Dugguvogur 9-11, Geirsgata 3, Hæðargarður 16, Kjalarnes, Pósthússtræti 13-15, Freyjubrunnur 16-20, Friggjarbrunnur 55-57, Skyggnisbraut 8-12, Krosshamrar 5, Njálsgata 33B, Sólvallagata 48, Meistaravellir 9-13, Skólavörðustígur 5, Sólheimar 27, Suðurlandsbraut 12, Eirhöfði 8 - Breiðhöfði 15, Grensásvegur 12, Höfðatorg, Laugavegur 51, Njarðargata, Urðarstígur 10, Kjalarnes, Vallá, Sundahöfn, hafnargerð, Holtsgata 24, Bergstaðastræti 28, Einholt-Þverholt,

Embættisafgreiðslufundur skipulagsstjóra Reykjavíkur samkvæmt viðauka 2.4 við samþykkt um stjórn Reykjavíkurborgar.

453. fundur 2013

Embættisafgreiðslufundur skipulagsfulltrúa Reykjavíkur samkvæmt viðauka 2.4 við samþykkt um stjórn Reykjavíkurborgar. Ár 2013, föstudaginn 26. júlí kl. 09:15, hélt skipulagsfulltrúi Reykjavíkur 453. embættisafgreiðslufund sinn til afgreiðslu mála án staðfestingar skipulagsráðs. Fundurinn var haldinn á skrifstofu skipulagsstjóra Borgartúni 12 - 14, 2. hæð, Stardalur. Fundinn sátu: Björn Axelsson og Marta Grettisdóttir Eftirtaldir embættismenn kynntu mál á fundinum: Gunnar Sigurðsson, Guðlaug Erna Jónsdóttir, Helga Lund, Valný Aðalsteinsdóttir og Haraldur Sigurðsson. Ritari var Harri Ormarsson.
Þetta gerðist:


1.13 Dugguvogur 9-11, (fsp) - Ofanábygging
Lagt fram erindi frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa frá 23. júlí 2013. Spurt er hvort leyfi fengist til að byggja fjórðu hæð ofan á húsnæðið á lóð nr. 9-11 við Dugguvog. Einnig lögð fram umsögn skipulagsfulltrúa dags. 24. júlí 2013.

Neikvætt, með vísan til umsagnar skipulagsfulltrúa dags. 24. júlí 2013.

2.13 Geirsgata 3, Veitingahús
Lagt fram erindi frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa frá 23. júlí 2013. Sótt er um leyfi til að breyta nýtingu úr verðbúð í veitingahús í flokki II, þar sem núverandi gluggum og hurðum verði breytt og op í steinsteypta plötu verði stækkað og strompurinn sem var reykhússstrompur, verður lagfærður og gerður nýtanlegur, fyrir arinstæði og útigrill, koma fyrir aðstöðu fyrir 58 útigesti og inni fyrir 92 gesti, alls 150 gesti, koma fyrir sorpi og gasgeymslu á útisvæði einnig er sótt um tímabundna opnun frá 2. hæð Geirsgötu nr. 3 inn í hús á lóð nr. 3A-B í húsinu á lóðinni nr. 3 við Geirsgötu.
Gjald kr. 9.000

Vísað til umsagnar Faxaflóahafna.

3.13 Hæðargarður 16, (fsp) skipting lóðar o.fl.
Á fundi skipulagsfulltrúa 12. júlí 2013 var lögð fram fyrirspurn Alfreðs Halldórssonar dags. 9. júlí 2013 varðandi breytingu á staðsetningu og lögun byggingarreits fyrir geymsluskýli ásamt skiptingu lóðarinnar nr. 16 við Hæðargarða. Fyrirspurninni var vísað til umsagnar verkefnisstjóra og er nú lagt fram að nýju ásamt umsögn skipulagsfulltrúa dags. 24. júlí 2013.

Umsögn skipulagsfulltrúa samþykkt.

4.13 Kjalarnes, framkvæmdaleyfi
Á fundi skipulagsfulltrúa 12. júlí 2013 var lögð fram umsókn Orkuveitu Reykjavíkur dags. 5. júlí 2013 um að grafa meðfram gamla Vesturlandsveginum við Kjalarnes.
Vísað til umhverfis-og skipulagsráðs

5.13 Pósthússtræti 13-15, (fsp) - Breyta í íbúðir
Á fundi skipulagsfulltrúa 12. júlí 2013 var lagt fram erindi frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa frá 9. júlí 2013 þar sem spurt er hvort leyft yrði að breyta skrifstofurými á 2. hæð, rými 0201, í tvær íbúðir, 0201 og 0204 og koma fyrir nýjum léttbyggðum svölum á austurhlið íbúðar- og atvinnuhúss á lóð nr. 13-15 við Pósthússtræti. Erindinu var vísað til umsagnar verkefnisstjóra og er nú lagt fram að nýju ásamt umsögn skipulagsfulltrúa dags. 24. júlí 2013..
Gjald kr. 9.000

Jákvætt með vísan til umsagnar skipulagsfulltrúa dags. 24. júlí 2013.

6.13 Freyjubrunnur 16-20, stækkun á byggingarreit
Lögð fram að nýju umsókn Grafarholts ehf. dags. 18. júní 2013 varðandi stækkun á byggingarreit á lóðinni nr. 16-20 við Freyjubrunn., samkvæmt uppdr. KRark ehf. dags. 14. júní 2013. Einnig lagt fram kynningarbréf dags. 2. júlí 2013.

Vísað til umsagnar verkefnisstjóra.

7.13 Friggjarbrunnur 55-57, Skyggnisbraut 8-12, (fsp) hækkun nýtingarhlutfalls
Lögð fram fyrirspurn Kristins Ragnarssonar ark., dags. 16. júlí 2013, varðandi hækkun nýtingarhlutfalls á lóðinni Friggjarbrunn 55-57 sem nemur b-rýmum.

Vísað til umsagnar verkefnisstjóra.

8.13 Krosshamrar 5, breyting á deiliskipulagi
Að lokinni grenndarkynningu er lögð fram að nýju umsókn Atla M. Agnarssonar dags. 29. maí 2013 varðandi breytingu á deiliskipulagi Hamrahverfis vegna lóðarinnar nr. 5 við Krosshamra. Í breytingunni felst stækkun hússins, samkvæmt uppdr. Teiknistofunnar Rúm dags. 28 maí 2013. Tillagan var grenndarkynnt frá 10. júní til og með 10. júlí 2013. Eftirtaldir aðilar sendu athugsemdir: Jón Kristjánsson dags. 27. júní 2013.
Vísað til umsagnar verkefnisstjóra.

9.13 Njálsgata 33B, breyting á deiliskipulagi
Lagt fram bréf Massimo Santanicchia og Harðar Torfasonar, dags. 19. júlí 2013 varðandi málsmeðferð við deiliskipulagsbreytingu fyrir Njálsgötu 33b.
Vísað til umsagnar skrifstofu sviðsstjóra.

10.13 Sólvallagata 48, (fsp) hótelíbúðir á 1. hæð
Lögð fram að nýju fyrirspurn Agla ehf., dags. 18. júlí 2013, um hvort innrétta megi tvær til þrjár hótelíbúðir á fyrstu hæð í húsinu nr. 48 við Sólvallagötu. Einnig lögð fram umsögn skipulagsfulltrúa dags. 24. júlí 2013.

Neikvætt, með vísan til umsagnar skipulagsfulltrúa dags. 24. júlí 2013.

11.13 Meistaravellir 9-13, Klæðning - svalalokun
Lagt fram að nýju erindi frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa frá 16. júlí 2013 þar sem sótt er um leyfi til þess að byggja svalalokanir og klæða með sléttri álklæðningu suðurhlið hússins á lóðinni nr. 9-13 við Meistaravelli. Einnig lögð fram umsögn skipulagsfulltrúa dags. 24. júlí 2013.
Erindi fylgir umsögn burðarvirkishönnuðar dags. 6. júlí 2013, viðgerðartillögur frá Verksýn dags. í mars 2013, minnisblað frá verkfræðistofunni EFLU dags. 14. mars 2013, fundargerð húsfélagsins dags. 6. nóvember 2012 og samþykki eigenda dags. 19. október 2012. Stækkun: xx ferm., xx rúmm. Gjald kr. 9.000

Umsögn skipulagsfulltrúa samþykkt.

12.13 Skólavörðustígur 5, Stækka svalir
Lagt fram erindi frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa frá 23. júlí 2013 vegna viðbótargagna umsækjanda. Sótt er um leyfi til stækkunar svala á suð-vesturhlið hússins á lóðinni nr. 5 við Skólavörðustíg.
Meðfylgjandi er bréf arkitekts dags. 9. júní 2013, umsögn Minjastofnunar Íslands dags. 13. júní 2013 og umsögn Minjasafns Reykjavíkur dags. 20. júní 2013.
Einnig fylgja samþykki lóðarhafa Skólavörðustígs 3A og bréf umsækjanda með rökstuðningi hvorutveggja ódagsett, útskrift úr gerðabók skipulagsfulltrúa frá 5. júlí 2013 og umsögn skipulagsfulltrúa dags. 5.júlí 2013. Einnig lögð fram umsögn skipulagsfulltrúa dags. 25. júlí 2013.
Gjald kr. 9.000

Ekki gerðar athugasemdir við erindið með vísan til umsagnar skipulagsfulltrúa dags. 25. júlí 2013.

13.13 Sólheimar 27, (fsp) bílastæði fyrir fatlaða
Lögð fram fyrirspurn Þorbjargar Erlu Jensdóttur, dags. 22. júlí 2013, vegna þriggja sérmerkta bílastæða fyrir fatlaða framan við inngang fjölbýlishússins Sólheimar 27 skv. skissu.

Vísað til meðferðar verkefnisstjóra.

14.13 Suðurlandsbraut 12, Breyting úti
Lagt fram að nýju erindi frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa frá 16. júlí 2013 þar sem sótt er um leyfi til að breyta bílastæðum þannig að þeim verður fækkað um 12 og komið er fyrir aðstöðu fyrir rútur, leigubíla og tveimur bílastæðum fyrir fatlaða á lóð nr. 12 við Suðurlandsbraut. Einnig lögð fram umsögn skipulagsfulltrúa dags. 24. júlí 2013.
Bréf frá hönnuði dags. 5. júlí 2013 fylgir erindi. Gjald kr. 9.000

Ekki eru gerðar athugasemdir við að umsækjandi láti vinna tillögu að breytingu á deiliskipulagi með vísan til umsagnar skipulagsfulltrúa dags. 24. júlí 2013, á eigin kostnað. Tillagan verður grenndarkynnt þegar hún berst.

15.13 Eirhöfði 8 - Breiðhöfði 15, (fsp) hlið
Lögð fram fyrirspurn Norðurfara, dags. 22. júlí 2013, varðandi m.a. hlið að lóðunum Eirhöfði 8 - Breiðhöfði 15 og Eirhöfði 2-4.
Vísað til umsagnar verkefnisstjóra.

16.13 Grensásvegur 12, (fsp) ofanábygging og br. á notkun
Á fundi skipulagsfulltrúa var lögð fram fyrirspurn Gunnlaugs Jónassonar og Ómars Einarssonar dags. 11. júlí 2013 varðandi litlar íbúðir í húsinu á lóð nr. 12 við Grensásveg ásamt aukningu á nýtingarhlutfalli vegna ofanábyggingar, samkvæmt tillögu Teikning.is dags. 11. júlí 2013. Fyrirspurninni var vísað til umsagnar verkefnisstjóra og er nú lögð fram að nýju ásamt umsögn skipulagsfulltrúa dags. 24. júlí 2013.

Neikvætt, með vísan til umsagnar skipulagsfulltrúa dags. 24. júlí 2013.

17.13 Höfðatorg, bréf Faxaflóahafna vegna innsiglingamerkja
Lagt fram bréf Faxaflóahafna, dags. 23. júlí 2013, vegna áforma um byggingu hótelturns á Höfðatorgi sem þrengt gæti að innsiglingamerkjum fyrir Gömlu höfnina frá turni Sjómannaskólans.

Vísað til meðferðar hjá verkefnisstjóra.

18.13 Laugavegur 51, (fsp) gistiheimili
Lögð fram fyrirspurn Arnar Þórs Halldórssonar, dags. 18. júlí 2013 varðandi breytingu á nýtingu 2. hæðar og hluta 3. hæðar í húsi nr. 51 við Laugaveg úr skrifstofuhúsnæði í gistiheimili skv. uppdrætti, dags. 15. júlí 2013.
Ekki gerðar skipulagslegar athugasemdir við erindið.

19.13 Njarðargata, (fsp) bílastæði gegnt Þórsgötu 24-28
Lögð fram fyrirspurn Sunnugistingar ehf., dags. 23. júlí 2013, varðandi skammtímastæði við Njarðargötu gegnt Þórsgötu 24-28.

Vísað til umsagnar samgöngudeildar umhverfis- og skipulagssviðs. Óskað er eftir að umsögnin liggi fyrir eigi síðar en 8. ágúst n.k.

20.13 Urðarstígur 10, (fsp) klæðning og hækkun
Lögð fram fyrirspurn AGH eigna, dags. 19. júlí 2013, varðandi klæðningu á hús nr. 10 við Urðarstíg skv. uppdrætti Reynis Sæmundssonar ark., dags. 25. júní 2013. Einnig er lögð fram umsögn skipulagsfulltrúa dags. 23. júlí 2013.

Neikvætt með vísan til umsagnar skipulagsfulltrúa dags. 23. júlí 2013.

21.13 Kjalarnes, Vallá, hænsnahús
Lagt fram bréf Lögmanna Lækjargötu ehf. dags. 17. maí 2013 varðandi leyfi til byggingar hænsnahúss í landi Vallá á Kjalarnesi samkvæmt ákvæði til bráðabirgða 1 við skipulagslög nr. 123/2010. Á fundi umhverfis- og skipulagsráðs 19. júní 2013 var samþykkt að óska eftir meðmælum Skipulagsstofnunnar fyrir framkvæmdinni í samræmi við 1. tl. ákvæðis til bráðabirgða í skipulagslögum nr. 123/2010. Erindi er lagt fram að nýju ásamt bréfi Skipulagsstofnunar dags. 17. júlí 2013.

Vísað til meðferðar verkefnisstjóra.

22.13 Sundahöfn, hafnargerð, fyrirspurn um matsskyldu
Lagt fram að nýju bréf Skipulagsstofnunar, dags. 12. júlí 2013, þar sem óskað er umsagnar umhverfis- og skipulagssviðs um greinargerð Verkís, dags. 10. s.m. varðandi matsskyldu vegna hafnargerðar í Sundahöfn sbr. 6. gr. laga nr. 106/2000 m.s.b. og 11. gr. reglugerðar nr. 1123/2005 um mat á umhverfisáhrifum.. Einnig lögð fram umsögn umhverfis -og skipulagssviðs dags. 25. júlí 2013.
Umsögn umhverfis- og skipulagssviðs dags. 25. júlí 2013 samþykkt.

23.13 Holtsgata 24, Endurn. á BN043534
Að lokinni grenndarkynningu er lagt fram að nýju erindi frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa frá 11. júní 2013 þar sem sótt er um endurnýjun á erindi BN043534 sem fjallar um að byggja tvo kvisti á bakhlið og innrétta þar vinnuherbergi í fjölbýlishúsi á lóð nr. 24 við Holtsgötu. Grenndarkynning stóð yfir frá 21. júní til 19. júlí 2013. Engar athugasemdir bárust.
Erindið var samþykkt 22.11. 2011 og var grenndarkynnt þá, engar athugasemdir bárust, samþykki meðeigenda fylgdi með.
Gjald kr. 9.000


Samþykkt með vísan til viðauka um embættisafgreiðslur skipulagsfulltrúa við samþykkt um stjórn Reykjavíkurborgar.
Vísað til fullnaðarafgreiðslu byggingarfulltrúa.


24.13 Bergstaðastræti 28, Svalir og reyndarteikningar
Að lokinni grenndarkynningu er lagt fram að nýju erindi frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa frá 4. júní 21013 þar sem sótt er um leyfi fyrir nýjum svölum með tröppum út í garð, og leyfi fyrir reyndarteikningum fyrir innri breytingum á kjallara, 1. hæð, 2 hæð og ris , svo og að gera húsið að einbýlishúsi á lóð nr. 28 við Bergstaðastræti. Erindi var grenndarkynnt frá 19. júní til og með 17. júlí 2013. Eftirtaldir aðilar sendu inn athugasemdir: Stefán Ólafsson, Guðrún Finnbjarnardóttir, Ása Gunnarsdóttir, Guðjón M. Guðlaugsson og Áslaug Kamilla Haugland dags. 16. júlí 2013, Líney Skúladóttir dags. 17. júlí 2013,
Bréf frá hönnuði dags. 24. maí 2013, samþykki eigenda aðliggjandi lóða og umsögn frá Minjasafni Reykjavíkur dags. 31 maí 2013 og Minjastofnun Íslands dags. 31. maí 2013 fylgir. Gjald kr. 9.000

Vísað til umsagnar verkefnisstjóra.

25.13 Einholt-Þverholt, deiliskipulag
Að lokinni hagsmunaaðilakynningu er lögð fram að nýju tillaga að deiliskipulagi samkvæmt uppdrætti og greinargerð Ask arkitekta dags. 26. júní 2013. Einnig lagður fram skýringaruppdráttur dags. 26. júní 2013. Svæðið afmarkast af Einholti, Háteigsvegi, Þverholti og Stórholti. Tillagan var hagsmunaaðilakynnt frá 5. til 18. júlí 2013. Athugasemdir sendu: Sigurður A. Sigurðsson og Árný L. Sigurðardóttir, dags. 8. júlí 2013, Þórarinn Hauksson dags. 9., 10. og 12. júlí 2013, Eygló Guðjónsdóttir og Magnús Steinarsson dags. 18. júlí 2013.

Vísað til meðferðar hjá verkefnisstjóra.