Holtavegur 11, Kjalarnes, Arnarholt, Kjalarnes, Vellir, Varmadalur 125767, Arngrímsgata 5, Rauðarárholt v/ Brautarholt 7, Sléttuvegur, Hrafnista, Austurhöfn TRH, Bergstaðastræti 13, Brynjólfsgata 1, Eyjarslóð 1, Frakkastígur 6A, Framnesvegur 13, Hafnarstræti 10-14, Laugavegur 66-68, Skólavörðustígur 11, Suðurgata 7, Frostaskjól 2, Haðaland 2-8, Háagerði 12, Háaleitisbraut 29-35, Héðinsgata 10, Laugavegur 28C, Seljavegur 2, Sogavegur 150 og 150A, Vesturbrún 6, Vesturgata 64 og Seljavegur 2, Bárugata 23, Bergstaðastræti 12, Hverfisgata 33, Naustavogur 15, Suðurlandsbraut 70, Súðarvogur 26, Kópavogur, Hlíðarendi 2-6, Árvað 1, Laugarnesvegur 56, Lækjarás 9, Bústaðablettur 10, Suðurhlíð 9, Klettaskóli,

Embættisafgreiðslufundur skipulagsstjóra Reykjavíkur samkvæmt viðauka 2.4 við samþykkt um stjórn Reykjavíkurborgar.

429. fundur 2013

Ár 2013, föstudaginn 1. febrúar kl. 10:30, hélt skipulagsfulltrúi Reykjavíkur 429. embættisafgreiðslufund sinn til afgreiðslu mála án staðfestingar skipulagsráðs. Fundurinn var haldinn á skrifstofu skipulagsstjóra Borgartúni 12 - 14, 2. hæð, Stardalur. Fundinn sátu: Björn Axelsson, Marta Grettisdóttir og Helena Stefánsdóttir Eftirtaldir embættismenn kynntu mál á fundinum:, Margrét Leifsdóttir, Haraldur Sigurðsson, Ágústa Sveinbjörnsdóttir, Guðlaug Erna Jónsdóttir, Lilja Grétarsdóttir, Valný Aðalsteinsdóttir, Björn Ingi Edvardsson, Hermann Georg Gunnlaugsson og Margrét Þormar. Ritari var Einar Örn Thorlacius
Þetta gerðist:


1.13 Holtavegur 11, (fsp) færanleg stofa
Á fundi skipulagsfulltrúa frá 18. janúar 2013 var lögð fram fyrirspurn frumathugana mannvirkjadeildar, Umhverfis- og skipulagssviði, dags. 16. janúar 2013 um að koma fyrir færanlegri stofu á lóðinni nr. 11 við Holtaveg samkvæmt uppdr. umhverfis- og skipulagssviðs dags. janúar 2013. Fyrirspurninni var vísað til meðferðar hjá verkefnisstjóra og er nú lögð fram að nýju ásamt umsögn skipulagsfulltrúa dags. 29. janúar 2013

Jákvætt með vísan til umsagnar skipulagsfulltrúa dags. 29. janúar 2013.

2.13 Kjalarnes, Arnarholt, hesthúsabyggð
Á fundi skipulagsfulltrúa frá 18. janúar 2013 var lagt fram bréf hagsmunafélags Hestamanna Kjalarness dags. 15. janúar 2013 þar sem óskað er eftir að hesthúsahverfi í landi Arnarholts á Kjalarnesi verði deiliskipulagt. Erindinu var vísað til umsagnar hjá verkefnisstjóra og er nú lagt fram að nýju ásamt umsögn skipulagsfulltrúa dags. 31. janúar 2013.

Umsögn skipulagsfulltrúa dags. 31. janúar 2013 samþykkt.

3.13 Kjalarnes, Vellir, (fsp) breyting á aðalskipulagi, deiliskipulag jarðar
Lögð fram fyrirspurn Reynis Kristinssonar ábúanda að Völlum dags. 30. janúar 2013 um breytingu á aðalskipulagi og deiliskipulag fyrir jörðina Velli á Kjalarnesi. Einnig lagt fram bréf umsækjanda dags. 29. janúar 2013 ásamt greinargerð.

Vísað til endurskoðunar aðalskipulags.

4.13 Varmadalur 125767, Verkfæraskýli - Varmadalur III
Á fundi skipulagsfulltrúa 11. janúar 2013 var lagt fram að nýju erindi frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa frá 8. janúar 2012 þar sem sótt er um leyfi til þess að byggja verkfæraskýli úr timbri og bárujárni norðan við íbúðarhúsið á lóðinni Varmadalur 3. óskað eftir meðmælum Skipulagsstofnunar skv. 1.tl. ákvæðis til bráðabirgða í skipulagslögum nr. 123/2010. Erindi lagt fram að nýju ásamt bréfi skipulagsstofnunar þar sem ekki er gerðar athugasemdir við erindi.
Stærð: Verkfæraskýli, matshl. 04, 62,5 ferm. og 169,0 rúmm.
Gjald kr. 8.500 + 14.365

Ekki eru gerðar skipulagslegar athugasemdir við erindið.

5.13 Arngrímsgata 5, sérlausn - jarðvatnslögn frá Húsi íslenskra fræða út í tjörn
Lagt fram bréf Framkvæmdasýslu ríkisins f.h. mennta- og menningarmálaráðuneytisins dags. 7. janúar 2013 þar sem sótt er um heimild fyrir sérlausn varðandi frárennsli jarðvatns frá Húsi íslenskra fræða að lóð nr. 5 við Arngrímsgötu, samkvæmt uppdr. Almennu verkfræðistofunnar dags. 7. febrúar 2012. Einnig er lögð fram verðkönnun vegna kjarnaborunar dags. 7. apríl 2009 og könnun á grunnvatni dags. í maí 2009 og enn fremur afrit af umsögn heilbrigðiseftirlits Reykjavíkur dags. 31. janúar 2013 sem send var Framkvæmdasýslu ríkisins.

Ekki eru gerðar skipulagslegar athugasemdir við erindið.

6.13 Rauðarárholt v/ Brautarholt 7, breyting á deiliskipulagi
Að lokinni hagsmunaaðilakynningu er lögð fram breyting á deiliskipulagi Rauðarárholts v/ lóðarinnar nr. 7 við Brautarholt dags. 16. nóvember 2012. Í breytingunni felst að horfið er frá atvinnustarfsemi/ stofnun á lóðinni nr. 7 við Brautarholt, en þess í stað rísi á lóðinni byggingar sem hýsi litlar íbúðir / einingar fyrir stúdenta samkvæmt uppdrætti Arkþing dags. 16. nóvember 2012. Kynningin stóð til 23. febrúar 2013. Eftirtaldir aðilar sendu inn ábendingar og athugasemdir: Fríða Björg Þórarinsdóttir dags. 12. janúar og Sólrún Björg Kristinsdóttir dags. 13. janúar 2012, Ása Steinunn Atladóttir dags. 14. janúar 2013, Heiðar Ingi Svansson, dags. 21. janúar 2013, Snorri Waage dags. 22. janúar 2013, Hvíta Húsið dags. 22. janúar 2013, Ingibjörg Jónsdóttir og Garðar Arason dags. 22. janúar 2013, Ragnar Daði Sigurðsson f.h. Íbúa Ásholts 20 dags. 23. janúar 2013, T.ark og XO eignarhaldsfélag dags. 23. janúar 2013, Halldór Kolbeinsson dags. 23. janúar 2013, Jón Ág. Ragnarsson dags. 24. janúar 2013 og Hrafnhildur Valdimarsdóttir og Friðjón Bjarnason dags. 24. janúar 2013.

Athugasemdir kynntar. Kynna formanni umhverfis- og skipulagsráðs.

7.13 Sléttuvegur, Hrafnista, breyting á deiliskipulagi
Lagt fram erindi Sjómannadagsráðs Reykjavíkur/Hafnarfjarðar dags. 15. nóvember 2012 varðandi breytingu á deiliskipulagi Sléttuvegar lóðar Hrafnistu. Í breytingunni felst að bílakjallara undir B1 og B2 verði sleppt, færsla á byggingarreit o.fl., samkvæmt uppdr. THG Arkitekta dags. 10. nóvember 2012 varðandi breytingu á deiliskipulagi Sléttuvegar lóðar Hrafnistu. Í breytingunni felst að bílakjallara undir B1 og B2 verði sleppt, færsla á byggingarreit o.fl., samkvæmt uppdr. THG Arkitekta dags. 10. nóvember 2012 og skýringarmynd dags. 26. nóvember 2012. Einnig er lagt fram bréf húsfélagsins að Sléttuvegi 29-31. dags. 28. janúar 2013, þar sem óskað er eftir framlengingu á athugasemdarfresti.

Samþykkt að framlengja athugasemdarfrest til 21. febrúar 2013.

8.13 Austurhöfn TRH, breyting á deiliskipulagi vegna skiltis
Lögð fram umsókn Portus dags. 30. janúar 2013 um breytingu á deiliskipulagi Austurhafnar vegna breyttrar staðsetningu skiltis við Hörpu skv. uppdrætti Batterísins dags. 21. janúar 2013. Einnig lagt fram bréf hönnuðar dags. 21. janúar 2013.

Frestað.
Verkefnisstjóra falið að hafa samband við hönnuð.


9.13 Bergstaðastræti 13, (fsp) viðbygging
Lögð fram fyrirspurn Guðrúnar Jóhönnu Guðmundsdóttur dags. 17. desember 2012 um að byggja viðbyggingu yfir hluta verandar íbúðar 0402 í húsinu á lóðinni nr. 13 við Bergstaðarstræti, samkvæmt uppdr. VA arkitekta ehf. dags. 13. desember 2012.

Kynna formanni umhverfis- og skipulagsráðs.

10.13 40">Brynjólfsgata 1, Stofnun Vigdísar Finnbogadóttur
Á fundi skipulagsfulltrúa frá 18. janúar 2013 var lagt fram erindi frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa frá 8. janúar 2013 þar sem sótt er um leyfi til að byggja staðsteypta byggingu, þrjár hæðir og kjallara, einangrað að innan og klætt utan að hluta með standandi viðarklæðingu, ásamt tengigangi undir Suðurgötu að Háskólatorgi, fyrir stofnun Vigdísar Finnbogadóttur á lóð nr. 1 við Brynjólfsgötu. Erindinu var vísað til meðferðar hjá verkefnisstjóra og er nú lagt fram að nýju ásamt umsögn samgöngudeildar dags. 28. janúar 2013.
Stærð mhl. 01: Kjallari, bílgeymsla 564 ferm., kennslurými 915,7 ferm., 1. hæð kennslurými 738,8 ferm., 2. hæð kennslurými 865,7 ferm., 3. hæð skrifstofur 874,3 ferm. Mhl. 01 samtals 3.958,5 ferm., 18.102,8 rúmm.
Stærð mhl. 02: 172,8 ferm., 653 rúmm.
Samtals: 4.131,3 ferm., 18.755,8 rúmm.
Gjald kr. 9.000 + 1.688.022

Tekið er undir umsögn samgöngudeildar dags. 28. janúar 2013. Að öðru leyti eru ekki gerðar skipulagslegar athugasemdir við erindið.

11.13 Eyjarslóð 1, (fsp) - Ofanábygging
Lagt fram erindi frá afgreiðslufundi byggingafulltrúa frá 29. janúar 2013 þar sem spurt er hvort leyft yrði að hækka um eina hæð til samræmis við hús nr. 3, húsið á lóðinni nr. 1 við Eyjarslóð.

Ekki eru gerðar skipulagslegar athugasemdir við erindið sbr. gildandi skipulagsskilmála frá 4. febrúar 1988.

12.13 Frakkastígur 6A, breyting á deiliskipulagi
Að lokinni grenndarkynningu er lagt fram að nýju erindi Landslagna ehf. dags. 21. nóvember 2012 varðandi breytingu á deiliskipulagi reits 1.152.5 vegna lóðarinnar nr. 6A við Frakkastíg. Í breytingunni felst að hækka gólf og auka lofthæð kjallara, samkvæmt uppdr. Zeppelin Arkitekta dags. 21. nóvember 2012. Tillagan var grenndarkynnt frá 3. desember 2012 til og með 7. janúar 2013. Eftirtaldir aðilar sendu inn athugasemdir: Helgi S. Gunnarsson forstjóri Regins hf. dags. 5. desember 2012.

Vísað til umhverfis- og skipulagsráðs.

13.13 Framnesvegur 13, (fsp) - Svalir á bakhlið
Lagt fram erindi frá afgreiðslufundi byggingafulltrúa frá 29. janúar 2013 þar sem spurt er hvort leyft yrði að byggja svalir á suðausturhlið annarrar hæðar hússins á lóðinni nr. 13 við Framnesveg.

Vísað til umsagnar hjá verkefnisstjóra.

14.13 Hafnarstræti 10-14, (fsp) skábraut á gangstétt
Lögð fram fyrirspurn Landsbanka Íslands dags. 30. janúar 2013 varðandi skábraut og breikkun á gangstétt framan við hús nr. 10-12 við Hafnarstræti til að auðvelda fötluðum aðgang að útibúi bankans skv. uppdrætti Gunnars Guðnasonar ark. dags. 27. janúar 2013. Einnig lagt fram bréf eignadeildar Landsbankans dags. 25. janúar 2013 ásamt ljósmynd.

Vísað til umsagnar samgöngudeildar. Umsagnar óskað fyrir 15. febrúar 2013.

15.13 >Laugavegur 66-68, (fsp) - Hótelíb./ofanábygging
Lagt fram erindi frá afgreiðslufundi byggingafulltrúa frá 29. janúar 2013. Spurt er hvort leyft yrði að byggja inndregna þakhæð (4.hæð), koma fyrir gluggum á göflum og starfrækja íbúðahótel á efri hæðum hússins á lóðinni nr. 66-68 við Laugaveg.

Vísað til umsagnar hjá verkefnisstjóra.

16.13 Skólavörðustígur 11, (fsp) hækkun húss
Á fundi skipulagsfulltrúa var lögð fram fyrirspurn Reita VII ehf. dags. 22. janúar 2013 um að hækka húsið á lóðinni nr. 11 við Skólavörðustíg, samkvæmt uppdr. THG Arkitekta dags. 14. nóvember 2013. Fyrirspurninni var vísað til umsagnar hjá verkefnisstjóra og er nú lögð fram að nýju ásamt umsögn skipulagsfulltrúa dags. 31. janúar 2013.

Neikvætt, með vísan til umsagnar skipulagsfulltrúa dags. 31. janúar 2013.

17.13 "S">Suðurgata 7, Kvistur - vesturþak
Lagt fram erindi frá afgreiðslufundi byggingafulltrúa frá 29. janúar 2013 þar sem sótt er um leyfi til að byggja kvist á vesturhlið fjölbýlishúss á lóð nr. 7 við Suðurgötu.
Erindi fylgir samþykki meðeigenda ódagsett.
Stækkun: 7 rúmm.Gjald kr. 9.000 + 630

Vísað til umsagnar hjá verkefnisstjóra.

18.13 Frostaskjól 2, Breyting á deiliskipulagi
Að lokinni grenndarkynningu er lagt fram að nýju erindi Knattspyrnufélags Reykjavíkur dags. 14. desember 2012 varðandi breytingu á deiliskipulagi íþróttasvæðis KR vegna lóðarinnar nr. 2 við Frostafold. Í breytingunni felst að gert er ráð fyrir byggingarreit fyrir þrjár færanlegar kennslustofur, samkvæmt uppdr. framkvæmda- og eignasviðs dags. 14. desember 2012. Einnig er lagt fram samþykki Knattspyrnufélags Reykjavíkur f.h. lóðarhafa Frostaskjóls 2 og 4 dags. 14. desember 2012. Tillagan var grenndarkynnt frá 28. desember 2012 til 28. janúar 2013. Eftirtaldir aðilar sendu athugasemdir: Jón Kristjánsson dags. 28. janúar 2013. Einnig lögð fram umsögn skrifstofustjóra frístundamála dags. 31. janúar 2013.

Vísað til umsagnar hjá verkefnisstjóra.

19.13 Haðaland 2-8, Endurnýjun - BN004487
Lagt fram erindi frá afgreiðslufundi byggingafulltrúa frá 29. janúar 2013. Sótt er um leyfi til að endurnýja þak og byggja valmaþak eins og samþykkt var skv. BN004487 dags. 27.8. 1992 en ekki var farið í framkvæmdir á einbýlishús nr. 8 á lóð nr. 2, 4, 6 og 8 við Haðaland.
Stækkun xx ferm., xx rúmm.
Gjald kr. 9.000 + xx

Vísað til umsagnar hjá verkefnisstjóra.

20.13 Háagerði 12, Viðbygging til austurs
Lagt fram erindi frá afgreiðslufundi byggingafulltrúa frá 29. janúar 2013 þar sem sótt er um leyfi til að byggja tveggja hæða viðbyggingu við austurhlið og til að breyta innra skipulagi í einbýlishúsi á lóð nr. 12 við Háagerði.
Erindi fylgir fsp. dags. 25. september 2012.
Stækkun: 41,5 ferm., 137,9 rúmm.
Gjald kr. 9.000 + 12.411

Vísað er til fyrri umsagnar skipulagstjóra dags. 22. maí 2012.

21.13 Háaleitisbraut 29-35, (fsp) - Nuddstofa
Á fundi skipulagsfulltrúa frá 25. janúar 2013 var lagt fram erindi frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa frá 22. janúar 2013 þar sem spurt er hvort leyft yrði að innrétta nuddstofu í kjallara og á 1. hæð raðhúss nr. 35 á lóð nr. 29-35 við Háaleitisbraut. Erindinu var vísað til umsagnar hjá verkefnisstjóra og er nú lagt fram að nýju ásamt umsögn skipulagsfulltrúa dags. 28. janúar 2013.

Neikvætt, með vísan til umsagnar skipulagsfulltrúa dags. 28. janúar 2013.

22.13 Héðinsgata 10, undanþága vegna búsetu
Lögð fram umsókn Spörvars líknarfélags Reykjavíkur dags. 24. janúar 2013 ásamt greinargerð, þar sem óskað er eftir undanþágu frá aðalskipulagi vegna búsetu í húsnæði að Héðinsgötu 10.

Afgreiðslu frestað.
Skipulagsfulltrúa falið að kynna fyrirhugaða notkunarbreytingu fyrir hagsmunaðilum í nágrenninu áður en endanleg afstaða er tekin til erindisins.


23.13 Laugavegur 28C, (fsp) gistiheimili í flokki II og setja stiga
Á fundi skipulagsfulltrúa 18. janúar 2013 var lögð fram fyrirspurn Söru Axelsdóttur ark. f.h. Reykjavik Backpackers dags. 11. janúar 2013 um að breyta íbúðarhúsnæði í gistiheimili í flokki II og setja stiga utan á húsið nr. 28c við Laugaveg. Fyrirspurninni var vísað til umsagnar hjá verkefnisstjóra og er nú lagt fram að nýju ásamt umsögn skipulagsfulltrúa dags. 16. janúar 2013.

Neikvætt, með vísan til umsagnar skipulagsfulltrúa dags.16. janúar 2013.

24.13 Seljavegur 2, (fsp) aukning á byggingarmagni
Á fundi skipulagsfulltrúa frá 25. janúar 2013 var lögð fram fyrirspurn Seljavegar ehf. dags. 23. janúar 2013 varðandi aukningu á byggingarmagni lóðarinnar nr. 2 við Seljaveg. Fyrirspurninni var vísað til umsagnar hjá verkefnisstjóra.

Frestað.
Umsækjandi hafi samband við embætti skipulagsfulltrúa.


25.13 Sogavegur 150 og 150A, breyting á deiliskipulagi
Lagt fram erindi Smára Arnarssonar dags. 10. janúar 2013 um breytingu á deiliskipulagi Sogavegar vegna stækkunar á byggingarreit lóðarinnar nr. 150 og 150A .
Vísað til umsagnar hjá verkefnisstjóra.

26.13 Vesturbrún 6, Viðbygging
Lagt fram erindi frá afgreiðslufundi byggingafulltrúa frá 29. janúar 2013 þar sem sótt er um leyfi til að lengja 1. og 2. hæð núverandi húshluta auk viðbyggingu á 1. hæð til vestur í húsinu á lóð nr. 6 við Vesturbrún.
Umsögn skipulagsstjóra dags. 8. nóv. 2012, tölvupóstur frá hönnuði dags. 28 jan. 2013 fylgir.
Stækkun: 101,4 ferm. 398,7 rúmm.
Gjald kr. 9.000 + 35.883

Samþykkt að grenndarkynna framlagða tillögu fyrir hagsmunaaðilum að Vesturbrún 2, 3, 4, 8 og 10 og að Kleifarvegi 1, 3, 5 og 7.

27.13 Vesturgata 64 og Seljavegur 2, (fsp) rífa vegg
Lögð fram fyrirspurn Héðinsreita ehf. dags. 25. janúar 2013 um að rífa niður vegg á lóðarmökum að Vesturgötu 64 og Seljavegar 2.

Ekki eru gerðar athugasemdir við erindið.

28.13 Bárugata 23, Viðbygging
Lagt fram erindi frá afgreiðslufundi byggingafulltrúa frá 29. janúar 2013. Sótt er um leyfi til að byggja viðbyggingu við suðausturhlið einbýlishúss á lóð nr. 23 við Bárugötu.
Jafnframt er erindi BN044211 dregið til baka.
Stækkun: 43,1 ferm., 125 rúmm.Gjald kr. 9.000 + 11.250

Samþykkt að grenndarkynna framlagða tillögu fyrir hagsmunaaðilum að Bárugötu 9, 11, 21 og 22, Öldugötu 15 og 18 og Stýrimannastíg 13.

29.13 Bergstaðastræti 12, (fsp) breyting á byggingarreit
Á fundi skipulagsstjóra 25. janúar 2013 var lögð fram fyrirspurn Bergtaks ehf. dags. 22. janúar 2013 um að falla frá viðbyggingarrétti við húsið á lóðinni nr. 12 við Bergstaðastræti, færslu á byggingarreit lóðarinnar nr. 12B við Bergstaðastræti og breytingu á byggingarreit 12A við Bergstaðastræti til að koma fyrir lyftu við stigagang hússins, samkvæmt uppdr. Plúsarkitekta dags. 9. janúar 2013. Fyrirspurninni var vísað til umsagnar hjá verkefnisstjóra og er nú lögð fram að nýju ásamt umsögn skipulagsfulltrúa dags. 31. janúar 2013.

Jákvætt með vísan til umsagnar skipulagsfulltrúa dags. 31. janúar 2013.

30.13 Hverfisgata 33, (fsp) veitingarekstur
Lögð fram fyrirspurn Írisar Heru Norðfjörð Jónsdóttur dags. 24. janúar 2013 um veitingarekstur í húsinu á lóðinni nr. 33 við Hverfisgötu.

Ekki eru gerðar skipulagslegar athugasemdir við erindið.

31.13 Naustavogur 15, (fsp) - Seglskemmur
Lagt fram erindi frá afgreiðslufundi byggingafulltrúa frá 29. janúar 2013 þar sem spurt er hvort setja megi upp tvær seglskemmur sem bátageymslur á bílaplani austast á athafnasvæði Snarfara á lóð nr. 15 við Naustavog.

Frestað. Umsækjandi hafi samband við embætti skipulagsfulltrúa.

32.13 Suðurlandsbraut 70, (fsp) uppbygging
Lögð fram fyrirspurn framkvæmdastjóra Grund-Mörkin ehf. dags. 28. nóvember 2012 um lóð nr. 70 við Suðurlandsbraut.

Erindið er framsent skrifstofu eigna- og atvinnuþróunar.

33.13 Súðarvogur 26, (fsp) - Br. 2.og 3.hæð í íbúðir
Lagt fram erindi frá afgreiðslufundi byggingafulltrúa frá 29. janúar 2013. Spurt er hvort leyft yrði að byggja viðbyggingu að vesturhlið og jafnframt breyta í fjórar íbúðir annarri og þriðju hæð verslunar- og iðnaðarhússins á lóðinni nr. 26 við Súðarvog. Einnig lögð fram umsögn dags. 31. janúar 2013.

Neikvætt, með vísan til umsagnar skipulagsfulltrúa dags. 31. janúar 2013.

34.13 Kópavogur, aðalskipulag 2012-2024
Á fundi skipulagsfulltrúa frá 11. janúar 2013 var lagt fram bréf skipulagsstjóra Kópavogsbæjar dags. 27. desember 2012 um kynningu á tillögu á aðalskipulagi Kópavogs 2012-2024. Erindinu var vísað til verkefnisstjóra aðalskipulags og er nú lagt fram að nýju.

Vísað til umhverfis-og skipulagsráðs

35.13 Hlíðarendi 2-6, Íþróttamiðstöð Vals - 2. áfangi
Á fundi skipulagsfulltrúa frá 11. janúar 2013 var lagt fram erindi frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa frá 8. janúar 2013 þar sem sótt er um leyfi til að byggja steinsteypta viðbyggingu sem tengja fjósið gömlu íbúðarhúsi og og gamla íþróttahúsinu, innrétta 11 gistieiningar í tengibyggingunni, innrétta minjasafn í Fjósinu og sameiginlega setustofu í gamla íbúðarhúsinu á lóð nr. 2-6 við Hlíðarenda. Erindinu var vísað til umsagnar hjá verkefnisstjóra og er nú lagt fram að nýju ásamt umsögn skipulagsfulltrúa dags. 25. janúar 2013.
Erindi fylgir brunahönnun frá verkfræðistofunni Eflu dags. 5. júlí 2011, umsögn Húsafriðunarnefndar dags. 21. febrúar 2011
Stækkun: xx ferm., xx rúmm.Gjald kr. 8.500 + xx .


Umsögn skipulagsfulltrúa samþykkt.

36.13 Árvað 1, breyting á deiliskipulagi
Lagt fram erindi Jáverks ehf. dags. 10. janúar 2012 varðandi breytingu á deiliskipulagi Norðlingaholts vegna lóðarinnar nr. 1 við Árvað. Í breytingunni felst að fjölga íbúðum úr 9 í 11 og að fjölga bílastæðum úr 18 í 20, samkvæmt uppdr. Ask Arkitekta ehf. dags. 28. janúar 2012.

Samþykkt að grenndarkynna framlagða tillögu fyrir hagsmunaaðilum að Bjallavaði 13-17.

37.13 Laugarnesvegur 56, málskot
Lagt fram málskot Búseta dags. 22. janúar 2013 vegna neikvæðrar afgreiðslu skipulagsstjóra frá varðandi leyfilegt byggingarmagn, fjölda íbúða og bílastæðamál á lóðinni nr. 56 við Laugarnesveg.

Vísað til umhverfis-og skipulagsráðs

38.13 Lækjarás 9, bréf
Lagt fram bréf Friðriks Friðrikssonar f.h. eigenda að Lækjarási 9 dags. 29. janúar 2013 vegna neikvæðrar afgreiðslu byggingarfulltrúa frá 30. október 2012 um að byggja steinsteypta viðbyggingu við norðurhlið einbýlishúss á lóð nr. 9 við Lækjarás. Einnig er lagt fram samþykki nágranna dags. 6. og 29. nóvember 2012.


Frestað. Umsækjandi hafi samband við embætti skipulagsfulltrúa.

39.13 Bústaðablettur 10, leiðrétting á skráningu lóðar
Á fundi skipulagsfulltrúa frá 11. janúar 2013 var lögð fram umsókn Soffíu Halldórsdóttur dags. 27. desember 2012 um breytingu á skráningu lóðar nr. 10 við Bústaðablett skv. þinglýsingarvottorði dags. 23. júní 2003 og mæliblaði dags. 12. nóvember 2003. Erindinu var vísað til skrifstofu sviðsstjóra og er nú lagt fram að nýju ásamt umsögn umhverfis- og skipulagssviðs dags. 16. janúar 2013.

Erindið er framsent skrifstofu eigna- og atvinnuþróunar.

40.13 Suðurhlíð 9, Klettaskóli, breyting á deiliskipulagi
Lögð fram tillaga umhverfis- og skipulagssviðs dags. í október 2012 varðandi breytingu á deiliskipulagi Suðurhlíða vegna lóðarinnar nr. 9 við Suðurhlíð (Klettaskóla). Í breytingunni felst uppbygging á lóðinni m.a. breyting á byggingarreit, aukning á byggingarmagni og því að gert er ráð fyrir boltagerði á lóðinni samkvæmt uppdrætti OG arkitekta dags. 22. október 2012. Tillagan var auglýst frá 12. nóvember til og með 24. desember 2012. Eftirtaldir aðilar sendu athugasemdir: Skarphéðinn Óskarsson og Valgerður Björnsdóttir dags. 14. desember, Elín G. Helgadóttir dags. 15. desember, Hafdís E. Ingvarsdóttir dags. 19. desember 2012 Björk Georgsdóttir dags. 19. desember 2012, Georg Georgsson og Bylgja Óskarsdóttir dags. 19. desember 2012, Jón Pétur Jónsson dags. 20. desember 2012, Tryggvi Pétursson og Þóra Margrét Pálsdóttir dags. 21. desember 2012. Einnig er lagt fram tölvubréf íbúasamtaka 3. hverfis, Hlíða, Holta og Norðurmýrar dags. 21 desember 2012 þar sem óskað er eftir framlengingu á athugasemdafresti. Á fundi skipulagsfulltrúa þann 21. desember 2012 var athugasemdarfrestur framlengdur til 15. janúar 2013. Að lokinni framlengingu sendu eftirtaldir aðilar athugasemdir: Hulda Anna Arnljótsdóttir og Ágúst Hjörtur Ingþórsson dags. 21. desember 2012, Björn Valdimarsson f.h. Næði ehf. dags. 23. desember 2012 og Guðmundur Viggósson, Líney Þórðardóttir og Margrét Guðmundsdóttir dags. 24. desember 2012. Á fundi skipulagsstjóra 21. desember var samþykkt að framlengja frest til að skila inn athugasemdum til 15. janúar 2013. Eftirtaldir aðilar sendu inn athugasemdir: Skarphéðinn Óskarsson og Valgerður Björnsdóttir dags. 3. janúar 2013, Ágúst Ingþórsson f.h. íbúa við Suðurhlíð ásamt greinargerði dags. 15. janúar 2013, Sigurbjörg A. Símonardóttir f.h. íbúa að Beykihlíð 8 dags. 15. janúar 2013,

Athugasemdafrestur framlengdur til 5. mars 2013.