Hverfisgata 18, Bankastræti 11, Hverfisgata 82, Laugavegur 77, Vest.6-10A/Tryggv.18, Arnargata 10, Höfðabakki 9, Furugrund, Almannadalur, Elliðaárdalur, Fossvogurinn, Kjalarnes, Grundarhverfi - Vallargrund, Klettagarðar 7, Sæbraut, norðan Höfða, Jafnasel 2-4, Grundarstígur 10, Nönnubrunnur 1 og Sifjarbrunnur 3, Sléttuvegur 1-3, Foldahverfi, 3. áfangi, Friggjarbrunnur 55-57, Skyggnisbraut 8-12, Dugguvogur 23, Víðimelur 35, Bíldshöfði 5A, Dofraborgir 3, Sigtún 38 og 40, Teigahverfi norðan Sundlaugavegar, Bergstaðastræti 27, Fiskislóð 43, Grettisgata 62 og Barónsstígur 20a, Hverfisgata 57, Hverfisgata 61, Veghúsastígur 7, Lokastígur 3, Vesturhöfnin, Reitur 1.131, Nýlendureitur, Gamla höfnin - Vesturbugt,

Embættisafgreiðslufundur skipulagsstjóra Reykjavíkur samkvæmt viðauka 2.4 við samþykkt um stjórn Reykjavíkurborgar.

474. fundur 2014

Ár 2014, föstudaginn 10. janúar kl. 09:15, hélt skipulagsfulltrúi Reykjavíkur 474. embættisafgreiðslufund sinn til afgreiðslu mála án staðfestingar skipulagsráðs. Fundurinn var haldinn á skrifstofu skipulagsfulltrúa Borgartúni 12 - 14, 2. hæð, Stardalur. Fundinn sátu: Björn Axelsson, Ágústa Sveinbjörnsdóttir og Marta Grettisdóttir. Eftirtaldir embættismenn kynntu mál á fundinum: Björn Ingi Edvardsson, Hildur Gunnarsdóttir, Halldóra Hrólfsdóttir, Gunnar Sigurðsson, Helga Lund, Guðlaug Erna Jónsdóttir, Margrét Þormar og Lilja Grétarsdóttir Ritari var Björgvin Rafn Sigurðarson.
Þetta gerðist:


1.14 Hverfisgata 18, (fsp) breyting á starfssemi
Lögð fram fyrirspurn Þórðar B. Bogasonar dags. 18. desember 2013 varðandi breytingu á starfssemi hússins á lóðinni nr. 18 við Hverfisgötu. Einnig er lögð fram umsögn skipulagsfulltrúa dags. 9. janúar 2014.

Ekki gerð athugasemd við erindið, sbr. þó skilyrði og leiðbeiningar sem fram koma í umsögn skipulagsfulltrúa dags. 9. janúar 2014.

2.14 Bankastræti 11, (fsp) - Kaffihús
Lagt fram erindi frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa frá 7. janúar 2014 þar sem spurt er hvort leyft yrði að starfrækja veitingastað í flokki II sem sérhæfir sig í sölu á kaffi, safadrykkjum og samlokum á fyrstu hæð hússins nr. 11 við Bankastræti.
Umsögn skipulagsfulltrúa vegna fyrirspurnarerindis SN130483 dags. 17. október 2012 fylgir erindinu.

Vísað til umsagnar verkefnisstjóra.

3.14 Hverfisgata 82, (fsp) - Kaffihús
Lagt fram erindi frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa frá 7. janúar 2014 þar sem spurt er hvort leyft yrði að innrétta veitingastað í húsinu á lóðinni nr. 82 við Hverfisgötu.

Vísað til umsagnar verkefnisstjóra.

4.14 Laugavegur 77, (fsp) veitinga- og kaffihúsarekstur
Lögð fram fyrirspurn Daníels Inga Þórissonar dags. 9. janúar 2014 varðandi veitinga- og kaffihúsarekstur á lóðinni nr. 77 við Laugaveg.

Vísað til umsagnar verkefnisstjóra.

5.14 Vest.6-10A/Tryggv.18, (fsp) 6-10A Gistiheimili
Lagt fram erindi frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa frá 7. janúar 2014 þar sem spurt er hvort leyft yrði að starfrækja veitingastað í kjallara og gistiheimili á efri hæðum húsanna nr. 6-10 við Vesturgötu á lóðinni Vest.6-10A/Tryggv.18

Vísað til umsagnar verkefnisstjóra.

6.14 Arnargata 10, breyting á deiliskipulagi
Að lokinni grenndarkynningu er lögð fram að nýju umsókn Einars Kristins Hjaltested dags. 25. október 2013 varðandi breytingu á deiliskipulagi Fálkagötureits vegna lóðarinnar nr. 10 við Arnargötu. Í breytingunni felst að byggja við húsið, samkvæmt uppdr. Andrésar Narfa Andréssonar dags. 23. október 2013. Umsókninni var frestað og vísað til meðferðar verkefnisstjóra og er nú lögð fram að nýju. Tillagan var grenndarkynnt frá 13. nóvember til og með 11. desember 2013. Eftirtaldir aðilar sendu athugasemdir: Guðrún E. Andradóttir og Gunnlaugur Ingvarsson dags. 11. desember 2013 og 8 eigendur/leigjendur í húsi nr. 23A við Fálkagötu dags. 11. desember 2013.

Vísað til umsagnar verkefnisstjóra.

7.14 Höfðabakki 9, Breytingar á lóð
Á fundi skipulagsfulltrúa 3. janúar 2014 var lagt fram erindi frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa frá 17. desember 2013 þar sem sótt er um leyfi til að breyta áður samþykktu erindi BN046249 þannig að komið er fyrir um 5 m háum stuðlabergssúlum í 10 cm djúpri tjörn í kring um súlurnar við innkeyrsluna og setja á þær merki fyrirtækjanna sem eru með aðsetur á lóðinni nr. 9 við Höfðabakka. Erindinu var vísað til umsagnar verkefnisstjóra og er nú lagt fram að nýju ásamt umsögn skipulagsfulltrúa dags. 8. janúar 2014. Gjald kr. 9.000

Neikvætt, með vísan til umsagnar skipulagsfulltrúa dags. 8. janúar 2014.

8.14 Furugrund, (fsp) - Smáhýsi
Á fundi skipulagsfulltrúa 6. desember 2013 var lagt fram erindi frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa frá 3. desember 2013 þar sem spurt er hvort byggja megi 50-60 ferm. smáhús til viðbótar 125 ferm. einbýlishúsi og 80 ferm. bílskúr á 3.137 ferm. lóð með landnúmeri 175989 við Furugrund á Kjalarnesi. Erindinu var vísað til umsagnar verkefnisstjóra og er nú lagt fram að nýju ásamt umsögn skipulagsfulltrúa dags. 12. desember 2013.

Ekki eru gerðar athugasemdir við að óskað verði eftir meðmælum Skipulagsstofnunar til erindisins með vísan til umsagnar skipulagsfulltrúa dags. 12. desember 2013.

9.14 Almannadalur, skráning lögheimilis
Á fundi skipulagsfulltrúa 13. desember 2013 var lögð fram fyrirspurn Bjarna Jónssonar f.h. félags hesthúsaeigenda í Almannadal dags. 11. desember 2013 varðandi skráningu lögheimilis á efri hæðum hesthúsa í Almannadal. Einnig er lögð fram yfirlýsing Hestamannafélagsins Fákur dags. 18. nóvember 2013. Fyrirspurninni var vísað til umsagnar skrifstofu sviðsstjóra og einnig lögð fram umsögn skrifstofu sviðstjóra dags. 3. janúar 2014.

Vísað til umhverfis-og skipulagsráðs

10.14 Elliðaárdalur, kaffihús
Á fundi skipulagsfulltrúa 6. desember 2013 var lagt fram bréf skrifstofu borgarstjóra dags. 8. ágúst 2013 ásamt erindi Sæmundar H. Sæmundssonar og Stellu Halldórsdóttur um kaffihús í Elliðaárdal. Einnig er lögð fram umsögn skipulagsfulltrúa dags. 29. ágúst 2013 og nýir uppdr. Plúsarkitekta ehf. dags. 10. október 2013. Erindinu var frestað og vísað til meðferðar hjá verkefnisstjóra og er nú lagt fram að nýju.

Kynna formanni umhverfis- og skipulagsráðs.

11.14 Fossvogurinn, útivistarsvæði fyrir sjósundiðkendur og siglingarklúbba
Á fundi skipulagsfulltrúa 13. desember 2013 var lagt fram erindi Sjósunds og sjóbaðsfélags Reykjavíkur dags. 26. apríl 2013 varðandi útivistarsvæði fyrir sjósundiðkendur og siglingarklúbba með hraðatakmörkum í Fossvoginum á hafsvæði milli Reykjavíkur og Kópavogs. Einnig er lögð umsögn ÍTR dags. 14. maí 2013 og umsögn Samgöngustofu dags. 27. nóvember 2013. Erindinu var vísað til umsagnar verkefnisstjóra. Einnig lögð fram umsögn skipulagsfulltrúa dags. 27. desember 2013.

Umsögn skipulagsfulltrúa dags. 27. desember 2013 samþykkt.

12.14 Kjalarnes, Grundarhverfi - Vallargrund, breyting á deiliskipulagi
Að lokinni auglýsingu er lögð fram að nýju umsókn Orkuveitur Reykjavíkur dags. 22. október 2013 varðandi breytingu á deiliskipulagi Grundarhverfis á Kjalarnesi, Í breytingunni felst að afmarka lóð fyrir spennustöð, samkvæmt uppdr. Orkuveitu Reykjavíkur dags. 17. október 2013. Tillagan var grenndarkynnt frá 28. nóvember 2013 til og með 2. janúar 2013. Engar athugasemdir bárust.
Samþykkt með vísan til heimilda um embættisafgreiðslur skipulagsfulltrúa í viðauka við samþykkt um stjórn Reykjavíkurborgar

13.14 Klettagarðar 7, breyting á deiliskipulagi
Að lokinni auglýsingu er lögð fram að nýju umsókn Hringrásar hf. dags. 15. október 2013 varðandi breytingu á deiliskipulagi Klettasvæðis vegna lóðarinnar nr. 7 Klettagarða. Í breytingunni felst að byggingarreytur er stækkaður til vesturs og stofnuð er ný lóð, Klettagarðar 7A, fyrir dreifistöð Orkuveitu Reykjavíkur, samkvæmt uppdr. Klöpp arkitektar/verkfræðingar ehf. dags. í september 2013. Tillagan var auglýst frá 18. nóvember 2013 til og með 6. janúar 2014. Engar athugasemdir bárust.
Samþykkt með vísan til heimilda um embættisafgreiðslur skipulagsfulltrúa í viðauka við samþykkt um stjórn Reykjavíkurborgar

14.14 Sæbraut, norðan Höfða, (fsp) innsiglingarviti
Lagt fram fyrirspurn Faxaflóahafna sf. dags. 26. nóvember 2013 varðandi tillögu að staðsetningu nýs innsiglingarvita Gömlu hafnarinnar. Staðsetning vitans yrði við Sæbraut norðan Höfða. Nýi vitinn kæmi í stað vitans í turni Sjómannaskólans.

Vísað til meðferðar hjá verkefnisstjóra.

15.14 Jafnasel 2-4, frágangur lóðar og skortur á bílastæðum
Á fundi skipulagsfulltrúa 6. desember 2013 var lagður fram tölvupóstur Jóns Valgeirs Björnssonar f.h. skrifstofu eigna og atvinnuþróunar dags. 19. nóvember 2013 ásamt bréfi Benedikts Inga Tómassonar f.h. Smágarðs ehf. dags. 2. október 2013 varðandi frágang umhverfis lóðarinnar nr. 2-4 við Jafnasel og skort á bílastæðum. Erindinu var vísað til umsagnar verkefnisstjóra og er nú lagt fram að nýju ásamt umsögn skipulagsfulltrúa dags. 10. janúar 2014.

Ekki eru gerðar skipulagslegar athugasemdir við erindið. Samræmist deiliskipulagi.

16.14 Grundarstígur 10, (fsp) veitingaleyfi í flokki II
Á fundi skipulagsfulltrúa 22. nóvember 2013 var lögð fram fyrirspurn Hannesarholts dags. 20. nóvember 2013 varðandi veitingarleyfi í flokki II í húsinu á lóðinni nr. 10 við Grundarstíg.
Kynna formanni umhverfis- og skipulagsráðs.

17.14 Nönnubrunnur 1 og Sifjarbrunnur 3, (fsp) nálægð húsa
Á fundi skipulagsfulltrúa 6. desember 2013 var lögð fram fyrirspurn Baldurs Borgþórssonar dags. 28. nóvember 2013 vegna nálægðar húsanna að Nönnubrunni 1 og Sifjarbrunni 3. Fyrirspurninni var vísað til umsagnar verkefnisstjóra og er nú lögð fram að nýju ásamt umsögn skipulagsfulltrúa dags. 9. janúar 2014.

Umsögn skipulagsfulltrúa dags. 9. janúar 2014 samþykkt.

18.14 Sléttuvegur 1-3, breyting á deiliskipulagi
Á fundi skipulagsfulltrúa 13. desember 2013 var lögð fram umsókn Húsnæðisfélags S.E.M dags. 12. desember 2013 varðandi breytingu á deiliskipulagi neðan Sléttuvegar vegna lóðarinnar nr. 1-3 við Sléttuveg. Í breytingunni felst fjölgun íbúða úr 20 í 21 og fækkun bílastæða úr 20 í 17, samkvæmt uppdr. VSÓ Rágjöf dags. 4. desember 2013.
Vísað til umhverfis-og skipulagsráðs

19.14 Foldahverfi, 3. áfangi, breyting á deiliskipulagsskilmálum
Að lokinni auglýsingu er lögð fram að nýju tillaga umhverfis- og skipulagssviðs varðandi breytingu á skilmálum deiliskipulags Foldahverfis, 3. áfanga, dags. 16. október 2013. Tillagan var auglýst frá 18. nóvember 2013 til og með 6. janúar 2014. Engar athugasemdir bárust.

Samþykkt með vísan til heimilda um embættisafgreiðslur skipulagsfulltrúa í viðauka við samþykkt um stjórn Reykjavíkurborgar

20.14 Friggjarbrunnur 55-57, Skyggnisbraut 8-12, málskot
Lagt fram málskot Hauks Guðjónssonar f.h. Skyggnisbrautar 8-12 ehf. dags. 13. desember 2013 vegna afgreiðslu skipulagsfulltrúa frá 30. ágúst 2013 varðandi hækkun nýtingarhlutfalls á lóðinni Friggjarbrunn 55-57 sem nemur b-rýmum. Einnig er lagt fram bréf Hauks Guðjónssonar dags. 6. janúar 2013 ásamt bréfi VA Arkitekta dags. 6. janúar 2014.

Vísað til umhverfis-og skipulagsráðs

21.14 Dugguvogur 23, Vinnustofa - íbúð
Á fundi skipulagsfulltrúa 3. janúar 2014 var lagt fram erindi frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa frá 17. desember 2013 þar sem sótt er um leyfi til að breyta skrifstofurými 0305 í vinnustofu listamanns með búsetumöguleika fyrir einstakling eða par sbr. fyrirspurn BN046386 og byggja svalir á suðausturhlið húss á lóð nr. 23 við Dugguvog. Erindinu var vísað til umsagnar verkefnisstjóra og er nú lagt fram að nýju ásamt umsögn skipulagsfulltrúa dags. 9. janúar 2014.
Meðfylgjandi eru samþykktir meðeigenda. Gjald kr. 9.000

Neikvætt, með vísan til umsagnar skipulagsfulltrúa dags. 9. janúar 2014.

22.14 Víðimelur 35, (fsp) breyting á notkun
Á fundi skipulagsfulltrúa 3. janúar 2014 var lögð fram fyrirspurn Guðmundar Bergmann Jónssonar dags. 16. desember 2013 um að breyta iðnaðarhúsnæði á lóðinni nr. 35 við Víðimel í íbúðarhúsnæði. Fyrirspurninni var vísað til umsagnar verkefnisstjóra og er nú lögð fram að nýju ásamt umsögn skipulagsfulltrúa dags. 9. janúar 2014.

Neikvætt, með vísan til umsagnar skipulagsfulltrúa dags. 9. janúar 2014.

23.14 Bíldshöfði 5A, málskot
Lagt fram málskot Ask Arkitekta ehf. f.h. Olíuverzlunar Ísland dags. 7. janúar 2013 vegna neikvæðrar afgreiðslu skipulagsfulltrúa frá 15. nóvember 2013 varðandi byggingarreit fyrir sjálfsafgreiðslustöð og skilti ásamt breytingu á útfærslu á bílastæðum.

Vísað til umhverfis-og skipulagsráðs

24.14 Dofraborgir 3, másskot
Lagt fram málskot Ólafs Ó. Axelssonar dags. 12. desember 2013 í umboði lóðarhafa, vegna neikvæðar afstöðu skipulagsfulltrúa á fyrirspurn lóðarhafa varðandi byggingu bílageymslu á lóðinni nr. 3 við Dofraborgir.

Vísað til umhverfis- og skipulagsráðs.

25.14 Sigtún 38 og 40, (fsp) uppbygging
Á fundi skipulagsfulltrúa 13. desember 2013 var lögð fram fyrirspurn Íslandshótels slf. dags. 10. desember 2013 varðandi uppbyggingu á lóðunum nr. 38 og 40 við Sigtún. Einnig er lögð fram tillaga Atelier Arkitekta hf. dags. í september 2013. Fyrirspurninni var vísað til meðferðar hjá verkefnisstjóra og er nú lögð fram að nýju.
Kynna formanni umhverfis- og skipulagsráðs.

26.14 Teigahverfi norðan Sundlaugavegar, deiliskipulag
Að lokinni auglýsingu er lögð fram tillaga egg arkitekta dags. 24. október 2013 að deiliskipulagi Teigahverfis norðan Sundlaugavegar. Í tillögunni sem er heildarendurskoðun felst að skýra orðalag skilmála er varða fjölda íbúða og nýtingarhlutfall í gildandi deiliskipulagi. Tillagan var auglýst frá 18. nóvember 2013 til og með 6. janúar 2014. Engar athugasemdir bárust.

Samþykkt með vísan til heimilda um embættisafgreiðslur skipulagsfulltrúa í viðauka við samþykkt um stjórn Reykjavíkurborgar

27.14 Bergstaðastræti 27, (fsp) - Klára byggingu húss
Á fundi skipulagsfulltrúa 3. janúar 2014 var lagt fram erindi frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa frá 17. desember 2013 þar sem spurt er hvort ljúka megi byggingu fjölbýlishúss úr steinsteypu skv. samþykktum teikningum frá 1945, fyrsti áfangi er þegar byggður, á lóðinni nr. 27 við Bergstaðastræti. (Timburhús á lóðinni verði flutningshús og því fundinn staður í samráði við borgaryfirvöld). Einnig er lögð fram umsögn Minjasafns Íslands dags. 9. janúar 2014. Erindinu var vísað til umsagnar verkefnisstjóra og er nú lagt fram að nýju ásamt umsögn skipulagsfulltrúa dags. 9. janúar 2014.

Umsögn skipulagsfulltrúa dags. 9. janúar 2013 samþykkt.

28.14 Fiskislóð 43, Gistiheimili - fl.3
Lagt fram erindi frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa frá 7. janúar 2014 þar sem sótt er um leyfi til að breyta skrifstofubyggingu sbr. erindi BN045264 í gististað í flokki III, gistiheimili, í húsi á lóð nr. 43 við Fiskislóð. Einnig lögð fram umsögn skipulagsfulltrúa dags. 9. janúar 2014.
Gjald kr. 9.000

Neikvætt, með vísan til umsagnar skipulagsfulltrúa dags. 9. janúar 2014.

29.14 Grettisgata 62 og Barónsstígur 20a, breyting á deiliskipulagi Njálsgötureits
Lögð fram umsókn RFL ehf. dags. 10. janúar 2014 varðandi breytingu á deiliskipulagi Njálsgötureits vegna lóðanna nr. 62 við Grettisgötu og nr. 20A við Barónsstíg. Í breytingunni felst sameining lóða og hækkun á þaki, samkvæmt uppdr. teiknistofunnar Gingi dags. desember 2013.

Vísað til umsagnar verkefnisstjóra.

30.14 Hverfisgata 57, (fsp) - Kvistur - lyfta
Á fundi skipulagsfulltrúa 3. janúar 2014 var lagt fram erindi frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa frá 12. nóvember 2013 þar sem spurt er hvort leyft yrði að innrétta íbúð á rishæð (4.h.) og koma fyrir lyftuturni að norðurhlið hússins nr. 57 við Hverfisgötu. Erindinu var frestað og er nú lagt fram að nýju. Einnig er lögð fram umsögn skipulagsfulltrúa dags. 10. janúar 2014.

Jákvætt með vísan til umsagnar skipulagsfulltrúa dags. 10. janúar 2014.

31.14 Hverfisgata 61, (fsp) - Aðkoma bílageymslu
Á fundi skipulagsfulltrúa 3. janúar 2014 var lagt fram erindi frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa frá 12. nóvember 2013 þar sem spurt er hvort leyft yrði að breyta aðkomu að fyrirhugaðri bílgeymslu í kjallara hússins nr. 61 við Hverfisgötu. Erindinu var frestað og er nú lagt fram að nýju. Einnig er lögð fram umsögn skipulagsfulltrúa dags. 10. janúar 2014.

Jákvætt með vísan til umsagnar skipulagsfulltrúa dags. 10. janúar 2014.

32.14 Veghúsastígur 7, (fsp) gluggar
Á fundi skipulagsfulltrúa 13. desember 2013 var lögð fram fyrirspurn Kristjáns Guðmundssonar dags. 10. desember 2013 um að koma fyrir gluggum á útvegg hússins á lóðinni nr. 7 við Veghúsastíg sem er á lóðarmörkum lóðarinnar nr. 28-32 við Lindargötu. Fyrirspurninni var vísað til umsagnar verkefnisstjóra og er nú lögð fram að nýju ásamt umsögn skipulagsfulltrúa dags. 13. desember 2013. Einnig er lögð fram leiðrétt umsögn skipulagsfulltrúa dags. 10. janúar 2014.

Leiðrétt bókun frá fundi skipulagsfulltrúa 3. janúar 2014 þar sem samþykkt var að grenndarkynna málið. Einnig er lögð fram leiðrétt umsögn skipulagsfulltrúa dags. 10. janúar 2014. Rétt bókun er: Ekki eru gerðar skipulagslegar athugasemdir við erindið. Sækja þarf um byggingarleyfi til byggingarfulltrúa. Samþykki aðliggjandi lóðarhafa þarf að liggja fyrir við afgreiðslu málsins.

33.14 Lokastígur 3, breyting á deiliskipulagi
Að lokinni grenndarkynningu er lögð fram að nýju umsókn Actactor ehf. dags. 20. nóvember 2013 varðandi breytingu á deiliskipulagi reits 1.181.2, Lokastígsreitur vegna lóðarinnar nr. 3 við Lokastíg. Í breytingunni felst hækkun hússins, samkvæmt uppdr. THG Arkitekta ehf. dags. 5. nóvember 2013. Tillagan var grenndarkynnt frá 28. nóvember 2013 til og með 2. janúar 2014. Eftirtaldir aðilar sendu inn athugasemd: Björn Traustasonar dags. 4. desember 2013. Jafnframt barst samþykki 17 hagsmunaaðila mótt. 3. janúar 2014.

Vísað til umsagnar verkefnisstjóra.

34.14 Vesturhöfnin, breyting á deiliskipulagi
Lögð fram umsókn Faxaflóahafna dags. 8. janúar 2014 varðandi breytingu á deiliskipulagi Vesturhafnar vegna lóðanna nr. 1, 2, 3, 4, 5, 6, 7 og 8 við Djúpslóð. Í breytingunni felst að breyta nafni götunnar Djúpslóð í Fiskislóð, sameining lóðannar nr. 1, 3 og 5 við Djúpslóð (Fiskislóð 33) og hækka nýtingarhlutfall lóðarinnar úr 0,5 í 1,0 og skilgreina lóð nr. 2 við Djúpslóð (Fiskislóð 42) fyrir hafnsækna starfssemi, samkvæmt uppdr. Faxaflóahafna dags. 6. janúar 2014.

Vísað til umsagnar verkefnisstjóra.

35.14 Reitur 1.131, Nýlendureitur, breyting á deiliskipulagi
Á fundi skipulagsfulltrúa 3. janúar 2014 var lagt fram bréf skipulagsstofnunar dags. 12. desember 2013 þar sem gerðar eru athugasemdir við að birta auglýsingu í B-deild Stjórnartíðinda ofl. Erindinu var vísað til umsagnar skrifstofu sviðsstjóra. og er nú lagt fram að nýju ásamt umsögn skrifstofu sviðsstjóra dags. 10. janúar 2014.

Samþykkt.

36.14 Gamla höfnin - Vesturbugt, breyting á deiliskipulagi
Á fundi skipulagsfulltrúa 3. janúar 2014 var lagt fram bréf skipulagsstofnunar dags. 13. desember 2013 þar sem gerðar eru athugasemdir við að birta auglýsingu í B-deild Stjórnartíðinda o.fl. Erindinu var vísað til umsagnar skrifstofu sviðsstjóra og er nú lagt fram að nýju ásamt umsögn skrifstofu sviðsstjóra dags. 10. janúar 2014.

Samþykkt.