Hraunbær 102, Hringbraut 106, Fiskislóð 43, Laufásvegur 21-23, Lofnarbrunnur 40-42, Tjarnargata 30, Bragagata 34A, Njálsgata 51B, Austurhöfn-TRH, Barónsstígur 28, Frakkastígur 6A, Grettisgata 16, Baldursgata 30, Blómvallagata 10, Fellsmúli 28, Fljótasel 19-35, Laugarnesvegur 77, Skipasund 30, Sundlaugavegur 30, Sléttuvegur - Hrafnista, Einholt-Þverholt, Stekkjarbakki 4-6, Helgugrund 8, Í Úlfarsárlandi 123800, Smáhúsalóðir, Árleynir 2-22 Keldnaholti, 1.172.0 Brynjureitur, 1.171.1 Hljómalindarreitur,

Embættisafgreiðslufundur skipulagsstjóra Reykjavíkur samkvæmt viðauka 2.4 við samþykkt um stjórn Reykjavíkurborgar.

414. fundur 2012

Embættisafgreiðslufundur skipulagsstjóra Reykjavíkur samkvæmt viðauka 2.4 við samþykkt um stjórn Reykjavíkurborgar. Ár 2012, föstudaginn 5. október kl. 10:20, hélt skipulagsstjóri Reykjavíkur 414. embættisafgreiðslufund sinn til afgreiðslu mála án staðfestingar skipulagsráðs. Fundurinn var haldinn á skrifstofu skipulagsstjóra Borgartúni 12 - 14, 2. hæð, Stardalur. Fundinn sátu: Ágústa Sveinbjörnsdóttir og Marta Grettisdóttir. Eftirtaldir embættismenn kynntu mál á fundinum: Guðlaug Erna Jónsdóttir, Valný Aðalsteinsdóttir, Margrét Þormar, Hildur Gunnlaugsdóttir og Margrét Leifsdóttir. Ritari var Einar Örn Thorlacius.
Þetta gerðist:


1.12 Hraunbær 102, breyting á deiliskipulagi
Að lokinni grenndarkynningu er lagt fram að nýju erindi Hraunbrautar ehf. dags. 4. júní 2012 varðandi breytingu á deiliskipulagi Árbæjar vegna lóðarinnar nr. 102D og E við Hraunbæ. Í breytingunni felst breyting á notkun hússins, samkvæmt uppdr. KRark dags. 3. maí 2012. Erindi var frestað og er nú lagt fram að nýju. Grenndarkynning stóð frá 4. júlí til og með 1. ágúst 2012. Eftirtaldir aðilar sendu athugasemdir: Ketill Pálsson dags. 4. júlí 2012 og Benedikt Franklínsson dags. 31. júlí 2012.
Vísað til skipulagsráðs.

2.12 Hringbraut 106, (fsp) - Bílskúr
Lagt fram erindi frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa frá 2. október 2012 þar sem spurt er hvort leyft yrði að byggja bílskúr austan hússins á lóðinni nr.106 við Hringbraut.
Húsið er parhús á lóðunum nr. 106 og 108 við Hringbraut.
Vísað til umsagnar hjá verkefnisstjóra.

3.12 Fiskislóð 43, (fsp) þjónustumiðstöð fyrir erlenda ferðamenn
Lögð fram fyrirspurn Guðjóns Sverris Rafnssonar dags. 5. október 2012 varðandi leyfi til að byggja þjónustumiðstöð fyrir ferðamenn, samkv. uppdrætti Hönnun - Skipulag - Ráðgjöf dags. 4. október 2012.
Vísað til meðferðar hjá verkefnisstjóra.

4.12 Laufásvegur 21-23, (fsp) endurbyggja þak
Lagt fram bréf Utanríkisráðuneytisins dags. 26. september 2012 ásamt fyrirspurn sendiráðs Bandaríkja Ameríku í Reykjavík dags. 11. september 2012 um að hækka þak hússins á lóðinni nr. 21 við Laufásveg.
Vísað til umsagnar hjá verkefnisstjóra.

5.12 Lofnarbrunnur 40-42, (fsp) - 42 - Breyting inni
Lagt fram erindi frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa frá 2. október 2012 þar sem spurt er hvort leyft yrði að breyta innra skipulagi á efri hæð og í kjallara, bæta við hurð og glugga í kjallara og innrétta gluggalaus rými í sökkli parhúss nr. 42 á lóð nr. 40-42 við Lofnarbrunn.
Vísað til meðferðar hjá verkefnisstjóra.

6.12 Tjarnargata 30, Breyta fjölbýli í einbýli
Lagt fram erindi frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa frá 2. október 2012 þar sem sótt er um leyfi til að breyta innra skipulagi, koma fyrir þakgluggum á vesturhlið og inngangi í kjallara, setja útihurð á sólstofu og hlið á innkeyrslu, byggja sólpall m/setlaug í garði, færa glugga og skrautlista til upprunalegs horfs og breyta í einbýlishús fjölbýlishúsi á lóð nr. 30 við Tjarnargötu.
Gjald kr. 8.500
Vísað til meðferðar hjá verkefnisstjóra.

7.12 Bragagata 34A, (fsp) - Kvistar o.fl.
Á fundi skipulagsstjóra 28. september 2012 var lagt fram erindi frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa frá 25. september 2012 þar sem spurt er hvort leyft yrði að, byggja tvo kvisti á rishæð, gera svalir á götuhlið 2. hæðar, byggja við 1. hæð út í garð og stækka svalir á garðhlið raðhúss á lóð nr. 34A við Bragagötu. Erindinu var vísað til umsagnar hjá verkefnisstjóra og er nú lagt fram að nýju ásamt umsögn skipulagsstjóra dags. 2. október 2012.
Umsögn skipulagsstjóra samþykkt.

8.12 Njálsgata 51B, (fsp) viðbygging
Lögð fram fyrirspurn Kristjáns Eggertssonar dags. 5. október 2012 um að byggja við húsið á lóðinni nr. 51B við Njálsgötu, samkvæmt uppdrætti Krads ehf. dags. 4. október 2012.
Vísað til meðferðar hjá verkefnisstjóra.

9.12 Austurhöfn-TRH, (fsp) breyting á deiliskipulagi vegna skiltis
Lagt fram bréf forstjóra Hörpu dags. 28. september 2012 varðandi breytingu á deiliskipulagi Austurhafnar vegna breyttrar staðsetningu skiltis við Hörpu.
Vísað til meðferðar hjá verkefnisstjóra.

10.12 Barónsstígur 28, (fsp) - Niðurrif - nýbygging
Lagt fram erindi frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa frá 2. október 2012 þar sem spurt er hvort leyft yrði að rífa bárujárnshús sem byggt var árið 1905 og byggja í þess stað sjö íbúða steinsteypt fjölbýlishús sem er kjallari, þrjár hæðir og rishæð, samtals u.þ.b. 445 fermetrar á lóðinni nr. 28 við Barónsstíg.
Bréf hönnuðar dags. 20.03.2012 og 21.09.2012 fylgja erindinu.
Frestað. Vísað til yfirstandandi deiliskipulagsvinnu Njálsgötureits 3.

11.12 Frakkastígur 6A, málskot
Lagt fram málskot Zeppelin ehf. f.h. eigenda dags. 1. október 2012 vegna neikvæðrar afgreiðslu skipulagsstjóra frá 21. september 2012 varðandi hækkun hússins á lóðinni nr. 6A við Frakkastíg. Einnig er lögð fram umsögn Húsafriðunarnefndar dags. 28. september 2012.
Vísað til skipulagsráðs.

12.12 Grettisgata 16, breyting á deiliskipulagi
Að lokinni grenndarkynningu er lagt fram erindi Arnbjargar Lindu Jóhannsdóttur dags. 20. júní 2012 varðandi breytingu á deiliskipulagi reits 1.182.1 vegna lóðarinnar nr. 16 við Grettisgötu. Í breytingunni felst að hækka suðurhlið þaks, byggja kvist og setja þaksvalir, samkvæmt uppdrætti Arkitektur.is dags. 18. júní 2012. Einnig er lagt fram samþykki eigenda að Grettisgötu 16 mótt. 30. ágúst 2012. Tillagan var grenndarkynnt frá 5. september til og með 3. október 2012. Engar athugasemdir bárust.
Samþykkt með vísan til heimilda um embættisafgreiðslur skipulagsstjóra í viðauka við samþykkt um stjórn Reykjavíkurborgar

13.12 Baldursgata 30, (fsp) - Breyta í íbúðir
Á fundi skipulagsstjóra 21. september 2012 var lagt fram erindi frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa frá 18. september 2012 þar sem spurt er hvort leyft yrði að breyta atvinnuhúsnæði á fyrstu og annarri hæð í tvær sjálfstæðar íbúðir í matshluta 03 á lóðinni nr. 30 við Baldursgötu. Einnig er lögð fram umsögn skipulagsstjóra dags. 28. september 2012
Umsögn skipulagsstjóra samþykkt.

14.12 Blómvallagata 10, (fsp) - Þaksvalir
Á fundi skipulagsstjóra 28. september 2012 var lagt fram erindi frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa frá 25. september 2012 þar sem spurt er hvort leyft yrði að byggja þaksvalir til að endurbæta áður gerð íbúðarherbergi í risi fjölbýlishúss á lóð nr. 10 við Blómvallagötu. Erindinu var vísað til umsagnar hjá verkefnisstjóra og er nú lagt fram að nýju ásamt umsögn skipulagsstjóra dags. 5. október 2012
Erindi fylgir bréf umsækjanda dags. 22. maí 2012 og virðingargjörð dags. 1. apríl 1951.
Umsögn skipulagsstjóra samþykkt.

15.12 Fellsmúli 28, (fsp) - Kaffisala
Lagt fram erindi frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa frá 2. október 2012 þar sem spurt er hvort leyft yrði að innrétta veitingaverslun (kaffisölu) í flokki l á fyrstu hæð hússins nr. 28 á lóðinni nr. 24-30 við Fellsmúla.
Vísað til meðferðar hjá verkefnisstjóra.

16.12 Fljótasel 19-35, (fsp) - 19-21-23 - Samræma útlit
Á fundi skipulagsstjóra 28. september 2012 var lagt fram erindi frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa frá 25. september 2012 þar sem spurt er hvort leyft yrði að byggja kvisti á hús nr. 19 og 23 til samræmis við kvist á hús nr. 21 á lóð nr. 19-35 við Fljótasel. Erindinu var vísað til meðferðar hjá verkefnisstjóra og er nú lagt fram að nýju.
Erindi fylgir fyrirspurn BN038693 frá 19. ágúst 2008.
Neikvætt. Samræmist ekki deiliskipulagi.

17.12 Laugarnesvegur 77, (fsp) - Kvistur stækkaður
Lagt fram erindi frá afgreiðslufundi byggingafulltrúa frá 2. október 2012 vegna fyrirhugaðra viðgerða á þaki er spurt um tvennt.
Í fyrsta lagi hvort leyft yrði að stækka kvist á suðausturþekju húss.
Í öðru lagi hvort leyft yrði að breyta þakformi þannig að rishæð hússins á lóðinni nr. 77 við Laugarnesveg yrði án kvista.
Vísað til meðferðar hjá verkefnisstjóra.

18.12 Skipasund 30, (fsp) - Viðbygging
Á fundi skipulagsstjóra 28. september 2012 var lagt fram erindi frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa frá 25. september 2012 þar sem spurt er hvort leyft yrði að byggja bílskúr eins og sýnt er á meðfylgjandi skissu við fjölbýlishús á lóð nr. 30 við Skipasund. Erindinu var vísað til meðferðar hjá verkefnisstjóra og er nú lagt fram að nýju ásamt umsögn skipulagsstjóra dags. 4. október 2012.
Neikvætt, með vísan til umsagnar skipulagsstjóra dags. 4. október 2012

19.12 Sundlaugavegur 30, (fsp) - Varðturn
Lagt fram erindi frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa frá 2. október 2012 þar sem spurt er hvort byggja megi tveggja hæða varðturn úr steinsteypu ofan á núverandi búningsaðstöðu Laugardalslaugarinnar á lóð nr. 30 við Sundlaugarveg.
Frestað.

20.12 Sléttuvegur - Hrafnista, (fsp) þjónustuíbúðir
Lögð fram fyrirspurn Fulltrúaráðs sjómannadagsins dags. 24. september 2012 varðandi heimild til að reisa þjónustuíbúðir fyrir aldraða samkvæmt uppdrætti THG Arkitekta dags. 10. júlí 2008.
Kynna formanni skipulagsráðs.

21.12 Einholt-Þverholt, lýsing, nýtt deiliskipulag
Að lokinni hagsmunaaðilakynningu er lagt fram að nýju erindi Ask arkitekta dags. 17. ágúst 2012 ásamt tillögu um nýtt deiliskipulag á reitnum Einholt- Þverholt sem afmarkast af Einholti, Háteigsvegi, Þverholti og Stórholti. Tillagan felur í sér uppbygginu íbúða á suðurhluta reitsins samkvæmt uppdrætti og skýringarmynd dags. 15. ágúst 2012. Tillagan var kynnt til og með 20. september 2012. Eftirtaldir aðilar sendu inn athugasemdir: Þórarinn Hauksson dags. 7. september 2012, Bjarni Þór Kjartansson dags. 17. september 2012 og Svanborg R. Jónsdóttir dags. 24. september 2012. Að loknum athugasemdarfresti barst athugasemd frá Jóhannesi Þórðarsyni dags. 28. september 2012.
Frestað. Athugasemdir kynntar.

22.12 Stekkjarbakki 4-6, breyting á deiliskipulagi
Lagt fram erindi S7 ehf. dags. 25. september 2012 varðandi breytingu á skilmálum Norður Mjóddar vegna lóðarinnar nr. 4-6 við Stekkjarbakka. Í breytingunni felst að leyfður verði matvælamarkaður á lóðinni.
Vísað til umsagnar hjá verkefnisstjóra.

23.12 Helgugrund 8, (fsp) atvinnustarfssemi
Á fundi skipulagsstjóra 28. september 2012 var lögð fram fyrirspurn Guðlaugar H. Kristjánsdóttur dags. 26. september 2012 varðandi atvinnustarfssemi í húsinu á lóðinni nr. 8 við Helgugrund. Fyrirspurninni var vísað til meðferðar hjá verkefnisstjóra og er nú lögð fram að nýju ásamt umsögn skipulagsstjóra dags. 4. október 2012.
Erindið framsent heilbrigðiseftirliti Reykjavíkur ásamt umsögn skipulagsstjóra dags. 4. október 2012.

24.12 Í Úlfarsárlandi 123800, Fjarskiptaskýli og tréstaurar
Lagt fram erindi frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa frá 2. október 2012 þar sem sótt er um leyfi til að byggja tækjaskýli, 15,1 ferm. og 46,8 rúmm. að stærð og reisa tvo 10 metra tréstaura vegna fjarskiptaþjónustu á lóð nr. 173282 á toppi Úlfarsfells.
Gjald kr. 8.500 + 3.978
Vísað til meðferðar hjá verkefnisstjóra og hjá lögfræði og stjórnsýslu.

25.12 Smáhúsalóðir, orðsending skrifstofu borgarstjóra
Á fundi skipulagsstjóra 15. júní 2012 var lögð fram orðsending skrifstofu borgarstjóra R12050081 dags. 8. júní 2012, ásamt erindi Stefáns Harðarsonar varðandi hugmynd um smáhýsi og smáhúsalóðir í Reykjavík. Einnig er lagt fram minnisblað skipulagsstjóra dags. 3. október 2012.
Minnisblað skipulagsstjóra dags. 3. október 2012 samþykkt.

26.12 Árleynir 2-22 Keldnaholti, (fsp) vegna nr. 4
Á fundi skipulagsstjóra 14. september 2012 var lögð fram fyrirspurn Tækniskólans, dags. 10. sept. 2012, vegna húss nr. 4 á lóðinni Árleyni 2-22 í Keldnaholti. Vegna lóðarleigusamnings Tækniskólans og ríkissjóðs er farið fram á að lóðinni verði skipt þannig að leigulóðin fái sjálfstætt landnúmer. Fyrirspurninni var vísað til umsagnar hjá lögfræði og stjórnsýslu og er nú lögð fram að nýju ásamt umsögn lögfræði og stjórnsýslu dags. 5. september 2012.
Vísað til skipulagsráðs.

27.12 1.172.0 Brynjureitur, Verkefnalýsing, breytt deiliskipulag
Að lokinni hagsmunaaðilakynningu er lagt fram að nýju erindi Laugavegsreita ehf. dags. í mars 2012 varðandi breytingu á deiliskipulagi Brynjureits 1.172.0. Í breytingunni felst uppbygging á Brynjureit samkvæmt deiliskipulags- og skýringaruppdráttum arkitektur.is dags. 12. september 2012. Skipulagssvæðið afmarkast af Laugavegi, Klapparstíg Hverfisgötu og Vatnsstíg. Tillagan var kynnt til og með 4. október 2012. Eftirtaldir aðilar sendu inn ábendingar/athugasemdir: Sigríður Hanna Jóhannesdóttir f.h. þriggja íbúða að Vatnsstíg 3 dags. 3. október, Atli Már Bjarnason dags. 3. október, Logos Lögmannsþjónusta f.h. Erlendar Gíslasonar dags. 4. október, K. Einarsson og Björnsson ehf., Runólfur Kristinsson og Guðberg Kristinsson dags. 4. október og Sigurpáll Grímsson dags. 4. október 2012.
Athugasemdir og ábendingar kynntar.

28.12 1.171.1 Hljómalindarreitur, verkefnalýsing, breytt deiliskipulag
Að lokinni hagsmunaaðilakynningu er lagt fram að nýju erindi Laugavegsreita ehf. dags. í júní 2012 varðandi breytingu á deiliskipulagi Hljómalindareit 1.171.1. Í breytingunni felst uppbygging á svokölluðum Hljómalindarreit samkvæmt deiliskipulags- og skýringaruppdrátta studíó Granda dags. 7. september 2012. Skipulagssvæðið afmarkast af Hverfisgötu, Klapparstíg, Laugavegi og Smiðjustíg. Tillagan var kynnt til og með 4. október 2012. Eftirtaldir aðilar sendu inn athugasemdir/ábendingar: Anita Da Silva dags. 20. sept. 2012, Brynja Dögg dags. 20. sept., Gunnar Jón Kristinsson dags. 20. sept., Alexander Örn Friðjónsson dags. 20. sept., Sigurbjörg Guðríður Tómasdóttir dags. 20. sept., Róbert Allen Richardsson dags. 20. sept., Jóhannes LaFontaine dags. 20. sept., Kári Guðmundsson 20. sept., Bjargmundur Kjartansson dags. 20. sept., Kári Sigurðsson dags. 20. sept., Eiríkur Rúnar Ásgeirsson dags. 20. sept., Aníta Rut Erlendsdóttir dags. 20. sept., Kári Guðmundsson dags. 21. sept., Björgvin Brynjarsson dags. 21. sept., Hugrún Halldórsdóttir dags. 21. sept., Óðinn Ari Árnason dags. 27. sept. Bragi Marínósson dags. 27. sept., Unnar Steinn Sigtryggsson dags. 27. sept., Sindri Freyr Steinsson dags. 27. sept. Sunna Ósk dags. 30. sept., Gerður Erla Tómasdóttir dags. 30. sept. Guðrún Lína Thoroddsen dags. 1. okt., Una Dögg Davíðsdóttir dags. 2. okt., art of listening dags. 2. okt., Páll Þorsteinsson dags. 2. okt., Anna Antonsdóttir dags. 2. okt., Dora Eyland dags. 3. okt., Björt Sigfinnsdóttir dags. 3. okt., Kristófer Oliversson dags. 3. okt., Tanya Pollock dags. 4. okt., Dagný Aradóttir og Villý Þór Ólafsson f.h. Íslenska kaupfélagsins og Hemma og Valda, eigendur Faktorý dags. 4. okt. 2012.
Athugasemdir og ábendingar kynntar.