Barónsstígur, Sundhöllin, Óðinsgata 1, Garðastræti 34, Hverfisgata 50, Lækjargata 6A, Mjóstræti 3, Friggjarbrunnur 18, Friggjarbrunnur 51, Dofraborgir 12-18, Háagerði 12, Vatnsveituvegur 4, Friggjarbrunnur 55-57, Skyggnisbraut 8-12, Frostaskjól 2, Kambsvegur 18, Klettagarðar 15-17, Skeggjagata 3, Aðalstræti 7, Vallarstræti 4, Lyngháls 1, Skipholt 11-13, Brautarholt 10-14, Sogavegur 22, Bárugata 34, Friggjarbrunnur 53, Skyggnisbraut 2-6, Grenimelur 16, Maríubaugur 105-113, Suðurgata 22, Blikastaðavegur 2-8, Sundahöfn, Dofraborgir 3, Faxaskjól 26, Hverfisgata 56, Jónsgeisli 93, Laufásvegur 45B, Sólvallagata 16, Suðurgata 29, Vesturgata 51C, Vogabyggð, Vogabyggð, Vogabyggð,

Embættisafgreiðslufundur skipulagsstjóra Reykjavíkur samkvæmt viðauka 2.4 við samþykkt um stjórn Reykjavíkurborgar.

488. fundur 2014

Ár 2014, föstudaginn 25. apríl kl. 09:15, hélt skipulagsfulltrúi Reykjavíkur 488. embættisafgreiðslufund sinn til afgreiðslu mála án staðfestingar umhverfis- og skipulagsráðs. Fundurinn var haldinn á skrifstofu skipulagsfulltrúa Borgartúni 12 - 14, 2. hæð, Stardalur. Fundinn sátu:. Björn Axelsson, Ágústa Sveinbjörnsdóttir og Helena Stefánsdóttir. Eftirtaldir embættismenn kynntu mál á fundinum: Guðlaug Erna Jónsdóttir, Halldóra Hrólfsdóttir, Lilja Grétarsdóttir, Borghildur Sölvey Sturludóttir og Björn Ingi Edvardsson og Hildur Gunnarsdóttir. Ritari var Björgvin Rafn Sigurðarson.
Þetta gerðist:


1.14 Barónsstígur, Sundhöllin, breyting á deiliskipulagi
Að lokinni auglýsingu er lögð fram að nýju tillaga umhverfis- og skipulagssviðs varðandi breytingu á deiliskipulagi Heilsuverndarreits vegna lóðarinnar nr. 43 við Barónsstíg. Í breytingunni felst stækkun á byggingarreit og aukningu á byggingarmagni, samkvæmt deiliskipulagsuppdr. Hornsteina arkitekta ehf. dags. 6. febrúar 2014. Einnig er lagður fram skýringaruppdráttur dags. 6. febrúar 2014. Tillagan var auglýst frá 3. mars til og með 14. apríl 2014. Engar athugasemdir bárust.
Samþykkt með vísan til heimilda um embættisafgreiðslur skipulagsfulltrúa í viðauka við samþykkt um stjórn Reykjavíkurborgar

2.14 Óðinsgata 1, breyting á deiliskipulagi
Á fundi skipulagsfulltrúa 11. apríl 2014 var lögð fram umsókn Þuríðar Ottesen dags. 3. apríl 2014 varðandi breytingu á deiliskipulagi reits 1.181.0 vegna lóðarinnar nr. 1 við Óðinsgötu. Í breytingunni felst að heimilt verði að portbyggja húsið að Óðinsgötu 1, hækka þak og byggja á húsið svalir og kvisti í samráði við Minjastofnum og borgarminjavörð, samkvæmt uppdr. K.J. hönnunar ehf. dags. 19. mars 2014. Einnig er lögð fram umsögn Minjastofnunar Íslands dags. 18. mars 2014 og umsögn Minjasafns Reykjavíkur dags. 10. apríl 2014. Umsókninni var frestað og er nú lögð fram að nýju.
Samþykkt að grenndarkynna framlagða tillögu fyrir hagsmunaaðilum að Skólavörðustíg 16, 16a, 18, Týsgötu 4b og 4c og Óðinsgötu 2, 3 og 4.

3.14 Garðastræti 34, (fsp) - Gistiheimili
Á fundi skipulagsfulltrúa 11. apríl 2014 var lagt fram erindi frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa frá 8. apríl 2014 þar sem spurt er hvort leyft yrði að breyta einbýlishúsi í gistiheimili á lóðinni nr. 34 við Garðastræti. Erindinu var vísað til umsagnar verkefnisstjóra og er nú lagt fram að nýju ásamt umsögn skipulagsfulltrúa dags. 16. apríl 2014.

Neikvætt, með vísan til umsagnar skipulagsfulltrúa dags. 16. apríl 2014.

4.14 Hverfisgata 50, (fsp) - Veitingast.í flokki 2
Lagt fram erindi frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa frá 15. apríl 2014 þar sem spurt er hvort leyft yrði að starfrækja veitingastað í flokki II í rými sem skráð er verslun á fyrstu hæð matshluta 02 (rými merkt 02-0101) á lóðinni nr. 50 við Hverfisgötu.

Vísað til umsagnar verkefnisstjóra.

5.14 Lækjargata 6A, rekstrarleyfi í flokki III
Á fundi skipulagsfulltrúa 4. apríl 2014 var lagður fram tölvupóstur skrifstofu borgarstjórnar dags. 27. mars 2014 þar sem óskað er eftir umsögn skipulagsfulltrúa á umsókn Fyrirtækisins Alderaan ehf. um rekstrarleyfi í flokki III fyrir skemmtistaðinn Lavabarinn að Lækjargötu 6A. Erindinu var vísað til umsagnar verkefnisstjóra og er nú lagt frama ð nýju ásamt umsögn skipulagsfulltrúa dags 9. apríl 2014.

Jákvætt með vísan til umsagnar skipulagsfulltrúa dags. 9. apríl 2014 með þeim skilyrðum og leiðbeiningum sem fram koma í umsögninni svo sem um opnunartíma og ekki sé heimilt að byrgja fyrir glugga.

6.14 Mjóstræti 3, (fsp) heimagisting
Á fundi skipulagsfulltrúa 11. apríl 2014 var lögð fram fyrirspurn Ýmis B. Arthúrssonar dags. 7. apríl 2014 varðandi heimagistingu í kjallara hússins á lóðinni nr. 3 við Mjóstræti. Fyrirspurninni var vísað til umsagnar verkefnisstjóra og er nú lögð fram að nýju ásamt umsögn skipulagsfulltrúa dags. 16. apríl 2014.
Umsögn skipulagsfulltrúa dags. 16. apríl 2014 samþykkt.

7.14 Friggjarbrunnur 18, (fsp) fjölgun íbúða o.fl.
Lögð fram fyrirspurn Mansard - teiknistofunnar ehf. dags. 22. apríl 2014 varðandi fjölgun íbúða á lóðinni nr. 18 við Friggjarbrunn o.fl., samkvæmt uppdr. Mansard - teiknistofu ehf. dags. 4. apríl 2014.

Vísað til umsagnar verkefnisstjóra.

8.14 Friggjarbrunnur 51, (fsp) hækkun á nýtingarhlutfalli, fjölgun íbúða o.fl.
Lögð fram fyrirspurn Jóns Hrafns Hlöðverssonar dags. 22. apríl 2014 varðandi hækkun hússins á lóðinni nr. 51 við Friggjarbrunn, fjölga íbúðum og bílastæðum og sameina þak stigahúss og þak lyftuhúss undir einn þakflöt, samkvæmt uppdr. Mansard - Teiknistofu dags. 16. apríl 2014.

Vísað til umsagnar verkefnisstjóra.

9.14 Dofraborgir 12-18, málskot
Lagt fram málskot Valdísar Ástu Aðalsteinsdóttur og Sveins Ingvarssonar dags. 14. apríl 2014 vegna afgreiðslu byggingarfulltrúa frá 10. desember 2014 um að byggja hæð úr timbri með hallandi þaki út frá kvisti ofan á bílskýli við hús nr. 12 í raðhúsalengjunni á lóð nr. 12 - 18 við Dofraborgir

Vísað til meðferðar hjá verkefnisstjóra.

10.14 Háagerði 12, Viðbygging
Lagt fram erindi frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa frá 15. apríl 2014 þar sem sótt er um leyfi til að byggja tveggja hæða viðbyggingu við austurhlið og til að breyta innra skipulagi í einbýlishúsi á lóð nr. 12 við Háagerði.
Erindi fylgir fyrirspurn dags. 25. september 2012. Stækkun: 41,5 ferm., 168,5 rúmm. Gjald kr. 0

Vísað til meðferðar hjá verkefnisstjóra.

11.14 Vatnsveituvegur 4, (fsp) - Viðbygging
Lagt fram erindi frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa frá 15. apríl 2014 þar sem spurt er hvort leyft yrði að byggja u.þ.b. 18 fermetra viðbyggingu úr timbri að austurhlið hesthúss (matshl. 41 - hús merkt nr. 17) á lóðinni nr. 4 við Vatnsveituveg.

Vísað til umsagnar verkefnisstjóra.

12.14 Friggjarbrunnur 55-57, Skyggnisbraut 8-12, breyting á deiliskipulagi
Lögð fram umsókn Kristins Ragnarssonar ark. dags. 23. apríl 2014 varðandi breytingu á deiliskipulagi Úlfarsárdals vegna lóðarinnar nr. 55-57 við Friggjarbrunn og 8-12 við Skyggnisbraut. Í breytingunni felst að einkasvalir og bílskýli í notkunarflokki B reiknist ekki til nýtingarhlutfalls, samkvæmt uppdr. Kristins Ragnarssonar ark. dags. 22. apríl 2014.

Vísað til meðferðar hjá verkefnisstjóra.

13.14 Frostaskjól 2, breyting á deiliskipulagi
Lögð fram tillaga umhverfis- og skipulagssviðs varðandi breytingu á deiliskipulagi íþróttasvæðis KR, Frostaskjóls 2-6 vegna Lóðarinnar nr. 2 við Frostaskjól. Í breytingunni felst stækkun á byggingarreit til að hægt verði að bæta við tveimur færanlegum stofum á bílastæði íþróttahúss KR á norðvesturhluta lóðar, samkvæmt uppdr. umhverfis- og skipulagssviðs dags. 22. apríl 2014.

Vísað til umhverfis- og skipulagsráðs.

14.14 Kambsvegur 18, (fsp) - Breyta verslunarrými í íbúðir
Á fundi skipulagsfulltrúa 11. apríl 2014 var lagt fram erindi frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa frá 8. apríl 2014 þar sem spurt er hvort leyft yrði að breyta verslunarrými á 1. hæð í tvö íbúðarrými í fjölbýlishúsi á lóð nr. 18 við Kambsveg. Erindinu var vísað til umsagnar verkefnisstjóra og er nú lagt fram að nýju ásamt umsögn skipulagsfulltrúa dags. 25. apríl 2014.

Neikvætt, með vísan til umsagnar skipulagsfulltrúa dags. 25. apríl 2014.

15.14 Klettagarðar 15-17, breyting á deiliskipulagi
Lögð fram umsókn Faxaflóahafna sf. dags. 15. apríl 2014 varðandi breytingu á deiliskipulagi Klettasvæðis vegna lóðarinnar nr. 15-17 við Klettagarða. Í breytingunni felst að nýir byggingarreitir stækka sunnan og norðan við núverandi byggingu að austanverðu, samkvæmt uppdr. Ask arkitekta ehf. dags. 6. mars 2014.

Samþykkt að grenndarkynna framlagða tillögu fyrir hagsmunaaðilum að Klettagörðum 8 - 10, 12, 13, 19 og 21.

16.14 Skeggjagata 3, Sameina eignir - reyndart.
Lagt fram erindi frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa frá 15. apríl 2014 þar sem sótt er um samþykki fyrir núverandi innra fyrirkomulagi og leyfi til þess að sameina tvær íbúðareignir í eina eign og byggja svalir á austurhlið annarrar hæðar hússins á lóðinni nr. 3 við Skeggjagötu. Lögð fram umsögn skipulagsfulltrúa dags. 22. apríl 2014.
Einn eigandi er að húsinu. Ný skráningartafla fylgir erindinu. Gjald kr. 9.500

Samþykkt að grenndarkynna framlagða tillögu fyrir hagsmunaaðilum að Skeggjagötu 1 og 5 og Mánagötu 4 og 6.

17.14 Aðalstræti 7, Endurbætur og viðbygging
Á fundi skipulagsfulltrúa 11. apríl 2014 var lagt fram erindi frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa frá 1. apríl 2014 þar sem sótt er um leyfi til að endurbæta og byggja við friðuð hús við Aðal- og Vallarstræti skv. deiliskipulagi sem samþykkt var í júlí 2013 fyrir íbúðir og þjónustustarfsemi, framkvæmd þessi er fyrsti hluti uppbyggingar á Landsímareit á lóð nr. 7 við Aðalstræti. Erindinu var frestað og er nú lagt fram að nýju ásamt umsögn skipulagsfulltrúa dags. 25. apríl 2014.
Meðfylgjandi er bréf verkfræðings dags. 28. mars 2014. Stærðabreytingar. Gjald kr. 9.500

Umsögn skipulagsfulltrúa dags. 25. apríl 2014 samþykkt.

18.14 Vallarstræti 4, Endurbætur og viðbygging
Á fundi skipulagsfulltrúa 4. apríl 2014 var lagt fram erindi frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa frá 1. apríl 2014 þar sem sótt er um leyfi til að endurbæta og byggja við friðuð hús við Aðal- og Vallarstræti skv. deiliskipulagi sem samþykkt var í júlí 2013 fyrir íbúðir og þjónustustarfsemi, framkvæmd þessi er fyrsti hluti uppbyggingar á Landsímareit á lóð nr. 7 við Aðalstræti.Erindinu var frestað og er nú lagt fram að nýju ásamt umsögn skipulagsfulltrúa dags. 25. apríl 2014.
Meðfylgjandi er bréf verkfræðings dags. 28. mars. 2014. Stærðabreytingar. xxxx Gjald kr. 9.500

Umsögn skipulagsfulltrúa dags. 25. apríl 2014 samþykkt.

19.14 Lyngháls 1, breyting á deiliskipulagi
Lögð fram umsókn Prentmets dags. 16. apríl 2014 varðandi breytingu á deiliskipulagi Hálsahverfis vegna lóðarinnar nr. 1 við Lyngháls. Í breytingunni felst að afmarkaður er byggingarreitur við vesturlóðarmörk næst Hálsabraut, samkvæmt uppdr. Arkís ehf. dags. 31. mars 2014.

Vísað til meðferðar hjá verkefnisstjóra.

20.14 Skipholt 11-13, Brautarholt 10-14, bréf
Á fundi skipulagsfulltrúa 14. mars 2014 var lagt fram bréf Lögstofunnar Ármúla 21 ehf. f.h. Guðmundar Kristinssonar dags. 11. mars 2014 þar sem krafist er að öll umfjöllun og ráðagerðir um heimilaðar breytingar á húsinu nr. 11-13 við Skipholt verði stöðvaðar. Erindinu var vísað til umsagnar skrifstofu sviðsstjóra og er nú lagt fram að nýju ásamt bréfi skrifstofu sviðstjóra dags. 23. apríl 2014.

Lagt fram.

21.14 Sogavegur 22, Viðbygging
Lagt fram erindi frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa frá 15. apríl 2014 þar sem sótt er um leyfi til að byggja staðsteyptar viðbyggingar við vestur- og suðurhlið hússins á lóð nr. 22 við Sogaveg.
Fyrirspurn BN046578 fylgir erindinu. Stækkun : 31.8 ferm., 103,4 rúmm. Gjald kr. 9.500. Einnig er lögð fram umsögn skipulagsfulltrúa dags. 25. apríl 2014.

Jákvætt með vísan til umsagnar skipulagsfulltrúa dags. 25. apríl 2014. Grenndarkynna þarf byggingarleyfisumsóknina.

22.14 Bárugata 34, (fsp) - Svalir 3.hæð
Lagt fram erindi frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa frá 15. apríl 2014 þar sem spurt er hvort leyft yrði að byggja svalir á austurgafli 2. hæð fjölbýlishúss á lóð nr. 34 við Bárugötu.
Frestað. Umsækjandi hafi samband við embætti skipulagsfulltrúa.

23.14 Friggjarbrunnur 53, Skyggnisbraut 2-6, (fsp) byggingarmagn, íbúðafjöldi o.fl.
Á fundi skipulagsfulltrúa 4. apríl 2014 var lögð fram fyrirspurn Skyggnisbrautar 2-6 ehf. dags. 27. mars 2014 varðandi byggingarmagn, íbúðafjölda og bílastæði á lóðinni nr. 53 við Friggjarbrunn og 2-6 við Skyggnisbraut. Fyrirspurninni var frestað og er nú lögð fram að nýju.

Vísað til meðferðar hjá verkefnisstjóra.

24.14 Grenimelur 16, Stækka svalir 1.og 2.hæð
Lagt fram erindi frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa frá 15. apríl 2014 þar sem sótt er um leyfi til að stækka og hækka svalir á 1. og 2. hæð í húsinu á lóð nr. 16 við Grenimel.
Gjald kr. 9.500

Ekki eru gerðar skipulagslegar athugasemdir við erindið. Samræmist gildandi skipulagsskilmálum.

25.14 Maríubaugur 105-113, (fsp) breyting á gestabílastæði
Lögð fram fyrirspurn Ingólfs Finnbogasonar dags. 16. apríl 2014 varðandi breytingu á skipulagi og legu gestabílastæðis fyrir lóðina nr. 105-113 við Maríubaug. Einnig er lagt fram samþykki lóðarhafa að Maríubaug 105-113 dags. 3. apríl 2014.

Vísað til umsagnar verkefnisstjóra.

29.14 Suðurgata 22, (fsp) hlaðinn veggur o.fl.
Lögð fram fyrirspurn Ingibjargar Jónsdóttur dags. 15. apríl 2014 varðandi hlaðinn vegg við lóðarmörk lóðarinnar nr. 22 við Suðurgötu ásamt innkeyrslu á lóð.

Ekki eru gerðar skipulagslegar athugasemdir við erindið. Sækja þarf um byggingarleyfi.

30.14 Blikastaðavegur 2-8, (fsp) skipulag
Lögð fram fyrirspurn Landslaga slf. f.h. Korputorgs ehf. dags. 22. apríl 2014 um hvort starfsemi verslunarkeðju samræmist skipulagi lóðarinnar nr. 2-8 við Blikastaðaveg. Ef ekki er spurt hvort fallist verði á breytingu og hvaða málsmeðferð þurfi.

Vísað til umsagnar verkefnisstjóra og skrifstofu sviðsstjóra.

34.14 Sundahöfn, breyting á deiliskipulagi
Að lokinni auglýsingu er lagt fram að nýju bréf Faxaflóahafnar dags. 1. nóvember 2013 varðandi breytingu á deiliskipulagi Vatnagarða í Sundahöfn. Í breytingunni felst stækkun á byggingarreitum lóðanna nr. 4 og 6 við Sundabakka og nr. 3 við Sægarða ásamt gerð nýs hafnarbakka utan við Klepp í samræmi við núgildandi aðalskipulag Reykjavíkur 2010-2030, samkvæmt deiliskipulagsuppdr. Arkís ehf. dags. 18. október 2013 og skýringaruppdráttum 1.02 og 1.03. Einnig er lögð fram uppfærð matslýsing vegna umhverfismats Verkís dags. 26. febrúar 2014 og umhverfisskýrsla Verkís dags. 26. febrúar 2014. Tillagan var auglýst frá 10. mars til og með 21. apríl 2014. Eftirtaldir aðilar sendu inn athugasemdir: Grímur M. Jónasson f.h. Eimskips dags. 16. apríl 2014.

Vísað til umsagnar verkefnisstjóra.

35.14 Dofraborgir 3, breyting á deiliskipulagi
Að lokinni grenndarkynningu er lögð fram að nýju umsókn Jóns Sigurðar Pálssonar dags. 6. mars 2014 varðandi breytingu á deiliskipulagi Borgarhverfis E-H hluta vegna lóðarinnar nr. 3 við Dofraborgir. Í breytingunni felst aukning á nýtingarhlutfalli, stækkun á byggingarreit vegna byggingar nýs bílskúrs og breyting á skilmálum vegna þakhalla bílskúrs, samkvæmt uppdr. VA arkitekta ehf. dags. 26. febrúar 2014. Einnig er lagt fram samþykki eigenda aðliggjandi húsa dags. 26. febrúar 2014. Tillagan var grenndarkynnt frá 24. mars til og með 23. apríl 2014. Engar athugasemdir bárust.

Samþykkt með vísan til heimilda um embættisafgreiðslur skipulagsfulltrúa í viðauka við samþykkt um stjórn Reykjavíkurborgar

37.14 Faxaskjól 26, Kvistur, klæðning, svalir, stigi inni
Lagt fram erindi frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa frá 15. apríl 2014 þar sem sótt er um leyfi til að byggja kvist á vesturhlið, lengja kvist á austurhlið, byggja svalir á suður- og vesturhlið, nýjan inngang á norðurhlið, einangra og klæða að utan með timbri og breyta innra skipulagi í einbýlishúsi á lóð nr. 26 við Faxaskjól.
Stækkun: xx ferm., xx rúmm. Gjald kr. 9.500

Vísað til umsagnar verkefnisstjóra.

39.14 Hverfisgata 56, 2.hæð - Gistiheimili - svalir
Á fundi skipulagsfulltrúa 11. apríl 2014 var lagt fram erindi frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa frá 8. apríl 2014 þar sem sótt er um leyfi til að byggja svalir á 2. og 3. hæð á norðurhlið og innrétta gistiheimili á 2. hæð húss á lóð nr. 56 við Hverfisgötu. Erindinu var vísað til umsagnar verkefnisstjóra og er nú lagt fram að nýju ásamt umsögn skipulagsfulltrúa dags. 22. apríl 2014.
Meðfylgjandi er samþykki meðeigenda á lóð. Gjald kr. 9.500

Jákvætt með þeim skilyrðum og leiðbeiningum sem fram koma í umsögn skipulagsfulltrúa dags. 22. apríl 2014.

40.14 62">Jónsgeisli 93, gistiheimili
Lögð fram umsókn Níutíu ehf. dags. 14. apríl 2014 varðandi rekstur gistiheimilis í húsinu á lóð nr. 93 við Jónsgeisla.

Kynna formanni umhverfis- og skipulagsráðs.

41.14 Laufásvegur 45B, (fsp) - Ofanábygging
Á fundi skipulagsfulltrúa 11. apríl 2014 var lagt fram erindi frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa frá 8. apríl 2014 þar sem spurt er hvort leyft yrði að byggja íbúðarherbergi og svalir ofan á einbýlishúsið á lóðinni nr. 45B við Laufásveg. Erindinu var vísað til umsagnar verkefnisstjóra.

Frestað þar til umsögn Minjastofnunar liggur fyrir.

42.14 Sólvallagata 16, (fsp) viðbygging
Á fundi skipulagsfulltrúa 11. apríl 2014 var lögð fram fyrirspurn Kjarneplisins dags 9. apríl 2014 um að byggja við húsið á lóðinni nr. 16 við Sólvallagötu. Fyrirspurninni var vísað til umsagnar verkefnisstjóra.

Frestað þar til umsögn Minjastofnunar liggur fyrir.

43.14 Suðurgata 29, Kvistur og svalir
Að lokinni grenndarkynningu er lagt fram að nýju erindi frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa frá 18. febrúar 2014 þar sem sótt er um leyfi til þess að breyta innra fyrirkomulagi og byggja svalir á fyrstu hæð og kvist á austurhlið einbýlishússins á lóðinni nr. 29 við Suðurgötu. Erindinu var vísað til umsagnar verkefnisstjóra. Erindi var grenndarkynnt frá 10. mars til og með 7. apríl 2014. Engar athugasemdir bárust.
Gjald kr. 9.500

Samþykkt með vísan til heimilda um embættisafgreiðslur skipulagsfulltrúa í viðauka við samþykkt um stjórn Reykjavíkurborgar

44.14 Vesturgata 51C, (fsp) - Hækkun á útveggjum
Lagt fram erindi frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa frá 15. apríl 2014 þar sem spurt er hvort leyft yrði að hækka um tvo metra og byggja kvisti á einbýlishús á lóð nr. 51C við Vesturgötu. Einnig er lögð fram umsögn skipulagsfulltrúa dags. 25. apríl 2014.

Umsögn skipulagsfulltrúa dags. 25. apríl 2014 samþykkt.

45.14 Vogabyggð, lýsing, Gelgjutangi
Lögð fram drög að lýsingu umhverfis- og skipulagssviðs og Hamla ehf. dags. í mars 2014 vegna gerðs deiliskipulags Vogabyggðar fyrir Gelgjutangasvæðið.
Vísað til umhverfis-og skipulagsráðs

46.14 Vogabyggð, lýsing, miðsvæði sunnan Tranavogar og norðan Súðavogar og Sæbraut
Lögð fram drög að lýsingu umhverfis- og skipulagssviðs og Hamla ehf. dags. í mars 2014 vegna gerðs deiliskipulags vogabyggðar fyrir svokallað miðsvæði sem afmarkast af svæðinu sunnan Tranavogar og norðan Súðarvogar að Sæbraut.

Vísað til umhverfis-og skipulagsráðs

47.14 Vogabyggð, lýsing, norðursvæði milli Tranavogar og Gelgjutanga
Lögð fram drög að lýsingu umhverfis- og skipulagssviðs og Hamla ehf. dags. í mars 2014 vegna gerðs deiliskipulags Vogabyggðar fyrir svæðið sem afmarkast milli Tranavogar og að Kleppsmýrarveg.
Vísað til umhverfis-og skipulagsráðs