Einholt-Þverholt, Bergstaðastræti 13, Skólastræti 3, Nauthólsvegur 89, Réttarsel 7-9, Völvufell 11, Garðsendi 13, Framnesvegur 68, Framnesvegur 68, Haukdælabraut 11-15, Héðinsgata 10, Laugarásvegur 37, Brekknaás 9, Suðurhlíð 9, Klettaskóli, Almannadalur 25-29, Flugvöllur 106643, Klettagarðar 7 og 9, Korpúlfsstaðavegur-Go,

Embættisafgreiðslufundur skipulagsstjóra Reykjavíkur samkvæmt viðauka 2.4 við samþykkt um stjórn Reykjavíkurborgar.

424. fundur 2012

Ár 2012, föstudaginn 21. desember kl. 10:15, hélt skipulagsfulltrúi Reykjavíkur 424. embættisafgreiðslufund sinn til afgreiðslu mála án staðfestingar skipulagsráðs. Fundurinn var haldinn á skrifstofu skipulagsstjóra Borgartúni 12 - 14, 2. hæð, Stardalur. Fundinn sátu: Björn Axelsson og Helena Stefánsdóttir. Eftirtaldir embættismenn kynntu mál á fundinum: Hildur Gunnlaugsdóttir, Margrét Þormar, Valný Aðalsteinsdóttir, Guðlaug Erna Jónsdóttir, Björn Ingi Edvardsson og Hermann Georg Gunnlaugsson. Ritari var Harri Ormarsson.
Þetta gerðist:


1.12 Einholt-Þverholt, lýsing, nýtt deiliskipulag
Að lokinni auglýsingu er lagt fram að nýju erindi Ask arkitekta dags. 17. ágúst 2012 ásamt tillögu um nýtt deiliskipulag á reitnum Einholt- Þverholt sem afmarkast af Einholti, Háteigsvegi, Þverholti og Stórholti. Tillagan felur í sér uppbygginu íbúða á suðurhluta reitsins samkvæmt uppdrætti og skýringarmynd dags. 15. október 2012. Einnig er lögð fram umsögn skipulagsstjóra dags. 2. október 2012. Tillagan var auglýst frá 5. nóvember til og með 17. desember 2012. Eftirtaldir aðilar sendu inn athugasemdir: Þórarinn Hauksson, 6 tölvupóstar dags. 8. nóvember og 1 tölvupóstur dags. 9. nóvember 2012, Katrín Baldursdóttir dags. 26. nóvember 2012, Gláma Kím dags. 28. nóvember 2012, Sara Björnsdóttir og Gulleik Lövskar dags. 3. desember 2012, Þorkell Pétursson dags. 5. desember 2012, Þórarinn Hauksson dags. 7. desember 2012, Hörður Már Tómasson og Helga Vollertsen dags. 15. desember 2012, Hallgrímur Sveinsson dags. 17. desember 2012, Þorbergur Kjartansson og Frauke Eckhoff dags. 17. desember 2012, Guðríður Ingvarsdóttir og Ingvar Þór Magnússon dags. 17. desember 2012.
Vísað til umsagnar hjá verkefnisstjóra.

2.12 Bergstaðastræti 13, (fsp) viðbygging
Lögð fram fyrirspurn Guðrúnar Jóhönnu Guðmundsdóttur dags. 17. desember 2012 um að byggja viðbyggingu yfir hluta verandar íbúðar 0402 í húsinu á lóðinni nr. 13 við Bergstaðarstræti, samkvæmt uppdr. VA arkitekta ehf. dags. 13. desember 2012.
Kynna formanni umhverfis- og skipulagsráðs.

3.12 Skólastræti 3, Byggja svalir og geymslu
Lagt fram erindi frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa frá 11. desember 2012 þar sem sótt er um leyfi til að byggja svalir með steyptu handriði við suðausturhorn 2. hæðar, geymslu undir svalir með inngangi af lóð og til að breyta innra skipulagi einbýlishúss á lóð nr. 3 við Skólastræti.
Umsögn Húsafriðunarnefndar dags. 13 nóv. 2012, bréf frá hönnuði dags. 4. desember 2012 og samþykki eigenda Skólastrætis nr. 1, 3B og 5 fylgja erindinu.Stækkun: xx ferm., xx rúmm.Gjald kr. 8.500 + xx
Ekki gerð athugasemd við erindið. Samræmist deiliskipulagi.

4.12 Nauthólsvegur 89, Bráðabirgðabílastæði fyrir barnaskólann Öskju
Á fundi skipulagsfulltrúa 7. desember 2012 2012 var lagt fram erindi frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa frá 27. nóvember 2012 þar sem sótt er um bráðabirgðaleyfi fyrir 24 bílastæði og aðkeyrslu á lóð nr. 89 við Nauthólsveg vegna starfsemi barnaskólans Öskju á lóð nr. 87 við Nauthólsveg. Erindinu var vísað til umsagnar hjá verkefnisstjóra og er nú lagt fram að nýju ásamt drögum að umsögn skipulagsfulltrúa dags. 19. desember 2012.
Gjald kr. 8.500
Kynna formanni umhverfis- og skipulagsráðs.

5.12 Réttarsel 7-9, breyting á deiliskipulagi
Lagt fram erindi Jóns Halldórssonar dags. 18. desember 2012 varðandi breytingu á deiliskipulagi Seljahverfis, Skaga, Skriðu, Síðu og Réttarsels vegna lóðarinnar nr. 7-9 við Réttarsel. Í breytingunni felst skipting lóðar.
Vísað til umsagnar hjá verkefnisstjóra.

6.12 Völvufell 11, (fsp) - Breyta í íbúð
Á fundi skipulagsfulltrúa 16. nóvember 2012 var lagt fram erindi frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa frá 13. nóvember 2012 þar sem spurt er hvort leyft yrði að breyta í íbúðarhúsnæði, skólahúsi á lóð nr. 11 við Völvufell. Erindinu var vísað til umsagnar hjá verkefnisstjóra og er nú lagt fram að nýju ásamt umsögn skipulagsfulltrúa dags. 17. desember 2012.
Neikvætt, með vísan til umsagnar skipulagsfulltrúa dags. 17. desember 2012.

7.12 Garðsendi 13, (fsp) viðbygging
Á fundi skipulagsstjóra 14. desember 2012 var lögð fram fyrirspurn Jóns Hafbergs Björnssonar dags. 13. desember 2012 varðandi stækkun á byggingarreit fyrirhugaðs bílskúrs. Fyrirspurninni var vísað til umsagnar hjá verkefnisstjóra og er nú lögð fram að nýju ásamt umsögn skipulagsfulltrúa dags. 21. desember 2012.
Ekki gerð athugasemd við erindið með vísan til umsagnar skipulagsfulltrúa dags. 21. desember 2012. Byggingarleyfisumsókn verður grenndarkynnt berist hún.

8.12 Framnesvegur 68, (fsp) íbúðarhús
Á fundi skipulagsfulltrúa 14. desember 2012 var lögð fram fyrirspurn Hjörleifs Stefánssonar dags. 7. desember 2012 varðandi byggingu lítils íbúðarhúss á byggingarreit sem ætlaður er fyrir bílskúr á lóðinni nr. 68 við Framnesveg, samkvæmt uppdr. Gullinsnið ehf. dags. 6. desember 2012. Fyrirspurninni var vísað til umsagnar hjá verkefnisstjóra og er nú lögð fram að nýju ásamt umsögn skipulagsfulltrúa dags. 11. desember 2012.
Neikvætt, með vísan til umsagnar skipulagsfulltrúa dags.11. desember 2012.

9.12 >Framnesvegur 68, Reyndarteikningar
Lagt fram erindi frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa frá 18. desember 2012 sótt er um samþykki á reyndarteikningum sem felast í nýjum veröndum, stækkun kjallara að hluta undir upprunalegu húsi og undir allri viðbyggingunni frá 1982 ásamt tilfærslu á nokkrum innveggjum í einbýlishúsi á lóð nr. 68 við Framnesveg. Einnig er lögð fram umsögn skipulagsstjóra dags. 19. desember 2012.
Stækkun 49 ferm., 132 rúmm.
Gjald kr. 8.500 + 11.220
Ekki gerð athugasemd við erindið með vísan til umsagnar skipulagsfulltrúa dags. 19. desember 2012.

10.12 Haukdælabraut 11-15, Raðhús
Á fundi skipulagsfulltrúa 14. desember 2012 var lagt fram erindi frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa frá 11. desember 2012 þar sem sótt er um leyfi til að byggja raðhús, þrjá matshluta, á einni hæð með kjallara undir vesturhluta (mhl. 03) úr steinsteyptum samlokueiningum á lóð nr. 11-15 við Haukdælabraut. Erindinu var vísað til umsagnar hjá verkefnisstjóra og er nú lagt fram að nýju ásamt umsögn skipulagsfulltrúa dags. 17. desember 2012.
Stærð: Mhl. 01: Íbúð 162,9 ferm., bílgeymsla 26 ferm. Samtals 188,9 ferm., 642,4 rúmm.
Mhl. 02: Íbúð 163 ferm., bílgeymsla 26 ferm. Samtals 189 ferm., 642,6 rúmm.
Mhl. 03: 1. hæð íbúð 89,2 ferm., 2. hæð íbúð 125,1 ferm., bílgeymsla 26 ferm. Samtals 233,7 ferm., 936,7 rúmm.
Mhl. 01, 02, 03: 612,6 ferm., 2.222 rúmm.
Gjald kr. 8.500 + 188.845
Ekki eru gerðar athugasemdir við að umsækjandi láti vinna tillögu að breytingu á deiliskipulagi í samræmi við erindið, á eigin kostnað. Tillagan verður grenndarkynnt þegar hún berst.

11.12 Héðinsgata 10, búseta - dvalarleyfi
Á fundi skipulagsfulltrúa 14. desember 2012 var lagt fram bréf skrifstofu borgarstjórnar dags. 5. desember 2012 ásamt umsókn Spörvar líknarfélags um búsetu og dvalarleyfi að Héðinsgötu 10. Erindinu var vísað til umsagnar Faxaflóahafna s/f og er nú lagt fram að nýju ásamt umsögn Faxaflóahafna s/f dags. 20. desember 2012.
Neikvætt, með vísan til umsagnar Faxaflóahafna dags. 20. desember 2012.

12.12 Laugarásvegur 37, (fsp) bílgeymsla
Á fundi skipulagsfulltrúa 14. desember 2012 var lögð fram fyrirspurn Guðfinnu Tordarson dags. 11. desember 2012 varðandi byggingu bílgeymslu fyrir húsið á lóðinni nr. 37 við Laugarásveg. Fyrirspurninni var vísað til meðferðar hjá verkefnisstjóra og er nú lögð fram að nýju ásamt umsögn skipulagsstjóra dags. 17. desember 2012.
Ekki eru gerðar athugasemdir við erindið með vísan til skilyrða í umsögn skipulagsfulltrúa dags. 17. desember 2012.

13.12 Brekknaás 9, Breyting inni
Á fundi skipulagsfulltrúa 14. desember 2012 var lagt fram erindi frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa frá 23. október 2012 þar sem sótt er um leyfi til að breyta innra skipulagi og bæta við aðstöðu fyrir verslun, hestaleigu, hestaferðum, hestakerruleigu og kaffihúsi/veitingastofu í dýrahóteli á lóð nr. 9 við Brekknaás. Einnig er lögð fram umsögn stjórnar Fáks dags. 12. nóvember 2012. Erindinu var frestað og er nú lagt fram a nýju ásamt umsögn lögfræði og stjórnsýslu dags. 18. desember 2012.
Umsögn lögfræði og stjórnsýslu dags. 18. desember 2012 samþykkt.

14.12 Suðurhlíð 9, Klettaskóli, breyting á deiliskipulagi
Að lokinni auglýsingu er lögð fram tillaga umhverfis- og skipulagssviðs dags. í október 2012 varðandi breytingu á deiliskipulagi Suðurhlíða vegna lóðarinnar nr. 9 við Suðurhlíð (Klettaskóla). Í breytingunni felst uppbygging á lóðinni m.a. breyting á byggingarreit, aukning á byggingarmagni og því að gert er ráð fyrir boltagerði á lóðinni samkvæmt uppdrætti OG arkitekta dags. 22. október 2012. Tillagan var auglýst frá 12. nóvember til og með 24. desember 2012. Eftirtaldir aðilar sendu athugasemdir: Skarphéðinn Óskarsson og Valgerður Björnsdóttir dags. 14. desember, Elín G. Helgadóttir dags. 15. desember, Hafdís E. Ingvarsdóttir dags. 19. desember 2012Björk Georgsdóttir dags. 19. desember 2012, Georg Georgsson og Bylgja Óskarsdóttir dags. 19. desember 2012, Jón Pétur Jónsson dags. 20. desember 2012, Tryggvi Pétursson og Þóra Margrét Pálsdóttir dags. 21. desember 2012. Einnig er lagt fram tölvubréf íbúasamtaka 3. hverfis, Hlíða, Holta og Norðurmýrar dags. 21 desember 2012 þar sem óskað er eftir framlengingu á athugasemdafresti.
Samþykkt að framlengja athugasemdafrest til 15. janúar 2013.

15.12 Almannadalur 25-29, Svalir á gafl
Lagt fram erindi frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa frá 18. desember 2012 sótt er um leyfi til að koma fyrir svölum á vestur gafl á hesthúsinu nr. 25 á lóð nr. 25-29 við Almannadal.
Gjald kr. 8.500

Samræmist ekki deiliskipulagi.

16.12 Flugvöllur 106643, Stöðuleyfi - gámur
Á fundi skipulagsfulltrúa 30. nóvember 2012 var lagt fram erindi frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa frá 20. nóvember 2012 þar sem sótt er um stöðuleyfi fyrir skrifstofugám ca. 17.5 ferm. við flugskýli nr. 6 á Reykjavíkurflugvelli. Erindinu var vísað til umsagnar Isavia ohf. og er nú lagt fram að nýju ásamt umsögn Isavia ohf. dags. 19. desember 2012.
Stærð: XX ferm., XX rúmm. Gjald kr 8.500
Vísað til umsagnar hjá verkefnisstjóra.

17.12 Klettagarðar 7 og 9, (fsp) flytja húsnæði
Á fundi skipulagsfulltrúa 14. desember 2012 var lögð fram fyrirspurn Olgu Perlu dags. 10. desember 2012 um að flytja skrifstofuhúsnæði Hringrásar hf. af lóð nr. 9 yfir á lóð nr. 7 við Klettagarða. Fyrirspurninni var vísað til umsagnar Faxaflóahafna s/f og er nú lögð fram að nýju ásamt umsögn Faxaflóahafna dags. 20. desember 2012. Einnig lögð fram umsögn skipulagsstjóra dags. 21. desember 2012.
Ekki eru gerðar athugasemdir við erindið með vísan til umsagnar skipulagsstjóra, dags. 21. desember 2012.

18.12 Korpúlfsstaðavegur-Go, Breyting á brúm
Lagt fram erindi frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa frá 18. desember 2012 þar sem sótt er um leyfi til að byggja eina brú í stað tveggja yfir Korpu á golfvelli Golfklúbbs Reykjavíkur við Korpúlfsstaði.
Gjald kr. 8.500
Ekki gerð athugasemd við erindið.