Vatnsveituvegur, Fákur, Baldursgata 32 og 34, Bergstaðastræti 44, Þingholtsstræti 21, Þórsgata 13, Óðinsgata 1, Óðinsgata 14, Asparfell 2-12, Birtingakvísl, bílastæði, Grjótasel 8, Haukdælabraut 66, Krummahólar/Kríuhólar, vörubílastæði, Laugavegur 139, Mosgerði 5, Nauthólsvegur 50, Sogavegur 130, Vatnsstígur 11 og Lindargata 36, Þingholtsstræti 5, Logafold 33, Klettagarðar 9, Svæðisskipulag höfuðborgarsvæðisins,

Embættisafgreiðslufundur skipulagsstjóra Reykjavíkur samkvæmt viðauka 2.4 við samþykkt um stjórn Reykjavíkurborgar.

366. fundur 2011

Ár 2011, föstudaginn 30. september kl. 10:30, hélt skipulagsstjóri Reykjavíkur 366. embættisafgreiðslufund sinn til afgreiðslu mála án staðfestingar skipulagsráðs. Fundurinn var haldinn á skrifstofu skipulagsstjóra Borgartúni 12 - 14, 2. hæð, Stardalur. Fundinn sátu: Ágústa Sveinbjörnsdóttir og Helena Stefánsdóttir. Eftirtaldir embættismenn kynntu mál á fundinum: Björn Ingi Edvardsson, Margrét Þormar, Valný Aðalsteinsdóttir og Haraldur Sigurðsson. Ritari var Harri Ormarsson.
Þetta gerðist:


1.11 Vatnsveituvegur, Fákur, (fsp) Faxaból 1, uppsetning á gerði
Á fundi skipulagsstjóra 23. september 2011 var lögð fram fyrirspurn Thelmu Benediktsdóttur dags. 22. september 2011 varðandi uppsetningu á gerði við suðurhlið hesthússins nr. 1 við Faxaból á svæði Fáks við Vatnsveituveg. Fyrirspurninni var vísað til umfjöllunar hjá verkefnisstjóra og er nú lögð fram að nýju ásamt umsögn skipulagsstjóra dags. 30. september 2011.
Neikvætt, með vísan til umsagnar skipulagsstjóra dags. 30. september 2011.

2.11 Baldursgata 32 og 34, bréf
Á fundi skipulagsstjóra 23. september 2011 var lagður fram tölvupóstur skrifstofu borgarstjórnar dags. 19. september 2011 ásamt bréfi 6 íbúa í kring um Baldursgötu 32 og 34 dags. 18. maí 2011 þar sem óskað er eftir að heimilað byggingarmagn fyrir lóðirnar nr. 32 og 34 við Baldursgötu verði fellt úr gildi. Erindinu var vísað til umsagnar hjá verkefnisstjóra svæðisins og lögfræði og stjórnsýslu og er nú lagt fram að nýju ásamt umsögn dags. 30. september 2011.
Umsögn verkefnisstjóra og lögfræði og stjórnsýslu dags. 30. september 2011 samþykkt.

3.11 Bergstaðastræti 44, (fsp) fjölgun íbúða
Lögð fram fyrirspurn Davíðs Pitt dags. 28. september 2011 um fjölgun íbúða í húsinu að Bergstaðastræti 44.
Vísað til umsagnar hjá verkefnisstjóra svæðisins.

4.11 Þingholtsstræti 21, viðbygging ofl.
Að lokinni grenndarkynningu er lagt fram að nýju bréf frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa frá 23. ágúst 2011 þar sem sótt er um leyfi til að byggja steinsteypta viðbyggingu á einni hæð til norðurs með svölum á þaki, innrétta íbúð á jarðhæð og byggja svalir á 3. hæð götuhliðar íbúðarhúss á lóð nr. 21 við Þingholtsstræti. Erindi var grenndarkynnt frá 31. ágúst til og með 28. september 2011. Eftirtaldir aðilar sendu inn athugasemdir: Auður Eir Vilhjálmsdóttir, Gyða Haraldsdóttir, Steingrímur Steinþórsson og Lucy Winston Jóhannsdóttir dags. 28. september 2011.
Erindi fylgir umsögn Húsafriðunarnefndar dags. 17. ágúst 2011 og umsögn Minjasafns Reykjavíkur dags. 22. ágúst 2011.
Stækkun: 32,2 ferm., 81,5 rúmm.
Gjald kr. 8.000 + 6.520
Vísað til umsagnar hjá verkefnisstjóra svæðisins.

5.11 Þórsgata 13, (fsp) breyting á deiliskipulagi
Á fundi skipulagsstjóra 23. september 2011 var lögð fram fyrirspurn Bjarna Snæbjörnssonar dags. 20. september 2011 varðandi breytingu á deiliskipulagi Þórsgötureits vegna lóðarinnar nr. 13 við Þórsgötu. Í breytingunni felst að lengja byggingarreit að lóðarmörkum og koma fyrir tveimur bílastæðum á lóð undir húsi ásamt aðkomu að aðalinngangi hússins og fækka bílastæðum um eitt í götunni fyrir innkeyrslu, samkvæmt uppdrætti Bj. Snæ arkitekta dags. 18. ágúst 2011. Fyrirspurninni var vísað til umsagnar hjá verkefnisstjóra svæðisins og er nú lögð fram að nýju ásamt umsögn skipulagsstjóra dags. 30. september 2011.
Neikvætt, með vísan til umsagnar skipulagsstjóra dags. 30. september 2011.

6.11 Óðinsgata 1, (fsp) breytingar á húseign o.fl.
Lögð fram fyrirspurn Þuríðar Ottesen dags. 23. september 2011 varðandi breytingar á húseigninni á lóð nr. 1 við Óðinsgötu ásamt aukningu á byggingarmagni, samkvæmt uppdrætti K.J. hönnun dags. 23. september 2011.
Vísað til umsagnar hjá verkefnisstjóra svæðisins.

7.11 Óðinsgata 14, reyndarteikningar
Lagt fram bréf frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa frá 27. september 2011 þar sem sótt er um samþykkt á áður gerðum breytingum og stækkun á einbýlishúsi á lóð nr. 14 við Óðinsgötu.
Stækkun: xx ferm., xx rúmm.
Gjald kr. 8.000 + xx
Vísað til umsagnar hjá verkefnisstjóra svæðisins.

8.11 Asparfell 2-12, Æsufell 6, mhl.03 sólskáli stækkun
Lagt fram bréf frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa frá 27. september 2011 þar sem sótt er um samþykkt á áður gerðri stækkun sólskála á 8. hæð fjölbýlishússins Æsufell 6 á lóð nr. 2-12 við Asparfell.
Erindi fylgir fundargerð sameignastjórnar Æsufells 2-6 dags. 16. nóvember 2010 og bréf hönnuðar dags. 20. september 2011.
Stækkun: 15,4 ferm., 39 rúmm.
Gjald kr. 8.000 + 3.120
Ekki eru gerðar skipulagslegar athugasemdir við erindið.

9.11 Birtingakvísl, bílastæði, (fsp) bílastæði
Á fundi skipulagsstjóra 23. september 2011 var lögð fram fyrirspurn Þórarins Klemenssonar dags. 16. september 2011 varðandi bílastæði við götuna Birtingakvísl. Fyrirspurninni var vísað til umsagnar hjá verkefnisstjóra svæðisins og er nú lögð fram að nýju ásamt umsögn skipulagsstjóra dags. 26. september 2011.
Neikvætt, með vísan til umsagnar skipulagsstjóra dags. 26. september 2011.

10.11 Grjótasel 8, (fsp) hækkun húss
Lögð fram fyrirspurn Gunnars Bergmanns Stefánssonar dags. 27. september 2011 um að hækka efstu hæð hússins nr. 8 við Grjótasel, samkvæmt uppdr. dags. 10. ágúst 2011.
Vísað til umsagnar hjá verkefnisstjóra svæðisins.

11.11 Haukdælabraut 66, (fsp) stækkun lóðar
Á fundi skipulagsstjóra 9. september 2011 var lögð fram fyrirspurn Gunnars Vilhjálmssonar dags. 5. september 2011 varðandi stækkun lóðarinnar nr. 66 við Haukdælabraut. Fyrirspurninni var vísað til umsagnar hjá verkefnisstjóra svæðisins og er nú lögð fram að nýju ásamt umsögn skipulagstjóra dags. 28. september 2011.
Neikvætt, með vísan til umsagnar skipulagsstjóra dags. 28. september 2011.

12.11 Krummahólar/Kríuhólar, vörubílastæði, (fsp) vörubílastæði
Lögð fram fyrirspurn Hallgríms Jónassonar dags. 25. september 2011 varðandi vörubílastæði við Krummahóla/Kríuhóla.
Vísað til umsagnar hjá Umhverfis - og samgöngusviði.

13.11 Laugavegur 139, (fsp) breyta íbúðarhúsi í gistiheimili
Lagt fram bréf frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa frá 27. september 2011 þar sem spurt er hvort leyft yrði að innrétta gistihús/farfuglaheimili fyrir allt að 80 gesti, grafa frá kjallara, lækka gólf þar og innrétta sameiginleg rými fyrir gesti, breyta gluggum til að koma fyrir björgunaropum og koma fyrir flóttastiga á bakhlið fjölbýlishúss á lóð nr. 139 við Laugaveg.
Vísað til umsagnar hjá verkefnisstjóra svæðisins.

14.11 Mosgerði 5, nýr kvistur
Lagt fram bréf frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa frá 27. september 2011 þar sem sótt er um leyfi til að byggja nýjan kvist á austurhlið tvíbýlishúss á lóð nr. 5 við Mosgerði.
Bréf frá eiganda dags. 8. sept. 2011 og samþykki meðeiganda dags. 8. sept. 2011 fylgir.
Stækkun 1,8 rúmm.
Gjald kr. 8.000 + 144
Samþykkt að grenndarkynna framlagða tillögu fyrir hagsmunaaðilum að Mosgerði 3 og 7 og Melgerði 8, 10 og 12.

15.11 Nauthólsvegur 50, breyting á deiliskipulagi
Lagt fram erindi Icelandair dags. 23. ágúst 2011 varðandi breytingu á deiliskipulagi Reykjavíkurflugvallar vegna lóðarinnar nr. 50 við Nauthólveg. Í breytingunni felst að þriggja hæða skrifstofuhluti er hækkaður í fjórar hæðir, einnig að komið verði fyrir lyftuhúsum allt að tveimur metrum upp úr þaki, samkvæmt uppdrætti T.ark dags. 12. september 2011. Einnig er lagt fram samþykki meðlóðarhafa ódags. og samþykki Isavia dags. 28. júní 2011.
Vísað til skipulagsráðs þegar uppdrættir hafa verið lagfærðir.

16.11 Sogavegur 130, breyta bílskýli í bílgeymslu
Lagt fram bréf frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa frá 27. september 2011 þar sem sótt er um leyfi til að breyta bílskýlum í bílskúra á parhúsinu á lóð nr. 130 við Sogaveg. Sbr. erindið BN042874 dags. 5. júlí 2011.
Gjald kr. 8.000
Neikvætt, samræmist ekki deiliskipulagi.

17.11 Vatnsstígur 11 og Lindargata 36, (fsp) sameining lóða
Á fundi skipulagsstjóra 23. september 2011 var lögð fram fyrirspurn Aðalsteins Gíslasonar dags. 22. september 2011 varðandi sameiningu lóðanna nr. 11 við Vatnsstíg og 36 við Lindargötu, samkvæmt uppdr. Arko dags. 8. september 2011. Fyrirspurninni var vísað til umsagnar hjá verkefnisstjóra svæðisins og er nú lögð fram að nýju ásamt umsögn skipulagsstjóra dags. 29. september 2011.
Neikvætt, með vísan til umsagnar skipulagsstjóra dags.29. september 2011.

18.11 34">Þingholtsstræti 5, rekstrarleyfi í flokki III
Á fundi skipulagsstjóra 23. september 2011 var lagt fram erindi skrifstofu borgarstjórnar dags. 19. september 2011 vegna umsagnarbeiðni um rekstrarleyfisumsókn Sushisamba í flokki III að Þingholtsstræti 5. Erindinu var vísað til umsagnar hjá lögfræði og stjórnsýslu og er nú lagt fram að nýju ásamt umsögn lögfræði og stjórnsýslu dags. 28. september 2011.
Umsögn lögfræði og stjórnsýslu samþykkt.

19.11 Logafold 33, bílastæði
Á fundi skipulagsstjóra 23. september 2011 var lagt fram bréf Jóns Egilssonar hdl. dags. 16. september 2011 varðandi bílastæði milli akbrautar og gangbrautar fyrir framan lóð nr. 33 við Logafold. Erindinu var vísað til umsagnar lögfræði og stjórnsýslu og er nú lagt fram að nýju ásamt umsögn lögfræði og stjórnsýslu dags. 26. september 2011.
Umsögn lögfræði og stjórnsýslu samþykkt.

20.11 Klettagarðar 9, starfsemi Hringrásar
Lagt fram bréf umhverfis- og samgöngusviðs dags. 3. ágúst 2011 ásamt erindi OPM dags. 14. júlí s.l. þar sem farið er fram á að Hringrás hf. að Klettagörðum 9 verði gert að flytja starfsemi sína. Einnig er lögð fram umsögn skipulagsstjóra dags. 29. september 2011.
Umsögn skipulagsstjóra samþykkt.

21.11 3">Svæðisskipulag höfuðborgarsvæðisins, fyrirkomulag samstarfs aðildarsveitarfélaga SSH
Lagt fram bréf borgarstjóra dags. 22. september 2011 ásamt bréfi Samtaka sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu frá 21. þ.m. um fyrirkomulag samstarfs aðildarsveitarfélaga SSH vegna svæðisskipulags höfuðborgarsvæðisins. Borgarráð vísaði erindinu til skipulagsráðs á fundi sínum 22. september 2011.
Vísað til skipulagsráðs.