Barðavogur 1-7, Borgartún 8-16, Frakkastígur 7, Holtsgata 24, Ísleifsgata 2-34, Kárastígur 13, Langagerði 78, Laugarásvegur 25, Njörvasund 6, Ránargata 7A, Samtún 38, Sóleyjargata 27, Stekkjarbakki 4-6, Vallarhús 57-67, Stuðlaháls 1, Landsskipulagsstefna, Nýlendugata 14,

Embættisafgreiðslufundur skipulagsstjóra Reykjavíkur samkvæmt viðauka 2.4 við samþykkt um stjórn Reykjavíkurborgar.

357. fundur 2011

Ár 2011, föstudaginn 22. júlí kl. 10:45, hélt skipulagsstjóri Reykjavíkur 357. embættisafgreiðslufund sinn til afgreiðslu mála án staðfestingar skipulagsráðs. Fundurinn var haldinn á skrifstofu skipulagsstjóra Borgartúni 12 - 14, 2. hæð, Stardalur. Fundinn sátu: Ágústa Sveinbjörnsdóttir og Marta Grettisdóttir Eftirtalinn embættismaður kynnti mál á fundinum: Valný Aðalsteinsdóttir Ritari var Helga Björk Laxdal.
Þetta gerðist:


1.11 Barðavogur 1-7, (fsp) nr.1 bílskúr
Lagt fram erindi frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa frá 19. júlí 2011 þar sem spurt er hvort leyfi fengist til að byggja bílageymslu og geymslu við einbýlishúsið á lóð nr. 1 við Barðavog.
Samþykki húsa nr. 3, 5 og 7 sem eru aðliggjandi lóðir fylgir á teikningu.

Neikvætt.
Fyrirspurnin samræmist ekki gildandi deiliskipulagi svæðisins þar sem gert er ráð fyrir byggingu utan byggingarreits.


2.11 Borgartún 8-16, bráðabirgðabílastæði
Lagt fram erindi frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa frá 19. júlí 2011 þar sem sótt er um leyfi fyrir 123 bráðarbirgðabílastæðum á reit H2, Höfðatorg á lóð nr. 8-16 við Borgatún.
Gjald kr. 8.000

Kynna formanni skipulagsráðs.

3.11 Frakkastígur 7, breyta kaffihúsi úr fl. 2 í fl. 3
Lagt fram erindi frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa frá 19. júlí 2011 þar sem sótt er um leyfi til að breyta texta á áður samþykktu erindi BN041281 þar sem sótt er um að breyta veitingastað sem er í fl. II í fl. III í húsnæðinu á lóð nr. 7 við Frakkastíg. einnig er lögð fram eldri umsögn skipulagsstjóra dags. 29. maí 2009.
Gjald kr. 8.000

Neikvætt.
Ekki er fallist á að heimila veitingarekstur í flokki III með vísan til rökstuðnings í eldri umsögn skipulagsstjóra.


4.11 Holtsgata 24, (fsp) lyfta þaki
Lagt fram erindi frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa frá 19. júlí 2011 þar sem spurt er hvort lyfta megi þaki og innrétta þar vinnuherbergi, sbr. fyrirspurn BN043187, í norðurhluta húss á lóð nr. 24 við Holtsgötu.

Vísað til umsagnar hjá verkefnisstjóra svæðisins.

5.11 Ísleifsgata 2-34, (fsp) fjölgun íbúða
Lögð fram fyrirspurn Búseta hsf., dags. 21. júlí 2011, um fjölgun íbúða á lóðum nr. 2-34 við Ísleifsgötu skv. uppdráttum, dags. 20. júlí 2011. Einnig lagt fram bréf framkvæmdastjóra Búseta, dags. 20. júlí 2011.

Vísað til umsagnar hjá höfundum deiliskipulags á svæðinu, teiknistofu Gylfa Guðjónssonar.

6.11 Kárastígur 13, (fsp) breyting á deiliskipulagi, hækkun húss
Lögð fram fyrirspurn Guðnýjar Hauksdóttur, dags. 20. júlí 2011, um hvort breyta megi deiliskipulagi Kárastígsreits austur á þá leið að í stað heimildar til að byggja ris ofaná hús nr. 13 við Kárastíg verði leyft að byggja heila hæð skv. uppdrætti Zeppelin arkitekta, dags. 20. júlí 2011.
Vísað til umsagnar hjá verkefnisstjóra svæðisins.

7.11 Langagerði 78, breyting úti
Á fundi skipulagsstjóra 8. júlí 2011 var lagt fram bréf frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa frá 5. júlí 2011 þar sem sótt er um leyfi til að byggja kvisti og nýja steinsteypta forstofu við aðalinngang einbýlishússins á lóð nr. 78 við Langagerði. Erindinu var vísað til umsagnar verkefnisstjóra og er nú lagt fram að nýju ásamt umsögn skipulagsstjóra dags. 15. júlí 2011.
Meðfylgjandi er bréf hönnuðar dags. 20.6. 2011Stækkun: 40,4 ferm., 109 rúmm.Gjald kr. 8.000 + 8.720

Samþykkt að grenndarkynna framlagða tillögu fyrir hagsmunaaðilum að Langagerði 64, 76, 80 og 82.

8.11 Laugarásvegur 25, (fsp) viðbygging
Lagt fram erindi frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa frá 19. júlí 2011 þar sem spurt er hvort fjarlægja megi núverandi áfastan timburskúr og byggja í staðinn við timburhúsið frá 1932 tveggja hæða viðbyggingu úr steinsteypu á þrem pöllum sem stendur á lóð nr. 25 við Laugarásveg.
Fyrir breytingu 98,6 ferm. - 19 + 200,9 = 280,7 ferm. br., lóð 1.101 ferm., nýtingarhlutfall 0,25, rúmmál eftir breytingu 905,6 rúmm. br.

Vísað til umsagnar hjá verkefnisstjóra svæðisins.

9.11 Njörvasund 6, (fsp) kvistur og strompur
Á fundi skipulagsstjóra 15. júlí 2011 var lagt fram erindi frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa frá 12. júlí 2011 þar sem spurt er hvort leyfi fengist til að rífa niður skorstein og að framlengja kvisti á húsinu á lóð nr. 6 við Njörvasund. Erindinu var vísað til umsagnar hjá verkefnisstjóra svæðisins og er nú lagt fram að nýju ásamt umsögn skipulagsstjóra dags. 20. júlí 2011.

Ekki eru gerðar skipulagslegar athugasemdir við erindið með vísan til umsagnar skipulagsstjóra. Byggingarleyfisumsókn verður grenndarkynnt þegar hún berst.

10.11 ">Ránargata 7A, byggja svalir
Lagt fram erindi frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa frá 19. júlí 2011 þar sem sótt er um leyfi til að byggja svalir á 2. hæð og á 3. hæð sem snúa í suður að baklóð fjölbýlishússins á lóð nr. 7A við Ránargötu.
Útskrift úr gerðabók embættisafgreiðslufundar skipulagsstjóra frá 15. júlí 2011 fylgir erindinu.
Samþykki meðeigenda á teikningum fylgir.
Gjald kr. 8.000

Frestað.
Lagfæra þarf uppdrætti áður en erindið er samþykkt í grenndarkynningu, með vísan til athugasemda byggingarfulltrúa.


12.11 Samtún 38, (fsp) svalapallur
Lagt fram erindi frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa frá 19. júlí 2011 þar sem spurt er hvort leyfi fengist til að byggja svalapall sem notað verður sem stækkun við stigapall á fjölbýlishúsinu á lóð nr. 38 við Samtún.

Vísað til umsagnar hjá verkefnisstjóra svæðisins.

13.11 Sóleyjargata 27, (fsp.) innri breytingar
Lagt fram erindi frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa frá 19. júlí 2011 þar sem spurt er hvort innrétta megi gistiheimili og eina íbúð í einbýlishúsi á lóð nr. 27 við Sóleyjargötu.

Ákvæði Aðalskipulags Reykjavíkur útilokar ekki að veitt verði leyfi til rekstrar gistiheimila á íbúðarsvæðum að uppfylltum þeim skilyrðum að starfsemin valdi ekki óþægindum vegna lyktar, hávaða eða óeðlilega mikillar umferðar. Í ljósi þess eru ekki gerðar skipulagslegar athugasemdir á þessu stigi máls við fyrirhugaða breytta notkun en bent skal á að byggingarleyfisumsókn verður grenndarkynnt og geta athugasemdir nágranna leitt til þess að umsókninni verði hafnað. Einnig er bent á að embætti byggingarfulltrúa gerir tæknilegar athugasemdir við íveruherbergi í kjallara, fullnægjandi upplýsingar um bílastæðabókhald lóðarinnar liggur ekki fyrir auk þess sem upplýsingar um flokkun gististaðar samkvæmt lögum nr. 85/2007 liggur ekki fyrir.

15.11 Stekkjarbakki 4-6, stækka vínbúð
Lagt fram erindi frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa frá 19. júlí 2011 þar sem sótt er um leyfi til að stækka mhl. 02 vínbúð til norðurs úr ? og stækka anddyri á austurhlið húsnæðissins á lóð nr. 4-6 við Stekkjarbakka, samkvæmt uppdráttum Arkþings dags. 8. júlí 2011..
Fyrirspurn BN037650 dags. 4. mars. 2008 fylgir.
Stækkun: 112 ferm., 459,4 rúmm.
Gjald kr. 8.000 + 36.752

Ekki eru gerðar skipulagslegar athugasemdir við erindið. Samræmist deiliskipulagi.

16.11 Vallarhús 57-67, (fsp) byggja skúr
Lagt fram erindi frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa frá 19. júlí 2011 þar sem spurt er hvort leyfi fengist til að byggja garðskúr fyrir garðáhöld og fl. sem ekki er upphitaður og þakefni í samræmi við raðhúsið nr. 67 á lóð nr. 57-67 við Vallarhús.

Neikvætt. Samræmist ekki deiliskipulagi svæðisins.

18.11 Stuðlaháls 1, breyting á deiliskipulagi
Að lokinni grenndarkynningu er lögð fram að umsókn Gests Ólafssonar f.h. Vífilfells, dags. 13. júlí 2011 um breytingu á deiliskipulagi Hálsahverfis vegna lóðar nr. 1 við Stuðlaháls samkvæmt deiliskipulagsuppdrætti og skuggavarpi Skipulags- arkitekta- og verfræðistofunnar ehf. dags. 14. júlí 2011. Breytingin felur í sér byggingarreit fyrir frárennslishreinsistöð á norðausturhluta lóðarinnar. Einnig er lagt fram samþykki lóðarhafa að Lynghálsi 4 dags. 11. júlí 2011. Tillagan var grenndarkynnt frá 20. júlí til og með 18. ágúst 2011, en þar sem samþykki hagsmunaaðila að Lynghálsi 4 dags. 22. júlí 2011 liggur fyrir er erindð nú lagt fram að nýju.

Samþykkt með vísan til viðauka um embættisafgreiðslur skipulagsstjóra við samþykkt um stjórn Reykjavíkurborgar.

20.11 Landsskipulagsstefna, drög að reglugerð
Lögð fram orðsending skrifstofu borgarstjórnar R11070023, dags. 18. júlí 2011, ásamt bréfi umhverfisráðuneytisins frá 4. s.m. þar sem óskað er eftir umsögn um drög að reglugerð um landsskipulagsstefnu. Erindið er sent skipulags- og byggingarsviði til umsagnar.

Vísað til umsagnar hjá verkefnisstjóra aðalskipulags.

21.11 Nýlendugata 14, kaffihús í flokki II
Lagt fram bréf frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa frá 5. júlí 2011 þar sem sótt er um leyfi til að opna kaffihús í flokki II í atvinnuhúsnæðinu á lóð nr. 14 við Nýlendugötu.
Fylgir samþykki nágranna á lóð nr. 16 fyrir sorpgeymslu á vesturgafl Nýlendugötu 14 á lóð Nýlendugötu 16.
Jákvæð fyrirspurn BN043124 dags. 7. Júní 2011 fylgir.
Gjald kr. 8.000

Ekki eru gerðar skipulagslegar athugasemdir við rekstur kaffihúss í flokki II.