Álagrandi 6, Bankastræti 7, Brekkustígur 14B, Dverghamrar 30, Ferjuvað 1-5, Hverafold 5, Laugarásvegur 25, Leifsgata 16, Lokastígur 11, Nauthólsvegur 87, Rafstöðvarvegur 41, Stelkshólar 8-12, Stórholt 17, Stuðlasel 7, Suðurlandsbraut 8, Súðarvogur, Þórsgata 24-28, Baldursgata 39, Bergstaðastræti 44, Bókhlöðustígur 2, Einarsnes, Grundarstígsreitur, Laugavegur 20-20A, Laugavegur 34A og Grettisgata 17, Sæmundargata 4 - Háskólatorg, Klettasvæði, Skarfabakki, Kjósarhreppur, Kleppsvegur, Kleppur, Hljómskálagarður, Betri Reykjavík,

Embættisafgreiðslufundur skipulagsstjóra Reykjavíkur samkvæmt viðauka 2.4 við samþykkt um stjórn Reykjavíkurborgar.

377. fundur 2012

Ár 2012, föstudaginn 6. janúar kl. 10:40, hélt skipulagsstjóri Reykjavíkur 377. embættisafgreiðslufund sinn til afgreiðslu mála án staðfestingar skipulagsráðs. Fundurinn var haldinn á skrifstofu skipulagsstjóra Borgartúni 12 - 14, 2. hæð, Stardalur. Fundinn sátu: Ólöf Örvarsdóttir og Marta Grettisdóttir. Eftirtaldir embættismenn kynntu mál á fundinum: Valný Aðalsteinsdóttir, Margrét Þormar, Björn Axelsson, Ágústa Sveinbjörnsdóttir, Margrét Leifsdóttir, Haraldur Sigurðsson og Björn Ingi Edvardsson. Ritari var Einar Örn Thorlacius.
Þetta gerðist:


1.12 Álagrandi 6, breyting á deiliskipulagi
Lagt fram erindi Sigurjóns Ólafssonar dags. 19. desember 2011 varðandi breytingu á deiliskipulagi Grandavegur, Lýsi og Sís vegna lóðarinnar nr. 6 við Álagranda. Í breytingunni felst stækkun á byggingarreit, samkvæmt uppdrætti Arkís dags. 19. desember 2011. Einnig er lagt fram skuggavarp Arkís dags. 19. desember 2011.
Samþykkt að grenndarkynna framlagða tillögu fyrir hagsmunaaðilum að Grandavegi 35, 37, 39 og 39b og Álagranda 2.

2.12 Bankastræti 7, (fsp) gistiheimili
Lögð fram fyrirspurn Bandalags íslenskra farfugla dags. 30. desember 2011 um hvort reka megi gistiheimili á 2.-4. hæð hússins nr. 7 við Bankastræti.
Vísað til umsagnar hjá verkefnisstjóra.

3.12 Brekkustígur 14B, Niðurrif
Lagt fram bréf frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa frá 3. janúar 2011 þar sem sótt er um leyfi til að rífa einbýlishús á lóð nr. 14B við Brekkustíg.
Niðurrif fastanr. 200-1052 mhl. 01 merkt 0101 61,5 ferm.
Gjald kr. 8.000
Ekki eru gerðar skipulagslegar athugasemdir við erindið.

4.12 Dverghamrar 30, breyting á deiliskipulagi
Lagt fram erindi Helga Guðmundssonar dags. 5. janúar 2012 varðandi breytingu á deiliskipulagi Hamrahverfis vegna lóðarinnar nr. 30 við Dverghamra. Í breytingunni felst að lóð er stækkuð, samkvæmt uppdrætti Bjarka Guðmundssonar dags. janúar 2012.

Samþykkt að grenndarkynna framlagða tillögu fyrir hagsmunaaðilum að Dverghömrum 22, 24, 26, 28, 32 og 34 þegar uppdrættir hafa verið lagfærðir.

5.12 Ferjuvað 1-5, (fsp) fjölgun íbúða o.fl.
Lögð fram fyrirspurn Askalind 5 ehf. dags. 4. janúar 2011 um að minnka íbúðir og fjölga ásamt breytingu á bílastæðum á lóðinni nr. 1-5 við Ferjuvað, samkvæmt uppdrætti Ask Arkitekta ehf. dags. 23. desember 2011.
Ekki eru gerðar athugasemdir við að fyrirspyrjanda láti vinna tillögu að breytingu á deiliskipulagi í samræmi við erindið, á eigin kostnað. Tillagan verður grenndarkynnt þegar hún berst.

6.12 Hverafold 5, (fsp) innri breytingar
Lögð fram fyrirspurn Jóns I. Garðarssonar ehf. dags. 4. janúar 2012 um að breyta sólbaðsstofu í húsinu á lóðinni nr. 5 við Hverafold í íbúð.
Vísað til umsagnar hjá verkefnisstjóra.

7.12 Laugarásvegur 25, rífa skúr - byggja í stað viðbyggingu
Lagt fram fram að nýju bréf frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa frá 8. nóvember 2011 þar sem sótt er um leyfi til að fjarlægja einlyfta skúrbyggingu við austurhlið og byggja þess í stað úr steinsteypu tvílyfta viðbyggingu á bakhluta lóðarinnar, sbr. fyrirspurn BN043304, sem tengist með tengigangi úr timbri núverandi húsi, byggt 1935, á lóð nr. 25 við Laugarásveg. Meðfylgjandi með fyrirspurn er greinargerð arkitekts dags. 7.7. 2011 og umsögn skipulagsstjóra dags. 29.7. 2011. Einnig er lagt fram bréf Ólafar Nordal og Tómasar M. Sigurðssonar dags. 8. desember 2011 þar sem óskað er eftir framlengingu á athugasemdafresti vegna grenndarkynningar sem líkur 15. desember 2011. Á fundi skipulagsstjóra þann 9. desember 2011 var samþykkt að framlengja athugasemdafrest til 3. janúar 2012. Að lokinni kynningu sendu eftirtaldir aðilar athugasemdir: Sigríður Guðmundsdóttir dags. 13. desember 2011, Ólöf Nordal og Tómas Sigurðsson dags. 3. janúar 2012.
Vísað til umsagnar hjá verkefnisstjóra.

8.12 Leifsgata 16, breytingar inni og á svölum, sólstofa
Lagt fram bréf frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa frá 20. desember 2011 þar sem sótt er um leyfi til að byggja sólstofu, koma fyrir stiga út í garð og að endurskipuleggja kjallararými svo að það verði innangengt upp í íbúð í parhúsi á lóð nr. 16 við Leifsgötu.
Neikvæð fyrirspurn BN043349, samþykki meðeigenda dags. 12 des. 2011 fylgir. Stækkun: XX ferm., XX rúmm. Gjald kr. 8.000 + XX
Samþykkt að grenndarkynna framlagða tillögu fyrir hagsmunaaðilum að Leifsgötu 12,14 og 18 og Eiríksgötu 19.

9.12 2">Lokastígur 11, (fsp) gistiheimili
Á fundi skipulagsstjóra 9. desember 2011 var lögð fram fyrirspurn Halldórs Júlíussonar dags. 25. nóvember 2011 um heimild til að reka gistiheimili að Lokastíg 11. Fyrirspurninni var vísað til umsagnar hjá verkefnisstjóra og er nú lögð fram að nýju ásamt umsögn skipulagsstjóra dags. 30. desember 2011.

Neikvætt, með vísan til umsagnar skipulagsstjóra dags. 30.desember 2011.

10.12 Nauthólsvegur 87, (fsp) viðbygging
Á fundi skipulagsstjóra 16. desember 2011 var lagt fram bréf frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa frá 6. desember 2011 þar sem spurt er hvort byggja megi kennsluálmu við skóla Hjallastefnunnar á lóð nr. 87 við Nauthólsveg.
Frestað

11.12 Rafstöðvarvegur 41, (fsp) endurbygging og stækkun
Lögð fram fyrirspurn Elísabetar Hannam dags. 3. janúar 2012 varðandi endurbyggingu og stækkun hússins á lóðinni nr. 41 við Rafstöðvarveg.
Vísað til umsagnar hjá verkefnisstjóra.

12.12 Stelkshólar 8-12, (fsp) stækkun
Lögð fram fyrirspurn Kjartans Þórs Guðmundssonar dags. 19. desember 2011 varðandi stækkun hússins nr. 8-12 við Stelkshóla, samkvæmt uppdrætti Teiknistofu Rúnar og Maríu dags. 17. desember 2011. Einnig er lögð fram umsögn skipulagsstjóra dags. 23.desember 2011
Neikvætt. Samræmist ekki deiliskipulagi með vísan til umsagnar skipulagsstjóra dags. 23. desember 2011.

13.12 Stórholt 17, bílgeymsla
Á fundi skipulagsstjóra 16. desember 2011 var lagt fram bréf frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa frá 13. desember 2011 þar sem sótt er um leyfi til að byggja staðsteyptan bílskúr (mhl.03)í austurhorni lóðar fjölbýlishúss á lóð nr. 17 við Stórholt. Erindinu var vísað til umsagnar hjá verkefnisstjóra og er nú lagt fram að nýju ásamt umsögn skipulagsstjóra dags. 5. janúar 2012.
Stærð: 35 ferm., 99,8 rúmm.
Gjald kr. 8.000 + 7.984
Jákvætt með vísan til umsagnar dags. 5. janúar 2012. Umsóknin verður grenndarkynnt fyrir hagsmunaaðilum að Stórholti 19 og Stangarholti 2 og 4 þegar samþykki meðlóðarhafa liggur fyrir.

14.12 Stuðlasel 7, (fsp) breyting á deiliskipulagi vegna aukaíbúðar
Lögð fram fyrirspurn Árna Þórs Helgasonar ark. dags. 27. desember 2011 vegna fyrirhugaðrar aukaíbúðar á lóðinni nr. 7 við Stuðlasel, skv. uppdr. dags. 12. desember 2011.
Neikvætt. Samræmist ekki deiliskipulagi með vísan til eldri umsagnar skipulagsstjóra frá 6. nóvember 2008.

15.12 Suðurlandsbraut 8, (fsp) bílstæði
Lögð fram fyrirspurn VA arkitekta dags. 21. desember 2011 vegna bílastæðiskrafna á lóð nr. 8 við Suðurlandsbraut.
Ekki eru gerðar athugasemdir við að umsækjandi láti vinna tillögu að breytingu á deiliskipulagi í samræmi við erindið, á eigin kostnað. Tillagan verður grenndarkynnt þegar hún berst.

16.12 Súðarvogur, (fsp) íbúðarhúsnæði
Lögð fram fyrirspurn Ólafs Thordersen dags. 22. desember 2011 um hvort samþykki sé fyrir íbúðarhúsnæði í Súðarvogi.
Frestað. Gögn ófullnægjandi.

17.12 Þórsgata 24-28, (fsp) vínveitingaleyfi
Lögð fram fyrirspurn Sunnugistingar ehf. dags. 19. desember 2011 varðandi vínveitingaleyfi í húsinu á lóð nr. 26 við Þórsgötu. Einnig er lögð fram greinagerð Steinþórs Þorsteinssonar f.h. Sunnugistingu ehf. dags. 15. desember 2011.
Vísað til umsagnar hjá lögfræði og stjórnsýslu.

18.12 Baldursgata 39, (fsp) stækkun húss
Lögð fram fyrirspurn Tul ehf. dags. 28. desember 2011 um stækkun húss nr. 39 við Baldursgötu þannig að ein hæð og ris bætist ofan á núverandi hús og viðbygging á tveimur hæðum byggð við húsið skv. skissum. Einnig er lögð fram umsögn skipulagsstjóra dags. 5. janúar 2012.
Jákvætt. Samræmist deiliskipulagi með vísan til umsagnar skipulasstjóra dags. 5. janúar 2012.

19.12 Bergstaðastræti 44, fj. íbúða
Lagt fram bréf frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa frá 3. janúar 2012 þar sem sótt er um leyfi til að innrétta sjö íbúðir, byggja svalir á suðurhlið 3. hæðar, breyta opnanlegum fögum í gluggum og byggja reiðhjólaskýli í garði fjölbýlishúss á lóð nr. 44 við Bergstaðastræti.
Erindi fylgir jákvæð umsögn skipulagsstjóra dags. 6. október 2011.
Gjald kr. 8.000
Samþykkt að grenndarkynna framlagða tillögu fyrir hagsmunaaðilum að Baldursgötu 3 og 7, Bergstaðastræti 40, 42, 43, 45 og 46 og Hellusundi 6a.

20.12 Bókhlöðustígur 2, (fsp) veitingarekstur í flokki ll ásamt stækkun á kjallara
Lögð fram fyrirspurn Völundar Snæs Völundarsonar dags. 20. desember 2011 varðandi stækkun á kjallara hússins á lóðinni nr. 2 við Bókhlöðustíg ásamt reksturs veitingastaðar í flokki ll. Einnig er lagt fram bréf Hjörleifs Stefánssonar dags. 20. desember og bréf Völundar Snæs Völundarsonar dags. 19. desember 2011.

Vísað til umsagnar hjá verkefnisstjóra.

21.12 Einarsnes, (fsp) söluvagn
Lögð fram fyrirspurn Sigurðar J. Sæmundssonar dags. 4. janúar 2012 varðandi rekstur á söluvagni við Einarsnes.
Vísað til umsagnar hjá verkefnisstjóra.

22.12 Grundarstígsreitur, forsögn, deiliskipulag
Lagt fram bréf Skipulagsstofnunar dags. 14. október og 15. desember 2011. ásamt bréfi skipulagsstjóra dags. 24. nóvember 2011. Einnig eru lögð fram drög að svarbréfi skipulagsstjóra ásamt uppdrætti.
Vísað til skipulagsráðs

23.12 Laugavegur 20-20A, (fsp) staðsetning sorps
Á fundi skipulagsstjóra 9. desember 2011 var lögð fram fyrirspurn Laugaverks ehf. dags. 8. desember 2011 varðandi staðsetningu sorps í borgarlandi við lóðina nr. 20-20A við Laugaveg. Fyrirspurninni var frestað og er nú lögð fram að nýju.
Kynna formanni skipulagsráðs.

24.12 Laugavegur 34A og Grettisgata 17, (fsp) skipting lóðar
Lögð fram fyrirspurn Þráins ehf. dags. 19. desember 2011 varðandi skiptingu lóðarinnar Laugavegur 34A og Grettisgata 17.
Ekki eru gerðar athugasemdir við að umsækjandi láti vinna tillögu að breytingu á deiliskipulagi í samræmi við erindið, á eigin kostnað. Tillagan verður grenndarkynnt þegar hún berst.

25.12 Sæmundargata 4 - Háskólatorg, (fsp) stækkun
Lögð fram fyrirspurn Hornsteina arkitekta ehf. dags. 5. janúar 2012 varðandi stækkun Háskólatorgs, samkvæmt drögum að tillögu Hornsteina arkitekta ehf. dags. nóvember 2011.
Ekki eru gerðar athugasemdir við að umsækjandi láti vinna tillögu að breytingu á deiliskipulagi í samræmi við erindið, á eigin kostnað.

26.12 Klettasvæði, Skarfabakki, breyting á deiliskipulagi
Að lokinni auglýsingu er lagt fram að nýju erindi Faxaflóahafna dags. 28. mars 2011 varðandi breytingu á deiliskipulagi Klettasvæðis, Skarfabakka vegna lóðanna nr. 1-3 við Korngarða og 4 við Klettagarða. Í breytingunni felst að stækka lóðina nr. 4 við Klettagarða til austurs, skipta lóðinni nr. 1-3 við Korngarða í tvær lóðir, lengja Skarfabakka um 200 metra með landfyllingu ásamt því að sjóvarnargarðurinn Ábóti er fjarlægður, samkvæmt uppdrætti ASK arkitekta dags. 23. mars 2011. Einnig er lögð fram umhverfisskýrsla dags. 29. ágúst 2011. Tillagan var auglýst frá 9. nóvember til og með 21. desember 2011. Engar athugasemdir bárust.
Samþykkt með vísan til heimilda um embættisafgreiðslur skipulagsstjóra í viðauka við samþykkt um stjórn Reykjavíkurborgar.


27.12 Kjósarhreppur, breyting á aðalskipulagi Kjósarhrepps 2005-2017
Lagt fram bréf Jóns Eiríks Guðmundssonar byggingarfulltrúa Kjósarhrepps dags. 8. desember 2011 þar sem óskað er eftir umsögn um lýsingu dags. 30. nóvember 2011 á breytingu á aðalskipulagi Kjósahrepps 2005-2017, vegna fyrirhugaðs íbúðarsvæðis í landi Eyrar.
Vísað til skipulagsráðs.

28.12 Kleppsvegur, Kleppur, lóðarleigusamningur
Lögð fram orðsending skrifstofu borgarstjóra R11120077 dags. 2. janúar 2012 ásamt bréfi Landspítalans til Faxaflóahafna dags. 20. desember 2011 varðandi lóðarleigusamning á lóðinni við Kleppsspítala. Landspítalinn óskar eftir að viðræðum um Kleppslandið verði slegið á frest þangað til nýtt aðalskipulag hefur verið staðfest.
Vísað til stýrihóps um endurskoðun aðalskipulags

29.12 Hljómskálagarður, hugmyndasamkeppni um viðburða- og afþreyingaskála
Lagt fram bréf Unu Eydísar Finnsdóttur og Gunnars Sigurðssonar f.h. dagskrárnefndar Arkitektafélags Íslands dags. 3. janúar 2012 þar sem óskað er eftir samstarfi vegna hugmyndasamkeppni um viðburða og afþreyingarskála í Hljómskálagarðinum.
Kynna formanni skipulagsráðs.

30.12 Betri Reykjavík, samskipti við borgarbúa
Lögð fram orðsending borgarstjóra dags. 3. janúar 2012 varðandi bætt samskipti við borgarbúa, hugmynd tekin af samráðsvefnum Betri Reykjavík 30. desember 2011.
Vísað til umsagnar hjá lögfræði og stjórnsýslu.