Borgartún 24, Bryggjuhverfi, Sóltún 1-3/Mánatún 7-17, Sigtún 38 og 40, Almannadalur, Mjódalsvegur 3, Verndunarsvæði vatnsbóla, Bræðraborgarstígur 10, Grettisgata 51, Lindargata 28-32, Lokastígur 3, Vesturhöfnin, Eyjarslóð - uppsátur, Langagerði 36, Þórunnartún 4 (áður Skúlatún 4), Austurstræti 5, Bankastræti 11, Hverfisgata 82, Laugavegur 77, Vest.6-10A/Tryggv.18, Grettisgata 50, Fossagata, Gilsárstekkur 8, Öldugata 28, Grensásvegur 16, Arnargata 10,

Embættisafgreiðslufundur skipulagsstjóra Reykjavíkur samkvæmt viðauka 2.4 við samþykkt um stjórn Reykjavíkurborgar.

475. fundur 2014

Ár 2014, föstudaginn 17. janúar kl. 09:28, hélt skipulagsfulltrúi Reykjavíkur 475. embættisafgreiðslufund sinn til afgreiðslu mála án staðfestingar skipulagsráðs. Fundurinn var haldinn á skrifstofu skipulagsfulltrúa Borgartúni 12 - 14, 2. hæð, Stardalur. Fundinn sátu: Björn Axelsson, Ágústa Sveinbjörnsdóttir og Marta Grettisdóttir Eftirtaldir embættismenn kynntu mál á fundinum: Lilja Grétarsdóttir, Björn Ingi Edvardsson, Gunnar Sigurðsson, Margrét Þormar, Halldóra Hrólfsdóttir, Helga Lund og Guðlaug Erna Jónsdóttir. Ritari var Björgvin Rafn Sigurðarson.
Þetta gerðist:


1.14 Borgartún 24, bréf
Lagt fram bréf Einars V. Tryggvasonar ódags. varðandi breytingu á deiliskipulagi lóðarinnar nr. 24 við Borgartún.

Kynna formanni umhverfis- og skipulagsráðs.

2.14 Bryggjuhverfi, (fsp) minnka íbúðir og fjölga
Lögð fram fyrirspurn Björns Ólafs arkitekts dags. 14. janúar 2014 um að minnka íbúðir og fjölga í Bryggjuhverfinu.

Vísað til meðferðar hjá verkefnisstjóra.

3.14 Sóltún 1-3/Mánatún 7-17, breyting á lóð
Lögð fram umsókn Mánatúns slhf. dags. 14. janúar 2014 varðandi breytingu lóðarinnar nr. 1-3 við Sóltún / 7-17 við Mánatún. Í breytingu felst stækkun lóðarinnar vegna breyttrar aðkomu að Mánatúni 15, samkvæmt uppdr. Kanon arkitekta ehf. dags. 28. ágúst 2007 síðast breyttur 14. janúar 2014.

Vísað til meðferðar hjá verkefnisstjóra.

4.14 Sigtún 38 og 40, (fsp) uppbygging
Á fundi skipulagsfulltrúa 13. desember 2013 var lögð fram fyrirspurn Íslandshótels slf. dags. 10. desember 2013 varðandi uppbyggingu á lóðunum nr. 38 og 40 við Sigtún. Einnig er lögð fram tillaga Atelier Arkitekta hf. dags. í september 2013. Fyrirspurninni var vísað til meðferðar hjá verkefnisstjóra og er nú lögð fram að nýju.

Vísað til umhverfis-og skipulagsráðs

5.14 Almannadalur, skráning lögheimilis
Lögð fram að nýju umsókn Bjarna Jónssonar f.h. félags hesthúsaeigenda í Almannadal dags. 11. desember 2013 varðandi skráningu lögheimilis á efri hæðum hesthúsa í Almannadal. Einnig er lögð fram yfirlýsing Hestamannafélagsins Fákur dags. 18. nóvember 2013. Einnig er lögð fram umsögn skrifstofu sviðstjóra dags. 3. janúar 2014.

Umsögn skrifstofu sviðsstjóra samþykkt.

6.14 Mjódalsvegur 3, (fsp) bygging húss og fóstrun á landsvæði
Lögð fram fyrirspurn Brynjars Halldórssonar og Halldórs Lárussonar dags. 13. janúar 2014 varðandi byggingu frístundahúss á lóð nr. 3 við Mjódalsveg ásamt fóstrun á nærliggjandi landsvæði.
Vísað til umsagnar verkefnisstjóra.

7.14 Verndunarsvæði vatnsbóla, framkvæmdaleyfi á Gvendarbrunnasvæðinu
Á fundi skipulagsfulltrúa 3. janúar 2014 var lögð fram umsókn Orkuveitu Reykjavíkur dags. 2. janúar 2013 um framkvæmdaleyfi til að bora nýja vinnsluholu á Gvendarbrunnasvæðinu. Einnig er lögð fram mynd af staðsetningu vinnsluholu og verklýsing ódags. Umsókninni var vísað til meðferðar hjá verkefnisstjóra og er nú lögð fram að nýju.

Vísað til umsagnar heilbrigðiseftirlits Reykjavíkur.

8.14 Bræðraborgarstígur 10, Breyting - hækkun á risi - BN044237
Lagt fram erindi frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa frá 7. janúar 2014 þar sem sótt er um leyfi til að hækka ris þannig að hægt verði að nota það til íveru í einbýlishúsi á lóð nr. 10 við Bræðraborgarstíg. Einnig er lögð fram umsögn Minjastofnunar Íslands dags. 13. janúar 2014.
Sjá erindi BN044237 sem samþykkt var 3. júlí 2012. Stækkun: 43,1 ferm., 71,2 rúmm. Gjald kr. 9.000

Samþykkt að grenndarkynna framlagða tillögu fyrir hagsmunaaðilum að Ránargötu 45, Drafnarstíg 3, 5, Bræðraborgarstíg 8, 9 og 12.

9.14 Grettisgata 51, (fsp) viðbygging
Lögð fram fyrirspurn Róshildar Jónsdóttur dags. 16. janúar 2014 um að byggja neðanjarðar vinnustofu norðan við húsið á lóðinni nr. 51 við Grettisgötu ásamt viðbyggingu á einni hæð fyrir stigahús og vinnustofu.

Vísað til umsagnar verkefnisstjóra.

10.14 Lindargata 28-32, breyting á deiliskipulagi
Á fundi skipulagsfulltrúa 29. nóvember 2013 var lagt fram bréf Skipulagsstofnunar dags. 21. nóvember 2013 þar sem gerð er athugasemd við birtingu auglýsingar í B-deild Stjórnartíðinda. Erindinu var vísað til meðferðar hjá verkefnisstjóra og er nú lagt fram að nýju ásamt svarbréfi skipulagsfulltrúa til Skipulagsstofnunar dags. 16. janúar 2014 og lagfærðum uppdráttum Vinnustofunnar Þverá dags. 20. júní 2013, lagfært 16. janúar 2014.



11.14 Lokastígur 3, breyting á deiliskipulagi
Að lokinni grenndarkynningu er lögð fram að nýju umsókn Actactor ehf. dags. 20. nóvember 2013 varðandi breytingu á deiliskipulagi reits 1.181.2, Lokastígsreitur, vegna lóðarinnar nr. 3 við Lokastíg. Í breytingunni felst hækkun hússins, samkvæmt uppdr. THG Arkitekta ehf. dags. 5. nóvember 2013. Tillagan var grenndarkynnt frá 28. nóvember 2013 til og með 2. janúar 2014. Eftirtaldir aðilar sendu inn athugasemd: Björn Traustasonar dags. 4. desember 2013. Jafnframt barst samþykki 17 hagsmunaaðila mótt. 3. janúar 2014.

Vísað til umhverfis-og skipulagsráðs

12.14 Vesturhöfnin, breyting á deiliskipulagi
Á fundi skipulagsfulltrúa 10. janúar 2014 var lögð fram umsókn Faxaflóahafna dags. 8. janúar 2014 varðandi breytingu á deiliskipulagi Vesturhafnar vegna lóðanna nr. 1, 2, 3, 4, 5, 6, 7 og 8 við Djúpslóð. Í breytingunni felst að breyta nafni götunnar Djúpslóð í Fiskislóð, sameina lóðirnar nr. 1, 3 og 5 við Djúpslóð (Fiskislóð 33) og hækka nýtingarhlutfall lóðarinnar úr 0,5 í 1,0 og skilgreina lóð nr. 2 við Djúpslóð (Fiskislóð 42) fyrir hafnsækna starfssemi, samkvæmt uppdr. Faxaflóahafna dags. 6. janúar 2014. Umsókninni var vísað til umsagnar verkefnisstjóra og er nú lögð fram að nýju.

Kynna formanni umhverfis- og skipulagsráðs.

13.14 Eyjarslóð - uppsátur, stöðuleyfi fyrir bátaskýli
Lagt fram erindi frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa frá 14. janúar 2014 þar sem sótt er um stöðuleyfi til eins árs fyrir bátaskýli sem byggt er úr fjórum 40 feta gámum og einum 20 feta gámi og staðsett á uppsátri við Eyjarslóð á svæði Faxaflóahafna við Eyjarslóð.
Samþykki f.h. Faxaflóahafna dags. 13. maí 2013 fylgir erindinu. Stærð Bátaskýlis: 211,8 ferm., 863,7 rúmm. Gjald kr. 9.000

Vísað til umsagnar verkefnisstjóra.

14.14 Langagerði 36, Breytingar úti og inni
Að lokinni grenndarkynningu er lagt fram að nýju erindi frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa frá 26. nóvember 2013 þar sem sótt er um leyfi til að breyta innra skipulagi og útliti, þannig að komið verður fyrir nýrri flóttaleið úr kjallara, skipulag í eldhúsi verður breytt, komið verður fyrir svölum með tröppum niður í garð frá stofu, nýr gluggi settur á norðausturhlið og franskar svalir á rishæð suðvesturhliðar hússins á lóð nr. 36 við Langagerði. Einnig er lögð fram umsögn skipulagsfulltrúa dags. 29. nóvember 2013. Erindi var grenndarkynnt frá 11. desember 2013 til og með 15. janúar 2014. Engar athugasemdir bárust.
Gjald kr. 9.000

Samþykkt með vísan til viðauka um embættisafgreiðslur skipulagsfulltrúa við samþykkt um stjórn Reykjavíkurborgar.
Vísað til fullnaðarafgreiðslu byggingarfulltrúa.


15.14 Þórunnartún 4 (áður Skúlatún 4), breyting á deiliskipulagi
Lögð fram umsókn Skúlatúns 4 ehf. dags. 8. janúar 2013 varðandi breytingu á deiliskipulagi reits 1.220.0 vegna lóðarinnar nr. 4 við Þórunnartún. Í breytingunni felst aukning á byggingarmagni, samkvæmt uppdr. Gunnlaugs Jónassonar ark. dags. 8. janúar 2013.

Vísað til umsagnar verkefnisstjóra.

16.14 Austurstræti 5, (fsp) - Veitingastaður
Lagt fram erindi frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa frá 14. janúar 2014 þar sem spurt er hvort leyft yrði að innrétta veitingahús í flokki ?? á jarðhæð og í kjallara verslunar- og skrifstofuhúss á lóð nr. 5 við Aðalstræti.

Vísað til umsagnar verkefnisstjóra.

17.14 Bankastræti 11, (fsp) - Kaffihús
Á fundi skipulagsfulltrúa 10. janúar 2014 var lagt fram erindi frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa frá 7. janúar 2014 þar sem spurt er hvort leyft yrði að starfrækja veitingastað í flokki II sem sérhæfir sig í sölu á kaffi, safadrykkjum og samlokum á fyrstu hæð hússins nr. 11 við Bankastræti.Umsögn skipulagsfulltrúa vegna fyrirspurnarerindis SN130483 dags. 17. október 2012 fylgir erindinu.
Erindinu var vísað til umsagnar verkefnisstjóra og er nú lagt fram að nýju ásamt umsögn skipulagsfulltrúa dags. 16. janúar 2014.


Neikvætt, með vísan til umsagnar skipulagsfulltrúa dags. 16. janúar 2014.

18.14 Hverfisgata 82, (fsp) - Kaffihús
Á fundi skipulagsfulltrúa 10. janúar 2014 var lagt fram erindi frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa frá 7. janúar 2014 þar sem spurt er hvort leyft yrði að innrétta veitingastað í húsinu á lóðinni nr. 82 við Hverfisgötu. Erindinu var vísað til umsagnar verkefnisstjóra og er nú lagt fram að nýju ásamt umsögn skipulagsfulltrúa dags. 15. janúar 2014.

Jákvætt með vísan til umsagnar skipulagsfulltrúa dags. 15. janúar 2014.

19.14 Laugavegur 77, (fsp) veitinga- og kaffihúsarekstur
Á fundi skipulagsfulltrúa 10. janúar 2014 var lögð fram fyrirspurn Daníels Inga Þórissonar dags. 9. janúar 2014 varðandi veitinga- og kaffihúsarekstur á lóðinni nr. 77 við Laugaveg. Fyrirspurninni var vísað til umsagnar verkefnisstjóra og er nú lögð fram að nýju ásamt umsögn skipulagsfull´trúa dags. 17. janúar 2014.

Jákvætt með vísan til umsagnar skipulagsfulltrúa dags. 17. janúar 2014.

20.14 Vest.6-10A/Tryggv.18, (fsp) 6-10A Gistiheimili
Á fundi skipulagsfulltrúa 10. janúar 2014 var lagt fram erindi frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa frá 7. janúar 2014 þar sem spurt er hvort leyft yrði að starfrækja veitingastað í kjallara og gistiheimili á efri hæðum húsanna nr. 6-10 við Vesturgötu á lóðinni Vest.6-10A/Tryggv.18. Erindinu var vísað til umsagnar verkefnisstjóra og er nú lagt fram að nýju.

Kynna formanni umhverfis- og skipulagsráðs.

21.14 Grettisgata 50, (fsp) breyting á notkun
Lögð fram fyrirspurn Snæbjörns Þórs Stefánssonar dags. 16. janúar 2014 um að breyta núverandi húsnæði í fjórar íbúðir, samkvæmt uppdr. Snæbjörns Þórs Stefánssonar dags. 16. janúar 2014.

Vísað til umsagnar verkefnisstjóra.

22.14 Fossagata, breyting á skilmálum deiliskipulags norðan Fossagötu
Að lokinni grenndarkynningu er lögð fram að nýju tillaga skipulagsfulltrúa Reykjavíkur varðandi breytingu á skilmálum deiliskipulags norðan Fossagötu. Í breytingunni felst að skilmálum fyrir bílgeymslur hvað varðar þakhalla verður breytt, samkvæmt tillögu skipulagsfulltrúa Reykjavíkur dags. 30. desember 2013. Tillagan var grenndarkynnt frá 9. janúar til og með 6. febrúar 2014 en þar sem samþykki hagsmunaaðila barst er tillagan nú lögð fram að nýju.

Samþykkt með vísan til heimilda um embættisafgreiðslur skipulagsfulltrúa í viðauka við samþykkt um stjórn Reykjavíkurborgar

23.14 Gilsárstekkur 8, stækkun og breytingar
Á afgreiðslufundi skipulagsfulltrúa var lagt fram erindi frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa frá 17. desember 2013 þar sem sótt er um leyfi til þess að breyta innra fyrirkomulagi, breyta bílgeymslu í móttökuherbergi og byggja ofan á svalir á annarri hæð hússins á lóðinni nr. 8 við Gilsárstekk. Erindinu var vísað til umsagnar verkefnisstjóra og er nú lagt fram að nýju ásamt umsögn skipulagsfulltrúa dags. 10. janúar 2013.
Stækkun xx Gjald kr. 9.000

Umsögn skipulagsfulltrúa samþykkt.

24.14 Öldugata 28, Stækkun til norðurs og vesturs
Að lokinni grenndarkynningu er lagt fram að nýju erindi frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa frá 1. október 2013 þar sótt er um leyfi til að byggja viðbyggingu við norðurhlið, kjallara, tvær hæðir og ris, stækka anddyrisviðbyggingu á vesturhlið og gera svalir á þaki hennar og byggja bílskúr með verönd og garði á þaki við austurhlið einbýlishúss á lóð nr. við Öldugötu. Tillagan var grenndarkynnt frá 27. nóvember til og með 27. desember 2013. Eftirtaldir aðilar sendu athugasemdir: Áróra Pálsdóttir dags. 30. nóvember 2013, Eiríkur Dór Jónsson og Áróra Pálsdóttir dags. 18. desember 2013 og Eva Gestsdóttir, Ásta B. Jónsdóttir og Einar I. Halldórsson eigendur að Bárugötu 33 dags. 27. desember 2013.
Niðurrif: Fastanr. 200-1547 mhl. 70 merkt 0101 bílskúr 1931 17,4 ferm., viðbygging norður 11 ferm. Viðbygging til norðurs: 76,6 ferm., xx rúmm. Viðbygging til vesturs: 7 ferm., xx rúmm. Bílskúr: 30,7 ferm., xx rúmm. Samtals stækkun 114,3 ferm., xx rúmm. Gjald kr. 9.000

Vísað til umhverfis-og skipulagsráðs.

25.14 Grensásvegur 16, (fsp) - Br.á innra skipulagi
Lagt fram erindi frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa frá 14. janúar 2014 þar sem spurt er hvort leyft yrði að innrétta fyrirlestrarsal/veislusal í bakhúsi sunnan við skrifstofu- og verslunarhús á lóð nr. 16 við Grensásveg.

Ekki eru gerðar skipulagslegar athugasemdir við erindið.

26.14 Arnargata 10, breyting á deiliskipulagi
Að lokinni grenndarkynningu er lögð fram að nýju umsókn Einars Kristins Hjaltested dags. 25. október 2013 varðandi breytingu á deiliskipulagi Fálkagötureits vegna lóðarinnar nr. 10 við Arnargötu. Í breytingunni felst að byggja við húsið, samkvæmt uppdr. Andrésar Narfa Andréssonar dags. 23. október 2013. Umsókninni var frestað og vísað til meðferðar verkefnisstjóra og er nú lögð fram að nýju. Tillagan var grenndarkynnt frá 13. nóvember til og með 11. desember 2013. Eftirtaldir aðilar sendu athugasemdir: Guðrún E. Andradóttir og Gunnlaugur Ingvarsson dags. 11. desember 2013 og 8 eigendur/leigjendur í húsi nr. 23A við Fálkagötu dags. 11. desember 2013.

Vísað til umhverfis-og skipulagsráðs