Álagrandi 6, Blönduhlíð 9, Boðagrandi 9, Guðrúnargata 8, Hverfisgata 40-44, Kirkjuteigur 24, Laugarnesskóli, Kvistaland 26, Langagerði 78, Laufásvegur 2, Laugateigur 32, Neshagi 4, Njörvasund 6, Ránargata 7A, Smiðjustígur 6, Sóleyjargata 27, Starhagi 11, Starhagi 11, Túngata 5, Þórsgata 15, Kópavogur, Stuðlaháls 1, Reykjavíkurflugvöllur, Global Fuel ehf., Öskjuhlíð, Skógræktarfélag Íslands,

Embættisafgreiðslufundur skipulagsstjóra Reykjavíkur samkvæmt viðauka 2.4 við samþykkt um stjórn Reykjavíkurborgar.

356. fundur 2011

Ár 2011, föstudaginn 15. júlí kl. 10:30, hélt skipulagsstjóri Reykjavíkur 356. embættisafgreiðslufund sinn til afgreiðslu mála án staðfestingar skipulagsráðs. Fundurinn var haldinn á skrifstofu skipulagsstjóra Borgartúni 12 - 14, 2. hæð, Stardalur. Fundinn sátu: Ólöf Örvarsdóttir og Marta Grettisdóttir . Eftirtaldir embættismenn kynntu mál á fundinum: Margrét Leifsdóttir, Margrét Þormar, Ágústa Sveinbjörnsdóttir, Haraldur Sigurðsson. Ritari var: Helga Björk Laxdal.
Þetta gerðist:


1.11 Álagrandi 6, (fsp) viðbygging
Lögð fram ný fyrirspurn Sigurjóns Ólafssonar dags. 12. júlí 2011 varðandi viðbyggingu við húsið á lóðinni nr. 6 við Álagranda.

Ekki eru gerðar athugasemdir við að umsækjandi láti vinna tillögu að breytingu á deiliskipulagi í samræmi við erindið, á eigin kostnað. Tillagan verður grenndarkynnt þegar hún berst. Upplýsingar um breytingar á skuggavarpi skal fylgja tillögunni.

2.11 Blönduhlíð 9, (fsp) bílskúr, endurbyggja svalir
Á fundi skipulagsstjóra 8. júlí 2011 var lagt fram bréf frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa frá 5. júlí 2011 þar sem spurt er hvort leyfi fengist til að byggja 30 ferm bílskúr á baklóð sem fer lítillega út fyrir byggingareit, brjóta niður svalir og byggja þær 30 cm breiðari og að hafa handrið úr hertu gleri á fjölbýlishúsinu á lóð nr. 9 við Blönduhlíð.
Jákvæð fyrirspurn BN39742 dags. 12. maí 2009 um bílskúr og jákvæð fyrirspurn BN040455 um að breikka svalir en neikvæð um að breyta handriði fylgir. Ljósmyndir af handriði úr hertu gleri fylgir. Erindinu var vísað til umsagnar verkefnisstjóra og er nú lagt fram að nýju ásamt umsögn skipulagsstjóra dags. 11. júlí 2011.

Ekki er gerð athugasemd við erindið með þeim skilyrðum sem fram koma í umsögn skipulagsstjóra. Byggingarleyfisumsókn verður grenndarkynnt berist hún.

3.11 Boðagrandi 9, breyting á deiliskipulagi
Að lokinni auglýsingu er lagt fram að nýju erindi Framkvæmda- og eignasviðs dags. 5. maí 2011 varðandi breytingu á deiliskipulagi Grandavegur, Lýsi og SÍS vegna lóðarinnar nr. 9 við Boðagranda. Í breytingunni felst að gerður er byggingarreitur fyrir færanlega leikstofu, samkvæmt uppdrætti Framkvæmda- og eignasviðs Reykjavíkur dags. 3. maí 2011. Tillagan var auglýst frá 25. maí til og með 11. júlí 2011. Engar athugasemdir bárust.
Samþykkt með vísan til heimilda um embættisafgreiðslur skipulagsstjóra í viðauka við samþykkt um stjórn Reykjavíkurborgar.

4.11 Guðrúnargata 8, (fsp) stækka svalir 2. hæð
Á fundi skipulagsstjóra 8. júlí 2011 var lagt fram bréf frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa frá 5. júlí 2011 þar sem spurt er hvort leyfi fengist til að lengja og breikka svalir á 2. hæð og byggja sólskála í fjölbýlishúsinu á lóð nr. 8 við Guðrúnargötu. Erindinu var vísað til umsgnar hjá verkefnisstjóra svæðisins og er nú lagt fram að nýju ásamt umsögn skipulagsstjóra dags. 12. júlí 2011. Jákvætt erindi BN042819 dags. 5. apríl 2011 þar sem fjallað var um svalapall á 1.hæð fylgir

Neikvætt með vísan til umsagnar skipulagsstjóra.

5.11 4">Hverfisgata 40-44, (fsp) uppbygging á lóðum
Lögð fram fyrirspurn Folda ehf., dags. 12. júlí 2011, varðandi uppbyggingu á lóðunum nr. 40-44 við Hverfisgötu skv. frumdrögum Arkþings, dags. júní 2011.

Kynna formanni skipulagsráðs.

6.11 Kirkjuteigur 24, Laugarnesskóli, breyting á deiliskipulagi
Að lokinni auglýsingu er lagt fram að nýju erindi Framkvæmda- og eignasviðs Reykjavíkur dags. 5. maí 2011 varðandi breytingu á deiliskipulagi Teigahverfis vegna lóðarinnar nr. 24 við Kirkjuteig. Í breytingunni felst að gerður er byggingarreitur fyrir færanlega kennslustofu með tengibyggingu, samkvæmt uppdrætti Framkvæmda- og eignasviðs Reykjavíkur dags. 5. maí 2011. Tillagan var auglýst frá 25. maí til og með 11. julí 2011. Engar athugasemdir bárust.

Samþykkt með vísan til heimilda um embættisafgreiðslur skipulagsstjóra í viðauka við samþykkt um stjórn Reykjavíkurborgar.

7.11 Kvistaland 26, breyting á deiliskipulagi
Að lokinni auglýsingu er lagt fram að nýju erindi Framkvæmda- og eignasviðs Reykjavíkur dags. 5. maí 2011 varðandi breytingu á deiliskipulagi Fossvogshverfis, reitur 1.863.2 vegna lóðarinnar nr. 26 við Kvistaland, Í breytingunni felst að afmarkaður er byggingarreitur fyrir færanlega kennslustofu, fjölgun á bílastæðum, kvöð um aðkeyrslu er felld út ásamt því að afmörkuð, samþykkt lóð fyrir fjarskiptabúnað er felld út og bætt við leikskólalóðina, samkvæmt uppdrætti Framkvæmda- og eignasviðs Reykjavíkur dags. 3. maí 2011. Tillagan var auglýst frá 25. maí til og með 11. júlí 2011. Engar athugasemdir bárust.

Samþykkt með vísan til heimilda um embættisafgreiðslur skipulagsstjóra í viðauka við samþykkt um stjórn Reykjavíkurborgar.

8.11 Langagerði 78, breyting úti
Á fundi skipulagsstjóra 8. júlí 2011 var lagt fram bréf frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa frá 5. júlí 2011 þar sem sótt er um leyfi til að byggja kvisti og nýja steinsteypta forstofu við aðalinngang einbýlishússins á lóð nr. 78 við Langagerði.Meðfylgjandi er bréf hönnuðar dags. 20.6. 2011Stækkun: 40,4 ferm., 109 rúmm.Gjald kr. 8.000 + 8.720 Erindinu var vísað til umsagnar verkefnisstjóra og er nú lagt fram að nýju ásamt umsögn skipulagsstjóra dags. 15. júlí 2011.

Frestað.
Lagfæra þarf uppdrætti til samræmis við niðurstöðu í umsögn skipulagsstjóra áður en umsóknin verður grenndarkynnt.


9.11 Laufásvegur 2, (fsp) skyndibitastaður
Lagt fram erindi frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa frá 12. júlí 2011 þar sem spurt er hvort leyfi fengist til að innrétta skyndibitastað/kaffihús í flokki I í kjallara hússins á lóð nr. 2 við Laufásveg.

Ekki eru gerðar skipulagslegar athugasemdir við fyrirhugaða landnotkun en bent skal á að húsnæðið uppfyllir ekki kröfur byggingarreglugerðar.

10.11 Laugateigur 32, (fsp) svalir o.fl.
Á fundi skipulagsstjóra 8. júlí 2011 var lögð fram fyrirspurn Tobias Klose dags. 7. júlí 2011 um hvort leyft verði að stækka glugga og setja svalahurð ásamt svölum með tröppum niður í garð á lóðinni nr. 32 við Laugateig. Einnig er spurt um stækkun á kvisti. Erindið nú lagt fram að nýju ásamt umsögn skipulagsstjóra dags. 15. júlí 2011.

Ekki eru gerðar athugasemdir við erindið með þeim leiðbeiningum sem fram koma í umsögn skipulagsstjóra.

11.11 Neshagi 4, (fsp) breyta glugga á kjallaraíbúð
Á fundi skipualgssjtóra 8. júlí 2011 var lögð fram fyrirspurn húsfélagsins Neshaga 4 dags. 7. júlí 2011 um hvort leyft verði að breyta glugga á kjallaraíbúð suðurhliðar hússins til að gera hurð út á niðurgrafna verönd.
Erindinu var vísað til umsagnar hjá verkefnisstjóra svæðisins og er nú lagt fram að nýju ásamt umsögn skipulagsstjóra dags. 15. júlí 2011.
Ekki er gerð athugasemd við erindið. Byggingarleyfisumsókn verður grenndarkynnt berist hún.

12.11 Njörvasund 6, (fsp) kvistur og strompur
Lagt fram erindi frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa frá 12. júlí 2011 þar sem spurt er hvort leyfi fengist til að rífa niður skorstein og að framlengja kvisti á húsinu á lóð nr. 6 við Njörvasund.

Vísað til umsagnar hjá verkefnisstjóra svæðisins.

13.11 Ránargata 7A, byggja svalir
Lagt fram erindi frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa frá 12. júlí 2011 þar sem sótt er um leyfi til að byggja svalir á 2. hæð og á 3. hæð sem snúa í suður að baklóð fjölbýlishússins á lóð nr. 7A við Ránargötu.
Samþykki meðeigenda á teikningum fylgir.
Gjald kr. 8.000

Ekki er gerð athugasemd við erindið.
Byggingarleyfisumsókn verður grenndarkynnt berist hún.


14.11 Smiðjustígur 6, breyging inni og úti
Lagt fram erindi frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa frá 12. júlí 2011 þar sem sótt er um leyfi til að breyta innréttingum þannig að eldhús færist á 1. hæð og starfsmannaðstaða á 2. hæð og opnað verður yfir á lóð nr. 30 við Hverfisgötu og þar verði komið fyrir útiveitingaaðstöðu í fl. II fyrir 50 gesti sbr. fyrirspurn BN042973 fyrir hús á lóð nr. 6 við Smiðjustíg.
Gjald kr. 8.000

Ekki eru gerðar athugasemdir við erindið.

15.11 Sóleyjargata 27, (fsp) gistiheimili
Lögð fram fyrirspurn Guðmundar Guinnlaugssonar ark. f.h. Pnina Moskovitz dags. 12. júlí 2011 varðandi gistiheimili á lóðinni nr. 27 við Sóleyjargötu skv. uppdr., dags. 10. júlí 2011.

Frestað.

16.11 Starhagi 11, (fsp) færanleg leikstofa
Á fundi skipulagsstjóra 16. maí 2011 var lögð fram fyrirspurn Framkvæmda- og eignasviðs Reykjavíkur dags. 24. mars 2011 um hvort hægt sé að staðsetja færanlega leikstofu við lóðarmörk leikskólans Sæborgar samkvæmt uppdrætti dags. 18. mars 2011. Fyrirspurninni var frestað og er nú lögð fram að nýju með beiðni Framkvæmda- og eignasviðs um niðurfellingu erindisins.

Erindið fellt niður með vísan til beiðnis fyrirspyrjanda.

17.11 Starhagi 11, (fsp) færanleg leikstofa
Lögð fram fyrirspurn Framkvæmda- og eignasviðs dags. 13. júlí 2011 hvort hægt sé að staðsetja færanlega leikstofu á lóð leikskólns Sæborgar samkvæmt uppdrætti dags. 12. júlí 2011. Jafnframt er erindi SN110147 dags. 24. mars 2011 dregið til baka.
Ekki eru gerðar athugasemdir við að umsækjandi láti vinna tillögu að breytingu á deiliskipulagi í samræmi við erindið. Tillagan verður auglýst þegar hún berst.

18.11 Túngata 5, (fsp) hækkun
Lögð fram fyrirspurn Studio Granda, dags. 13. júlí 2011, um hvort hækka megi húsið að Túngötu 5 um eina hæð með því að framlengja útveggi upp og endurgera tannstafi í upprunalegri mynd.
Kynna formanni skipulagsráðs.

19.11 Þórsgata 15, (fsp) svalir
Lagt fram erindi frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa frá 12. júlí 2011 þar sem spurt er hvotr leyft yrði að koma fyrir svölum á suðurhlið 3. hæðar íbúðarhússins á lóð nr. 15 við Þórsgötu. Neikvæð afgreidd fyrirspurn fylgir BN039914.
Neikvætt. Ekki er fallist á að breyta deiliskipulagi til samræmis við fyrirspurn.

20.11 Kópavogur, Vesturvör 32-38, hafnarsvæði
Á fundi skipulagsstjóra 10. júní 2011 var lagt fram bréf Kópavogsbæjar dags. 26. maí 2011 þar sem kynnt er tillaga að breytingu á deiliskipulagi hafnarsvæðisins á Kársnesi, Vesturvör 32-38. Erindinu var vísað til umsagnar hjá verkefnisstjóra svæðisins og er nú lagt fram að nýju ásamt umsögn skipulagsstjóra dags. 14. júlí 2011.

Umsögn skipulagsstjóra samþykkt.

21.11 Stuðlaháls 1, breyting á deiliskipulagi
Lögð fram umsókn Gests Ólafssonar f.h. Vífilfells, dags. 13. júlí 2011 um breytingu á deiliskipulagi Hálsahverfis vegna lóðar nr. 1 við Stuðlaháls samkvæmt deiliskipulagsuppdrætti og skuggavarpi Skipulags- arkitekta- og verfræðistofunnar ehf. dags. 14. júlí 2011. Breytingin felur í sér byggingarreit fyrir frárennslishreinsistöð á norðausturhluta lóðarinnar. Einnig er lagt fram samþykki lóðarhafa að Lynghálsi 4 dags. 11. júlí 2011.

Samþykkt að grenndarkynna framlagða tillögu fyrir hagsmunaaðilum að Lynghálsi 4.

22.11 Reykjavíkurflugvöllur, Global Fuel ehf., (fsp) lóðarumsókn
Lögð fram fyrirspurn Global Fuel ehf., dags. 13. júlí 2011, um lóð á suðvestur hluta flugvallarsvæðis Reykjavíkurflugvallar sem nær frá flugvallargirðingu að gamla Skeljungs húsinu við Skeljanes/Skildinganes. Sótt er um lóðina fyrir starfsemi fyrirtækisins með skrifstofum og geymslu auk veitingareksturs. Einnig er lögð fram greinargerð, dags. 14. júlí 2011.

Vísað til umsagnar hjá verkefnisstjóra svæðisins.

23.11 Öskjuhlíð, Skógræktarfélag Íslands, (fsp) lóðarumsókn
Lögð fram fyrirspurn Skógræktarfélags Íslands, dags. 4. júlí 2011 um lóð fyrir höfuðstöðvar félagsins í Öskjuhlíð ásamt frumdrögum Batterísins að skipulagi, dags. júní 2011. Einnig lögð fram bréf Skógræktarfélagsins til borgarstjóra, dags. 31. okt. 2008 og 27. sept. 2010 og greinargerð, mótt. 14. júlí 2011.

Kynna formanni skipulagsráðs.