Laugavegur 2, Fýlshólar 11, Hraunbær 102, Óðinsgata 1, Laugavegur 20-20A, Kaplaskjól, Tangabryggja 14-16, Hólmsheiði, fangelsislóð, Blönduhlíð 7,

Embættisafgreiðslufundur skipulagsstjóra Reykjavíkur samkvæmt viðauka 2.4 við samþykkt um stjórn Reykjavíkurborgar.

407. fundur 2012

Ár 2012, föstudaginn 10. ágúst kl. 10:15, hélt skipulagsstjóri Reykjavíkur 407. embættisafgreiðslufund sinn til afgreiðslu mála án staðfestingar skipulagsráðs. Fundurinn var haldinn á skrifstofu skipulagsstjóra Borgartúni 12 - 14, 2. hæð, Stardalur. Fundinn sátu: Ágústa Sveinbjörnsdóttir og Marta Grettisdóttir. Eftirtaldir embættismenn kynntu mál á fundinum: Guðlaug Erna Jónsdóttir og Margrét Þormar. Ritari var Einar Örn Thorlacius.
Þetta gerðist:


1.12 Laugavegur 2, Reyndarteikningar
Á fundi skipulagsstjóra 3. ágúst 2012 var lagt fram erindi frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa frá 31. júlí 2012. Sótt er um samþykki á reyndarteikningum þar sem koma fram breytingar í eldhúsi og veitingasal, sýndar eru útiveitingar fyrir 128 gesti og svalir upp á þaki hússins á lóð nr. 2 við Laugaveg. Erindinu var frestað og er nú lagt fram að nýju ásamt umsögn skipulagsstjóra dags. 10. ágúst 2012.
Neikvætt. Samræmist ekki deiliskipulagi sbr. umsögn skipulagsstjóra dags.10. ágúst 2012.

2.12 Fýlshólar 11, (fsp) - Br. skrifstofu í íbúð
Á fundi skipulagsstjóra 3. ágúst 2012 var lagt fram erindi frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa frá 31. júlí 2012. Spurt er hvort leyft yrði að skrá skrifstofuhúsnæði sem séreignaríbúð á fyrstu hæð hússins á lóðinni nr. 11 við Fýlshóla. Erindinu var frestað og er nú lagt fram að nýju ásamt umsögn skipulagsstjóra dags. 9. ágúst 2012.
Eignin er skráð sem íbúð hjá fasteignaskrá Íslands.
Afsal dags. 29. janúar 1996 og innfært 5. febrúar 1996 fylgir erindinu.
Ekki eru gerðar skipulagslegar athugasemdir við erindið sbr. umsögn skipulagsstjóra dags. 9. ágúst 2012.

3.12 Hraunbær 102, breyting á deiliskipulagi
Að lokinni grenndarkynningu er lagt fram að nýju erindi Hraunbrautar ehf. dags. 4. júní 2012 varðandi breytingu á deiliskipulagi Árbæjar vegna lóðarinnar nr. 102D og E við Hraunbæ. Í breytingunni felst breyting á notkun hússins, samkvæmt uppdr. KRark dags. 3. maí 2012. Erindi var frestað og er nú lagt fram að nýju. Grenndarkynning stóð frá 4. júlí til og með 1. ágúst 2012. Eftirtaldir aðilar sendu athugasemdir: Ketill Pálsson dags. 4. júlí 2012 og Benedikt Franklínsson dags. 31. júlí 2012.
Vísað til umsagnar hjá verkefnisstjóra.

4.12 Óðinsgata 1, breyting á deiliskipulagi
Lögð fram umsókn KJ hönnunar dags. 1. ágúst 2012 varðandi breytingu á deiliskipulagi reits 1.181.0 vegna lóðar nr. 1 við Óðinsgötu. Breytingin gengur út á að portbyggja hús, bæta við svölum á suðurhlið, lengja bílgeymslu að lóðarmörkum og bæta við inngang bakatil vegna aðkomu að rishæð, skv. uppdrætti dags. 12. júlí 2012. Einnig er lögð fram umsögn skipulagsstjóra dags. 19. júlí 2012 varðandi fyrirspurn dags. 18. júlí 2012.
Frestað. Hönnuður hafi samband við embættið.

5.12 Laugavegur 20-20A, (fsp) staðsetning sorps
Lögð fram að nýju fyrirspurn Laugaverks ehf. dags. 13. júlí 2012 varðandi staðsetningu sorpgáma neðanjarðar fyrir framan lóð nr. 20-20A við Laugaveg. Einnig lagt fram bréf Guðlaugs Þorsteinssonar dags. 12. júlí 2012 ásamt afstöðumynd.
Vísað til umsagnar hjá verkefnisstjóra.

6.12 Kaplaskjól, breyting á deiliskipulagi
Að lokinni auglýsingu er lögð fram að nýju drög skipulags- og byggingarsviðs Reykjavíkur dags. 18. maí 2012 að breytingu á deiliskipulagi Kaplaskjóls. Í breytingunni felst að aðkoma að lóðunum nr. 1 til 3 við Meistaravelli verður um göngustíg milli Meistaravalla og Víðmels, en ekki er gert ráð fyrir að ekið verði að húsunum, gert er ráð fyrir að húsin nr. 116 og 118 við Hringbraut verði flutt á lóðirnar samkvæmt uppdrætti dags. í maí 2012. Heimilt verður að byggja lítil skýli utan byggingarreita, t.d. fyrir reiðhjól og garðverkfæri í samráði við skipulagsyfirvöld. Tillagan var auglýst frá 18. júní til 30. júlí 2012. Eftirtaldir aðilar sendu athugasemdir: Erik Hirt dags. 11. júlí 2012, Jónína Ólafsdóttir f.h. 41 íbúa við Víðimel dags. 30. júlí 2012 og Árni Þór Vésteinsson f.h 38 íbúa við Meistaravelli 5 og 7 dags. 31. júlí 2012.

Vísað til skipulagsráðs.

7.12 Tangabryggja 14-16, (fsp) breytt notkun
Lögð fram fyrirspurn Tangabryggju ehf. dags. 9. ágúst 2012 um að breyta efri hæðum hússins á lóð nr. 14-16 við Tangabryggju í íbúðir.
Kynna formanni skipulagsráðs.

8.12 Hólmsheiði, fangelsislóð, breyting á deiliskipulagi
Lagt fram erindi Framkvæmdasýslu ríkisins dags. 9. ágúst 2012 varðandi breytingu á deiliskipulagi Hólmsheiði, fangelsislóðar. Í breytingunni felst m.a. breyting á girðingum, samkvæmt uppdrætti Arkís arkitekta dags. 8. ágúst 2012.
Vísað til meðferðar hjá verkefnisstjóra.

9.12 Blönduhlíð 7, Þaksvalir og nýtt baðherbergi
Að lokinni grenndarkynningu er lagt fram að nýju erindi frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa frá 3. júlí 2012 þar sem sótt er um leyfi til þess að bæta eldvarnir íbúðar 0201 við stigahús á fyrstu hæð og koma fyrir vinnurými, baðherbergi og þvottaaðstöðu á þakhæð sem tilheyrir íbúðinni. Jafnframt er sótt um að útbúa inndregnar þaksvalir í suðausturhorni fjölbýlishússins á lóðinni nr. 7 við Blönduhlíð. Erindi var grenndarkynnt frá 11. júlí til og með 8. ágúst 2012. Engar athugasemdir bárust.
Sjá einnig erindi BN044594 sem samþykkt var 12. júní 2012.
Samþykki meðeigenda (á teikn.) og umboð eins eiganda dags. 27. júní 2012 fylgir erindinu.
Bréf hönnuðar dags. 26. júní 2012 fylgir erindinu.
Ný skráningartafla fylgir erindinu.
Gjald kr. 8.500
Samþykkt með vísan til viðauka um embættisafgreiðslur skipulagsstjóra við samþykkt um stjórn Reykjavíkurborgar.
Vísað til fullnaðarafgreiðslu byggingarfulltrúa.