað til umsagnar skrifstofu sviðsstjóra.

39.14 Ofanleiti 2, Snúa inngöngum í hjólageymslur
Á fundi skipulagsfulltrúa 8. ágúst 2014 var lagt fram erindi frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa 29. júlí 2014. Sótt er um leyfi til að breyta áður samþykktu erindi BN046910 þannig að komið er fyrir gluggum og hurð á suðurhlið og gluggum á norðurhlið, hæðarsetning og stærð á hjólageymslunni er breytt á lóð nr. 2 við Ofanleiti.
Stækkun hjólageymslu: XX ferm., XX rúmm.
Gjald kr. 9.500

Ekki eru gerðar skipulagslegar athugasemdir við erindið.

40.14 Ofanleiti 2, Skyggni yfir aðalinngang norðurhlið
Lagt fram erindi frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa frá 29. júlí 2014 þar sem sótt er um leyfi til að byggja skyggni yfir nýjan aðalinngang á norðurhlið hússins á lóð nr. 2 við Ofanleiti.
Stærð B-rýmis : XX ferm., XX rúmm. Gjald kr. 9.500

Vísað til umsagnar verkefnisstjóra.