Flugvöllur 106643, Kjalarnes, Hrafnhólar, Hólmsheiði, Hænsnahald í Reykjavík, Bókhlöðustígur 2, Kjalarvogur 10, Hrefnugata 4, Réttarsel 7-9, Háskóli Íslands, vestan Suðurgötu, Húsverndarsjóður Reykjavíkur, Bauganes 37, Einholt-Þverholt, Grundarland 10-16 vegna Grundarland 12, Kvistaland 17-23,

Embættisafgreiðslufundur skipulagsstjóra Reykjavíkur samkvæmt viðauka 2.4 við samþykkt um stjórn Reykjavíkurborgar.

425. fundur 2013

Ár 2013, föstudaginn 4. janúar kl. 10:00, hélt skipulagsstjóri Reykjavíkur 425. embættisafgreiðslufund sinn til afgreiðslu mála án staðfestingar skipulagsráðs. Fundurinn var haldinn á skrifstofu skipulagsstjóra Borgartúni 12 - 14, 2. hæð, Stardalur. Fundinn sátu: Björn Axelsson og Marta Grettisdóttir. Eftirtaldir embættismenn kynntu mál á fundinum: Björn Ingi Edvardsson, Guðlaug Erna Jónsdóttir, Valný Aðalsteinsdóttir, Margrét Þormar, Hildur Gunnlaugsdóttir og Lilja Grétarsdóttir. Ritari var Einar Örn Thorlacius
Þetta gerðist:


1.13 Flugvöllur 106643, Stöðuleyfi - gámur
Á fundi skipulagsfulltrúa 21. desember 2012 var lagt fram erindi frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa frá 20. nóvember 2012 þar sem sótt er um stöðuleyfi fyrir skrifstofugám ca. 17.5 ferm. við flugskýli nr. 6 á Reykjavíkurflugvelli. Lögð fram umsögn Isavia ohf. dags. 19. desember 2012. Erindinu var vísað til umsagnar hjá verkefnisstjóra og er nú lagt fram að nýju ásamt umsögn skipulagsfulltrúa dags. 4. janúar 2013.
Stærð: XX ferm., XX rúmm. Gjald kr 8.500

Jákvætt með vísan til umsagnar skipulagsfulltrúa dags. 4. janúar 2013

2.13 Kjalarnes, Hrafnhólar, (fsp) deiliskipulag jarðar
Á fundi skipulagsfulltrúa 14. desember 2012 var lögð fram fyrirspurn Salvarar Jónsdóttur dags. 7. desember 2012 vegna fyrirhugaðrar deiliskipulagsgerðar fyrir jörðina Hrafnhóla á Kjalarnesi. Fyrirspurninni var vísað til umsagnar hjá verkefnisstjóra og verkefnisstjóra aðalskipulags og er nú lögð fram að nýju ásamt umsögn skipulagsfulltrúa dags. 4. janúar 2013.

Umsögn skipulagsfulltrúa dags 4. janúar 2013 samþykkt.

3.13 Hólmsheiði, (fsp) sprengiefnageymslur
Á fundi skipulagsfulltrúa 14. desember 2012 var lögð fram fyrirspurn Kemis - heildverslunar ehf. dags. 7. desember 2012 varðandi svæði undir sprengiefnageymsur á Hólmsheiði. Fyrirspurninni var vísað til meðferðar hjá verkefnisstjóra og er nú lagt fram að nýju.

Vísað til umsagnar slökkviliðsstjóra höfuðborgarsvæðis. Umsagnar óskað fyrir 1. febrúar 2013.

4.13 Hænsnahald í Reykjavík, drög að heilbrigðissamþykkt
Á fundi skipulagsfulltrúa 14. desember 2012 var lagt fram bréf Heilbrigðiseftirlits Reykjavíkur dags. 7. desember 2012 þar sem óskað er eftir athugasemdum við drög að samþykkt um hænsnahald í Reykjavík. Erindinu var vísað til meðferðar hjá verkefnisstjóra og er nú lagt fram að nýju ásamt umsögn skipulagsfulltrúa dags. 4. janúar 2013.

Umsögn skipulagsfulltrúa dags. 4. janúar 2013 samþykkt.

5.13 Bókhlöðustígur 2, Stækkun kjallara, svalir
Að lokinni grenndarkynningu er lagt fram að nýju erindi frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa frá 13. nóvember 2012 þar sem sótt er um leyfi til að stækka kjallara til austurs og innrétta í honum eldhús og veitingasal fyrir 40 gesti og veitingaflokk II en á hæðinni og undir risi er íbúð í húsinu sem byggt var 1882 á lóðinni nr. 2 við Bókhlöðustíg. Erindi var grenndarkynnt frá 22. nóvember til og með 20. desember 2012. Eftirtaldir aðilar sendu inn athugasemdir: Vilhjálmur Hjálmarsson og Borghildur Óskarsdóttir dags. 29. nóvember 2012, Helga Þorsteinsdóttir Stephensen dags. 8. desember 2012, Hulda Jósefsdóttir dags. 17. desember 2012 og húseigendur og íbúar við Laufásveg dags. 17. desember 2012.
Meðfylgjandi eru umsagnir Minjasafns Reykjavíkur dags. 26. október 2012 og Húsafriðunarnefndar dags. 29. október 2012.Stærðir: 365,4 ferm., 1.055,2 rúmm.Stækkun: 62,8 ferm., 306,2 rúmm. Gjald kr. 8.500 + 26.027

Vísað til umhverfis- og skipulagsráðs.

6.13 Kjalarvogur 10, (fsp) reisa skemmu
Lögð fram fyrirspurn Hringrásar hf. dags. 3. janúar 2013 um að reisa skemmu á eldri grunni samsíða húsi á lóðinni nr. 10 við Kjalarvog, samkvæmt uppdr. Verkfræðistofunnar Bjarg ehf. dags. 15. október 2012 br. 7. desember 2010.

Vísað til umsagnar Faxaflóahafna. Umsagnar óskað fyrir 1. febrúar 2013.

7.13 Hrefnugata 4, Svalir
Að lokinni grenndarkynningu er lagt fram erindi frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa frá 13. nóvember 2012 þar sem sótt er um leyfi til þess að byggja svalir á suðurhlið fyrstu, annarrar og þriðju hæðar og útbúa sérafnotaflöt fyrir kjallaraíbúð í húsinu á lóðinni nr. 4 við Hrefnugötu. Erindi var grenndarkynnt frá 22. nóvember til og með 20. desember 2012. Engar athugasemdir bárust. Útskrift úr gerðabók embættisafgreiðslufundar skipulagsstjóra frá 8. júní 2012 fylgir erindinu (v. fyrirspurnar, sjá fyrirspurnarerindi BN044556) ásamt umsögn skipulagsstjóra dags. 6. júní 2012.
Samþykki meðeigenda dags. 18. september 2012 fylgir erindinu. Umsögn burðarvirkishönnuðar dags. 05.11.2012 fylgir erindinu.
Gjald kr. 8.500

Samþykkt með vísan til viðauka um embættisafgreiðslur skipulagsfulltrúa við samþykkt um stjórn Reykjavíkurborgar.
Vísað til fullnaðarafgreiðslu byggingarfulltrúa.


8.13 Réttarsel 7-9, breyting á deiliskipulagi
Á fundi skipulagsfulltrúa var lagt fram erindi Jóns Halldórssonar dags. 18. desember 2012 varðandi breytingu á deiliskipulagi Seljahverfis, Skaga, Skriðu, Síðu og Réttarsels vegna lóðarinnar nr. 7-9 við Réttarsel. Í breytingunni felst skipting lóðar. Erindi er vísað til umsagnar hjá verkefnisstjóra og er nú lagt fram að nýju.

Frestað.

9.13 Háskóli Íslands, vestan Suðurgötu, breyting á deiliskipulagi, Stofnun Vigdísar Finnbogadóttur
Að lokinni auglýsingu er lögð fram að nýju umsókn Háskóla Íslands dags. 9. október 2012 um breytingu á deiliskipulagi Háskóla Íslands vestan Suðurgötu, reit A1, skv. uppdrætti Teiknistofu Arkitekta, dags. 3. okt. 2012. Um er að ræða aukið byggingarmagn vegna svæðis B, lóð Stofnunar Vigdísar Finnbogadóttur. Tillagan var auglýst frá 12. nóvember til og með 24. desember 2012. Engar athugasemdir bárust.

Samþykkt með vísan til heimilda um embættisafgreiðslur skipulagsfulltrúa í viðauka við samþykkt um stjórn Reykjavíkurborgar

10.13 Húsverndarsjóður Reykjavíkur, úthlutun styrkja 2013
Lögð fram tillaga skipulagsfulltrúa Reykjavíkur dags. 4.janúar 2013 um tilnefningu í starfshóp um styrki úr Húsverndarsjóði Reykjavíkur 2013. og tillaga að auglýsingu um styrki.

Vísað til umhverfis- og skipulagsráðs.

11.13 Bauganes 37, breyting á deiliskipulagi
Að lokinni grenndarkynningu er lagt fram að nýju erindi Ásdísar Káradóttur dags. 15. nóvember 2012 varðandi breytingu á deiliskipulagi Einarsnes vegna lóðarinnar nr. 37A við Bauganes. Í breytingunni felst að koma fyrir byggingarreit fyrir garðhús, samkvæmt uppdr. Tvíhorf sf. dags. 14. nóvember 2012. Tillagan var grenndarkynnt frá 22. nóvember til og með 20. desember 2012. Engar athugasemdir bárust.

Samþykkt með vísan til heimilda um embættisafgreiðslur skipulagsfulltrúa í viðauka við samþykkt um stjórn Reykjavíkurborgar

12.13 Einholt-Þverholt, lýsing, nýtt deiliskipulag
Að lokinni auglýsingu er lagt fram að nýju erindi Ask arkitekta dags. 17. ágúst 2012 ásamt tillögu um nýtt deiliskipulag á reitnum Einholt- Þverholt sem afmarkast af Einholti, Háteigsvegi, Þverholti og Stórholti. Tillagan felur í sér uppbygginu íbúða á suðurhluta reitsins samkvæmt uppdrætti og skýringarmynd dags. 15. október 2012. Einnig er lögð fram umsögn skipulagsstjóra dags. 2. október 2012. Tillagan var auglýst frá 5. nóvember til og með 17. desember 2012. Eftirtaldir aðilar sendu inn athugasemdir: Þórarinn Hauksson, 6 tölvupóstar dags. 8. nóvember og 1 tölvupóstur dags. 9. nóvember 2012, Katrín Baldursdóttir dags. 26. nóvember 2012, Gláma Kím dags. 28. nóvember 2012, Sara Björnsdóttir og Gulleik Lövskar dags. 3. desember 2012, Þorkell Pétursson dags. 5. desember 2012, Þórarinn Hauksson dags. 7. desember 2012, Hörður Már Tómasson og Helga Vollertsen dags. 15. desember 2012, Hallgrímur Sveinsson dags. 17. desember 2012, Þorbergur Kjartansson og Frauke Eckhoff dags. 17. desember 2012, Guðríður Ingvarsdóttir og Ingvar Þór Magnússon dags. 17. desember 2012.

Vísað til umsagnar hjá verkefnisstjóra.

13.13 Grundarland 10-16 vegna Grundarland 12, breyting á deiliskipulagi
Að lokinni grenndarkynningu er lagt fram að nýju erindi IP vara hf. dags. 16. nóvember 2012 varðandi breytingu á deiliskipulagi Fossvogshverfis, svæði 2 vegna lóðarinnar nr. 10-16 vegna hússins nr 12 við Grundarland. Í breytingunni felst stækkun á byggingarreit, samkvæmt uppdr. Úti og inni sf. dags. 7. nóvember 2012. Grenndarkynning stóð frá 23. nóvember 2012 til og með 21. desember 2012. Eftirtaldir aðilar sendu athugsemdir: María Sigurðardóttir og Bjarni Guðmundsson dags. 21. desember 2012.

Vísað til umsagnar hjá verkefnisstjóra.

14.13 Kvistaland 17-23, breyting á deiliskipulagi
Lagt fram erindi Guðlaugar Stellu Brynjólfsdóttur og Þorgríms Leifssonar dags. 2. janúar 2012 varðandi breytingu á deiliskipulagi Fossvogshverfis, svæði 3, vegna lóðarinnar nr. 17-23 við Kvistaland. Í breytingunni felst stækkun á byggingarreit við suð-austur horn hússins á lóð 19 við Kvistaland, samkvæmt uppdr. Tvíeyki ehf. ódags.

Samþykkt að grenndarkynna framlagða tillögu fyrir Kvistalandi 13, 15, 17, 21 og 23 þegar samþykki lóðarhafa liggur fyrir.