Brautarholt 29,
Hólmgarður 34,
Krosshamrar 5,
Sogavegur 119,
Gunnarsbraut 30,
Laugarásvegur 69,
Laugarnesvegur 34,
Austurstræti 16,
Drafnarfell 2-18,
Eddufell 2-8,
Fálkagata 30,
Kambsvegur 8,
Klettagarðar 13,
Laugavegur 20B,
Lindargata 28-32,
Skipholt 21,
Hólmsheiði,
Kjalarnes, Tindar,
Lambhagavegur 29,
Betri Reykjavík,
Betri Reykjavík,
Dunhagi 23,
Lækjargata MR,
Nelson Mandela torg,
Nýlendugata 14,
Embættisafgreiðslufundur skipulagsstjóra Reykjavíkur samkvæmt viðauka 2.4 við samþykkt um stjórn Reykjavíkurborgar.
431. fundur 2013
Ár 2013, fimmtudaginn 14. febrúar kl. 09:20, hélt skipulagsfulltrúi Reykjavíkur 431. embættisafgreiðslufund sinn til afgreiðslu mála án staðfestingar skipulagsráðs. Fundurinn var haldinn á skrifstofu skipulagsstjóra Borgartúni 12 - 14, 2. hæð, Stardalur.
Fundinn sátu: Fundinn sátu: Björn Axelsson, Marta Grettisdóttir og Helena Stefánsdóttir
Eftirtaldir embættismenn kynntu mál á fundinum: Margrét Þormar, Björn Ingi Edvardsson, Lilja Grétarsdóttir, Valný Aðalsteinsdóttir Guðlaug Erna Jónsdóttir og Hermann Georg Gunnlaugsson.
Ritari var Einar Örn Thorlacius.
Þetta gerðist:
1.13 Brautarholt 29, (fsp) - Viðb. Færeyska sjómannaheimilið
Á fundi skipulagsfulltrúa 8. febrúar 2013 var lagt fram erindi frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa frá 6. febrúar 2013 þar sem spurt er hvort leyft yrði að byggja þriggja hæða viðbyggingu með 23 gistiherbergjum að suðurhlið Færeyska sjómannaheimilisins á lóðinni nr. 29 við Brautarholt. Erindinu var vísað til umsagnar hjá verkefnisstjóra og er nú lagt fram að nýju ásamt umsögn skipulagsfulltrúa dags. 13. febrúar 2013.
Stærð viðbyggingar er u.þ.b. 760 fermetrar.
Jákvætt með vísan til umsagnar skipulagsfulltrúa dags. 13. febrúar 2013
2.13 Hólmgarður 34, breyting á deiliskipulagi
Lagt fram erindi Alark arkitekta ehf. dags. 12. febrúar 2013 varðandi breytingu á deiliskipulagi Bústaðahverfis vegna lóðarinnar nr. 34 við Hólmgarð. Í breytingunni felst að byggja ofan á húsið, skv. uppdrætti Alark arkitekta ehf. dags. 7. febrúar 2013.
Samþykkt að grenndarkynna framlagða tillögu fyrir hagsmunaaðilum að Bústaðavegi 77, 79, 81, 83 og 85 og að Hólmgarði 25, 27, 29, 30, 31, 32, 36 og 38.
3.13 Krosshamrar 5, (fsp) viðbygging
Lögð fram fyrirspurn Sæmundar Gunnarssonar dags. 12. febrúar 2013 um að byggja við húsið á lóðinni nr. 5 við Krosshamra, samkvæmt skissu dags. 21. desember 2013.
Vísað til umsagnar hjá verkefnisstjóra.
4.13 Sogavegur 119, (fsp) - Bílskúr
Á fundi skipulagsfulltrúa 8. febrúar 2013 var lagt fram erindi frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa frá 5. febrúar 2013 þar sem spurt er hvort leyfi fengist til að byggja tæplega fimmtíu fermetra bílskúr á lóð nr. 119 við Sogaveg. Erindinu var vísað til umsagnar hjá verkefnisstjóra og er nú lagt fram að nýju ásamt umsögn skipulagsfulltrúa dags. 13. febrúar 2013.
Umsögn skipulagsfulltrúa dags.13. febrúar 2013 samþykkt.
5.13 Gunnarsbraut 30, (fsp) stækkun húss o.fl.
Lögð fram fyrirspurn Faktum lögmanna ehf. dags. 11. febrúar 2013 varðandi byggingu bifreiðageymslu og stækkun hússins á lóðinni nr. 30 við Gunnarsbraut, samkvæmt uppdr. Plúsarkitekta dags. 27. mars 2012. Einnig er lagt fram samþykki eigenda við Gunnarsbraut og Auðarstræti dags. 30. apríl 2012.
Vísað til umsagnar hjá verkefnisstjóra.
6.13 Laugarásvegur 69, (fsp) - Viðbygging
Lagt fram erindi frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa frá 12. febrúar 2013 þar sem spurt er hvort leyfi fengist til að stækka kjallara og koma fyrir sólstofu ofaná kjallaraviðbygginguna á húsinu á lóð nr. 69 við Laugarásveg.
Vísað til umsagnar hjá verkefnisstjóra.
7.13 Laugarnesvegur 34, (fsp) - Viðbygging
Á fundi skipulagsfulltrúa 8. febrúar 2013 var lagt fram erindi frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa frá 5. febrúar 2013 þar sem spurt er hvort leyfi fengist til að byggja viðbyggingu við bílskúr húss á lóð nr. 34 við Laugarnesveg. Erindinu var vísað til umsagnar hjá verkefnisstjóra og er nú lagt fram að nýju ásamt umsögn skipulagsfulltrúa dags. 13. febrúar 2013.
Neikvætt, með vísan til umsagnar skipulagsfulltrúa dags. 13. febrúar 2013.
8.13 Austurstræti 16, (fsp) Hótel, veitingarekstur
Lagt fram erindi frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa frá 5. febrúar 2013 þar sem spurt er hvort leyft yrði að starfrækja veitingahús á fyrstu hæð og hótel á efri hæðum hússins á lóðinni nr. 16 við Austurstræti. Einnig lögð fram umsögn skipulagsfulltrúa dags. 7. febrúar 2013.
Bréf hönnuðar dags. 24. janúar 2013 fylgir erindinu.
Jákvætt með vísan til umsagnar skipulagsfulltrúa dags. 7. febrúar 2013.
9.13 Drafnarfell 2-18, (fsp) - 14-16 - Sportbar í flokki 3
Lagt fram erindi frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa frá 12. febrúar 2013 þar sem spurt er hvort leyft yrði að innrétta sportbar í flokki III í verslunarrými á lóð nr. 14-16 við Drafnarfell.
Vísað til umsagnar hjá verkefnisstjóra.
10.13 Eddufell 2-8, (fsp) - Sportbar fl.3
Á fundi skipulagsfulltrúa 8. febrúar 2013 var lagt fram erindi frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa frá 5. febrúar 2013 þar sem spurt er hvort leyft yrði að starfrækja krá í veitingaflokki III í húsinu nr. 4 á lóðinni nr. 2-8 við Eddufell. Erindinu var vísað til umsagnar hjá verkefnisstjóra og er nú lagt fram að nýju ásamt umsögn skipulagsfulltrúa dags. 6. febrúar 2013.
Neikvætt, með vísan til umsagnar skipulagsfulltrúa dags. 6. febrúar 2013.
11.13 Fálkagata 30, Vinnustofa
Lagt fram erindi frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa frá 12. febrúar 2013 þar sem sótt er um leyfi til að innrétta vinnustofu listamanna í bílgeymslu og nefna 30B á baklóð húss nr. 30 við Fálkagötu.
Erindi fylgir samþykki meðeigenda á lóð áritað á uppdrátt og bréf umsækjanda ásamt þinglýstum kaupsamningi dags. 12. ágúst 1993.
Gjald kr. 9.000
Vísað til umsagnar hjá verkefnisstjóra.
12.13 Kambsvegur 8, Svalir og viðbygging
Lagt fram erindi frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa frá 12. febrúar 2012 þar sem sótt er um leyfi til þess að rífa svalir, byggja viðbyggingu að suður- og vesturhlið og nýta þak hinnar nýju viðbyggingar sem svalir íbúðar annarrar hæðar í húsinu á lóðinni nr. 8 við Kambsveg.
Útskrift úr gerðabók embættisafgreiðslufundar skipulagsstjóra frá 8. júní 2012 fylgir erindinu. Umsögn skipulagsstjóra (v. fyrirspurnar) dags. 7. júní 2012. fylgir erindinu.
Ný skráningartafla fylgir erindinu.
Stærð: Stækkun, viðbygging 40,6 ferm. og 112,5 rúmm.
Gjald kr. 8.500 + 9.563
Samþykkt að grenndarkynna framlagða tillögu fyrir hagsmunaaðilum að Norðurbrún 24, Kambsvegi 6 og 10 og Dragavegi 11.
13.13 Klettagarðar 13, (fsp) innkeyrsla
Lögð fram að nýju fyrirspurn Úti og inni sf. dags. 5. febrúar 2013 um að setja nýja innkeyrslu á lóðina nr. 13 við Klettagarða, samkvæmt uppdr. Úti og inni sf. dags. 5. febrúar 2013 ásamt umsögn samgöngudeildar dags. 12. febrúar 2013.
Ekki eru gerðar athugasemdir við að umsækjandi láti vinna tillögu að breytingu á deiliskipulagi í samræmi við erindið, á eigin kostnað. Tillagan verður grenndarkynnt þegar hún berst.
14.13 Laugavegur 20B, (fsp) útfærsla á flóttasvölum
Lögð fram fyrirspurn Stórval ehf., dags. 12. febrúar 2013, varðandi útfærslu á flóttasvölum að Laugavegi 20b skv. uppdráttum Arkís, dags. 11. febrúar 2013. Einnig er lögð fram umsögn Minjasafns Reykjavíkur dags. 8. febrúar 2013.
Ekki eru gerðar athugasemdir við að umsækjandi láti vinna tillögu að breytingu á deiliskipulagi í samræmi við erindið, á eigin kostnað. Tillagan verður grenndarkynnt þegar hún berst.
15.13 0">Lindargata 28-32, (fsp) breyting á deiliskipulagi
Á fundi skipulagsfulltrúa frá 8. febrúar 2013 var lögð fram fyrirspurn Vinnustofunnar Þverá ehf. dags. 6. febrúar 2013 varðandi breytingu á deiliskipulagi Skúlagötusvæðis vegna lóðanna nr. 28-32 við Lindargötu. Í breytingunni felst stækkun á byggingarreit og niðurfelling bílastæða, samkv. uppdrætti dags. 6. febrúar 2013. Fyrirspurninni var vísað til umsagnar hjá verkefnisstjóra og er nú lögð fram að nýju ásamt umsögn skipulagsfulltrúa dags. 12.febrúar 2013.
Umsögn skipulagsfulltrúa dags.12 . febrúar 2013 samþykkt.
16.13 Skipholt 21, (fsp) breyting á notkun
Lögð fram fyrirspurn Ásdísar Ingþórsdóttur dags. 12. febrúar 2013 um að breyta skrifstofuhúsnæði á lóðinni nr. 21 við Skipholt í íbúðarhúsnæði.
Neikvætt. Samræmist ekki deiliskipulagi.
17.13 Hólmsheiði, (fsp) sprengiefnageymslur
Á fundi skipulagsfulltrúa 14. desember 2012 var lögð fram fyrirspurn Kemis - heildverslunar ehf. dags. 7. desember 2012 varðandi svæði undir sprengiefnageymsur á Hólmsheiði. Fyrirspurninni var vísað til umsagnar slökkviliðs höfuðborgarsvæðisins og er nú lögð fram að nýju ásamt umsögn slökkviliðs höfuðborgarsvæðisins dags. 15. janúar 2013 og bréfi Ólafs Gíslasonar og Co ásamt fylgiskjölum dags. 28. janúar 2013.
Kynna formanni umhverfis- og skipulagsráðs.
18.13 Kjalarnes, Tindar, (fsp) breyting á húsnæði
Lögð fram fyrirspurn Guðjóns Grétarssonar dags. 13. febrúar 2013 um að koma fyrir íbúð í austurhluta hússins, á lóðinni nr. 3 við Tinda á Kjalarnesi, smíðaverkstæði í miðhluta og geymsluaðstöðu í vesturhluta.
Vísað til umsagnar hjá verkefnisstjóra.
19.13 Lambhagavegur 29, (fsp) viðbygging
Lögð fram fyrirspurn Jóns Hrafns Hlöðverssonar dags. 8. febrúar 2013 varðandi viðbyggingu við húsið á lóðinni nr. 29 við Lambhagaveg, samkvæmt uppdr. Mansard - Teiknistofunnar ehf. dags. 5. febrúar 2013.
Ekki eru gerðar skipulagslegar athugasemdir við erindið.
20.13 Betri Reykjavík, Breyta bílastæði 10-11 við Laugalæk í torg
Lögð fram efsta hugmynd á samráðsvefnum Betri Reykjavík í málaflokknum skipulag frá 31. janúar 2013 "Breyta bílastæði 10-11 við Laugalæk í torg" ásamt samantekt af umræðum og rökum.
Vísað til umhverfis-og skipulagsráðs.
21.13 Betri Reykjavík, Opna hverfiskaffihús í Vesturbænum
Lögð fram efsta hugmynd á samráðsvefnum Betri Reykjavík í málaflokknum Ýmislegt frá 31. janúar 2013 "Opna hverfiskaffihús í Vesturbænum " ásamt samantekt af umræðum og rökum.
Vísað til umhverfis-og skipulagsráðs.
22.13 Dunhagi 23, (fsp) - Breyta skráningu
Lagt fram erindi frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa frá 12. febrúar 2013 þar sem spurt er vegna sérstakra aðstæðna hvort leyft yrði að breyta skráningu bílgeymslu þannig að hún verði skráð sem íbúðarherbergi í húsinu nr. 23 við Dunhaga.
Ekki eru gerðar skipulagslegar athugasemdir við erindið.
23.13 Lækjargata MR, Þingholtsstræti 18, endurgerð austur- og vesturhlið
Að lokinni grenndarkynningu er lagt fram að nýju erindi frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa frá 4. desember 2012 þar sem sótt er um samþykki fyrir áður gerðri klæðningu á austur- og vesturhlið Þingholtsstrætis 18, á lóðinni Lækjargata MR. Erindi var grenndarkynnt frá 14. desember 2012 til og með 15. janúar 2013. Eftirtaldir aðilar sendu inn athugasemdir, Sigurður Björnsson f.h. íbúa við Þingholtsstræti dags. 14. janúar 2013. Erindi fylgir bréf frá rektor dags. 4. október og greinargerð hönnuðar dags. 8. nóvember 2012. Einnig bréf íbúa Þingholtsstrætis 13 og 17 dags. 13. september 2012.
Gjald kr. 8.500
Vísað til umhverfis-og skipulagsráðs
24.13 Nelson Mandela torg, bréf Arkitektur- og designhögskolen i Oslo
Lagt fram bréf Arkitektur- og designhögskolen i Oslo dags. 5. október 2012 varðandi útfærslu á Nelson Mandela torgi í Reykjavík. Einnig lögð fram umsögn menningar og ferðamálaráðs dags. 30. janúar 2013.
Vísað til umhverfis-og skipulagsráðs.
25.13 Nýlendugata 14, (fsp) hækkun húss o.fl.
Lögð fram fyrirspurn THG Arkitekta ehf. dags. 13. febrúar 2013 varðandi hækkun á lægri hluta hússins á lóðinni nr. 14 við Nýlendugötu ásamt því að breyta efri hæðum hússins í íbúðir.
Vísað til umsagnar hjá verkefnisstjóra.