Austurbakki 2, Tónlistarhús,
Rauðarárholt v/ Brautarholt 7,
Bárugata 30,
Grandagarður 15-37,
Lindargata 14,
Njálsgata 78,
Skólastræti 3,
Vesturgata 2,
Álftamýri 7-9,
Ármúli 1,
Stuðlasel 25,
Eldshöfði 10,
Köllunarklettsvegur,
Grundarhverfi,
Gullinbrú, hljóðmön,
Stóragerði 40,
Birkimelur, blómatorgið,
Ferjuvogur 2, Vogaskóli,
Grensásvegur 1,
Krosshamrar 5,
Láland 18-24,
Kvosin, Landsímareitur,
Skipholt 15,
Básendi 2,
Fjólugata 21,
Grandagarður 16,
Grensásvegur 24,
Fossaleynir 19-23,
Laugavegur 18B,
Miklabraut 68,
Starmýri 2,
Súðarvogur,
Embættisafgreiðslufundur skipulagsstjóra Reykjavíkur samkvæmt viðauka 2.4 við samþykkt um stjórn Reykjavíkurborgar.
445. fundur 2013
Ár 2013, föstudaginn 31. maí kl. 09:25, hélt skipulagsfulltrúi Reykjavíkur 445. embættisafgreiðslufund sinn til afgreiðslu mála án staðfestingar skipulagsráðs. Fundurinn var haldinn á skrifstofu skipulagsstjóra Borgartúni 12 - 14, 2. hæð, Stardalur.
Fundinn sátu: Ágústa Sveinbjörnsdóttir, Marta Grettisdóttir.
Eftirtaldir embættismenn kynntu mál á fundinum:, Hildur Gunnlaugsdóttir, Björn Ingi Edvardsson, Margrét Þormar, Helga Lund, Lilja Grétarsdóttir, Guðlaug Erna Jónsdóttir og Valný Aðalsteinsdóttir.
Ritari var Harri Ormarsson
Þetta gerðist:
1.13 Austurbakki 2, Tónlistarhús, (fsp) breyting á notkun
Lögð fram fyrirspurn Kristins Arnar Kjartanssonar dags. 30. maí 2013 varðandi breytingu á notkun fyrirhugaðs húss á lóð nr. 2 við Austurbakka.
Vísað til umsagnar verkefnisstjóra.
2.13 Rauðarárholt v/ Brautarholt 7, breyting á deiliskipulagi
Að lokinni auglýsingu er lögð fram breyting á deiliskipulagi Rauðarárholts v/ lóðarinnar nr. 7 við Brautarholt dags. 16. nóvember 2012. Í breytingunni felst að horfið er frá atvinnustarfsemi/ stofnun á lóðinni nr. 7 við Brautarholt, en þess í stað rísi á lóðinni byggingar sem hýsi litlar íbúðir / einingar fyrir stúdenta samkvæmt uppdrætti Arkþing dags. 16. nóvember 2012. Einnig er lagður fram skýringaruppdráttur dags. 16. nóvember 2012. Tillagan var hagsmunaaðilakynnt og stóð kynningin til 23. janúar 2013, athugasemdir og ábendingar bárust. Tillagan var auglýst frá 27. mars til og með 13. maí 2013. Tillagan var einnig kynnt hagsmunaðilum á auglýsingatíma.. Eftirtaldir aðilar sendu athugasemdir: Jón Ágúst Ragnarsson dags. 29. apríl 2013, Snorri Waage dags. 1. maí 0213, Símon S. Wiium dags. 8. maí 2013, Friðjón Bjarnason og Hrafnhildur Valdimarsdóttir dags. 9. maí 2013, Húsfélag Ásholti 2 - 42 dags. 9. maí 2013, Anna E. Ásgeirsdóttir dags. 10. maí 2013, Ingibjörg Pétursdóttir dags. 12. maí 2013, Húsfélagið Brautarholti 8 dags. 12. maí 2013, Iðnmennt, Heiðar Ingi Svansson dags. 12. maí 2013, Bjarni M. Jónsson og Þóra dags. 12. maí 2013, T.ark f.h. eigenda að Brautarholti 6, 3 hæð ásamt rekstraraðilum á sömu hæð dags. 13. maí 2013, íbúar að Ásholti 20 dags. 13. maí 2013, Hvíta húsið dags. 13. maí 2013, 44 íbúar og aðstandendur húsfélagsins Ásholti 2-42 mótt. 13. maí 2013, Ása S. Atladóttir dags. 14. maí 2013, Finnbogi Sveinbjörnsson dags. 16. maí 2013 og Fríða Björg Þórarinsdóttir dags. 20. maí 2103.
Athugasemdir kynntar.
Vísað til umhverfis- og skipulagsráðs.
3.13 Bárugata 30, (fsp) ofanábygging
Á fundi skipulagsfulltrúa 24. maí 2013 var lögð fram fyrirspurn Maríu Elísabetar Pallé dags. 23. maí 2013 um að byggja hæð og ris ofan á húsið á lóðinni nr. 30 við Bárugötu. Fyrirspurninni var vísað til umsagnar verkefnisstjóra og er nú lögð fram að nýju ásamt umsögn skipulagsfulltrúa dags. 30. maí 2013.
Jákvætt að byggja ofan á húsið, sbr. þó skilyrði og leiðbeiningar sem fram koma í umsögn skipulagsfulltrúa dags. 30. maí 2013.
4.13 Grandagarður 15-37, 23 - Veitingastaður
Lagt fram erindi frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa frá 28. maí 2013 þar sem sótt er um leyfi til að innrétta veitingastað í flokki II í verbúð nr.23 á lóð nr. 15-37 við Grandagarð.
Stækkun xx ferm. (milliloft) Gjald kr. 9.000
Vísað til umsagnar verkefnisstjóra.
5.13 Lindargata 14, (fsp) - Breyta í íbúð
Lagt fram erindi frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa frá 28. maí 2013 þar sem spurt er hvort leyft yrði að breyta 1. hæð hússins sem í dag er skráð sem iðnaðarhúsnæði í íbúð í húsinu á lóð nr. 14 við Lindargötu.
Vísað til umsagnar verkefnisstjóra.
6.13 Njálsgata 78, (fsp) - Hækka þak
Á fundi skipulagsfulltrúa 24. maí 2013 var lagt fram erindi frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa frá 21. maí 2013 þar sem spurt er hvort leyft yrði að hækka rishæð og setja svalir á suðurhlið sömu hæðar hússins á lóðinni nr. 78 við Njálsgötu. Erindinu var vísað til umsagnar verkefnisstjóra og er nú lagt fram að nýju ásamt umsögn skipulagsfulltrúa dags. 27. maí 2013.
Ekki gerð athugasemd við erindið, sbr. þó skilyrði og leiðbeiningar sem fram koma í umsögn skipulagsfulltrúa dags. 27. maí 2013.
7.13 Skólastræti 3, 3B - vinnustofur listamanna
Á fundi skipulagsfulltrúa 24. maí 2013 var lagt fram erindi frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa frá 21. maí 2013 þar sem sótt er um leyfi til þess að lækka botnplötu, endurbyggja framhlið og stækka hús nr. 3B á lóðinni nr. 3 við Skólastræti. Jafnframt er sótt um að innrétta vinnustofur fyrir fjóra listamenn í húsinu. Erindinu var vísað til umsagnar verkefnisstjóra og er nú lagt fram að nýju ásamt umsögn skipulagsfulltrúa dags. 30. maí 2013..
Samþykki meðlóðarhafa (á teikn.) fylgir erindinu. Ný skráningartafla fylgir erindinu. Umsagnir Minjastofnunar Íslands dags 15. maí 2013 og Minjasafns Reykjavíkur dags. 21. maí 2013 fylgja erindinu.
Stærð: Stækkun xx ferm. og xx rúmm. Gjald kr. 9.000 + xx
Umsögn skipulagsfulltrúa samþykkt.
8.13 Vesturgata 2, (fsp) Bryggjuhúsið og gönguleið að Listasafni Reykjavíkur
Á fundi skipulagsfulltrúa 10. maí 2013 var lögð fram fyrirspurn Hjörleifs Stefánssonar f.h. Fjelagsins dags. 9. apríl 2013 varðandi endurbætur á húsinu nr. 2 við Vesturgötu, gamla bryggjuhúsinu og gönguleið að Listasafni Reykjavíkur. Fyrirspurninni var vísað til umsagnar hjá verkefnisstjóra.
Kynna formanni umhverfis- og skipulagsráðs.
9.13 Álftamýri 7-9, (fsp) - 7 - Gistiheimi
Á fundi skipulagsfulltrúa 24. maí 2013 var lagt fram erindi frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa frá 21. maí 2013 þar sem spurt er hvort innrétta megi gistiheimili eða gistiskála í kjallara, á 1. og 2. hæð í skrifstofuhúsi á lóð nr. 7-9 við Álftamýri. Erindinu var vísað til umsagnar hjá verkefnisstjóra og er nú lagt fram að nýju ásamt umsögn skipulagsfulltrúa dags. 28. maí 2013.
Ekki gerðar skipulagslegar athugasemdir við erindið, sbr. umsögn skipulagsstjóra dags. 28. maí 2013.
10.13 Ármúli 1, Viðbygging, breyting inni, breyting úti
Lagt fram erindi frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa frá 28. maí 2013 þar sem sótt er um leyfi til að færa út inndregna neðri hæð austan við stigahús, breyta innra skipulagi hæða og koma fyrir mötuneyti í kjallara sem mun þjónusta skrifstofuhæðir hússins á lóð nr. 1 við Ármúla.
umsögn burðarvirkishönnuðar dags. 6. apríl 2013 fylgir Stækkun: 89,3 ferm., 375,1 rúmm. Gjald kr. 9.000
Vísað til umsagnar verkefnisstjóra.
11.13 Stuðlasel 25, (fsp) - Sólskáli á svölum
Lagt fram erindi frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa frá 28. maí 2013 þar sem spurt er hvort leyft yrði að byggja sólskála sem verður 3,150 X 6,8 metrar ofan á suð-vestur svalir hússins á lóð nr. 25 við Stuðlasel.
Teikningar af sólskála fylgir.
Vísað til umsagnar verkefnisstjóra.
12.13 Eldshöfði 10, (fsp) geymsluhúsnæði
Á fundi skipulagsfulltrúa 17. maí 2013 var lögð fram fyrirspurn Eignarhaldsfélagsins Partur ehf. dags. 14. maí 2013 varðandi byggingu geymsluhúsæðis á lóðinni nr. 10 við Eldshöfða. Fyrirspurninni var vísað til meðferðar hjá verkefnisstjóra og er nú lagt fram að nýju.
Ekki eru gerðar athugasemdir við erindið. Samræmist deiliskipulagi.
13.13 Köllunarklettsvegur, uppbygging
Á fundi skipulagsfulltrúa 17. maí 2013 var lagt fram bréf Hannesar Sigurðssonar sérfræðings Fullnustueigna/Hömlur ehf. dags. 20. mars 2013 varðandi samstarf um gerð nýs skipulags við Köllunarklettsveg. Erindinu var vísað til meðferðar hjá verkefnisstjóra og er nú lagt fram að nýju.
Erindinu er vísað til meðferðar í vinnu við gerð hverfisskipulags.
14.13 Grundarhverfi, (fsp) aðstaða fyrir fjarskiptabúnað
Á fundi skipulagsfulltrúa 26. apríl 2013 var lögð fram fyrirspurn Fjarskipta hf. dags. 16. apríl 2013 varðandi aðstöðu fyrir fjarskiptabúnað við Grundarhverfi á Kjalarnesi. Erindi var vísað til umsagnar hverfisráðs Kjalarness af fundi skipulagsfulltrúa 26. apríl 2013 og er nú lagt fram að nýj u ásamt bókun Hverfisráðs Kjalarness dags. 23. maí 2013, sent 30. maí 2013. Einnig lögð fram umsögn skipulagsfulltrúa dags.31. maí 2013.
Neikvætt, með vísan til umsagnar skipulagsfulltrúa dags. 31. maí 2013.
15.13 Gullinbrú, hljóðmön, (fsp) framlenging
Á fundi skipulagsfulltrúa 24. maí 2013 var lögð fram fyrirspurn Freys Ketilssonar dags. 22. maí 2013 varðandi framlengingu hljóðmanar við Gullinbrú að gatnamótum Hallsvegar, Strandvegar og Gullinbrúar. Fyrirspurninni var vísað til umsagnar verkefnisstjóra og er nú lögð fram að nýju ásamt umsögn skipulagsfulltrúa dags. 28.mai 2013.
Neikvætt, með vísan til umsagnar skipulagsfulltrúa dags. 28. maí 2013.
17.13 Stóragerði 40, staðsetning grenndargáma
Lagt fram bréf Örlygs Þórðarsonar f.h. húsfélagsins Stóragerði 42 dags. 2. maí 2013 varðandi hentugri stað fyrir grenndargáma sem staðsettir eru á lóðinni nr. 40 við Stóragerði.
Frestað
Vísað til meðferðar hjá verkefnisstjóra.
21.13 Birkimelur, blómatorgið, (fsp) byggja út fyrir byggingarreit
Lögð fram fyrirspurn Magnúsar Skúlasonar arkitekts, dags. 24. maí 2013 um að byggja út fyrir byggingarreit lóðarinnar nr. 3 við Birkimel, Blómatorgið.
Vísað til umsagnar verkefnisstjóra.
22.13 Ferjuvogur 2, Vogaskóli, breyting á deiliskipulagi
Að lokinni auglýsingu er lagt fram að nýju erindi umhverfis- og skipulagssviðs, frumathugana mannvirkja deildar, varðandi breytingu á deiliskipulagi Vogaskóla. Í breytingunni felst heimild til að breyta hluta bílakjallara í skólarými og fækka bílastæðum samkv. uppdrætti Glámu -Kím dags. 14. mars 2013. Tillagan var auglýst frá 10. apríl til og með 23. maí 2013. Engar athugasemdir bárust.
Samþykkt með vísan til heimilda um embættisafgreiðslur skipulagsfulltrúa í viðauka við samþykkt um stjórn Reykjavíkurborgar
23.13 Grensásvegur 1, (fsp) aukning á byggingarmagni o.fl.
Lögð fram fyrirspurn Mannvits ehf. dags. 28. maí 2013 varðandi aukningu á byggingarmagni lóðarinnar nr. 1 við Grensásveg og draga úr bílastæðafjölda. Einnig er lögð fram tillaga Mannvits dags. maí 2013.
Kynna formanni umhverfis- og skipulagsráðs.
24.13 Krosshamrar 5, breyting á deiliskipulagi
Lögð fram umsókn Atla M. Agnarssonar dags. 29. maí 2013 varðandi breytingu á deiliskipulagi Hamrahverfis vegna lóðarinnar nr. 5 við Krosshamra. Í breytingunni felst stækkun hússins, samkvæmt uppdr. Teiknistofunnar Rúm dags. 28 maí 2013
Samþykkt að grenndarkynna framlagða tillögu fyrir hagsmunaaðilum að Krossahömrum 1, 3, 7 og 9.
26.13 Láland 18-24, breyting á deiliskipulagi
Lögð fram að nýju umsókn Stefaníu Sigfúsdóttur og Gísla Vals Guðjónssonar dags. 17. apríl 2013 varðandi breytingu á deiliskipulagi Fossvogshverfis, svæði 3, vegna lóðarinnar nr. 18-24 við Láland. Í breytingunni felst stækkun á byggingarreit, samkvæmt uppdr. VA arkitekta ehf. dags. 17. apríl 2013. Einnig er lagt fram samþykki meðlóðarhafa ódags. Tillagan var send í grenndarkynningu sem ljúka á 26. júní 2013 og er umsókn nú lögð fram að nýju ásamt samþykki hagsmunaaðila dags. 29. maí 2013.
Þar sem samþykki hagsmunaaðila liggur fyrir er tillagan samþykkt með vísan til heimilda um embættisafgreiðslur skipulagsfulltrúa í viðauka við samþykkt um stjórn Reykjavíkurborgar svo og 3. mgr. 44. gr. skipulagslaga.
27.13 Kvosin, Landsímareitur, breyting á deiliskipulagi Kvosarinnar
Lagður fram tölvupóstur Þóru Andrésdóttur dags. 29. maí 2013 þar sem óskað er eftir framlengingu á athugsemdarfresti.
Kynna formanni umhverfis- og skipulagsráðs.
27.13 Skipholt 15, (fsp) breyting á notkun
Lögð fram fyrirspurn 105 fasteigna ehf. dags. 24. maí 2013 varðandi breytingu á notkun hússins á lóðinni nr. 15 við Skipholt úr atvinnuhúsnæði í íbúðarhúsnæði.
Vísað til umsagnar verkefnisstjóra.
28.13 Básendi 2, (fsp) - Hækka þak
Lagt fram erindi frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa frá 28. maí 2013 þar sem spurt er hvort hækka megi þak og byggja svalir á miðju þaki til samræmis við Básenda 4 á húsi á lóð nr. 2 við Básenda.
Vísað til umsagnar verkefnisstjóra.
29.13 Fjólugata 21, Svalalokun
Á fundi skipulagsfulltrúa 24. maí 2013 var lagt fram erindi frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa frá 21. maí 2013 þar sem sótt er um leyfi til þess að byggja sólskýli á nyrðri svölum á vesturhlið fyrstu hæðar hússins á lóðinni nr. 21 við Fjólugötu. Erindinu var vísað til umsagnar hjá verkefnisstjóra og er nú lagt fram að nýju ásamt umsögn skipulagsfulltrúa dags. 31. maí 2013.
Samþykki meðeiganda (á teikn.) fylgir erindinu. Stærð: Svalaskýli 4,3 ferm. og 10,3 rúmm. Gjald kr. 9.000 + 927
Neikvætt, með vísan til umsagnar skipulagsfulltrúa dags.31. maí 2013.
30.13 Grandagarður 16, Breyting 1.og 2.hæð - svalir
Á fundi skipulagsfulltrúa 24. maí 2013 var lagt fram erindi frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa frá 21. maí 2013 þar sem sótt er um leyfi til að breyta innra skipulagi í skrifstofurými 1. og 2. hæðar og koma fyrir lyftu á milli hæðar svo og að koma fyrir svölum og skyggni á húsið á lóð nr. 16 við Grandagarð. Erindinu var vísað til umsagnar verkefnisstjóra og er nú lagt fram að nýju ásamt umsögn skipulagsfulltrúa dags. 30. maí 2013.
Gjald kr. 9.000
Ekki eru gerðar skipulagslegar athugasemdir við erindið. með vísan til umsagnar skipulagsfulltrúa dags. 30. maí 2013.
31.13 Grensásvegur 24, Gistiheimili
Lagt fram erindi frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa frá 28. maí 2013 þar sem sótt er um leyfi til að breyta notkun íbúðar 0201 og verslunar 0101 í gistiheimili í flokki II með sjö herbergjum, jafnframt er erindi BN045991 dregið til baka, einnig er sótt um að breyta glugga og hurðum á vesturhlið húss á lóð nr. 24 við Grensásveg.
Gjald kr. 9.000
Vísað til umsagnar verkefnisstjóra.
32.13 Fossaleynir 19-23, breyting á deiliskipulagi
Lögð fram umsókn Dalsness ehf. dags. 24. maí 2013 varðandi breytingu á deiliskipulagi lóða nr. 19-23 við Fossaleyni, varðandi aukningu á byggingarmagni á lóðinni nr. 19-23 við Fossaleyni, samkvæmt skv. uppdr. Arkþings dags. maí 2013.
Kynna formanni umhverfis- og skipulagsráðs.
33.13 Laugavegur 18B, Verslun og kaffihús
Lagt fram erindi frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa frá 28. maí 2013 þar sem sótt er um leyfi til þess að innrétta verslun og kaffihús í flokki II (tegund e) á fyrstu hæð hússins á lóðinni nr. 18B við Laugaveg.
Gjald kr. 9.000
Ekki gerð skipulagsleg athugasemd við erindið með vísan til umsagnar skipulagsfulltrúa dags. 22. apríl 2013 og bókunar umhverfis- og skipulagsráðs dags. 24. apríl 2013.
34.13 Miklabraut 68, (fsp) - Bílastæði
Lagt fram erindi frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa frá 28. maí 2013 þar sem spurt er hvort leyfi fengist til að koma fyrir fjórum bílastæðum sem ekið er í frá Lönguhlíð og munu nýtast fyrir atvinnustarfsemi í húsi á daginn en á kvöldin fyrir íbúa hússins á lóðinni nr. 68 við Miklabraut.
Vísað til umsagnar verkefnisstjóra.
35.13 Starmýri 2, (fsp) 2c - íbúðir í stað atvinnuhúsnæðis
Lögð fram fyrirspurn TMI ehf. dags. 21. maí 2013 um að breyta atvinnuhúsnæði í íbúðir á fyrstu hæð hússins nr. 2C á lóðinni nr. 2 við Starmýri. Óskað er eftir endurskoðun á neikvæðri afgreiðslu afgreiðslufundar skipulagsfulltrúa frá 10. maí sl. með vísan í fylgigögn.
Neikvætt. Samræmist ekki deiliskipulagi sbr. umsögn skipulagsfulltrúa dags. 6. maí 2013.
38.13 Súðarvogur, mótun skipulags
Á fundi skipulagsfulltrúa 17. maí 2013 var lagt fram bréf Hannesar Sigurðssonar sérfræðings Fullnustueigna/Hömlur ehf. dags. 18. mars 2013 varðandi samstarf um gerð nýs skipulags við Súðarvog. Erindinu var vísað til meðferðar hjá verkefnisstjóra og er nú lagt fram að nýju.
Erindinu er vísað til meðferðar í vinnu við gerð hverfisskipulags.