Elliðavatnslína, Langavatnsvegur 6, Sundahöfn, Bíldshöfði 12, Laugavegur 30, Lágmúli 5, Víkurgarður/Fógetagarður, Árkvörn 2, Barónsstígur 5, Freyjubrunnur 33, Marargata 2,

Embættisafgreiðslufundur skipulagsstjóra Reykjavíkur samkvæmt viðauka 2.4 við samþykkt um stjórn Reykjavíkurborgar.

502. fundur 2014

Ár 2014, fimmtudaginn 31. júlí kl. 10:15, hélt skipulagsfulltrúi Reykjavíkur 502. embættisafgreiðslufund sinn til afgreiðslu mála án staðfestingar skipulagsráðs. Fundurinn var haldinn á skrifstofu skipulagsstjóra Borgartúni 12 - 14, 2. hæð, Stardalur. Fundinn sátu: Ágústa Sveinbjörnsdóttir og Marta Grettisdóttir. Eftirtaldir embættismenn kynntu mál á fundinum: Björn Ingi Edvardsson, Valný Aðalsteinsdóttir og Guðlaug Erna Jónsdóttir. Ritari var Örn Sigurðsson
Þetta gerðist:


1.14 Elliðavatnslína, framkvæmdaleyfi
Á fundi skipulagsfulltrúa 4. júlí 2014 var lögð fram umsókn Orkuveitu Reykjavíkur dags. 30. júní 2014 um framkvæmdaleyfi vegna lagningu háspennustrengs í jörð og niðurtektar Elliðavatnslínu. Einnig eru lagðir fram afstöðu- og yfirlitsuppdrætti dags. 2. júlí, minnisblað Orkuveitu Reykjavíkur dags. 4. júlí 2014 og áhættumat ódags. Erindinu var vísað til meðferðar hjá verkefnisstjóra og er nú lagt fram að nýju ásamt bréfi Umhverfisstofnunar, dags. 10. júlí 2014.
Samþykkt að veita framkvæmdaleyfi að fengnum meðmælum Skipulagstofnunar.

2.14 Langavatnsvegur 6, (fsp) - Stækka sumarhús
Á fundi skipulagsfulltrúa 11. júlí 2014 var lagt fram erindi frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa 8. júlí 2014. Spurt er hvort leyfi fengist til að stækka sumarhús eða til að reisa annað sumarhús á landinu sem er 1,1 hektara lóð nr. 6 við Langavatnsveg. Umsókninni var vísað til umsagnar hjá verkefnisstjóra og er nú lagt fram að nýju ásamt umsögn dags. 29. júlí 2014.

Neikvætt, með vísan til umsagnar skipulagsfulltrúa dags. 29. júlí 2014

3.14 Sundahöfn, framkvæmdaleyfi fyrir hafnargerð utan Klepps
Á fundi skipulagsfulltrúa 25. júlí 2014 var lagt fram bréf Faxaflóahafna sf., dags. 15. júlí 2014 varðandi framkvæmdaleyfi fyrir hafnargerð utan Klepps í Sundahöfn.

Samþykkt.

4.14 Bíldshöfði 12, (fsp) gistiheimili
Lögð fram fyrirspurn Guðmundar T. Ásbergssonar f.h. Gisting fasteignir ehf. Óskað er eftir svari við hvort heimilt sé samkvæmt nýju aðalskipulagi að reka gistiheimili að Bíldshöfða 12.
Vísað til umsagnar verkefnisstjóra.

5.14 Laugavegur 30, veitingaleyfi
Lagður fram tölvupóstur skrifstofu borgarstjórnar dags. 25. júlí 2014 þar sem óskað er eftir umsögn skipulagsfulltrúa um beiðni VSG eigna um tímabundið áfengisveitingaleyfi á útiveitingasvæði veitingastaðarins Dillon, Laugavegi 30. Verið er að lengja útiveitingatíma tímabundið, en staðurinn hefur fast leyfi til útiveitinga til kl. 22:00 öll kvöld. Sótt er um lengingu veitingatímans til kl. 00:00 dagana 1. ágúst - 8. ágúst. Einnig er óskað eftir leyfi til að setja brunaþolið segl yfir garðinn ef veður er óhagstætt. Einnig er lögð fram umsögn skipulagsfulltrúa dags. 30. júlí 2014.
Ekki er fallist á opnunartíma til 00:00, en fallist var á að veita leyfti til kl. 23:00 með vísan til umsagnar skipulagsfulltrúa dags. 30. júlí 2014.

6.14 Lágmúli 5, rekstrarleyfi
Lagður fram tölvupóstur skrifstofu borgarstjórnar dags. 25. júlí 2014 þar sem óskað er eftir umsögn skipulagsfulltrúa um endurnýjun rekstrarleyfis Snóker og Poolstofunnar ehf. fyrir Snóker og Poolstofuna, Lágmúla 5. Sótt er um veitingatíma áfengis til kl. 01:00 virka daga og til kl. 03:00 um helgar. Einnig er lögð fram umsögn skipulagsfulltrúa dags. 30. júlí 2014.

Jákvætt með vísan til umsagnar skipulagsfulltrúa dags. 30. júlí 2014.

7.14 Víkurgarður/Fógetagarður, tímabundið rekstrarleyfi
Tölvupóstur skrifstofu borgarstjórnar 28. júlí 2014 þar sem óskað er umsagnar skipulagsfulltrúa vegna tímabundins rekstrarleyfi La Dolce Vita ehf. sem sækir um tímabundið áfengisveitingaleyfi fyrir útiveitingar í Fógetagarðinum helgarnar 09.08. - 15.08. 2014, 16. 08 - 23.08 2014 og 24.08. - 30.08 2014 frá kl. 13:00 til kl. 18:00 þessa daga.
Einnig er lögð fram umsögn skipulagsfulltrúa dags. 30. júlí 2014.

Jákvætt með vísan til umsagnar skipulagsfulltrúa 30. júlí 2014.

8.14 Árkvörn 2, (fsp) skipting á lóðum nr. 2, 2a og 2b.
Á fundi skipulagsfulltrúa 25. júlí 2014 var lögð fram fyrirspurn Hjalta Ben Ágústssonar dags. 23. júlí 2014 um skiptingu á lóðinni Árkvörn 2 í þrjá hluta milli svæða við Árkvörn 2, 2a og 2b. Erindi var vísað til umsagnar verkefnisstjóra og er nú lagt fram að nýju ásamt umsögn skipulagsfulltrúa dags. 30. júlí 2014.

Umsögn skipulagsfulltrúa dags. 30. júlí 2014 samþykkt.

9.14 Barónsstígur 5, Gistiheimili
Að lokinni grenndarkynningu er lagt fram að nýju erindi frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa frá 27. maí 2014 þar sem sótt er um leyfi til þess að byggja svalir á suðausturhlið og innrétta gistiheimili í rými 0201 á annarri hæð hússins á lóðinni nr. 5 við Barónsstíg.
Fyrirspurnarerindi sama efnis sem fékk jákvæða afgreiðslu byggingarfulltrúa þann 25. febrúar 2014 fylgir erindinu, einnig samþykki meðeigenda fyrir rekstri gistiheimilis og vegna byggingar svala fylgir erindinu. Gjald kr. 9.500
Grenndarkynning stóð frá 13. júní til 11. júli 2014. Engar athugasemdir bárust.
Samþykkt með vísan til viðauka um embættisafgreiðslur skipulagsfulltrúa við samþykkt um stjórn Reykjavíkurborgar.
Vísað til fullnaðarafgreiðslu byggingarfulltrúa.


10.14 Freyjubrunnur 33, (fsp) breyting á deiliskipulagi
Lögð fram fyrirspurn Jóns Hrafns Hlöðverssonar dags. 29. júlí 2014. Spurt er um leyfi til að fjölga íbúðum úr 5 upp í 8, stækka bílageymslu neðanjarðar, stækka þakhæð og hækka nýtingarhlutfall lóðar samkvæmt meðfylgjandi tillögu dags. 29. júlí 2014. Einnig er lögð fram umsögn skipulagsfulltrúa dags. 30. júlí 2014.


Neikvætt með vísan til umsagnar skipulagsfulltrúa dags. 30. júlí 2014.

11.14 Marargata 2, (fsp) breyting á glugga og setja svalir á hús
Lögð fram fyrirspurn Þórðar Þórðarsonar dags. 24. júlí 2014 þar sem sótt er um að síkka eldhúsglugga á 2. hæð norður, setja glerhurð og byggja svalir. Einnig er lögð fram umsögn skipulagsfulltrúa dags. 30. júlí 2014.


Jákvætt með þeim skilyrðum sem fram koma í umsögn skipulagsfulltrúa 30. júlí 2014.