Álfheimar 49, OLÍS,
Ánanaust 8,
Bárugata 4,
Básendi 2,
Elliðaárdalur,
Esjuhlíðar,
Fannafold 42,
Félag Múslima á Íslandi,
Guðrúnartún 8,
Hálsasel 35,
Holtsgata 7b,
Laugavegur 51,
Lokastígur 3,
Nökkvavogur 29,
Reitur 1.171.3,
Skólavörðustígur 5,
Sólvallagata 48,
Spítalastígur 8,
Starhagi 3,
Sæmundargata 15-19,
Vatnsveituvegur 50,
Vesturás 44,
Víðimelur 62,
Þjóðhildarstígur 2-6,
Embættisafgreiðslufundur skipulagsstjóra Reykjavíkur samkvæmt viðauka 2.4 við samþykkt um stjórn Reykjavíkurborgar.
457. fundur 2013
Ár 2013, föstudaginn 23. ágúst kl. 09:15 var haldinn 457. embættisafgreiðslufundur skipulagsstjóra Reykjavíkur.
Fundurinn var haldinn að Borgartúni 12-14, 2 hæð. (Stardal).Viðstaddir voru:
Þetta gerðist:
1.13 Álfheimar 49, OLÍS, breyting á deiliskipulagi
Lagt fram bréf Skipulagsstofnunar dags. 15. ágúst 2013 þar sem gerðar eru athugasemdir við birtingu auglýsingar í B-deild Stjórnartíðinda.
Vísað til umhverfis-og skipulagsráðs.
2.13 Ánanaust 8, breyting á deiliskipulagi
Lögð fram umsókn Sorpu bs. dags. 15. ágúst 2013 varðandi breytingu á deiliskipulagi reits 1.089.8 vegna lóðarinnar nr. 8 við Ánanaust. Í breytingunni felst stækkun lóðar og aukning á byggingarmagni, samkvæmt uppdr. Arkþings ehf. dags. 15. ágúst 2013.
Vísað til meðferðar hjá verkefnisstjóra.
3.13 Bárugata 4, (fsp) - Endurb.bílskúr - geymsla
Lagt fram erindi frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa 20. ágúst 2013 þar sem spurt er hvort leyft yrði að endurbyggja bílskúr sem rifinn var árið 2011 á lóðinni nr. 4 við Bárugötu. Jafnframt er spurt hvort leyft yrði að byggja stærri skúr en þann sem rifinn var. Einnig lögð fram umsögn skipulagsfulltrúa dags. 22. ágúst 2013.
Sjá einnig erindi BN042969. Bréf fyrirspyrjanda dags. 9. ágúst fylgir erindinu.
Jákvætt með vísan til umsagnar skipulagsfulltrúa dags. 22. ágúst 2013. Byggingarleyfisumsókn verður grenndarkynnt berist hún. Áskilið samþykki allra meðlóðarhafa.
4.13 Básendi 2, (fsp) - Bílskúr
Lagt fram erindi frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa frá 20. ágúst 2013 þar sem spurt er hvort leyft yrði að byggja bílskúr á lóðinni nr. 2 við Básenda.
Vísað til umsagnar verkefnisstjóra.
5.13 Elliðaárdalur, kaffihús
Á fundi skipulagsfulltrúa 16. ágúst 2013 var lagt fram bréf skrifstofu borgarstjóra dags. 8. ágúst 2013 ásamt erindi Sæmundar H. Sæmundssonar og Stellu Halldórsdóttur um kaffihús í Elliðaárdal. Erindinu var vísað til meðferðar hjá verkefnisstjóra og er nú lagt fram að nýju.
Vísað til umsagnar verkefnisstjóra.
6.13 Esjuhlíðar, farþegaferja í Esju
Á fundi skipulagsfulltrúa dags. 5. júlí 2013 var lagt fram bréf borgarstjóra f.h. borgarráðs vegna afgreiðslu borgarráðs 27. júní 2013 á erindi verkfræðistofu Jóhanns Indriðasonar dags. 24. júní 2013 þar sem óskað er eftir þremur tilteknum lóðum undir mannvirki í hlíðum Esju vegna fyrirhugaðrar farþegaferju. Borgarráð vísaði erindinu til umsagnar hjá umhverfis- og skipulagssviði, skrifstofu eigna- og atvinnuþróunar og menningar- og ferðamálasviði. Einnig lagt fram bréf verkfræðistofu Jóhanns Indriðasonar ehf. dags. 19. júní 2013. Erindinu var vísað til umsagnar verkefnisstjóra.
Kynna formanni umhverfis- og skipulagsráðs.
7.13 Fannafold 42, (fsp) breyting á deiliskipulagi
Lögð fram fyrirspurn Önnu Valdimarsdóttur og Andrésar B. Lyngberg Sigurðssonar dags. 22. ágúst 2013 um breytingu á deiliskipulagi Foldahverfis vegna lóðarinnar Fannafold 42, Reykjavík svo byggja megi salernis og sturtuaðstöðu í tengingu við útipott og verönd, sem og að byggja aðstöðu til geymslu garðverkfæra og annarra hluta er tilheyra garði og lóð skv. uppdr. verkfræðistofunnar Mönduls dags. ágúst 2013. Einnig lagt fram samþykki lóðarhafa Fannafoldar 40.
Vísað til umsagnar verkefnisstjóra.
8.13 Félag Múslima á Íslandi, Lóðarumsókn
Lagt fram erindi skrifstofu borgarstjóra dags. 13. ágúst 2013 þar sem óskað er eftir umsögn umhverfis- og skipulagssviðs á umsókn Félags múslima á Íslandi dags. 2. ágúst 2013 um lóð við Suðurlandsbraut. Einnig lögð fram umsögn skipulagsfulltrúa dags. 23. ágúst 2013.
Umsögn skipulagsfulltrúa samþykkt.
9.13 Guðrúnartún 8, (fsp) stækkun
Á fundi skipulagsfulltrúa 16. ágúst 2013 var lögð fram fyrirspurn T.ark f.h. fasteignafyrirtækisins SRE-S10 ehf., dags. 6. ágúst 2013, um mögulega stækkun á Guðrúnartúni 8 skv. uppdráttum, dags. 8. júlí 2013. Stækkunin er fjögurra hæða viðbygging vestan megin við Guðrúnartún 8. Fyrirspurninni var vísað til umsagnar verkefnisstjóra og er nú lögð fram að nýju ásamt umsögn skipulagsfulltrúa dags. 23. ágúst 2013.
Neikvætt, með vísan til umsagnar skipulagsfulltrúa dags. 23. ágúst 2013.
10.13 Hálsasel 35, (fsp) - Kvistur - svalalokun
Lagt fram erindi frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa frá 20. ágúst þar sem spurt er hvort leyfi fengist til að koma fyrir kvistum á vesturhlið og loka svölum á suðvesturhlið hússins á lóð nr. 35 við Hálsasel.
Ekki eru gerðar skipulagslegar athugasemdir við byggingu kvists. Ekki heimilt að loka svölum svo úr verði A-rými þar sem heimilt byggingarmagn er fullnýtt.
11.13 Holtsgata 7b, (fsp) nýr byggingarreitur á lóð
Á fundi skipulagsfulltrúa 16. ágúst 2013 var lögð fram fyrirspurn Gunnlaugs Jónassonar dags. 14. ágúst 2013 um byggingu 80 m2 leikskólabyggingu á lóð nr. 7b við Holtsgötu, skv. uppdrætti dags. 27. júní 2013. Fyrirspurninni var vísað til umsagnar verkefnisstjóra.
Kynna formanni umhverfis- og skipulagsráðs.
12.13 Laugavegur 51, (fsp) breyting á notkun
Lögð fram fyrirspurn Arnar Þórs Halldórssonar dags. 20. ágúst 2013 varðandi breytingu á notkun 2. og 3. hæðar hússins á lóðinni nr. 51 við Laugaveg úr atvinnuhúsnæði í íbúðarhúsnæði. Einnig lögð fram umsögn skipulagsfulltrúa dags. 21. ágúst 2013.
Jákvætt með vísan til umsagnar skipulagsfulltrúa dags. 21. ágúst 2013.
13.13 Lokastígur 3, (fsp) hækkun húss
Á fundi skipulagsfulltrúa 16. ágúst 2013 var lögð fram fyrirspurn Einars Einarssonar dags. 13. ágúst 2013 varðandi hækkun húss á lóð nr. 3 við Lokastíg. Fyrirspurninni var vísað til umsagnar verkefnisstjóra og er nú lögð fram að nýju ásamt umsögn skipulagsfulltrúa dags. 21. ágúst 2013..
Jákvætt með vísan til umsagnar skipulagsfulltrúa dags. 21. ágúst 2013.
14.13 Nökkvavogur 29, (fsp) bílskúr
Lögð fram fyrirspurn Harðar Valgeirssonar dags. 15. ágúst 2013 varðandi bílskúr á lóð nr. 29 við Nökkvavog.
Vísað til umsagnar verkefnisstjóra.
15.13 Reitur 1.171.3, Breyting á skilmálum deiliskipulags
Lögð fram tillaga umhverfis- og skipulagssviðs varðandi breytingu á skilmálum deiliskipulags reits 1.171.3, Laugavegs - og Skólavörðustígsreits. Í breytingunni felst að gera megi minniháttar breytingar á húsum samkvæmt tillögu umhverfis- og skipulagssviðs dags. 15. ágúst 2013.
Vísað til umhverfis- og skipulagsráðs.
16.13 Skólavörðustígur 5, Stækka svalir
Lagt fram erindi frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa frá 23. júlí 2013 vegna viðbótargagna umsækjanda. Sótt er um leyfi til stækkunar svala á suð-vesturhlið hússins á lóðinni nr. 5 við Skólavörðustíg.
Meðfylgjandi er bréf arkitekts dags. 9. júní 2013, umsögn Minjastofnunar Íslands dags. 13. júní 2013 og umsögn Minjasafns Reykjavíkur dags. 20. júní 2013.
Einnig fylgja samþykki lóðarhafa Skólavörðustígs 3A og bréf umsækjanda með rökstuðningi hvorutveggja ódagsett, útskrift úr gerðabók skipulagsfulltrúa frá 5. júlí 2013 og umsögn skipulagsfulltrúa dags. 5.júlí 2013. Einnig lögð fram umsögn skipulagsfulltrúa dags. 25. júlí 2013.
Gjald kr. 9.000
Leiðrétt bókun frá afgreiðslufundi skipulagsfulltrúa 16. ágúst 2013.
Rétt bókun er: Verkefnisstjóra falið að vinna tillögu að breytingu á skilmálum.
17.13 Sólvallagata 48, (fsp) breyting á jarðhæð
Lögð fram fyrirspurn DAP arkitekta ehf. f.h. Agla ehf. dags. 15. ágúst 2013 um að innrétta þrjár hótelíbúðir á jarðhæð hússins á lóðinni nr. 48 við Sólvallagötu, samkvæmt uppdr. DAP arkitekta ehf. dags. 15. ágúst 2013.
Vísað til umsagnar verkefnisstjóra.
18.13 Spítalastígur 8, breyting á deiliskipulagi
að lokinni grenndarkynningu er lögð fram umsókn Ólafs Hauks Símonarsonar dags. 11. júlí 2013 varðandi breytingu á deiliskipulagi reits 1.184.1 vegna lóðarinnar nr. 8 við Spítalastíg. Í breytingunni felst hækkun á bakbyggingu, samkvæmt uppdr. Egg arkitekta ehf. dags. 3. júlí 2013. tillagan var grenndarkynnt frá 18. júlí til og með 15. ágúst 2013. Engar athugasemdir bárust.
Samþykkt með vísan til heimilda um embættisafgreiðslur skipulagsfulltrúa í viðauka við samþykkt um stjórn Reykjavíkurborgar.
19.13 Starhagi 3, (fsp) breyting á deiliskipulagi
Lögð fram fyrirspurn lóðarhafa dags. 18. febrúar 2013 um breytingu á deiliskipulagi Starhaga vegna lóðar nr. 3. Einnig lögð fram greinargerð Arnar Þórs Halldórssonar ark. ódags.
Vísað til meðferðar verkefnisstjóra hverfisskipulags vesturbæjar.
20.13 Sæmundargata 15-19, Líftæknihús
Á fundi skipulagsfulltrúa 16. ágúst 2013 var lagt fram erindi frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa 13. ágúst 2013. Sótt er um leyfi til að byggja úr steinsteypu á þremur hæðum með inndreginni fjórðu hæð og kjallara fyrir lager og bílageymslu líftæknihús Alvogen fyrir lyfjaframleiðslu og skrifstofur á svæði Vísindagarða Háskóla Íslands á lóð nr. 15-19 við Sæmundargötu. Erindinu var vísað til meðferðar hjá verkefnisstjóra . Meðfylgjandi er bréf verkefnisstjóra skipulagsfulltrúa dags. 10.6. 2013, lýsing á starfsemi hússins (System description) dags. 30.4. 2013, bréf Skipulagsstofnunar dags. 3.4. 2012. Stærðir: Kjallari, bílgeymsla, 2.228,5 ferm., kjallari, tæknirými og geymslur 1.495,7 ferm., 1. hæð, 3.655,1 ferm., 2. hæð, 1.627 ferm., 3. hæð, 3.121,8 ferm., 4. hæð, 1.263 ferm., Samtals, 13.391,1 ferm. og 62.615,2 rúmm. Gjald kr. 9.000
Kynna formanni umhverfis- og skipulagsráðs.
21.13 Vatnsveituvegur 50, (fsp) afmörkun lóðar dælustöðvar O.R.
Lögð fram fyrirspurn Orkuveitu Reykjavíkur dags. 19. ágúst 2013 varðandi afmörkun lóðar undir dælustöð sína á Vatnsveituvegi 50 (staðfang samþykkt í byggingarnefnd 16. júlí 2013), skv. uppdrætti dags. 4. júlí 2013.
Vísað til meðferðar hjá verkefnisstjóra.
22.13 Vesturás 44, breyting á deiliskipulagi
Að lokinni grenndarkynningu er lögð fram að nýju umsókn Katrínar Þórðardóttur dags. 11. júlí 2013 varðandi breytingu á deiliskipulagi Suður Selás vegna lóðarinnar nr. 44 við Vesturás. Í breytingunni felst samþykkt á áður byggðu garðhúsi og útigeymslu ásamt stækkun á byggingarreit, samkvæmt uppdr. THG Arkitekta ehf. dags. 11. júlí 2013. Tillagan var grenndarkynnt frá 18. júlí til og með 15. ágúst 2013. Eftirtaldir aðilar sendu athugasemdir: MBB lögmannsstofa dags. 12. ágúst 2013.
Vísað til umsagnar verkefnisstjóra.
23.13 Víðimelur 62, Hækkun á risi
Lagt fram erindi frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa 20. ágúst 2013 þar sem sótt er um leyfi til að hækka ris, byggja tvo kvisti og svalir á fjölbýlishús á lóð nr. 62 við Víðimel.
Meðfylgjandi er samþykki meðeigenda á lóð, og útskrift úr gerðabók embættisafgreiðslufundar skipulagsfulltrúa frá 21. júní 2013, einnig umsögn skipulagsfulltrúa dags. 20. júní 2013, útskrift úr gerðabók skipulagsfulltrúa dags 19. júlí 2013 og umsögn skipulagsfulltrúa dags. 17. júlí 2013. Stækkun: xx ferm., xx rúmm. Gjald kr. 9.000 + 9.000
Samþykkt að grenndarkynna framlagða tillögu fyrir hagsmunaaðilum að Hringbraut 81, 83 og 85 og Víðimel 57, 59, 60, 61 og 64.
24.13 Þjóðhildarstígur 2-6, (fsp) - Viðbygging
Lagt fram erindi frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa frá 20. ágúst 2013 þar sem spurt er hvort leyft yrði að byggja um það bil 120 fermetra viðbyggingu að suðurhlið annarrar hæðar atvinnuhússins á lóðinni nr. 2-6 við Þjóðhildarstíg. Einnig lögð fram umsögn skipulagsfulltrúa dags. 22. ágúst 2013. Bréf hönnuðar dags. 8. ágúst 2013 fylgir erindinu.
Ekki eru gerðar athugasemdir við að umsækjandi láti vinna tillögu að breytingu á deiliskipulagi í samræmi við erindið, á eigin kostnað, með vísan till umsagnar skipulagsfulltrúa dags. 22. ágúst 2013. Tillagan verður grenndarkynnt þegar hún berst.