Fylkisvegur 6, íþróttasvæði Fylkis,
Laugavegur 20-20A,
Sjafnargata 11,
Smáragata 7,
Sólvallagata 67, Vesturbæjarskóli,
Sætún 1,
Bræðraborgarstígur 10,
Austurstræti 6,
Bankastræti 7,
Brekkustígur 15,
Breiðagerði 10,
Grundarstígur 2,
Njálsgata 26,
Skipasund 6,
Stórholt 35,
Tjarnargata 11,
Vesturgata 2A,
Naustabryggja 13-15,
Kjalarnes, Brautarholt 1,
Embættisafgreiðslufundur skipulagsstjóra Reykjavíkur samkvæmt viðauka 2.4 við samþykkt um stjórn Reykjavíkurborgar.
394. fundur 2012
Ár 2012, föstudaginn 11. maí kl. 12:15 var haldinn 394. embættisafgreiðslufundur skipulagsstjóra Reykjavíkur.
Fundurinn var haldinn að Borgartúni 12-14, 2 hæð. (Stardal).Viðstaddir voru:
Þetta gerðist:
1.12 Fylkisvegur 6, íþróttasvæði Fylkis, breyting á deiliskipulagi, grasæfingasvæði
Lögð fram greinargerð Teiknistofunnar Storð ehf., dags. 10. júlí 2009, að breytingu á deiliskipulagi íþróttasvæðis Fylkis. Deiliskipulagssvæðið afmarkast af gervigrasvelli og lóð Árbæjarsundlaugar til norðurs, göngustíg neðan við Klapparás til austurs og göngustíg meðfram Elliðaám til vesturs samkvæmt uppdrætti, dags. 21. apríl 2010. Einnig eru lagðar fram umsagnir Veiðimálastofnunar, dags. 19. ágúst 2009 og 23. nóvember 2009, ásamt umsögn Umhverfisstofnunar, dags. 30. september 2009,
umsögn umhverfis- og samgöngusviðs, dags. 9. mars 2010 og tölvubréf Arnars Hafsteinssonar framkvæmdastjóra Fylkis dags. 15. apríl 2010. Einnig lagt fram minnisblað skipulagsstjóra dags. 20. apríl 2010.
Ítrekuð er ósk um umsögn hverfaráðs Árbæjar.
2.12 Laugavegur 20-20A, (fsp) staðsetning sorps
Lögð fram fyrirspurn Laugaverks ehf. dags. 30. apríl 2012 varðandi staðsetningu sorps í borgarlandi við lóðina nr. 20-20A við Laugaveg. Einnig er lögð fram umsögn umhverfissviðs dags. 24. febrúar 2012 og umsögn orkuveitunnar dags. 1. febrúar 2012.
Vísað til umsagnar hjá verkefnisstjóra.
3.12 Sjafnargata 11, Hækkun útbyggingar
Lagt fram erindi frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa frá 8. maí 2012 þar sem sótt er um leyfi til að hækka útbyggingu til vesturs um eina hæð sbr. erindi BN042400 við einbýlishúsið á lóðinni nr. 11 við Sjafnargötu.
Meðfylgjandi er útskrift úr gerðabók skipulagsráðs frá 11. apríl 2012.
Stækkun: 13,4 ferm., 37,2 rúmm.
Nýtingarhlutfall 0,58
Gjald kr. 8.500 + 3.162
Samþykkt að grenndarkynna framlagða tillögu fyrir hagsmunaaðilum að Sjafnargötu 9, 12 og 14, Freyjugötu 38, 40 og 42 ásamt Mímisvegi 8.
4.12 Smáragata 7, (fsp) færsla á byggingarreit
Lögð fram fyrirspurn Davíðs Kr. Pitt ark. dags. 9. maí 2012 varðandi færslu á viðbótarbyggingarreit lóðarinnar nr. 7 við Smáragötu, samkvæmt uppdr. Tvíeyki ehf. dags. 9. maí 2012.
Ekki eru gerðar athugasemdir við að umsækjandi láti vinna tillögu að breytingu á deiliskipulagi í samræmi við erindið, á eigin kostnað. Tillagan verður grenndarkynnt þegar hún berst.
5.12 Sólvallagata 67, Vesturbæjarskóli, (fsp) niðurrif
Lögð fram fyrirspurn framkvæmda- og eignasviðs dags. 28. mars 2012 varðandi flutning eða niðurrif hússins nr. 116-118 við Hringbraut, lóð Vesturbæjarskóla.
Kynna formanni skipulagsráðs.
6.12 Sætún 1, (fsp) stækkun húss
Lögð fram fyrirspurn Ragnars Auðuns Birgissonar f.h. Húsfélagsins Sætúni 1 dags. 3. maí 2012 varðandi stækkun hússins á lóðinni nr. 1 við Sætún, samkvæmt uppdr. THG Arkitekta dags. 23. apríl 2012.
Kynna formanni skipulagsráðs.
7.12 Bræðraborgarstígur 10, Hækka ris
Að lokinni grenndarkynningu er lagt fram að nýju erindi frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa frá 20. mars 2012 þar sem sótt er um leyfi til að hækka ris þannig að hægt verð að nota það til íveru í húsinu á lóð nr. 10 við Bræðraborgarstíg. Erindi var grenndarkynnt stóð frá 30. mars til og með 7. maí 2012. Eftirtaldir aðilar sendu athugasemdir: Freysteinn Sigmundsson og Ástþrúður Sif Sveinsdóttir dags. 5. maí 2012.
Vísað til umsagnar hjá verkefnisstjóra.
8.12 Austurstræti 6, (fsp) - Vínveitingaleyfi fl. III
Lagt fram erindi frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa frá 8. maí 2012 þar sem spurt er hvort leyft yrði að breyta veitingaleyfi úr flokki ll í flokk lll í veitingahúsi á lóð nr. 6 við Austurstræti.
Ekki eru gerðar athugasemdir við erindið.
9.12 Bankastræti 7, (fsp) hækkun húss
Lögð fram fyrirspurn Farfugla ses. dags. 4. maí 2012 um að hækka húsið á lóðinni nr. 7 við Bankastræti og byggja yfir svalir að hluta, samkvæmt tillögu VA Arkitekta ódags.
Vísað til umsagnar hjá verkefnisstjóra.
10.12 Brekkustígur 15, (fsp) - Svalir - breyta glugga
Lagt fram erindi frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa frá 8. maí 2012 þar sem spurt er hvort leyft yrði að byggja svalir á austurhlið einbýlishúss á lóð nr. 15 við Brekkustíg.
Ekki er gerð athugasemd við erindið. Byggingarleyfisumsókn verður grenndarkynnt berist hún.
11.12 Breiðagerði 10, (fsp) hækkun húss
Á fundi skipulagsstjóra 4. apríl 2012 var lögð fram fyrirspurn Friðriks Friðrikssonar dags. 2. maí 2012 varðandi hækkun hússins á lóðinni nr. 10 við Breiðagerði. Fyrirspurninni var vísað til umsagnar hjá verkefnisstjóra og er nú lögð fram að nýju ásamt umsögn skipulagsstjóra dags. 7. maí 2012.
Umsögn skipulagsstjóra dags. 7. maí 2012 samþykkt.
12.12 Grundarstígur 2, (fsp) - Þakherbergi
Lagt fram erindi frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa frá 8. maí 2012 þar sem spurt er hvort leyft yrði að byggja viðbyggingu/turn á þakhæð fjölbýlishúss á lóð nr. 2 við Grundarstíg.
Vísað til umsagnar hjá verkefnisstjóra.
13.12 Njálsgata 26, (fsp) - Ofanábygging og svalir
Lagt fram erindi afgreiðslufundi byggingarfulltrúa frá 8. maí 2012 þar sem spurt er hvort leyft yrði að byggja hæð ofan á matshluta 02 á lóðinni nr. 26 við Njálsgötu.
Neikvætt. Samræmist ekki deiliskipulagi.
14.12 Skipasund 6, Breyta þaki og gera svalir
Lagt fram erindi frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa frá 8. maí 2012 þar sem sótt eru leyfi til að breyta köldu uppstóluðu þaki í einhalla þak á viðbyggingu, koma fyrir svalahurð á 2. hæð og svölum ofan á þak viðbygginguna vestanverðu hússins á lóð nr. 6 við Skipasund.
Samþykki frá Skipasundi 4, 8, Efstasund 5, 7, 9 dags. 30. apríl 2012.
Gjald kr. 8.500.
Ekki eru gerðar athugasemdir við erindið. Samræmist deiliskipulagi.
15.12 Stórholt 35, Endurnýjun á byggingarleyfi BN035840
Lagt fram erindi frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa frá 8. maí 2012 þar sem sótt er um endurnýjun á byggingarleyfi þar sem veitt var leyfi til að gera kvisti á fjölbýlishúsið nr. 35 við Stórholt.
Erindi fylgir þinglýst eignaskiptayfirlýsing dags. í október 2007.
Stækkun: 8,4 ferm., 6,3 rúmm.
Gjald kr. 8.500 + 536
Samþykkt að grenndarkynna framlagða tillögu fyrir hagsmunaaðilum að Stangarholti 24, 26 og 28 ásamt Stórholti 33 og 39.
16.12 Tjarnargata 11, (fsp) - Flotbryggja við kaffihús ráðhússins
Lagt fram erindi frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa frá 8. maí 2012 þar sem spurt er hvort leyft yrði að staðsetja u.þ.b. 30 fermetra flotbryggju við suðurhlið ráðhúss Reykjavíkur á lóð nr. 11 við Tjarnargötu.
Notkun bryggjunnar verður tengd veitingarekstri kaffistofu ráðhússins.
Bréf hönnuðar dags. 02.05.2012 fylgir erindinu.
Vísað til skipulagsráðs.
17.12 Vesturgata 2A, Bókakaffi - 1. hæð
Lagt fram erindi frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa frá 8. maí 2012 þar sem sótt er um leyfi til að breyta notkun rýmis úr skrifstofum í bókakaffi með útiveitingar í flokki I fyrir 25 gesti á 1. hæð í húsinu á lóð nr. 2A við Vesturgötu
Gjald kr. 8.500
Ekki er gerð athugasemd við erindið.
18.12 Naustabryggja 13-15, (fsp) breyting á notkun
Á fundi skipulagsstjóra 4. maí 2012 var lagt fram erindi Dróma hf. dags. 3. maí 2012 varðandi breytingu á deiliskipulagi Bryggjuhverfis vegna lóðarinnar nr. 13-15 vð Naustbryggju. Í breytingunni fellst fjölgun um eina íbúð, samkvæmt uppdrætti Úti og inni arkitekta dags. 30. apríl 2012. Fyrirspurninni var vísað til umfjöllunar hjá verkefnisstjóra og er nú lögð fram að nýju ásamt umsögn skipulagsstjóra dags. 10. maí 2012.
Umsögn skipulagsstjóra dags. 10. maí 2012 samþykkt.
19.12 Kjalarnes, Brautarholt 1, rekstrarleyfi í flokki II
Á fundi skipulagsstjóra 27. apríl 2012 var lagt fram erindi skrifstofu borgarstjórnar dags. 23. apríl 2012 þar sem óskað er eftir umsögn um umsókn Golfklúbbs Brautarholts um rekstrarleyfi í flokki II. Erindinu var vísað til umsagnar lögfræði og stjórnsýslu og er nú lagt fram að nýju ásamt umsögn lögfræði og stjórnsýslu dags. 8. maí 2012.
Umsögn lögfræði og stjórnsýslu dags. 8. maí 2012 samþykkt.