Atvinnustefna Reykjavíkur, Sigtún 40, Þórsgata 13, Skeifan 5, Skeifan 9, Austurberg 3, Árbær-Selás, Brekknaás 9, Dugguvogur 6, Grjótháls 1-3, Lambasel 11, Langirimi 21-23, Laugarásvegur 25, Lokastígur 11, Nauthólsvegur 87, Njálsgata 23, Seljahverfi, Skerplugata 4 og 6, Skipasund 81, Þorragata 1, Þórðarsveigur 2-6, Engjateigur 9, Sogavegur 130, Betri Reykjavík, Álfsnes, sprengiefnageymslur, Hólmaslóð olíustöð 2, B-Tröð 8, Víðidalur, Brautarholt 1 125660, Elliðavatnsland 173485, Kjalarnes, Melavellir, Laugardalur, brettavöllur, Víðines, Bergstaðastræti 13, Dunhagi 18-20, Laugavegur 20-20A, Njálsgata 53, 55 og 57, Skeljanes 4, Suðurgata 18, Teigahverfi norðan Sundlaugavegar,

Embættisafgreiðslufundur skipulagsstjóra Reykjavíkur samkvæmt viðauka 2.4 við samþykkt um stjórn Reykjavíkurborgar.

375. fundur 2011

Ár 2011, föstudaginn 9. desember kl. 11:15 var haldinn 375. embættisafgreiðslufundur skipulagsstjóra Reykjavíkur. Fundurinn var haldinn að Borgartúni 12-14, 2 hæð. (Stardal).Viðstaddir voru:
Þetta gerðist:


1.11 Atvinnustefna Reykjavíkur, bréf skrifstofu borgarstjórnar
Lagt fram bréf skrifstofu borgarstjórnar dags. 2. desember 2011 þar sem óskað er eftir umsögn fyrir 16. desember nk. um drög að atvinnustefnu Reykjavíkurborgar dags. 25. nóvember 2011.

Vísað til skipulagsráðs.

2.11 Sigtún 40, (fsp) íbúðarhús o.fl.
Á fundi skipulagsstjóra 25. nóvember 2011 var lögð fram fyrirspurn Varmárbyggðar ehf. dags. 23. nóvember 2011 varðandi byggingu tveggja íbúðarhúsnæða á lóðinni nr. 40 við Sigtún auk bílgeymslu og tæknirýmis neðanjarðar, samkvæmt tillögu Atelier Arkitekta ehf. dags. nóvember 2011. Erindinu var vísað til umsagnar verkefnisstjóra og er nú lagt fram að nýju ásamt umsögn skipulagsstjóra dags. 7. desember 2011.

Kynna formanni skipulagsráðs.

3.11 Þórsgata 13, (fsp) breyting á deiliskipulagi
Lögð fram fyrirspurn Karls Sigfússonar dags. 8. desember 2011 varðandi breytingu á deiliskipulagi Þórsgötureits vegna lóðarinnar nr. 13 við Þórsgötu samkvæmt uppdætti Bjarna Snæbjörnssonar ark., dags. 8. desember 2011.

Kynna formanni skipulagsráðs.

4.11 Skeifan 5, (fsp) netbar
Lagt fram bréf frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa frá 6. desember 2011 þar sem spurt er hvort leyft yrði að innrétta netbar og veitingahús í fl. III í iðnaðarhúsi á lóð nr. 5 við Skeifuna.

Ekki eru gerðar athugasemdir við erindið. Samræmist skipulagi.

5.11 Skeifan 9, breyting á deiliskipulagi vegna viðbyggingar
Lagt fram erindi Höldurs ehf. dags. 28. nóvember 2011 varðandi breytingu á deiliskipulagi Skeifu/Fen vegna lóðarinnar nr. 9 við Skeifuna. Í breytingunni felst stækkun húss fyrir nýja viðbyggingu, skv. uppdrætti Aðalsteins Júlíussonar dags. 24. nóv. 2011.
Samþykkt að grenndarkynna framlagða tillögu fyrir hagsmunaaðilum að Skeifunni 11.

6.11 Austurberg 3, minnisblað v/ líkamsræktar í Breiðholtslaug
Á fundi skipulagsstjóra 25. nóvember 2011 var lagt fram minnisblað Íþrótta- og tómstundasviðs dags. 16. nóvember 2011 þar sem óskað er eftir áliti Skipulags- og byggingarsviðs á byggingu húsnæðis á einni hæð vestan við hús Breiðholtslaugar á lóðinni nr. 3 við Austurberg. Erindinu var vísað til umsagnar verkefnisstjóra og er nú lagt fram að nýju ásamt umsögn skipulagsstjóra dags. 1. desember 2011.

Jákvætt með vísan til umsagnar skipulagsstjóra.


7.11 Árbær-Selás, breyting á skilmálum
Lögð fram tillaga skipulags- og byggingarsviðs dags. 6. desember 2011 varðandi breytingu á skilmálum deiliskipulags Árbær-Selás. Í breytingunni felst að heimilt verði að gera íbúðir í kjallara/jarðhæð.

Vísað til skipulagsráðs.

8.11 Brekknaás 9, (fsp) nýbygging
Lögð fram fyrirspurn Auðar Eiríksdóttur dags. 6. desember 2011 varðandi byggingu þjónustumiðstöðvar á lóðinni nr. 9 við Brekknaás.
Vísað til umsagnar hjá verkefnisstjóra.

9.11 Dugguvogur 6, (fsp) viðbygging
Á fundi skipulagsstjóra 25. nóvebmer 2011 var lagt fram bréf frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa frá 22. nóvember 2011 þar sem spurt er hvort leyft yrði að byggja við, og hversu mikið, atvinnuhús á lóð nr. 6 við Dugguvog. Erindinu var vísað til umsagnar verkefnisstjóra og er nú lagt fram að nýju ásamt umsögn skipulagsstjóra dags. 29. nóvember 2011.

Umsögn skipulagsstjóra samþykkt.

10.11 Grjótháls 1-3, (fsp) bílastæði
Lögð fram fyrirspurn Ívars Björnssonar dags. 5. desember 2011 varðandi bílastæði við lóð nr. 1-3 við Grjótháls.

Vísað til umsagnar hjá verkefnisstjóra.

11.11 Lambasel 11, hænsnahald
Lagt fram bréf Umhverfis- og samgöngusviðs dags. 6. desember 2011 ásamt umsókn Guðlaugar M. Júlíusdóttur um leyfi til að halda hænur á lóðinni nr. 11 við Lambasel. Einnig lögð fram umsögn skipulagsstjóra dags. 7. desember 2011.

Neikvætt með vísan til umsagnar skipulagsstjóra .

12.11 Langirimi 21-23, (fsp) br. notkun gistiheimili
Lögð fram fyrirspurn KS fasteigna ehf. dags. 7. desember 2011 um að breyta annarri hæð hússins á lóðinni nr. 21-23 við Langarima og rými í kjallara í gistiheimili.
Ekki eru gerðar athugasemdir við erindið. Samræmist deiliskipulagi. Sækja þarf um byggingarleyfi.



13.11 Laugarásvegur 25, rífa skúr - byggja í stað viðbyggingu
Lagt fram fram að nýju bréf frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa frá 8. nóvember 2011 þar sem sótt er um leyfi til að fjarlægja einlyfta skúrbyggingu við austurhlið og byggja þess í stað úr steinsteypu tvílyfta viðbyggingu á bakhluta lóðarinnar, sbr. fyrirspurn BN043304, sem tengist með tengigangi úr timbri núverandi húsi, byggt 1935, á lóð nr. 25 við Laugarásveg. Einnig er lagt fram bréf Ólafar Nordal og Tómasar M. Sigurðssonar dags. 8. desember 2011 þar sem óskað er eftir framlengingu á athugasemdafresti vegna grenndarkynnigar sem líkur 15. desember 2011.
Stærðir stækkun: xx ferm., xx rúmm.
Meðfylgjandi með fyrirspurn er greinargerð arkitekts dags. 7.7. 2011 og umsögn skipulagsstjóra dags. 29.7. 2011.
Gjald kr. 8.000 + xx

Samþykkt að framlengja athugasemdafrest til 3. janúar 2012.


14.11 Lokastígur 11, (fsp) gistiheimili
Lögð fram fyrirspurn Halldórs Júlíussonar dags. 25. nóvember 2011 um heimild til að reka gistiheimili að Lokastíg 11.
Vísað til umsagnar hjá verkefnisstjóra.

15.11 Nauthólsvegur 87, (fsp) viðbygging
Lagt fram bréf frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa frá 6. desember 2011 þar sem spurt er hvort byggja megi kennsluálmu við skóla Hjallastefnunnar á lóð nr. 87 við Nauthólsveg.

Frestað

16.11 Njálsgata 23, (fsp) Frakkastígur 16 br. inni, hækka þak
Lagt fram bréf frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa frá 29. nóvember 2011 þar sem spurt er hvort leyft yrði að lyfta þaki og innrétta íbúð í risi, dýpka kjallara og innrétta félagsheimili í kjallara og á 1. og 2. hæð íbúðarhússins Frakkastígur 16 á lóð nr. 23 við Njálsgötu.


Vísað til umsagnar hjá verkefnisstjóra.

17.11 Seljahverfi, breyting á deiliskipulagi v/ húsa við Gilja, Gljúfra og Grjótasel
Að lokinni grenndarkynningu er lögð fram að nýju tillaga Skipulags- og byggingarsviðs að breytingu á deiliskipulagi vegna húsa við Gilja, Gljúfra og Grjótasel. Í breytingunni felst að leyfa öllum Keðjuhúsum við Gilja, Gljúfra og Grjótasel heimild til að reisa gegnsæja glerbyggingu/sólstofu að fullu eða að hluta yfir svalir efstu hæðar, samkvæmt uppdrætti dags. 3. nóvember 2011, að öðru leiti gilda eldri skilmálar. Eftirtaldir aðilar sendu athugasemdir: Sigurður Thoroddsen dags. 5. desember 2011.

Vísað til skipulagsráðs.

18.11 Skerplugata 4 og 6, breyting á deiliskipulagi
Lagt fram erindi Gunnlaugar Jónssonar dags. 9. desember 2011 varðandi breytingu á deiliskipulagi lóðanna nr. 4 og 6 við Skerplugötu. Í breytingunni felst breyting á byggingarreit og þakhalla húsanna, samkvæmt uppdrætti Gunnlaugar Jónssonar dags. 9. desember 2011.

Vísað til umsagnar hjá verkefnisstjóra


19.11 Skipasund 81, (fsp) bílskúr
Lagt fram bréf frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa frá 6. desember 2011 þar sem spurt er hvort leyfi fengist til að byggja tvöfalda bílageymslu, 72 fermetra á stærð á lóð nr. 81 við Skipasund.
Dregið verður til baka fyrirspurn BN43857 sem var í fresti

Vísað til umsagnar hjá verkefnisstjóra.

20.11 Þorragata 1, málskot
Lagt fram málskot Leikskólans Sælukots dags. 8. desember 2011 vegna afgreiðslu skipulagsstjóra frá 28. október 2011 varðandi byggingu tveggja hæða viðbyggingar. Einnig er lögð fram greinargerð dags. 8. desember 2011

Vísað til skipulagsráðs.

21.11 Þórðarsveigur 2-6, (fsp) nr. 6 breyta atvinnuhúsnæði í íbúðir
Lagt fram bréf frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa frá 6. desember 2011 þar sem spurt er hvort leyfi fengist til að breyta atvinnuhúsnæði á 1. hæð í 2. íbúðir með sérinngangi í húsinu nr. 6 á lóð nr. 2-6 við Þórðarsveig.

Neikvætt. Samræmist ekki deiliskipulagi.

22.11 Engjateigur 9, (fsp) breyting lóð
Lögð fram fyrirspurn Verkfræðingafélags Íslands dags. 5. desember 2011 varðandi breytingu á lóðinni nr. 9 við Engjateig.
Vísað til umsagnar hjá verkefnisstjóra.

23.11 Sogavegur 130, breyting á deiliskipulagi
Lagt fram erindi Kristrúnar Árnadóttur dags. 1. desember 2011 varðandi breytingu á deiliskipulagi Sogavegar vegna lóðarinnar nr. 130 við Sogaveg. Í breytingunni felst aukning á nýtingarhlutfalli, samkvæmt uppdrætti Inni og úti arkitekta dags. 25. nóvember 2011.

Samþykkt að grenndarkynna framlagða tillögu fyrir hagsmunaaðilum að Sogavegi 124 og 142.

24.11 Betri Reykjavík, Meira skjól í borgina - gróðursetja tré á skipulagðan hátt
Lögð fram efsta hugmynd í skipulagsflokki á Betri Reykjavík frá 31. október 2011, um skjólmyndun í borginni og gróðursetningu trjáa á skipulagðan hátt, ásamt samantekt af umræðum og rökum.
Frestað

25.11 Álfsnes, sprengiefnageymslur, lýsing
Lögð er fram drög að lýsingu Skipulags- og byggingarsviðs Reykjavíkur dags. 25. nóvember 2011 vegna deiliskipulags á Álfsnesi. Lýsingin er hluti forsendna við gerð deiliskipulags sem fjallar um uppbyggingu á umræddu svæði og er tilgangur lýsingarinnar að vera leiðbeinandi við gerð nýs deiliskipulags á svæðinu á Álfsnesi fyrir sprengiefnageymslur.

Kynna formanni skipulagsráðs.

26.11 Hólmaslóð olíustöð 2, (fsp) skrifstofugámar
Á fundi skipulagsstjóra 25. nóvember 2011 var lagt fram bréf frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa frá 22. nóvember 2011 þar sem spurt er hvort koma megi fyrir 3-4 skrifstofugámum fyrir hreinlætis- og hvíldaraðstöðu 14 starfsmanna við hlið afgreiðsluhúss á olíustöð Skeljungs við Hólmaslóð í Örfirisey. Erindinu var vísað til umsagnar Faxaflóahafna og er nú lagt fram að nýju ásamt umsögn Faxaflóahafna dags. 5. desember 2011.

Ekki gerðar athugasemdir við að veitt verði stöðuleyfi til eins árs í senn.

27.11 B-Tröð 8, Víðidalur, (fsp) færa austurgafl
Lagt fram bréf frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa frá 6. desember 2011 þar sem sótt er um leyfi til að stækka hesthús á lóð nr. 8 við B-tröð.

Frestað

28.11 Brautarholt 1 125660, byggja golfskála
Lagt fram bréf frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa frá 29. nóvember 2011 þar sem sótt er um leyfi til að byggja golfskála fyrir veitingasölu í flokki II úr timbri á steyptum undirstöðum með flötu þaki á jörðinni Brautarholt 1 með landnúmeri 125660. Einnig lagt fram bréf Kristins Arnarsonar, dags. 7. desember 2011.
Stærðir brúttó: 118,3 ferm., 378,6 rúmm.
Gjald kr. 8.000 + 30.288

Ekki eru gerðar athugasemdir við erindið. Samræmist deiliskipulagi.



29.11 Elliðavatnsland 173485, (fsp) skólastofur til geymslu
Lögð fram fyrirspurn Náttúruheilsugarða Janusar endurhæfingar dags. 8. desember 2011 um að koma fyrir tveimur skólastofum til geymslu í bækistöð Skógræktarfélags Reykjavíkur í Heiðmörk. Einnig er lögð fram viljayfirlýsing Skógræktarfélags Reykjavíkur dags. 6. desember 2011.

Ekki gerð athugasemd við að veitt verði stöðuleyfi til eins árs í senn.


30.11 Kjalarnes, Melavellir, Breyting á deiliskipulagi
Lagt fram erindi Matfugls ehf. dags. 8. desember 2011 varðandi breytingu á deiliskipulagi jarðarinnar Melavellir á Kjalarnesi. Í breytingunni felst fjölgun alifuglahúsa á lóðinni, skv. uppdrætti dags. 23. nóvember 2009. Einnig er lögð fram umhverfisskýrsla verkfræðistofunnar Efla dags. 23. nóvember 2009.

Vísað til skipulagsráðs.

31.11 Laugardalur, brettavöllur, breyting á deiliskipulagi
Að lokinni auglýsingu er lagt fram að nýju erindi Framkvæmda- og eignasviðs dags. 8. september 2011 varðandi breytingu á deiliskipulagi Laugardals vegna staðsetningu brettavallar norðan Engjavegar og vestan Þróttheima, skv. deiliskipulagsuppdrætti og skýringaruppdrætti Landslags ehf. dags. september 2011. Jafnframt verða felld úr gildi 186 áður fyrirhuguð bílastæði á svæðinu. Tillagan var auglýst frá 30. september til og með 11. nóvember 2011. Eftirtaldir aðilar sendu inn athugasemdir: Jón Þór Ólafsson dags. 30. september, Grétar Amazeen dags. 9. október, Ágústa Dröfn Sigmarsdóttir dags. 24. október, Regína Unnur Margrétardóttir dags. 31. október, Hildigunnur Einarsdóttir dags. 1. nóvember, Chuai Thongsawat og Jóhann Jónmundsson dags. 1. nóvember, Rannveig Pálmadóttir dags. 1. nóvember, Frímann Ari Ferdinandsson f.h. ÍBR dags. 10. nóvember, Framkvæmdastjórar íþróttamannvirkja í Laugardal dags. 3. nóvember, listi með 12 íbúum dags. 10. nóvember, Stefanía V. Sigurjónsdóttir og Axel Eiríksson dags. 10. nóvember, Jón Á Eiríksson og Elísabet Magnúsdóttir dags. 10. nóvember, Hjalti Þórarinsson og Guðrún Björk Tómasdóttir dags. 10. nóvember og Ágúst H. Bjarnason dags. 10. nóvember 2011. Einnig er lögð fram umsögn skipulagsstjóra dags. 30. nóvember 2011.
Vísað til skipulagsráðs.

32.11 Víðines, afmörkun lóðar
Lagt fram bréf Framkvæmda- og eignasviðs dags. 24. nóvember 2011 varðandi afmörkun lóðar fyrir hjúkrunarheimilið í Víðinesi, samkvæmt uppdrætti Framkvæmda- og eignasviðs dags. nóvember 2011.

Vísað til skipulagsráðs.

33.11 Bergstaðastræti 13, tölvupóstur skrifstofu borgarstjóra
Lagt fram bréf skrifstofu borgarstjóra dags. 6. desember 2011 ásamt bréfi Lex lögmannsstofu dags. 25. nóvember 2011 varðandi viðbyggingu við húsið á lóðinni nr. 13 við Bergstaðastræti.

Vísað til umsagnar hjá lögfræði og stjórnsýslu.

34.11 Dunhagi 18-20, breyting inni
Lagt fram bréf frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa frá 6. desember 2011 þar sem sótt er um leyfi til breytinga innanhúss sem felast í því að fjölga íbúðum á 2. og 3. hæð úr fjórum í tíu á hvorri hæð, breyta hlutverki 1. hæðar þannig að helmingur verslunarrýmis verði fjórar íbúðir, en helmingurinn óbreyttur, breyta kjallara með geymslum og þvottahúsum til samræmis við þetta og færa sorpgeymslur út á lóð í fjölbýlishúsi á lóð nr. 18-20 við Dunhaga.
Meðfylgjandi er afrit af bréfi skipulagsstjóra Reykjavíkur dags. 17. nóvember 2011
Gjald kr. 8.000

Vísað til umsagnar hjá verkefnisstjóra.

35.11 Laugavegur 20-20A, (fsp) staðsetning sorps
Lögð fram fyrirspurn Laugaverks ehf. dags. 8. desember 2011 varðandi staðsetningu sorps í borgarlandi við lóðina nr. 20-20A við Laugaveg.

Frestað

36.11 Njálsgata 53, 55 og 57, breyting á deiliskipulagi
Lagt fram erindi Leiguíbúða ehf. dags. 7. desember 2011 varðandi breytingu á deiliskipulagi Njálsgötureitar 1.190.1 vegna lóðanna nr. 53, 55 og 57. Í breytingunni felst sameining lóðanna, lækkun gólfkóta aðkomuhæðar, stækkun á byggingarreit fyrir svalagang og lyftu o.fl., samkvæmt uppdrætti Zeppelin arkitekta dags. 7. desember 2011.

Samþykkt að grenndarkynna framlagða tillögu fyrir hagsmunaaðilum að Njálsgötu 51, 51b og 59. Einnig Grettisgötu 50, 52. 54a, 54b, 56a, 56b, 58a og 58b.

37.11 Skeljanes 4, geymsla og skúr
Á fundi skipulagsstjóra 18. nóvember 2011 var lagt fram bréf frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa frá 15. nóvember 2011 þar sem sótt er um samþykkt á reyndarteikningu af fjölbýlishúsi á lóð nr. 4 við Skeljanes. Erindinu var frestað og er nú lagt fram að nýju ásamt umsögn skipulagsstjóra dags. 6. desember 2011.
Erindi fylgir bréf hönnuðar dags. 10. október 2011.
Gjald kr. 8.000

Neikvætt með vísan til umsagnar skipulagsstjóra dags. 6. desember 2011.

38.11 Suðurgata 18, (fsp) bílastæði á lóð
Lögð fram fyrirspurn Davíðs Pitt f.h. íbúa Suðurgötu 18 dags. 1. desember 2011 um möguleika á að koma fyrir bílastæðum á lóðinni skv. skissum.
Vísað til umsagnar hjá verkefnisstjóra.

39.11 Teigahverfi norðan Sundlaugavegar, deiliskipulag
Að lokinni auglýsingu er lögð fram að nýju endurskoðuð tillaga að deiliskipulagi Teigahverfis norðan Sundlaugavegar samkvæmt uppdráttum egg arkitekta ehf. dags. 28. september 2011. Einnig er lögð fram Húsakönnun Minjasafns Reykjavíkur skýrsla nr. 150 dags. 2009, endurskoðað varðveislumat Minjasafns Reykjavíkur vegna Bjargs dags. 23. febrúar 2010. Tillagan var hagsmunaaðilakynnt frá 16. maí til og með 9. júní 2011. Athugasemdir og ábendingar bárust. Tillagan var auglýst frá 12. október til og með 23. nóvember 2011. Eftirtaldir aðilar sendu inn athugasemdir: Stefán Jóhann Björnsson dags. 22. nóvember 2011, Javier Tellaeche Campamelós mótt. 22. nóvember 2011, Jakob S. Friðriksson dags. 22. nóvember 2011, Egill Stephensen og Anna G. Egilsdóttir dags. 23. nóvember 2011 og Landssamtök hjólreiðamanna dags. 23. nóvember 2011. Einnig er lögð fram umsögn skipulagsstjóra dags. 7. dessember 2011.
Vísað til skipulagsráðs.