Bústaðavegur 151, Depluhólar 8, Holtsgata 10 og 12, Klettagarðar 11, Sörlaskjól 56, Bíldshöfði 9A, Blönduhlíð 28-30, Fannafold 166, Fossaleynir 19-23, Grensásvegur 16A, Sogavegur 3, Sogavegur 22, Sogavegur 162, Bárugata 34, Frakkastígur 8, Garðsendi 3, Nesvegur 76, Sjafnargata 3, Ægisíða 123, Blikastaðavegur 2-8, Bergstaðastræti 10B, Bergstaðastræti 70, Garðastræti 21, Laugavegur 77, Lindargata 34 og 36, Nesvegur 44, Norðurgarður 1 og Grandagarður 20, Urðarstígur 11A, Austurhöfn, Borgartún 25, Hverafold 5, Laugalækur/Hrísateigur, Miklabraut 101, Grettisgata 9, Friggjarbrunnur 18, Laugavegur 1, Arnarhóll, Bergstaðastræti 73, Hringbraut 79, Ránargata 8A, Sóleyjargata 15, Sólvallagata 16, Þórunnartún 4 (áður Skúlatún 4),

Embættisafgreiðslufundur skipulagsstjóra Reykjavíkur samkvæmt viðauka 2.4 við samþykkt um stjórn Reykjavíkurborgar.

491. fundur 2014

Ár 2014, föstudaginn 16. maí kl. 09:15 var haldinn 491. embættisafgreiðslufundur skipulagsstjóra Reykjavíkur. Fundurinn var haldinn að Borgartúni 12-14, 2 hæð. (Stardal).Viðstaddir voru:
Þetta gerðist:


1.14 Bústaðavegur 151, úthlutun og uppbygging lóðar
Lagt fram bréf borgarstjóra dags. 9.maí 2014 vegna samþykktar borgarráðs 8. maí 2014 að vísa til meðferðar umhverfis- og skipulagssviðs erindi forstjóra Heklu þar sem óskað er eftir viðræðum við Reykjavíkurborg um úthlutun og uppbyggingu lóðarinnar nr. 151 við Bústaðaveg.

Vísað til meðferðar hjá verkefnisstjóra.

2.14 Depluhólar 8, Reyndarteikning, aukaíbúð
Lagt fram erindi frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa frá 13. maí 2014 þar sem sótt er um samþykki á reyndarteikningu, þar sem gerð er grein fyrir áður gerðri aukaíbúð á jarðhæð, og nýrri skráningartöflu fyrir íbúðarhús á lóð nr. 8 við Depluhóla.
Meðfylgjandi er bréf arkitekts dags. 10. febrúar 2014. Gjald hefur ekki verið sett á erindið

Vísað til umsagnar verkefnisstjóra.

3.14 Holtsgata 10 og 12, (fsp) niðurrif og uppbygging
Lögð fram fyrirspurn Páls Kristjáns Svanssonar dags. 13. maí 2014 varðandi niðurrif hússins á lóðinni nr. 10 við Holtsgötu og byggingu fjölbýlishúss á lóðunum nr. 10 og 12 við Holtsgötu, samkvæmt uppdr. Sigurðar Gústafssonar ark. dags. 17. júlí 2007. Einnig er lögð greinargerð Páls Kristjáns Svanssonar dags. 13. apríl 2014 og umsögn Húsafriðunarnefndar ríkisins dags. 20. júní 2006.

Vísað til umsagnar verkefnisstjóra.

4.14 Klettagarðar 11, breyting á deiliskipulagi
Að lokinni grenndarkynningu er lögð fram að nýju umsókn Faxaflóahafna sf. dags. 21. mars 2014 varðandi breytingu á deiliskipulagi Klettasvæðis vegna lóðarinnar nr. 11 við Klettagarða. Í breytingunni felst stækkun á byggingarreit og hækkun á nýtingarhlutfalli, samkvæmt uppdr. Ask arkitekta ehf. dags. 12. mars 2014. Umsókninni var frestað og er nú lögð fram að nýju. Tillagan var grenndarkynnt frá 11. apríl til og með 9. maí 2014. Engar athugasemdir bárust.
Samþykkt með vísan til heimilda um embættisafgreiðslur skipulagsfulltrúa í viðauka við samþykkt um stjórn Reykjavíkurborgar

5.14 Sörlaskjól 56, (fsp) bílskúr
Lögð fram fyrirspurn Aðalbjörns Þórólfssonar dags. 5. maí 2014 varðandi byggingu bílskúrs á lóðinni nr. 56 við Sörlaskjól.
Vísað til umsagnar verkefnisstjóra.

6.14 Bíldshöfði 9A, (fsp) - Húsnæði fyrir verslunar- og þjónustustarfsemi
Lagt fram erindi frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa frá 8. apríl 2014 þar sem spurt er hvort leyfi fengist til að reisa húsnæði fyrir verslunar og þjónustustarf á jarðhæð og fyrir rekstur gistiskála/gistiheimil á efri hæðum á lóð nr. 9A við Bilshöfða

Vísað til meðferðar verkefnisstjóra.

7.14 Blönduhlíð 28-30, (fsp) - 30 - Bílastæði
Lagt fram erindi frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa frá 13. maí 2014 þar sem spurt er hvort heimilt sé að byggja bílastæði og færa ljósastaur við austurgafl fjölbýlishúss á lóð nr. 28-30 við Blönduhlíð.
Meðfylgjandi er samþykki meðeigenda á húsi.

Vísað til umsagnar samgöngustjóra umhverfis- og skipulagssviðs og verkefnastjóra.

8.14 Fannafold 166, breyting á deiliskipulagi
Á fundi skipulagsfulltrúa 9. maí 2014 var lögð fram umsókn Arnar Leós Stefánssonar dags. 28. apríl 2014 varðandi breytingu á deiliskipulagi Foldahverfis 4 og 5 áfanga vegna lóðarinnar nr. 166 við Fannafold. Í breytingunni felst að breyta einbýlishúsi í parhús. Umsókninni var frestað og er nú lögð fram að nýju.

Frestað.
Vantar samþykki meðeiganda.


9.14 Fossaleynir 19-23, (fsp) útlit
Á fundi skipulagsfulltrúa 9. maí 2014 var lögð fram fyrirspurn Bjarna G. Bjarnasonar, dags. 6. maí 2014, ásamt teikningum varðandi útlit byggingar í 3. áfanga á lóð nr. 19-23 við Fossaleynir. Fyrirspurninni var frestað og er nú aftur lögð fram.

Ekki eru gerðar skipulagslegar athugasemdir við erindið sbr. þau gögn sem lögð eru fram frá Teiknistofunni 4D, mótteknar 6. maí 2014.

10.14 Grensásvegur 16A, (fsp) hótelíbúðir
Lögð fram fyrirspurn Plúsarkitekta ehf. dags. 14. maí 2014 um hótelíbúðir í húsinu á lóðinni nr. 16A við Grensásveg.

Frestað.
Umsækjandi hafi samband við embætti skipulagsfulltrúa.


11.14 Sogavegur 3, Byggja yfir port - köld geymsla
Að lokinni grenndarkynningu er lagt fram að nýju erindi frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa frá 1. apríl 2014 þar sem sótt er um leyfi til að byggja yfir port við fiskbúðina á lóð nr. 3 við Sogaveg, samkvæmt uppdr. K.J. hönnun ehf. dags. 19. mars 2014. Erindi var grenndarkynnt frá 16. apríl til 14. maí 2014. Athugasemdir sendu: Baldur Ingi Jóhannsson dags. 28. apríl 2014 og Rannveig Jónsdóttir dags. 7. maí 2014.

Vísað til umsagnar verkefnisstjóra.

12.14 Sogavegur 22, Viðbygging
Lagt fram erindi frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa frá 13. maí 2014 þar sem sótt er um leyfi til að byggja staðsteyptar viðbyggingar við vestur- og suðurhlið hússins á lóð nr. 22 við Sogaveg.
Útskrift úr gerðabók embættisafgreiðslufundar skipulagsfulltrúa frá 25. apríl 2014 fylgir erindinu ásamt umsögn skipulagsfulltrúa dags. 25. apríl 2014. Fyrirspurn BN046578 fylgir erindinu. Stækkun : 31.8 ferm., 103,4 rúmm. Gjald kr. 9.500

Samþykkt að grenndarkynna framlagða tillögu fyrir hagsmunaaðilum að Sogavegi nr. 5, 7, 9, 16, 18, 20, 24.

13.14 Sogavegur 162, (fsp) - Aðkeyrsla
Lagt fram erindi frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa frá 13. maí 2014 þar sem spurt er hvort breyta megi aðkeyrslu þannig komið verði að sitt hvorri íbúðinni frá sitt hvorum botnlanganum að parhúsi á lóð nr. 162 við Sogaveg.

Vísað til meðferðar hjá verkefnisstjóra.

14.14 Bárugata 34, (fsp) - Svalir 3.hæð
Á fundi skipulagsfulltrúa 25. apríl 2014 var lagt fram erindi frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa frá 15. apríl 2014 þar sem spurt er hvort leyft yrði að byggja svalir á austurgafli 2. hæð fjölbýlishúss á lóð nr. 34 við Bárugötu. Erindinu var frestað og er nú lagt fram að nýju, ásamt umsögn skipulagsfulltrúa dags. 12. maí 2014.

Jákvætt með vísan til umsagnar skipulagsfulltrúa dags. 12. maí 2014.

15.14 Frakkastígur 8, Fjölbýlishús
Lagt fram erindi frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa frá 13. maí 2014 þar sem sótt er um leyfi til að byggja 1. áfanga nýbyggingar á svokölluðum Frakkastígsreit, steinsteypt fimm hæða fjölbýlishús með fimmtán íbúðum á efri hæðum, verslun og þjónustu á jarðhæð og bílakjallara á sameinaðri lóð nr. 8 við Frakkastíg.
Meðfylgjandi er greinargerð um algilda hönnun dags. 5. maí 2014, orkurammi dags. 1. maí 2014. Stærðir: Kjallari 426 ferm., 1. hæð 1085,1 ferm., 2. hæð 398 ferm., 3. og 4. hæð 397 ferm., 5. hæð 324,2 ferm. Samtals 3.027,3 ferm., 9.522,5 rúmm. Gjald kr. 9.500

Vísað til umsagnar verkefnisstjóra.

16.14 Garðsendi 3, (fsp) stækkun
Lögð fram fyrirspurn Valdimars Kristinssonar dags. 12. maí 2014 varðandi stækkun hússins nr. 3 við Garðsenda til suðurs, samkvæmt uppdr. Ágústs Þórðarsonar byggingarfræðings dags. 6. maí 2014.

Vísað til umsagnar verkefnisstjóra.

17.14 Nesvegur 76, Tengibygging
Lagt fram erindi frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa frá 13. maí 2014 þar sem sótt er um leyfi til að byggja tengibyggingu úr áli og gleri á steyptum undirstöðum milli íbúðarhúss og vinnustofu (bílskúrs) auk smávægilegra útlitsbreytinga á einbýlishúsi á lóð nr. 76 við Nesveg.
Samþykki meðlóðarhafa ódags. fylgir Útskrift úr gerðabók embættisafgreiðslufundar skipulagsfulltrúa frá 11. apríl 2014 fylgir erindinu.
Stækkun: XX ferm., XX rúmm. Gjald kr. 9.500 + 9.500

Ekki eru gerðar skipulagslegar athugasemdir við erindið.

18.14 Sjafnargata 3, Viðbygging + áður gerður garðskáli, breyta mhl. 70 í mhl 02
Lagt fram erindi frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa frá 13. maí 2014 þar sem sótt er um leyfi til að byggja steinsteypta viðbyggingu með þaksvölum og verönd, gerð er grein fyrir áður gerðum garðskála og mhl. 70 er breytt í mhl. 02 við einbýlishús á lóð nr. 3 við Sjafnargötu.
Bréf frá hönnuði dags. 29.apríl 2014 og umsögn burðarvirkishönnuðar dags. 8. maí 2014. Stækkun húss er 75,92 ferm. 205 rúmm. Garðskáli stærð : 15,7 ferm., 46,3 rúmm. Samtals stærðir: 91,62 ferm. 251,3 rúmm. Gjald kr. 9.500

Vísað til umsagnar verkefnisstjóra.

19.14 Ægisíða 123, Breyta verslunarhúsnæði í tvær íbúðir
Á fundi skipulagsfulltrúa 9. maí 2014 var lagt fram erindi frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa frá 6. maí 2014 þar sem sótt er um leyfi til að innrétta tvær íbúðir í núverandi verslunarrými á 1. hæð í húsi á lóð nr. 123 við Ægisíðu. Erindinu var vísað til umsagnar verkefnisstjóra og er nú lögð fram að nýju ásamt umsögn skipulagsfulltrúa dags. 16. maí 2014.
Meðfylgjandi er samþykki meðeigenda á 2. hæð dags. 28.4. 2014. Gjald kr. 9.500

Neikvætt, með vísan til umsagnar skipulagsfulltrúa dags. 16. maí 2014.

20.14 Blikastaðavegur 2-8, (fsp) skipulag
Á fundi skipulagsfulltrúa 25. apríl 2014 var lögð fram fyrirspurn Landslaga slf. f.h. Korputorgs ehf. dags. 22. apríl 2014 um hvort starfsemi verslunarkeðju samræmist skipulagi lóðarinnar nr. 2-8 við Blikastaðaveg. Ef ekki er spurt hvort fallist verði á breytingu og hvaða málsmeðferð þurfi. Fyrirspurninni var vísað til umsagnar verkefnisstjóra og skrifstofu sviðsstjóra.

Kynna formanni umhverfis- og skipulagsráðs.

21.14 Bergstaðastræti 10B, (fsp) - Stækka íbúð - jarðhæð
Lagt fram erindi frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa frá 13. maí 2014 þar sem spurt er hvort leyft yrði að byggja tengibyggingu yfir í geymsluskúr á baklóð og stækka íbúð á jarðhæð sem því nemur í húsi á lóð nr. 10b við Bergstaðastræti.

Vísað til umsagnar verkefnisstjóra.

22.14 Bergstaðastræti 70, tillaga að friðlýsingu
Lagt fram bréf Minjastofnunar Íslands dags. 6. maí 2014 varðandi tillögu að friðlýsingu hússins nr. 70 við Bergstaðastræti. Gefinn er kostur á að koma á framfæri formlegum og efnislegum athugasemdum við friðlýsingartillöguna og drögum að friðlýsingarskilmálum eigi síðar en föstudaginn 13. júní 2014.
Vísað til umsagnar hjá verkefnisstjóra.

23.14 Garðastræti 21, Viðbygging
Á fundi skipulagsfulltrúa 2. maí 2014 var lagt fram erindi frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa frá 29. apríl 2014 þar sem sótt er um leyfi til að hækka um eina hæð og ris með tveimur kvistum á götuhlið og svölum á gafli, byggja svalir á bakhlið og fjölga íbúðum úr tveimur í sex í húsi á lóð nr. 21 við Garðastræti. Erindinu var vísað til meðferðar verkefnisstjóra og er nú lagt fram að nýju ásamt umsögn skipulagsfulltrúa dags. 12. maí 2014.
Erindi fylgir minnisblað um framkvæmdina frá Verkfræðiþjónustunni dags. 7. apríl 2014 og annað um svalir frá VSI dagsett sama dag. Stækkun: 110,9 ferm., 295,2 rúmm. Gjald kr. 9.500

Neikvætt, með vísan til umsagnar skipulagsfulltrúa dags.12. maí 2014


24.14 Laugavegur 77, (fsp) breyting á deiliskipulagi
Á fundi skipulagsfulltrúa 4. apríl 2014 var lögð fram fyrirspurn Dap ehf. dags. 3. apríl 2014 um að breyta deiliskipulagi fyrrum lóðar Landsbanka Íslands, Laugavegi 77. Óskað er eftir að breyta byggingarmassa og byggja hús með íbúðum, verslunar-, atvinnu- og eða þjónustuhúsnæði, samkvæmt uppdr. Dap ehf. mótt. 4. apríl 2014. Fyrirspurninni var vísað til umsagnar verkefnisstjóra og er nú lögð fram að nýju ásamt umsögn skipulagsfulltrúa dags. 16. maí 2014.

Umsögn skipulagsfulltrúa samþykkt, dags. 16. maí 2014.

25.14 Lindargata 34 og 36, (fsp) breyting á deiliskipulagi
Á fundi skipulagsfulltrúa 2. maí 2014 var lögð fram fyrirspurn Rent-leigumiðlunar ehf. dags. 29. apríl 2014 varðandi breytingu á deiliskipulagi Skúlagötusvæðis vegna lóðanna nr. 34 og 36 við Lindargötu. Í breytingunni felst sameining lóða, samkvæmt uppdr. Arko dags. 25. apríl 2014. Umsókninni var vísað til umsagnar verkefnisstjóra og er nú lögð fram að nýju.

Kynna formanni umhverfis- og skipulagsráðs.

26.14 Nesvegur 44, Hækka þak og setja kvisti
Að lokinni grenndarkynningu er lagt fram að nýju erindi frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa frá 8. apríl 2014 þar sem sótt er um leyfi til að breyta innra fyrirkomulagi, koma fyrir verönd (svölum) á austurhlið, hækka mæni um 50cm, bæta við kvisti, stækka kvist sem fyrir er og koma fyrir svölum á þakhæð einbýlishúss á lóð nr. 44 við Nesveg. Erindi var grenndarkynnt frá 16. apríl til og með 14. maí 2014. Engar athugasemdir bárust.
Útskrift úr gerðabók embættisafgreiðslufundar skipulagsfulltrúa frá 20. september 2013 fylgir erindinu ásamt umsögn skipulagsfulltrúa dags. 19. september 2013. Jafnframt er erindi BN046165 dregið til baka. Stækkun 60,9 ferm. og 116,1 rúmm. Gjald kr. 9.000

Samþykkt með vísan til viðauka um embættisafgreiðslur skipulagsfulltrúa við samþykkt um stjórn Reykjavíkurborgar.
Vísað til fullnaðarafgreiðslu byggingarfulltrúa.


27.14 Norðurgarður 1 og Grandagarður 20, breyting á deiliskipulagi
Lögð fram umsókn Faxaflóahafna dags. 14. maí 2014 varðandi breytingu á deiliskipulagi lóðanna nr. 1 við Norðurgarð og 20 við Grandagarð. Í breytingunni felst hækkun á nýtingarhlutfalli, stækkun byggingarreita, að skilgreindur er nýr byggingarreitur fyrir sorpflokkunarstöð o.fl., samkvæmt uppdr. Teiknistofu Gylfa Guðjónssonar og Félaga ehf. dags. 8.maí 2014.

Vísað til meðferðar hjá verkefnisstjóra.


28.14 Urðarstígur 11A, (fsp) viðbygging
Á fundi skipulagsfulltrúa 9. maí 2014 var lögð fram fyrirspurn Snorra Birgis Snorrasonar dags. 6. maí 2014 um að byggja hæð ofan á húsið á lóð nr. 11 við Urðarstíg með kvistum ásamt viðbyggingu á baklóð með þakgarði, samkvæmt uppdr. Teiknistofunnar Óðinstorgi ehf. dags. 30 apríl 2014. Fyrirspurninni var vísað til umsagnar verkefnisstjóra og er nú lögð fram að nýju ásamt umsögn skipulagsfulltrúa dags. 15. maí 2014.

Ekki gerð athugasemd við erindið, sbr. þó skilyrði og leiðbeiningar sem fram koma í umsögn skipulagsfulltrúa dags. 15. maí 2014.

29.14 Austurhöfn, breyting á deiliskipulagi vegna byggingarreita 1, 2, 5, 6, 7, 8 og 10
Á fundi skipulagsfulltrúa 9. maí 2014 var lagt fram bréf skipulagsstofnunar dags 7. maí 2014 ásamt lagfærðum uppdrætti dags. 11. desember 2013 síðast breyttur 30. apríl 2014. Erindinu var vísað til meðferðar hjá verkefnisstjóra og er nú lagt fram að nýju.
Vísað til umhverfis- og skipulagsráðs.

30.14 Borgartún 25, Veitingastaður 1. hæð úr fl. I í fl. II
Lagt fram erindi frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa frá 13. maí 2014 þar sem sótt er um leyfi til að breyta flokkun veitingastaðar á 1. hæð úr flokki I í flokk II í húsi á lóð nr. 25 við Borgartún. Lögð fram umsögn skipulagsfulltrúa dags. 16. maí 2014.
Sjá erindi BN045815 Gjald kr. 9.500

Ekki eru gerðar skipulagslegar athugasemdir við erindið, sbr. umsögn skipulagsfulltrúa dags. 16. maí 2014.

31.14 Hverafold 5, rekstrarleyfi í flokki III
Lagður fram tölvupóstur skrifstofu borgarstjórnar dags. 6. maí 2014 þar sem óskað er eftir umsögn umhverfis- og skipulagssviðs á umsókn Gullaldarinnar ehf. um rekstrarleyfi í flokki III fyrir krána Gullöldina Sportbar, Hverafold 5. Einnig er sótt um útiveitingaleyfi til kl. 22:00.

Umsögn skipulagsfulltrúa samþykkt. 9. maí 2014.Í Aðalskipulagi Reykjavíkur 2010 -2030 eru leyfðir veitingarstaðir í flokki I og II með opnunartíma til kl. 23 og útiveitingar til kl. 22, sbr. kafla VÞ1 Hverafold- Fjallkonuvegur í aðalskipulagi.

32.14 Laugalækur/Hrísateigur, endurhönnun á gatnamótum Laugalækjar og Hrísateigs og lóð nr. 2-8 við Laugalæk.
Lagt fram bréf bréf THG Arkitekta ehf. dags. 12. maí 2014. Einnig er lögð fram bókun frá fundi hverfisráðs Laugadals frá 28. apríl 2014.

Kynna formanni umhverfis- og skipulagsráðs.

33.14 Miklabraut 101, Breyta veitingarverslun í veitingastað í fl. II og koma fyrir skilti ofan á þak.
Á fundi skipulagsfulltrúa 9. maí 2014 var lagt fram erindi frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa frá 6. maí 2014 þar sem sótt er um leyfi fyrir að breyta veitingaverslun og útbúa veitingastað með gesti fyrir 15 og með vínveitingar í flokki II í húsi bensínstöðvarinnar á lóð nr. 101 við Miklabraut. Erindinu var vísað til umsagnar verkefnisstjóra og er nú lagt fram að nýju ásamt umsögn skipulagsfulltrúa dags. 14. maí 2014.
Fyrirspurn BN047520 dags. 15. apríl 2014 fylgir. Gjald kr. 9.500

Ekki eru gerðar skipulagslegar athugasemdir við erindið, sbr. umsögn skipulagsfulltrúa dags. 14. maí 2014.

34.14 Grettisgata 9, breyting á deiliskipulagi
Að lokinni grenndarkynningu er lögð fram að nýju umsókn Frón íbúða ehf. dags. 21. mars 2014 varðandi breytingu á deiliskipulagi reits 1.172.2 vegna lóðarinnar nr. 9 við Grettisgötu. Í breytingunni felst stækkun á byggingarreit, aukningu á nýtingarhlutfalli og hækkun á risi, samkvæmt uppdr. Arkþings ehf. dags. 21. mars 2014. Ásamt uppdráttum af skuggavarpi.
tillagan var grenndarkynnt frá 11. apríl til 9. maí 2014. Athugasemdir sendu: Stefan ehf dags. 21. apríl 2014.

Vísað til umsagnar verkefnisstjóra.

35.14 Friggjarbrunnur 18, (fsp) fjölgun íbúða o.fl.
Á fundi skipulagsfulltrúa frá 25. apríl 2014 var lögð fram fyrirspurn Mansard - teiknistofunnar ehf. dags. 22. apríl 2014 varðandi fjölgun íbúða á lóðinni nr. 18 við Friggjarbrunn o.fl., samkvæmt uppdr. Mansard - teiknistofu ehf. dags. 4. apríl 2014. Fyrirspurninni var vísað til umsagnar verkefnisstjóra og er nú lögð fram að nýju ásamt umsögn skipulagsfulltrúa dags. 16. maí 2014.

Ekki gerð athugasemd við erindið, sbr. þó skilyrði og leiðbeiningar sem fram koma í umsögn skipulagsfulltrúa dags. 16. maí 2014.

36.14 Laugavegur 1, Gistihús - bakhús
Á fundi skipulagsfulltrúa 9. maí 2014 var lagt fram erindi frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa frá 6. maí 2014 þar sem sótt er um leyfi til að innrétta gististað í flokki IV, teg. b, gistiheimili með fjórum gistieiningum fyrir ?? gesti, og tvær skrifstofueiningar á jarðhæð í bakhúsi á lóð nr. 1 við Laugaveg. Erindinu var vísað til umsagnar verkefnisstjóra og er nú lagt fram að nýju ásamt umsögn skipulagsfulltrúa dags. 15. maí 2014.
Gjald kr. 9.500

Jákvætt með vísan til umsagnar skipulagsfulltrúa dags. 15. maí 2014.

37.14 Arnarhóll, (fsp) fánastangir
Lögð fram fyrirspurn Framkvæmdasýslu ríkisins dags. 13. maí 2014 um að reisa fánastangir á borgarlandi.

Vísað til umsagnar verkefnisstjóra.

38.14 Bergstaðastræti 73, Bílskúr
Að lokinni grenndarkynningu er lagt fram að nýju erindi frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa frá 1. apríl 2014 þar sem sótt er um leyfi til að byggja tvöfaldan staðsteyptan bílskúr á suðaustur hluta og koma fyrir nýrri innkeyrslu inn á lóð nr. 73 við Bergstaðastræti. Erindi var grenndarkynnt frá 9. apríl til og með 7. maí 2014. Eftirtaldir aðilar sendu inn athugasemdir: Selma Ósk Kristiansen og Helgi Kristjánsson dags. 16. apríl 2014.Fyrirspurn BN046947 dags. 7. jan. 2014 fylgir. Stærð bílskúrs er: 71,4 ferm., 219,9 rúmm. Gjald kr. 9.500

Vísað til umhverfis-og skipulagsráðs

39.14 Hringbraut 79, Hækka þak o.fl.
Lagt fram erindi frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa frá 13. maí 2014 þar sem sótt er um leyfi til að hækka þak og byggja kvisti, grafa frá kjallara og innrétta tvær íbúðir í húsi á lóð nr. 79 við Hringbraut.
Stækkun: 31 ferm., xx rúmm.
Gjald kr. 9.500

Samþykkt að grenndarkynna framlagða tillögu fyrir hagsmunaaðilum að Hringbraut nr. 77 og 81 og Víðimel nr. 58 og 60.

40.14 Ránargata 8A, (fsp) - Skýli
Á fundi skipulagsfulltrúa 2. maí 2014 var lagt fram erindi frá fundi byggingarfulltrúa frá 29. apríl 2014 þar sem spurt er hvort leyfi fengist til að byggja þakskýli úr gleri yfir verönd á bakhlið (norðurhlið) hússins nr. 8A við Ránargötu vegna lekavandamála. Erindinu var vísað til umsagnar verkefnisstjóra og er nú lagt fram að nýju ásamt umsögn skipulagsfulltrúa dags. 9. maí 2014.
Bréf eigenda dags. 23. apríl 2014 fylgir erindinu. Samkomulag eigenda Ránargötu 8 og 8A dags. 29. júní 2007 fylgir erindinu.

Jákvætt með vísan til umsagnar skipulagsfulltrúa dags. 9. maí 2014.

41.14 Sóleyjargata 15, Kvistur
Að lokinni grenndarkynningu er lagt fram að nýju erindi frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa frá 1. apríl 2014 þar sem sótt er um leyfi til að byggja kvist á austurhlið tvíbýlishúss á lóð nr. 15 við Sóleyjargötu. Erindi var grenndarkynnt frá 15. apríl til og með 13. maí 2014. Engar athugasemdir bárust.
Stækkun: xx rúmm. Gjald kr. 9.500

Samþykkt með vísan til viðauka um embættisafgreiðslur skipulagsfulltrúa við samþykkt um stjórn Reykjavíkurborgar.
Vísað til fullnaðarafgreiðslu byggingarfulltrúa.


42.14 Sólvallagata 16, (fsp) viðbygging
Á fundi skipulagsfulltrúa 11. apríl 2014 var lögð fram fyrirspurn Kjarneplisins dags 9. apríl 2014 um að byggja við húsið á lóðinni nr. 16 við Sólvallagötu. Einnig er lögð fram umsögn Minjastofnunnar Íslands dags. 2. maí 2014 og umsögn Minjasafns Reykjavíkur dags. 16. maí 2014. Fyrirspurninni var vísað til umsagnar verkefnisstjóra og er nú lögð fram að nýju ásamt umsögn skipulagsfulltrúa dags. 16. maí 2014.

Neikvætt, með vísan til umsagnar skipulagsfulltrúa dags. 16. maí 2014.

43.14 Þórunnartún 4 (áður Skúlatún 4), breyting á deiliskipulagi
Að lokinni auglýsingu er lögð fram að nýju umsókn Skúlatúns 4 ehf. dags. 8. janúar 2014 varðandi breytingu á deiliskipulagi reits 1.220.0 vegna lóðarinnar nr. 4 við Þórunnartún. Í breytingunni felst aukning á byggingarmagni, samkvæmt lagfærðum uppdr. Gunnlaugs Jónassonar ark. dags. 13. mars 2014. Einnig er lagt fram skuggavarp dags. 13. febrúar 2014. Tillagan ar auglýst frá 9. apríl 2014 til og með 21. maí 2014. Eftirtaldir aðilar sendu inn athugasemdir: Davíð Torfi Ólafsson f.h. Fosshótela Reykjavík ehf. dags. 24. mars 2014 og Höfðahótel dags. 13. maí 2014 þar sem óskað er eftir framlengingu á athugasemdarfresti.


Kynna formanni umhverfis- og skipulagsráðs.