Eddufell 8, Holtsgata 7b, Skólavörðustígur 5, Elliðaárdalur, Laugardalur, Laugarásvegur 36, Vatnsveituv. Fákur, Fossaleynir 19-23, Elliðabraut 2, Grensásvegur 16A, Höfðatorg, Síðumúli 30, Bergstaðastræti 28, Guðrúnartún 8, Hafnarstræti 5, Lokastígur 3, Óðinsgata 2, Seiðakvísl 40, Skipasund 31, Ármúli 1, Blönduhlíð 9, Geirsgata 3, Granaskjól 54-58, Hólmsland, Kjalarnes, Saltvík, Laufásvegur 10, Nesvegur 44, Þingholtsstræti 23, Þingholtsstræti 23, Frakkastígsreitur 1.172.1, Fýlshólar 6, Sólheimar 27, Suðurlandsbraut 68-70, Sæmundargata 15-19, Sundahöfn, hafnargerð, Kópavogur, aðalskipulag 2012-2024,

Embættisafgreiðslufundur skipulagsstjóra Reykjavíkur samkvæmt viðauka 2.4 við samþykkt um stjórn Reykjavíkurborgar.

456. fundur 2013

Ár 2013, föstudaginn 16. ágúst kl. 09:15, hélt skipulagsfulltrúi Reykjavíkur 456. embættisafgreiðslufund sinn til afgreiðslu mála án staðfestingar skipulagsráðs. Fundurinn var haldinn á skrifstofu skipulagsfulltrúa Borgartúni 12 - 14, 2. hæð, Stardalur. Fundinn sátu: Björn Axelsson, Ágústa Sveinbjörnsdóttir og Marta Grettisdóttir. Eftirtaldir embættismenn kynntu mál á fundinum: Helga Lund, Gunnar Sigurðsson, Hildur Gunnlaugsdóttir, Guðlaug Erna Jónsdóttir, Lilja Grétarsdóttir, Valný Aðalsteinsdóttir og Margrét Þormar. Ritari var Harri Ormarsson.
Þetta gerðist:


1.13 Eddufell 8, (fsp) geymsluhúsnæði
Lögð fram fyrirspurn Hraunbrekku ehf., dags. 13. ágúst 2013 ásamt greinargerð Guðmundar Gunnlaugssonar ark., dags. s.d. um breytingu á notkun úr verslunar- og þjónustuhúsi í geymsluhúsnæði að Eddufelli 8 skv. uppdráttum, dags. 29. júlí 2013. Einnig lögð fram umsögn skipulagsfulltrúa dags. 15. ágúst 2013.

Neikvætt, með vísan til umsagnar skipulagsfulltrúa dags. 15. ágúst 2013.

2.13 Holtsgata 7b, (fsp) nýr byggingarreitur á lóð
Lögð fram fyrirspurn Gunnlaugs Jónassonar, dags. 14. ágúst 2013, um byggingu 80 m2 leikskólabyggingu á lóð nr. 7b við Holtsgötu skv. uppdrætti, dags. 27. júní 2013.
Vísað til umsagnar verkefnisstjóra.

3.13 Skólavörðustígur 5, Stækka svalir
Lagt fram erindi frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa frá 23. júlí 2013 vegna viðbótargagna umsækjanda. Sótt er um leyfi til stækkunar svala á suð-vesturhlið hússins á lóðinni nr. 5 við Skólavörðustíg.
Meðfylgjandi er bréf arkitekts dags. 9. júní 2013, umsögn Minjastofnunar Íslands dags. 13. júní 2013 og umsögn Minjasafns Reykjavíkur dags. 20. júní 2013.
Einnig fylgja samþykki lóðarhafa Skólavörðustígs 3A og bréf umsækjanda með rökstuðningi hvorutveggja ódagsett, útskrift úr gerðabók skipulagsfulltrúa frá 5. júlí 2013 og umsögn skipulagsfulltrúa dags. 5.júlí 2013. Einnig lögð fram umsögn skipulagsfulltrúa dags. 25. júlí 2013.
Gjald kr. 9.000

Samþykkt að grenndarkynna framlagða tillögu fyrir hagsmunaaðilum að Skólavörðustíg 3a, 4, 8 og 10.

4.13 Elliðaárdalur, kaffihús
Lagt fram bréf skrifstofu borgarstjóra dags. 8. ágúst 2013 ásamt erindi Sæmundar H. Sæmundssonar og Stellu Halldórsdóttur um kaffihús í Elliðaárdal. Erindinu er beint til Umhverfis- og skipulagssviðs til meðferðar.

Vísað til meðferðar hjá verkefnisstjóra.

5.13 Laugardalur, breyting á deiliskipulagi vegna safnfrístundar Holtaveg 32
Lagt fram bréf skrifstofustjóra frístundamála skóla- og frístundasviðs, dags. 8. ágúst 2013 varðandi breytingu á deiliskipulagi austurhluta Laugardals vegna lóðar nr. 32 við Holtaveg skv. uppdrætti umhverfis- og skipulagssviðs, dags. 6. ágúst 2013.

Vísað til umhverfis-og skipulagsráðs

6.13 Laugarásvegur 36, Steyptir veggir, ný verönd
Lagt fram erindi frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa 13. ágúst 2013. Sótt er um leyfi til þess að byggja verönd, koma fyrir setlaug, fjölga bílastæðum, byggja stoðveggi á lóðarmörkum og breyta fyrirkomulagi á einbýlishúsalóðinni nr. 36 við Laugarásveg.
Samþykki nágranna í húsum nr. 34 og 38 við Laugarásveg (ódags.) fylgir erindinu.
Gjald kr. 9.000

Vísað til umsagnar verkefnisstjóra.

7.13 Vatnsveituv. Fákur, (fsp) - Stækka hesthús
Á fundi skipulagsfulltrúa 28. júní 2013 var lagt fram erindi frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa frá 25. júní 2013 þar sem spurt er hvort leyfi fengist til að stækka hesthús til vesturs þannig að komið verður fyrir taðþró á fyrstu hæð og setustofu og kaffi/eldhúsaðstöðu á annarri hæð hesthússins Faxaból 9 hús 2 á lóðinni Vatnsveituvegur, Fákur. Erindinu var vísað til meðferðar hjá verkefnisstjóra og er nú lagt fram að nýju. Erindi var vísað til umsagnar Fáks og er nú lagt fram að nýju ásamt umsögn Hestamannafélagsins Fáks dags. 4. ágúst 2013. Einnig lögð fram umsögn skipulagsfulltrúa dags. 16. ágúst 2013.

Umsögn skipulagsfulltrúa dags. 16. ágúst 2013 samþykkt.

8.13 Fossaleynir 19-23, breyting á deiliskipulagi
Lögð fram að nýju umsókn Arkþings dags. 17. júlí 2013 varðandi breytingu á deiliskipulagi lóðarinnar nr. 19-23 við Fossaleyni. Í breytingunni felst stækkun lóðar, aukning á byggingarmagni, fjölgun á innkeyrslum o.fl., samkvæmt uppdrætti Arkþings dags. 17. júlí 2013.

Frestað.

9.13 Elliðabraut 2, breyting á deiliskipulagi
Að lokinni auglýsingu er lögð fram að nýju umsókn Hafsteins Guðmundssonar f.h N1 hf. dags. 21. maí 2013 varðandi breytingu á deiliskipulagi Norðlingaholts vegna bensínstöðvarlóðar að Elliðabraut 2. Sótt er um breytingu á byggingarreit og að koma fyrir annarri innkeyrslu á lóðinni, samkvæmt uppdr. Ask Arkitekta ehf. dags. 8. apríl 2013. Einnig lagt fram bréf hönnuðar dags. 21. maí 2013. Tillagan var auglýst frá 25. júní til og með 7. ágúst 2013. Engar athugasemdir bárust.

Samþykkt með vísan til heimilda um embættisafgreiðslur skipulagsfulltrúa í viðauka við samþykkt um stjórn Reykjavíkurborgar

10.13 Grensásvegur 16A, (fsp) Gistiheimili
Lagt fram erindi frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa 13. ágúst 2013. Spurt er hvort breyta megi húsnæði úr skrifstofum í gistiheimili/hótel þar sem á 2. og 3. hæð yrðu innréttuð gistiherbergi, á 1. hæð móttaka og veitingasalur og baðaðstaða með sundlaug og gufubaði í kjallara hússins á lóðinni nr. 16A við Grensásveg. Einnig lögð fram umsögn skipulagsfulltrúa dags. 16. ágúst 2013.

Jákvætt með vísan til umsagnar skipulagsfulltrúa dags. 16. ágúst 2013.

11.13 Höfðatorg, bréf Faxaflóahafna vegna innsiglingamerkja
Lagt fram bréf Faxaflóahafna, dags. 23. júlí 2013, vegna áforma um byggingu hótelturns á Höfðatorgi sem þrengt gæti að innsiglingamerkjum fyrir Gömlu höfnina frá turni Sjómannaskólans. Erindinu var vísað til meðferðar verkefnisstjóra 26. júlí 2013 og er nú lagt fram að nýju.


Frestað. Verkefnisstjóra falið að boða til fundar með Faxaflóahöfnum.

12.13 Síðumúli 30, (fsp) lóðarstækkun
Lögð fram fyrirspurn Alark arkitekta ehf. dags. 14. ágúst 2013 um stækkun lóðarinnar nr. 30 við Síðumúla skv. uppdrætti dags. 14. ágúst 2013.

Kynna formanni umhverfis- og skipulagsráðs.

14.13 Bergstaðastræti 28, Svalir og reyndarteikningar
Að lokinni grenndarkynningu er lagt fram að nýju erindi frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa frá 4. júní 21013 þar sem sótt er um leyfi fyrir nýjum svölum með tröppum út í garð, og leyfi fyrir reyndarteikningum fyrir innri breytingum á kjallara, 1. hæð, 2 hæð og ris , svo og að gera húsið að einbýlishúsi á lóð nr. 28 við Bergstaðastræti. Erindi var grenndarkynnt frá 19. júní til og með 17. júlí 2013. Eftirtaldir aðilar sendu inn athugasemdir: Stefán Ólafsson, Guðrún Finnbjarnardóttir, Ása Gunnarsdóttir, Guðjón M. Guðlaugsson og Áslaug Kamilla Haugland dags. 16. júlí 2013, Líney Skúladóttir dags. 17. júlí 2013.
Málinu var vísað til umsagnar verkefnisstjóra 26. júlí 2013 og er nú lagt fram að nýju.
Bréf frá hönnuði dags. 24. maí 2013, samþykki eigenda aðliggjandi lóða og umsögn frá Minjasafni Reykjavíkur dags. 31 maí 2013 og Minjastofnun Íslands dags. 31. maí 2013 fylgir. Gjald kr. 9.000

Vísað til umhverfis-og skipulagsráðs

16.13 Guðrúnartún 8, (fsp) stækkun
Lögð fram fyrirspurn T.ark f.h. fasteignafyrirtækisins SRE-S10 ehf., dags. 6. ágúst 2013, um mögulega stækkun á Guðrúnartúni 8 skv. uppdráttum, dags. 8. júlí 2013. Stækkunin er fjögurra hæða viðbygging vestan megin við Guðrúnartún 8.

Vísað til umsagnar verkefnisstjóra.

17.13 Hafnarstræti 5, Breytingar
Lagt fram erindi frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa 13. ágúst 2013. Sótt er um leyfi til að stækka 1. hæð með því að breyta innskoti sem er B-rými í A rými og aðlaga gangstétt að inngangi í húsið á lóð nr. 5 við Hafnarstræti. Fyrirspurn BN046245 fylgir.Stækkun: XX ferm., XX rúmm.9.000

Vísað til umsagnar skipulagsfulltrúa.

18.13 Lokastígur 3, (fsp) hækkun húss
Lögð fram fyrirspurn Einars Einarssonar, dags. 13. ágúst 2013, varðandi hækkun húss á lóð nr. 3 við Lokastíg.
Vísað til umsagnar verkefnisstjóra.

19.13 Óðinsgata 2, (fsp) rekstur fjölnota menningarrýmis
Lögð fram fyrirspurn Bjarna Sigurðssonar dags. 9. ágúst 2013 varðandi rekstur fjölnota menningarrýmis með vínveitingaleyfi auk verslunar að Óðinsgötu 2.

Vísað til umsagnar verkefnisstjóra.

20.13 Seiðakvísl 40, ný lóð sunnan við Seiðakvísl 38
Lögð fram umsókn og greinargerð Ólafar Guðnýjar Valdimarsdóttur dags. 8. ágúst 2013 varðandi breytingu á deiliskipulagi Ártúnsholts vegna lóðarinnar nr. 38 við Seiðakvísl. Í breytingunni felst að afmörkun nýrrar lóðar fyrir einbýlishús samkvæmt uppdrætti OGV dags. 12. júlí 2013.

Vísað til umsagnar verkefnisstjóra.

21.13 Skipasund 31, (fsp) byggja bilskúr
Lagt fram erindi frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa 13. ágúst 2013. Spurt er hvort leyft yrði að byggja u.þ.b. 30 fermetra bílskúr á sama stað og bílskúr sem áður stóð á lóðinni nr. 31 við Skipasund.

Vísað til umsagnar verkefnisstjóra.

22.13 Ármúli 1, breyting á deiliskipulagi
Að lokinni grenndarkynningu er lagt fram að nýju umsókn Á1 ehf. dags. 28. júní 2013 varðandi breytingu á deiliskipulagi lóðarinnar nr. 1 við Ármúla. Í breytingunni felst aukning á byggingarmagni o.fl., samkvæmt uppdr. Bj. Snæ arkitektar dags. 18. júní 2013. Erindið var grenndarkynning frá 9. júlí til og með 9. ágúst 2013.
Engar athugasemdir bárust.

Samþykkt með vísan til heimilda um embættisafgreiðslur skipulagsfulltrúa í viðauka við samþykkt um stjórn Reykjavíkurborgar

24.13 Blönduhlíð 9, Lagnakjallari
Lagt fram erindi frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa 13. ágúst 2013. Sótt er um leyfi til að byggja lagnakjallara undir bílgeymslu, sbr. erindi BN044180, ásamt tröppum með austurhlið við fjölbýlishúsið á lóð nr. 9 við Blönduhlíð.
Meðfylgjandi er samþykki meðeigenda á teikningu ásamt útskrift úr gerðabók embættisafgreiðslufundar skipulagsfulltrúa frá 9. ágúst 2013 og umsögn skipulagsfulltrúa dags. 31. júlí 2013.
Stærðir stækkun: 35,8 ferm. og 84,8 rúmm. brúttó.
Gjald kr. 9.000

Samþykkt að grenndarkynna framlagða tillögu fyrir hagsmunaaðilum að Blönduhlíð 7 og 11 og Drápuhlíð 14 og 18.

25.13 Geirsgata 3, Veitingahús
Lagt fram erindi frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa frá 23. júlí 2013. Sótt er um leyfi til að breyta nýtingu úr verðbúð í veitingahús í flokki II, þar sem núverandi gluggum og hurðum verði breytt og op í steinsteypta plötu verði stækkað og strompurinn sem var reykhússtrompur, verður lagfærður og gerður nýtanlegur, fyrir arinstæði og útigrill, koma fyrir aðstöðu fyrir 58 útigesti og inni fyrir 92 gesti, alls 150 gesti, koma fyrir sorpi og gasgeymslu á útisvæði einnig er sótt um tímabundna opnun frá 2. hæð Geirsgötu nr. 3 inn í hús á lóð nr. 3A-B í húsinu á lóðinni nr. 3 við Geirsgötu. Erindinu var vísað til umsagnar Faxaflóahafna 26. júlí 2013 og er nú lagt fram að nýju ásamt umsögn Faxaflóðahafna dags. 13. ágúst 2013. Einnig lögð fram umsögn skipulagsfulltrúa dags. 16. ágúst 2013.
Gjald kr. 9.000

Ekki gerðar skipulagslegar athugasemdir við erindið.

26.13 Granaskjól 54-58, (fsp) lóðarstækkun
Lögð fram fyrirspurn Mímis Arnórssonar, dags. 6. ágúst 2013, um stækkun lóðar nr. 54-58 við Granaskjól um 2 m til norðurs. Erindinu var vísað til umsagnar verkefnisstjóra 9. ágúst og er nú lagt fram með umsögn, dags. 14. ágúst 2013,

Neikvætt, með vísan til umsagnar skipulagsfulltrúa dags. 14. ágúst 2013.

27.13 Hólmsland, (fsp) nýbygging
Lögð fram fyrirspurn Rafnkels Sigurðssonar dags. 8. ágúst 2013 um hvort byggja megi nýtt hús í stað eldra á lóðinni Hólmsland. Einnig lögð fram umsögn skipulagsfulltrúa dags. 16. ágúst 2013.

Umsögn skipulagsfulltrúa dags. 16. ágúst 2013 samþykkt.

28.13 Kjalarnes, Saltvík, breyting á deiliskipulagi
Lögð fram umsókn, dags. 25. ágúst 2013 varðandi breytingar á deiliskipulagi Saltvíkur á Kjalarnesi. Í breytingunni felst stækkun svínasláturhúss skv. uppdrætti Tag teiknistofu, dags. 8. ágúst 2013.

Vísað til umhverfis-og skipulagsráðs

29.13 Laufásvegur 10, (fsp) - Kvistur og svalir
Á fundi skipulagsfulltrúa 21. júní 2013 var lagt fram erindi frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa frá 18. júní 2013 þar sem spurt er hvort leyft yrði að byggja kvist og svalir á vesturhlið (bakhlið) hússins á lóðinni nr. 10 við Laufásveg. Erindinu var vísað til umsagnar verkefnisstjóra og er nú lagt fram að nýju ásamt umsögn skipulagsfulltrúa dags. 13. ágúst 2013.
Erindi svipaðs efnis var samþykkt 9. apríl 1987 en komst ekki í framkvæmd.

Ekki er gerð athugasemd við erindið. Byggingarleyfisumsókn verður grenndarkynnt berist hún.

30.13 Nesvegur 44, Svalir og áðurgerðar breytingar
Að lokinni grenndarkynningu er lagt fram að nýju erindi frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa frá 18. júní 2013 þar sem sótt er um samþykki fyrir áður gerðum breytingum á innra fyrirkomulagi og leyfi til þess að síkka glugga og byggja svalir á austurhlið hússins á lóðinni nr. 44 við Nesveg. Grenndarkynning stóð yfir frá 15. júlí til 13. ágúst 2013. Engar athugasemdir bárust.
Gjald kr. 9.000

Samþykkt með vísan til viðauka um embættisafgreiðslur skipulagsfulltrúa við samþykkt um stjórn Reykjavíkurborgar.
Vísað til fullnaðarafgreiðslu byggingarfulltrúa.


32.13 Þingholtsstræti 23, (fsp) Breyta atvinnuhúsnæði í íbúð
Lagt fram erindi frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa 13. ágúst 2013. Spurt er hvort leyft yrði að breyta tannlæknastofu á annarri hæð í íbúð í húsinu á lóðinni nr. 23 við Þingholtsstræti. Einnig lögð fram umsögn skipulagsfulltrúa dags. 14. ágúst 2013.

Jákvætt með vísan til umsagnar skipulagsfulltrúa dags. 14. ágúst 2013.

33.13 Þingholtsstræti 23, (fsp) breytt notkun
Lögð fram fyrirspurn 101 Reykjavík fasteignasölu, dags. 1. ágúst 2013, varðandi breytta notkun á húsnæði merkt 010102 að Þingholtsstræti 23 úr tannlæknastofu í íbúðarhúsnæði. Erindinu var vísað til umsagnar verkefnisstjóra 9. ágúst og er nú lagt fram með umsögn, dags. 14. ágúst 2013.


Jákvætt með vísan til umsagnar skipulagsfulltrúa dags. 14. ágúst 2013.

34.13 Frakkastígsreitur 1.172.1, breyting á deiliskipulagi
Lögð fram umsókn dags. 10. maí 2013 varðandi breytingu á deiliskipulagi Frakkastígsreits, reitur 1.172.1. Í breytingunni felst tilfærsla á byggingarlínum, hækkun húsa og göngukvöð felld niður, samkvæmt uppdr. Teiknistofunnar Traðar dags. 23. maí 2013. Einnig er lögð fram greinargerð ódags. og umsagnir Minjastofnunar Íslands dags. 8. maí 2013.
Tillagan var auglýst frá 12. júní til og með 24. júlí 2013. Eftirtaldir aðilar sendu inn athugasemdir: Leigumáli ehf., dags. 23. júlí 2013, Anna Þórisdóttir, dags. 24. júlí 2013. Lagður fram tölvupóstur Hverfisráðs Miðborgar dags. 23. júlí 2013 varðandi framlengingu á athugasemdafresti. Málinu vísað til umsagnar verkefnisstjóra.
Vísað til umhverfis-og skipulagsráðs

36.13 Fýlshólar 6, (fsp) breyting eldra húss, viðbygging
Lögð fram fyrirspurn Hraunbrekku ehf. dags. 13. ágúst 2013 ásamt greinargerð Guðmundar Gunnlaugssonar ark. dags. s.d. um breytingu á eldra einbýlishúsi og gerð viðbyggingar á lóð nr. 6 við Fýlshóla skv. uppdráttum dags. 12. ágúst 2013. Einnig lögð fram umsögn skipulagsfulltrúa dags. 15. ágúst 2013.
Með vísan til umsagnar skipulagsfulltrúa dags. 15. ágúst 2013 eru ekki gerðar athugasemdir við að umsækjandi láti vinna tillögu að breytingu á deiliskipulagi í samræmi við erindið, á eigin kostnað. Tillagan verður grenndarkynnt þegar hún berst.

37.13 Sólheimar 27, (fsp) bílastæði fyrir fatlaða
Lögð fram fyrirspurn Þorbjargar Erlu Jensdóttur, dags. 22. júlí 2013, vegna þriggja sérmerkta bílastæða fyrir fatlaða framan við inngang fjölbýlishússins Sólheimar 27 skv. skissu. Erindinu var vísað til meðferðar verkefnisstjóra 26. júlí 2013 og er nú lagt fram að nýju. Einnig lögð fram umsögn skipulagsfulltrúa dags. 15. ágúst 2013.

Neikvætt, með vísan til umsagnar skipulagsfulltrúa dags.15. ágúst 2013.

38.13 Suðurlandsbraut 68-70, bréf
Á fundi skipulagsfulltrúa 5. júlí 2013 var lögð fram fyrirspurn Grundar - Markar ehf. dags. 6. júní 2013 varðandi sameiningu lóðannar nr. 68 og 70 við Suðurlandsbraut ásamt stækkun lóða og aukningu á byggingarmagni. Einnig lögð fram umsögn skipulagsfulltrúa dags. 29. júlí 2013.


Umsögn skipulagsfulltrúa dags. 29. júlí 2013 samþykkt.

39.13 Sæmundargata 15-19, Líftæknihús
Lagt fram erindi frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa 13. ágúst 2013. Sótt er um leyfi til að byggja úr steinsteypu á þremur hæðum með inndreginni fjórðu hæð og kjallara fyrir lager og bílageymslu líftæknihús Alvogen fyrir lyfjaframleiðslu og skrifstofur á svæði Vísindagarða Háskóla Íslands á lóð nr. 15-19 við Sæmundargötu.
Meðfylgjandi er bréf verkefnisstjóra skipulagsfulltrúa dags. 10.6. 2013, lýsing á starfsemi hússins (System description) dags. 30.4. 2013, bréf Skipulagsstofnunar dags. 3.4. 2012.
Stærðir: Kjallari, bílgeymsla, 2.228,5 ferm., kjallari, tæknirými og geymslur 1.495,7 ferm., 1. hæð, 3.655,1 ferm., 2. hæð, 1.627 ferm., 3. hæð, 3.121,8 ferm., 4. hæð, 1.263 ferm.,
Samtals, 13.391,1 ferm. og 62.615,2 rúmm.
Gjald kr. 9.000

Vísað til meðferðar hjá verkefnisstjóra.

40.13 Sundahöfn, hafnargerð, fyrirspurn um matsskyldu
Lögð fram niðurstaða Skipulagsstofnunar, dags. 8. ágúst 2013 varðandi matsskyldu vegna hafnargerðar í Sundahöfn utan við Klepp.

Vísað til meðferðar hjá verkefnisstjóra.

41.13 Kópavogur, aðalskipulag 2012-2024, auglýsing tillögu
Lagt fram bréf skipulagsstjóra Kópavogs, dags. 8. ágúst 2013 vegna samþykktar bæjarstjórnar Kópavogs 25. júlí 2013 að auglýsa tillögu að aðalskipulagi Kópavogs. Tillagan er í kynningu frá 9. ágúst til 20. september 2013.
Vísað til umsagnar hjá verkefnisstjóra aðalskipulags.