Gufunes, Ánanaust 8, Í Úlfarsárlandi 123800, Lambhagavegur 25, Tryggvagata, Útilistaverk, Bauganes 25A, Klettagarðar 5, Laugavegur 28, Njörvasund 10, Reitur 1.230, Bílanaustreitur, Vesturbrún 6, Baldursgata 32, Baldursgata 34, Fiskislóð 43, Njálsgata 12A, Sætún 1, Grandagarður 15-37, Hverfisgata 57, Hörpugata 14, Keilugrandi 1, Tjarnargata 11, Vesturgata 6-10A, Laugavegur 20-20A, Þorragata 1, Árvað 1, Norðlingaholt, Landsskipulagsstefna,

Embættisafgreiðslufundur skipulagsstjóra Reykjavíkur samkvæmt viðauka 2.4 við samþykkt um stjórn Reykjavíkurborgar.

418. fundur 2012

Ár 2012, föstudaginn 9. nóvember kl. 10:20, hélt skipulagsstjóri Reykjavíkur 418. embættisafgreiðslufund sinn til afgreiðslu mála án staðfestingar skipulagsráðs. Fundurinn var haldinn á skrifstofu skipulagsstjóra Borgartúni 12 - 14, 2. hæð, Stardalur. Fundinn sátu: Ágústa Sveinbjörnsdóttir og Marta Grettisdóttir Eftirtaldir embættismenn kynntu mál á fundinum: Björn Ingi Edvardsson, Valný Aðalsteinsdóttir, Margrét Þormar, Lilja Grétarsdóttir, Guðlaug Erna Jónsdóttir og Margrét Leifsdóttir. Ritari var Einar Örn Thorlacius
Þetta gerðist:


1.12 Gufunes, höggmyndagarður
Lagt fram erindi Hallsteins Sigurðssonar dags. 8. nóvember 2012 varðandi afmörkun svæðis fyrir höggmyndagarð í Gufunesi ásamt gestastæðum utan svæðis.

Vísað til meðferðar hjá verkefnisstjóra.

2.12 Ánanaust 8, (fsp) stækkun lóðar
Lögð fram fyrirspurn Sorpu bs dags. 17. október 2012 varðandi stækkun lóðarinnar nr. 8 við Ánanaust fyrir núverandi endurvinnslustöðvar, samkvæmt uppdr. Arkþing ehf. dags. 8. október 2012. Einnig lögð fram umsögn skipulagsstjóra dags. 9.nóvember 2012

Umsögn skipulagsstjóra dags.9. nóvember 2012 samþykkt.

3.12 Í Úlfarsárlandi 123800, Fjarskiptaskýli og tréstaurar
Á fundi skipulagsstjóra 12. október 2012 var lagt fram erindi frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa frá 2. október 2012 þar sem sótt er um leyfi til að byggja tækjaskýli, 15,1 ferm. og 46,8 rúmm. að stærð og reisa tvo 10 metra tréstaura vegna fjarskiptaþjónustu á lóð nr. 173282 á toppi Úlfarsfells. Erindinu var vísað til meðferðar hjá verkefnisstjóra. Erindinu var vísað til umsagnar Póst- og fjarskiptastofnunar, Geislavarna ríkisins, Mosfellsbæjar, Flugmálastjórnar Íslands og Isavia ohf. og er nú lagt fram að nýju ásamt umsögn Flugmálastjórnar Íslands dags. 17. október 2012, umsögn Isavia ohf. dags. 17. október 2012, umsögn Geislavarna ríkisins dags. 1. nóvember 2012, umsögn Póst- og fjarskiptastofnunar um aðstöðu dags. 13. október og um byggingarleyfi fyrir sendistað dags. 29. október 2012 og bókun skipulagsnefndar Mosfellsbæjar dags. 31. október 2012.
Gjald kr. 8.500 + 3.978

Vísað til meðferðar lögfræði og stjórnsýslu

4.12 Lambhagavegur 25, (fsp) hesthús
Lögð fram fyrirspurn Örvars Daða Marinóssonar og Margrétar Erlu Guðmundssonar dags. 5. nóvember 2012 um að breyta skemmu í hesthús á lóð nr. 25 við Lambhagaveg.

Vísað til umsagnar hjá verkefnisstjóra.

5.12 Tryggvagata, (fsp) veitingavagn
Á fundi skipulagsstjóra 21. september 2012 var lögð fram fyrirspurn Nadege Francois dags. 24. ágúst 2012 varðandi staðsetningu veitingavagns í miðbæ Reykjavíkur. Fyrirspurninni var vísað til umsagnar hjá lögfræði og stjórnsýslu og er nú lögð fram að nýju ásamt umsögn lögfræði og stjórnsýslu dags. 19.september 2012. Erindi var vísað til meðferðar hjá afgreiðsluhópi um götu- og torgleyfi og er nú lagt fram að nýju ásamt umsögn afgreiðslunefndar um götur og torgsölu dags. 18. október 2012.

Vísað til umsagnar hjá verkefnisstjóra.

6.12 Útilistaverk, eftir Rafael Barrios
Lagt fram bréf Menningar- og ferðamálasviðs dags. 2. nóvember 2012 þar sem óskað er eftir umsögn um staðsetningu útilistaverks eftir Rafael Barrios. Einnig er lögð fram tillaga safnsstjóra Listasafns Reykjavíkur dags. 17. september 2012 að staðsetningu listaverksins upp á hringtorgi á mótum Borgartúns og Höfðatúns.

Vísað til skipulagsráðs.

7.12 Bauganes 25A, Breytingar úti og inni
Lagt fram erindi frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa frá 30. október 2012 þar sem sótt er um leyfi til að bæta bílskúr við íbúð 1. hæðar, koma fyrir svölum og stækka íbúð á 2. hæðar útyfir þak, endurnýja útveggjaklæðningu, glugga, þakklæðningu, þakpappa og styrkja burðarviði útveggja húss á lóð nr. 25A við Bauganes. Einnig er lögð fram umsögn skipulagsstjóra dags. 9. nóvember 2012.
Jákvæð fyrirspurn BN044715 fyrir stækkun efri hæðar.
Stækkun: XX ferm. XX rúmm.
Gjald kr. 8.500 + XXX

Umsögn skipulagsstjóra dags. 9. nóvember 2012 samþykkt.

8.12 Klettagarðar 5, Stöðuleyfi - tjaldskemma
Á fundi skipulagsstjóra 26. október 2012 var lagt fram erindi frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa frá 23. október 2012 þar sem sótt er um stöðuleyfi til eins árs fyrir tjaldskemmu með burðargrind úr galvaniseruðu stáli sett ofan á núverandi malbik raflagnir tengdar í tjaldi og hurð rafdrifin á lóð nr.5 við Klettagarða. Erindinu var vísað til umsagnar hjá verkefnisstjóra og er nú lagt fram að nýju ásamt umsögn skipulagsstjóra dags. 24. október 2012.
Umsögn frá brunahönnuði dags. 10. okt. 2012 fylgir.
Stærð : 240 ferm., og 1.164 rúmm.
Gjald kr. 8.500 + 98.940

Neikvætt með vísan til umsagnar skipulagsstjóra dags. 24. október 2012.

9.12 Laugavegur 28, (fsp) hækkun húss
Lögð fram fyrirspurn Reykjavík backpackers ehf. dags. 2. nóvember 2012 varðandi hækkun hússins á lóðinni nr. 28 við Laugaveg, samkvæmt meðfylgjandi uppdrætti Arkís dags. 1. nóvember 2012. Einnig lögð fram umsögn skipulagsstjóra dags. 8. nóvember 2012.

Umsögn skipulagsstjóra dags.8. nóvember 2012 samþykkt.

10.12 Njörvasund 10, (fsp) - Lengja bílskúr, breyta þaki.
Lagt fram erindi frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa frá 30. október 2012 þar sem spurt er hvort leyft yrði að breyta þakformi og byggja viðbyggingu að norðurhlið bílskúrsins á lóðinni nr. 10 við Njörvasund. Einnig er lögð fram umsögn skiulagsstjóra dags. 5. nóvember 2012.

Umsögn skipulagsstjóra dags. 5. nóvember 2012 samþykkt

11.12 Reitur 1.230, Bílanaustreitur, bréf
Lagt fram bréf Steinunnar Bjarnadóttur f.h. Húsfélagsins Mánatúni 3-5 dags. 3. nóvember 2012 um að deiliskipulag suður byggingarreitsins 1.230, Bílanaustreitur, verði endurskoðaður á þann hátt að dregið verði úr byggingarmagni á reitnum.
Vísað til umsagnar lögfræði og stjórnsýlsu.

12.12 Vesturbrún 6, (fsp) viðbygging
Lögð fram fyrirspurn Steinþórs Kára Kárasonar dags. 7. nóvember 2012 um að byggja við húsið á lóðinni nr. 6 við Vesturbrún, samkvæmt uppdr. Kurt og Pí ehf. dags. 7. nóvember 2012. Einnig er lögð fram umsögn skipulagssjtóra dags. 8. nóvember 2012.
Ekki er gerð athugasemd við fyrirspurnina með vísan til umsagnar skipulagsstóra dags. 8. nóvember 2012 . Byggingarleyfisumsókn verður grenndarkynnt berist hún.

13.12 Baldursgata 32, Fjölbýlishús - sjö íbúðir
Lagt fram erindi frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa frá 30. október 2012 þar sem sótt er um leyfi til að byggja úr steinsteypu, einangrað að innan og með bárujárnsklæddu timburþaki fjögurra hæða og sjö íbúða fjölbýlishús með kvöð um umferð á baklóð frá húsi á lóð nr. 34 á lóð nr. 32 við Baldursgötu.
Sótt er um undanþágu frá nýrri byggingarreglugerð sbr. yfirlitsblað, undanþága veitt.
Stærðir:
1. hæð 145 ferm., 2. hæð 140,8 ferm., 3. hæð 111,4 ferm., 4. hæð 55,3 ferm.
Samtals 452,6 ferm., 1.363,2 rúmm.
Gjald kr. 8.500 + 115.872
Lögð fram umsögn skipiulagsstjóra dags.9. nóvember 2012

Umsögn skipulagsstjóra dags.9. nóvember 2012 samþykkt.

14.12 Baldursgata 34, Fjölbýlishús - þrjár íbúðir
Lagt fram erindi frá afgreiðslufundi skipulagsstjóra frá 30. október 2012 þar sem sótt er um leyfi til að byggja úr steinsteypu, einangrað að innan og með bárujárnsklæddu timburþaki þriggja hæða og þriggja íbúða fjölbýlishús með undirgangi og kvöð um umferð á hús á lóð nr. 32 á 1. hæð á lóð nr. 34 við Baldursgötu.
Sótt er um undanþágu frá nýrri byggingarreglugerð sbr. yfirlitsblað, undanþága veitt.
Stærðir:
1. hæð 54,3 ferm., 2. hæð 63,4 ferm., 3. hæð 37,6 ferm.
Samtals 155,3 ferm., 504,3 rúmm.
B-rými 13,4 ferm.
Gjald kr. 8.500 + 42.865
Lögð fram umsögn skipulagsstjóra dags.9. nóvember 2012

Umsögn skipulagsstjóra dags.9. nóvember 2012 samþykkt.

15.12 Fiskislóð 43, (fsp) verslunar- og þjónustuhúsnæði
Lögð fram fyrirspurn Guðjóns Sverris Rafnssonar dags. 25. október 2012 varðandi verslunar- og þjónustuhúsnæði fyrir ferðamenn á lóðinni nr. 43 við Fiskislóð, samkvæmt uppdr. Hönnun - Skipulag - Ráðgjöf dags. 24. október 2012.

Tekið er jákvætt í fyrispurnina en tekið skal fram að rekstur gistiheimilis samræmist ekki landnotkun aðalskipulags.

16.12 Njálsgata 12A, Endurbyggja og laga
Á fundi skipulagsstjóra 12. október 2012 var lagt fram erindi frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa frá 9. október 2012 þar sem sótt er um leyfi til að endurnýja og færa til upprunalegs horfs og byggja kvisti á einbýlishús á lóð nr. 12A við Njálsgötu. Erindinu var frestað og er nú lagt fram að nýju.
Stækkun: xx rúmm.Gjald kr. 8.500 + xx.

Samþykkt að grenndarkynna framlagða tillögu fyrir hagsmunaaðilum að Njálsgötu 11, 12, 13a, 13b og 14 og Bjarnarstíg 4 og 6,

17.12 Sætún 1, breyting á deiliskipulagi
Að lokinni auglýsingu er lögð fram að nýju umsókn THG arkitekta f.h. húsfélagsins Sætún 1, dags. 13. júlí 2012, um breytingu á deiliskipulagi Borgartúnsreits vestri vegna lóðar nr. 1 við Sætún skv. uppdrætti, dags. 24. ágúst 2012. Breytingin gengur út á að sá hluti byggingarinnar sem liggur samsíða Borgartúni verði framlengdur til vesturs, byggt verði ofan á núverandi norðurhús og bílakjallari verði lengdur til vesturs. Tillagan var auglýst frá 19. september til og með 31. október 2012. Engar athugasemdir bárust.

Samþykkt með vísan til heimilda um embættisafgreiðslur skipulagsstjóra í viðauka við samþykkt um stjórn Reykjavíkurborgar


18.12 Grandagarður 15-37, Nr. 23 - Innri og ytri breytingar fyrir veitingastað flokk II
Lagt fram að nýju erindi frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa frá 9. október 2012 þar sem sótt er um leyfi til að innrétta veitingastað í flokki II , breyta ytra útliti koma fyrir nýrri flóttahurð og læstri gasgeymslu við gluggalausa bakhlið norð- vesturhliðar hús nr. 23 á lóð nr. 15-37 við Grandagarði. Einnig er lögð fram umsögn Húsafriðunarnefndar dags. 23. október 2012.
Yfirlýsing frá forstöðumanni rekstrad. Faxaflóahafna dags.1. október og 7. nóvember 2012 og bréf frá hönnuði dags. 1. október 2012 fylgir.
Gjald kr. 8.500

Ekki eru gerðar skipulagslegar athugasemdir við erindið.

19.12 Hverfisgata 57, Ljúka við byggingu húss
Lagt fram erindi frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa frá 30. október 2012 þar sem sótt er um leyfi til þess að byggja úr steinsteypu tvær hæðir og rishæð, samtals sex íbúðir, ofan á hús sem nú er ein hæð og kjallari, skráð ein íbúð, á lóðinni nr. 57 við Hverfisgötu.
Ný skráningartafla fylgir erindinu.
Stærð: Fjölbýlishús xx ferm. og xx rúmm.
Gjald kr. 8.500 + xx.

Neikvætt. Samræmist ekki deiliskipulagi.

20.12 Hörpugata 14, (fsp) viðbygging
Lögð fram fyrirspurn Arkibúllunar ehf. dags. 7. nóvember 2012 varðandi viðbyggingu við húsið á lóðinni nr. 14 við Hörpugötu sem felst í byggingu á anddyri og stigahúsi, samkvæmt uppdr. Arkibúllunar ehf. dags. 30. október 2012.

Ekki er gerð athugasemd við fyrirspurnina. Byggingarleyfisumsókn verður grenndarkynnt berist hún.

21.12 Keilugrandi 1, skipting og nýting
Lagt fram bréf borgarstjóra dags. 1. nóvember 2012 ásamt bréfi KR dags. 16. október 2012 varðandi skiptingu og nýtingu lóðarinnar nr. 1 við Keilugranda.

Vísað til verkefnisstjóra aðalskipulags Reykjavíkur.

22.12 Tjarnargata 11, (fsp) - Flotbryggja við kaffihús ráðhússins
Lagt fram að nýju erindi frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa frá 8. maí 2012 þar sem spurt er hvort leyft yrði að staðsetja u.þ.b. 30 fermetra flotbryggju við suðurhlið ráðhúss Reykjavíkur á lóð nr. 11 við Tjarnargötu.
Notkun bryggjunnar verður tengd veitingarekstri kaffistofu ráðhússins. Erindi var vísað til umsagnar umhverfis- og samgöngusviðs og er nú lagt fram að nýju ásamt umsögn dags. 30. október 2012.
Bréf hönnuðar dags. 02.05.2012 fylgir erindinu.

Vísað til skipulagsráðs.

23.12 Vesturgata 6-10A, (fsp) - Hótel
Lagt fram erindi frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa frá 30. október 2012 þar sem spurt er hvort leyfi fengist til að koma fyrir 19 hótelíbúðum í húsnæðið á lóð nr. 6 - 10A við Vesturgötu.

Frestað. Umsækjandi hafi samband við embætti skipulagsstjóra.

24.12 Laugavegur 20-20A, (fsp) breyting á vegg
Lögð fram fyrirspurn Arnars Þórs Gíslasonar f.h. Blautur ehf. dags. 11. október 2012 um að breyta vegg hússins á lóðinni nr. 20A við Laugaveg samkvæmt uppdrætti AOK dags. 31. október 2012. Lögð fram umsögn skipulagsstjóra dags.9. nóvember 2012

Umsögn skipulagsstjóra dags. 9. nóvember 2012 samþykkt.

25.12 Þorragata 1, stækkun á lóð
Lagt fram erindi Árna Þ. Jónssonar arkitekts dags. 31. október 2012 fh. lóðarhafa varðandi stækkun á lóðinni nr. 1 við Þorragötu um 3 metra til norðurs.
Kynna formanni skipulagsráðs.

26.12 Árvað 1, (fsp) fjölgun íbúða
Lögð fram fyrirspurn Jáverk dags. 5. nóvember 2012 um að fjölga íbúðum á lóðinni nr. 1 við Árvað, samkvæmt uppdr. Ask arkitekta dags. 1. nóvember 2012.

Neikvætt. Ekki er fallist á að breyta deiliskipulagi í samræmi við fyrirspurnina.

27.12 Norðlingaholt, (fsp) umferð
Lagt fram bréf borgarstjóra dags. 1. nóvember 2012 þar sem f.h. borgarráðs er óskað eftir svörum frá umhverfis- og skipulagssviði á fyrirspurn borgarráðsfulltrúa Sjálfstæðisflokksins um skipulag í Norðlingaholti.

Frestað.

28.12 8">Landsskipulagsstefna, 2013-2014
Lagt fram bréf Skipulagsstofnunar dags. 24. september 2012 þar sem óskað er eftir umsögn um tillögu að Landsskipulagsstefnu 2013-2014 og umhverfisskýrslu. Einnig er lagt fram minnisblað lögfræði og stjórnsýslu dags. 8. nóvember 2012.

Vísað til skipulagsráðs.