Álfsnes, Sorpa, Bergstaðastræti 28, Mýrargata 2-8, Suðurgata 41-43, Bókhlöðustígur 2, Grandavegur 44, Laugavegur 163, Nökkvavogur 22, Skólavörðustígur 22A, Rauðagerði 47, Reitur 1.230, Bílanaustreitur, Óðinsgata 2, Í Úlfarsárlandi 123800, Stardalur 125879, Kjalarnes, Mógilsá, Lambhagavegur 25, Lóðarumsókn fyrir rugbyvöll, Tryggvagata, Heiðmörk, Bauganes 37, Brautarholt 7, Sóleyjarimi 4 og 6, Aragata 15, Grundarland 10-16 vegna Grundarland 12, Kirkjuteigur 21, Norðlingaholt, Stakkholt 2-4, Grensásvegur 50, Skólavörðustígur 40, Efstasund 25, Hrefnugata 4, Jökulgrunn 18-28 og 25-29, Smáragata 12, Völvufell 11, Vesturgata 6-10A/Tryggvagata 18, Reykjavíkurflugvöllur,

Embættisafgreiðslufundur skipulagsstjóra Reykjavíkur samkvæmt viðauka 2.4 við samþykkt um stjórn Reykjavíkurborgar.

419. fundur 2012

Ár 2012, föstudaginn 16. nóvember kl. 10:20, hélt skipulagsstjóri Reykjavíkur 419. embættisafgreiðslufund sinn til afgreiðslu mála án staðfestingar skipulagsráðs. Fundurinn var haldinn á skrifstofu skipulagsstjóra Borgartúni 12 - 14, 2. hæð, Stardalur. Fundinn sátu: Ágústa Sveinbjörnsdóttir og Marta Grettisdóttir. Eftirtaldir embættismenn kynntu mál á fundinum: Haraldur Sigurðsson, Margrét Þormar, Valný Aðalsteinsdóttir, Guðlaug Erna Jónsdóttir, Björn Ingi Edvardsson, Björn Axelsson, Margrét Leifsdóttir og Lilja Grétarsdóttir. Ritari var Einar Örn Thorlacius.
Þetta gerðist:


1.12 Álfsnes, Sorpa, bréf Umhverfisstofnunar
Lagt fram bréf Umhverfisstofnunar dags. 9. nóvember 2012 varðandi skipulagsáætlanir og framkvæmdaleyfi fyrir urðunarstað Sorpu bs. Álfsnesi.

Vísað til umsagnar hjá lögfræði og stjórnsýslu og verkefnisstjóra aðalskipulags.

2.12 Bergstaðastræti 28, (fsp) gistiheimili
Á fundi skipulagsstjóra 26. október 2012 var lögð fram fyrirspurn Gunnlaugar Jónassonar dags. 25. október 2012 varðandi gistiheimili í húsinu á lóðinni nr. 28 við Bergstaðastræti. Fyrirspurninni var vísað til umsagnar hjá verkefnisstjóra og er nú lögð fram að nýju ásamt umsögn skipulagsstjóra dags. 14.nóvember 2012

Umsögn skipulagsstjóra dags.14.nóvember 2012 samþykkt.

3.12 Mýrargata 2-8, (fsp) uppbygging á lóð
Lögð fram fyrirspurn Slippsins fasteignafélags og Icelandair hotels dags. 17. október 2012 varðandi uppbyggingu á lóðinni nr. 2-8 við Mýrargötu samkvæmt tillögum A og B frá THG arkitektum dags. 17. október 2012. Einnig er lagt fram minnisblað THG Arkitekta f.h. Slippsins fasteignafélags og Icelandair hotels.

Fyrirspurn vísað til fyrirhugaðrar deiliskipulagsvinnu Vesturbugtar.

4.12 Suðurgata 41-43, Bílastæði
Lagt fram erindi frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa frá 13. nóvember 2012 þar sem sótt er umleyfi til að breyta fyrirkomulagi og fjölda bílastæða og koma fyrir hliðaslá austan við húsið nr. 43 (Setberg) á lóð Þjóðminjasafnsins nr. 41-43 við Suðurgötu.
Sýnd eru 13 bílastæði austan hússins, þar af tvö fyrir fatlaða.
Jákvæð fyrirspurn BN044940 fylgir.
Gjald kr. 8.500

Kynna formanni skipulagsráðs.

5.12 Bókhlöðustígur 2, Stækkun kjallara, svalir
Lagt fram erindi frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa frá 13. nóvember 2012 þar sem sótt er um leyfi til að stækka kjallara til austurs og innrétta í honum eldhús og veitingasal fyrir 40 gesti og veitingaflokk II en á hæðinni og undir risi er íbúð í húsinu sem byggt var 1882 á lóðinni nr. 2 við Bókhlöðustíg.
Meðfylgjandi er umsögn Minjasafns Reykjavíkur dags. 26. október 2012 og Húsafriðunarnefndar dags. 29. október 2012.
Stærðir: 365,4 ferm., 1.055,2 rúmm.
Stækkun: 62,8 ferm., 306,2 rúmm.
Gjald kr. 8.500 + 26.027

Samþykkt að grenndarkynna framlagða tillögu fyrir hagsmunaaðilum að Laufásvegi 2, 2a, 3, 4, 4a, 5, 6 og 6a ásamt Bókhlöðustíg 4 og 6.

6.12 Grandavegur 44, (fsp) - Fjölbýlishús
Lagt fram erindi frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa frá 13. nóvember 2012 þar sem spurt er hvort leyft yrði að byggja 99 íbúða fjölbýlishús, átta hæðir og sú níunda inndregin á lóð nr. 44 við Grandaveg.

Vísað til meðferðar hjá verkefnisstjóra.

7.12 Laugavegur 163, (fsp) íbúðir og lyfta
Lögð fram fyrirspurn Aðalsteins Gíslasonar dags. 13. nóvember 2012 varðandi tvær íbúðir á efstu hæð hússins á lóðinni nr. 163 við Laugaveg og að koma fyrir lyftu. Lögð fram umsögn skipulagsstjóra dags.14.nóvember 2012.

Jákvætt með vísan til umsagnar skipulagsstjóra dags. 14. nóvember 2012

8.12 Nökkvavogur 22, Rishæð - breyting
Lagt fram erindi frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa frá 13. nóvember 2012 þar sem sótt er um leyfi til að innrétta fataherbergi og herbergi í rishæð koma fyrir kvisti á norðurhlið og kvisti og svalalokun á vesturhlið í húsinu á lóð nr. 22 við Nökkvavog.
Stækkun: 10,2 rúmm.
Gjald kr. 8.500 + 867

Vísað til umsagnar hjá verkefnisstjóra.

9.12 Skólavörðustígur 22A, (fsp) - Sameina tvær eignir
Lagt fram erindi frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa frá 13. nóvember 2012 þar sem spurt er hvort leyft yrði að sameina verslun á fyrstu hæð og kaffihús á annarri hæð í eina eign og starfrækja kaffihús á báðum hæðum hússins á lóðinni nr. 22A við Skólavörðustíg.

Ekki eru gerðar skipulagslegar athugasemdir við erindið.

10.12 Rauðagerði 47, (fsp) - Breyta í tvær íbúðir
Lagt fram erindi frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa frá 13. nóvember 2012 þar sem spurt er hvort leyfi fengist til að útbúa tvær íbúðir, þar sem íbúð efri hæðar verður 184 ferm., íbúð neðri hæðar 200 ferm. og taka í notkun óútgrafið rými um 110 ferm. í einbýlishúsinu á lóð nr. 47 við Rauðagerði. Einnig lögð fram umsögn skipulagsstjóra dags.16.nóvember 2012.

Neikvætt, með vísan til umsagnar skipulagsstjóra dags.16. nóvember 2012.

11.12 Reitur 1.230, Bílanaustreitur, bréf
Á fundi skipulagsstjóra 9. nóvember 2012 var lagt fram bréf Steinunnar Bjarnadóttur f.h. Húsfélagsins Mánatúni 3-5 dags. 3. nóvember 2012 um að deiliskipulag suður byggingarreitsins 1.230, Bílanaustreitur, verði endurskoðaður á þann hátt að dregið verði úr byggingarmagni á reitnum. Einnig er lögð fram áskorun 33. íbúa/eigenda í fjölbýlishúsunum að Mánatúni 3 og 5 mótt. 13. nóvember 2012. Erindinu var vísað til umsagnar lögfræði og stjórnsýslu og er nú lagt fram að nýju ásamt umsögn lögfræði og stjórnsýslu dags. 15. nóvember 2012.

Umsögn lögfræði og stjórnsýslu dags. 15. nóvember 2012 samþykkt.

12.12 Óðinsgata 2, (fsp) breytt notkun
Lögð fram fyrirspurn Rakelar Steinarsdóttur dags. 15. nóvember 2012 varðandi breytta notkun hússins á lóðinni nr. 2 við Óðinsgötu.

Vísað til umsagnar hjá verkefnisstjóra.

13.12 Í Úlfarsárlandi 123800, Fjarskiptaskýli og tréstaurar
Á fundi skipulagsstjóra 9. nóvember 2012 2012 var lagt fram erindi frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa frá 2. október 2012 þar sem sótt er um leyfi til að byggja tækjaskýli, 15,1 ferm. og 46,8 rúmm. að stærð og reisa tvo 10 metra tréstaura vegna fjarskiptaþjónustu á lóð nr. 173282 á toppi Úlfarsfells. Einnig er lögð fram umsögn Flugmálastjórnar Íslands dags. 17. október 2012, umsögn Isavia ohf. dags. 17. október 2012, umsögn Geislavarna ríkisins dags. 1. nóvember 2012, umsögn Póst- og fjarskiptastofnunar um aðstöðu dags. 13. október og um byggingarleyfi fyrir sendistað dags. 29. október 2012 og bókun skipulagsnefndar Mosfellsbæjar dags. 31. október 2012. Erindinu var vísað til meðferðar lögfræði og stjórnsýslu og er nú lagt fram að nýju ásamt minnisblaði lögfræði og stjórnsýslu dags. 15. nóvember 2012.
Gjald kr. 8.500 + 3.978

Vísað til skipulagsráðs.

14.12 Stardalur 125879, (fsp) afmörkun spildu
Á fundi skipulagsstjóra dags. 25. febrúar 2011 var lagt fram bréf Ingu Fanneyjar Egilsdóttur dags. 21. febrúar 2011 varðandi afmörkun tæplega eins hektara spildu úr landi Stardals. Erindið nú lagt fram að nýju ásamt umsögn skipulagsstjóra dags. 4. mars 2011 breytt 16. nóvember 2012.

Neikvætt, með vísan til umsagnar skipulagsstjóra dags.16. nóvember 2012.

15.12 Kjalarnes, Mógilsá, (fsp) framkvæmdaleyfi
Lögð fram fyrirspurn Helga Gíslasonar f.h. Skógræktarfélag Reykjavíkur dags. 15. október 2012 varðandi framkvæmdaleyfi á hluta Esjustígs á landi Mógilsár á Kjalarnesi. Einnig er lagt fram bréf fjármála og efnahagsráðuneytisins dags. 9. nóvember 2012.

Frestað

16.12 Lambhagavegur 25, (fsp) hesthús
Á fundi skipulagsstjóra 9. nóvember 2012 var lögð fram fyrirspurn Örvars Daða Marinóssonar og Margrétar Erlu Guðmundssonar dags. 5. nóvember 2012 um að breyta skemmu í hesthús á lóð nr. 25 við Lambhagaveg. Fyrirspurninni var vísað til umsagnar hjá verkefnisstjóra og er nú lögð fram að nýju ásamt umsögn skipulagsstjóra dags. 14.nóvember 2012.

Umsögn skipulagsstjóra dags.14. nóvember 2012 samþykkt.

17.12 Lóðarumsókn fyrir rugbyvöll, bréf
Á fundi skipulagsstjóra 26. október 2012 var lagt fram bréf Íþrótta- og tómstundasviðs dags. 11. október 2012 þar sem óskað er eftir umsögn umhverfis- og skipulagssviðs á hugmynd Rugbyfélagsins á staðsetningu Rugbyvallar á Gufunesi. Erindinu var vísað til umsagnar heilbrigðiseftirlits Reykjavíkur og er nú lagt fram að nýju ásamt umsögn Heilbrigðiseftirlits Reykjavíkur dags. 15. nóvember 2012.

Vísað til umsagnar hjá verkefnisstjóra.

18.12 Tryggvagata, (fsp) veitingavagn
Á fundi skipulagsstjóra 9. nóvember 2012 var lögð fram fyrirspurn Nadege Francois dags. 24. ágúst 2012 varðandi staðsetningu veitingavagns í miðbæ Reykjavíkur. Fyrirspurninni var vísað til umsagnar hjá lögfræði og stjórnsýslu og er nú lögð fram að nýju ásamt umsögn lögfræði og stjórnsýslu dags. 19.september 2012. Einnig er lögð fram umsögn afgreiðslunefndar um götur og torgsölu dags. 18. október 2012. Fyrirspurninni var vísað til umsagnar hjá verkefnisstjóra og er nú lögð fram að nýju ásamt umsögn skipulagsstjóra dags. 13.nóvember 2012.

Umsögn skipulagsstjóra dags.13. nóvember 2012 samþykkt.

19.12 Heiðmörk, nýtt deiliskipulag
Að lokinni auglýsingu er lögð fram að nýju tillaga Landmótunar dags. 6. júlí 2012 að deiliskipulagi fyrir Heiðmörk samkvæmt meðfylgjandi greinargerð, deiliskipulagsuppdrætti og umhverfisskýrsla, dags. 6. júlí 2012. Einnig eru lagðar fram umsagnir og bréf sem bárust við fyrri umfjöllun málsins. Umsagnir Vegagerðarinnar dags. 20. ágúst 2010, Heilbrigðiseftirlits Reykjavíkur dags. 13. september 2010 ásamt bókun Umhverfis- og samgönguráðs s.d., umsögn Fornleifaverndar ríkisins dags. 14. september 2010, umsögn Landsnets dags. 14. september 2010, umsögn Orkuveitu Reykjavíkur dags. 21. september 2010, umsögn Veiðimálastofnunar dags. 22. september 2010, umsögn Veiðifélags Elliðavatns dags. 21. september 2010 ásamt rannsóknarskýrslu Veiðimálastofnunar, umsögn og bókun skipulagsnefndar Kópavogs, ásamt beiðni um samráðsfund dags. 22. september 2010 og umsögn Umhverfisstofnunar dags. 8. nóvember 2010. Samrit af erindi Kópavogsbæjar barst frá skrifstofu borgarstóra s.d., athugasemdir og umsögn skógræktar ríkisins dags. 27. september 2010, athugasemdir Kópavogsbæjar dags. 25. október 2010, Bergljót Rist dags. 1. nóvember 2010 og athugasemdir Garðabæjar dags. 3. nóvember 2010. Einnig lagt fram bréf Orkuveitunnar dags. 21. desember 2010 umsögn Heilbrigðiseftirlits Reykjavíkur dags. 17. janúar 2011 um bréf OR frá 21. desember 2010, umsögn Umhverfis- og samgöngusviðs dags. 23. mars 2011, bréf Orkuveitu Reykjavíkur dags. 9. júní 2011 og bókun umhverfis- og samgönguráðs frá 26. júní 2012. Tillagan var auglýst frá 1. ágúst til og með 12. september 2012. Eftirtaldir aðilar sendu inn athugasemdir: Jón Halldór Gunnarsson dags. 21. ágúst 2012., Garðabær, skipulagsstjóri dags. 31. ágúst, Einar Hallsson, Aðalsteinn Sigfússon, Vala Friðriksdóttir, Júlíus Jónasson, Ingibjörg Ingadóttir, Sigrún Haraldsdóttir, Mikael Tal Grétarsson, Linda Gunnlaugsdóttir, Börkur Hansen, Berglind Sveinsdóttir, Þormar Ingimarsson, Elías Hartmann, Ólöf Rún Tryggvadóttir, Valdimar Snorrason, Eggert Gunnarsson, Ragnheiður Reynisdóttir, Finnur Kristinsson, Helga Steinarsdóttir, Brenda Pretlove, Kristbjörg Hjaltadóttir, Róbert Hannesson, Ása Hreggviðsdóttir, Gísli B. Björnsson, Arndís B. Bjargmundsdóttir, Helga S. Magnúsdóttir, Jón Davíð Hreinsson, Valdimar Grímsson, Andrea R. Óskarsdóttir, Rósa Eiríksdóttir, Þórunn Stefánsdóttir, Ósk Sch. Thorsteinsson, Ingibjörg Guðmundsdóttir, Ásta Briem, Guðrún Hannesdóttir, Ragnar V. Petersen, Sigurður V. Halldórsson, Vilhjálmur Skúlason, Páll Briem, Eysteinn Eiríksson, Þorsteinn Einarsson, Árni Ingason, Sæþór Fannberg og Jónína Gunnarsdóttir, Stefan Aadnegaard, Andrea Skúladóttir, Ragnar Ólafsson og Jóhanna G.Z. Jónsdóttir, Þórður Adolfsson, Magnús Ásmundsson og Katrín Fjeldsted J., Andrés Andrésson, Ingibjörg Þ. Ólafsdóttir, Sandra Wesphal-Wiltschek, Hafrún H. Magnúsdóttir, Gitte Nörgaard, Pétur Andersen og Andrea Gunnarsdóttir, Guðrún Sigtryggsdóttir, Guðmundur Þór Þórhallsson, Örn Óskarsson, Svandís B. Kjartansdóttir, Guðmundur Guðlaugsson, Bergþóra K. Magnúsdóttir og Árni Einarsson og Unnur Þ. Jökulsdóttir, dags. 3. september 2012, Örn Sveinsson, Ásgeir Heiðar, Friðrik Friðriksson, Böðvar Guðmundsson, Jónas R. Jónsson, Anna Dóra Guðmundsdóttir, Sigurður Ársælsson, Magnús Magnússon, Sveinn Skúlason, Ágústa, Þórdís J., Þórdís G., Berglind og Ólöf, félagar í Gusti, Hreinn Úlfarsson, Hlín Hólm, Esther Ósk Ármannsdóttir, Níels Eyjólfsson, Þorvaldur Sigurðsson, Freyja Imsland, Jónína G. Kristinsdóttir, Eyjólfur Pétursson, Þórdís Sigurðardóttir, Elva Dís Adolfsdóttir, Inga M. Friðriksdóttir, Svandís B. Kjartansdóttir, Gunnhildur Tómasdóttir, Kristín E. Reynisdóttir, Hagalín V. Guðmundsson, Nadia K. Banine, Þórdís A. Gylfadóttir, Karen S. Kristjánsdóttir, Haukur Þór H., Jón Bjarnason, Pétur A. Maack, Sigrún L. Guðmundsdóttir, Jón Pétursson, Edda S. Þorsteinsdóttir, Helga Skowronski, Þorlákur Á. Pétursson, Ásdís Jóhannesdóttir og Unnar G. Guðmundsson, Guðrún K. Jóhannsdóttir, Margrét D. Halldórsdóttir, Sigrún Aadnegaard, Guðbjörg Sveinbjörnsdóttir, Ragnheiður L. Jónsdóttir, Hilmar Svavarsson, Unnur Sigurþórsdóttir, G. Lilja Sigurþórsdóttir, Ingibjörg Ólafsdóttir, Edda S. Gísladóttir, Hulda G. Geirsdóttir, Brynja Guðmundsdóttir, dags. 4. september 2012, Ásgeir P. Guðmundsson, Kristín Svavarsdóttir, Stella B. Kristinsdóttir, Þór Sigþórsson, Friðrik J. Klausen, Guðni Jónsson, Magnús Ómarsson, Berglind Karlsdóttir, Sigurður S. Snorrason, Vigdís H. Sigurðardóttir, Páll Kr. Svansson, Hilda K. Garðarsdóttir, Magnús J. Kjartansson, Brynjar Kvaran, Guðbjörg Ólafsdóttir, Guðrún Oddsdóttir, Unndór Jónsson, María Rúnarsdóttir, Skarphéðinn Erlingsson, Kristján Þ. Finnsson, Hestamannafélagið Fákur, Unnur Jökulsdóttir og Árni Einarsson, Símon R. Unndórsson, Rakel Sigurhansdóttir, Bryndís Einarsdóttir, Hanna Dóra Hjartardóttir, Magnús Magnússon, Haraldur Guðfinnsson, Guðmundur Arnarsson, Sævar Haraldsson, Þorgrímur Hallgrímsson, Smári Ólafsson, Ingibjörg Hilmarsdóttir, Heimir Ingimarsson, Hildur Ágústsdóttir, Valka Jónsdóttir, Bryndís Valbjarnardóttir, Helga M. Jóhannsdóttir, Óskar Friðbjörnsson, Margrét Friðriksdóttir, dags. 5. september 2012, Lára Hallgrímsdóttir, Hildur Guðfinnsdóttir, Sigurður Reynisson, Marteinn Jónsson, Ómar V. Maack, Ragna Emilsdóttir, Þóra Jónsdóttir, María H. Magnúsdóttir, Sigurður Leifsson, Kjartan B. Guðmundsson, Rós Ingadóttir og Rakel Kjartansdóttir, Kristinn Hugason, Guðrún Thorsteinsson, Lilja Árnadóttir, Anna Guðmundsdóttir, Ævar P. Pálmason, dags. 6. september 2012, Þuríður Sigurðardóttir, Anna K. Guðmundsdóttir, Hrafnkell Sigtryggsson, Katrín Gísladóttir dags. 7. september 2012, Óttar M. Bergmann, Árni S. Jónsson, Ásta M. Jensen, Marie G. Rasmussen, Magnús B. Björnsson, Jón I. Young og Katrine B. Jensen, Dagný Bjarnadóttir, greinargerð og uppdráttur f.h. hestamannafélaga á stór Rvk.svæði. dags. 8. september 2012, Sólrún M. Reginsdóttir og Garðar Briem f.h. Elliðavatnsbletta fél. sumarhúsaeigenda, dags. 9. september 2012, Helga Hermannsdóttir, Hrefna M. Karlsdóttir, Reynir Magnússon, Hrund Birgisdóttir, Linda Bentsdóttir, Berglind Ragnarsdóttir, Kristín Jónasdóttir, Sveinn Ragnarsson, Eiríkur Þór Magnússon, Margrét Eva Árnadóttir, Árni Gunnarsson, Maríanna Gunnarsdóttir, Guðrún Hauksdóttir, Óskar Örn Árnason, Sjöfn Óskarsdóttir, Gréta V. Guðmundsdóttir, Anna Ólafsdóttir, Kai Westphal, Þorvaldur E. Sæmundsen, Kolfinna Guðmundsdóttir, Hrafnhildur Stefánsdóttir, Þórhallur H. Reynisson, Hildur Einarsdóttir, Anna S. Sigmundsdóttir dags., 10. september 2012, Hafrún Ó. Sigurhansdóttir, Unnur G. Ásgeirsdóttir, Dagný Egilsdóttir, Magnús Kristinsson og Freyja R. Magnúsdóttir, Heiðrún Sigðurðardóttir, Valdimar Ármann, Fjáreigendafélag Reykjavíkur, Hörður Hákonarson, Hallgerður Hauksdóttir, Bergljót Rist, Anna G. Friðleifsdóttir, Anna B. Snæbjörnsdóttir, Hallveig Fróðadóttir, Bryndís Jónsdóttir, Anna F. Gísladóttir, Guðný R. Sigurjónsdóttir, Davíð Bragason, Selma R. Gestsdóttir, Ragnheiður B. Hreinsdóttir, Bergsteinn Björgúlfsson, Ólína Sveinsdóttir.Jórunn Rothenborg, María G. Pétursdóttir, Hildur Arnar, Auðna Ágústsdóttir, Sigríður Jónsdóttir, Maja V. Roldsgård, Ásgerður Gissurardóttir, Ásdís Haraldsdóttir, Sólveig Ásgeirsdóttir, Ari Harðarson, Svanhildur Ævarr, Bjarnveig Eiríksdóttir, Bjarni Benediktsson, dags. 11. september 2012, Aðalheiður Auðunsdóttir, Þórunn Þórarinsdóttir, Claudia Schenk, Arndís B. Bjargmundsdóttir, Halldór H. Halldórsson og Sigríður B. Hólmsteinsdóttir, Hrönn A. Gestsdóttir, Kristín H. Sveinbjarnardóttir, Sveinbjörn Garðarsson og Björg Stefánsdóttir, Auðunn Hermannsson, Þórdís Guðmundsdóttir, Guðmundur R. Benediktsson, Sveinn A. Gunnarsson, Ingibjörg G. Geirsdóttir, Jón Sigurðsson, Hrefna Einarsdóttir, Sigmundur Einarsson, Sigrún Jónsdóttir, Valgerður J. Þorbjörnsdóttir, Máni Fjalarsson, Hulda Jóhannsdóttir, Guðrún E. Leifsdóttir, Jón Benjamínsson, Elín D. Wyszomirski, Hestamannafélagið Sörli og undirskriftarlisti með 346 nöfnum dags. 12. september 2012 Kristjana U. Valdimarsdóttir, Jónas Friðbertsson og Sveinbjörn Guðjohnsen dags. 13. september 2012 og Samúel Örn Erlingsson dags. 15. september 2012 og Páll R. Magnússon 18. september 2012. Að loknum athugasemdarfresti bárust eftirtaldar athugasemdir: Kristín T. Hafsteinsdóttir, Hafsteinn Pálsson og Jóhanna Kristín Guðmundsdóttir dags. 27. september 2012, skipulagsstjóri Kópavogsbæjar, dags. 2. okt. 2012. Lögð fram umsögn Heilbrigðiseftirlits Reykjavíkur dags. 30. ágúst 2012, umsögn Orkuveitu Reykjavíkur dags. 11. september 2012, umsögn Umhverfisstofnunar dags. 11. október 2012 og bréf skipulagsstofnunar dags. 12. september 2012. Einnig er lögð fram umsögn Orkuveitu Reykjavíkur dags. 5. nóvember 2012 og umsögn skipulagsstjóra dags. 29. október 2012. Jafnframt eru lagðar fram athugasemdir Skógræktarfélags Reykjavíkur dags. 13. nóvember 2012 við umsögn Orkuveitur Reykjavíkur frá 5. nóvember 2012.
Allar athugasemdir í einu skjali.

Kynna formanni skipulagsráðs.

20.12 Bauganes 37, breyting á deiliskipulagi
Lagt fram erindi Ásdísar Káradóttur dags. 15. nóvember 2012 varðandi breytingu á deiliskipulagi Einarsnes vegna lóðarinnar nr. 37A við Bauganes. Í breytingunni felst að koma fyrir byggingarreit fyrir garðhús, samkvæmt uppdr. Tvíhorf sf. dags. 14. nóvember 2012.

Samþykkt að grenndarkynna framlagða tillögu fyrir hagsmunaaðilum að Bauganesi 35, 35a og 39.

21.12 Brautarholt 7, breyting á deiliskipulagi
Lagt fram erindi Arkþing dags. 16.nóvember 2012 varðandi breytingu á deiliskipulagi vegna lóðarinnar nr. 7 við Brautarholt. Í breytingunni felst að breyta notkun lóðarinnar úr atvinnustarfssemi/stofnun í námsmannaíbúðir, samkvæmt uppdrætti Arkþings ehf. dags. 16. nóvember 2012.

Kynna formanni skipulagsráðs.

22.12 Sóleyjarimi 4 og 6, (fsp) stækkun á byggingarreit o.fl.
Lögð fram fyrirspurn Hans Olav Andersen dags. 15. nóvember 2012 varðandi færslu á bílastæðum, stækkun á byggingarreit o.fl., samkvæmt uppdr. Teiknistofunnar Tröð dags. 5. nóvember 2012.

Vísað til meðferðar hjá verkefnisstjóra.

23.12 Aragata 15, Stækka sorpgeymslu og br. þaki bílskúrs
Lagt fram erindi frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa frá 13. nóvember 2012 þar sem sótt er um leyfi til að breyta áður samþykktu erindi BN043742 þannig að sorpgeymsla sem er staðsett inni í bílskúr er stækkuð. Við það færist hurðarop á framhlið bílskúrs og þak á bílskúr verður gert einhalla að húsi á lóð nr. 15 við Aragötu.
Gjald kr. 8.500

Ekki eru gerðar skipulagslegar athugasemdir við erindið.

24.12 Grundarland 10-16 vegna Grundarland 12, breyting á deiliskipulagi
Lagt fram erindi IP vara hf. dags. 16. nóvember 2012 varðandi breytingu á deiliskipulagi Fossvogshverfis, svæði 2 vegna lóðarinnar nr. 10-16 vegna hússins nr 12 við Grundarland. Í breytingunni felst stækkun á byggingarreit, samkvæmt uppdr. Úti og inni sf. dags. 7. nóvember 2012.

Samþykkt að grenndarkynna framlagða tillögu fyrir hagsmunaaðilum að Goðalandi 5, 7, 9, 11, 13 og 15 og Grundarlandi 6, 8, 10, 14 og 16.

25.12 Kirkjuteigur 21, breyting á deiliskipulagi
Bréf skipulagsstofnunar dags. 9. nóvember 2012 þar sem gerð er athugasemd við erindi.

Verkefnastjóra falið að svara erindinu.

26.12 Norðlingaholt, (fsp) umferð
Á fundi skipulagsstjóra 9. nóvember 2012 var lagt fram bréf borgarstjóra dags. 1. nóvember 2012 þar sem f.h. borgarráðs er óskað eftir svörum frá umhverfis- og skipulagssviði á fyrirspurn borgarráðsfulltrúa Sjálfstæðisflokksins um skipulag í Norðlingaholti. Erindinu var frestað og er nú lagt fram að nýju.

Lagt fram svarbréf skipulagsstjóra dags.13. nóvember 2012.

27.12 Stakkholt 2-4, Fjölbýlishús
Lagt fram erindi frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa frá 13. nóvember 2012 þar sem sótt er um leyfi til að byggja staðsteypt íbúðar- og atvinnuhús einangrað að utan og klætt áli. Húsið skiptist í sex matshluta, fimm mishá stigahús með 139 2-4 herbergja íbúðum, verslunar- og þjónusturýmum og bílakjallara fyrir 144 bíla og verður nr. 2A, 2B, 4A, 4B og 3A og 3B á lóð nr. 2-4 við Stakkholt.
Stærðir:
Mhl.01, bílakjallari: 4500 ferm.
Mhl.02, íbúðir: 4415,7 ferm.
Mhl.03, íbúðir: 2.338,3 ferm.
Mhl.04, íbúðir: 3.795,3 ferm.
Mhl.05, íbúðir: 1.573,8 ferm.
Mhl.06, íbúðir: 2.227 ferm.
Samtals 12.120 ferm., 41.430 rúmm.
Gjöld kr. 8.500 + 3.521.550

Frestað. Umsækjandi hafi samband við embættið.

28.12 Grensásvegur 50, (fsp) - Dýralæknastofa
Lagt fram erindi frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa frá 13. nóvember 2012 þar sem spurt er hvort leyft yrði að starfrækja dýralæknastofu á fyrstu hæð atvinnuhússins á lóðinni nr. 50 við Grensásveg.
Leigusamningur (tölvubréf dags. 16 október 2012) fylgir erindinu

Ekki eru gerðar skipulagslegar athugasemdir við erindið.

29.12 Skólavörðustígur 40, Breyting inni
Lagt fram erindi frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa frá 13. nóvember 2012 þar sem sótt er um leyfi fyrir ýmsum minni háttar breytingum á nýsamþykktu erindi, BN044819, m. a. að einangra kjallara að utan í fjölbýlishúsi á lóð nr. 40 við Skólavörðustíg.
Stækkun frá fyrra erindi: 9,5 ferm., 19,3 rúmm.
Gjald kr. 8.500 + 1.641

Ekki eru gerðar skipulagslegar athugasemdir við erindið.

30.12 Efstasund 25, (fsp) viðbygging
Lögð fram fyrirspurn Lindu Laufdal dags. 12. nóvember 2012 um að byggja við húsið á lóðinni nr. 25 við Efstasund og að koma fyrir svölum á þaki viðbyggingar.

Vísað til umsagnar hjá verkefnisstjóra.

31.12 Hrefnugata 4, Svalir
Lagt fram erindi frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa frá 13. nóvember 2012 þar sem sótt er um leyfi til þess að byggja svalir á suðurhlið fyrstu, annarrar og þriðju hæðar og útbúa sérafnotaflöt fyrir kjallaraíbúð í húsinu á lóðinni nr. 4 við Hrefnugötu.
Útskrift úr gerðabók embættisafgreiðslufundar skipulagsstjóra frá 8. júní 2012 fylgir erindinu (v. fyrirspurnar, sjá fyrirspurnarerindi BN044556) ásamt umsögn skipulagsstjóra dags. 6. júní 2012.
Samþykki meðeigenda dags. 18.09.2012 fylgir erindinu.
Umsögn burðarvirkishönnuðar dags. 05.11.2012 fylgir erindinu.
Gjald kr. 8.500

Samþykkt að grenndarkynna framlagða tillögu fyrir hagsmunaaðilum að Hrefnugötu 2 og 6 og Kjartansgötu 1, 3 og 5.

32.12 Jökulgrunn 18-28 og 25-29, breyting á deiliskipulagi
Lagt fram erindi Baldurs Ásgeirssonar dags. 13. nóvember 2012 varðandi breytingu á deiliskipulagi Laugarás-Hrafnista vegna lóðanna nr. 18-28 og 25-29 við Jökulgrunn. Í breytingunni felst að byggja sólstofur á austurhlið húsanna, samkvæmt uppdr. THG Arkitekta dags. 7. nóvember 2012. Einnig er lagt fram samþykki Auðuns Eiríkssonar, Gunnars Guðjónssonar og Sigrúnar Runólfsdóttur f.h. félags húseigenda við Jökulgrunn

Umsækjandi hafi samband við embættið.

33.12 Smáragata 12, Þak, kvistur og svalir
Lagt fram erindi frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa frá 13. nóvember 2012 þar sem sótt er um leyfi til að gera breytingar innanhúss, endurnýja þak og byggja þrjá kvisti, byggja nýjar svalir til vesturs, fjarlægja skorstein, byggja úr steinsteypu með timburþaki geymsluskúr á lóð, gera nýjan sérinngang á austurhlið og útgang úr kjallara, sbr. fyrirspurn BN043116, á íbúðarhúsi á lóð nr. 12 við Smáragötu.
Meðfylgjandi er samkomulag eigenda dags. 12. desember 2011, þinglýstur eignaskiptasamningur frá apríl 1992 og afsal frá júní 1992 og íbúðarskoðun byggingarfulltrúa dags. 3. febrúar 2012. Einnig meðfylgjandi samþykki eigenda á smækkuðum (A-3) teikningum.
Stækkun húss: 8,96 rúmm.
Geymsluskúr: 25 ferm., 67,3 rúmm.
Útskrift úr gerðabók embættisafgreiðslufundar skipulagsstjóra frá 20. apríl 2012 ásamt umsögn skipulagsstjóra frá 18. apríl 2012 fylgja erindinu og útskrift úr gerðabók embættisafgreiðslufundar skipulagsstjóra frá 14. september 2012. Einnig fylgir bréf skipulagsstjóra dags. 17.9. 2012.
Gjald kr. 8.000 + 5.384 + 762

Frestað

34.12 Völvufell 11, (fsp) - Breyta í íbúð
Lagt fram erindi frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa frá 13. nóvember 2012 þar sem spurt er hvort leyft yrði að breyta í íbúðarhúsnæði, skólahúsi á lóð nr. 11 við Völvufell.

Vísað til umsagnar hjá verkefnisstjóra.

35.12 Vesturgata 6-10A/Tryggvagata 18, (fsp) - Breyta úr flokki 1 í flokk 3
Lagt fram erindi frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa frá 13. nóvember 2012 þar sem spurt er hvort leyft yrði að breyta úr flokki I í flokk III veitingahúsi nr. 6-10A við Vesturgötu á lóðinni Vesturgötu 6-10A/Tryggvagötu 18

Vísað til umsagnar hjá verkefnisstjóra.

36.12 Reykjavíkurflugvöllur, frumvarp til laga
Lagt fram bréf borgarstjóra dags. 14. nóvember 2012 þar sem óskað er umsagnar skipulagsráðs á frumvarpi til laga um miðstöð innanlandsflugs.

Vísað til skipulagsráðs.